Lögberg - 12.08.1920, Page 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 12. ÁGÚST 1920
tílft. 3
Nelly
frá Shorne Mills.
Eftir Charles Garvice.
Eins og eg er nú, er eg léleg endurbót fyrir
gamla Browni^ eða aðra, en ef þér viljið leyfa
mér að fara með yður, þá gleður það mig mikið.
Eg get í öllu falli gætt stýrisins.” Það glaðn-
aði yfir Nelly. Hana langaði svo mikið að koma
út í góða veðrið.
“Viljið þér það í raun og veru? Það er vel
gert af yður. Ekki af því að eg þurfi hjálp—
eg get vel stýrt Annie Laurie í hávaðaroki, ef
þess þyrfti — en þeim finst að eg eigi elkki að
vera alein, af því eg er að eins ung stúlka.”
‘ ‘ Það skil eg svo vel, ’ ’ isagði hann. “ Og eg
lofa yður því, að skifta mér ekki af neinu, ef þér
að eins viljið leyfa mér að fara með yður.”
“Eg held að það hressi yður”, sagði hún
áköf. “Það er eg viss um! Það er lítill en
blíður vindur í dag, og það er gott; en getið þér
komið strax?”
“Já, undir eins. Eg er tilbúinn,” sagði
hann.
“Það er gott,” sagði hún. Eg skal vera
tilbúin að augnabliki liðnu.”
Hún þaut út úr herberginu og kom aftur að
fáum mínútum liðnum. Vemon horfði á hana,
þegar þau gengu út úr húsinu og niður bratta
stiginn. Hún var í stuttu pilsi, þykku og lag-
legu og grysprjónuðum jakka, sem fór henni
ágætlega vel um beinvaxna, yndislega,líkamann.
Dökfka hárið kom í Ijós undan rauðri prjónhúfu.
Hann þekti mjög vel nýtízku sjóferðabúning
kvenna, en hann hafði aldrei áður séð svo hag-
kvæman og baglegan leikfimisklæðnað, eins og
Nelly var nú í. Þegar þau gengu niður þrepin
til hafnarkambsins, heilsaði Nelly öllum sem
hún gekk fram hjá. Gamall fiskimaður, keng-
boginn af gigt, rölti við hlið hennar og hjálpaði
þeiul að draga bátinn að lítilli tröppu við sjó-
inn.
Nelly horfði á “Annie Laurie”, en sagði í
afsakandi róm:
“Þetta er mjög góður bátur. Hann er að
sönnu nokkuð gamall og var eitt sinn síldveiða-
bátur — og þó hann sé ekiki verulega fallegur,
þá siglir hann samt vel. Með hjálp Benonis
gat Diek fengið þilfar á hann, og árið sem leið
fékk Dick fáein segl hjá manni, sem seldi bát-
inn sixm. Er alt eins og á að vera, Villy?”
“Já, ungfrú Nelly. A eg að hjálpa yður
með seglin?”
“Nei, þökk fyrir,” sagði Nelly, “eg get
sjálf lagað þau. Ó, þér megið ómögulega reyna
á yður,” sagði hún við Vernon. “Ef þér viljið
rétta raér seglin—þau sem liggja þarna í botn-
inum—”
Veruon kinkaði og duldi bros sitt.
“Eg held þér þurfið að herða betur á því,”
sagði 'hann, þegar Nelly dró upp stórseglið.
Hún leit á hann.
Vernon hugsaði um stóru, fallegu lysti-
skútuna sína, en svaraði út í hött:
“Já—eg hefi siglt dálítið með lystiskútu.”
“Með lystiskútu,” sagði Nelly. “Þetta er
eflaóst fjarri því að vera lystiskúta. Þá hljótið
þér að fyrirlíta þessa vesalings gömlu skútu
okkar.”
“Alls ekki. Þetta er mjög góður bátur,”
sagði hann.
Nelly tók áramar, en hún þurfti ekki að
gera mörg áratog, því vindurinn fylti bráðlega
seglin og Annie Laurie rann áfram með mikl-
um hraða, eins og það, sem sagt hafði verið um
hana, hefði kvatt hana til að flýta sér.
Nelly lagði árarnar upp, leit á seglin og
svo á Vemon, sem sat við s'týrið og stýrði með
sjáanlegri æfingu.
“Nú er það eflaust gott,” sagði hún.
