Lögberg - 12.08.1920, Síða 4

Lögberg - 12.08.1920, Síða 4
Bla 4 LOOBRRG, PIMTOTAGINN 12. ÁGÚST 1920 erg Gefið út hvem Fimtudag af The Col- umbia Press, Ltd.,iCor. William Ave. & Sherbrook Str., Winnipeg, Man. TAIjSIMI: GARRV 416 og 417 Jón J. Bíldfell, Editor L/tanáskrift til blaðsins: T){E COLUMBI/V PRESS, Ltd., Box 3172. Winnipeg. ^aq. Utanáekrift ritstjórans: EDITOR LOCBERC, Box 3172 Winnipeg, fRan. Bölsýni. Bölsýnin, þegar hún gengur fram úr hófi, er eitt af þeim eyðileggingaröflum, sem vér mennirnir höfum við að stríða. Það er ekki einasta, að hölsýni, eða svart- sýni, leggist yfir þá, sem hún hefir náð tökum á, eins og farg, heldur leggur hana út frá þeim og út yfir samferðafólk þeirra á lífsleiðinni eins og ömurleg og illkynjuð vetrarþoka. Bölsýni hefir sjálfsagt verið fylgikona mannanna frá alda öðli, en þó teljum vér það vafamál, hvort hún hefir nokknrn tíma náð eins grímmum tökum á fólki eins og einmitt nú. Teljum vafamál, hvort skoðun fólks á lífinu hefir nokkurn tíma'verið eins ömurleg <?g hún er nú í dag. i Hvar sem menn mætast brýzt þessi tilfinn- ing — þessi lamandi bölsýni út hjá þeim. Umtalsefnin eru mörg, eins og gefur að skilja. En hvað almennast þeirra er dýrtíðin, og menn varpa öndinni þungan og jafnvel stynja sáran, því fjöldi fær á henni að kenna og þungar búsifjar veitir hún mörgum. En bölsýnin eða svartsýnin hjálpiar ekki í þessum efnum eða öðrum. Hún gerir ástandið að eins verra. Hún gerir erviðleikana, sem við er að stríða, miklu þyngri og erviðari viðfangs og fyllir sjálfa oss beiskju og óhug gagnvart mönnum og mál- efnum. Þegar um málefni er að ra*ða, sem erfitt og óhagstætt er fyrir land og lýð, þá er um að gera að sjá fleiri en eina hlið á því málefni. Það tjáir ekki að horfa að eins á ljótustu og hættulegustu hliðar málanna, heldnr þnrfa menn, ef þeir vilja halda jafnvægi í sálarlífi sínu og sörisum, að koma auga á hinar heil- hrigðu og hagnýtu hliðar mála þeirra, sem um er að ra>ða, jafnframt, og það er meira að segjfi eini möguleikinn til þess að fram úr þeim verði ráðið á viðunanlegan hátt. Menn geta dag eftir dag ausið út úr sér svo og svo miklu af ljótum orðum, sent frá sér svo og svo mikið af lamandi hugsunum, en slíkt bætir hvorki menn né málefni eða greiðir fram úr neinum erviðleikum. Það gjörir ekkert ann- a"ð en spilla, hefir aldrei gjört annað en eyði- leggja og mun aldrei gjö'ra annað. Þegar vér tökum npp blöð, sem viku eftir viku, mánuð eftir mánuð og ár eftir ár gjöra sitt ítrasta til þess að koma ósamlyndi á stað á milli einstaklinga og mannflokka, auka illindi og^hatur á mil.Ii hinna ýmsu stétta í félagslíf- inu, sem saman eiga að vinna í friði og bróð- erni, þá ofbýður oss ofurmagn ljótleikans og bölsýninnar. Þegar ljótleiki og bölsýni eru farin að ganga svo langt, að fólki nægir ekki sinn vanalegi skamtur, heldur kaupir hann dýru verði frá bölsýnis og ljótleika verksmiðjum. Ekki er neitt út á það að setja, þó einstak- lingar og blöð finni að því sem aflaga fpr, eða bendi á það sem