Lögberg - 29.07.1920, Blaðsíða 5

Lögberg - 29.07.1920, Blaðsíða 5
LÓGBERG, FIMTUDAGINN 29. JÚLÍ 1920. BJa. 5 unni sinni og ihélt áfram talinu. “Eg er altaf að, á sveitabæjum gerir kvennfólkiS ekkert a-nnað en vinna. Verkadagur minn byrjar kl. hálf fimm á morgnana og sunnudaga, þegar vel gengur, er eg laus við dagsverkið klukkan 10 á kvöldin. Langur dagur? Víst er svo, en hver á að gera verkin, ef eg geri þau ekki?” pessu gat ekki sú svarað, sem -þetta er tekið eftir, úr stórblaði syðra, enda segist ekki vita til að því sé svarað í afarmörgum til- fellum, þar sem húsmæður í sveit þræla slitalaust, ár eftir ár, unz •þær verða afturfaralegar, bognar og ellimarkaðar fyrir aldur fram. pær vita lítið um það sem fram fer í veröldinni, eru á eftir tím- anum og er gleymt af veröldinni, gleymt af bændunum, gleymt af guði,” ef svo mætti að orði kveða, svo vænlega eru þær í fylgsnum faldar. Eigi að síður liggur oft mest á þeim á sveitabæjum. pær vita alt mótlæti bænda sinna og bera það oft með þeim, viljugar eða nauðugar og marga óþægilega byrði, þar fyrir utan. Nú sem stendur vorkennir öll þjóðin bænd um — væri ekki sanngjarnt að láta konur bænda líka njóta vork- unar, þær þolinmóðu konur, sem “verða að þola alla þá bölvun, sem sveitabændur verða að þola, og bændur sína þar á ofan!” pau kjör eru ólík, þeirra og húsmæðra í borgum eða smábæjum! pessi kona sem höf. átti orða- stað við, er talin búa við sömu kjör og flestar aðrar sveita kon- ur, hvorki betri né verri; hún var fús til að tala um kjör sín, eða um hvað sem var, vegna þess að hún var einmana og þótti gama að fá einhvern til að tala við. “Fyrsta verkið var að búa til morgunmat handa manninum mín- um og verkamönnum. pað verð- ur að gerast tímanlega svo að þeir komist snemma til verka. par næst að gefa börnunum bita, þvo þeim, klæða þau og taka til bita handa þeim, til að hafa með sér í skólann. Eftir það vana. leg inniverk: búa um rúm, sópa, elda, þar hjá þvo og draga járn á þvott. Eg kem því öllu af með aðstoð barnanna. Við höfum ekki nema fjóra eða fimm verka- menn nú orðið, sú var tíðin að við höfðum þá fleiri, en þeir fást varla nú orðið, enda ómögulegt að halda þá með því kaupi sem þeir heimta. peir fást ekki til að vera kyrr í sveit, þegar borgirn- ar laða þá eins kröftuglega og nú gerist.” Framh. næst Aðdróttun Sigfúsar. Mér skilst að S. B. Benedicts- son drótti því að G. J. Goodmunds syni, að hann sé höfundur grein- urinnar “Lárviðarskáldið”, sem eg skrifaði í Heimskringlu eigi alls fyrir löngu, og hljóðaði um mann sem Jóhannes Stephánsson heitir. Slíkt er í mesta máta ósánngjörn og illkvittnisleg aðdróttun, pg Sig- fúsi einum lík. Að vísu hefi eg aldrei heyrt G. J. Goodmundsson eða séð, en maður sem skrifar eins frjálsmannlega og hann, mundi manna síst taka annara manna nafn að láni. Um gáfnafar og mentun G. J. Goodmundssonar hefi eg lítið að segja, en ef dæma skal af því sem hann skrifar við ýms tækifæri; þá er það mín skoð- un að þar sigli hann að minsta kosti jafnhliða S. B. Benidictsyni, að vísu hefir S. B. B. margt lesið en oft sér að litlum og engum notum. Hið umrædda greinarkorn hefi eg skrifáð og er reiðubúinn að skrifa meira' um það mál ef til kemúr, og ef bókin Love and Pride kemur nokkurn tíma út. þá mun eg leitast við að skrifa rit- dóm um hana bæði á íslenzku og ensku. KiNO GEORGt KAUPIÐ FURS YÐAR HJA HOLT, RENFREW’S Hin ARLEGA AGÍSTMANADAR SALA