Lögberg - 12.08.1920, Síða 2

Lögberg - 12.08.1920, Síða 2
F'P. 2 LÖGBERG FIMTUADGiiMN 12. ÁGÚST 1920 Minni Islands. flutt á tslendingadegi í Winnipeg 2. ágúst 1920 af Halldóri Hermannssyni. Háttvirta samkoma! Við, sem erum fædd og uppalin á íslandi, munum það víst öll, að bað var siður við hátíðleg tækifæri að draga þar fána á stöng í kaup- stöðunum, en sá fáni var ætíð danski fáninn—fallegt flagg að vísu, en það gat aldrei orðið oss kært; það hlaut jafnan að vekja hjá oss dapurlegar hugleiðingar pg minna oss á ósjálfstæði vora og að vér yrðum að sigla* syrgja og gleðjast undir útlendu merki. Nú er sá tími sem betur fer á enda, og þó þessi þríliti fáni, sem blaktir yfir ihöfði okkar hér í dag, sé einungis fárra ára gamall, þá hefir hann þó víst náð ást og hylli allra íslendinga, og eg iþykist vita, að öllum þeim, sem eru af islenzku bergi brotnir, hlýni um hjartaræt- urnar, þegar þeir lífa hann, ekki sízt, þegar þeir eru utanlands. pessi fagri fáni er hið ytra merki sjálfstæðis íslands og sýnir, að nú hafa íslendingar loksins eftir nálega sjö aldir aftur verið við- urkendir sem sérstök, sjálfstæð þjóð. En vandi fylgir vegsemd hverri, og við vonum öll, að ís- lenzka sjálfstæðið megi nú verða eins happadrjúgt og að fornu, og vara lengur. En jafnframt því og vér gleðj- umst yfir sjálfstæði íslands, get- um við líka fagnað nýju norrænu tímabili. Norðurlandaþjóðirnar, sem áður kvað svo mikið að í Ev- rópu, og um eitt skeið jafnvel flestar aðrar þjóðir báru ótta fyr- ir, hafa nú lengi þótt atkvæða- litlar um alþjóðamál. peirra gætti lítið gagnvart stórþjóðunum á seinui tímum. pað er sorglegt til þess að vita. að þetta var aðallega vegna þess, að þær hafa staðið andvígar hver gagnvart annari, og einatt borist banaspjótum á. En nú hefir á síðustu árum mikil breýting orðið á þessu; samúðar- þel og vinátta hefir aukist meðal þessara þjóða. Hinar fjórar grein- ar norræna kynstofnsins hafa rálgast hver aðra, einmitt með því að viðurkenna sjálfstæði hver annarar, svo að nú er staða þeirra sterkari bæði inn á við og út á við gagnvart stórþjóðunum. Og þær hafa gengið með góðu eftirdæmi á undan öðrum. pær hafa með samningum og á löglegan hátt ráðið deilumálum sín á milli til lykta, — málum, sem annars vopn- in hafa venjulega verið látin skera úr, og það hefir komið í ljós, að samvinnan varð betri, þegar bæja. rígurinn hvarf. Eg trúi því fast- lega, að norrænu þjóðimar eigi fagra og mikla framtíð fyrir hönd- um, ef þær fara viturlega að ráði sínu. Og þó ísland sé minst allra postulanna, þá hefir það þó ekki hvað mist stuðlað að þessum sam- drætti milli þjóðanna, því að það hefir bezt geymt minninguna um fornsögu þeirra og þá tíma, þegar sterkari bönd bundu þær saman, svo sem sameiginlegt tungumál, og þar var það, sem fornnorræni andinn birtist bezt og fagurleg- ast. íslendingar eru ekki að eins fá- mennasta þjóðin á Norðurlöndum, heldur líka ein hin fámennastá af sjálfstæðum þjóðum heimsins. þjóðum í mörgu, því annars hefði okkar ekki gætt neitt í heiminum — við ættum þá ekki þenna þrílita íslendingar erum/ ólíkir öðrum fána og hefðum engar kröfur til að vera skoðaðir sem sérstök þjóð. pað er því áríðandi að varðveita þjóðareinkenni vor miít í öllum framförunum, — gæta þess og geyma það, sem greinir oss helzt frá öðrum þjóðum, þegar