ljótt er. Það er sjálfsagt og það hefir verið gjört hlífðarlaust vor á meðal í liðinni tíð. En þegar um aðfinslur er að ræða, hvort Iieldur er í sambaudi við menn eða málefni, þá f r það vanalega bölsýnin, sem hleypur með oss í gönur, sérstaklega ef oss er eitthvað í nöp við þá menn eða þau málefni, sem um er að ra>ða. Þá er ljótasta hlið mannanna eða mál- anna dregin fram. En sííkar aðfinslur eiga í raun réttri eng- an rétt á sér, því þær eru eingöngu hornar fram í heiftarhug og til þess að rífa niður, en ekki til þess að bæta, — bornar fram til þess að fylla fólk bölsýni og hleypidómum, en ekki til þess að gjöra það hæfara til að dæma á milli ^ess, sem er réttlátt og hins, sem er óréttlátt, hagnýtt eðá óhagnýtt, fallegt eða ljótt. Til þess að aðfinslur manna geti verið bæt- andi, þarf ekki að eins að sýna fram á það, sem ^iila hefir farið, heldur líka jafnframt hvernig mega bæta úr því og varást það í framtíðinnL og það á þann hátt, að menn finni að sá, sem út á setur, vilji bæta og að hann sjái ekki alla skap- aða hluti í gegn um gleraugu svartsýni og ó- sanngirni, heldur líka og miklu fremur í gegn um sjónauka bjartsýnis og réttlætis. ---------o-------- Mikil er samkvæmnin. Það var eins og stórblaðinu “Free Press” hér í bænum hefði verið gefin heil kaka með smjöri ofan á, þegar það rak sig á ummæli hins velmetna landa vors, prófessors Halldórs Her- mannssonar, um að það væri álit sitt að íslenzk tunga gæti ekki lifað til langframa í Ameríku. En um leið og blaðið lýsir fögnuði íiínum yfir þessu aliti H. íI..og því, að hann hafi komið , hér norður til þess að birta það, fer það lofsam- I legnm orðum um Islendinga, segir þá vera hina ma>tustu menn, op að þeir beri að minsta kosti að því er menning snertir, af öllum útlendingum er^til þessa lands hafi komið, og er þá mikið sagt, því margir þeirra þjóðflokka, er hér hafa reist sér bygðir og bú, eiga yfir mikilli menn- ingti og myndarskap að ráða. 0g ef vér Islendingar erum þeirra allra fremstir, eins og blaðið vill nú vera láta, þá skiljum vér ekki vel þá hagfræði, að það væri þeim sjálfum og öllum hinum þjóðabrotunum, sem hér búa, eða þessari þjóð hið mesta lán, að þeir losnðu «ig sem fyrst við þann lífsbrunn, er nærir og þroskar Iþessa eiginleika þeirra hina góðu, sem er fyrst og fremst tungan. En alt er breytingum undirorpið í þessari veröld, og þá líklega líka heilbrigð skynsemi. ----------------------o-------- Heimshættan mesta. Eftir Sisley Hvdlestone. 7. 1 Paris — höfuðborg Norðurálfunnar, mæt- ir auga mínu á alla vegu dansandi veröld, hlæj- andi hálfviltum gáleysishlátri, innan um dauða og gereyðing framtíðarhallanna. Ameríka er svo lang fvrir utan sjóndeild- arhringinn að glöggar myndir af ástandinu þar, eins og það í raun og veru er, fæ eg ógerla greint. Má því vera að auðgræðgi sú og éfnis- dýrkun, er þar hefir náð sér niðri, sé á einhvern hátt annars eÖIis, en öldur þær í sömu átt, sem Iiæst rí&a í Norðurálfunni. Ameríka hefir enn eigi gengið í gegnum sömu eldraunina og flestar þjóðir austan við haf — eigi enn orðið að lítt skiftum grafr^jt, eins og segja má um þær flest- ar hverjar. En þótt nú að afleiðingar ófriðarins séu eigi jafn ægilegar þar og raun befir 'á orðið í Norð- urálfulöndunum, þá hefir Ameríkuþjóðin enga gilda ástæðu fram að færa fyrir því, að ’krjúpa við nautnaborðið eða halda að í?