Lögberg


Lögberg - 22.07.1920, Qupperneq 4

Lögberg - 22.07.1920, Qupperneq 4
BU 4 LOdBERG, FIMTUDAGINN 22. JÚLÍ 1920. ijóður fylki Sp Ástæðurnar fyrir því að hann var stofnaðnr. Flestir af lesendum Lögbergs er að meiru eða minna leyti kunnugt um stofnun og fyrir- komulag sveitalánfélaganna (The Rural Credit Societies of Manitoba) og þörfina, sem knúði ]?au fram- Vér höfum áður talað um þá löggjöf Norr- isstjórnarinnar bér í blaðinu, all nákvæmlega, fyrirkomulag hennar og ætlunarverk, og hinar feikimiklu vinsældir sem þau lög hafa átt að mæta, má ráða af því að fyrsta árið, 1917 var það að eins ein sveit sem vildi sinna þeim, árið 1M9 voru þær orðnar þrjátíu og fimm, og fé það sem þá vhr í lónum til bænda innan þeirra sveitafélaga nam dálítið á aðra miljón. Nú eni þessi lánfélög hér í Manitoba orðin sextíu að tölu, og lánsféð er þau hafa með höndum nemur á þriðju miljón dollara. Fyrst eftir að þessi lánfélög fóru að mynd ast, og þar til loka ársins 1919, samdi fylkis- stjórnin hér við banka í fylkinu, um að lána næga peninga, til þessara þarfa með sex af hundraði í vöxtu, en félögin lánuðu þá aftur út til meðlima sinna fyrir sjö af hundraði í vexti, og hærri vexti en það, leyfa lögin ekki að lántakendum séu settir. 1 fyrra, eða árið 1919 neituðu bankarnir að halda þessum lánveitingum áfram, sögðust samt skyldu lána stjórninni fé til þessara þarfa, og upp á sömu skilyrði, ef það fé yrði að eins notað til þess að byggja upp fjarliggj- andi nýbyggja héruð, en vildu aldeilis ekki lána fé upp á þenna hátt, til hinna eldri og þrosk- aðri bygða. ESa með öðrum orSum, neituðu a.S beygja sig undir það ákvæði þessara laga, að hámark vaxta á öllum þessum lánum til bænda, skyldi vera sjö af hundraði. Hér var því úr vöndu aS ráða fyirir Noris- stjórnina. Peningalindum þeim sem hún hafði reitt sig á til þessara þarfa, var meS öllu lokað. AS fara á útlendan peningamarkað, og lána jvar fé til þessara þarfa, var ekki heldur aðgengilegt eins og sakir stóðu, því bæði mátti búast við að peningarnir yrðu dýrir, og svo hitt sem hver maður skilur, að ef nokkur leiS er að fá fé til þessarar eða annarar starfrækslu heima fyrir, þá er þaS margfaldur hagnaður fró hagfræðislegu sjónarmiði. Hetta sá og skildi Norrisstjórnin líka og þess vegna voru lög um stofnun á fylkis spari- sjóSi leidd í gildi á síðasta þingi. Lög þessi ákveða, að fylkið megi taka á móti peningum fólks til geymslu í þessum fylk- i-> sparisjóð og ávaxta þá sem hér segir: Lána þá til sveitafélaga til eflingar á jarð- rækt, til aukinna gripakaupa, til þess að kaupa útsæði, og til eflingar og framfara sveitarfé- lagsins. Lána þá út á bújarðir í fylkinu mót fyrsta veðrétti í hinu sama augnamiði. Kaupa fyrir þá skuldabréf skólahéraða innan fylkisins, og á þann hátt styðja og efla mentun og menningu sjálfra sín. Kaupa má skuldabréf ríkisins, og inn- leysa skuldabréf fylkisins með þessum pen- ingum. Trygging, vextir og úttekt. Trygging sú, sem fólk hefir fyrir fé sínu er sú bezta sem hægt er að fá -r- e«r fylkið sjálft, auðlegð þess og eignir, iSnaður þess og öll framleiðsla. Trygging miklu betri og trygg- arri heldur en nokkurt bankafélag sem til er í öilu landinu,getur boðið, að undan teknum spari- sjóðsbanka Dominion stjórnarinnar. ___ Vextir sem stjórnin borgar af sparisjóðs fé fólks er fjórir af hundraði, og eru vextirnir reiknaðir tvívegis á ári af innstæðu manna, 1. júní