Lögberg - 05.08.1920, Side 6
BL». 6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 5 ÁGÚST 1920
ÚR“THE IDYLS OF TIIE KING”
Svik Drotningarinnar le Fay
Eftir að alt var til reiðu leiddi mæriu Artli-
ur konung ut á völlu fagra og slétta. Dar sá
Arthur riddara einn, liann var hertýgjaður frá
hvirfli til iljar fyrir andliti sér hafði hann járn-
grímu, og við hlið sér skjöld, sem ekkert skjald-
armerki var á.
Riddararnir lutu hvor öðrum, riðu síðan
spölkorn í sundur, snéru við hestum sínum, lögðu
burtreiðarstengur sínar til lags og riðu síðan
hver á móti öðrunl eins og hestar þeirra gátu
hlaupið, og þegar þeir mættustj varð áreksturinft
svo mikill að báðir mennimir féllu af hestum
sínum.
Þeir risu óðar á fætur aftur, tóku til sverða
sinna, og sóttust með .þeim af mesta kappi um
hríð, og varð ekki á milli séð hvernig þeir leikar
mundu fara.
N. Eitt var það þó, sem Arthur þótti næsta und-
arlegt, og sem aldrei hafði komið fyrir hann áð-
ur, hvernig sem hann hjó með sverði sínu í her-
klæði mótstöðu manns síns, þá hvorki beit né festi
á þeim. En aftur á móti særðist hann við hvert
högg er mótstöðumaður hans veitti honum, og
svo mæddi hann mikil blóðrás, að völlurinn þar
sem hann stóð var orðinn sleipur af hans eigin
blóði, og sá Arthur konungur þá að svik voru í
tafli, og að sverðið sem mærin hafði fengið hon-
um, og hann barðist með var ekki Excalibur.
Samt lét Arthur ekki bugast, heldur barð-
ist þrátt fyrir sárin sem hann hafði hlotið, og
blóðrásina sem liann míeddi, af svo mikilli hreysti
og snild, að aLlir sem á horfðu furðuðu sig á karl-
mensku hans og hugrekki.
En það leið ekki á löngu, unz ókunni riddar-
inn hjó nxeð sverði sínu til Arthur, höggið misti
Arthurs en kom á sverð hans, og var það svo mik-
ið að sverðið hrökk í sundur við hjöltin, og kall-
ar ókunni riddarinn þá:
“Riddari, þú ert á valdi mínu og bezt fyrir
þig að gefast upp.”
“Heiður minn leyifir ekki slíkt,” svaraði
Arthur,'“því eg liefi heitið að berjast í þessari
viðureign og sigra, eða falla að öðrum kosti.”
“Ekkert liggur fyrir þér annað en dauðinn
vopnlausum manni,” svaraði ókunni riddarinn.
“Þú getur vegið ef þú vilt, en frami hefir
það aldrei þótt, að vega að vopnlausum manni.”
Við þessi ummæli Arthurs reiddist mótstöðu-
maður hans, og reiddi sverðið til höggs, en Ax~t-
liur gat vikið sér uixdan högginu, hljóp að mót-
stöðumanni sánum og laust hann með sverðshjalt-
inu, sem hann hélt á í hendinni, svo mikið högg,
að hann varð í bili utan við sig, og misti sverðs
síns, svo það féll niður á völlinn.
Arthur hljóp til og greip sverðið, leit á, og
þekti að það var sverðið Excalibur, sverð hans
sjálfs, hann veitt mótstöðumanni sínum nánari
gætur og sá að við hlið hans héngu hinar undur-
samlegu skeiðar sverðsins. Arthur greip til
þeirra, og sleit þær af honum og henti þeim í
burtu eins langt og hann gat.
“Riddari” rhrópaði Arthur konungur, “þú
hefir haft ráð mitt í hendi þér. Nú^ hefir þetta
breyst, þú ert nú á mínu valdi vopnlaus og ráða-
laus.”
“Og þótt eg sé ekki óhræddur um, að svik
séu með í taflinu, þá skal eg samt gefa þér líf,
ef þú vilt gefast upp.”
