Lögberg - 29.07.1920, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 29. JÚLÍ 1920.
Bls. 3
Nelly
frá Shorne Mills.
Eftir Charles Garvice.
“Nú, jæja, það eru margir aðrir sem þekkja
það. Verksmiðja þessi veitti mikiim arð, og
faðir minn var ríkur maður. — Molly þér get-
ið tekið ketseyðið með yður og gefið Snap það,
hann etur það, því honum þykir það 'gott, hann
er vel gefinn hundur. — Svona nú fékk eg hana
út úr lierberginu, Molly er ágæt stúlba, en hún
hefir bæði eyru og tungu.”
“Það hefi eg líka,” sagði Vernon bros-
aandi.
“Já, ep það skeyti eg ekki um. Það er
ekki nema sanngjarnt, að þér fáið að vita eitt-
hvað um þær manneskjur sem þér dveljið hjá.”
Draike Vernon hnyklaði brýrnar dálítið,
því minnispeningurinn hafði tvær hliðar. Það
var líka sennilegt að fólkið, sem hann dvaldi
hjá, fengi að vita dálítið um hann.
‘ ‘ Pabbi græddi mikinn auð, en svo dó móð-
ir mín. Eg var lítill þegar það skeði, en Molly
man það- Pabbi gifti sig aftur, og þá var
hann ríkur og vildi auðvitað eignast konu af
heldra tagi, og giftist þess vegna. mömmu. Eg
er vísís um að hún hefir sagt yður, að hún væri
Wolfer.”
Vernon kinkaði.
“Það veitir mjög litla ánaagju,” sagði Diek
með áhrifa mikilli hreinskilni.. “Við höfum
aldrei séð hinn minsta glampa af hennar tignu
ættingjum, og'eg held hún hafi aldrei heyrt hið
minsta af þeim eftir ófarirnar.”
“Hvaða ófarir!” spurði Vernon kæru-
ieysislega.
“Hetfi eg ekki sagt frá því? Eg hefi þá
gleymt því markverðasta! Já, þér skiljið,
alt féll um koil — pabbi varð gjaldiþrota og
miisiti alla peninga sína, eða því sem næst. Svo
dó hann. Svo komum við hingað, og nú eruð
þér hér, hr. Þetta er öll sagan, og siðferðis-
kenningin, sem í henni felst er, að maður á að
vera gætinn og umhyggjusamur um þau gæði
sem okkur hafa eitt sinn hlotnast.”
“Þér gangið að líkindum í skóla? Nei,
nei, þér eruð of gamall til þess?”
“Má eg þakka yður? Eg hefi gert mér
ómak til þess, að verða ekki móðgaður,” sagði
Dick. “Eekkert mógar unga menn á mínum
aldrei eins mikið, og að segja þeim að þeir séu
ekki menn. Nei, eg hefi lokið námi í skólan-
um, og við skulum ger aráð fyrir að eg hafi
fræðst vel. En það e,r aðalgallinn við þetta,
að í flestum skólum lærir maður sáraiítið. Mér
var lítið annað kent en að leika krókít og með
fótknött-”
“Og — nú ætlið þér líklega til Oxford eða
Pambridge ?” spurði Vernon, sem reist hafði
<sig upp við olnboga og leit utan við sig á unga
manninn.
“Við höfum ekki efni til þess,” sagði
Diok. “Mamma segir að eg verði að byrja
lífið. Eg hefði átt að “byrja það” fyrir löngu
síðan. Vandræðin stafa af því, hvar eg á að
byrja það. Menn álíta, að eg liafi hæfileika
til að verða verkfræðingur, eg hefi einu sinni
búið til gufuvél úr gamalli blikkfötu. Hún
vann ekki vel, og hún þaut upp og braut eld-
hússgluggann ; en þetta eru þýðingarlausir
smámunir. Svo bíð eg, eins og hr. Micomber
í David Copperfield eftir því, að eitthvað iskuli
koma í ljós viðvíkjandi verkfræðinga starfinu.
Eg kaupi verkfræðinga blaðið og les allar aug-
lýsingar, en að gagnslausu! Það er nú mjög
þægilegt! Á eg ekki að hrista sessuna dálítið,
hr? Eg veit vel hvernig eg á að gera það, því
eg hefi séð Nell gera það fyrir mömmu.”
“Nei, Iþökk fyrir; þhð fer vel um mig. En
ef þér viljið gjöra mér greiða, viljið þér þá út-
vega mér bréfsefni og umislag?”