afsláttur á öllum Furs í ágústmánuði ■ A LLAR TEGUNDIR LOÐFATA, KÁPUR, HÚFUR Kragar og Sets; alt með nýjasta ný-tízku sniði og alt vandaðar úrvals vörur með óheyrilega lágu verði Innkaup að Sumrinu spara yður mikla peninga þegar fram á veturinn kemur. Aðgerðir og Endurnýjun 1 1 1 ...... Ef þér þurfið að láta gera við eða endurnýja loðföt yðar, þá sendið með þau undireins til vor. Vér gerum þau eins og ný. Sérstök kostaboð í ágústm. Kostnaðaráœtlun ókeypis “EXCLUSIVE BUT NOT EXPENSIVE” HOLT, REHFREW & CO. LTD. CORNER PORTAGE and CARLTON WINNIPEG, MAN. Búnaðardeild Saskatchewan-stjórnarinnar. Fáein Orð til Mjólkur-framleiðenda í Saskatchewan. eftir P. E. REED, Dairy Commissioner. Flokkun rjóma er að miklu leyti hyrningarsteinninn undir arðvænlegri framleiðslu rjómabúa smjörs. Fullkomnari áhöld, nýrri og hentugri aðferðir hafa í seinni tíð stuðlað mjög að meiri og betri fram leiðslu smjörs í Saskatchewan fylki. En þrátt fyrir allar þessar miklu umbætur, þá rekum vér oss samt alt of oft á þann sorglega sannleika, að flokkun og meðferð rjómans hefir í mörgum tilfellum verið bein orsök þess, að rjómabússmjör hefir ekki orðið eins góð markaðsvara og átt iiefði að vera — með öðr- um orðum, slík flokkun hefir ekki verið leyst af hendi með eins mikilli nákvæmni og æskilegt var. Á síðustu árum hafa framfarirnar í þessari grein verið stór- stígar í fylkinu. Nú er rjómabússmjör frá Saskatchewan talið ein bezta tegund, sem til British Columbia flyzt, auk þess sem markaður fyrir það í austurfylkjunum hefir farið stórvaxandi. En þótt þessu sé þannig farið, þá mega mjólkur framleiðendur í fylkinu ekki láta þar við sitja, þeir verða að komast lengra á- leiðis. — Meðan á stríðinu stóð, var eftirspurn smjörs svo óeðlilega mikil, að selja mátti vöruna nær sem vera vildi við geypi verði og stórkostlegum hagnaði, og það jafnvel hvaða tegundir sem um var að ræða. En nú eftir að ófriðinum lauk, er nokkuð öðru máli að gegna, nú hlýtur smjör vort að lenda í hringiðu samkepninnar. Og jafnframt því, sem framleiðslan eykst, verðum vér að geta opnað nýjan markað og að minsta kosti haldið þeim gömlu. vér megum ekki láta oss nægja að geta staðist samkepnina í British Columbia við smjörið frá New Zealand, vér verðum að geta þolað samanburð og samkepni við Danmörku og önnur ríki Norðurálf- unnar. Vér þurfum áð ná tangarhaldi á heimsmarkaðinum, en það verður með því «ina móti, að vér framleiðum að eins vandað, hreint og ljúffengt smjör. Bragð smjörsins er undir rjómanum komið. pað getur ekki verið ofbrýnt fyrir mönnum, að bragðgæði smjörsins hvíla eingöngu á flokkun og meðferð tjómans. pað stendur á sama hvað vel maður kann til smjörgerðar; hann get- ur aldrei fengið reglulega gott smjör úr lélegum eða illa hirtum rjóma. peir bændur, sem nærgætnir eru að því er við kemur hirðingu rjómans heima, og senda hann ferskan til rjómabúanna, eru máttarstólpar smjörframleiðslunnar og bera á herðum sér framtíð hennar. að skila aftur öllum skemdum rjóma, eða greiða eigendum hans að eins strangasta sannvirði, hversu lágt sem það kann að sýnast. Hvernig tryggja skal góðan rjóma. Grundvallar atriðin, sem fylgja skal í sambandi við góða hirð- ing mjólkur og rjóma, eru í eðli sínu afar einföld. prjú frumskil- yrðin eru: hreinlæti, hæfileg kæling og nægilega tíður flutningur. —Fjósin, þar sem kýrnar eru mjólkaðar, þurfa um fram alt að vera hrein og skal sá, er mjólkar, ávalt