“Það get eg ekki, sökum heits míns” svar-
aði riddarinn, “þú getur deytt mig ef þú vilt,
þvn ef satt skal segja, þá ert þú sá fræknasti ridd-
eri, sem eg hefi nokkurn tíma mætt.”
Þegar Arthur komxngur fór að aðgæta
málróm riddarans, fanst honum sem hann hefði
heyrt hann áður.
“Segðu til nafns þíns og frá hvaða landi þú
ert kominn, því mér finst sem við höfum einhver-
staðar sést áður,” sagði Arthur konungur.
“Eg heiti Accoilon og er frá Frakklandi,
einn af Round Table riddurum Arthur konungs,”
svaraði Accolon.
“Þú, Aecolon, Accolon,” hrópaði Arthur
konungur. Er það þú sem hefir barist á móti
mér og nærri því gert ut af við mig.”
“Hvaða svikavefur er það sem hefir komið
þér til þess, að leggjast á móti mér, og sækja mig
með mínu eigin sverði?
Þegar að Sir Accolon vissi að hann hafði
verið a<\ berjast á móti Arthuri konungi, hljóð-
aði hann upp yfir sig og féll í ómegin.
Arthur konunpmr, beiddi tvo af mönnum
þeim sem á viðnreign þessa horfðu að bera Sir
Aqcolon til einsetumanns eins sem þar átti heima
skamt frá, og þangað fór hann sjálfur þó honum
veittist ferðaiagið ervitt sökum þess hve óstyrk-
ur liann var orðinn, því hann var ófáanlegur til
þess að fara til baka í kastalann.
Einsetumaðurinn tók vel á móti riddurunum,
og batt um sár þeirra; þegar þeir fóru að hress-
ast ávarpaði Arthur/ konungur Sir Accolon, og
bað hann að segja sér hvemig á því hefði staðið
að hann hefði borið vopn á móti sér.
“Herra minn og lávarður,” svaraði Sir
Aecoldn, “það er alt svik úr frændkonu þinni,
drotningunni Morgan le Fay. Morgunin eftir
að við höfðum stigið umborð á skipinu, vaknaði
eg í svefnherbergi mínu í Camelot.”
“Mig furðaði stórum á hvernig eg hefði ver-
ið fluttur þangað, og meðan eg lá og var að brjóta
heilann um þetta var drepið á dyr hjá mér, það
var sendimaður frá Morgan le Fay drotningu,
með þau skilaboð að drotningin beiddi mig að
koma tafarlaust til fundar við sig, og þegar eg
kom á fund hennar virtist hún vera í mjög óró-
legu skapi. Hún ávarpaði mig og sagði:
“Sir Accoloix, af fjölkunnáttu minni, veit eg
að Arthur koixuxxgur er í mikilli hættu staddur,
og að hann er nú fangi í kastala fangelsi einu,
þaðan sem hann kemzt aldrei lífs á burtu, nema
að maður fáist til þess að berjast við eiganda
kastalans, sem er Sir Damas.”
“Eg hefi því sent eftir þér til þess þér gæf-
ist tækifæri að berjast fyrir konung vorn og frelsa
hann.”
“Og til frekari fryggingar afhendi eg þér
sverðið Excalibur, sverð Alrthur konungs, því
ekkert megum við láta'ógert til að frelsa hann.”
“Eg trúði þessari fláráðu konu, og kom hing-
að og skoraði eiganda kastalans á hólm, og stóð
i þeirri meiningu að það væri Sir Damas sem eg
væri að berjst við. En þetta voru alt svik, og
lxygg eg nú að Sir Damas og fólk hans liafi verið
í sambandi við Morgan le Fay drotningu um að
ráða þig af dögum. En Arthur konungur, herra
minn, fyrirgefðu mér skaða þann sem eg óvilj-
andi og óafvitandi hefi eg gert þér.”
