Lögberg


Lögberg - 22.07.1920, Qupperneq 3

Lögberg - 22.07.1920, Qupperneq 3
* LÖGBERG. FIMTUDAGINN 22. JÚLÍ 1920. B!s. 3 IT/» .. | • V* timbur, fja Nyjar vorubirgðir tegu„dum, timbur, fjalviður af öllum \ geirettur og als- | konar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar. Komið og sjáið vörur vorar. Vér erumaetíð glaðir j að sýna þó ekkert sé keypt. The Empire Sash & Door Co. Limitad HENRY AVE. EAST WINNIPEG Automobile og Gas Tractor Sérfræðinga verður meiri þörf en nokkru sinni áður í sögu þessa lands. Hví ekki að búa sig undir tafarlauat? Vér kennum yður Garage og Tractor vinnu. Allar tegundir véla — L head, T head, I head, Valve in the head 8-6-4-2-1 Cylinder vólar eru notaðar við kensluna, einnig yfir 20 raf- magnsaðferðir. Vér höfuim einnig Automobile og Tractor Garage, hvar þér getið fengið að njóta allra mögulegra æfinga. Skóli vor er sá eini, sem býr til Batteries, er fullnægja kröfum tímans. Vulcanizing verksmiðja vor er talin að,vera sú lang- fullkomnaista í Canada á allan hátt. Árangurinn af kenslu vorri hefir oss til mikillar ánægju sann- fært bæði sjálfa oiss og aðra um að kenslan er sú rétta og sanna. —Skrifið eftir upplýsingum—allir hjartanlega velkomnir til þess að skoða skóla vorn og áhöld. GARBUTT M0T0R SCH00L, Ltd. City Public Market Building. CALGARY, ALTA. Nelly frá Shorne Mills. Eftir Cliarles Garvice. ”Eg er náfrænka lávarðar Wolfer”. ”Ó, einmitt það — eg bið yður afsökunar,’ sagði hann hugléttari. ”Eg skildi yður ekki ■STl*cl^í ^ ^ ”Máske þér þekkið lávarð Wolferl’ spurði hún mjög ísmeygilega. Hann liristi höfuðið og tautaði: “Eg hefi heyrt talað um lianoi.” “Já, auðvitað,” sagði liún með áherslu. *‘Hann er mjög víba kunnur — til þess að segja ckki að hann sé nafnfrægur. Má eg spyrja um nafn yðar?” Hann hnyklaði brýrnar fáeinar sekúndur. “Vernon,” sagði hann ólundarlega. ‘Drake Vernon”. “Hum — mér finst eg kannast við það nafn. Er það frá Vernon ættinni í Northumberland?” ‘‘Nei svaraði hann fljótlega. ‘‘Ekki? Það eru líka einhverjir Vernonar í Warwiekshire, að mig minnir,” sagði hún. Hann hristi höfuðið. “Eg er ekki af ætt neinna þessara Vern- ona,” sagði hann. Þetta var frúnni allra snöggvast vonbrigði en liún jafnaði sig brátt, því hún var sannfærð um það, að þó hann ekki væri í ætt við neinn af þessum Vernonum, þá var hann áreiðan- lega göfugmenni og í hárri stöðu. Hún brosti til hans. “Stundum veit maður ekki af hvaða ætt maður er!” sagði hún. “Eg verð að biðja yður afsökunar á því, að eg yfirgef yður — eg ætla sjálf að líta eftir, að herbergi yðar sé eins og það á að vera. Við höfum að eins eina vinnukonu núna,” hún stundi kvartandi, “og dóttir mín er svo ung og hugsunarlaus. ” “Hugsunarlaus er hún alls ekki,” sagði bann næstum kuldalega. “Dóttir yðar hefir svnt yfirburða snarræði —” “Eg verð að skýra það fyrir yður, að hún er að eins stjúpdóttir mín,” sagði frú Lorton hún gat ekki þolað að heyra öðrum hrósað en sér. “Hinn framliðni maður minn — eg er ekkja hr. Vemon — skildi eftir bömin sín tvö í minni umsjón, og með því fól hann mér á hendur mjög vandasamt starf, sem eg vona að hafa leyst vel af hendi. Eg kem strax aftur.” Hann stóð upp og hneigði sig, hallaði sér svo aftur á ibak og lokaði augunum með þol- gæðis