Lögberg - 29.07.1920, Blaðsíða 8

Lögberg - 29.07.1920, Blaðsíða 8
BIs. E LÖGBEItG FIMTUADGINN 29. JÚLÍ 1920. B R Ú K I Ð ROTAK CPPWN Safnið umbóðnauin og Coupons fyrir Premiur Or borginni pjónustustúlka óskast í smábæ úti á landi. Verk létt, aðeins tvær manneskjur á heimilinu. Verður að kunna vanaleg húsverk. Kaup gott. Upplýsingar gefur Mrs. H. G. Johnson, 676 Banning Street. Hr. C. J. Vopnfjörð fór snögga ferð út til Popiar Park., Man., og lætur vel yfir för ,sinni. Hann seg- ir bygð þá friða og búsæld mikla hjá bændum. Bygðin er á grös- ugri sléttu milli vatns og skógar, en með fram vatninu eru flæði- lönd, frábær til Iheyskapar. Sem dæmi um búsæld landa vorra sagði Mr. Vopnfjörð, að einn þeirra hefði heyjað 800 tonn, sem má kallast dávæn uppskera, með frví verði sem nú er á heyi. Vantar roskna stúlku eða ekkju á heimili í fallegum bæ; í heimili eru mjög gömul hjón ,og tveir fullorðnir synir þeirra. Verður að vera vön öllum innanhúss störf- um. Ritstjóri Lögbergs gefur all- ar upplýsingar. íslendingadagurinn 1920. Næsti mánudagur er almennur hvíldardagur hér í bænum, og því öllum verzlunarhúsum og verk- stæðum lokað, og var það heppi- legt að svo skyldi verða. Með því gefst fleirum tækifæri til að koma á íslendingadaginn. Eins og ÁBYGGILEG ------og------ Vér ábyrgjumst yður varanlega og óslitna ÞJCNUSTU !UOS AFLGJAFIÍ i TRADE MARK, REGISTERED Ráðskona óskast á gott sveita- heimili. Góð aðbúð og hæg vinna. Upplýsingar á skrifstofu Lög- bergs. KENNARA vantar við Árdal- skóla No. 1292, með annars eða fyrsta flokks mentastig. Kenslu- tími frá 1. sept. til 30. júní. Um. sækjendur tiltaki kaup og sendi til'boð til undirritaðs. — I. Ingj- aldsson, Sec.-Treas., Arborg, Man. I I Vér æskjum virðingarfylst viðskifta jafnt fyrri VERK- i SMIÐJUR sem HEIMILI. Tals. Main 9580. C0NTRACT { DEPT. Umboðsmaður vor er reiðubúnn að finna yður að | máliog gefa yður kostnaðaráællun. j # i | Winnipeg Electric Railway Go.* 1 w ONDERLAN THEATRE Miðvikudag og Fimtudag J. Warren Kerrigan “A Burglar for a Night” Föstudag og Laugardag Tom Mix “Six Shooter Andy” Mánudag og priffjudag Bessie Barriscale “A Woman Who Understood” GENERAL MANAGER Kennara vantar. auglyst var i siðustu bloðum er Vestri g D nr. 1669 frá 2 fjolbreytt skemtiskra og vonduð. J gr tn 24. des. 1920. Emnig morg og rausnarleg verð-l PUsækjendur tiltaki mentastig laun veitt þeim sem hlutskarp- Tilboðum veitt móttaka astir reynast. Vist ma buast * » við að Fálkinn verði fiujMurí >lr8. G oiiver sec treas. Sr ^‘Grettir”0ttUfrá " LuÍdTr ^amnes P. O. Man. verður nú sem fyr vel undirbúinn. , .. pá er nágranni okkar “Týr” frá JenQnara vantar til Laufas skola Selkirk ungur og harðger og full- flr 8 manuðl 1 >að minsta> b™ar ur af æskufjöri. • pessir frænd- 1; sepember. Kennannn (hapn ur ætla nú að skemta. Sýnir það eða h+ún) verður að hafa J. >að ljóst hve undirbúningurinn er minsta Third Class Certificate vandaður Tilboð s.em tiltaki kaup, oskað i eftir, og æfingu og mentastigi sendist undirrituðum fyrir 23. Kennara vantar fyrir Osland skóla