Arthur konungur, reiddist Morgan le Fay
drotningu mjög, ekki samt fyrir svikráð hennar
gagnvart sjálfum honum, heldur miklu fremur
fyrir ranglæti það sem hún liafði sýnt Sir Acc-
olon, og hann gjörði alt sem í hans valdi stóð til
þess að bæta fyrir þessa misgjörð við Sir Accolon,
en það kom fyrir ekki, honum tók að' þyngja og‘
hann andaðist eftir að hann hafði barist á móti
veikindum þeim sem að honum sóttu í marga
daga.
Þegar Arthur konungur var gróinn sára
sinna-fór hann aftur heim til sín til Camelot, og
boðaði alla riddara sína á sinn fund, og sagði
jxeim frá því sem gerst hafði og kvaddi þá til
fylgdar við sig á móti Sir Damas. En þegar Sir
Damas frétti um atför þessa dirfðist hann ekki
að veita mótstöðu, heldur gaf sig og sitt heima-
fólk í hendur Arthui*.
Fyrsta verk Arthurs konungs var að gefa
öllum þeim er í fangelsi höfðu setið í kastalan-
um hjá Sir Damas frelsi og leysa þá út með góð-
um gjöfum, og þegar iíann hafði veitt þeim öllum
uppreisn sendi hann eftir Sir Damas o^ mælti:
“Eg krefst að þú segir mér hvers vegna að
þú hefir sóst eftir lífi mínu.”
Sir Damas féll til fóta Arthur konungs, og
mælti:
“Hlífið mér herra, eg bið þig, því alt sem eg
hefi gjört á hluta þinn, hefi eg gjört eftir boði
Morgan le Fay drotningar.”
“Ragmennis afsökun,” svaraði konungur
og bætti við, “hvernig byrjuðu ykkar við-
skifti?”
“Herra” svaraði Sir Damas, “eg hefi liðið
fyrst fjrrir ágengni bróður míns, og nú sökum
svika þessarar vondu konu.”
“Saga mín er á þessa leið:
“Þegar faðir minn dó, krafðist eg arftöku
eftir hann eins og lög stóðu til. En bróðir minn
Sir Ontzlake sem er yngri en eg krafðist nokkurs
hluta af landeignum föður míns. Við þeirri
kröfu vildi eg ekki verða,svo bróðir minn skoraði
mig á hólm, mér gast ekki að hólmgöngu við hann,
meðfram af því, að eg er lítill vext, og burða lít-
ill. Eg þráði því að fá mann til að heyja þetta
einvígi við bróður minn fyrir mig, en svo var eg
óheppinn, að eg gat engan fengið unz Morgan le
Fay drotning sendi mér orð, og sagðist hafa sent
mér mann sem mundi berjast við bróður minn og
venda rétt minn,og það sama kvöld komst þú
herra minn á litla skipinu til kastalans.”
“0g jxegar eg 'sá þig, fagnaði eg yfir því að
loks væri maður fenginn, sem mundi geta ráðið
njðurlögum bróður míns; eg þekti þig ekki, og
vissi ekki að jxú værir konungurinn sjálfur og
lxess vegna bið eg herra að jxú hlífir mér, og hefn-
ir svívirðinga minpíf á bróður mínum”.
Þegar Sir Damas hafði lokið máli sínu mændi
hann vonaraugum ó konunginn, sem bauð honum
að rísa á fætur, og sendi tafarlaust eftir bróður
hans. ?
Framh.
--------o---------
Hvemig úlföldum skapaðist
Knúður.
1 upphafi áranna, þegar veröldin var ný af
nálinni og dýrin voru nýbyrjuð að vinna fyrir
manninn, jxá var það einn úlfaldi, og haðn átti
heima á hljóðandi' eyðimörk, af því að hann vildi
ekki vinna; og fyrir utan það var hann hljóðadýr
líka. Svo hann át jxyrna, börk og brunagras og
sviðanjóla, hlálega iðjulaus; og ef einhver ávarp-
aði hann, jxá sagði hann: “Hnu!” bara “hnu”, og
breint ekkert annað.