■“Þér megið hiklaust beita nær vindi, hr Ver-
non — báturinn þolir það vel.”
“Já,” svaraði hann. “Þér hafið að eins
talað satt um bátinn, ungfrú Lorton, hann er
áreiðanlega góður.”
Nelly Ieit til hans með ánægjubrosi.
“Hann er sannarlega góður gamall bátur,”
sagði hún, “og hann hagar sér eins og engill,
þegar sformur er. Dick og eg höfum mörgum
sinnum siglt honum, þegar aðrir bátar hikuðu
við að yfirgefa höfnina.”
“Var það ekki dálítið hættulegt — máske
að freista forsjónarinnar?” spurði hann al-
varlegur, hugsandi um þessi tvö hugsunarlausu
börn — því það voru þau — sem lent hefði
getað í hættu.
‘Ó nei, alls ekki,” svaraði hún róleg. “ Við
þekkjum hveru blett á ströndinni og strauminn
— og ef haun yrði of sterkur, þá getum við
með hægu móti tkomist út á hafið. Það verður
að vera rnikil hætta, ef Annie Laurie skyldi
sökkva — og ef við yrðum fyrir óhappi — nú,
jæa, við eigum einhvemtíma að deyja, og mörg
dauðaorsök er verri, en að drukna í storrni.”
Vernon hallaði sér aftur ó bak, og starði
ýmist á sjóinn eða himininn, þessi beinvaxna
uuga kvennpersóna með fallega andlitið, kom
honum til að hugsa um sig. Hún var nú raun-
ar ekki fyrsta unga stúlkan, sem hann hafði
séð, en hún vrar ólík þeim ungu stúlkum, sem
hann hafði kynst. Hánn þekti enga jafn fjör-
uga og eðlilega lausa við alt daður.
Flestar af ungu stúlkunum, sem hann
þekti, höfðu vakið hjá honum leiðindi með hugs-
unarleysi sínu, eða gremju, með því að látast
vera svo hygnar. En frá þessari ungu stúlku
lagði eins konar töfrailm, sem hann kunni vel
við og huggaði hann. Það var svo skemtilegt
að halla sér aftur á bak og hlusta á liana, að
horfa á mjúku, dökku, hrokknu loklkana, sem
vindurinn hreyfði fram og aftur, að sjá geisl-
andi brosið í gráu augunum, sem titraði á fögru
rauðu vörunum, að hlusta á hreimfögru rödd-
ina, hinn lága, stutta hlátur, sem var alveg ó-
líkur annara stúlkna uppgerðar daðursfjöri.
Þau komu bráðlega til fiskimannaversins
og heilsuðu þar fólkinu, fengu sér nóg af góðum
fisktegundum, og yfirgáfu svo aftur þessa kyr-
látu höfn. “Eruð þér þreyttur?” spurði Nelly
alt í einu. “Eg hefi líklega gleymt því, að
þér eruð sjúklingur.”
“Nei,” svaraði hann. “Sjúklingstíminri
er löngu liðinn. Eg er alt of hungraður til
þess, að vera álitinn sjúklingur.
Hún hló.
Hún settist upp, studdist við olnbogann og
leit yfir til strandarinnar.
“Það er eg líka.”
“Viljið þér stýra til lands þarna, þá getum
við neitt morgunverðar þar í skjóli. Þér get-
ið eflaust borðað fisk. Það var mjög heimsku-
legt af mér að muna ekki —”
“Eg get borðað hvað sem vera skal,”
greip hann fram í. “Eg ætlaði einmitt að
stinga upp á því að við, að heiðingja sið, vörp-
uðum hlutkesti um hvað skyldi eta —”
Hún hló glaðlega.
“Kunnið þér að sjóða makrílur?”
“Nei, en eg get lært það.”
“Gott. Undir stýrinu finnið þér spíri-
tusáhald og spritt. Já, þarna er það. Þar
ætti líka að vera smurt brauð og ögn af kaffi.
Þar eð við höfum enga kú, verðum við að vera
án mjólkur. Við komum bráðlega í lygnan
sjó og þá getum við neytt morgunverðar.”
Hann stýrði bátnum inn í rólega vík, og
tók svo upp hina nefndu hluti úr skáp undir
stýrinu, með heilu hendinni.
Nelly lækkaði seglin, sökti akjkerinu, og
gekk aftur á.
“Eg verð líklega að sjóða,” sagði hún.
