Lögberg


Lögberg - 22.07.1920, Qupperneq 1

Lögberg - 22.07.1920, Qupperneq 1
SPEIRS-PARNELL BAKINGCO. ábyrgjast yður fulla vigt, beztu vörur fyr- ir lœgsta verð sem verið getur. R E Y NIÐ Þ AÐ! TALSÍMI: Garry 2346 - WINNIPEG Það er til myndasmiður í borginni W. W. ROBSON 490 Main St. - Garry 1320 33. ARGANGUR WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 22. jOLÍ 1920 NUMER 30 Helztu Viðburðir Síðustu Viku Canada. Talið er víst að hinn nýji for- ■sætisráðgjafi í Ottawa- muni skipa þriggja manna nefnd til þes-s að rannsaka tollmálin í heild einni og þá einkum innflutnin^s- tollana. Er mælt að nefndina muni skipa þessir menn úr ráða- neytinu: Hénry Drayton fjár- málaráðgjafi, R. W. Wigmore tollmála ráðgjafi og James A. Calder nýlendumála ráðgjafi. Nefndir í samskonar tilgangi "hafa verið skipaðar tvisvar sinn- um áður síðan 1886; sú fyrri um veturinn 1897 og hin síðari árið 1906, var Hon Mr. Fielding þá- verandi fjármálaráðgjafi formað- ur þeirra í bæði skiftin. Miðstjórn liberalflokksins und- ir forystu Hon. McKenzie King, þefir ákveðið að útnefna þing- •mannsefni í öllum kjördæmum þinna nýuppdubbuðu afturhalds- ráðgjafa Arthur Meighen’s. Kjör- dæmi nýju ráðgjafanna eru: Coldhester og Varmouth, N. S., og St. Jo'hn, N. B. Mælt er að flokk- ur hinna sameinuðu bænda muni -iremur renna hýru auga til þess- ara kjördæma. Nýlátinn er í Winnipeg merk- * ur borgari Gyðingaættar, og hét sá E. R. Levinson. Hann var fæddur í bæ einum í Ástraliu, er Ballard nefnist árið 1878, lauk stúdents prófi við Wesley Coll- ege, Melbourne og tók embættis- próf í lögum við háskólann í hinni sömu borg fimm árum seinna með lofsamlegum vitnisburði. — Árið 1904 fluttist Levinson til Canada og tók sér bólfestu í Winnipeg, stundaði þar lögmanns- störf/ var hann um hríð aðstoðar- lögmaður Winnipeg borgar og þotti reynst hafa í því starfi mæta vel. Mr. Levison er þó einkum kunnur, fyrir hin mikilvægu af- skifti sín af líknarstörfum meðal ættflokks síns í Norður- Winni- peg. Var hann aðal hvatamaður að stofnun Munaðarlausra heim- jlisins í þeim hluta borgarinnar, ásamt mörgum fleiri fyrirtækjum slíkrar tegundar. Talið er nú nokkurn veginn víst, að verkamanna flokkurinn í Manitoba muni útnefna þing- mannsefni í Pas kjördæminu til þess að sækja á móti Hon Edward Brown fjármálaráðgjafa Norris- stjórnarinnar. Hvier úrslitin muni verða, er til kosninga kemur skal engu spáð um, en að kunn- ugra sögn, eru allar líkur á að Mr. Brown vinni. Hann hélt fjölmennan fund með kjósendum sínum hinn 12. þ. m., og var fram- úrskarandi vel tekið; lýsti hann yfir því, að stjórnin væri fastráð- in í að halda völdum, enda mundi það vera ákveðinn vilji almenn- ings. Tekjur af fiskiveiðum í Canada hafa aukist um ? 25,000,000 á síð- astliðnu fjárhagsári, er endaði í lok marzmánaðar. Alls nam tekjuliður þessi $ 60,000,000 út- flutt var á sama tímabili $ 40,687- 172 virði af fiski. 