Lögberg - 29.07.1920, Blaðsíða 4

Lögberg - 29.07.1920, Blaðsíða 4
Bl«. 4 LíOGBERC, FIMTUDAGINN 29. JÚLÍ 1920. BI*Té Jögbecg Gefið út hvern Fimtudag af The Col- urabia Press, Ltd.,iCor. William Ave. & Sherbrook Str., Winnipeg, Mem. TALSIMI: GARKY 418 og 417 Jón J. Bíldfell, Editor L/tanáskrift til blaðsins: TlfE COLUMBIA PRESS, Ltd., Box 3172, Winnípeg, Man- Utanáekrift ritstjórans: EDITOR LOCBERC, Box 3172 Winnipeg, K|an. VERÐ BLAÐSINS: $2.00 um áriS. iiiiaiimnaiinmniiHniiiminigi Skeytinu skilað. Útaf meinlausri gamangrein sem stóð í 29. tölublaði Lögbergs, um samdrátt Voraklar og Heimskringlu prentfélaganna, skrifar milli- bils ritstjóri Heimskringlu, eina af þessum furðulegu blaðagreinum sínum, þar sem efnið týnist í orðagjálfri, og illgirnin gægist út úr hverri setningu. Um aðal efni fréttarinnar er Lögberg flutti, að prentfélögin Hecla og Viking Press, eða Vor- Öld og Heimskringla, væru að fallast í faðmlög og skríða undir sama brekáns hornið, hefir höfundur greinarinnar furðulegu í Heims- kringlu ekkert að segja — ber ekki á móti því með einu orði, enda var orðið svo hljóðbært um þessa tilraun, að þýðingarlaust hefði verið, jafnvel fyrir millibils ritstjóra Heimskringlu að afneita henni og væntanlegum félagsbræðrum sínum. Það eina atriði sem greinar höfundurinn ber á móti er, að hið nýja félag eigi að heita prentfélag Únitara. Vér staðhæfðum aldrei neitt um slíkt í Lög- bergi — gátum þess að eins til, og oss datt ekki í hug að það mundi vera meiðandi fyrir nokkum mann. Vér þekkjum marga af þeim löndum vorum er tilhevra þessum félagsskap, þeir eru strang- heiðarlegir, og beztu drengir. Vér höfðum því ástæðu til þess að halda að félagsskapur þeirra vairi eins? Gat maður átt von á, að það væfi vansæmd fyrir þetta nýja félag að bera þetta nafn. Vér getum ekki séð það, og ólíklegt þykir oss að þeir sem inn í þenna nýja félagsskap vilja ganga, séu svo mikið afhrak að þeir hefðu verið nafninu til vanvirðu. Ef svo hefði verið, teljum vér víst að sam- vinna og sameining við þá hefði ekki verið æskileg frá neinu sjónarmiði. Oss furðar sannarlega ekki á, og vér vild- um leyfa oss að segja, að þeir sem þekkja til leiðtoga Únitara vor á meðal, furða sig ekkert á því, þó hann vilji hlynna að þeim félagsskap, og auka hann og efla, það er náttúrlegt eins lengi og það er gjört á drengilegan hátt. En það sem oas furðar á er, að hann skuli ekki vilja kannast /ið þessar útbreiðslu tilraunir sínar eins og maður, og standa við þær. Kunningi vor, greinarhöfundurinn gerir mikið veður útaf því að vér höfum tekið til láns, eða réttara sagt tekið þessa frétt frá einum vissum manni, sem eftir hugsanafræði greinar höfundarins, á víst að hafa einkarétt á slíkum fréttum vor á meðal. Vér höfum nú reyndar aldrei heyrt þess getið að nein slík einkaréttindi ættu sér stað. En ef svo skyldi vera, og að ritstjóri Lögbergs hafi brotið í þessu sambandi, þá getur hann huggað sig við, að hann er ekki sá eini, greinar höfundurinn í Heimskringlu sjálfur er honum jafn sekur, því hann skýrir upp Columbia Press prentfélagið x þessari furðulegu grein sinni og kallar