það er gott. Mér dettur ekki í hug að halda því fram, að þjóðareinkenni íslendinga séu kostir einir, en eg held að það megi fullyrða, að kostirnir séu meiri en gallarnir, og að afrek íslenzku þjóðarinnar verði þyngri á metunum en van- fækslur hennar. Eða er hægt að nefna nokkra þjóð í heiminum, sem í hlutfalli við fólksfjölda hefir lagt eins mikið af mörkum til heimsmenningarinnar eins og ís- Jenzka þjóðin? pað verður bezt séð, ef við berum hana saman við aðrar smáþjóðir eða eyjabúa — og það þjóðir, sem hafa átt við miklu betri kjör að búa. pað væri fróð- legt, að benda á ástæðurnar til þess að íslendingar hafa verið svo fremri öðrum smáþjóðum í þessu efni; þær eru auðvitað margar, og eg skal að eins drepa hér á þrent, sem mér virðist helzt koma til greina. 0g er þá fyrst uppruni þjóðar- innar. pað m_á víst með sanni segja, að íslenzka þjóðin sé bygð á góðum og traustum grundivelli, og sé af góðum stofni. Merkur ís- jenzkur rithöfundur hefir komist svo að orði, að Noregur eftir út- flutninginn til íslands hafi litið út eins og skógur þar sem flest hæstu trén hafi verið höggvin eða feld. pað var úr þeim stórviðum, sem íslenzka þjóðin var gerð. For- ingjar þessara manna tóku að r.okkru leyti tign sína að erfðum, en létu sér það þó ekki nægja, heldur gerðu þeir sér far um að skara fram úr öðrum mönnum að andlegu og líkamlegu atgervi — að vopnaburði og íþróttum, í mannfræði og skáldskap. peir vildu vera höfðingjar í orði og á borði. Enda mat alþýðan þá meira eftir hæfileikum sjálfra þeirra en eftir erfðatign þeirra. pó spill- ing kæmi síðar í höfðingjaflokk- nn íslenzka, þegar hinar illu fylgjur mannkynsins, ágirndin og metorðagirndin, fengu yfirhönd- ina og leiddu til sjálfstæðistjóns landsins, þá 'hefir samt hin gamla •góða höfðingja hugmynd haldist við á íslandi. par hefir aldrei verið erfða-aðall, en höfðingja- ættir hafa þar jafnan verið, “góðar ættir” kallaðar, af því að í þeim hafa verið höfðinglyndir og þjóðhollir afreksmenn. Forni andinn lifir þannig enn meðal ls- lendinga, og glöggskygnir útlend- irgar hafa tekið eftir þessu hjá íslenzkri alþýðu enn í dag. En rnundi saga íslands ekki hafa ver- ið önnur, ef þjóðin hefði verið í byrjun bygð úr smáviðum einum? Og af því að leiðtogar þjóðar- innar að fornu létu sér ant um andlega menningu, 'hneigðist hugur allrar þjóðarinnar brátt að henni, og íslendingar urðu því sannkölluð bókmentaþjóð. petta fyrsta sjélfstæðis tímabil lét þannig niðjunum eftir arf, sem hefir orðið þeim happadrýgstur fyr og síðar. pað er víst mjög efasamt, hvort þjóðin hefði getað staðist allar þær þrautir, sem hún En það var með þessu, að hún hélt sér við, Andlega starfsemin mýkti þrautirnar og andinn sigr- aði. pegar svo loksins birti af degi og þjóðin fékk rétt sig úr kryppunni, þá gat hún tekið til starfa með óveikluðum kröftum sálar og líkama. Én ætli íslenzka þjóðin væri það sem hún er í dag, ef hún alt af hefði hugsað um það fyrst og fremst að hafa askinn fullan, og við það vanrækt hina andlegu starfsemi? Og þá er að lokum áhrif sjálfs landsins á þjóðina. pað eru lík- lega fá lönd, sérstaklega af þeim smærri, sem ‘hafa sett eins djúp merki á þjóðina, sem í þeim hefir búið, eins og ísland hefir gert, enda er ísland alveg einstakt land í sinni röð. pað hefir oft verið sagt, og það með