og 1. november ár hvert, og eru lagðir við höfuðstól, eða þá sendir mönnum, ef svo er fytrir lagt. Sparisjóðsfé, sem látiS er vera í þessum sparisjóði fylkisins j seitján ár, og vextir lagð- ii við tvisvar á ári hefir tvöfaldað sig á þeim tíma. Ef menn vilja draga fé sitt út úr sparisjóð fylkisins, þá geta þeir það hvenær siem er eins og út úr hvejum öðrum banka, þeim er send bankabók sem í er rituð upphæðin, af fé því er þeir eiga í sjóðnum, þó bók senda menn í hvert sinn er þeir leggja penmga inn, en peninga geta menn sent á aðalskrifstofu sparisjóðsins 335 Harry .Street Winnipeg í ávísunum eða í pen- ingabréfum sem ábyrgð er keypt á. Með sparisjóSbók sinni fá menn ávísana- bók með óútfyltum ávísunum í, og þær geta menn fylt út og notaS þegær þeir þurfa. Ástæðurnar fyrir því, að menn eiga að Ieggja fé sitt í fylkis sparisjóðinn. Vér höfum hér að framan bent á ástæðuna fyrir því, að fylkis sparisjóðurinn var stofn- aður, og líka lítillega á fyrirkomulag hans. Vér eigum nú eftir að benda á hvers vegna að það er skylda vor, eða þeirra af oss, sem peninga eigum til þess að leggja inn í spari- sjóð, að leggja þá fremur í fylkis sparisjóðinn, heldur en á banka sem eru eign prívat manna, eða prívat félaga, og það er: Fyrst að prívat bánkar borga fæstir hærri vexti á sparisjóSsfé en 3)4% , nema ef þessi nýja löggjöf þvingar þá til þess. Annað að bánkamiir taka þessa sparisjóðs peninga manna og lána þá út hverjum þeim sem hæsta býður vextina, án nokkurs tillits hvort það er innan þessa fylkis — þessa lands Canada eða ekki, og eru svo tugir þúsunda af voru fé árlega tapaSar til framkvæmda og þjóð þrifa fyrir það, að útlendingar buðu hærri vexti heldur en bánkarniir fengu heima fyrir. Þriðja að allur hagnaðurinn sem af þess- um sparisjóðspeningum verður undir stjórn bánka eigendanna rennur í þeirra eigin vasa. En meS því að skifta viS sparisjóð fylk- isins, og sjá um að þar sé nægur peningaforði, fáiS þið: Fyrst )4% hærri vexti af peningum yðar borgaða tvisvar á ári. Annað að ekki eitt einasta cent af því fé fer út úr landinu undir neinum kringumstæð- um, og langmest af því verður varið til fram- fara innan Manitoba fylkis. Þriðja að hagnaðurinn sem af þessu spari sjóðsfé verður umfram vexti þá sem borgaðir eru af innstæSu manna, og starfrækslu fyrir- tækisins, gengur allur undanltekningarlaust til þess að byggja upp, og auka velferð, og vel- meigun íbúa Manitoba fylkis. Fjórða — Þessi sparisjóður og aðrir fylkja sparisjóðir, sem eiga álreiSanlega eftir að rísa upp, um þvert og endilangt þetta land, svo framarlega að þessi tilraun Norrisstjórn- arinnar hepnist, eiga eftir að ráða hámarki vaxta á öllum ’lánum í landinu í komandi tíð. ---------o-------- Sviti og strit. Veröldin er full af nýstárlegum kenning- um. 1 hverjum kyma rekst maður annaðhvort á sí-malandi draumóramann eða hræsnara, sem finna sér upp eitthvert umkvörtunarefni og pré- dika heimsku fyrir heimskingjunum, til þess að geta vafið þeim sem allra bezt um fingur sér. Það er ekki til nema ein heilbrigð kenning — kenning svita og strits. Sviti án erviðis fær engu góðu til leiðar bomið. Prentvélarnar framleiða ekki þjóðarauð. Peningaslátta út af fyrir sig, gerir engan mann ríkan. 011 auðlegð er árangur svitans. Vel- megun og lífsamingju þekkja menn einungis s.