það: ‘ ‘ Evangeliska Lútherska prentfélagið” sem hefir páttúrlega ekki við' neitt að styðjast nema hefndarhug greinarhöf- undarins, sem í bræði sinni vill reyna að ná sér niðri einhverstaðar, fyrir það að leyndar- máli hans var ljóstað upp. Það er naumast þörf á að taka það fram, að slíkur barnaskapur er engin móðgun fyrir oss. En ekki verður annað sagt, en að fremur sé það aulalegt fyrir alla menn, og ekki síst andlega leiðtoga, að gjöra sig sjálfa seka í sömu syndinni og þeir eru að ávíta aðra fyrir, og það í sömu andránni. Eitt er einkennilegt í sambandi við þessa ritsmíð, og það er, hve afar lögfróður sá mað- ur virðist vera er ritar, sérstaklega þó að því er allar vafa hettur snertir, og afstöðu manna gagnvart þeim, enda segja fróðir menn, að hann hafi verið mikið við málaferli riðinn í seinni tíð, þótt vafasamt sé um orðstír þann, er hann hafi getið sér á því svæði. En af þessu hettumáíi, er hverjum manni Ijóst, að vegur hans muni ekki vaxa, því þegar menn fara að nota líkamslýti manna sem þeir geta ekki að gjört, og eiga enga sök á, til þess að svala óvild sinni á þeim, þá er gengið skör framar en góðum dreng sæmir, og því einkis vegs að vænta fyrir þann er svo rasar um ráð fram. Um heimsku Urigslin í niðurlagi þessarar furðulegu greinar í Heimskringlu skal hér ekk- ert sagt — því slíkt vopn er ávalt örþrifa úr- ræði illa hugsandi manna. --------o--------- Rannsóknar- og varðveizlunefnd náttúruauðlegðar Canada. Fyrir nokkrum áratugum, hefði það þótt furðu sæta ef að mentamenn þjóðarinnar hefðu komið saman á málfundi til þess að ræða, og flytja fyrirlestra um kvikfjárrækt, jarðrækt, vatnsveitur o. s. frv. Vér eröm ekki óhrædd- ir um, að hinir svo kölluðu lærðu menn hefðu brosað í kampinn að slíkum vísindum. En það er með skilning manna á þessum vísindum, eins og mennina, að hann breytist — færist út frá bóklegu vísindunum, og út í það hagnýta — að í heimi vísindanna, er nú orðið nokkuð það er svarar til þess, sém lærðu mennimir kalla liagnýta sálarfræði, þegar um þá grein vísindanna er að ræða. Það eru þá hagnýt vísindi sem um er að ræða í þessu sambandi, og sem þessi nefnd manna—sem í eru nafnkunnir mentamenn, úr austur, mið- og vestur fylkjum Canada hafa verið að tala um á þingi sínu undanfarna daga í Winnipeg. Á mörg nauðsynjamál í sambandi við að vernda náttúruauðlegð Canada var minst, á þessu þingi, og voru málin lædd af sérfræðing- um svo nákvæmlega og einarðlega, að þau hljóta að verða skýrari í huga fólks eftir en áður. Aðal verkefni þessa þings snerist um akuryrkju málin, enda er jarðræktin undir- staða að efnalegri velmeigun Canada þjóðar- innar eins og menn vita. Fram á það var sýnt með sterkum orðum, hversu afskaplega illa, að menn hefðu farið með gróðrarkraft jarðarinnar á þeim tiltölu- lega fáu árum sem liðin eru síðan farið var að rækta slétturnar í Vestur Canada, og líka að fyrir þessari þjóð lægi ekkert nema vesal- dómur í efnalegu tilliti ef slíkt héldi áfram, því þá yrði búið að níða gróðrarkraft úr jarð- veginum, svo þar yxi hvorki fóður fyrir menn né skepnur. Sýnt var með bitrum orðum fram á, þá