1904 nam út- flutningur þessarar vöru tegund- ar til Bretlands og breskra ný- lenda '$ 6,726,339, en nú hefir auk- ist útflutningurinn til þessara landa um nokkuð á fjórðu miljón dala. Sama ár nam útflutningur af jiiðursoðnum laxi til Bandaríkj- anna $ 115,360, en við lok síðasta fjárhagstímabils var liður þessi kominn upp í $ 12,067,319. S. A. Harrington, sá er umsjón hefir fyrir hönd Ottawastjórnar- innar, með eldsneytisforða fylkis- ins, fullyrðir nýlega að allur norð ur hluti Ontario fýlkis mundi nota kol frá Alberta, ef eigi væri sökum hinna háu flutningsgjalda. Mr. Harrington segir að við nám- urnar, kosti smálest linkola innan við fimm dali, en eftir að hafa verið flutt t. d. til Sudbury, North Bay eða annara staða þar í grend, mundi verðið nema nálægt átján dölum. Hinn 15. þ. m., réðist lögreglan í Vancouver inn í vöruhús Cana- dian Pacific Wine félagsins á Homer Street, þar í borginni og lagði löghald á 5000 kassa og 100 fjörutíu gallona keröld af Whis- key. Mr. George Brower’s for- stjóri þessarar svikaverzlunar var tekinn samstundis fastur og bíður dóms og laga. Föstudaginn hinn 16. þ. m. hóf W. J. McCombe Beresford Man., kornslátt. Var það rúgur, er hann byrjaði á, þroskaður vel og fall- egur. Mr Mc Combe kveðst fá munu yfir tuttugu mæla til jafn- aðar af ekrunni. petta mun vera fyrsta uppskerau í Mani- toba fylki á yfirstandandi sumri. Nefnd manna skipuð fulltrú- um frá öllum fylkjum í Canada, hefir að undanförnu setið á rök- stólum hér í Winnipeg til þess að ræða um verndun gróðursældar í hinum ýmsu akuryrkju héruðum. Formaður nefndarinnar, Dr. J. H. Grisdale, fulltrúi landbúnaðar- ráðuneytisins í Ottawa, fór all- hörðum orðum um kæruleysi bænda að því er viðkæmi verndun jarðvegarins; hvað akra hvorki vtra hvílda eins oft og nauðsyn bæri til, né heldur, skift um korn- tegundir eins og ákjósanlegt væri, þar sem það eitt út af fyrir sig væri þó frumnauðsyn til þess að halda gróðrarmoldinni nothæfri. Stjórnarmenn Canadian Nati- onal, hinir æðstu, eru á ferð hér vestra, skrautvagn þeirra var festur aftan í lest sem fór til Grand Beach í vikunni, í svo kall- aðri tunglskinsför, sú lest kom þar að, sem teinar voru úr lagi færðir og fóru nokkrir vagnar út af, en engann sakaði. Grunur leik- ur á, að illræðismenn hafi verið þar að verki og valdið spjöllum á brautinni. Blöð segja frá því, að yfirvöld ná- lægt Niagara hafi fengið bréf frá stúlku nafngreindri, sem biður lcyfis eða býðst til að fara niður l’ossinn í tunnu. Hún tekur svo til orða, að hún sé “alveg óð“ í að vinna þetta fífldirfsku bragð. Yfirvöldin svara svo, að enginn skuli fá að gera það, ef þau geti við því spornað. Ráðstafanir eru gerðar til að hafa má'lið um sameining G. T. P. og Can. Nat. járnbrauta, undir- búið til gerðardóms í haust, en í honum stendur til að eigi sæti Sir Walter Cassels, Sir Thomas White og W. H. Taft, með mörg- um lögfræðilegum ráðanautum. Verið er að sameina skrifstof- ur beggja brautarkerfa hér í borg, og yfirleitt koma þeim undir eina stjórn, til sparnaðar og hag- ræðis. þar sem heitir Cedar Lake hef- ir fundist raf í sandi og leðju við vatnsbakkann. Sá er nefndur Jacöb Murray, fyrrum forstöðu- maður Canadian Mining Journal, er hingað flutti poka