B. C., fyrir 10 mánuði, frá 1. sept. til júní loka. Umsækj- endur tilgreini æfingu og kenn- arastig og sendi tiliboð fyrir 15. ágúst til G. S. Snædal (skrifari). Osland P. O. B. C. Leiðrétting. Gunnlaugur Ólafsson, 55 ára gamall bóndi í Árborg, beið bana af slysi þ. 15. júlí s.l. Var að slá með sláttuvél á landi sínu, er liggur rétt sunnan vert við þorp- ið, þegar slysið vildi til. Vita menn ógjörla hvernig þetta at- vikaðist. Líklegast talið, að hest- arnir, af eimhverjum orsökum, hafi tekið afar snöggan kipp, en Gunnlaugur ékki viðbúinn því snögga viðbragði, hafi hann þá throkkið fram úr sæti sínu og í þeirri byltu hlotið það voðasár á höfuðið, er varð honum að bana. Gunnlaugur var drengur góður og vinsæll. Lætur eftir sig ekkju, Sigríði Mattíasdóttur, og einn son, pórð að nafni, uppkominn pilt. Jarðarförin fór fram þ. 17. júlí að miklu fjölmenrii viðstöddu. Jarð- sunginn af séra Jóhanni Bjarna- syni. Mrs. E. Björnsson frá Selkirk Man., kom til bæjarins í fyrri viku til þess að taka á móti Miss Dagbjörtu Hannesson, sem kom .frá íslandi síðastliðið haust og dvalið hefir í Minneapolis fram að þessum tíma. Mr. Ingimundur ólafsson frá Reykjavík P.O., Man., kom til borgarinnar í vikunni sem leið og dvaldi nokkra daga. Hann var í erindagerðum fyrir bygðarlag sitt. Séra Björn B. Jónsson er far- inn til heilsuhælis í Battle Creek, Michigan, og dvelur þar um stund sér til 'heilsuibótar. Mr. S. A. Anderson frá Hallson N. Dak., kom til borgarinnar um miðja fyrri viku. Hann hefir nú keypt sér vandaða húseign í Blaine, Wash., og ráðgerir að flytja sig þangað síðari hluta sum- ars. Árni porsteinssori Anderson, 59 ára gamall, bróðir þeirra Guð- mundar Andersonar í Vancouver, Stefáns Andersonar og Mrs. Mer- rill, hér í bænum, lézt að heimili sínu í Riverton þ. 8. júlí síðastl. Lætur eftir sig ekkju, Margréti Gunnarsdóttur Gíslasonar, skálds og gáfumanns, er margir muna eftir, nú látinn fyrir allmörgum árum. Árni dó úr innvortis- krabba meinsemd og lá svo mán- uðum skifti. Jarðarför hans fór fram þann 10. júlí. Séra Jóhann Bjarnason jarðsöng. — Stefán bróðir Árna sál., var viðstaddur jarðarförina. Nú er heitið verðlaunum fjöl- nmennustu f jölskyldunni sem sækir mótið fyrir klukkan 3 e h. pað eru stórar myndir, sem hinir ágætu og vel þektu myndasmiðir Gouven Gentzel Co. ætla að taka af allri fjölskyld- unni og gefa eina mynd hverjum. Myndu þær þykja ódýrar á $25,00 peir sem ætla sér að vinna þessi verðlaun, gefi sig fram við nefnd- ina, sem verður til staðar. 5 mílna hlaupið byrjar frá þing- húsinu nýa kl. 9,30, árdegis: eft-- ir Broadway, Sherbrbooke, Home, Notre Dame, Arlington og Duff- erin, og enda með nokkrum um. ferðum á skeiðvelli sýningar- svæðisins. Hlaup barna byrjar kl. 9,30, og öðrum hlaupum held- ur áfram fyrri hluta dagsins. Ræðuihöld byrja stunvíslega kl. 3. Meðan á þeim stendur hætta íþróttir, svo allir geti notið sem bezt 'þess sem sagt verður. Til skýringar þeim sem ekki hafa komið í garðinn áður, verður inngangshliðið að austan að eins notað, og má sjá þar íslenzka