-ikir svita og strits, án þess væri ekkert líf, engin velmegun, engin hamingja. Sá, sem hefir fengið þá flugu inn í höfuð- io, að í auðveldustu störfunum sé fólginn hinn sanni auðnuvegur, er vitanlega ávalt ösku fjúk- andi reiði við tilveruna, honum finst alt starf ranglátlega ervitt- 1 þessu sambandi er enginn millivegur til. Menn sem hlífa vöðvum sínum í eigingjörn- um tilgangi, draga að sama skapi úr skilyrðun- um fyrir eigin velferð og samfélagsins í heild sinni. SÖkum þess aS menn eru sér fullvitandi um sínar eigin byrðar, sín eigin vandræði, en loka augunum fyrir byrðum samferðamanna, og sök- um þess að þeir eru í eðli sínu afbrýðissamir og öfundsjúkir, ala þeir í brjósti þá sannfæring, að byrðar sjálfra þeirra séu einatt þær þyngstu Bóndinn vildi gjarnan vera orðinn að bánka- stjóra, og skrifstofuþjónninn að bónda; sjómað- urinn kýs heldur að draga hlut sinn á þurru landi. DaglaunamaSurinn öfundar fjármála- manninn af hvítum og mjúkum höndum, en f jár- málamaSurinn öfundar aftur á móti daglauna- manninn af ágætri meltingu og værum svefni. Ef að maðurinn með hvíta kragann um hálsinn , hyggur sig rángindum beittann fyrir þá sök, að mánaðarkaupiS hældkar ekki í jöfnum hlutföllum og matvaran, hví flytur hann elcki í sveit og gefur sig við jarðyrkju? Þúsundir ekra bíða enn eftir því, að höndin sé lögS á plóginn. — Ef daglaunamaSurinn telur sig rangindum beittan fyrir þá sök eina, að annar maður vinn- ur við skrifstörf, því gengur hann þá ekki á kvöldskóla og býr sig undir stöðu, þar sem nota má ávalt hvítan kraga. ÞaS er altaf eft- irspurn eftir mönnum, sem geta leyst vel af hendi störf sín. En þrátt fyrir alla yfirborðs óánægjuna er þó sannleikurinn sá, að flestir menn eru í raun- inni ánægSir með atvinnu sína, þeir eru orðnir jafnvel óafvitandi, óaðskiljanlegurhluti af starfi sínu og tegndir órjúfandi vináttu böndum við samferðamennina. Slík tengsl eru meira virði en kjöt og brauð, þótt hvortveggja sé lífsnauð- syn. Þau opna nýja heima, nýtt félagslíf, nýjan og fegurri sjóndeildarhring. Mennirnir kvarta af vana, en það eitt út af fyrir sig, að þeir svifta ekki af sér viðurkend- um þjóðfélagstengslum, er að minsta kosti óbein sönnun þess, að umkvörtunarefnin eru ekki eins mikilvæg og orð er á gert. Yel orðaðar kenningar ogigullin loforð geta teymt menn á 'eyrunum góðan spöl og látið þá hálfgleyma sjálfum sér um hríð. En “Þótt heimskan eldist elstu mönnum betur, hún yfirlifaS sannleikann ei getur-” Fagurt fyrirheit, getur aldrei orðið stað- gengill daglegs brauðs. Allar tilraunir, er aS því hníga að hnekkja framleiðslunni — allar tilraunir til þess að komast hjá svita og striti, allár tilraunir til þess að kasta frá sér hamrinum og lofca skrifborðinu á miðjum degi, draga á einhvern hátt úr þroska og velmegun þjóðfélagsims, og steypa einstakl- ingnum í voða. Menn geta óskað eftir Aldingarðinum Ed- cn. öskin breytir ekki gangi náttúrulaganna. StritiS er líf. — Iðjuleysið dauði. StuSst við Saturday Evning Post. E. P. J. --------o-------- Látinn merkismaður. Þann 24. júní síðastliðinn andaSist Prof. W. H. Schofield, einn af umráðamönnum þess félagsskapar, sem nefnist “ Scandinavian — American Foundation,” sem nú er frægur orð- inn og öflugur. Þessi maður sem nú var nefndur, var einn af dugandi framtaksmönn- um í þeim félagsskap, atorkumaSur til náms og ritágerðar, sem ráða má af því, að hann var kunnur víða um lönd fyrir að vera allra fróðastur um bókmentir miðalda og NorSur- landa, og starfaði ótrauðlega að því, að