Lögberg - 29.07.1920, Blaðsíða 6

Lögberg - 29.07.1920, Blaðsíða 6
BU. 8 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 29. JirLí 1920. ÚR“THE IDYLS OF THE KING” < Arthur kemur á friði í ríki sínu og giftist.. Eftir að Arthur var tekinn til konungs á Eng- landi á þann undursamlega hátt, sem áður er frá sagt, þá voru það ekki nærri allir, sem vildu ganga honum á hönd. En Arthur lét ekki hugfallast, heldur bjó sig til að brjóta á bak aftur þá mót- spyrnu. Þiegar stefna Arthurs varð hljóðbær um rík- ið, voru það fimm konungar, og voldugir í tilbót, segir sagan, sem risu upp á móti honum, og einn af þeim var Lot Orkneyja konungur, sem var gift- ur Belicent systur Arthurs konungs. Maður einn og ráðgjafi Arthurs konungs, sem Merlin hét, var fjölkunnugur. Hann hvatti Arth- ur bonung að leita sér styrktar yfir hafið til kon- unga tveggja i Frakltfandi, er hétu Ban og Bros, sem í þá tíð voru taldir mestir konungar þar í landi. Vel urðu þeir Frakklands konungarnir við málaleitan Arthurs og með þeirra hjálp vann Arthur konungur sigur yfir mótstöðumönnum sín- um við ána Trent. Ög éftir þann sigur fór Arth- ur konungur með Ban og Bros til Frakklands og veitti þeim þar lið til þess að reka af höndum sér óvini, er höfðu ásótt þá langa tíð, og upp frá því tókst vinátta mikil á milli þessara konunga og Arthurs, sem hélzt á meðan þeir lifðu og á meðal afkomenda þeirra, eftir þeirra dag. Eftir að Arthur konungur kom heim úr þess- um leiðangri settist hann að í Englandi og tók fyrir alvöru að byggja upp ríki sitt og koma reglu á það sem aflaga hafði farið. Hann var mildur og hjálpgjarn við alla, er hlýðnir vorú og bæta vildu ráð sitt og líferni, en óvæginn 'hinum, er mótþróa og ótrygð svndu. A me&al smákonunga þeirra, er skaða mikinn höfðu beðið í stríðinu nýafstaðna, var Leode- granee konungur frá Camiliard, og með því að hjálpfýsi var ein af hinum sterku lyndiseinkunn- um Arthurs konungs þá fór hann til hjálpar Leodegrance konungi til þess að reisa við ríki hans. En Leodegrance átti dóttur, er Guenevere hét, sem var allra kvenna fríðust og bezt að atgjörvi búin, svo hún þótti beztur kvenkostur á Englandi. Til þessarar konu feldi Artur ástarhug und- ir eins og hann sá hana og ásetti sér að fá hana fyrir konu. Frá þessu áformi sínu sagði konung- ur Merlin og spurði hann ráða. Merlin hlustaði á mál konungs með þungbúnu yfirbragði og mælti: “Herra konungur, þegar menn hafa ákveðið sig í ástamálum, geta þeir sjaldnast breytt skoðun sinni. En betur hefði farið, ef þú hefðir felt ástarhug til einhverrar annarar.” Síðan sendi Arthur konungur riddara sína með fríðu föruneyti á fund Leodegrance í bón- orðserindum. Leodegrance konungur tók þessu máli vel, — þótti heiður að gifta dóttur sína jafn- ágætum konungi sem Arthur var. Svo hann fastn- aði Guenevere dóttur sína Arthur konungi. Eftir hæfilega langan tíma voru þau Arthur og Guenevere gefin saman í hjónaband af erki- biskupi Englands í dómkirkjunni í Canterbury með viðhöfn og fögnuði mikium. Svik drotningar Morgan le Fay Drotning er nefnd Morgan le Fay, næsta f jöl- kunnug og máttug.. Menn vita fátt um hana, nema að hún sótti fast eftir fróðleik, á unga