“Tir þess að nefna ekki penna, blek og
þerripappír,” sagði Dick og stóð upp.
Hann kom með það sem um var beðið og
lagði það á rúmið, svo skrifaði Drake Vernon
bréf.
“Eg vil láta senda mér hingað dálítið af
fatnaði,’? sagði hann. “Má eg ómaka yður
með að senda þetta bréf? Það þarf' ekki að
flýta því.”
“Bósturinn fer ekki fyr en kl- 5,” sagði
Dick. Við höfum póst að eins einu sinni á
dag. Porsjónin hefir hingað til vanrækt
þenna stað, og eg held að það liafi engan ama
gert, þó það hefði gleymst alveg.”
‘ ‘ Plássið er nógu fallegt, að sivo miklu leyti •
eg hefi séð það,” sagði Vernon.
“Ó, já, það er nógu fall’egt, en voðalega
leiðinlegt,” sagði Ðick.
“Hvað hafið þéf fyrir stafni?” spurði
Vernon og reyndi að sýnast fullur af áhuga.
“Ó, eg ríð, þegar eg get fengið lánaðan
hest, og eg ræ —”
Nú heyrþist kvennrödd svngja mjúkt en
lágt undir glugganum.
Draike hlustaði snöggvast, en spurði svo:
“Hver er þetta?”
“Það er Nell, isem syngur með kattar-
róm. ’ ’
“Systir yðar hefir mjög fallega rödd,”
sagði Vemon.
\ “Ó já, Nell syngur fallega,” sagði Dick
rueð kæruleysi bróðurs.
“Hvað starfar systir yðar við?” spurði
Vernon.
“Ó, hún gerir það sama og eg, en síðan
þér komuð, þá —”
Hann íþagnaði vandræðalegur.
“Eg skil; eg hefi hlotið að vera ykkur öll-
um vtil mikils ama,” sagði Vernon alvarlegur
og iðfandk “Mér þykir það afar leitt.”
“Enginn getur sagt meira; en það er alls
engin ástæða fyrir yður að segja svona mik-
ið,” sagði Dick. “Þér hafið, eins og eg sagði
áðan, verið til gleði og blessunar fyrir kvenn-
fólkið, og nú skeyti eg heldur ekki um það,
fyrst yður líður betur og þolið dálítinn há-
vaða.”
Vernon brosti.
“Góði vinur minn, þér megið gera eins
mikinn hávaða og þér viljið,” sagði hann al-
varlegur. “Eg er yður þakklátur fyrir, að
þér lituð inn til mín- Komið þér þegar þér
viljið.”
“Þökk fyrir,” sagði Dick. “Ó, það er
satt, það var hesturinn. Eg hefi hreyft hann
á hverjum degi, og eg held að hann sé að mestu
leyti óskemdur og muni bráðlega verða alheil-
’brigður. ’ ’
“Mér þykir vænt um að heyra þetta. Eg
þarf líklega ekki að segja yður, að þegar hann
er nógu frískur, þá getið þér — ó viljið þér
gera svo vel og fá mér bréfið aftur?” greip
hann fram í fyrir sjálfum sér, eins og honum
dytti eitthvað nýtt í hug.
Dick rétti honum bréfið og Drake Vernon
opnaði það, ritaði fáeinar línur í viðbót og
Jagði það svo í annað umslag.
“Eg átti að spyrja yður nokkurs frá syst-
ur minni,” sagði Dick, um leið og hann tók við
bréfinu aftur. “Hún bað mig að spyrja yður,
vissi ekki hvort þér hefðuð leyfi til að lesa enn
þá.”
“Því er ekkert til hindrunar. Viljið þér
þakka systur yðar fyrir mig?” sagði Veraon.
Er nokkur bók, sem þér óskið sérstaklega?
Eg er hræddur um að yður finnist bækur Nellys
ekki fjörgandi. Hún er hneigð fyrir skáld-
sögur og bækur eins og “Erfinginn til Bed-
clyfte.” Eg skal líka færa yður nokkrar af
mínum bókum. Mamma, sem er Wölfer, er
mjög mikið hneigð fyrir “Fashion Gazette”
og “Oourt Circular,” en slíkt líkar yður
naumast.”
“Nei mér geðjast ekki að því,” viðurkendi
Vernon.
“Verið þér sæll á meðan, þangað til eg
kem aftur- Er nokkuð annað, sem eg get
gert fyrir yður?”