Svo bar við að hesturinn mætti honum á
mánudags morgni, með söðul á baki og og beizli
í kjaftinum, og sagði:
“tJlfaldi, ó úlfaldi, komdu út og brokkaðu
eins og við hinir.”
“HnúF’ sagði úlfaldinn; og hi’ossið fór sína
leið og sagði manninum frá.
Þá kom rakkinn til hans með stokk í munni
og sagði:
“Úlfaldi, ó úlfaldi, komdu og sæktu og berðu
eins og við hinir.”
“Hipíh’ sagði úlfaldinn, og hundurinn fór
leiðar sinnar og sagði manninum frá.
Nú kom uxinn til hans með ok á hálsi og
sagði:
“Úlfaldi ó úlfaldi, komdu og plægðu eins og
við hinir.”
“Hnú!” sagði 'úlfaldinn, og uxinn fór og
sagði manninum frá.
Þegar dagur leið að kvöldi, kallaði maðurinn
tilhests og hunds og uxa og sagði:
“Þrent, ó þrenning, mig Eennir til ykkar
vegna (veröldin svona spáný og alt svona) ; en
sú herjans “hnú” skepna ó auðninni getur ekk-
ert gert, annars mundi hann hér kominn, svo eg
ætla að lofa honum að eiga sig, og jxið verðið að
taka að ykkur verkin 1 hans.”
Þar af urðu þeir þrír reiðir mjög (veröldin
líka spáný og alt) og þeir héldu fund og mót og
málþing og stefnu, á jaðri auðnar og úlfaldinn
kom með munninn fullan af heimulu sárlega
og gremjulega og hlálega aðgerðalaus og kýmdi
að þéim. Þá sagði hann “Hnú!” og labbaði
sína leið.
Rótt á eftir kom Djinn, sem ræður vfir öll-
unx auðnum, í i-ykmekki (Djinns ferðast alla tíð
svo, af því jxað eru galdrar) og hann stóð við til
skrafs og skeggræðu við þá þrjá.
“Allra auðna Djinn,” sagði hesturinn, “er
það rétt af nokkrum að vei’a iðjulaus og veröldin
svo spáný og alt til svona?”
“Yissulega ekki” sagði Djinn.
“Jæja,” sagði liesturinn, “það er skepna, ef
skepnu skyldi kalla á miðri lxljóðandi eyðimörk
þinni (og hljóðagoggur er það lika) hálslaung og
leggjalaung og hefur ekki unnið vik frá því á
mánudagsmorgun. Hann vill ekki brokka.”
“Whew!” sagði Djinn og blístraði: “Það er
úlfaldinn minn, fyrir alt gull í Arabiu! Hvað
segir hann við jxví?”
“Hann segir “Hnú” kvað rakkinn, “og
gerir hvorki að sækja né bera.”
“Segir hann nokkuð annað?”
“Ekkert nema “hnú”, og ekki vill liann
plægja” sagði uxinn.
“Gott er það”, sagði Djinn. “Eg skal
hnúða hann, viljið jxið gera svo vel að bíða drvkk-
íanga srtund.”
Djinn hjúpaðisk sínum rvkuga kufli, tók
stefnuna yfir auðnina og hitti úlfaldann, lilálega
iðjulausan, hann stóð og horfði á mynd sína í
poili.
“Minn háleggjaði og liáfætti vinur,”
sagði Djinn, “hvað er þetta sem eg heyri um að-'
gerðaleysi þitt, og veröldin svona spáný og allt
að tarna?”
“Hnú” -sagði úlfaldinn.
Djinn settist, studdi hönd undir kinn og festi
hugann á x-ömmum rúnum, en úlfaldinn stóð og
horfði á sjálfan sig í polli.
“Þú hefir komið aukavinnu á hina þrjá frá
því á mánudagsmorgun, með þínu hlálega iðju-
leysi,” sagði Djinn; og hann studdi hönd undir
kinn og risti rammar rúnir í huga sér.
“Hnú” sagði úlfaldinn.
“Eg skyldi ekki segja þetta aftur, væri eg
sem þú,” mælti Djinn; þú kvnnir að segja það of
oft. Eg vil að þú vinnif, skepnan mín.”