svip. Fáum mínútum síðar kom frú Lorton aft- ur með Molly- “ Viljið þér koma til herbergis yðar núna? Það er búið að gera boð eftir læ'kninum.” “Kæra þökk!” sagði hann og gekk upp stigann með þeim; en hann vildi ekki láta þær hjálpa sér úr fötunum, liann settist á rúmið og beið ó þolinmóður eftir lækninum- Til allrar hamingju var það um þetta leyti, að gamli læknirinn Spence heimsótti Shorne Mills daglega, og Nelly, sem hlaupið hafði upp til krossgatnanna, stöðvaði hann, þegar hann kom skröltandi, í gamla gráa vagninum sínum. ‘ ‘ Nú — hvað er nú að! Hefir trylti bróð- ir yðar meitt sig?” spurði hann og studdi liend inni á öxl hennar. ‘ ‘Hvað þá? Ókunnur maður? Brotið handlegg sinn? Nú. nú, takið þér því með ró — þér skjálfið af kvíða, þess þurfið þér ebki — hvað hefir brotinn hand leggur að þýða? ó, sussu! Hefði það ver- ið hálsinn, sem hann braut, þá væri það annað mál.” “ Eg er alls ékki hrædd, og eg skelf heldur ekki,” svaraði Nelly móðguð, en brosandi. “Eg er að eins móð af hlaupunum.” “Og alveg utan við yður, jæja, Nelly, þér þurfið ekki að hlaupa til l>aka, góða stúlka mín. Eg skal flýta mér þangað og sjá hvað að er,” sagði læknirinn. Hann talaði fáein orð við gömlu hryssuna, sem' skildi hvert orð og hverja hreyfingu hús- bónda síns, og skjögraði svo áfram eftir þjóð- veginum. Nelly gekk í hægðum sínum á eftir. Hún var dálítið föl, sem læknirinn hafði tekið eftir en alls ekki hrædd. Á allri hennar við- burða litlu æfi, hafði enginn tilviljun lík þess- ari átt sér stað. Það var ervitt að skilja, að ungur, sterkur maður hafði dottið af hestbaki og lent við fætur hennar, og að hún hafði látitS höfuð hans hvíla í fangi sínu. Hún leit nið- ur á kjólinn sinn, þar sem blóðvoti bletturinn var enn þá sjáanlegur, og hana hrylti við. Var hún glöð eða hrygg yfir því, að hún af til- viljun hafði verið til staðar, þegar hann datt af baki? Svo ásakaði hún sjálfa sig, að hún skyldi efast. Auðvitað var hún glöð, mjög glöð yfir því, að hún gat hjálpað honurn. Hún sá með innri sjón sinni andlit unga mannsins, sem var mjög fölt, og þreyttu alvarlegu drætt- ina í kring um munn og augu. “Mér þætti gaman að vita hver hann er?” hugsaði hún- Hún hafði aldrei séð neinn, sem líktist honum; hún fann að hann var öðruvísi en allir aðrir menn, sem hún hafði séð. Með- an hún gekk hægt og hugsandi eftir þjóðveg- inum, fann hún til undarlegra tilfinninga, það var eins og hún hefði staðið á þrepskildinum í dyrunum til nýs og ókunnugs heims. Án þess að hlusta á hina löngu frásögn frú Lorton, gekk læknirinn upp stigann til gestaherbergisins, þar sem hr. Drake Vemon sat enn þá á rúminu, mjög dapur en rólegur. “Góðan daginn, læknir,” sagði hann ró- legur. “Eg hefi að eins dottið af hestbaki, meitt mig á höfðinu og brotið nokkur af bein- um mínum. Ef þér viljið gera svo vel —” “Farið þér úr fötunum yðar. Hvers \égna hafið þér ekki látið hjálpa yður úr föt- unum, hr. minn?” sagði gamli maðurinn blátt áfram. “Eg hefi ollað þessu fólki nógu mikið ó- mak,” var svar hans. “Þökk fyrir ,— nei það meiðir mig ekki — ekki meira en eðlilegt er. Það líður ékki yfir mig — kæra þökk.” Hann var afklæddur og lagðist út af, og svo fór laúmirinn að fannsaka hann. Þegar hann fór að skoða meidda handlegginn, tók