fán- ann blakta við hún. öll börn innan 12 ára- fá ókeypis aðgang. Aðrir borga 50 cent og verður þeim gefinn silkiborði með áletr- aninni: fslendingadagurinn 2. ágúst 1920, sem ætlast er ti! að hver næli í barm sér sem einkenni þess að hann sé þátttakandi j há- tíða'haldinu. Nóg verður af heitu vatni til að geðjast kaffivinum, á hvaða tíma dagsins sem er. Einnig góðar máltíðir seldar á 50 cent. Kaldir drykkir, aldini, ísrjómi og annað sælgæti. Má búast við þeim langfjöl fjömennustu og ánægjulegustu samfundum er átt hafa sér stað meðal íslendinga hér í álfu. Ut- anbæjarfólk ætti að létta sér upp og verða aðnjótandi, með vinum sníum í Winnipeg, þess sem þessi gleðistund hefir að bjóða. pað endurnærir og eykur starfsþrekið að líta upp frá daglegum önnum og áhyggjum og horfa í anda heim til landsins kæra, og heyra Halldór Hermannsson mæla fyr- ir minni þess. Allir íslendingar innilega velkomnir. Nefndin. ágúst. B. Jóhannsson. Sec. treas. Nú er eg kominn til baka vest- an frá hafi og tilbúinri að mæta öllum þeim, sem vildu kaupa eitt- hvað af munum þeim sem eg hefi til sölu. Hallson, 22. júlí 1920. S. A. Anderson. Til Sigurðar Nordals. Pú hrífur úr dróma og hitar blóð, —‘þeir heyra dóm þann mega—, þín fyrir blómin þakkar þjóð, þig er sómi að eiga. Táralaug og töfrahöll trútt þitt auga málar. pökk fyrir baugabrotin öll— bjarminn smaug til sálar. R. J. Davíðsson. Dr. B. J. Bnandson er nýlagður af stað ásamt fjölskyldu sinni í kynnisför til ættingja og vina í Norður Dakota. Bjóst við að verða í burtu úr borginni I hálfs- mánaðar tíma. Guð'sþjónustur í ágústmánuði umhverfis Langruth: í ísafold- arbygð 1. ágúst að deginum og í Langruth kl. hálf átta að kvöld- inu. Á Big Point þann 8., við Westbourne þ. 15., I Strandarsöfn. þann 22. Á Big Point þ. 29.. Við þessa síðustu guðsþjónustu verð- ur flutt prédikun, sem er fullra 200 ára gömul; verður höfundar ins getið með fáum orðum. S. S. Christopherson. Frá Wynyard. Á öðrum stað í blaðinu er birt dagskrá íslendigadagsins í Wyn- yard, Sask. Nefndin á því láni að fagna, að njóta aðstoðar hinna ágætustu ræðumanna, þar sem þeir eru: Séra Rögnv. Pétursson, Séra H. Sigmar, Séra Albert E. Kristjánsson og Stephan G. Stephansson. Einnig hefir verið ort langt kvæði fyrir daginn og verður flutt af hr. Jakob Normann. Söngsveit stór og vel æfð, und- ir stjórn Björgvins Guðmunds- sonar, skemtir við og við allan daginn. par gefst fólki tækifæri að heyra part úr hljómleik Björg- vins: “Friður á jörðu.” íþró'ttir af ýmsu tagi fara fram og verða yerðlaun gefin sigur- vegUrum. Dans verður stiginn að kveldi og hafa allir tækifæri að taka þátt í honum, — því fleiri því betra. Svo er nú málefnum dagsins ráðstafað af nefndinni, að þess má fyllilega vænta, að allir sem sækja mótið, fari heim -glaðir og þakklátir hver í annars garð. Fjölmennið,; landar góðir! Nefndin. Herra ritsjóri! í kirkjuþingsfréttunum í blaði yðar friá 8. þessa mánaðar, tók eg eftir þeirri skekkju, þar sem getið er um ferðina til Leslie, að það er kallað “heimboð til Leslie safnað- ar.” Heimboð