Hann gekk ofan stigann og notaði leyfi
sjúklingsins tii að gera hávaða, með því að
blístra hátt. “Tommy Atkins” og Nelly urðu
lafhrædd, þegar liann lét margar bækur detta
af hillunni og á gólfið.
“Diek, það er voða hávaði sem þú gerir,”
sagði hún ásakandi með lágri rödd, sem orðið
var að vana hjá öllum. ”
“Komdu bara inn, Nell; þögli tíminn er
liðinn nú. Hinn eftirtektaverði sjúklingur
hefir levst töfrana, sem voru við það að deyða
mig. Hann þakkar þér fyrir tilboð þitt um
bækumar og hann er nógu hress nú til að geta
skrifað bréf.”
Meðan hann talaði, lagði hann bréfið á
borðið og Nelly tók það og las áritunina utan
við sig. “Hr Sparling, 101 St. James Place,”
sagði hún hátt.
“Falleg áritun, er það ekki?” sagði hann.
“Og sjúklingurinn sjálfur lítur göfugmann-
lega út. En hve fölur og magur hann er.
Guð einn veit hver og hvað hann er- Þegar
eg hugsa um það núna, þá er liann ekki skrafn-
ari um sjálfan sig en krabbinn, og hami lét mig
halda samtalinu við líði.. Þér mun þykja
vænt um að heyra, að hann dáðist að rödd
þinni og spurðj hvað þú hefðist að, og hann
varð mjög undrandi þegar eg sagði honum, að
þú notaðir tímann ti’l að dansa Can Can og
leika ýmsa leiki við þinn elskaða bróður.”
Nelly hló og roðnaði dálítið-
“Hvaða bækur tekur þú, Ðick? Lofaðu
mér að sjá þær.”
“Nei, þú færð ekki leyfi til þess. Eg veit
hvaða bækur þú vilt senda honum: “Veikinda
kennarann” “Dulin góðgerðasemi” og “Fram-
v för pflagrímsins. ”
“Vertu nú ekki að rugla þannig, Dick.”
“Eg ætla að lána honum einhverjar af mín-
um líka. Nell, ])ú getur komið þessu bréfi til
póstsins. Eg ætla að trúa þér fyrir því. Þú
ert góð stú’lka, og gerir hvorki að opna það eða
týna því á leiðinni!” hrópaði hann niður til
bennar á meðan hann hljóp upp stigann með
bækurpar. \
“Hér eru bækur, hr. Eg vona að yður
líki þær, hér era npkkurar af skáldsögum
Nellys og smásögur fyrir ungar stúlkur, en eg
ímynda mér að þér viljið heldur lesa eina af
mínum bókum. Reynið “Siousc höfðingjann
liinn stóra Hauk,” hún er góð, ef maður hleyp-
ur yfir allar páttúrulýsingarnar í sögu.”
“Þökk fyrir,” sagði Vernon. “Eg ef-
ast ekki um, að þær verði mér til skemtunar.”
En hann tók eina af bókum Nellvs og horfði
utan við sig á nafn liennar, sem var skrifað á
fremsta bJaðið: “Ellinor Lorton”. Honum
fanst skírnarnafnið hennar fremur stirt, það
átti illa við 'þessa grannvöxnu, yndislegu stúlku
sem hann naumast mundi hvernig út leit í and-
liti. Nellly átti betur við-
Hann tók eina af bókunum og las fáeinar
blaðsíþur, en hin barnslega saga vakti ekki á-
huga hans, svo liann lét bókina síga niður á
hnén, studdi óineiddu liöndinni undir kinn
sína og starði kæruleysislega á gamla veggja-
pappírinn. En hann sá ekki fyrirmyndina í
huganum. Iítpis eigin æfisaga kom í ljós fyr-
ir hugsjón hans, og ihún var alls ekki skemtileg.
Það var æfi, sem eingöngu hafði verið notuð
til skemtana, vanhugsaðrar eigingirni og gagns
leysis; meðan liann lá þarna í þessu litla gesta-
hárbergi, við ilminn af blóinum Nellys streym-
andi inn til sín frá garðinum og brimhljóð sjáv-
arins um leið og hann skall á klettana, fanst
honum líf sitt eins og gleðilaus pílagrímsferð.