“Dick var vanur að gera það, en þér hafið að
eins eina hönd. Þama höfum við einn fisk
— hve marga getið þér etið?”
“'Tvær eða þrjár tylftir,” svaraði hann
alvarlegur.
Hún hló og lét þrjá fiska í skaftpottinn.
“Nú væri ekki skemtilegt, ef þér væruð
eldspýtnalaus,” sagði hún með kvíðandi s\ip.
Hann tók upp eldspýnahylki úr silfri og
ætlaði að rétta henni, en mundi þá eftir kór-
ónunni, sem greyft var í lokið, og um leið og
hann hélt því við hlið sína, hepnaðist honum
að kveikja á einni spýtu og svo á sprittinu.
“Máske yður líki ekki lyktin af soðnum
fiski, en þegar maður er svangur, er það ekki
svo slæmt,” sagði hún, þegar . vatnið fór að
sjóða.
“Einhverstaðar hér á að vera salt og
pipar,” sagði hún. “Það á að láta það í fisk-
inn meðan hann soðnar — það er helmingur
ánægjunnar, segir Dick. Það er altaf í skápn-
um — held eg. Ef þér viljið flvtja vður ofur-
1-ítið — ”
Hann hnipraði sig saman eins mikið og
hann gat, en hún laut niður, seildist í skáp-
> inn og tók þaðan tvær tindósir.
“Og hér er brauðið — það er því ver dá-
lítið þurt — og hér er keks. Kaffið er í þess-
ari tinkrukku, og vatn er þarna í lagarkvartil-
inu. Kunnið þér að Fúa til kaffi?”
“Hvort eg kann,” sagði hann mikillátur.
“Eg hefi búið til kaffi undir mismunandi kring
um-stæðum og ólíku loftslagi — í bátunum við
Porto Riöo ströndina; í fjöllunum í Ástralíu;
í mýrunum á hálendinu, þegar eg hafði gengið
mig þreyttan og dagurinn var að kvöldi kom-
inn; í listamanna þakherbergjunum í Florens,
þar sem tóbaksreykurinn var svo þykkur, að
maður gat skorið glufur í hann með hnífi; og
eftir bardaga \úð förumunka, þegar manni
finst kaffið næstum því eins indælt og lífið,
sem manni hepnaðist að bjarga — en eg hefi
aldrei soðið kaffi undir skemtilegri kringum-
stæðum en þessum.”
Meðan hann talaði, leit hann í kringum sig
1 allar áttir, með glaðari svip á andliti sínu en
Nelly hafði áður séð, og hún athugaði hann
nákvæmlega.
“En hvað þér hafið hlotið að ferðast
víða,” sagði hún. “Ó— makrílnum þarna
verður að snúa við — lyftið þér pönnunni, s\ro
smérið komist inn undir fiskinn — svona.
Og hve margt þér hafið hlotið að sjá! Italíu,
Egyftaland, Porto Rioo — hvar er það? Ó nú
man eg það. ’ En livað það hlýtur að vera
skemtilegt að hafa séð svo mi-kið. Þér hljótið
að vera mjög gæfuríkur maður.”
Hún studdi brúnu, fallegalöguðu hendinni
undir hökuna og horfði forvitin á hann með ó-
duldri heiðarlegri öfund í gráu augunum
sinum.
Hann varð allra snöggvast svipdimmur.
“Kallið þér enga manneskju gæfuríka fyr
en hún er dáin,” sagði hann og vitnaði til hinna
alkunnu orð: “Trúið mér, >ag er fús til að
skifta við yður og sleppa allri minni lífs-
rejTislu.”
Hún liló efandi.
“Við mig? Ó, yður er það ekki alvara.
Þetta er mjög ísmeygilegt, en það er meinlaust.
Ó —” hún þagnaði og stundi, “eg hefi aldrei
ferðast neitt og liefi ekkert séð. Eg hefi ekki
komið til London síðan eg var lítil stúlka og
— skifta við mig.” Hún hló aftur, dálítið
angurvær í þetta sinn. “Já, það er í raun-
inni meiningarlaust. 1 fyrsta lagi mundi yður
ekki líka að vera fátækur — og þér vitið að við
erum fátæk.”
“Þegar maður er fátækur og ánægður, þá
er maður nógu ríkur,” sagði hann hátíðlega.