aldri, og snerist að fjölkyngi, er hún hafði lært allan mannkyns fróðleik, og varð svo leikin í þeim efn- um, að allir hrasidust hana. Sú var tíðin, að hún hataðist við Arthur konung og sat á svikráðum við hann oftar en einu sinni; og er undarlegt, því að svo er sagt, að hún væri í frændsemi við konung. Og með vissu iðraðist liún að lokum ilsku sinnar, með því að hún var ein þeirra, er komu til að flytja Arthur til Sælu Eyja af vígvelli hans hinum síðasta; en það varð löngu síðar en hér er komið sögunni. Nú sem þessi galdra kona frétti að vatna- dís hefði gefið konungi sverð og umgerð, er mik- il náttúra fylgdi, þá fyltist hún illvilja. Og hún hugsaði ekki um annað en það, með hverju mótá hún mætti ná af honum sverðinu og eignast það sjálf, og láta þann bera, sem hún vildi. En ein- mitt meðan hún velti þessum ráðum fyrir sér, þá sendi konungur henni umgerðina og bað hana geyma fyrir sig, því að Merlin vék oft að því við konung, að hafa í góðri gæsiu umgerðina, er svo mikill máttur fylgdi, að það varðveitti hann frá líftjóni, og konungi leizt svo sem engum væri trú- andi til að geyma þess betur, þartil , sú stund kæmi, er hann þyrfti á því að halda, heldur en le Fay, hin vitra kona af hans eigin ætt. Ekki fékk trúnaður konungs henni blygðun- ar fyrir illviljann, heldur lagði hún allan hug á að ná sverðinu sjálfu, ekki siður en umgerðinni. Að lokum gerðist hún svo óð til sverðsins, að hún staðfesti með sér að týna lífi konungs, ef hún næði því, svo að hún þyrfti ekki að eiga hefndir hans yfir höfði sér, fyrir skemdarverkið. Hún fékk brátt færi. Arthur konungur fór til veiða einn dag í skóginn Camelot, tók með sér veiðispjót, en skildi eftir sverðið Excalibur. Hann elti hvítan hjört lengi dags á sikóginn svo ákaft að enginn fylgdi honum, utan Sir'Accolon af Vallandi og Sir Uriens konungur í Gore, en sá var maður drotningar Morgan le Fay. En er konungur varð þess var, að rökkva fór, mælti hann til félaga sinna, þessum orðum: “Góðir herrar nú er langt til Camelot og verðum vér að hafa næturstað sem verkast vill í nótt. Förum lengra lítið eitt og vitum ef við finnum skýli.” Þeir héldu áfram ferðinni, og að litlum tíma liðnum sá Arthur hvar glitti í vatn, í tunglsljós- inu, og er þeir komu nær, sáu þeir skip lítið og veglega búið, fljóta við bakkann. Þá mælti konungur til manna sinna: “Hér fæst færi til að leita skjóls' eða til æfin- týris, ef verkast vill. Hér skulum við binda hestana í skógarrjóðri og stíga á skip þetta.” Þetta gerðu þeir, og urðu þess varir að lyft- ingin var tjölduð veglega og í henni miðri var borð með dýrindis réttum á. Og með því að þeir voru hungraðir og þreyttir, þá neyttu þeir veizlu- réttanna og tóku á sig náðir að því búnu. En er þeir voru sofnaðir, sveif skipið frá landi og þá gerðist mikið undur. Því þegar þeir vöknuðu næst dag, var Uriens Morgan kominn lieim til 'sín og Sir Accolon til síns herbergis í Camelot; en sjálfur konungur fanginn fjötraður og vopnlaus í viðbjóðslegu fangelsi, er dunaði af stunum vesalla fanga. Er konungur kom til sjálfs síns, litaðist hann um og varð þess var, að þeir sem þar voru með honum, voru riddarar í sömu nauðum og hann sjálfur, og 