“Og úlfaldinn sagði “Hnú!” á ný; en undir
eins og það fór út gf honum, sá liann að bakinu á
lxonum, sem hann var svo stoltur af, skaut upp
og skaut upp í stóra, stóra kryppu.
“Þarna sérðu sjálfur,” sagði Djinn, hvað
þú hefir skapað þér með því að vinna ekkí. Nú
verðurðu að fara heim.
“Hvernig get eg það með þennan hnúð á
bakinu?”
“Hann ef með ráði gerður,” sagði Djiiyx,
af því jxú hefir slept úr þremur dögum. Nú get-
urðu unnið í þrjá daga matarlaus, getur lifað á
hnúðnum; og láttu engan lieyra, aðæg hafi ekki
gert neitt fyrir þig. Komdu út úr auðninni til
þeirra þriggja og vertu skikkanlegur.”
Upp frá jxeim degi hefir úlfaldinn linúð á baki.
--------------------o---------
Arion.
Framh.
Arion var kaldur og þreyttur af svo langri
dvöl í sjó og átti ervitt með að komast inn til borg
ar til húss Perianders harðstjóra. Loksins
komst hann að liúsinu og var leiddur í stóra
stofu, þar sem Periander sat. 0g þá hann sá
Arion. Stóð hann upp á móti honum og mælti:
“Arion sæll, hvað er að tania? Þú ert allur vot-
ur; eg hélt þú kæmir á skipi frá Sikiley til Korin-
þuborgar, en þú lítur svo út sem fremur hafir þú
í sjó verið en á skipsfjöl; syntir þú sjóinn hing-
að?” Arion sagði honum þá upp alla sögu. En
Periander trúði ekki sögusögn þeirri, og sagði
við Arion: ‘ ‘ Þú færð mig ekki til að trúa því að
þessi undarlega saga sé sönn; hver hefir nokkru
sinni synt á höfrungi fyr?.” “Svo hann sagði
þjóöum sínum að veita Arion hvað sem liann van-
hagaði um, en sleppa honum ekki fyr en skipið
kæmi, er hann hefði stigið á í Tai’entuborg.
Tveim dögum síðar stóðu þeir saman og
horfðu út á sjóinn, óg sóu jxá hvít segl á skipi er
skreið inn á höfn fyrir hægum vestanvindi.
Þegar það kom nær, þóttist Aron þekkja þar farið
sem hann hafði siglt á, af litnum á stafni þess.
Þá mælti hann til Perianders: “Sjá þeir eru
loksins komnir, og far nú og láttu senda eftir
hásetum og komstu að sannri raun um sögu mína.’
Sv'o að Periander sendi fimtíu hennenn með
sverðum, spjotum og skjöldum að leiða upp alla
hásetana af skipinu.
Nú sigldi skipið liðugau byr að landi og hæg-
ur vestan andvari fylti þess hvítu segl, er það
klauf báruna. Og sem þeir litu hið fríða land,
er þeir vonx að komnir, leiddu jxeir hugann að
öllum þeim gæðum er þeir gætu aflað sér með
gulli og silfri Arions, og að jxeir mundu ekkert
gera nema eta og diækka og vera glaðir, er þeir
gengju af skipi. Svo er þeir komu' að lendingu,
feldu jxeir segl, lögðu niður siglutré og köstuðu
strengjum úr stafni til að festa sikipið við land.
En ekki kom jxeim til hugar að jxeir fimtíu sol-
dátar er á fjöru stóðu með spjótum og skjöldum,
senx sólin glampaði á, hefðu sendir verið eftir
þeim; og skildu ekki hvað til kom að jafnskjótt
og þeir stigu á land, sögðu hermennirnir þeim,
að jxeir yrðu allir að koma eins fljótt og unt væri
til húss Perianders. Tíu hermenn urðu eftir að
gæta skips, en liinir fylgdu hásetum heim til
Perianders. Þegar Jxeir voru leicþiir fyrir hann,
talaði liann vinsamlega til þeirra, spurði jxá
hvaðan þeir væru aðkomnir; og hásetar svöruðu,
x að jxeir kænxu frá ítaliu, frá hinni auðugm borg
Tarent. Þá sagði Periander:
“Ef þið eruð þaðan komnir, IJxá getið jxið ef
til vilj sagt mér eitthvað af vini mínum Aiion.