ér höndum. Sjúkdóms einkennin eru hin sömu þar og annars staðar. Það er ný land- farsótt, -ný vejaldarplága á ferðum, sem roðið hefir Moskva í blóði, gert Vínborg að beina- grind, .Paris líka tæringarsjúklingi og sogið merginn úr Lundúnum og Berlín. Sama plág- an hefir farið-tierskildi um Balkanríkín og þeg- ar sett einnig fingraför sín á hið ameríska þjóðlíf._ Plága þessi er tiltölulega auðkend. Fyrstu einkenni hennar koma. fram í brjálæðisfullri fýkn eftir lélegustu tegund hinna svokölluðu skemtana. Allir vilja sýnast eitthvað annað og meira en þeir eru. Öldur stórglæpa og hermdarverka, rísa hærra og'hærra með hverjum líðandi degi. Sam- vúzkulausir okrarar rýja þá sem minni máttar eru inn að skyrtunni, og meðaumkun með oln- bogabörnum mannkynsins sýnist vera þorrin með öllu. Taumlaus auragirnd hefir náð heljar tök- um á þjúðunum. Allir vilja verða stórríkir á augnabliki og skeyta ekki vitund um með hverju móti periingarnir eru fengnir. Og að vinna, nema þá sem allra minst, er talið gan^a óhæfu næst. Þér getið heimteótt hvaða stórborg, er yður þóknast. Astandið er allstaðar svipað, sjúkdóinseinkennin svo að segja hin sömu. Þessi andlega óreiða, er vitanlega bein af- leiðing styrjaldarinnar. Hið; innra Hf fólks- ins hefir tekið mér liggur við að s'egja, of snöggum stakkaskiftum. Fjöldi manna, er áður höfðu heilbrigða dómgreind og störfuðu með hugarjafnvægi að hinum margvíslegu nytsemdarmálum, elsk- uðu heimili sín og hlúðu að þeim á allar lundir, hafa nú orðið þessari nýju veraldarplágu að bráð. Skemtana fýknin 'hefir lagt þá í læð- ing, Þeir hafa hngsað og hugsa um það eitt, að kjimast yfir peninga, með öllum ráðum helzt án þess að vinna, eða þá með sem allra minstri vinnu að hugsanlegt er. Þeir eyða daglega meira en innunnið er. Framleiðslan bíður óbætanlegt tjón. Einstaklingarnir tapa trausti, og sama er að segja um ptjórnarvöldin. Siðferðishugsjónin lýtur í lægra haldinu og svo er að sjá sem vitinu hafi verið stungin svefnþorn. Myndin, sem eg nú hefi málað/er kolbikuð, og það skal hreinskilnislega játað, að í þeim svörtu dráttum felst ekki sannl'eikurinn allur. T nútíðarlífinu, er sem betur fer, margt af heil- brigðum hugsjónum, sem hrint er í framkvæmd af vitrum mönnum og velviljuðum. 