efla samvinnu meðal hinna síðarnefndu og Asme- ríku. Prof. Schofield fæddist í Brockville, Ont. 6. april 1870, stundaði nám við háskóla þess fylkis, eftir það í Harvard háskóla og vann þar til nafnbótarinnar, dofctor í heim- speki og ríflegs fjárstyrks til náms í útlönd- um, var þá tvö á/r að námi í Noregi og í Khöfn og í Paris; eftir það gerðist hann kennari í Harvard háskóla, og nokkrum árum síðar próf. í bókmentum allra þjóða. Var hann þá kjörinn til þess af stjórn háskólans að fara til Berlinar í mannaskiftum og halda fyrirlestra við háskólann þar, en síðar til hinna fornfrægu Parisar og Kaupmanna- hafnar háskóla. Jafnframt þessum kennara störfum stundaði hann ritagerð; að hans tfyrirsögn var útgefið ritsafnið Harvard Stu- dies in Comparative Literature, svo og rit- söfn fyrir hiS áðurnefnda félag, svo sem “ Scandinavian Classics”, og “ Monographs ”, einnig tímarit þaS sem félagið heldur úti: Scand. Ajner. Review”. Auk þess ritaði hann í mörg tímarit lærðra fræða, þýddi rit Buffes um heimkynni Eddukvæða, ritaði sögu enskra bókmenta til forna, um riddarament í enskum 'bókum og gaf út, nokkru áður hann dó, bók sem hét “Mythical Bards and William Wall- ace.” Hann var málfræSingulr mikill og mjög lærður á norrænu og fornenska tungu. Prof. Schofield lézt að East Hitt í Pet- crborough, N. H., og var jarSsettur að állra heilagra kirkju í staðnum. Fræðimenn mjög margir stóðu að greíftri hans, og kennarar frá ýmsum háskólum, Kittredge, Lomes og Ford háskólakennarar frá Harvard, Prof- Hovgaard frá Mass., Prof. Lawrence frá Columbia, William, Roscoe Thayer og Ralph Adams. Hinn framliðni lætur eftir sig ekkju, Mary Lyon Cheney frá Boston. --------o-------- Kvæði Flutt í Piney 6. júlí 1919- á fagnaðar samkomu sem haldin var, við heimkomu íslenzku hermannanna. Velkomnir heim! ÞiS vösku íslands synir, af vígaslóS þar sýnduð hreysti og þor, hér fagna ykkur foreldrar og vinir, nú fríkkar bygð ef starfið meðal vor. Því ætíð munu reynast röskvir heima rekkar þeir er manndáð bafa að geyma. ÞiS fóruð glaðir frelsis-vinir ungu, er fenguð hvöt í stríði vörn að ljá, og leysa viðjar, létta oki þungu af lýði sem í áþján dvaldi þá. öllum heimi ógnaði sá voSi, og ekki sást þá nokkur friðar-boði. Eg sá að móSir sat þá föl og kvíðin, því sonurinn kær og máske fleiri en einn, var horfinn sjónum, heimilisins prýðin hennar gleSi ’ann var og augasteinn. Þá gladdi bezt og græddi hjartasárin, guði að treysta og brosa gegnum tárin. Sigri krýnda sveina héðan valda, vor sveit,' í dag viS komu þeirra heim, þökk og heiður hetjum ber að gjalda, er hika ei við hvað skyldan býður þeim. ViS gleðjumst öll, að heilir hóp vorn prýða þótt hugraun sé hvað margir aðrir líða. Og fjöldi syrgir marga mæta drengi, sem moldin hylur erlendum hjá lýð, en þeirra nöfn, og ykkar, lifa lengi, því lofstýr fagur varir, alla tíS. Greinir þau sagan ókomnar um aldir, og allir verðið þið með köppum taldir. Já, mörgum mæðrum svíður sár í barmi að synir þeirra aldrei komu heim, og ótal hníga höfug tár af hvarmi en huggun sæt það má þó vera þeim. AS ódáins á landi lifa, djarfir, líf sitt þeir gáfu í mannfrelsisins þarfir. Ó, drottinn gefi að fórnir slíkar færi oss frið og sátt í heimi hvar sem er, °g þjóðhöfSingjar jafnt sem lýðir læri löstum hafna, en mannúð temja sér. Svo ilskuverkin ljótu linna megi, Þá Ijóma mun af nýjum frelsis d,egi. Ásgerður Fredericlcsson KENNIÐ BARNINU AÐ HJÁLPA SÉR SJÁLFU pað er ekki gott fyrir barnið að gera sér grein fyrir verðmæti peninganna.