'hann inti þá eftir, með hverju móti þeir hefðu ratað í þá raun. “Sir,” mælti einn þeirra, “vér erum fangar í kastala riddara sem er illur og ódæll; hann lieitir Sir Damas og.er illa hugaður og innrættur til sannrar riddara mentar. Engum þykir vænt um hann og því getur hann ekkert vígsgengi feng- ið til orrahríðar, sem hann á í, Af þeirri or- sök gerir hann fyrirsát með stórum skara soldáta, hverjum riddara er þessa leið fer, tekur þá höndum og heldur þeim í fangelsi nema þeir gangist undir að berjast til dauðans fyrir hans málefni. Þetta vildi eg ekki gera, og enginn minna félaga, en hér liggur fyrir oss hungurdauði i hinni fúlu dýflizu, nema oss komi liðsinni mjög bráðlega. ’ ’ “Um hvað deilir baún?” spurði konungur. “Enginn okkar veit það,” svaraði riddarinn. 1 Iþví bili gekk mær ein í dýflizuna. Hún hvarf þegar til Arthurs konungs og mælti: ‘,Riddari, viltu undirgangast að berjast fyrir máli riddara þess, sem á þenna kastala?” “Það veit eg ógjöría,” svaraði konungur, “nema eg fái að Vita, hvað hann á um að deila.” “Ekki muntu fá það að vita,” svaraði mærin, „en vita skaltu, að neitir þú þessu, skaltu ekki kom- ast útaf dýflizu þessari með lífi, heldur farast hér með vesöld.” “Þetta eru harðir kostir,” mælti konungur, “að eg skuli berjast fyrir því sem eg ekki kann skil á, og fæ ekki að heyra skýring á, ella deyja að öðrum kosti. Þó skal eg með einu skilorði taka að mér deilu herra þíns, að hann fái mér alla þessa menn, er hér íiggja bundnir í dýfliz- unni.” Að svo mæltu bað hún hann koma með sér og leiddi hann til stórrar hallar, og komu þangað skjótt meðreiðarmenn að færa hann í 'hlífarnar til bardagans; og er þeir höfðu lokið því verkl, mælti mærin til hans: “Herra riddari; hér er kominn sendimaður með skilaboð frá drotningunni Morgan le Fay, og biður mig tjá þér, að drotnig hafi vitað hversu mikið þér lá á, og því sent þér þitt góða sverð.” Þá gladdist konungur mikillega, því að hann þóttist þar þekkja hið góða sverð Excalibur, er mærin fékk honum. Framh. 3AGAN AF 4RI0N. Fyrir langa löngu átti maður heima í hinni miklu borg Korinþu, er hét Arion; ’hann var svo mikill snillingur að leika á hörpu, að allir vildu til þess hlýða. Ekki var hans hljóðagjörð á við Orfeusar, því að fuglar og tré komu að hlýða á Orfeus og trén beygðu sig niður að hlusta á hann. Einungis manneskjurnar, konur og karlar, piltar og stúlkur, komu til að heyra Arion leika og syngja. Svo þegar hann hafði lengi átt heima hjá Periander, sem einvaldur var í Korinþuborg, þá kom honum til hugar að gaman væri að fara og skoða nýja staði, sem hann hefði aldrei séð áður. Hann sté því á skip og bað háseta sigla yfir sjó- inn til Sikileyjar og Italíú; og þeir sigldu marga daga og margar nætur yfir hafið og komu til margra borga, þar sem Arion lék og söng og safn- aði miklu fé fyrir, unz þeir komu loksins til Tar- entu borgar. Þar dvaldi hann lengi, með því að það var auðug borg og fögur, og alt fólk kom að hlýða á hann og fékk honum mikið fé fyrir. Þar kom, að Arion þóttist vera búinn að fá nóg, og langaði til að sjá heimaborg sína á ný og vin sinn Periander. Svo hann gekk til strandar og falaði far til Korinþu, kvaðst