þetta var frá söfnuð- unum fjórum , austurparti bygðar- innar, þótt haldið væri í Leslie. “Fyrir boðinu stóðu konur safn- aðarins” segir fréttin. Hefði átt að vera: Konur safnaðanna. Meðan fólk sat að borðum var leikið á piíano, og Miss, Nína Paul- son spilaði á fiðlu. pess hefði eins vel mátt geta, að það var Miss Lilja Ólafsson sem lék á píano við þetta tækifæri. Af því eg er Leslie safnaðar mað- ur kann eg betur við að koma út þessari leiðréttingu, þótt eg alls ekki óttist, að fólk hinna safnað- anna, hefði móðgast neitt þó frétt- :n hefði staðið óleiðrétt, því við er- um engir hér, að metast á um lof ré iþakkargjörð, í þessu sambandi. Mestu máli skiftir að samkvæm- ið tókst ágætlega, og koma allra gesta til Leslie þenna dag varð austur- bygðar fólkinu til hinnar mestu ánægju. 20 júlí 1920. Safnaðarmaður. BIFREIÐAR “TIRES” Goodyear og Dominlon Tires á reiðum höndum: Getum rtt- vegað hvaða tegund sem bér þarfnist. Aðgerðuna og “Vulcanizlng’’ sér- stakur gaumur gefinn. Battery aðgerCir og bifrelBar tll- bönar ttl reynsiu, geymdar og þvegnar. Anx) TIRE VULCANIZING CO. 300 Cumherland Ave. Tals. Garry 2707. OplB dag og nótL Dráttvélin; sem vinnur verk sitt sleitulaust. Margar dráttvélar fyrirliggjandi. í viðbót við Plow Man höfum vér margar aðrar dráttvélar sama sem nýjar á þessu fram- úrskarandi lága verði: 8-16 Mogul ........ .... $500.00 10-20 Bull .......... $395.00 10-18 Case .......... $900.00 12-25 Watrloo Boy..... $750.00 Allar þessar dráttvélar í bezta ásigkomulagi, eru til sýnis og sölu hjá THE NORTHERN IMPLE- MENT CO., LTD. Foot of Water Street Winnipeg, Man. Phone: Garry 2616 JenkinsShoeCo. 639 Notre Dame Avenue Velkomnir á Islendingadaginn! Munð eftir Gömlu og Góðu Búðinni pér sparið drjúga peninga með því að kaupa yðar nýju HAUSTFÖT og FRAKKA hjá White & Manahan, Limited 500 Main St., Winnipeg MRS. SWAINSON, að 696 Sar gent ave. hefir ávalt fyrirliggj- andi úrvalsbirgðir af nýtízku kvenhöttum.— Hún er eina ísl. konan sem slíka verzlun rekur í Canada. íslendingar látið Mrs. Swainson njóta viðskifta yðar. Talsími Sher. 1407. Viður óskast keyptur The Caledonia Box and Mannfacturing Co. Ltd. kaupir nú þegar, gegn háu verði, Spruce og Poplar í heilum vagn- hlössum. Finnið oss strax eða skrifið. 1350 Spruce Str. Winnipeg Phone M. 2715 Kennara vantar við Big Point skóla no. 962, hafi second class kennaraleyfi, helzt með normal skólagöngu. Kennslutími frá 1. sept. til 30. júní. Umsækj- endur tiltaki kaup og sendi um- sóknir til undirritaðs. Harald Bjarnason Sec. TreaS. Langruth Man. Merkileg tilkynning Til Bænda í Canada. Vegna ýmsra orsaka, svo ser skildinga þröngar og Kárra prísa á hrossafóðri í þessu landi, höfum vér samið við U. S. Tractor Co. á þann veg, að vér getum nú selt “B” Model 12-24 U. S. Tractor, fyrir borgun út í hönd eða smám- saman hverjum áreiðanlegum bónda. Prísinn er nú $860.00 á hverjum albúnum til notkunar. Vér höfum nú stórar birgðir til viðgerða og alla ihluti til dráttar- véla fyrir markað í Canada. Vér höfum einnig gát á viðgerðum haf- anna