—gefið því sparibók. Sparisjóðsreikningur hefir meira gildi, en það sem lagt er inn. pað er byrjun til sparnaðar. Byrjið reikning fyrir hvert barn um sig. THE ROYAL BANK OF CANADA HOFUDSTÓLL og VARASJÓDUR ....... $35,000,000 . ALLAR EIGNIR................... $558,000,000 Auður er bygður á sparsemi Ef þú þarft að vinna hart fyrir peningum þín- um, þá láttu paningana vinna hart fyrir þig. Sparisjóður vor borgar 3 prct. árlega og ervöxt- unum bætt við höfuðstólinn tvisvar á ári. THE DOMINION BANK NOTRE DAME BRANCH, W. H. HAMILTON, Manager. SELKIRK BRANCH, • - - W. E. GORDON, Manager. ManitobastjórninogAIþýðomáladeiIdin Greinarkafli eftir Starfsmann Alþýðumáladeildarinnar. Eggja geymsla til vetrar. Egg eru ailtaf verlhærri á vetr- um en sumrum. pví er þetta rétti tíminn til að koma eggjun- um til geymslu til næsta veturs. Bezta aðferðin er að brúka kalk vatn, bezt og ódýrast líka. Tegund eggja. Pví eldra sem eggjið er, því meira hefir rokið úr því af vökva og því verra er ag geyma það. pví skemmra sem líður frá því eggj- unum er verpt til þess þeim er komið í geymslu, því betra. Ný- orpin egg geymast stórum betur en gömul egg. Allt leyndarmálið í geymslu eggja er það, að loka holum í eggja skurninu til að hindra út- gufun vökva og gerla frá því að komast inn um þær. Til þess að það takist vel, verða eggjin að vera hrein og óbrotin. Ef óhrein- indi harna utan á eggi sezt mygla innan á það og verður þar af fúlt. Egg skulu takast sem ný- just. Ekki má þvo þau, með því að þar við skerðist börkur eða brjóskkend himna, sem ver eggið fyrir skemdarkveikjum utan að. ílát til geymslu. Tréílát eða leirbrúsar eru beztu ílátin til eggja geymslu. Gal- vaniséruð ílát eru úhentug, með því að þau ryðga. Fimm gallona leirkrukkur eru beztar. pær rúma um 200 egg, og skyldi hafa þær fleiri, ef fleiri egg skal geyma, en ekki stærri. Ef eitt- hvað verður að skemmist minna, en ef stærri eru hafðar. En hvaða ílát sem notað er, þá skyldi það vera vel ihreinsað úr heitu vatni til að byrja með. Undirbúningur eggjanna. Hafið að eins egg til geymslu sem eru alveg heil og hrein, og skulu ávalt skoðuð við ljós, áður lögð eru niður, þó ekki sé nema eitt brotið eða með bresti, þá get- ur það spilt öllum hinum, þó heil séu til að byrja með. Hvernig egg skal reyna. pað er miklu hægara að skoða egg við sólarljós heldur en við lampaljós. Hentast er herbergi með glugga mót suðri. Dimt skyldi í því gera með því að hengja fyrir glugga. í gluggaskýlu þá skal gera gat á stærð við egg. pau egg sem bezt eru til geymslu hafa lítið loft í breiðari endanum og blóminn sést varla. pegar eggið eldist stækkar dropinn, vegna þess að vökvinn hefir rokið út, við það skyggist blóminn og sést bet- lslendingadagurinn 1920. Hin þrítugasta og fyrsta þjóð- hátíð Vestur-íslendinga verður haldin mánudaginn 2. ágúst í sýn- ingargarðinum í Winnipeg: byrjar kl. 9 árdegis, og ættu aliir að vera viðstaddir, svo þeir geti tekið þátt í kapplhlaupunum og öðrum skemt- unum, sem fram fara fyrri hluta dagsins. ölilum veitist tækifæri, ungum sem gömlum, að keppa um verðlaun sem veitast þeim er fót- hvatastir reynast. Alt undirbúið eftir beztu föng- um. Ræðuhöld fara fram eftir miðj- an dag, og skáldin flytja kvæði fyrir minnum íslands, Vestur-ls- lendinga og Canada. Lúðra- flokkur leikur