sanni, að það væri land mótsetninganna. pað er sambland frosts og funa; það er heimkynni unaðslegrar og ein- J<ennilegrar náttúrufegurðar og papurlegrar og hrikalegrar auðnar; það >á bjartar og stuttar vornætur, svartar og langar skammdegisnætur; þögnin og ^kyrðin er sumstaðar svo mikil, að menn hrökkva við minsta hljóð; aftur annarsstaðar hamast brim- rótið, drynja fossarnir, öskrar of- viðrið. Alt þetta vekur og glæðir ímyndunina, en heldur henni þó innan vissra takmarka. Lands- hættirnir gera það og að verkum, að menn hafa orðið að vinna svo að segja dag og nótt um vissan tima árs; en á öðrum tímum hafa menn haft lítið eða ekkert að gera. pannig hafa þeir fengið næði til þeirra starfa, sem ekki voru bráð- nauðsynleg til þess að draga fram lífið. pað verður ekki sagt, að landið hafi dekrað við þjóðina; það hefir að vísu látið henni marg- ary unaðsstundir í té, en aldrei lét það hana gleyma því, að hætt- prnar voru hvarvetna. pjóðin gat að vísu dottað, og það gerði hún líka, en sofna mátti hún aldr- ei, þá var úti um hana eins og mann í köldu vetrarveðri. Nátt- úra landsins hefir verið hörð móðir, en það hefir víst þjóðinni verið fyrir beztu að mörgu leyti. Agi hennar hefði þó víst getað (riðið að fullu veikbygðri þjóð. En eins og við vitum, var mikið í landnámsmennina spunnið; þeir höfðu sterk bein, stælta vöðva og góðar gáfur, og þeir hörðnuðu við þaráttuna og agann. Saga fslendinga er þannig æði merkileg og getur gefið tilefni til alvarelgra hugleiðinga, ekki sízt nú á tímum. Hún sýnir ef til vill betur en saga flestra annara J>jóða, að það er ekki sama, hver maður er, þótt menn pú vilji halda því fram að allir séu jafnir og jafngóðir. Hún sýnir enn fremur, pð það er ekki auðurinn og verald- legu gæðin, sem mest á ríður fyrir viðhald þjóðanna, og þó virðist! innan um miljónamergðina. En þá er loksins sagan—saga íslands, minningin um afrek og afdrif for- •feðranna, um þá andlegu fjár- sóði, sem þeir hafa skapað og geymt, — henni er hægt að halda við frá kyni til kyns, ef menn gera sér alvarlega far um það. fs- lenzka minnið er gott—það er ef til vill eitt hið fremsta sérkenni þjóðarinnar. pað hefir varðveitt frá gleymsku margan dýrgrip, sem að öðrum kosti væri nú týndur, og margan viðburð, sem mannkynið gæti nú ekkert vitað um, ef ís- lendingar hefðu ekki lagt hann á minnið og fært hann í frásögur. £itt af því sem að minni hyggju er vanrækt í skólum þessa lands, er að æfa minnið. pið, sem af ís- lenzku bergi eruð brotin, ættuð fið æfa börn ykkar í þessari góðu, jþarflegu og þjóðlegu list með því að láta þau læra og muna sögu íslands. pað er saga, sem vert er fyrir þau og aðra að muna, — saga gáfaðrar, þrekmikillar, þraut- góðrar, fámennrar þjóðar, sem hefir strítt, sigrað og verið sjálfri ,sér trú. Og það er spá mín, að þeir, sem á komandi öldum geta rakið ætt sína gegn um landnáms rnenn Ameríku til landnámsmanna fslands, þykist meiri menn fyrir ætt sína. pað er ósk og von okkar allra hér, að það land megi blessast og blómgast, sem alið hefir slíka þjóð. Gigt þjáður full 16 ár. í ALDREI KENT MJER MEINS SÍÐAN EG FYRST TÓK FRUIT-A-TIVES. Skólamentun. Lífið blasir við þér, ungi maður unga mær. Hefirðu hugsað um það. Meiri hluti manna flýtur með straumnum, og gjörir sér enga grein fyrir því, hvert straumur inn