0g séu nokkur tök á að vernda þjóðarborgina gegn glöt- nn, hlífa henni sökum hinna fáu réttlátu er þar eiga dvöl, eins og komist er að orði í biblíusög- unum, ætti ekkert heiðarlegt meðal að vera iátið ónotað. Enginn má láta hinar hræðilegu 'stríðsaf- leiðingar Norðurálfunnar aftra sér frá því að T'étta hjálpar'hönd. Veraldarplágan nýja er þesis eðlis — sýk- ingarhættan svo næm, að svo fremi að eigi séu gerðar áhrifamiklar ráðstafanir til sóttvarnar þegar, í stað, sýnist eigi annað framundan, en menningarlegt skipbrot. , Eg skrifa ekki þenna greinarstúf í þeim tilgangi að dæma, heldur að eins til þess að benda á yfirstandandi heimshættu, sem í mín- um augum er hverri kvefpe>st skæðari, og ill- kynjaðri en nókkur sú plága, er heilbrigðis- völdin glímdu við á heljarslóð stríðsríkjanna. Nú er komið hátt á annað ár, síðan heims- ófriðnum mikla lauk, þó má svo heita, að alt sé enn á ringulreið. Auðvitað var þess eigi að vænta, að heimurinn kæmist í samt lag undir eins og síðasta skotið reið af. Að láta sér nokkuð því líkt til hugar koma, hefði vitanlega verið hinn me'sti bamaskapur, og í vissum skilningi kemst heimurinn aldrei í samt lag aftur; til þess em örin of djúp og mörg. Fátt var og eðlilegra en það, að vér yrðum að ganga í gegnum einhverskonar hálfgleymi fyrst í stað, eftir að sverðin voru slíðruð. Fagnaðar-víman, sem vopnahlénu og frið- arsamningunum fylgdi, hlaut að vara um nokkra hríð. En að hún skuli vara fram á þenna dag, og flestar umbótatilraunir látnar liggja í þagnargildi, verður eigi afsakað á nokkurn hátt. Millibilsástandið hefir varað óhæfilega lengi. Fagnaðar-víman, sem fyrst framan af var eðlileg, hefir snúist upp í vitfirring — andlegan dauðadans. — Menn spyrja sjálfa sig — það er að segja þeir, er eitthvað hugsa, hvað öll þau undur er yfir mannkynið dynja urn þessar mundir, muni i raun og veru tákna; hvort þau séu afleiðing þess að kynslóðir nútímans 'hafi aðhylst heim- spekí gra'sasnanna gömlu: “Etum drekkum og verum glaðir, því á morgun deyjum vér.” Eða hvort hér sé um að ræða forspil að nýju, alveg óþektu, framfara og afkasta tímabili. t hvortveggja tilfellunum, er sjálfsagt ein- hver sannleikur fólginn. Ný tegund örvænt- ingar, sem hvorki gerir vart við sig í gráti né gnístran tanna, heldur líkist stundum meir taumlausri ofsakæti, hefir náð yfirtökum á fjölda fólks. Það er eins og það haldi, að vír því að alt gangi 'svona 'seint, — stríðslöndin í flagi, engar alvarlegar tilraunir gerðar í umbóta áttina — ekkert gert til þess að ráða fram úr dýrtíðinni og nýjar stjórnarbyltingar ef til vill í aðsigi, þá sé alveg eins gott að drepa líðandi stund við drykk og dans — vera ekki með neinar grillur eða heilabrot yfir því hvað við tekur næst, eins og Loðvák XV. sagði. Sérhver sá, er man eftir skólafríum á sumr in, og jafnvel þótt eigi væri nema um fárra daga hvíld að ræða, hlýtur einnig að muna hve örðugt honum veittist að hugsa til nokkurs ákveðins starfs fyrst á eftir. Aginn er glat- aður. Daglegu starfsreglumar truflaðar. Vér slökum til við sjálfa oss á ný — einn hvíld- ardagur í viðbót ætti ekki að saka! Þeir sem verið hafa í her, skilja það ofur vel að enginn undirbúningur fyrir heilbrigð lífsstörf er jafn skaðlegur og heræfing. — Jafnvel á orustuvell- inum kom í ljós undarlegt sambland af værðar- þrá, eða leti, hrakningum og ströngum aga. Það er oft gott að losna við aga, en þegar slakaÓ er á tanmunum alt í einu, eftir margta ára