fullan af efni þessu, og kvað svo mikið vera af því á hinum tilgreinda stað, að ferma mætti bát með því á skömmum tíma. Nafngreind- ir menn tóku sig þegar upp og héldu norður á þessar slóðir, af hálfu ötu'lla félaga í Toronto og New York. Nýstárlega skemtun er Winni- peg búum boðið að reyna þetta sumar: að fara í flugvélum yfir bæinn og svo hátt sem hvern iystir í loft upp. Flugstöðvar eru fyrir vestan bæinn, og er þar aðsókn mikil á helgum dögum. Svo mikil er aðsókn eftir þessu, að biðja verður fyrirfram um færi til flugs. I Frá Brandon er ótrúleg saga sögð í blöðum, að kona nokkur reyndi að losna við lífið með því móti, að hún hijóp fyrir bifreiðar, en þeim tókst að víkja ti'l og missa hennar. pvínæst hélt hún til lestagarða og lagðist á teina fyrir togreið, en sú varð stöðvuð í tíma. En konan gafst ekki upp að heldur og þar kom að hún fanst í marga parta skorin á járn- brautarteinum. H"ún var tekin af lögreglu að sögn, milli þessara tilrauna, en slept við vini er lof- uðust til að gæta ihennar. Fjögur átti hún bömin og veikan mann. Hluthafar í stálfélagi þessa lands eru sagðir samþykt hafa með atkvæðum, að fara að dæmi Stálfélags Nova Scotia og ganga j Brit. Empire stálfélag það hið •mikla, sem heimilað var að setja á stokkana 500 miljón dala höfuð- stól. Enn er eftir að fá Canada Steam Ship Lines, Limited, til að ganga í félagsbákn þetta. Farneli heitir maður, er óvar- lega þótti tala meðan verkfall stóð í Winnipeg og var dæmdur til níu mánaða fangelsis fyrir það. Hans félagar skoruðu fast á stjórnina að leysa hann úr höft- um, en fengu það svar, að stjórnin sæi sér það ekki fært. Bandaríkin Á fundum hinna gömlu flokka í Chicago og San Francisco kom fram óánægja, sem hnekt var og þögguð niður að miklu leyti. Ut- an flokkanna er mikill fjöldi manna, þar á meðal samtök sem, þó allsterk séu, hafa ekki bol- magn til að koma að forseta úr sínum flokki, ef hver potuðu sér. En ef þau slægju sér saman, væri sá fjöldi yfirgnæfandi til að koma fram hverju því er hann beitti sér á. Byrjun tjl samvinnu þessara flokka er að myndast; fulltrúar þeirra hafa setið að ráðagerð í Chicago undanfarandi daga, og komið sér saman um stefnuskrá, , er inniheldur þessi atriði meðal annars: Að einstakir skuli ekki eiga þjóðnytjar né reka né ráða yfir, heldur stjórnin í nafni þjóð- arinnar, að standa í rdóti League of Nations með eða án varnagla; að viðurkenna sjálfstæði íra; að standa í móti herþjónustu skyldu; að vinna bug á þeim vana, með pkatta álögum, að land sé látið ó- notað; að allir skuli jafnir vera til auðs og meta og lögin ganga jafnt yfir alla; að þegar í stað skuli allir hafa málfrelsi og rit- frelsi og þingafrelsi og lögtekið sjálfræði; að aftaka forboðs- gjörðir í verkamanna deilum, svo og var samþykt sú réttarbót, að verkamanna félög hafi lögheimil- an rétt til samtaka og samninga með kosnum fulltrúum. Ágreiningur varð út af því, að sumir vildu skrásetja þann fyrir- vara, að stjórn náma og járn- brauta, þá komnar væru í almenn- ings eigu, skyldi vera “demó- kratisk”, en því var hnekt. Talið er, að