ber þá. Mikill hluti manna, meira að segja lastar “laxinn, sem leitar móti straumi sterkilega og stiklar fossa.” Framfaraleysi og margvislegt annað böl mannkynsins stafar aí þessu: “að fljóta sofandi að feigðarósi.” Á öllum öldum hafa víst sann- ir umbótamenn sveizt bloði yfi því, að horfa á þúsundirnar og* miljónirnar fljóta hugsunarlaust með straumi tízkunnar og fá ekki pð gjört. Einum einlægum um bótamanni varð þetta að orði, er hann hugsaði um fólkið, s'em ekki vildi hugsa og engu fórna: “Ux inn þekkir enganda sinn og asninn jötu húsbónda síns, en ísrael þekkir ekki, mitt fólk skilur ekki” (Jos. 1:3). peir, sem vilja vekja • fólkið, segja, að nú sé óvanalega mikið svo sem menn nú á tímum sækist i verk að vinna, þarfirnar óvanalega peir eru því víðast hvar í heimin- fékk að reyna á seinni öldum, ef um sjaldséðir gestir, enda gera menn sér mismunandi hugmynd um þá. Sjálfur hefi eg oft kom- ist að raun um þetta á ferðum mínum, og gæti sagt ykkur ýmsar sögur af því, en þið hafið líklega frá nokkuð líku að segja. pessar skoðanir eða hugmyndir útlend- inga munu nú leiðréttast smám- saman með tíðari og betri sam. göngum milli íslands og annara landa; við ættum líka að gera oss far um að leiðrétta þær eftir því sem bezt við getum, en annars skulum við 'þó ekki Láta þær á okk- ur fá, jafnvel þó þær séu skrítnar og fáránlegar. Við vitum það og, að nú eru fslendingar að taka framförum I nálega öllum grein- um, svo að ástandið heima er að líkjast meir og meir því, sem er í öðrum mentuðum löndum. pað er auðvitað gott og blessað, að geta fylgst með tímanum, og það er skylda hverrar þjóðar að færa sér í nyt allar uppgötvanir manns- andans; þó getur jafn lítilli þjóð sem fslendingum staðið hætta af því að líkja alt of mikið eftir öðr- um þjóðum í smáu sem stóru. Peir ættu því að gæta þess, að taka það upp, sem veruleg fram- för er í og sameinanlegt er með þjóðerni þeirra, sögu og lands- háttum. pví miður er sú stefna að verða ríkjahdi í heiminum, að ailir eigi að fylgja fjöldanum og vera eins og hann, í skoðunum, framkomu og öðru. petta er að hafa ískyggilegar afleiðingar fyr- ir einstaklings frelsið innanlands, °g 0etur líka haft það fyrir frelsi smáþjóðanna, ef meiri hluti og atkvæðagreiðslur eiga að gilda um alþjóðamál. 'þún hefði ekki getað leitað hugg- unar í einhverju; ef hún hefði ekki getað séð af fornritunum, að hún hafði verið merk þjóð áður, cg gat því átt von á framtíð svip- aðri fortíðinni; ef hún hefði ekki getað snúið huganum frá bágind- um og hvílt hann við einhver önn. ur störf, sem fæddu andann og héldu honum lifandi. Andinn brauzt þá undan farginu og, eins og skáldið segir, bjó sér einatt til “skrípitröll”, skjaldmeyjar og skóga hugmynda”; menn kváðu rímur og annað þess konar og héldu þannig jafnvægi sálarinn- er. Eitt hið mesta mikilmenni til Jikama og sálar, sem ísland hefir alið, kvað “Höfuðlausn” til lausn- ar höfði sínu undan exi konungs- ins, en hann kvað “Sonatorrek” til lausnar þess frá hendi sjálfs sín. Og það hefir margur minni mað- ur gert á íslandi á seinni öldum að bjarga lífi sínu, ef ekki bók- staflega, þá að minsta kosti ó- beinlínis, með því að fást við skáldskap og annað þess konar. pessi kvæði þeirra hafa einatt ekki verið mikils virði í augum seinni tíma; þau voru oft gerð að skáldafáknum