öðruhvoru allan daginn. Skemtiskráin er vönd- uð og þarfnast ekki neinna með- mæla. Alla hlýtur að fýsa að sjá og heyra Ha'lldór háskóla bóka- vörð Hermannsson, sem mælir fyr- ir minni Islands. Aðrir ræðu- menn og skáld eru af þeim beztu sem völ er á, og mun því reynast geðfelt og upplífgandi á að hlýða. íslendingadagurinn á vel gróð- ursettar endurminningar í hverri íslenzkri sál, og eflilst sú tilfinn- ur. Hvítan þynnist líka og verð- ur vatni líkari. Egg með brest- um í sjást líka hæglega. pessi skyldu tínast úr og þau sömu- leiðis sem loftbólan er stór í, og blóminn dökkur. Egg s'kyldi ekki haft til geymslu sem loftbólan í er meira en hállfur þumlungur. Öll egg með óskýrum og ógegn- sæjum blómum skulu tekinn úr, jafnvel þó loftbólan í þeim sé lít- il. pau eru vanalega setin. Mik- ill hiti, um 80° F. hefir sömu verkun, eftir fjórar stundir á ný- orpin egg. í slíkum eru gerlar byrjaðir að vinna og þau munu geymast illa. Á bændabýlum má taka eggin eft- ir því sem þau verpast og láta þau í krukkuna unz hún er full. 1 borgum er nálega ómögulegt að fá nýorpin egg og því verða þau sem í geymslu eru sett þar, aldrei eins góð. Samt ætti að vera hægt fyrir borgarbúa að fá egg með loftbólum sem ekki eru stærri en tuttugu og fimm centa skilding- ur og rauðu sem lítið ber á. Slík munu geymast vel, ef hæfilega er fyrir komið. Eggi skal halda svo til skoðun- ar, að gildi endin snúi upp, milli þumals og vísifingurs. pá má vel skoða loftbóluna í endanum, og rauðuna fljóta, ef egginu er snögt snúið. Blóðblettir eða gallar sjást og vel með því móti. Kalkvatns aðferð. pegar að sú blanda -er búin til, er áríðandi að kalkið sé gott og nýtt. Tvö pund af kalki skal hræra í tveim gallónum vatns. pegar búið er að leskja kalkið hæfilega, skall bæta svo miklu vatni við, að blandan verði þrjú gallon, en í því má geyma föru- tíu tylftir eggja. Blandan er síðan látin setjast. pegar sezt er, skal ihræra í því á ný. petta er tekið upp hvað eftir annað og tæra vatninu sem ofan á sezt, helt ofan af að lokum, í geymslubrús- ann. Bezt er að hafa sex eða átta þuml. djúpan vökva í krukk- unni, áður egg eru látin ofan í, við það er ekki hætt við að þau brotni; þá látin eru ofan í. ]7au gera varla, að sökkva né fljóta í vökva þessum. Eggjum skal raðað í krukkuna, þar til ekki er nema tveggja þuml. bil til brún- ar, og hún fylt þá á barma. Eftir það skal bræða tvær únzur af par- affin og hella ofan á. petta kóln- ar og harnar og er góður hlemm. ur til að varna roti. Ef vatnið er soðið, sem notað er I kálkið, batnar það lítið eitt. ing betur sem árin líða. Komið því allir, sem hafið möguleika á því, og heilsið fornum vinum og eignist nýja. Fálkarnir frægu verða þar heiðursgestir, og þreyta þar ýmsar íþróttir við keppinauta úr ölluim áttum. íþróttafélagið Grettir frá Lund- ar og Týr frá Selkirk, senda sína knáustu pilta, til að taka þátt í öllum íþróttum, og verður sú skemtun hin bezta. pá verður knattleikurinn Hfgandi milli F. G. og T. Margir ætla að koma úr nær- (liggjandi bæjum og sveitum, eins og að undanförnu. í garðinum verða seldar góðar máltíðir á 50 cent, og kaffi og annað sælgæti. Nóg af heitu vatni ókeypis handa þeim sem vilja. Að kvöldi verður dansað í rúm- góðum sal ,í garðinum. Hljóð- færaflokkur Thorsteins Johnston leikur fyrir dansinum. Verðlaun verða veitt þeim sem bezt dansa. Nefndin.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.