Hann fór héðan fyrir löngu og kvaðst þangað ætla
og ekki skilst mér af hverju honum dvelst svo
Iengi, því að ef fólk jxar hefir gefið lionum eins
mikið fé fyrir lians fögru söng og hljóðleika list
eins og Jxað gerði hér, þá lilýtur hann að vera
orðinn auðugur.”
Þá svöruðu skipsmenn: “Jú víst, við get-
um sagt jxér alt um hagi Arions. Hann var heill
á húfi jxegar við skildum við hann í Tarentu, þar
sem allir vildu lilýða á hansi hörpuslátt, en liing-
að sagðist liann ekki koma fyr en þeir hefðu gef-
ið honum ineira gull og silfur og gert hann enn
auðugri.” .
Rétt sem þeir báru þessi Ijótu ósannindi í
eyru Perianders, opnuðust dyrnar og Arion sjálf-
ur konx inn. Þá snerist Periander við hásetun-
um og sagði: “Sjá, hér er paáðurinn sem þið
skilduð við heilan á húfi í Tarentuborg. Hvern-
ig dirfist Ijiið að segja mér slíka lýgi? Nú veit
eg að Arion hefir sagt mér sanna sögu og þið
ætluðuð að týna honum og kúguðuð hann til að
lilaupa fyrir Ixorð, en höfrungur greip hann á
bak sér og flutti hann hingað. Heyrið nú orð
mín. Af silfri og gulli Arions skuluð þér ekkert
eignast, alt skuluð þér fá honum aftur, sem
liann átti, og skip ykkar skal eg af ykkur taka og
alt sem jxið eigið, af því þið vilduð' fyrirkoma og
ræna Arion.”
Þá komu hermenn og ráku liina vondu skips-
höfn út á stræti og kölluðu á fólk að koma og sjá
jxá er myrða vildu Arion. Og allir komu út úr
húsum sínum og æptu á háseta er þeir fóru hjá,
unz þeir voru að því komnir að sökkva í jörð af
ótta og blygðun. ^
Periander tók skip þeirra og fékk Arion allt
lians gull og silfur og jxað sem honunx þótti vænna/
um en allt annað — hina snjöllu lxörpu hans.
Og allir komu og hlýddu á hina furðulegu sögu
um Arion og höfrunginn; og Arion gerði mikið
líkan af steini, sem mann á höfrungs baki og
setti það á Tanarum höfða, svo fólk gleymdi því
aldrei hvernig höfrungurinn bjargaði Arion þeg-
ar hann var þvingaður til að kasta sér í sjóinn.
—-------o---------
Mannkœrleikur.—Eftir Moody.
Það var einn sunnudagsmorgun í Chicago, að
kenslukona var á stjái á sti’ætum til að líta eftir
drengjum, og fá þá inn í skóla sinn. Hún hittir
þá dreng, sem hún kannast við, og spyr hann,
hvers vegna lxann gangi svo langan veg á skóla,
og fram hjá svo mörgum sunnudagsskólum, sem
væru fult svo góðir sem hansi skóli. “Það kann
nú vel að vera,” sagði drengurinn, ‘en þeir eru
ekki allir jafngóðir fyrir mig.” — “Hvernig
stendur á því?” spurði kenslukonan. “Aif því,”
svaraði drengmrinn, “að allir eru svo dæmalaust
góðir við mig á mínuin sunnudagsskóla og mér
líður þar svo ágætlega.”
Skoðið til! Kærleikurinn var orðinn honunx
sterkari. *Hve létt verk það er að ná nxönnum á
vald sitt með jxví að sýna þeiin kærleika. Bezta
ráðið til að leiða börniix til frelsarans, er að
kenna þeim að elska sig.