á- stríðu manna að ausa upp auði úr skauti jarð- arinnar, án minstu umhugsunar um það, hvaða afleiðingar slíkt hefði fyrir framtíðar velferð einstaklinganna, eða þjóðarinnar, og voru þeir náungar sem svoleiðis fara að ráði sínu, nefnd- ir “ íiæningjar jarðvegsins.” Bent var á að slíkt hefði verið lagt í vald einstaklinganna, í liðinni tíð — þeir látnir ein- ir um að draga gróðrarkraftinn úr landinu, og með honum grundvöllinn undan framtíðar vel- ferð sinni og sinna, með því að sá ár eftir ár sömu korntegundunum í sama akurinn, þar til gróðrarkrafturinn var svo þrotinn, að í hon- um hætti að vaxa, án þess að reyna til að halda frjómagni jarðarinnar við á nokkurn hátt. Bent var á, að ef þjóðin í Canada ætti ekki að líða skipsbrot, þá yrði þessu að hætta, og þeim öllum sem við jarðrækt fást yrði að verða ljóst að þeir yrðu að haga svo sáðverki sínu að frjómagni jarðarinnar væri ekki hætta búin. Til þess yrði að skifta um korntegund- ir árlega á ökrum, bera > á þá áburð, undirbúa þá rétt undir hinar ýmsu korntegundir sem í þá ætti að sá, og á réttum tíma árs, en umfram alt að halda þeim hreinum. Bent var á, að skyldan til þess að varð- veita frjómagn jarðarinnar hvíldi ekki ein- asta á einstaklingnum, heldur á ríkinu, og það væri skylda þess, þó ekki væri nema til sjálfs- varnar að leiða menn í, ef ekki í allan sannleika þá í eins mikið af honum og unt er, um þarfir og kröfur á yfirstandandi tíð, í þessum efnum. Eitt umtalsefni var trjáplöntun til skjóls á ökrum, og sýndi N. N. Ross, sá er veitir trjá- plötunar tilraunum Dominion stjórnarinnar í Indian Head forstöðu, fram á hina miklu þýð- ing, er trjáplöntunin hefði í öllum tilfellum, en ekki síst þar sem hálent væri, og jörð send- in, því þar lægju sáðlönd undir skemdum af \indura, og hefðu 75,000 ekrur af sáðlandi verið eyðilagðar í Lethbridge héraðinu einu síðastliðið vor af þeim ástæðum. Enn fremur \rar erindi snjalt og skorinort flutt um útsæði af L. H. Newman; benti hann á þörfina fyrir því að vanda sem bezt til út- sæðis, bæði að því er frjómagn þess snertir og að sjá um að það væri hreint og í því sam- bandi benti hann á, að bændur ættu að leita fyrir sér, með þær tegundir útsæðis er bezt væri fallið fyri'r Iönd þeirra, með því að reyna mismunandi tegundir útsæðis, og veita ná- kvæma eftirtekt hvernig þær þrifust og þrosk- uðust. Mr. Newman sagði, að árlega þyrfti 05,000,000 mæla af korni til útsæðis í Canada, 9,000,000 mæla af kartöflum. I nefnd til að hrinda þessum áhugamálum í framkvæd á árinu voru kosnir: Dr. J. H. Grisdale frá Ontario Professor John Bracken frá Manitoba W. C. McKilIican fni Manitoba Professor E. S. Hopkins frá Sask. W. II. Fairfield frá Alberta. Professor G. H. Cutler, frá Alberta. F. C. Nunnick akuryrkju ráðunautur alrík- is nefndarinnar, sem sér um rannsókn, og varð- veislu á náttúruauðlegð Canada. -------o-------- Dr. S. Parkes Cadman. i Um tuttugu ára skeið, hefir Dr. Cadman verið þjónandi prestur við Central Congre- gational kirkjuna í Brooklyn, New York, og er talinn að vera einn áhrifamesti kennimaður peirra, er á enska tungu mæla. Hann er af fátækum foreldrum kominn, fæddur í smábæ á Englandi og vann í kola- námu frá því að hann fyrst orkaði nokkurs og fram yfir tvítugs aldur. Lestrarþráin var honum ástríða, er fylgdi honum svo að segja í vöku og svefni. Þegar námamenpirnir yfir- leitt höfðu neytt miðdegpsverðar, létu þeir sér renna í brjóst allar þær mínútur, er afgangs voru, en drengurinn vakti og las.