Svo hló hann skyndilega. “í dag er eg næst-
um því eins og skrifbók með siðferðislegum
setningum.”
Nelly hló.
‘ ‘ Eg held þetta sé eitthvert rugl — eins og
llestar siðferðis setningar. Og þó eg mundi
vera mjög ánægð — ef það væri ekki vegna
Dicks. Maður getur auðvitað verið gæfurík-
ur, þó maður sé fátækur, einkum þegar maður
býr í jafn fögru plássi og Shorne Mills, hefir
bát til að sigla á sumrin, og bækur að lesa á
vetrum, bg 'þekkir allar manneskjur í víðu um-
hverfi og —”
“Og er ung og full af lífsgleði,” greip hann
fram í brösandi. “Er það að eins Dick, sem
veldur yður hugarangurs?”
Hún kinkaði alvarleg.
“Já, eg veit ofur vel að það er rangt, að
hann eyði tímanum hér í Shorne Mills án þess
að vinna liið minsta. Eg er alt af svo kvíð-
andi fyrir framtíð Dicks. Það er stór syud
ef hann yrði evðilagður, því Dick er bæði lipur
og hygginn. Þér trúið því máske ekki, en —”
“Jú, eg geri,” svaraði liann hugsandi.
“En í yðar sporum skyldi eg ekki vera kvíð-
andi. Honum legst eitthvað til.”
-Hún hló.
“Já, þetta segir hann líka alt af, en stund-
um segir hann það dálítið beiskjulega, og —
eg ætti ekki að ama yður með því, að rugla um
þetta. — Nú er fiskurinn soðinn.”
“Þá er lífi mínu enn þá borgið,” svaraði
hann hátíðlega.
“Hér eru tveir diskar — haldið þér þeim
yfir hitunaráhaldinu, svo þeir volgni ögn —
svona; og fyllið nú ketilinn, nú, þér eruð búinn
að því. Yatnið í honum sýður þá á meðan við
etum fiskinn.”
Hún hjálpaði honum dálítið, og þau átu
þegjandi í nokkrar mínútur.
Vernon sem hafði góða lyst, þar eð hann
var í afturbata, fanst þetta vera hátíða mál-
tíð.
“Viljið þér ekki meira?” sagði hann, en
Nelly hrisiti höfuðið. “Þetta megið þér ekki
segja, því þá verð eg kurteisis vegna að hætta
líka, og eg ge-t enn þá neytt hálfrar makrílu,
og vil gera það, ef þér takið hinn helminginn.
Þér getið naumast verið svo miskunarlausar,
að vilja ræna mig því, sem eg þarfnast svo
nauðsynlega.”
Hún hló og rétti diskinn sinn til hans.
“ Jæa þá — Sögðuð þér ekki að. þér hefðuð
verið á Egyftalandi og barist við förumunka?
Þá hafið þér líklegast verið í hernum?”
Hann kinkaði kæruleysislega, og hún horfði
hugsundi á hann. V
“Þá ættum við líklega ekki að kalla yður
herra?” sagði hún. “Hvað eruð þér — o-
fursti?”
Hami hló dálítið, um leið og hann nagaði
fiskibeinin.
“Hamingjan góða! Lít eg svo ellilega
út? Nei, eg er ekki ofursti — eg er kapteinn.
En eg er nú ekki í hernum; því ver, hefi eg yfir-
gefið hann.”
“Hvers vegna?” spurði hún.
Hann varð dálítið efandi, en svaraði svo út
í hött:
“Af mismunandi ástæðum. Su mark-
verðasta var, að ættingi mimi vildi, að eg gerði
það.”
Eitt augnablik varð hann svipþungur, en
sagði svo, sjáanlega fús til að yfirgefa óþægi-
legt umtalsefni:
“Nú siýður vatnið í katlinum — og nú er
það skylda mín að sýna, að eg kann að búa til
kaffi. Eg verð að hafa tvær könnur, eða eg
get notað þessa könnu og tinkrukkuna þarna
Hvar er kaffið? Þökk fyrir; eg verð líklega
að biðja yður að halda á krukkunni — Þannig
fer eg að því: Þér hellið vatninu á kaffið í
krukkunni, eftir fáein augnablik hellið þér svo
úr krukkunni — ekki gromsinu — í könnuna,
svo til baka og til baka aftur, og þá liafið þér
hið bezta kaffi, sem hugsanlegt er að fá.”