Vernon hringinn af fingri sínum og stakk hon- um í vasann. “Slæmt högg á höfuðið — brotinn handlegg — flókið brot, því ver —‘ ’ Gamli maðurinn liristi höfuðið. “Mér þykir það leitt hr. Vernon; en eg get ekki hlýtt ósk yðar. Þér hafið meitt yður meira en þér haldið. Höfuð yðar — og svo held eg að þér séuð ekki hraustur sjúklingur t— þér hafið verið óvarkár um æfina — er það ekki? ’ ’ Vernon kinkaði kolli- “Jú, varkárni er ekki ein af mínum dygð- um. ’ ’ “Hélt það; og nú verðið þér að líða fyrir það. Náttúran er torbæn og þekkir enga hlífð. Ef einver af fiskimönnunum mínum hefði meitt sig eins og þér, þá hefði eg leyft honum að breyta eins og hann vildi — en þér verðið hér í þessu herbergi — í öllu falli í þessu húsi fyrst um sinn.” Þannig var úrskurður læknisins. “Ómögulegt,” mótmælti Vernon. “Eg er þessum manneskjum alveg ókunnur — eg get ekki þegið góðvild þeirra — eg hefi nú þegar gert þeim allmikla fyrirhöfn.” “Ó, rugl!” sagði læknirinn rólegur. “Við erum ekki án gestrisni í þessu héraði. Þær vilja með ánægju stunda yður. Frú Lorton verður innilega glöð yfir því, að fá slíka til- breytingu. Þetta er rólegur og kyrlátur stað- ur — í því tilliti getið þér ekki fengið betri stað — og hvort sem þér viljið eða ekki, þá verð- ið þér að vera hér fyrst um sinn, ef þér viljið ekki eiga það á hættu að fá illa bólgu og verða aðalpersóna við jarðarför!” X J Vemon beit á vörina, yfti öxlum og athug- aði þegjandi undirbúning laéknisins með hand- leggs umbúðimar. Þetta var kvalaríkur holdskurður, en sjúklingurinn hljóðaði ekki og lá alveg kyr. Ijæknirinn klappaði handleggnum í umbúðun- um og horfði athugull á eiganda hans. “Þér hafið að líkindum verið í hernum, hr. Vernon?” sagði læknirinn. Vernon horfði fast á hann. “Af hverju vitið þér það?” spurði hanm “Eg sá það af því hvernig þér hélduð handlegg yðar,” svaraði læknirinn. “Eg hefi sjálfur verið í hernum sem læknir. Nú, verið þér ekki hræddur — eg skal ekki spyrja yður — og eg er þagmáll eins og allir í minni stöðu. Nú skal eg gefa yður svefnlyf og líta inn til yðar í kvöld. Og ef þér hafið ekki fengið beilabólgu þangað til á morgun, þá eruð þér í aftur bata. Eg er alveg hreinskilinn, af því eg vil, að þér skiljið ásigkomulagið —” “Hafið þér svefnlyfið vel 'Sterkt, eg er vanur svefnlyfjum,” sagði Vernon rólegur. “Opium eða klóral eða kvað?” “Klóral,” var svarið. “Gott — fer vel um yður?” “Já, þökk fyrir. — Bíðið augnablik. Eg hefi riðið hringinn um kring í Devon og Somm- erset í dag — eg þekki enga manneskju hér — en eg vil síður vekja eftirtekt og orsaka of mikið umtal. Máske þér viljið gera mér þann greiða, að þegja um þenna viðburð og veru mína hér?” “Auðvitað ef þér viljið það,” svaraði lækn irinn. “Eru engir vinir eða ættingjar, sem þér viljið gera boð?7’ “Nei, nei!” sagði Vemon næstum hræðslu lega. “Eg fer héðan að einum eða tveimur dögum liðnum.” “Nú, ætlið þér að gera það?” tautaði gamli læknirinn á meðan hann gekk ofan stigann. Dagurinn leið með hægð. Allir í húsinu vom í geðshræringu, sem reynt var að bæla niður, en> sem frú Lorton hélt við líði ef að Nelly eða Molly hreyfðu sig, með því að hvæsa aðvarandi: “Þey!” en svo hátt að heyra mátti í fjarlægustu homum, og hefði eflaust truflað svefn sjúklings