ok, eftir að menn 'hafa tapað bæði áræði og elju. þarf ekki við neinu góðu að búa'st /fyrst í stað. Eftir svaðilfarir og hrakninga, finst oss ávalt vér eiga skilið nokkra uppbót. En sú uppbót er því rniður oftast falin í skaðsömum naut^um, sem verka á oss líkt og áfengi. Enginn hermaður kveið fvrir komandi degi. Enginn möglaði, þótt vinna yrði jafnvel miklu lengur á dag, en nauðsynlegt sýndist. Sá, sem óvfes var um líf sitt, þóttist vita að ó- þarft væri að bera kvíðboga fyrir lífsnauðsynj- úm morgundagsins. Þegar vér athugum með gaumgæfni hörm- ungarnar, sem mikill meiri hluti fólks átti við að stríða undanfarin ár af völdum siðspiltrar harðsfjórnar, hlýtur oss jafnframt að skiljast betur á hverju núverandi heims-óánægja er bygð. Af völdum hinna stöðugu heræfinga og her- búnaðar, hefir skapast ný, samvizklaus hern- aðar heim^peki, ef svo mætti að orði kveða. Einkenni hennar eru kæruleysi gagnvart mann- legu lífi, jafnt sínu eigin og óvinanna; fyrir- litning á eigin eignarrétti jafnt og nágranna sinna; virðingarleysi fyrir konum, alger fyrir- litning fvrir lögmáli tíma og eilífðar, — heim- speki, sem í eðli sínu getur ekkert annað verið en hjartalaus efnishyggja. Hættur samfélagsins hafa þúsundfaldast á örStuttum tíma, og á þeim verður eigi ráðin bót nema því að eins, að menn grafist fyrir or- sakirrihr og leggist allir á eitt með að lækna. Fólk það er 'heima >sat og engan beinan þátt tók í ófriðnum, fór samt sem áður eigi var- hiuta af afleiðingunum. Margir hverjir eru að leita að sjálfum sér þann dag í dag. Sam- ræmistengslin í starfi þeirra eru slitin. Alt er komið í sömu deigluna. Gömlu landamerkja- línurnar horfnar. Fólk hefir verið rifið upp úr þjóðerni'sjarðvegi forfeðra sinna með rótum. Þjóðernis-einkenni þess fótnm troðin ásamt helgustu minjum. Trúarbrögðunum fórnað á altari fégræðginnar. Sál fólbsins hefir verið brædd og endurbrædd í eldholi ófriðar-hlóðanna og mótnð eftir höfði valdþafanna. Það verð- ur ekkert áhlaupaverk, kostar líka mikið, að endurfegra sál fólksins og koma aftur á and- legu jafnvægi í veröldinni, eftir alla þá feikna truflun, alt það fádæma ósamræmi, sem við hefir gengist að undanfornu. Skorið hefir verið á marga, sterkustu, en um leið viðkvæm- ustu strengina, er haldið hafa þjóðlífinu sam- an. Fjöldinn er sýktur orðin af eigingirni og mannhatri. Ef eg væri spurður hvað helzt einkendi nútíðar kynslóð Norðurálfunnar, mundi svarið verða: eigingirni. Samstarfs - einkenni bý- flugnabúsins eru horfin með öllu. Hver reyn- ir að nurla út af fyrir sig, afskiftalaus með öllu um annara hagi, jafnvel þeirra, er líða nanð. “Eg sjálfur” er algengasta viðkvæðið. Þú efast ef til víll um sannleiksgildi frá- sagnav minnar og spyr hvort Norðurálfuþjóð- irnar hafa þó ekki lært það af stríðipu, að vinna saman i einingu í stað þess að hokra hver í sínu horni eins og áður gekst við; hvort eigi hafi ný þjóðerni skapast, þar sem engin voru áður, og Önnur hverfandi hlotið nýtt fjör; hvort þjóð- ernistilfinningin vfirleitt hafi eigi