vera hreinn á höndum. Áður en byrjað er að mjólka skal júfiýð vandlega hreinsað með rakri rýju. Mjólkin skal skilin vera undir eins á meðan hún er volg, með því það er í alla staði arðvænlegra; þótt mjólkin sé skil- in hálf-kólnuð, fæst auðvitað úr henni þykkri rjómi, en með þeirri aðferð tapast mikið af fituefni. — Við að skilja mjólkina á meðan hún er sem volgust, vinnst 35 prct. af smjörfitu. Undir eins og búið er að skilja, skal rjóminn kældur niður í 50 stig, eða jafnvel þar níður fyrir, og áður en nýjum rjóma er helt saman við eldri rjóma, þarf hann að vera orðinn vel kaldur. — Rjómi sá, sem fyrir er í dunkunum, skal ávalt vandlega hrærður upp, áður en nýjum rjóma er helt saman við. Skilvindan. pví nær allar skilvindutegundir, sem nú þekkjast á markað- inum, mega teljast sæmilega góðar, ef réttiiega er með þær farið; ef þeim er snúið mátulega hart, ásar allir og hjól olíuborin og öll- um pörtum haldið vandlega ihreinum. Gott ráð til þess að halda skilvindum hreinum, er að þvo þær fyrst úr ylvolgu vatni, en því næst úr brennheitu vatni með dálitlu af sóda út í. Eigi rjóminn að vera hreinn og bragðgóður, er áríðandi að skilvindan sé hreins- uð vandlega undir eins og búið er að skilja. — Bezt er alla jafna, að nota fibre bursta til þess að hreinsa með mjólkurílát og áhöld, gefur það fljótari og betri árangur, en ef notaðir eru dúkar eða rýjur. Slíkir burstar eru hvorttveggja í senn, ódýrir og hand- hægir. Sendið góðan rjóma. Með því að bændum er einungis borgað fyrir smjörfituna í rjómanum, ættu þeir að varast að senda annað en fyrsta flokks rjóma, því að senda lélegan rjóma veldur þeim beinu tapi. Rjóma- búið borgar að eins fyrir smjörfituna, en kærir sig ekkert um venjulega undanrenningu. — pað er því ekkert annað en óþarfur aukakostnaður fyrir bóndann að senda þunnan eða lítt hæfan rjóma langar leiðir,, þar sem slíkur rjómi hefði vitanlega getað orðið á ýmsan hátt að góðu liði til margvíslegra heimilisnota. Verndun rjómans. Flokkun rjóma. Hér fylgja á eftir sýnishorn af flokkunar aðferð þeirri, sem The Dairy Branch of the Department of Agricultúre hefir fallist á. Vér treystum því, að á yfirstandandi ári muni framleiðsla flokkaðs rjóma aukast stórkostlega, og að viðtaka slíks rjóma á rjómabúunum í Saskatchewan sanni á sínum tíma hið arðvænlega notagildi, sem flokkuninni er samfara. 1. Special rjómategund—hún innilykur allar tegundir af gersamlega nýjum, bragðgóðum og hreinum rjóma. 2. Fyrsta flokks rjómi—Til þessarar tegundar skal teljast allur sá rjómi, er hæfur þykir til framleiðslu fyrsta flokks smjörs. 3. Annars flokks rjómi—Til þessa flokks skulu teljast allar rjómategundir, sem eigi geta framleitt fyrsta flokks smjör, en sem fullnægja skilyrðinu fyrir annars flokks smjöri. 4. Allar rjómategundir, sem eru í því ástandi, að þær eigi geta fullnægt ofangreindum skilyrðum, skulu sendar til baka. Sanngjörn flokkun. öll rjómabú í fylkinu kaupa rjóma eftir flokkun, og er verð- munurinn á milli “special” rjóma og annars flokks rjóma venju- legast nálægt 6 cents. Saskatchewan rjómaframleiðendur ætla sér auðvitað að græða peninga; en sá sem framleiðir beztan rjóma, ! græðir áreiðanlega mesta peninga. Flokkun rjómans og greitt j andvirði eftir gæðum, veitir hverjum bónda nákvæmlega þann arð, er hann á skilið og hvetur menn auðvitað til þess að vanda i vöruna sem bezt, og koma henni ávalt hreinni og óskemdri til