síns, ef svefnlyfs skamt urinn, sem læknirinn gaf honum, hefði ekki verið svo stór. Um það leyti sem Nelly bjóst við Dick heim, gekk hún ofan eftir brautinni til að mæta honum, kvíðandi fyrir því, að hann mundi koma syngjandi eða blístrandi inn í húsið. Og þegar hún sá hánn koma röltandi í hwgðum sínum, hugsunarlausan eins og vant var, hljóp hún til hans, greip handlegg hans og byrjaði hvíslandi að segja honum frá viðburðinum, eins og hr- Vernon væri fyrir innan takmörk heymarsviðsins. Dick var undrandi og blístraði. “Þetta er sá undárlegasti viðburður, sem fyrir þig gat borið, Nelly! Það er regluleg- ur sorgarleikur: “Hinn dularfulli ókunni maður og stúlkan úr þorpinu!” Fyrsti kafli. Hinn óknnnni kemur. “Hesturinn minn er þreyttur — og hér sést enginn mannleg íbúð. Hvar get eg fundið pláss, þar sem þreytta skepnan mín og verkjandi höfuðið mitt geta fengið hvíld? ó, — hvað er þetta? Unaðs- legt barn náttúrunnar! Eg skal spyrja hana.’ Hesturinn fælist — hinn dularfulli ókunni mað- ur dettur af baki. Stúlkan hnéféll: “Ham- ingjan góða — hvað hefir komið fyrir — þetta er hann —” Nelly hló en blóðroðnaði. “Ðick vertu nú ekki svona bjánalegur, ef þú getur varist því. Eg veit þú átt ervitt með það—” “Sparaðu roðann þinn, barnið mitt,” sagði hann vingjarnlega. “Þessi dularfulli gestur er að líkindum umferðasali, sem á konu og sjö böm. En heyrðu, Nell, hvað segir mamma ? ’ ’ “Henni þykir vænt um þetta,” svaraði Nelly brosandi. “Hún er fjörugri og ánægSari heldur en eg hefi nokkru sinni séð hana fyr”. Diek hallaði höfðinu til hliðar hugsandi. “Er það hugsanlegt að skáldsagan endi öðruvísi? ÆtH við missum okkar ástkæm mömmu? Þakklátsemi, sem við fyrsta augna- tillit breytist í ást.” “Dick, þú ert sá versti þvaðrari, sem til er. Hann er mörgum árum yngri enn mamma — hann er nógu ungur til að vera sonur hennar- En Dick, gættu nú þess að gera ekki hávaða. Iíann er áreiðanlega veikur; eg sá það á brosi gamla læknirsins. Hann brosir alt af svo und- arlega, þegar hann á við alvarlega sjúkdóma að stríða. Þú ætlar a8 vera kyrlátur, er það ekki góði Dick minn?” “Þessi blíða umhyggja fyrir hinum þjáða, \ækur viðkvæmni mína”, tautaði hann og þurk- aði augun. “Já, Nelly, eg skal vera stiltur. hve vænt sem mér þykir um fjör og gáska, þá vil eg ékki orsaka jarðarför, eða gera systur mína örvilnaða. Á eg að höggva af mér fæt- urnar, áður en .eg geng inn í híbýli veikinnar, eða á eg að ganga inn á höfðinu?” sagði hinn íorherti. Dagurinn leið. Dick, sem næstum var ör- vilnaður sökum hinnar þvinguðu rósemi og frú Lorton óstöðvandi “uss!” dró sig í hlé í áhalda skúrinn sinn til að smíða eitthvað, skar sig í fingurinn og fór svo og lagðist út af. Molly gekk til sjúkraherbergisins sem hjúkrunar- stúlka, og þegar frú Lorton hafði skipað öllum að kalla á sig, ef einhver breyting veikinnar ætti sér stað, fór hún og háttaði, og Nelly lædd ist upp í litla þakherbergið sitt. Meðan hún fór úr fötunum með hægð, hætti hún við og við og hlustaði. Alt var kyrt, sjúklingurinn svaf enn þá. Hún gekk að opna glugganum og leit á sjóinn. Það var eitthvað í henni sem hreyfði sig — eitthvað sein líktist hinni sljófu hreyfingu í loftinu á undan storminum. Það er ejcki ómögulegt að við fáum fyrirvara