eftirfylgjandi sam- tök muni snúast til fylgis við hinn nýja flokk: Verkamanna flokkur, Single Tax flokkur, World War Veterans, Rank and File Veterans, American Constitutional Party, American Party of Texas, og síð- ,ast en ekki sízt má nefna þá snar- fara frá Wisconsin, er höfnuðu færi til að slá sér saman við meiri hlutann á fundi Repúblíkana, kallaðir “fernar tylftir”. Sagt er líklegt, að hinum nýju samtökum muni nafn gefið og skuli kallast ‘Farmers-Labor Party’, eða Bænd- ur og Verkamenn. Prestur flutti bæn í fundar- byrjun, og hefði sá einhvern tíma verið kallaður ákafamaður og sundurgerðamaður í orðum; hann formælti hinum gömlu flokkum, I<vað annan þeirra hata Jesúm og snópa eftir vi'lja auðkýfinga. þetta er haft eftir honum: “pessi veröld er ekki haldin af ástum til þín, ó, drattinn. England er þinn óvinur og Ameríka á sama bandi. Vér þökkum þér fyrir það sem Rússa þjóð aðhefst, fyrir nýjan andans móð í Indlandi og fyrir vaxandi sjálfstæðis þrek vor a meðal sem hér stöndum. Ger þú að engu Palmers ráð og Penrose athafnir og aðra heiðna villu, Morgans magn og Carncgies dæmi. Leys þú úr fjötrum þá í dýblizu voru settir fyrir tal og skoðanir. Blesaðu hann Eugene Debs, veittu forsetanum Wilson mátt til að hefja sig yfir saurug- an ráðabrag, er hans stjórn hef- ir meinbugað. Blessðu líka hann Wm. Bross Lloyd, sem fyrir dómi stendur nú í þessari borg. Snúðu vorri skömm og blygðun til frelsis veröldinni og hjálpræðis að lykt- um.” Svo láta sumir, sem lítil von sé til að flokkur þessi nái völdum, vegna þess einkum, að þeir muni ekki halda saman, sízt bændur og verkamenn, er sjálfsagðir séu til að standa á öndverðum meið, er aðrir vilja styltta verkatímann en hinir lengja hanji. Jafnframt er í efa dregið, að forusta fáist nógu örugg til að vega á móti hinum flokkunum báðum, er standa á gömlum merg og hafa auðsafnið að bakhjalli, er í léttu rúmi liggi hvor hærri skjöld ber. Suður í Kansas hefir læknir látið gera stóran hólk úr stáli og beitir þar loftþrýstings lækningu yið sjúklinga sem þjást af gigt, blóðleysi, nýrnabólgu o. s. frv.; þrýstingin er aukin smátt og smiátt, svo varla verða hinir sjúku hennar varir, heldur tala saman, reykja, gera að gamni sínu og 'hvað annað, þó þrýsting aukist upp í 20 pund á h/vern ferþumlung.. Rúm eru í hólknum og herbergja skip- un isem í húsi, enda er hann 80 feta langur og 10 fet að þvermáli. Um árangur þessara þrýstinga lækninga er ekki getið. Bretland Fregnir frá Lundúnum hinn 16. þ. m., segja Loyd George reiðu- búinn að rjúfa þing og efna til nýrra kosninga út af vandræða- málunum írsku. Verkamanna samböndin bresku höfðu krafist þess að stjórnin kveddi heim alt setulið sitt á ír- iandi og hótað almennu verkfalli að öðrum kosti. En nú þykist stjórnin hafa í höndum sannanir fyrir því, að við atkvæðagreiðsl- una í verkamannafé'lögunum hafi í raun og veru meiri hlutinn ver- ið mótfallinn því að leggja niður vinnu, og þessvegna sé ekkert á hótuninni að byggja. Kveðst Lloyd George því geta gengið ó- hræddur til kosninga um tillög- ur stjórnarinnar í irsku