Ef einhver hofði spurt liann, hvort líf hans
hefði verið þess vert að lifa, þá hefði hann ef-
laust svarað neitandi, og þó var liann ungur,
og guðirair höfðu í flestum, næstum öllum til-
fellum verið honum góðir, og engar þungar
sorgir köstuðu skugga á líf hans.
“Það var slæmt að eg hálsbrotnaði ekki,’‘
tautaði hann. “Það hefði engan hrvgt —
máske hana Luce og vera kann að hún nú —”
Hann hætti við drauina sína með stuttum
hlátri, sem var beiskari en stuna, og snéri and-
litinu að veggnum. Þegar Spencer læknir
koin að vitja hans seinna þenna dag, fann hann
Vernon í þessu ásigkomulagi og athugaði hann
forvitinn.
“Það gengur mjög vel með handlegginn,
hr. Vernon,” sagði hann, “en það hefði nú
samt geta gengið betur. Eg held að þér verð-
ið að fara á fætur á morgun og fara ofan til
heimilisfólksins; þér megið auðvitað vera hér,
en það er ekki holt fyrir vður að liggja í rúm-
inu,vþví þér liggið alt af hugsandi, er það ekki?”
“Eg get ekki verið án þess,” svaraði Ver-
non svipdimmur. “Mér þvkir vænt um að fá
leyfi til að fara ó fætur, en eg hefði líklega gert
það, þó þér hefðuð ekki leyft það.”
“Því get eg trúað,” svaraði læknirinn.
“Þér eruð eflaust vanur við að fylgja yðar
eigin áiormum, er það ekki?”
“Já, alt af,” viðurkendi sjúklingurinn „
kamuleysislega.
“Hum — já, það er nú fæstum manneskj-
um holt, og fyrir yður er það blátt áfram ó-
þolandi. En ef þér farið á fætur, þá verðið
þér að vera mjög rólegur —”
“En góði maður, yður dettur líklega ekki
í hug að eg muni ætla að dansa og syngja,”
sagði Vernon styggur.
“Nei, en eg á við, að þér sitjið kyrr og forð-
ist alla áreynslu.- Þér verðið þess brátt var,
að þér eruð hvorki fær um að dansa né syngja,’
bætti hann við hlæjandi. “Reynið,þér nú að
létta yður upp — og bakið yður engar sorgir.”
“Já, kæra þökk,” sagði Vernon.
Að lítilli stundu liðinni sagði hann:
“Þér álítið mig eflaust óánægða og leiðin-
lega persónu, læknir, en sannleikurinn er —
nú jæja, að hina síðustu tíma hefi eg haft dá-
litlar áhyggjur — og þessi hlægilega tilviljun
hefir ekki gert mig léttari í skapi.”
Læknirinn kinkaði kolli.
“Lífið er svo stutt, of stutt til þess að
maður geri sér margar óþarfar áhyggjur,”
sagði ihann, sem gengið hafði í skóla reynsl-
unnar.
“Þér segið satt, heild tilverunnar hefir í
raun og veru litla þýðingu!” sagði Vemon.
‘ ‘ Nú mér þykir vænt um, að eg má fara á fæt-
ur á morgun. Eg fer héðan eins fljótt og eg
get.”
“1 yðar sporum vildi eg taka verunni hérna
með ró,” svaraði Spencer læknir. “Fólkið
hérna er mjög glatt yfir því, að þér eruð hér.”
Vernon kinkaði óþolinmóður.
“Já, það segir það — ungi maðurinn var
liérna uppi hjá mér í morgun —- en það er auð-
vitað meiningarlaust.”
Á leiðinni ofan í þorpið mætti læknirinn
Nellv, sem gekk allhratt. Hann stöðvaði gráu
hryssuria sína til þess, að tala við hana.
“Góðan daginn, ungfrú Nell,” sagði hann
með ánægðu brosi í klóku augunum sínum, með-
an þau athuguðu fagra andlitið hennar, um-
kringt dökku, lirokknu lokkunum, sem höfðu
læðst fram undan gamla sjómannshattinum; o'g
björtu gráu aitgun, sem glitruðu eins og krist-
ali, “eg kem einmitt frá athugaverða sjúklingn-
um vðar. Eg liefi gefið honum leyfi til að
fara á fætur á morgun- En gætið þess, að
hann verði ekki þreyttur eða reyni of mikið á
sig — og heyrið þér Nell, þér verðið að gera
alt sem þér getið til þess, að gera hann glaðan.’
Gráu augun opnuðust eins og þau.gátu af
undrun, og fengu mjög íbugunarsaman svip.