“Það er mjög gott,” sagði hún, þegar það
hafði kólnað svo að hún gat smakkað á því:
Þannig liafið þið þá búið það til á bardaga-
svræðinu?”
“Ó nei,” sagði hann, “þar höfðum við
enga könnu, að eins tóma matarkrukku — og
vatnið, já vatnið var eins þykt af for, áður en
við létum kaffið í það, eins og á eftir. Menn
höfðu ekki þolinmæði til að bíða eftir þessari
löngu aðferð. Supiir höHiu ekki smakkað einn
dropa í heilan sólarhring, af þ\ú þeir höfðu
alt af verið að berjast.”
Nelly horfði á hann alvörugefin meðan
hann talaði.
“Yður hefir eflaust þótt leiðinlegt að yfir-
gefa herinn,” sagði hún hugsandi.
“Finst yður stríð svo aðlaðandi?” spurði
hann hlæjandi. “En þér segið satt; eg var
gramur vfir því að verða að biðja um lausn, og
mér hefir alt af leiðst það síðan.”
Nelly hnipraði sig saman í botni bát-sins,
eins og saddur og ánægður köttur, og þegar
Vernon var búinn að þvo diskana með því að
ýt þeim fram og aftur í vatuinu, teigði hann
úr sér og fór að leita í vösum sínum. Hann
liætti bráðlega við það og stundi, og Nelly, sem
heyrði stununa, leit upp.
“Viljið þér ekki reykja?” spurði hún.
“Dick er alt af vanur að kveikja strax í píp-
unni sinni og eg skeyti auðvitað ekki um það—
ef það er þetta, sem þér bíðið eftir. Mér gæti
aldrei dottið í hug að amast við revknum úr
'pípunni yðar.”
“ Jú, þökk fvrir, en eg hefi verið sá glópur
að gleyma pípunni minni. Eg hefi að eins dá-
litið tóbak og smávindla pappír.”
“Þá eru engin vandræði á ferðum,” sagði
hún.
“Ó, eg veit ekki,” sagði hann gramur.
“Þessi vesalings handleggur minn bannar mér
að búa til smávindla.”
“En hvað eg var heimsk að gleyma því,”
sagði hún. “Fáið mér tóbakið og smávindla-
papírinn, og svo skal eg reyna.”
Hann rétti lienni þetta strax og sýndi henni
hvernig hún ætti að fara að því.
“Nei—ekki alveg syona mikið tóbak—”
liún liafði tekið nóg í tíu smávindla og mist nið-
AT >» • .. I • *>• timbur, fjalviður af öllum -
Nyjar vorubirgöir teguncium, geirettur og ai.- [
konar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar.
Komið og sjáið vörur vorar. Vér erumætíð glaðir |
að sýna þó ekkert sé keypt. j
The Empire Sash & Door Co.
Limitad
HENRY AVE. EAST
WINNIPEG
Automobile og Gas Tractor Sérfræðmga
verður meiri þörf en nokkru sinni áður í sögu þessa lands.
Hvl ekki að búa sig undir tafarlauat?
Vér kennum yður Garage og Tractor vinnu. Allar tegundir
véla — L ihead, T head, I head, Valve in the head 8-6-4-2-1
Cylinder vólar eru notaðar við kensluna, einnig yfir 20 raf-
magnsaðferðir. Vér 'höfum einnig Automobile og Tractor
Garage, hvar oer getið fengið að njóta allra mögulegra æfinga.
Skóli vor er «a eini, sem býr til Batteries, er fullnægja kröfum
tímans. Vulcanizing verkamiðja vor er talin að vera sú lang-
fullkomnasta í Canada á allan hátt.
Árangurinn af kenslu vorri hefir oss til mikillar ánægju sann-
fært bæði sjálfa oss og aðra um að kenslan er sú rétta og sanna.
—Skrifið eftir upplýsingum—ailir hjartanlega velkomnir til
þess að skoða skóla vom og áhöld.
GARBUTT M0T0R SCH00L, Ltd.
City Public Market Building. CALGARY, ALTA.
ur nóg í aðra - fimm — “og ef þér gætuð gert
vindlinginn lengri — já, þökk fyrir, nú er hann
ágætur.”
Meðan hann var að leiðbeina henni, snertu
fingur hans hennar við og við, en Nelly átti of
annríkt til að veita slíku eftirtekt.