-------- Um þær mundir, er Cadman útsJcrifaðist úr námunni, hafði hann lesið fiest allar nýti- legar bækur á bókasafninu í grendinni, er fjöll- uðu um stærðfræði, heimspeki, náttúrufræði og ógrynni af skáldsögum og ljóðum. I því trausti, að einhverjum kunni að þykja ómaksins vert að fræðast ögn um skoðanir þessa manns, hefi eg tínt saman nokkrar setn- ingar, er hann lét nýlega í ljósi við kunningja sinn, með því að mér finst sjálfum að ýmsar þeirra eigi talsvert erindi til alménnings. “Einn af hættulegustu nútíðar veikleikun- um finst mér vera sá,” segir Dr. Cadman, “hve fólkinu er gjarnt til að grauta fjarskyld- um málefnum saman, hafa nasasjón af mörgu, en hugsa svo lifandi skelfing fátt ofan í kjöl- inn. Menn eru altaf að flýta sér — altaf á hlaup um og njóta þarafleiðandi ekki til hálfs þess, er fyrir augu og eyru ber. “Þúsundir N. York búa ganga fram hjá Woolworth byggingunni hvern einasta'dag. Ef til vill taka einhverjir eftir því hve risavax- ið stórhýsi þetta er og að turninn ber við him- in, en miklu nær er mér að halda að flestir, sem framhjá ganga, hafi í rauú og veru aldrei veitt bvggingunni nokkra verulega eftirtekt, eða helzt ekki séð hana. — Gestsauganu er öðru- vísi farið. Ferðamenn frá öðrum löndum, er til N. York koma, drekka í sig við fyrstu sýn séreinkennin, er bygging þessi á yfir að ráða og flytja myndina heim í huganum. Ög þeir eru, þótt undarlegt megi kalla, langt um fróðari um stýl þann, er bygginguna einkennir, heldur en fólkið sem unnið hefir þar árum saman. “Það er engu líkara, en að tíð mök annað- hvort blindi fólkið eða vekji hjá því fyrirlitn- ingu. “Flaustrið í nútíðarlífinu, er skæðasti ó- vinur sannrar listar. Til þess að muna, verða menn að liugsa og endurhugsa. “Fáar skemtanir nú á dögum di*aga að sér fleira fólk, en kvikmyndasýningarnar. Þó mun ekkert betur fallið til þess að gera útaf við minnið, en einmitt þær. Þær eru ávalt á harða hlaupi, hvert atriði rekur annað í svo skjótri svipan, að áður en áhorfendanum veit- ist ráðrúm til að festa í minni einn atburðinn( er annar kominn í staðinn. “Lestur hefir reynst mér bezta, andlega æfingin. Reynsla annara ihanna ætti að vera hin sama, ef alt er með feldu. En það er efcki ávalt allt með feldu. — Fólk, sem vakir yfir því fram á nætur, að komast yfir sem mest af skáldsagna óhroðanum í þeim tilgangi að fá eins fljótt og unt er vitneskju um það, hvern- ig “ómöguleg persóna,” geti í sögulokin orðið að hetju, tapar meira á lestrinum en það græðir. “Svo fremi að vér eigi sundurliðum efn- ið og rannsökum lyndiseinkunnir hverrar per- sónu bókarinnar eftir mætti, höfum vér ekkert gagn af lestrinum'— höfum helzt ekki lesið neitt. — Vér þurfum að setja oss í spor sögu- hetjanna, læra að skilja