Læknirinn hló.
“Þér haldið að það sé ekki svo auðvelt?”
sagði hann, eins og hann skildi hugsanir henn-
ar. “Eg viðurkenni það. En þér getið leik-
ið dómínó eða eitthvert annað tafl við hann,
eða lesið hátt fyrir hann, eða leika á píanó.
Það er eitthvað ónotalegt, sem býr í huga hans,
hann er hryggur, og það er miklu verra en
brotni handleggurinn, Nelly; því megið þér
trúa. ’ ’
Nelly kinkaði.
“Já, eg hefi líka haldið það, hann er svo
alvarlegur,” sagði liún íhugul. Vesalings
maðurinn.”
‘ ‘ ó, eg veit ekki hvort liann þarfnast með-
aumkunar yðar,” sagði læknirinn þóttalega.
“Þegar manneskjur eru í þungu skapi, hafa
þær vanaleg^, sjálfar valdið sorg sinni.”
“Þeim veitist ekki hægra að bera hana
'þess vegna,” sagði hún utan við sig.
“Alveg satt, drotning Salómon,” sagði
læknirinn brosandi . “Það er líklega engin
sorg, sem býr í huga yðar — er það?”
Nelly hló glaðjega um leið og hún leit á
læknirinn og mætti aðdáandi klóku, gagnsæu
augunum hans.
“Nei, \hyað ætti það að vera, Spenee lækn-
ir?” sagði -hún-
“Nei, livað ætti það að vera,” endurtók
hann brosandi. “Eg vildi að það liði langur
tími áður en sorgin yarpar skugga á líf yðar,
kæra Nelly mín!”
Hann kinkaði kolli og reið af stað aftur,
og Nellv hélt áfram lieim til sín.
Einhver sorg sem bjó í huga hans. Hver
gat hún verið ? Var nokkur dáinn, sem hon-
um þótti vænt um? Ef það væri, þá væri liann
i sorgarbúningi. Máske hann hafi mist pen-
inga sína, eims og pabbi gerði. Nú hvað sem
þ-að er, þá vorkenni eg honum.
Það þarf varla að geta þess, að frú Lorton
leyfði eigi þessum athugaverða gesti að fara á
fætur og koma ofan í dagistofuna, án þess að
skrafa afarmikið og hátt. Hún lét Mollv gera
allan hugsanlegan undirbúning. Legubekkn-
um var ýtt að glugganum, ábreiða var vermd
og lögð þarinig á legubekkinn, að auðvelt var
að vefja henni um sjúklinginn, glas með kon-
II/* .. 1 • timbur, fia
Nyjar vorubirgðir tegundum,
timbur, fjalviður af öllum
geirettur og al«-
konar aðrír strikaðir tiglar, hurðir og gluggar.
Komið og sjáið vörur vorar. Vér erum aetíð glaðir
að sýna þó ekkert sé keypt.
The Empire Sash & Door Co.
Limit.d
HENRY AVE. EAST
WINNIPEG
Automobile og Gas Tractor Sérfræðinga
verður meiri þörf en nokkru sinni áður í sögu þessa lands.
Hví ekki að búa sig undir tafarlaust?
Vér kennum yður Garage og Tractor vinnu. Allar tegundir
véla — L head, T head, I head, Valve in the head 8-6-4-2-1
Cylinder vélar eru notaðar við kensluna, einnig yfir 20 raf-
magnsaðferðir. Vér höfum einnig Automobile og Tractor
Garage, hvar þér getið fengið að njóta allra mögulegra æfinga.
Skóli vor er sá eini, sem býr til Batteries, er fullnægja kröfum
tímans. Vulcanizing verksmiðja vor er talin að vera sú lang-
fullkomnasta í Canada á allan hátt.
Árangurinn af kenslu vorri hefir oss til mikillar ánægju sann-
fært bæði sjálfa oss og aðra um að kenslan er sú rétta og sanna.
—Skrifið eftir upplýsingum—allir hjartanlega velkomnir til
þess að skoða skóla vorn og áhöld.
GARBUTT M0T0R SCH00L, LtdC
City Public Market Building.
CALGARY, ALTA.
jaki og vatni var látið á lítið borð við lilið bekk-
ins, ef það kæmi fyrir að yfir hann liði, og
tvö stór prik stóðu tiLbúin, ef hann þyrfti
þeirra með, eins og hann hefði líka brotið fót-
legginn.