skýrst þann- ig, að nú viti hver einstaklingur hvar hann ^amkvæmt lögmáli náttúrunnar eigi heima. Þú kant enn fremur að segja, að hvarf einstaklingsáhrifanna sé þjóðfélagslegur gróði; <ið þýflngna-samvinnan hafi orðið ofan á, og að fólkinu sé það nú ljóst hve lítið verðmæti ein- staklingurinn hafi til brunms að bera, og þess ve.gna sé bæði réttmætt og sjálfsagt að fórna honum á altari fjöldans nær sem vera vill, og það eftirtölulaust. Þú ert ef til vill þeirrar skoðunar, að augu allra hugsandi manna hafi opnast svo greini- lega, að þeir séu nú sjálfum sér þess meðvit- andi, að eigi dugi til framtíðar að skifta sér að- eins af nánustu vinnm og vinum þjóðar sinnar, heldur þurfi einnig að sýna fyrverandi óvina- þjóðum einhvern mannúðarvott líka. Akjósanlegt mætti teljast. ef þessu væri þannig farið, en í mínum augura er það því mið- ur, enn sem komið er, óljós draumur. Slög niaimúðarhjartans eru en langt of dauf. * Sá einfaldi sannleikur, að vor jarðneska veröld sé í raun og ver.u að eins ein, hefir gripið þjóðar- meðvitúndina, að jninsta kosti í augnabliki, Ilvort sá sannleikur hefir fest djúpar rætur, er annað mál. Allir velhugsandi menn vonuðu að mann- úðar stefnan yrði framtíðar áttaviti kynslóð- anna. Andi þeirrar stefnu einkendi friðar og sáttatilraunir Wilsons forseta, og töfraði heim- inn um hríð — það var gamall sannleikur, — þó reyndar ávalt nýr. Var ekki hugmyndin um þjóðasambandið tilraun til þess að skapa, í andlegum skilningi, nýjan himin og nýja. jörð, stofna nýja, lifandi kirkju, ný mannúðar trúarbrögð, er vektu oss til brennandi meðvitundar um bræðralagsskyld una og drægju sem allra mest úr sjálfsdýrkun vorri? En liver svo sem afdrif þjóðasambands- ins kunna að verða, þá er hitt víst, að fagnað- arómar fyrsta þáttarins eru að miklu leyti dánir út. Og væri það ekki fyrir brennandi á- huga og ielju, tiltölulega fárra andans höfð- ingja, mundi mannúðarhj.artað hætt að slá og framtíðar hugsjónir trúarbragðanna glataðar. Hin hagkvæma trúarjátning fjöldans sýn- ist vera þessi: “Eg er þó alt-af isjálfum mér iia>stur, fjandinn hugsi um þá sem að baki eru!” Lýsing Carlyles á höggorma-körfunni, þar seni 'hvert kvikindi keppist við að láta bera sem mest á sér á kostnað hins, er átakanleg blik- mynd af samfélags-ástandinu, eins og því er skipað. Framh. Þjóðrækni og þjóð- ræknisfélag. Ræða flutt á Islendingadaginn í Winnipeg 1920 af J. J. Bíldfell. Heiðruðu tilheyrendur! það var nálega á elleftu stundu, að eg var beðinn að tala 'hér nokk. ur orð fyrir hönd þjóðræknisfé- lags Vestur-íslendinga. Félag sem að sumir af löndum vorum hér vestra hafa verið efins um hvort ætti að vera, eða ekki að vera, eins og Shakespeare sagði. Eg veit að þið vonist ekki 'eftir löngu máli frá mér í þessu sam- bandi, enda hafið þið nú þegar, hiýtt á langar og miklar ræður, og svo í til'bót er það tekið fram á skemtiskránni, að þetta eigi ekki að vera ræða Teldur ávarp. En nokkrum orðum vil eg samt fara um það, hvort vér Vestur- íslendingar eigum að vera, eða