málun- um, og telur flokki sínum þar vísan sigur. Vafasamt mun það þó mega teljast að sú yrði raunin á, því verkamannafélögin á Bret- landi eru bæða mannmörg og inn- byrðissamheldni hin bezta eins og stendur, en traust. stjórnarinnar í þessu máli, sem og mörgum öðr- um, sýnist fara þverrandi með degi hverjum. Ekki ólíklegt að úrslit kosninganna yrðu þau, að bráðabyrgðar samvinna kæmist á milli liberal flokksins og verka- manna og Herbert Asquith tæk- ist á hendur myndun nýs ráðu- neytis. Fimtíuára afmæliMani- toba-fylkis. Yfirlit yfir sögu fylkisins. pann 15. júlí var hálf öld liðin frá því Manitoba fékk fylkis rétt- indi, en fram að þeim tima var öllu hinu Mtt bygða landi vestan stórvatna stjórnað af félagi því, er um langan aldur 'hafði þar einkaleyfi haft til verzlunar og veiða; í þann tíð var hér engin bygð utan af Indn'ánum og þeim, sem við þá verzluðu fná virkjum til og frá um hinar víðáttumiklu óbygðir. Hin fyrsta tilraun til að bvggja landið var gerð árið 1811, er Selkirk lávarður keypti spildu meðfram Rauðá og flutti þangað hóp sinna landsmanna; þeir lentu við Hudsons Bay um haust og höfðu þar vetursetu, en héldu suð- ur vorið eftir, unz þeir komu þar sem Assiniboine áin fellur í Rauðá, þar settust þeir að, gáfu staðnum nafn og kölluðu Kildon- an eftir sinni heimabygð. peirra nýlenda var undir stjórn þeirra er settir voru til ráða af hinu áður- greinda félagi, unz Bretastjórn sendi landstjóra, er sa£ í Fort Garry, með liði nokkru, sá hafði ábyrgð á lagagæzlu og kvaddi hina beztu menn bygðarinnar til umráða; fór svo fram um hríð, unz lögráðum félagsins var lok- ið árið 1859 Eftir það stóð í stappi miklu, þar til félagið afsal- aði ®ér réttindum gegn bótum, til hinnar nýmynduðu stjórnar aust- anlands; voru síðan lög sett á Canada þingi, um stjórn og landa- merki hins nýja fylkis, og er nú síðan liðin hálf öld. Manitoba fékk sna stjórnarskrá frá Canada þingi, en öll önnur fylki þangað til frá stjórn Bretaveldis. Fyrir þá sök var málum fylkisins skipað með nokkuð öðru móti, er leiddi til stríðrar deilu seinna meir við landstjórnina, er fylkisbúar þótt- ust miður haldnir en annara fylkja íbúar. peim málum var flestum viðunanlega skipað eftir langa baráttu, er með köflum var svo harðlega sótt, að Manitoba deilan tók upp úr öllum öðrum, er á þing- um vorú knjáð; þetta fylki hefir löngum staðið, þar sem bardaginn um þjóðmálin var heitastur. Deilur innan fylkisins hafa nokkrar sögulegar orðið, sú fyrsta Halldór Hermannsson, háskólabókavörður, einn hinn fróðasti núlifandi fslendingur um alt, er lýtur að sögu og bókmentum fslands, verður staddur hér íslendingadaginin og flytur ræðu fyrir minni fslands. Ætti það að verða mörgum hvöt til að sækja hátíðarhaldið, að fá tækifæri til að hlusta á þennan marg- fróða og nafnkenda landa vorn. petta er í fyrsta skifti, að Halldór heim- sækir bygðir vorar hér vestra. Eftirfylgjandi grein um Halldór er tekin upp úr janúar-blaði óðins frá árinu 1909: “Halldór Hermannsson, forstöðumaður ísl. deild- arinnar í Fiske-bókasafni Cornell háskólans, er son- ur Hermanníusar heitins sýslumanns á Velli á Halldór Hermannsson. Rangárvöllum, bróðir J. - - Hermannssonar sknfst.