hinnar fyrstu miklu breytingar á æfi vorri — sú breyting, sem leið- ir allar tilfinningar okkar, öll sfcörf okkar inn á aðra braut. Hún þekti of lítið til lífsins og heimsins, til þess, að gefa þessari spurningu nokkurn gaum, en hún fann sig vera órólega og dapra. Hún gat ekki varist því að hugsa um fallega andlitið, dökku, þreyttu alvarlegu aug- un. Þau fáu orð, sem hann hafði talað, óm- uðu sífelt í eyrum hennar og nafn hans var alt af í huga hennar- “Drake Yemon, Drake Vernon.” Loks snéri hún sér frá glugganum óþolin- móð og rjóð í andliti af sneypu yfir því, hverja stefnu hugsanir hennar höfðu tekið. Hún féll á kné við rúmið sitt og flutti kvöldbæn sína. En fallega andlitið hins ókunna, unga, meidda manns, vék ekki frá innri sjón hennar, og að hálfu leyti óafvitandi bað hún innilega um heil brigði hans. Svo lagði hún sig fyrir og sofn- aði. En litlu síðar vaknaði hún snögglega — hún sá í draumi hestinn fælast og detta, og fann höfuð mannsins hvíla í fangi sínu. Hún settist upp og hlustaði. Herbergi hans var undir hennar, og þar eð liúsið var fremur garmalegt með þunnum veggjum, barst hvert hljóö að neðan upp til hennar. Hún heyrði liann stynja nokkrum sinnum, svo bað hann með hásri rödd um vatn. Hún hlustaði aftur, og hvað eftir annað heyrði hún hann biðja um vatn með veikri rödd. Hún gat ekki þolað þetta, vatt sér fram úr rúminu, fór í morgunkjól og læddist ofan stig- ann. Nú heyrði hún röddina en glöggar, og ]>að var alt áf sama beiðnin um vatn. Hún opnaði dyraar, og^eftir að hafa staðið á þröskuldinum fáein augnablik með blóð- rióCar kinnar, gekk liún að rúminu. Molly sat í stólnum og höfuð hennar hallaðist aftur fyrir stólbakið, stóri munnurinn hennar var opinn og hún svaf föstum svefni. Nelly stóð og horfði á þenna meðvitundar- lausa unga mann. Ðökkjarpa hárið hékk í flækjum niður á ennið, og hvíta andlitið var • hrukkótt af sárum tilfinningum, varirnar þurr- ar og heitar af hitaveiki og hendurnar, sem lágu ofan á ábreiðunni, opnuðust og lokuðust á víxl. Ný tilfinning lifnaði í huga Nellys. Hún helti vatni í glasið hans, og bar það að vörum hans, en hann gat ekki drukkið liggjandi; hún lyfti því höfði hans upp að 'brjósti sínu, og hann drakk með ákafa vatnið. Þegar hún hægt og með varkárni lagði höfuð hans aftur á koddann tautaði hann: “Þökk, þökk fyrir Luce! Þetta var gott!” 3. Kapítuli- \. ‘ ‘ Luce! ’ ’ Þetta var merkilegt nafn — eflaust nafn kvennmanns. Ætli það sé systir hans eða heiL mey, hugsaði Nelly. Máske kona hans? Hún beið enn fáeinar mínútur, vakti svo Molly og fór aftur til herbergis síns. v Drake Vernon var meðvitundarlaus í nokkra daga, og Nelly læddist oft inn og stóð við hliðina á rúmi hans, stundum skifti hún um ísumbúðina og gaf honum vatn að drekka. Hann var rænulaus og talaði allmikið, en mein- ing orðanna var sundurslitin, og nöfnin, sem hann nefndi við og við, ógreinileg og óskiljan- leg. Fjórða daginn fékk hann meðvitundina aftur, en hann var afar máttnaumur, og lækn- irinn vildi ekki leyfa frú Lorton að koma inn til hans. Hann hindraði hana frá því með mikilli lagkænsku og hygni. “Gætið þess frú Lorton, eg verð lfka að hugsa um yður,” •sagði hann; “eg vil síður hafa tvo sjúklinga í sama húsi. — Hún kæmi honurn til að tala óráö