óviljugum, en þau hafa komið höfundinum sjálfum og mörgum samtímamönum hans að tilætluðum notum. petta mun hafa verið almennara á íslandi en í nokkru öðru landi. Og það sem einstaklingurinn hefir gert, má heimfæra upp á þjóðina I heild sinni. pegar útlend óstjórn, harðindi og óaldir dundu yfir hana, fann hún hugfró og hvíld hjá sögugyðjunni og ljóðadísinni. Ef til vill vanrækti hún stundum um of fyrir það hið veraldlega og Svo er fyrir þakkandi, að við í fjárhagurinn varð við það bágari. mest eftir því af öllu öðru. Og hún sýnir að lokum, að blíða nátt. úrunnar er ekki eina skilyrðið fyr- ir vexti og þroska þjóðanna, held- ur ef til vill þvert á móti. par hel og líf barðist harðast í landi, hæstur, mestur reis norrænn andi, segir skáldið, og getum við víst verið því sammála. Alt er þetta að vísu engar nýjar kenningar, en það er eins og þær vilji tíðum gleymast mönnum eða þeir loka augunum fyrir þeim. Nú eru víst tímamót heima k íslandi, eins og annars staðar í heiminum, og það' virðist því full ástæða til þess að hafa þær í huga. En nú vaknar fyrir mér sú (spurning: Getur það þjóðerni, ^em myndast hefir og haldist við á íslandi einnig varðveizt annars- staðar? pað er vandi að svara þeirri spurningu í stuttu máli, og eg skal bara víkja að því nokkrum jorðum. Skáldaöldungurinn okkar mikli kemst svo að orði í kvæði, sem hann orti til ykkar Vestur íslend- inga fyrir mörgum árum: Hvað er landið? Sál þín, saga, siðir, tungan.” Eg skal athuga þessi fjóru ein- ^kenni þjóðernisins, sem hann telur íslenzka sálin getur að eins varðveizt hjá þeim, sem fæddir eru á fslandi; hún getur bara gengið að nokkru Ieyti að erfðum til niðja þeirra, ef þeir eru fæddir og lifa utanlands. pó getur auð- vitað fslendingseðlið eða ættar- fnótið einatt komið í ljós hjá þeim, þegar minst varir, og það jafnvel iangt fram. Siðir manna breytast eftir lögum og högum þess lands, sem þeir lifa í. Og tungan—'hana mun erfitt að varðveita til lengd- ar innan um menn, sem tala annað mál. Og að því er þetta land, sem vér erum í, snertir, þá er ekki hægt að dyljast þess, að íslenzk tunga muni ekki geta haldist hér sem mælt mál til lengdar. pað er aö vísu leiðinlegt að verða að játa það, að hún muni hverfa — en að þýðir ekkert að neita því. íslend- ingar eru hér of fáir og strjálir til þess að geta varðveitt hana háværar og 'þess vegna köllunin til hinna ungu óvanalega brýn. Sannleikurinn er, að þörfin hef ir ávalt verið. Mannfélagið 'hefir ávalt haft þörf fyrir nytsamlegt gtarf allra meðlima sinna. En hitt er satt, að ókyrleikinn, sem nú gjörir hvarvetna vart við sig, gefur von um óvanalega mikinn á- rangur, ef öllum hæfum starfa kröftum er nú beitt með hug- prýði og hreinskilni að því, sem styður sanna velferð einstaklinga og þjóða. Ungi maður, unga mær, það er verk fyrir þig að vinna. pú mátt ekki eyða allri æfi þinni eða sóa öllum kröftum þínum í leiki og léttúð. pað er verk handa öll- um. Enginn má standa iðjulau3 á torginu. Engum heilbrigðum manni á jörðinni bera þau hlunn- indi, að vera iðjulaus, auk þess sem það eru engin hlunnindi, því iðjuleysi er böl og bölvun. “Fað- ir minn starfar alt til þessa, og eg starfa einnig,” sagði hann, sem bezt hefir starfað af öllum í sögu mannkynsins. Kirkjan segir við ungu kynslóð- ina: pað er verk fyrir þig að