á milli og alla leið suður að Florida og Texas. Fyrir því skyldu bændur í Canada ekki hafa áhyggjur af viðhaldi og viðgerð dráttvélanna. Vér séljum einnig plóga og olíu og áburð á þessar vélar fyrir rýmilegt verð. Eftir ýtarlegri upplýsingum skrifið T. G. PETERSON, 961 Sherbrooke St. Winnipeg. Aðal umboðsmaður í Canada. Lönd til sölu. Hey og skógarlönd í Árborg, Framnes, Víðir og Geysir bygðum í Man. Með góðu verði. Frekari upplýsingar fást hjá: land and fire Ins. Agent. G. S. Guðmundsson. f— Konur « Meyjar / Herra G. Pálsson frá Narrows var á ferð í ’bænum í vikunni; sagði hann grassprettu þar norð- ur frá allgóða á láglendi, en snögt mjög vegna langvarandi þurka þar sem land er hátt. Gjafir til Jóns Bjarnasonar skóla. Vinkona skólans í Wpeg $50.00 Jón Austmann, Wpeg....... $2.50 S. W. Melsted, gjaldk. Mrs. Dr. O. Björnsson er um þessar mundir á ferðalagi i Min- nesota og' Dakota bygðunum ís- lenzku. 1 TVO KENNARA vantar fyrir Norðurstjörnu skóla nr. 1226 frá 1. sep. til 31. nóv. og frá 1. marz til 31. júlí 1921. Umsækjendur tilgreini æfingu og kennarastig, einnig tiltaki kaup, og sendi tilboð fyrir 25. ágúst til undirritaðs. — A. Magnusson, Sec.-Treas. KENNARA vantar við Egilson S. D. No. 1476, Swan River, Man. frá 1. sept. 1920 til ársloka. Um. sækjendur skýri frá mentastigi og kaupgjaldi og snúi sér til S. J. Sigurdson, Sec-Treas., Egilson S. D., No. 1476, Swan River, Man. mHamaiKii Vægð. Oft við I brimi brjótum skip og byggjum í skýjum háar borgir, er þá ei von í okkar svip sé eitthvað það, sem ber vott um sorgir? Viltu ei reyna að vægja oss, þó veraldar sjáum enga gleði? Vinir oss falskan færa koss — við fylgjum vonum að dánarbeði. R. J. Davíðsson. ' BUJARÐIR TIL S0LU : í austurparti hinnar frjósömu Vatnabygðar. ■ Kjörkaup: / | 160 ekrur, allgóðar byggingar, gott vatns ból, alt " landið inngirt með 3 vírum, 60 ekrur í akri, 4 vinnuhross B með aktýgjum, flest nauðsynlegustu akuryrkjuverkfæri 1 o. fl.—Eigandinn, sem er að flytja burt úr landinu hefir f falið mér á hendur að selja Joetta alt fyrir aðeins $4,000.00 1 Eg hefi ýmsar fleiri bújarðir til sölu, í héraðinu í ^ kring um Leslie og ef þú hefir í hyggju að flytja búferl- — um eða byrja búskap þá myndi það borga sig að skrifa _ mér. ^ H. G. NOHDAL, Box 14, Leslie, Sask. KAUPIÐ SK0 YÐAR HJÁ Kl LGOJJ R’S Þetta verður seinasta salan. Allir kven- skór seldir langt fyrir neðan innkaupsverð Vér erum að loka smásölubúð vorri fyrir fult og alt. Byggingin, sem vér höfum verzlað í árum saman hefir nú verið seld og því verð- um við að loka. Allar vörur vorar verða seldar neðan við innkaupsverð, og hvergi í borginni getur kvenfólk fengið önnur eins kjör- kaup. Verzlun vor er ein sú elzta í Vesturlandinu. Vér óskum eftir að koniir og meyjar þær er Islendingadaginn sækja, heimsæki búð vora, búð hinna sönnu kjörkaupa. KILEOURS BOOT SHOP 289 Portage Ave !!;■:!!! l!l!!H!UHK!!!MI!!IHIIIfl iiai!!!BIIII !mm!nH!!IIH!!lll IIIHIllHIIIIBi!! l!!!iailllHIH!!lll IH!Uilíl!BI!IIIHin!HJ!ll

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.