aftur með ruglinu sínu”, tautaði hann við sjálfan sig. Alla þessa daga hélt frú Lorton áfram að lirópa “uss”, frá herjum krók og við hvert tækifnri, sem henni gafzt, Nelly gekk um húsið með alvarlegum, dálítið æstum svip, og Dick já, ásigkomulagi hugar hans var ómögulegt að lýsa. Sjötta daginn, þegar hann var að því kom- inn að deyja af leiðindum, en var jafnframt dálítið forvitinn, gekk hann inn til veika manns ins. Drake Vernon sem sat uppréttur í rúm- inu umkringdur af koddum og sessum, var að drekka kjötseyði úr bolla með sjáanlegum við- bjóð. “Hvernig líður yður hr.?” spurði Dick. Veiki maðurinn leit til unga mannsins og kinkaöi kolli. “Þökk fyrir, mér líður betur nú — eg vona að eg verði bráðum alheilbrigður.” “Það gleður mig,” svaraði Dick ánægju- lega. “Eg kom að eins til að heilsa yður, eg vona að eg hvorki trufli yður né orsaki ama?” “Alls ekki,” svaraði hann. “Mér þykir vænt um að sjá yður. Viljið þér ekki setjast niður? Nei, ekki þarna, en einhverstaðar þar sem eg get séð yður.” Dick settist við fótagafl rúmsins og hall- aði sér að honum með höndurnar í vösunum. ‘ ‘ Eg verð að kynna mig yður. Eg er það sem skáldsögumar kalla “sonur hússins”. Eg er bróðir Nellys.” Vemon kinkaði. “Eg sé þið eruð mjög lík.” “Hum — þetta er ekkert hrós fyrir Nelly — er það? Þetta skal eg segja henni,” sagði Dick með gletnisglampa í augunum. Hún er kolsvört en eg er ljósleitur.” “ÞiS eruð nú samt sem áður lík,” sagði veiki maðurinn kæruleysislega. “Nafn mitt er Dick — vanalegast Ðick — Ricldiard, þegar stjúpa mín er verulega reið við mig.” “Eg fæ að líkum leyfi til að kalla yður stutta nafninu,” sagði Vernon. “ Eg er hræddur um að eg liafi verið ykkur til mik- illar fyrirliafnar hér í húsinu, og að eg verði að vera það enn þá í nokkra daga. Læknir- inn segir'að eg megi alls ekki lireyfa mig fyrst nm sinn.” “Það gerir alls ekkert,” svaraði Dick glaðlega. “Okkur þykir auövitað vænt um að sjá yður á fótmn aftur, en þér megið ómögulega vera hnugginn okkar vegna. Satt að segja, svo njótum við — það er að segja sumt af okk- ur — ánægju af því, að fá slíka, litla tilbreyt- ingu frá vanabundna daglega lífinu. Mömmu hefir til dæmis aldrei liðið eins vel um langan, langan tíma.” “Frú Lorton hlýtur að vera yfirburða góð söm og loerleiksrík, ” sagði Vernon. Dick virtist vera efandi. “Hum —r já. Eins og þér skiljið, er þetta dálítil tilbreyting, og af þeirri vöru höfum við sáralítið hér í Shorne Mills. Svo við erum næstum þakklát fyrir þessa tilviljun, að þér íélluð af hestbaki hér rétt hjá okkar húsi. Ef þér hefðuð brotið báða handleggi og annan fótinn, held eg að mamma hefði grátið af gleði.” “Eg get því ver ekki fullvisjað um það, að mér þykir leytt að geta ekki fullnægt henni í svo stórum'stíl,” sagði Vernon með alvarlegu brosi — en þaö var samt bros, og augu hans litu á fall ega andlitið unga mannsins með athygli. “Svo frú Lorton er stjúpa yðart Hefi eg hevrt hana segja það — eða hefir mig dreymt það.” “Það er raunar enginn draumur — það er hreinn sannleikur,” sagði Dick alvarlegur. “Faðir minn var Lorton & Lorton, formaður lúnnar stóru kaffibrenslu verksmiðju. Þér hafið máske heyrt getið um hana?” Vernon hristi höfuðið.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.