vilja að Korinþu menn flyttu sig, með því að hann hugði þá betri en annara staða menn. Þar stóð þá uppi skip frá Korinþuborg og sögðust skipverjar þaðan vera og lofuðust til að flytja hann. Tók Arion sér far með þeim og lét flytja hörpu sína til skips og all- ar kistur sínar fullar af gulli og silfri og góðum klæðum. En er hásetar sáu kisturnar og fundu hve þungar þær voru, sögðu þeir hver við annan: “Sá má vera auðugur; væri það ekki gaman að eiga þó ekki væri nema lítið eitt af öllum þessum auðæfum, sem Arion hefir eignast fyrir hörpu- slátt?” Næsta dag kom Arion til skips; þá var dátt veður, varía ský á lofti og gola svo hæg, að rétt nægði til að fylla seglin og færa skipið þýðlega eftir sjávarfletinum. Bárurnar dönsuðu og glóðu eins og gull í birtu sólar, en skipið þeytti hvítu löðri fram undan sér, er það knúði rásina til Kor- mþuborgar. Þannig liðu margir dagar og Arion sat fram í stafni og liorfði á stefnið kljúfa sjóinn; og er þeir fóru fram hjá mörgum stöðum, þóttist hann vita, að þeir mundu fljótlega koma til borg- ar þeirrar. En skipverjar hugðu á ilt og báru ráð sín saman, að eignast gull hans og si'lfur með einhverju móti. Því var það einn dag, er hann sat í stafni, að nokkrir hásetar komu til hans og tjáðtf honum, að nú mundu þeir taka hann af lífi. Arion vissi hvað þeim gekk til, svo hann bauð þeim aleigu sína sér til Hfs. Ekki yildu þeir það. Þá bað hann aft mega leika á hörpu og syngja það kvæði, sem honum þótti vænst um, og kvaðst mundu hlaupa fyrir borð að því loknu. Þeir létu það eftir honum, og Arion bjó' sig hinum beztu klæðum, greip hörpuna og lióf að syngja. Og sem hann söng og lék, tóku hásetar að harma það, að þeir skyldu týna lífi hans, ipeð því að þeir mundu aldrei hevra slíkan söng að h^aum látnum. En er þeir rendu huga till alls þess silfurs og gulls, er Arion hafði með sér til Korinþu, þá staðfestist með þeim, að þeir skyldu ekki lofa honum að halda lífi. Arion leit á loft og sjó í síðasta sinni, hljóp svo fyrir borð og hvarf hásetum sýn. ð. ;pn pf> ínump. 'búnu. ýpraEsyn nutí....l gja Nú fór skipið liðugt leiðina yfir hinn dimm- bláa sæ, rétt eins og það hefði ekki svo marga vonda menn að flytja. En Arion dru'knaði ekki, er hann kom í sjóinn, því að stórfiskur er höfrung- ur nefnist, synti með skipinu þá Arion hljóp fyrir borð; og sá fiskur tók hann á bakið og svam til Kornþuborgar miklu hraðara en skipið með hin- um illu hásetum gat siglt. Fiskurinn óð á bæxl- unum ofan sjávar, svo að löðrið rauk um Arion og yfir hann og eftir lítinn tíma sá liann í f jarska há klif og kamba er gnæfðu yfir borgina. Og af stundu kom höfrungurinn að landi, skilaði Arion á þurt og hvarf svo aftur í hafsins djúp. 1 (Framh.) -------o—*------ LUCHS OG BARRELLI. iTr. G.—i Ðýravininum “Þetta er ekki satt, það er ómögulegt” segja menn, þegar þeir lesa það, sem hér fer á eftir. Þó er það satt, því eg hefi horft á það með mínum eigin augum. 