vinna. pjóðfélagið og foreldrar segja: pað er verk fyrir þig að vinna. En vinna útheimtir mentun. Ef einhver mótmælir þessu, vil eg biðja hann að athuga spurn- inguna: Hvað er mentun? Mentunin innibindur tvent: páð, að þroska hæfileikana, og hitt, að útbúa manninn með hæf- um og nægilegum verkfærum. En til hvers er þessi þroski og til hvers eru þessi verkfæri, hvort heldur iþau eru þekking eða eitt- hvað annað? Ekki geta verið skiftar skoðanir um svarið: petta ber að nota til að vinna það verk, sem guð hefir kallað mann til hér á jörðinni. Lfið er starf. Farsælt líf er nytsemdar starf. Um þetta ætti oss öllum að geta komið saman, og þá um leið það, að öll sönn mentun er góður undirbúningur fyrir lífsstarfið. Hvar fæst þessi mentun? Fæst hún að eins í skólum? Ekki dettur mér í hug að svara síðari spurningunni játandi, því 103 thurch St’, MontreaTT*** “Eg þáði'st af gift í full 16 ár. Reyndi marga lækna og ógrynni af meðulum, en alt varð árangurs- laust. — Svo tók eg að nota ‘Fruit- a-tives” og eftir 15 daga var mér farið að stórbatna. ‘Fruit-a-tives’ komu mér smátt og smátt til ,fullrar heilsu og eru nú liðin fimm ár síðan eg fyrst reyndi þá. Eg get því með góðri samvizku mælt með meðali þessu við alla, er líkt stendur á fyrir.” P. H. McHugh. 50 cent hylkið, 6 fyrir $2.50 og reynsluskerfur 25c. Fæst hjá öll- um lyfsölum eða beint frá Fruit- a-,tives, Limited, Ottawa. eg veit, að mentun getur fengist á öllum sviðum mannfélagsins. Eg veit jafnvel, að sumir mentuð- ustu mennirnir hafa lítið eða ekk- ,ert komið í skóla. pað eru menn- irnir, sem 'hafa gripið tækifærin, sem ef til vill aðrir létu streyma fram hjá sér, til þess að læra að hugsa og vinna og til að afla sér fanga þekkingar frá athugun þeirra sjálfra og annara. Mentun er bæði verkleg og and- leg og öll verkleg mentun er líka andleg. Lærisveinninn hjá smiðn. um, sem sífelt æfir hönd sína til að gjöra betur, er stórkostlega að þroskast í athugun, nákvæmni og heilbrigðri hugsun. Námssveinn- inn hjá bóndanum, sem athugar lögmál jurtaþroskans og æfir sig í því dag frá degi að vera sam- verkamaður guðs í samibandi við það, sem jörðin framleiðir, er að mentast. Að læra að vinna verk með at- hugun og vandvirkni, er ein hin affarasælasta mentun, sem til er. Gjörvöll lífsbrautin færir oss því tækifæri til mentunar og þau verðum vér ávalt að hagnýta oss, því “svo lengi lærir sem lifir”. En sú ihefir orðið reyndin, að skelfilega mikið af þessum tæki- færum er ónotað. Sumir vilja ekki nota þau, margir kunna ekki að nota þau. Alt siðað mannfélag í heiminum hefir komist að þeirri niurstöðu, að ekki sé viðlit að hleypa ungu kynslóðinni út á haf tækifæranna undirbúningslaust. pað þarf margvísleg tæki og hald- góða þekkingu til að sigla þann sjó rétt. pann undirbúning eiga að veita: foreldrar, kirkja og skól ar. pað er enn fremur samhljóða ^lit allra siðaðra þjóða, að skðl- arnir séu einn þýðingarmesti þátt- urinn í þessum undirbúningi, þessari mentun fyrir lifsstarfið. í hverju er þá skólamentun fólgin sem heild? Hún er bæði bókleg og verkleg pað er á síðustu árum, sem hin verklega mentun hefir orðið hluti af starfi skólanna hér í Manito- ba; en í raun og veru er hug- myndin mjög gömul. Meðal Aþenumanna I fornöld var sér- hverjum skóladegi skift þannig, að helmingurinu gekk