- stjóra og þeirra systkina, og er fæddur að Velli 6. janúar 1878, en útskrifaðist úr lærðaskólanum 1898. Hann fór þá á háskólann í Höfn og las þar lög. Réðst hann til Fiske prófessors ásamt öðr- um íslenzkum stúdenti, til þess að skipa niður bókasafni hans héðan og skrásetja það, og dvaldi Halldór hjá Fiske, í Florenz á ftalíu í heilt ár, 1900—1901, og á árunum 1901—4 vann hann ait af öðru hvoru fyrir hann við ritstörf og dvaldi hjá honum tíma og tima, ýmist í Florenz eða á pýzkalandi, og ferðaðist með honum. pegar Fiske dó, 1904, og safnið var flutt til Cornell háskólans frá Florenz, varð Halldór forstöðumaður þess, og hætti þá laganám- inu. petta er allvel launuð staða, þægileg og sjálfsagt skemtileg þeim, sem hneigður er fyrir bækur. Safnið kaupir árlega allar bækur, sem út koma á íslenzku. Halldór segir í bréfi til ritstjóra “óðins”, að safnið hafi ekki sem stendur gott húsrúm, en bókhlaðan verði að líkindum stækk- uð og þá sé í ráði að láta öll Fiske-söfnin vera í einu snotru her- bergi. Auk þess sem hann annast safnið, segist hann og kenna dálítið. “Instructor in Scandinavian languages (kennara í Skan- dinavíu-málumjkalla þeir mig,” segir hann, “og síðan eg kom hingað, hafa þó nokkrir stúdentar notið leiðsögu minnar; að marg- ir leggi stund á slikt, því verður ekki búist við.” Hér í blaðinu hefir áður verið stuttlega getið um 1. heftið af ársriti Fiske-safnsins, “Islandica”, er Halldór hefir ritað. Petta ársrit semur hann áfram. Honum er létt um að rita. pað þekk- ir ritstjóri “óðins” frá dögum “íslands”. Síðasta vetur sinn i lærðaskólanum skrifaði Halldór töluvert í það, og eins fyrst eftir að hann kom á háskólann.” Hann er mikill maður vexti og ásjálegur, fullar 3 álnir á hæð.” Cr bœnnm er félög deildu um loöskinna kaup og yfirmenn þeirra böröust í hinni nýju ibygð, er lauk með því, að félögin runnu saman. í annað sin fóru nýlendubúar vopnaðir til dómþings, er einn af þeirra flokki hafði tekinn verið fyrir að eiga skinnakaup við Indiána, og skyldi dæmast; en svo lauk, að hann var sýknaður og einkaréttur félagsins til viðskiftana féll við það niður. í þriðja sinn tóku nýlendumenn að sér stjórn fylkisins, eða hópur úr þeirra flokki, undir forystu kynblendings af frönsku kyni, heimtu saman þing og sömdu lög, unz brezkt herlið kom til skjalanna og þeir flýðu, sem til stjórnar höfðu gerst. Sá er fyrir þessu stóð hét Riel; hann reyndi að stofna til uppreisnar mörgum ár- um siðar, 1885, var þá höndlaður og líflátinn. Hið fjórða sinn urSu söguleg viðskifti, er verkalýður borgarinnar sýndi þeim í tvo heimana, er sátu að völdum, eftir stríðslok, en herliS bægði þeim, og forsprakkar þeirra voru settir í fangelsi samkvæmt dómi, og eru þeir atburðir enn í fersku minni. pegar stjórnin settist á lagg- irnar, var manntal tekið til und- irbúnings kjördæma skiftingar, og reyndust líbúar vart 12 þúsund- ir, hvítir tæp 1,700, hitt kynblend- ingar, og þær tvennar tylftir, sem á fyrsta