1 vetur eftir nýárið voru tveir litlir hundar sýndir í Kaupmannahöfn. . Hét annar Luchs en hinn Barrelli. Margar sögur gengu af þeim, sem yoru, til að vera viss um sannleikann. Tveir aðr- ir Islendingar voru með mér. — A borðinu lágu 50 pappírsmið^r, á þeim voru prentaðir tölustafir frá 1—50. Eigandinn, sem P. hét, lét Luchs upp ó borðið, og nefndi svo einhverja tölu, sem hund- urinn átti að koma með, t. d. 35, og gjörði hann það þá þegar.. P. spurði einhvern af áhorfend- unum, hve gamall hann væri; hann segir 37 ára. Hvaða ár er hann þá fæddur, segir P. við Luehs. Hann fer að leita í miðunum, tekur miðann með 18 og leggur hann á endann á borðinu, fer svo af stað aftur og tekur töluna 5 og leggur hana við 18, hægramegin; svo sótti hann töluna 2 og legg- ur hana hjá 5. Þar stóð þá 1852. Svo leit hann á P., rétt eins og hann vildi segja: “Þarna er það.” Þetta var endurtekið 'hvað eftir annað með aldur ýmsra manna, og reiknaði hundurinn a<tíð rétt. Þarnæst spyr P. einn af áhorfendunum hvenær hann sé fæddur. Hann svarar 1835. P. segir við hundinn: “Hvað er þessi inaður gam- all; hann er fæddur 1835”. Strax fer Luchs af stað, og tekur fyrst töluna 5 og tíðan töluna 4 og deggur þær í rétta röð. Svo sezt hann niður og aðgætir vandlega tölurnar og lítur svo á eiganda sinn. Þetta var líka oft endurtekið með ýms ár- töl, og kom Luchs ætíð með réttar tölur. Fæðing- arár mitt krítaði eg á töflu; hann leit á það og kom svo með réttar tölur. Svo segir P. Luehs að koma með miðann 38. Luchs görir það; “dragðu 15 frá” segir P. Luchs kom með 23. — “Dragðu 6 frá,” og Luchs kom með y7. — “dragu 8 frá”; Luchs'kom með 9. — “Dragðu 9 frá”; Luchs kom með 0. Þegar P. spurði Luchs hvað t. d. 32 og 13 væri mikið, kom hann strax með 45. Að P. gæfi Luchs nokkrar bendingar var ó- mögulegt, því hann sneri baki að hundinum með- an hann var að reikna. Eigandinn gat heldur ekki hafa kent hundinum áður að sækja einmitt þessar tölur, því ýmsir af áhorfendum lögðu mörg dæmi fyrir hundinn og var eg einn í þeirra tölu. Eg sat svo nálægt borðinu, að eg hafði hendina á því, til þess að fullvissa mig um, að engin brögð væru í tafli. Eg er viss um, að Luchs var leiknari í því að leggja saman, draga frá og margfalda, heldur en margir menn, sem eg hefi reynt í því. Eg ritaði tvö mannanöfn á spjald og sýndi hundinum. Hann sótti svo alla bókstafina og rað- aði þeim niður í réttri röð, svo eg þóttist sjá, að hann væri allveil lesandi. Honum var líka sýnt vasaúr og spurður hvað klukkan væri og kom hann þá með réttar tölur, bæði upp á klukkustund og mínútu. Maðurinn, sem sat við hliðina á mér, spilaði “Domino” við hundinn. Leikurinn fór svo, að hundurinn vann taflið. Hann þekti líka vel á spilin. Honum var sagt, að koma með ýms spil, t. d. tigulkong, hjartadrotningu, laufagosa, spaða- sjö, og kom liann ætíð með rétt spil. Flöggum ýmsra landa var raðað á borðið og þekti hann þau einnig vel. Hann tók þýzka, enska, franska og gríska flaggið, þegar honum var sagt það. Þegar hann kom með danska flaggið, hneigði hann sig kurteislega. Hinn hundurinn hét Barrelli, og gjörði hann einnig ýmislegt, sem lýsti miklu viti og fimleika. Hann spilaði t. d. á stofuorgel laukrétt lagið “Eld- gamla Isafold.” En hann hafði meitt sig í löpp- inni, svo hann skrækti stundum, þegar hann studdi löppunum á nóturnar, þó liélt hann áfram, þangað til lagið var á enda. Menn segja alment, að það sem dýrin