til bók- náms, en hinn helmingurinn til líkamsæfinga. Hjá Gyðingum í fornöld var hrverjum dreng gjört að skyldu að læra einhverja nyt- sama handiðn, næra hana svo vel að hann gæti notað hana sér til lífsviðurværis, ef á þyrfti að halda. Tilgangurinn með hinni verklegu mentun er ekki einungis sá, að keníia nemendum tiltekin verk, heldur einnig að láta verkíð æfa hugann. í bóknáminu er lögð mikil rækt við þá fræðslu, sem öllum er nauðsynleg. pað er svo margt, sem menn þurfa að vita. Menn mega til að vita um lönd og landa- skipun, sögu sinnar eigin og ann- ara þjóða, ásamt mörgu fleira. Óhjákvæmilegt er líka mönnum að kunna þær aðferðir, sem til- heyra hinu algengasta viðskifta- lífi. En engu síður áríðandi en hin beina fræðsla, sem skólarnir veita, er lykillinn, sem skólament- unin veitir að forða'búrum ment anna, þegar burtu af skólanum er komið. Sá sem lærir vel að lesa, 3kilja það sem hann les og hag- nýta sér það, hefir lykil að þeim fjársjóðum, sem málið geymir er hann hefir lagt sitund á, og þegar hann svo bætir við sig nýjum tungumálum, opnast fyrir honum ný forðabúr af fjársjóðum and- ans. Samhliða þessu er æfing hæfileikanna, skilnings, minnis, í- myndunaraflsins, skáldskapargáf- unnar, skarpskygninnar, o. s. frv. Sá sem hefir náð haldi á þessum verkfærum mannsandans, hann hefir tök á því að afla sér nýrra gimsteina og hann hefir afl til þess að glíma við erfið viðfangs- efni á lífsleiðinni. V HEIMSINS BEZTA MUNNTÓBAK COPENHAGEN Hefir góðan keim Munntóbak sem endist vel Hjá öllum tóbakssölum Sum mentun fer ekki lengra en þetta. Kristileg mentun kannast við gildi alls þess, sem hér er sagt á undan; en hún heldur áfram lengra. Hún kannast við það, að þroskun hæfileikanna er afl, en afl má nota, bæði til ills og góðs. Aflinu, ef það á að verða til góðs, verður að vera stjórnað af þeim vilja, sem er góður. Með öðrum prðum, öll sönn, góð mentun verð- ur að vera siðferðileg. Við það bætist sú staðreynd, að ekkert sið- ferðilegt afl er eins sterkt og kristin trú. Æðsta hugsjón kristi- lcgrar mentunar er sú, að þroska manninn sem heild andlega, þannig, að öll sálaröflin starfi í sem réttustum hlutföllum, svo að heitbrigður kristilegur vilji verði ekki ofurliði borinn af æstum til- finningum né heldur af hjarta- lausri jökulkaldri skynseminni, heldur að þessi öfl myndi sam- ræmi, sem afkastar því fullkomn- asta verki, sem unt er og hlýtur velþóknun guðs. Ungi maður,* unga mær, með fróðleiksþorsta í sál þinni, og með löngun til að verða mannfélaginu að liði, snúðu huga þínum að góð- um skóla. Fjársjóðurinn mesti á jörðu er ekki gullið, sem “Frosti og Fjalar” geyma í iðrum jarðar, heldur gull andans. Við það gull ieggur góður skóli rækt. Að eins 1 af 100 meðal karlmanna í Banda- ríkjunum ganga hinn æðri menta- veg, en það litla brot hefir þó lagt til meir en helming af öllum æðstu qmbœttismönnum landsins. Fræðsluskrifstofa Randaríkj- p.nna um mentamál segir: sá, sem ekki fær neina skólagöngu, hefir 1 tækifæri af 150,000 til að verða mikilmenni; sá sem hefir barna- skólamentun, hefir 4 sinnum betra tækifærí; sá sem hefir miðskóla- mentun 87 sinnum, sá sem hefir “college” mentun 800 sinnum. Einn ungur maður segir sögu sína á þessa leið: “Foreldrar mínir vildu láta mig fá “college”- mentun; en eg sá ekki neitt gagn af