ástríður þeirra, skifta með þeim sorg og gleði. Þá fyrst getur lest- urinn orðið»að fullum motum, aukið mann- gildi vort, og skapað nýtt og fegurra útsýni. “Eg hefi þekt marga menn, sem varla nokkurntíma keyptu aðrar bækur en þær, er annað hvort voru skreyttar litmyndum á hverri blaðsíðu, eða þá loagyltar í snið- um. Myndirnar eru engin trygging fyrir gildi Ixókar, og það er bandið ekki heldur. “Sá lesandi einn, er mótar myndirnar sjál/ur á minnisspjald sinnar eigin sálar, gleymir þeim ógjarna aftur, og getur venjulegast brugðið þeim upp nær vera skal. “Hversu vel sem menn eru að sér, reka þeir sig á einhver orð, er þeir að minsta kosti skilja eigi í svipinn. Við öll slík orð ætti að setja mark (þ. e. s. ef ekki er um lánaða bók að raiða) og fletta þeim síðan upp í orðabók. Það kostar erfiði að æfa minnið, en með þess- ari aðferð eykst orða forðinn og verður ávalt til taks. — “Láttu engan hafa sér það til skemtunar að þú sért orðinn andlega gjaldþrota. Starf- aðu heldur dag og nótt með það fyrir augunum að afla þér frekari þekkingar^ Landnám í heimi þekkingarinnar, er fegursta takmark mannsandans. “Maðurinn er það, sem hann hugsar feg- urst og frumlegast, að viðbættum bókum þeim, er hann les. “Sá sem hleður múrvegg milli sjálfs sín og voklugustu hugsananna, er felast í bókum ágætustu rithöfunda, er eins og fiskimaður án færis. “Ef þú ert í vanda staddur með að velja þér bækur, skaltu taka mitt ráð og lesa arfi- sögur góðra manna. Slíkur lestur eykur ávalt gildi hversdags lífsins. Það skiftir minstu hvort maðurinn var auðugur eða snauður, eða hverja stöðu hann skipaði í þjóðfðlaginu. Ilafi hann að eins lifað heiðarlegu lífi, má altaf eitthvað nytamt af æfisögu hans græða. “Þótt nauðsynlegt sé að vísu að hafa á- kveðið lífstakmark, þá má maður samt aldrei eínblína svo á eitthvert atriði út af fyrir sig, að hann missi sjónar á öllu öðru. Lífið er í sjálfu sér of mikilvægt, fegurðin of margbrot- in, til þess að verjanlegt sé að loka augunum fyrir öllu öðru en einhverju einu. “Tilbreyt- Ing við andleg störf, eykur bæði hugsana og framfcvæmdaþróttinn um helming. — Gladstone hafði fjögur skrifborð í vinnustofu sinni. Á einu láu nýustu bækur. Annað var notað til bréfaviðskifta. Þriðja jborðið notaði hann við stjórnmálastörfin, en fjórða við ýms önnur störf, er honum voru kærust. Hann var vanur að sitja eina til tvær klukkustundir á dag við hvert þessara skrifborða í senn og vinna eins og járnkarl “Með þessum hætti,” sagði hann, get eg afkastað tveggja daga verki á THE R0YAL BANK 0F CANADA mælir með sínum M0NEY 0RDERS eins og áreiðanlegum og ódýrum miðli fyrir peninga- sendingumver nema $50 eða minni upphæð Borganlegir án aukagjalds á öllum útibúum sérhvers banka Canada (nema í Yukon) og í Newfoundland HOFUDSTÓLL og VARASJÓDUR .................. $35,000,000 ALLAR EIGNIR ............................. $558,000,000 Auðvelt að sparat.