I markaðs. Smjör, sem unnið er úr ferskum og hreinum rjóma geymist meðal annars langt um betur, getur legið svo mánuðum skiftir í kælirúmum án þess að missa ndkkuð af hinu ljúffenga bragði. — Markaðsverð smjörs er ákveðið því nær undantekning- | arlaust eftir gæðum. pað er ekki nægilegt til þess að búa til gott smjör, að meiri hluti rjómans sé ferskur og hreinn; hann þarf að | vera þannig allur. pað kemur iðulega fyrir, að t. d. 90 prct. af | rjómanum, sem rjómabúin. veita móttöku, er óaðfinnanleg vara, | en ef hitt er skemt og blandað saman við góða rjómann, þá er öll- i um forðanum teflt í tvísýnu. pess vegna þarf hver einstakur smjörgerðarmaður að vera mjög varkár, þegar til flokkunar rjóm- ans kemur, og til þess að vernda sjálfan sig og hag þeirra við- skiftamanna, sem bezta sendu vöruna, verður hann annað hvort Rjómadunkarnir skulu látnir standa í köldu vatni.—par sem ís er ekki við hendina, er nauðsynlegt að skifta sem oftast um vatnið í kring um dunkana.. — Varast skal að nota of stóra dunka til rjómasendinga. Sendið rjómann frá yður tvisvar í viku að sumrinu, helzt þrisvar, ef kostur er á. — Gætið þess vandlega, að halda mjólkurílátunum hreinum, kælið rjómann mátulega áður en hann er látinn í dunkana, en varist einnig að láta hann verða of kaldan. Varist af öllum mætti, að láta mjólkurkýr yðar éta nokk- uð það fóður, er haft getur áhrif á mjólkina til hins verra; með nærgætni á allar lundir getið þér reitt yður á, að árangurinn af mjólkurframleiðsluuni verður eins góður og frekast má verða. Hafið það ávalt hugfast, að góður rjómi veitir framleiðand- anum meira í aðra hönd og stuðlar jafnframt að greiðari og arð- vænlegri markaði fyrir rjómabússmjör frá Saskatchewran fylki. pað útheimtir ofurlítið meiri nærgætni, en kostar lítið meira, að senda að eins fyrsta flokks rjóma á markaðinn, en arðurinn er þó sannarlega mismunandi. Allir sérfræðingar í smjörframleiðslu eru sammála um það, að verulega gott smjör fáist einungis úr verulega góðum rjóma. Rjómahreinsun með vélum, í þeim tilgangi að framleiða gott smjör, er hvergi nærri einhlít. Sé rjóminn skemdur á annað borð, kemur það ávalt á einhvem hátt fram í smjörinu. pað er alveg undir mjólkurframleiðendum í Saskatchewan sjálfum komið, hvers álits smjör frá Saskatchewan nýtur. Al- menningi er nú orðið ljóst, hvaða kröfur eru gerðar í sambandi við smjörmarkaðinn bæði í austur og vestur Canada og eins í Ev- rópu. Til þess að geta haldið markaðinum á öllum þessum sviðum, er lífsnauðsyn að framleiða einungis fyrsta flokks vöru. Rjóma- búin í fylkinu eru fullkomin í öllum sínum útbúnaði, og eiga því hægt með að framleiða góða vöru, ef að eins samvinnan á milli þeirra og bændanna yfirleitt er eins og hún á að vera. Með góðri samvinnu í framtíðinni og alúð af hálfu bænda við framleiðslu fyrsta flokks rjóma, ætti framleiðsla annars flokks smjörs að minka stórum árlega.—Sendið að eins ferskan fyrsta flokks rjóma á markaðinn, þá fáið þér fyrsta flokks verð og markaðurinn fyrsta flokks smjör. — Vér æskjum samvinnu yðar í þessu nauðsynja- máli. Frekari upplýsingar fást ef óskað er, með því að skrifa til The Dairy Brandh, Regina. Um leið og eg skrifa þessar lín- ur get eg ekki látið hjá líða að athuga, bita einn er ritstjóri Vor- ! aldar lét út úr sér, eftir að (þessi umrædda grein kom út og hljóðar i á þessa leið; G. J. H. sem öðru [ ’nvoru slettir leirklessum í blöðin, fær