því; lika sá eg fram á, að það yrði nokkuð ervitt fyrir foreldra mína að kljúfa það að kosta mig. Eg fór því að vinna í skrifstofu. Mér þótti undur vænt um að hafa peningaráð og geta ráðið mér sjálfur. Æskukunningi minn einn gekk æðri mentaveginn og út- skrifaðist. pegar hann ýar búinn, fór hann að vinna í sömu skrif- stofunni og eg. Eg ihélt að það væri sönnun þess, að þessi skóla- mentu hefði ekki mikið gildi; en' þegar nokkuð var liðið, fór hann að hækka í stiganum þangað til hann var orðinn einn af æðstu mönnum félagsins. Hann átti það skilið, skólamentunin hafði hjálpað honum; en eg sat að mestu þar sem eg var. Ánnar maður segir: Fyrir 15 árum kom eg til New York borgar og átti ekkert nema skjalið, sem sýndi að eg var útskrifaður mannvirkjafræðingur. Eg fékk fljótt atvinnu. Nú á eg gott heimili, er varaforseti félagsins, sem eg byrjaði að vinna hjá, og hefi laun hærri en mig hafði nokk- urn tíma dreymt um. Eg þakka þetta skólanum, sem bjó mig und- ir æfistarfið. Unga fólk, tækifærin eru ó- teljandi fyrir þá, sem vel eru búnir undir æfistarfið, og á eg alls ekki við tækifæri til hárra iauna, (heldur tækifæri til að vinna nytsemdarverk fyrir kirkju og ríki. Eitthvað 125 lúterskar menta- stofnanir byrja nýtt starfsár á þessu hausti í september eða október. Undantekningarlaust byrjuðu þeir allir í fátækt og stórkostlega hafa margir þeirra vaxið. Yfir höfuð má segja, að þeir hafi gjört gott verk. Feikna áhrif kristilegrar menningar hafa þeir haft á nemendur sína. Jóns Bjarnasonar skóli er einn í hópnum. pó hann eigi ekki þak yfir höfuð sér, er hann sarnt bú- inn að vinna mikið fyrir hina ungu vestur-íslenzku þjóð. Krist- in mentastofnun hefir hann ávalt verið og hann hefir lagt rækt við það, sem helgast er í sálum manna. . Hann íhefir líka sam- vizkusamlega hlúð að íslenzku sálinni og leitast við að forða henni frá því að verða ófreskju- legur umskiftingur í þessu landi. Og aldrei hefir hann svikið fóst- urlandið nýja, heldur jafnt og þétt kent nemendunum að elska það og lifa fyrir það. MentaferiLl Jóns Bjarnasonar skóla þolir líka áreiðanlega sam- anburð við það bezta af því tægi í Manitoba-fylki. “Á hvaða skóla á eg að senda drenginn minn eða stúlkuna mína íhaust?” segja foreldrar nám- fúsra unglingæ Láttu þér ekki detlta í hug að senda hann eða hana á annan skóla, en Jóns Bjarnasonar skóla. R. M. KK5E5E5ffiS52525H5ffi2S5ffiæ5ffiffi5ffií Leggið peninga yðar inn á PROVINCE OF MANITOBA SAVINGS OFFlCE Með því að skifta við Sparisjóð Fylkisstjórnarinnar fáið iþér 4% í vöxtu—einum þriðja meira en vana- legt er. Ö11 Innlög Ábyrgst af Stiórninni pagnarskyldu stranglega gætt- að vita um viðskifti yðar. -enginn annar íær Má Taka Út Peninga Nær Sem Er Stjórnin stofnaði þessa Sparisjóði yður til bjálpar. í þessum stofnunum er Dollarinn ávalt Hundrað (100) Centa virði. Leitið upplýsinga hjá fyrstu Sparisjóðs- deildinni, sem stofnuð var að 872 Main Street, Winnipeg (Milli Dufferin og Selkirk Sts.) Opin skrifstofa: frá 10 f.h. til 6 e. h., en á Jaugardögum til kl. 9 e. h. Aðrar skrifstofur að 335 Garry Street 274 Main Street Ef þér eigið heima utan bæjar, þá skrifið eftir bæklingnum: “Banking by Mail’” Utanáskrift: PROVINCE OF MANITOBA SAVINGS OFFtCE 335 Garry St., Winnipeg

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.