þing voru kosnir, héldu fundi á húsi prívatmanns, því að ekkert var þá iþinghús til. Og það hélzt lengi, að fólki fjölgaSi seint innan fylkisinis, alt fram að 1890, er stjórnin ihóf að gera gangskör að því, að fá menn frá öðrum lönd- um til aS setjast /hér að. Eftir það fjölgaði því óðum, með verk- legum framkvæmdum og hraðfara landnámi. Mennonitar urðu fyrst- ir til aS sýna, að hveiti yxi vel á sléttunum, en áður höfðu land- nemar haldið sig við árbakkana og ræktað þá. Ein hin meiikilegustu atriði í viSgangi vesturlands voru járn- brautirnar, er leiðina styttu. Can- adian Pacific félagið fullgerði sína braut vestur á Rauðárbakka árið 1885, en sex árum áður náSi fylkið járnbrautar sambandi við brautakerfi syðra. Frá þeim tíma var alt auðveldara viöfangs fyrir nýlendumenn. Áður hafði þeim margt örðugt til handa borið vegna samgönguleysis, ekki sízt er uppskera brást með öllu, af vatna- vöxtum og engisprettum, er komu fyrir oftar en einu sinni. Pinghúsið vígt. Á Fimtudaginn 15. þ.m. var þinghúsið nýja hátíðlega vígt til notkunar af fylkisstjóra, með Hon. T. C. Norris sem viðtakanda af fylkisbúa hálfu og F. W. Simon byggingameistara, er afhenti það af sinni hálfu. StjórnarformaSur Hon. T. C. Norris flutti fyrstur ræðu fyrir miklum fjölda manna, um hversu saman færi bygging þinghúss þessa hins mikla og stjórarseturs og hálfrar aldar af- mæli fylkisins. Vék svo til fylk- isstjóra að lýsa það formlega til reiðu búið. Mikill mannfjöldi var viðstaddur athöfn þá, frá ýmsum hlutum lands og frá Bandaríkjum. Eftir fylkisstjóra eru þessi orS höfð í vígsluræðu hans: “pessi bygging, fögur og traust og nyt- söm er sýnilegt tákn vors kristi- lega menningarbrags í Canada nú á dögum. Helguð er hún setning og framkvæmd laga í Manitoba og boðar öllum, þögul og tignar- leg, réttindi og vald frjálsra manna til að semja og halda þau lög, er þeir ætla bezt við sitt hæfi, til aS inna af hendi skyldustörf sin og vernda réttindi sín. “Vor borgaralegu samtök hvíla á kristilegri undirstöðu, er undir renna tvær meginstoðir: ‘Elska skaltu drottin guð þinn af öllu hjarta, öllum mætti og allri sálu þinni’, og ‘Elska skalltu náunga þinn eins og sjálfan þig.’ Á þessu tjáist öll lögmál grundvölluð vera. “1 því skyni að lög verði samin í samræmi viS þessi máttugu boð- orð og staðfastlega fram fylgt, lýsi eg nú, að þessi höfuðstaður stjómarathafna Manitoba fylkis, er opinn.” Eftir það fór fram hljóSfæra- sláttur og söngur og dansar marg- ir við veitingar og mikinn mann- fagnað fram eftir öllum degi og til næsta morguns. Öllum borgur- um var þengað boðið aS þiggja veitingar og skemta sér. . Hinn 15. þ. m., lést að Birch Island, Manitoba, J. K. Sigurðs. son lögmaður í Winnipeg, korn- u.ngur og framúrskarandi vel gefinn. Faðir hans, Mr. Jón Sigurðsson, fór norSur og flutti likið til Winnipeg. Jarðarförin fór fram á þriðjudaginn 20. þ. m. frá útfararstofu A. S. Bardals. Séra Rögnvaldur Pétursson jarð- söng. Hins framliðna verður nán- ar minst síSar. Hr. Jónas Jóhannesson leit inn ' á skrifstofuna, nýkominn utan af búi sínu nálægt