gjöri, gjöri þau af eðlisleiðslu (instinct). En lýsir sér ekki fullkomin greind í þessu, sem hér er sagt frá að framan? Taki menn eftir augum hundanna, þegar þeir eru reiðir eða glaðir, eða þegar þeir skammast sín, eru hræddir eða eru að biðja mann með vinalátum, þá sjá menn í þeim ljós merki um geðshræring og hugsun. Sorg og gleði lýsir sér mjög ljóslega í svip hunda og hesta. Þess meiri er ástæðan til þess fyrir mann, fremur að gleðja en hryggja þessar saklausu, gagnlegu, trúu og til- finningarnæmu skepnur. --------o-------- Fréttif frá K.F.U.M. í R.vík Það hafði kaffisamsæti í húsi félagsins eins og vant er á áfmælisdegi séra Friðriks Friðriks- sonar, 25. maí. Jafnframt var 'haldið áfram um- ræðum frá aðalfundi félagsins, sérstaklega um fjármálin. Reksturskostnaður hússins hafði orð- ið 2,000 kr. meiri en tekjurnar á liðnu ári og þurfti að jafna það, en jafnframt var samþykt í einu hljóði að félagið tæki alveg að sér að greiða vexti og afborganir af lánum þeim, sem á húsinu hvíla og K.F.P.M.. í Danmörku hefir annast hingað til fyrir Reykjavíkurfélagið.— Á fundinum komu 500 kr. gjöf frá K.F.U.K. upp í halla liðna ársins, einn fundarmanna lýsti því að ónefnt hlutafélag ætlaði að greiða 3,000 kr. til félagsstarfsins og aðrir við- staddir félagsmenn gáfu frá 5 til 1,000 kr. hver eða alls rúmar 3,000 kr. Yoru þannig gefnar rúm- ar 6,500 kr. til starfs K.F.U.M. á þessum fundi, sem ekki sóttu þó nema nálægt 70 félagsmenn. Myndi slík fórnfýsi talin mikil tíðindi og góð í hveru erlendu kirkjulegu félagi.—Bjarmi. --------o-------- i Maðurinn, sem ekki vildi tala við konuna sína. Þegar eg hélt samkomur—segiý Moody—, var þar meðal annara maður með konu sína. Þegar hann kom út úr samkomusalnum, vildi hann ekk- ert við konu sína tala. Henni þótti þetta kynlegt, en lét þó ekkert á því bera og fór að hátta í þeirri von, að maðurinn hennar mundi rjúfa þögnina næsta morgun. En við morgunverð yrti hann ekki á hana einu orði. Hún skildi ekkert í hvað þessu gæti valdið, en huggaði sig þó við að um miðjan- daginn mundi þetta breytast, hvað svo sem að væri. En það fór á aðra leið. Maður hennar var jafn þögull sem áður. Ekki rættist heldur neitt úr þessu við kveldverðinn. — Svona gekk 7 daga samfleytt. En þá gat hann ekki þagað lengur og sagði við konu sína : “Hvað gekk þér til að fara að skrifa Moody og segja honum alt af framferði mínu?” Konan vissi ekki hvaðan á sig stóð veðr- ið og þverneitaði því að hún hefði gert slíkt. “Þú hlýtur að hafa gert það,” staðhæfði maður henn- ar, “því hvernig hefði hann annars átt að vita öll þessi ósköp um mig, sem hann sagði”? En kon- an sór sig um að hafa nokkuð skrifað Moody eða sagt honum viðvíkjandi. Maðurinn varð þá nauð- ugur viljugur að trúa þessu, en sagði að sér hefði ekki komið annað til hugar en svo hlyti að vera þegar Moody hefði bent á sig í öllum þessum mann grúa og lýst sér svo nákvæmlega. Það er svo sem auðvitað hvernig á þessu stóð: Samvizkan hefir verið að hnippa í manninn og frelsarinn hefir verið að leita að honum, án þess hann vissi það. — Sagan er stutt, en ýmislegt má af henni læra. --------o--------

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.