________ Það er ósköp auðvelt að venja sig á aS spara með því aö leggja til síðu vissa upphæð á Banka reglulega. í spari- sjóðsdeild vorri er borgaS 3% rentur, sem er bætt viS höfuSstólinn tvisvar á ári. THG DOMINION BANK NOTRE DAME BRANCH, W. H. HAMILTON, Manager. SELKIRK BRANCH, - - W. E. GORDON, Manager. einum degi. Tilbreytingin er hvíld, og um leið og eg yfirgef eitt skrifborðið, kem eg ó- þreyttur til verks við annað.” “Mörg mikilmenni bafa farið líkt að og Gladstone, hvílt hugsunina með tilbreyting í starfi oft. á dag. Galdurinn er að eins sá, að hugsa eJcJci nema um eitt í einu. “Iíugsana-jafnvægi og gott minni haldast í liendur. — “Því hetur, sem þú gleymir sjálf- um þér við stöúfin — lifir í starfinu, þess skýr- ara manstu myndirnar á eftir — þær eru orðn- sr hiuti af þér sjálfum. “Menn gleyma oft ýmsn því, er þeir lesa og vildu garna muna. Sumir leggja hart að sér við að framkalla myndina að nýju, en aðrir leggja árar í bát. Gleymdar myndir þurfa ekki endilega að vera glataðar. Miklu rær er að halda að þær liggji ávalt fólgnar í undirvitund mannsins og að ekki þurfi annað en nógu mikinn viljakraft til þess að framkalla þær á ný.” Kunningi Dr. Cadman’s segir að sig furði mest á því hvað maðurinn hafi yfiriburða gott minni og sé fljótur til svars. Af fjölda spnrn- inga sem lagðar voru fyrir hann kvöld eitt, fylgja þessar ásamt svörunum: “Hvað eru margar kristnar kirkjudeildir í Ajmeriku?” “Eitt hundrað sextíu og átta, en eg hefi ekki tíma til þess að telja þær upp “Hver var mestur stjórnmálamanna þeirra, er á friðarþinginu í Paris sátu? ‘ ‘ Forsætisráðgjafi Grikkja. ’ ’ “Hvaða. heimspekisstefnur hafa helzt haft áhrif á kenningarkerfi nútíðarkirkjunnar? “Stefnur þeirra Bergson og Eucken.” “Hvaða rithöfundur setti fram þessa setningu: Því oftar sem eg hitti suma menn, þess vænna þykir mór um hundinn minn? “Sam. Jones.” Það stóð alveg á sama um hvað var spurt, svarið var ávalt á reiðum höndum og alt af jafn ákveðið. E. P. J. ISLENDINGA- DAGURINN að WYNYARD, Sask. 2. Agúst. Tólfta Þjóðhátíð Islendinga í SaskatcJieivan D A G S K R Á 1. Minni íslands ............ Séra Rögrxv. Pétursson 2. Söngsveitin 3. Ræða.......................séra Haraldur Sigmar 4. Söngsveitin. 5. Minni Vestur-íslendinga, kvæði . Jakob Jónsson 6. Ræða...................séra Alibert E. Kristjánsson 7. Söngsveitin. 8. Ræða....... ............. Steplhan G. Stephanssoíí 9. Söngsveitin. 10. íþróttir Dans að kveldinu. Islendingar, fjölmennið á minningar-mótið og styðjið að >ví, að pjóðminnigardagur vor verði sem veglegastur. Munið að koma í tíma. Ræðuháld byrja kl. 12.15 e. h. NEFNDIN. Um kjör húsmæðra í sveit. . þessum tímum hefir margt ið upp, sem áður hefir verið ; látið yfir. Meðal þess má na kjör og hagi þess fólks sem nur í sveitum, bæði bænda og numanna þeirra, sem margt lesa um á prenti, fþó áður hafi legið í þagnargildi. Eina slíka ritgerð skal eg íhér birta, um hagi húsmæðranna og fleira þess hátt- ar, til gamans kunnugum og fróð- leiks þeim sem þekkja ekki af eigin reynslu það sem þar er sagt. “Ó, já, eg er að, altaf að,” sagði húsmóðir á sveitaheimili, sem höf. átti orðastað við, og leit upp bros- andi frá stóru tinfati, fullu af diskum og öðrum matarílátum. HúnJ>urkaði af höndunum á svunt-

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.