Ely, Man. Hann sagði horfur ágætar utan á sið- sánu landi; er liðið hefir vegna þurka. Á ferð var hér fyrir helgina ungfrú Sólveig Björnsson, kom frá New York, og var á leið vest- ur að hafi, í skemtiferS. Hún fór frá íslandi þann 8. júní. Ung- frúin er dóttir G. Björnssonar landlæknis, fór fyrst að hitta bræður sína tvo er nám stunda syðra annar verzlunarfræði, hinn verkfræðinga sýslan, síðan að kynnast landi þessu með ferða- lagi og dvöl um stundar sakir, þar sem svo vill verkast. í kvæðinu Morgun eftir S. J. Jóhannesson, sem birtist í Lög- berg 1. þ. m., hefir misprenast í fyrsta erindi, slðustu línu, sjáir, átti að vera spáir. í þriðja er- indi í síðustu línu stendur, fres- arinn, í staðinn fyrir frelsarinn, í fimta erindi, sannleikas í stað- inn fyrir sannlenkans. petta eru lesendur beðnir að athuga, og höfundur beðinn vel- virðingar á. Mr. og Mrs. Eli^ Thorwaldson, frá Mountain N. Dakota komu til þorgar, ásamt fjórum börnum sínum, í skemtiför; þau fóru til Winnipeg Beach og þaðan heim aftur. íslendingar utan bæjar sem innan, ættu að lesa auglýsinguna i blaöi voru um Islendingadags hátíðahaldið að Gimli, 2. ágúst n. k. Gimlibúar láta aidrei neitt tilsparað, að gera þjóðminningar- daginn sem veglegastan. Aðsókn- in í fyrra var frábærlega góð, og skemtiskráin var nefndinni og bæjarbúum til hinnar mestu sæmdar. Að þessu sinni hefir engu síður vandaS verið til und- irbúningsins. — Sýnið íslenzku þjóðerni tilhlýði- lega virðingu og fjölmenniS á íslendingadaginn á Gimli. íslenzka kornkaupafél., North West Commission Co., Ltd., hafa beðið Lögberg að geta þess, að þeir íslenzku bændur, sem hafa hveiti “Certificate” frá Candian Wiheat Board geta sent þessi Certificates til þeirra, og munu þeir útvega þeim þá borgun, sem nú er greidd út á þau, nefnilega 30 cent á bushelið. Skrifið nafn yðar á bakið á skírteininu og sendið með póstábyrgð til North West Commission Co., Ltd., 216 Grain Exchange, Winnipeg, Man. vxiðarnir verða sendir til baka til þeirra, sem senda þá, ásamt 30 c. á bushelið, þeim kostnaðarlaust, sem sendir. Mrs María G. Árnason frá Minneota, Minn., hefir að undan- förnu ferðast um islenzku bygð- irnar í Argyle, Gimli og Saskat- chewan. Hún var ein af kirkju- þings fulltrúunum frá Minneota, og sat síðastliðið kirkjuþing í Kandahar. Mrs. Árnason lét vel yfir hinum ágætu viðtökum, er 'hún mætti hvarvetna á för sinni, og þakkar einkum Mrs Guðrúnu Jósefsson í Kanadahar bygðinni, þar sem hún dvaldi meðan á kirkjuþinginu stóð, fyrir gest- risnina og alúð í ríkum mæli. Mrs. Árnason er systir Thorsteins Oddssonar fasteignasala og Gunn laugs í Selkirk. Er hún íslend- ingum löngu kunn fyrir fjölda fallegra kvæða, sem eftir hana hafa birst öðru hvoru í Vestan- hafsblöðunum. Einkennir ljóða- gerð hennar þýður og hreimfagur blær. Hún heimsótti gamal- menna iheimilið Betel og dáðist mjög að umgengninni og bróður- huganum, sem þar ríkir allra á ineðál. — Síðastliðinn föstudag lagði Mrs. Árnason af stað áleið- is til heimilis síns í Minneota.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.