“Ellinor gættu nú þess, að gera. engan há-
vaða, liér á að vera kyrt, algerð kyrð, það hef-
ir Spence læknir skipað. Hann var mjög á-
kveðiim í því tiliti. Dragðn niður blæjumar,
Mollv, ekkert amar að sjúklingum meira en
sólin, en lokaðu fyrst glugganum. Hér má
enginn súgur vera; innkuls vrði mjög hættu-
legt í slíku tilfelli, mjög hættulegt! Eg veit
ekki hvort við eigum að kveikja eld í
ofninum.” •
“Það er mjög heitt, mamma,” svaraði
Nelly. Henni fanst algerður óþarfi að loka
glugganum.
“Þér finst máske heitt, með hákarlsheils-
unni þinni, en fyrir sjúklinga eins og Yer-
i»on —
Á þessu augnabliki lieyrði þær hann koma
ofan .stigann- Hann gekk hægt en hiklaust, og
Nelly sá það strax, að liann reyndi að láta lít-
ið bera á því að hann væri veikur. Dick hafði
hjálpað honum í fötin, og kom á cftir honum
raeð lítinn kodda í hendinni, sem hann lézt ætla
að kasta í Nelly, er gekk vfir dyraganginn þeg-
ar þeir komu ofan; og þó Drake Vernon væri
veiklnlegur, var hann jafn teinréttur og dáti;
hami reyndi að spauga að ásigkomulagi sínu,
og jafnframt að dylja gremju sína, þegar frú
Lorton kom þjótandi á móti honum með tvö
prik og ábreiðu.
‘‘Þökk fyrir, kæra þökk, en eg þarf þeirra
ekki. Eg hefi heldur ekki þörf fvrir ábreið-
una, mér er svo heitt.” Hann leit í kring um
sig í þessu lokaða lierbergi — Dicks kvartandi
“úff” heyrði hann glögt bak við sig. “Nei,
þökk fyrir, eg vil ekki konjak.”
“ Eruð Iþér nú viss um að yður finnist þér
ekki vera veill? Eg veit hvernig það er að rísa
npp af sjúkrabeði í fyrsta skiifti, hr. Vernon,
eg get með öllu leyti skilið tilfinningar yðar.”
“Nei, þökk fvrir, eg er alls ekki þróttar-
snauður,” sagði hann fljótt, “eg er sæmilega
af lgóðnr. ’ ’
“Setjið vður nú niður og'látið mig vefja
ábreiðuna utan um yður,” sagði frú Lorton
áköf. “Og svo skal eg sækja dálítið af kjöt-
seyði handa yður, eg hefi soðið það sjálf.”
“Það vona eg að liún hafi ekki gert,” sagði
Dick, þegar hún var farin út. “Kjötseyðið
bennar Molly er nógu slæmt, en hennar mömmu
— hvað á eg að gera við þenna kodda?”
“Geyma hann ef þér viljið góði vinur,”
sagði Vernon hlæjandi. “Eitthvað annað en
undir mig- Menn mættu sannarlega ætla að
eg væri að deyja af tæringu. En þetta er nú
samt vingjarnlegt af yður.”
“Gott, eg skal'bera hann upp aftur,” sagði
Dick glaðlega.
Það heyrðist eitthvað detta, skír mótmæl-
andi rödd og létt fótatak í stiganum, þegar
Nelly, eftir að hafa lagað hárið sitt, hljóp upp
með koddann.
Þegar hún kom ofan aftur, mætti hún frú
Lorton.
“Sæktu dálítið salt, Ellinor, og farðu svo
inn til Vernon með það, og ef hann skyldi
spyrja eftir mér, segðn honnm þá, að eg sé að
búa til k'álfsketsmusl handa honum.”
Nelly fór inn með saltið.
Vernon stóð upp af legubekknnm, þar sem
hann hafði setið, og hneigði sig hálf óþolin-
móður.
“Eg get ekki lýst sneypn minni,” sagði
hann. “Þér gerið yður alt of mikið ómak, ket-
seyðið er gott.”
“Þetta er ekkert ómak,” sagð Nelly.
“Líður yður nokkurnveginn vel?”
“Já, þökk fyrir, mjög vel,” svaraði hann,
en gat ekki foraist að gjóta augunum til glugg-
aris.
. Nelly reyndi að dylja bros sitt.
“Finst yðnr ekki vera nokkuð heitt?”
spurði íhún.