ekki að vera þjóðræknir menn og konur. Og þegar eg tala um þjóðrækni, eða ræktarsemi við þjóðararf, þá á eg við þjóðararfinn íslenzka, þann lífskjarna ihinnar íslenzku þjóðar, sem hefir verið henni “at- hvarf á tímanna braut” og sem vér Ves(tur-íslendingar er að heim an komum, og þeir sem hér eru uppaldir, eigum í smærri eða stærri stíl — sem lifir í sál vorri, og verkar í lífi voru, að meiru, eða minna leyti, hvort sem það er oss sjálfum meðvitandi eða ekki, því eiginleiki, og lyndiseinkenni þjóða hverfa ekki, þó þsíf flytji buferl- um, úr einni sveit í aðra, úr einu landi í annað, og þá ekki frekar þó að vér höfum flust búferlum frá ættlandi voru Islandi, og til Ameriku. — Vér erum hold af holdi hinnar íslenzku þjóðar, og bein af hennar beinum —Vér og afkomendur vorir í langa tíð. — pví eins vissulega og segulnál- ift leitar pólsins, svo sannarlega koma lyndiseinkenni foreldranna og ættstofnsins, Vond eða góð, nýt, eða ónýt, fram í afkomendunum, og eri* að mjög miklu leyti afl- stöð lífs þeirra. Pjóðræknin er sá eldur, er skær- ast hefir logað á arni þjóðanna, og mestan yl hefir fært að hjarta rótum þeirra —1 sem mest líf'safl hefir vakið í sálum þeirra, og gefið þeim mestan þrótt til fram- kvæmda, að eilífðarvon mannanna einni unúanskildri. ÁvísaDir lil Evrópu. unai Vér getum verið yður hálp- legir með að senda pen. inga með pósti eða síma til eftirfylgandi staða: British Isles Greeceúúúú Bretlandseyja Grikklands Frakklands Danmerkur ítalíu Svíaríkis Belgíu \ . Noregs Serbíu Roumania eða Svisslands. THE RDYAL BANK OF CANADA Höfst. og varsj. $35,000,000 Allar eignir $558.000,000 Sýnið mér framfaraskeið þjóð- anna, og eg skal sanna að undir öllum kringumstæðum, og í öllum tilfellum logar sá þjóðræknís ,eld- urinn glatt á arni þeirra. Sýnið mér einstakling aftur á móti eða þjóð, þar sem ræktarsem- in, við minningu feðranna, er dauð, reða dofin, og kærleikurinn til samtíðarmannanna kaldur, og eg skal sanna að líf þess manns eða þeirrar þjóðar er í afturför og auðn. pjóðræknis tilfinningin er hrein og heilög, því hún vekur og þroskar hinar göfugustu hugs- anir í huga mannanna, og heit- pstu tilfinningar I sál þeirra. Hún knýr mennina fram til þess að offra kröftum sínum, lífi og fé, í þarfir samtíðarmanna sinna. Lítum til vorrar eigin þjóðar, hve rík er ekki saga vor af miínn- um, sem voru til þess búnir að offra fé og fjöri til heilla þjó& sinni — Menn sem elskuðu þjóft vora fölskvalaust og möttu meira hennar hag, en sinn eigin. Menn eins og Jón Sigurðsson, sem hefðu getað átt kost á auð og útlendrí upphefð en höfnuðu hvorutveggja til þess, að vinna þjóð sinni, oft Auður er bygður á sparsemi Ef þú þarft að vinna hart fyrir peningum þín- um, þá láttu paningana vinna hart fyrir þig. Sparisjóður vor borgar 3 prct. árlega og er vöxt- unum bætt við höfuðstólinn tvisvar á ári. THE ÐOMINION BANK NOTRE DAME BRANCH, W. H. HAMILTON, Manager. SELKIRK RRANCH, - • W. E. GORDON, Manager. i

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.