“Á hann að vera svona? — Alveg eins og
lítið bjúga—er það ekki? En þegar eg sleppi
honum nú, þá dettur alt úr honum,” sagði hún
kvíðandi.
“Gerið svo vel að væta röndina á papp-
ínium með vörum yðar,” sagði hann, eins og
þetta leiddi af sjálfu sér.
Hún leit á hann og roðnaði ofurlítið.
“ Þá hafið þér ekki geð á að reykja hann,”
sagði hún kuldalega.
Hann starði undrandi á hana, svo brosti
hann.
“Reynið þér það,” eagði hann.
Hún ypti öxlum, vætti pappírinn og rétti
honum svo vindilinn.
“Eg skal reyna að gera betur næst,” sagði
hún, “því þér reykið eflaust annan.”
“Eg er liræddur nm, að eg reyki fleiri, en
yður þóknast að búa til,” sagði hann, “og eg
vil ekki nota mér greiðvikni yðar um of.”
“Ó, það er alls ekki ervið vinna að búa til
smávindla. Það er líklega réttast, að eg byrji
á þeim næsta strax. Hvemig lízt yður á hann? ’ ’
spurði hún og sýndi honum vindilimi, þegar
liann var fullgerður.
“Ágætlega!” svaraði hann. “Þér gætuð
safnað auð með því að búa til smávindla í Aust-
urlöndum.”
Hún leit hugsandi fram hjá honum á sjó-
inn.
“Eg vildi að eg gæti safnað auð—en eg
væri samt ánægð, ef eg gæti unnið fyrir mér á
einn eða annan hátt,” sagði hún, eins og hún
væri að tala við sjálfa sig. Svo bætti hún við:
“Eg vildi eg gæti unnið mér inn peninga, svo
eg gæti hjálpað Diok.”
Hún stundi um leið og hún þagnaði.
Hann horfði dreymandi á hana og sagði:
“Hugsið þér ekki um neitt—jafn óeðlilegt,”
tautaði hann.
Hún leit undrandi á hann.
“Er það óeðlilegt fyrir stúlku — unga
stúlku — að vinna fyrir tilveru sinni?” spurði
hún.
“Já,” sagði hami með áherzlu. “Kven-
fólk er skapað til þess að karlmaðurinn vinni
fyrir því — það á ekki sjálft að vinna.”
Nelly hló dálítið liáðslega.
“En það rugl! Eins og við séum brúður,
sem ætti að vefja innan í bómull með ilmjurt-
nm! Helmingurinn af kvenfólki í Shorae Mils
vinnur. Hafið þér ekki séð þær reka asna nið-
ur að sjónum til að sækja sand — hafið þér ekki
séð asnana með tvær stórar körfur sína á livorri
blið? Og þær þvo, strokka smér, standa á torg-
inu og selja. Eg verð að vinna, ef mamma
verður fyrir nokkru óliappi. Það hefir nún að
minsta kosti sagt svo ósegjanlega oft. Hún hefir
—hvað heitir það nú—lífeyrir, eða eitthvað líkt
því, og ef liún deyr, þá verðum við, Dick og eg,
að sjá fyrir okkur sjálf, segir hún.”
Hann svaraði ekki, en horfði á hana gegn
um þunna, bláa smávindlings reykinn. Hún
var svo fögur, svo barnsleg — já, svo ósjálf-
bjarga að útliti, þar sem hún lá í sólskininu með
aðra brúnu hendiua litlu undir fallega höfðinu,
en hina buslandi í sjónum. Hann fann skyndi-
lega til innilegrar meðanmkunar.
“Þetta er viðbjóðsleg veröld,” tautaði hann.
“Sýnist yður það?” spurði hún undrandi.
‘ ‘ Þúð ®ýnist mér ekki, að minsta kosti ekki í
dag. ’ ’
“Hví þá ekki í dag?” spurði hann forvit-
itn.
“Ó, það veit eg saimarlega ekki. Máske
það sé sólskinið, eða, ef til vill, makrílurnar —
hvað haldið þér?” Hún hló. “En eg er svo á-
nægð og laus við allar sorgir. Og samt sem áð-
ur hefi eg allan minn gamla kvíða, það er um
framtíð Dicks—og, alt annað. En í dag finst
mér að alt líti svo vel út og sé svo \x>naríkt. Af
hverju getur.það orsakast?”
V