ekki betra svar við rógi sín- j um en hið fagra kvæði eftir J. S. sem birtist í næsta blaði. En gleypt getur ritsjórinn I þenna bita sinn aftur, því hann j skal hér vita að eg hefi aldrei i skrifað í íslenzku blöðin áður en þessa áminstu grein, og því hvorki sett þar leirklessur eða neitt annað. G. J. H. peg í júní síðastl., þar sem eg var til lækningar við augnveiki. Vil eg þá fyrst nefna Dr. Jón Stefáns- ! son, er gerði uppskurð á augunum í mér af mikilli snild og lipurð og vitjaSi mín svo næstum daglega meðan eg var að öðlast góðan bata. vinkonu minni Mrs. J. Austman, fyrir alla þá velvild og umihyggju er eg varð aðnjótandi á heimili þeirra hjóna, sem vildu alt fyrir mig gera, hvar eg dvaldi mánað- artíma meðan eg var í afturbata. Mrs. J. Austmann var mér eins og Vildi eg ráleggja öllum þeim, sem þarfnast lækninga viS augnveiki, að leita til hans. Einnig vil eg minnast hjúkrunarkonu Magny Johnson, er stundaði mig með frá- bærri umhyggjusemi og ná- kvæmni meðan eg lá á spítalanum. Síðast en ekki sízt vil eg þakka bezta móðir, kappkostaði á allan ihátt að gjöra mér alt sem ánægju- legast og láta mér líSa sem bezt. öllu þessu góða fólki þakka eg nú innilega og bið Guð að launa alla þess a/lúð og nákvæmni mér í té látna. — ísafold, Man., 16. júlí, 1920. Mrs. H. Hannesson. Wonderland. par eru ávalt beztu myndirn- irnar í borginni, Hugsið myndir eins og “A. Burglar for a Night” sem sýndar verða á miðviku og fimtudögum og “Six Shoter Audy’ með Thom Mix í aðalhlutverkinu, er sýnt verður á föstu og laugar- dagskvöldin. Næstu yiku verður einnig margt nýstárlegt að sjá á kvikmynda. tjaldinu. Ef þér farið A kvik- myndasýningar á annað borð, ættuð þér ,ávalt að muna eftir Wonderland. Illini!!! !IIB!lllH!!!Biili!i!'I!!'i ll!!!il!!li!!!!il!lll iniilllilll ll!!!i!!l!il!llilini þakkarorð. Eg undirrituð finn mér bæði ljúft og skylt að þakka öllum þeim; sem á einn eða annan hátt hafa j rétt mér hjálparhönd síðan eg misti manninn minn sál. fyrir ná- lega tveim árum síðan. Nefni eg þar fyrst til safnaðarkonur í Víði,, er gáfu mér í fyrra $10; og kven-1 félagið “ísafold” í Víði, sem í eru bæði safnaðarkonur og utansafn- aðar, gaf mér í vor $50. peir bændurnir, Ármann Magnússon og Tryggvi Halldórsson færðu fyrir mig “shanta” æði langan veg án nokkurs endurgjalds, og Björn bóndi Erlendsson, er unnið hafði að smíði “shantans”, gaf mér upp vinnulaun sín. Ýmsir aðrir, bæði menn og konur, hafa og hjálpað mér svo miklu munar. Vil eg nú þakka öllu þessu góða fólki af hjarta og ibiðja algóðan Guð að launa því og blessa það alt saman. Stödd í Framnesbygð, Man. 14. júlí 1920. Mrs. Hallfríður Sölvason. verður haldinn að í i GIMLI 2. Agust 19201 í Skemtigarði bæjarins J I Framúrskarandi vönduð skemtiskrá, ræður, kvœði og auk þess syngur æfður söngflokkur íslenzk uppáhaldslög. Fjölbreyttar íþróttir, hlaup. stökk og sund, fyrir unga sem ■ gamla, karla og konur. Glímur og kaðaltog milli ■ '> kvœntra og ókvœntra manna. ■ pakkarávarp. Mér er bæði ljúft og skylt að minnast með þakklæti þeirra, er 'hjúkruðu mér og gerðu sem á- nægjulegasta dvöl mína í Winni- DANS AÐ KVELDINU. Allskonar veitingar ” seldar í garðinum. ■ ■llllBI!IIB!!llBIIIIBI!!!BI!!!BI!IIBIII!BllliaiBiBI!llBI!IIB!l!!BlB!!llB!l!B!>l>BI!!IB!l!!BI!!!Bl!!!BII!IB!!!!BI!!lBI!l'a!l!!Bi>IIBI!!!a!!>!a!!liBI«IBII!!BI!l!B!i!IBIl!!Bill'fl!l!ini!l'

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.