Lögberg - 26.08.1920, Blaðsíða 2

Lögberg - 26.08.1920, Blaðsíða 2
his. 2 LÖGBERG FIMTUADGmN 26. ÁGÚST 1920. Hættulegir fiskar í sjó og vötnum. Eins og menn vita, eru hættur hafsins margar og margvíslegar. Hættur, sem öllum sjómönnum og sjófarendum eru kunnar, af völd- um veðra og dýra. En oss hefir verið kent að hugsa um hin stærri sjávardýr sem hættulegust, enda þótt það muni vera nokkuð misjafnt og fari eft- ir því hvar í heiminum menn eru staddir, hvaða fiska elða sjódýr menn óttast mest. Vér íslendingar (höfum ekki vanist neinni sjódýrategund, er hættuleg sé fiskimönnum, nema ef vera skyldi hákarlinn. En það eru ekki allir jafn hepn- ir. Við strendur Englands og í vötnum og ám er fiskitegund sú, sem pike nefnist. Fiskur sá hef- ir langar og skarpar tennur og getur orðið feikilega stór, og er einkennilegur fyrir hve grimmur hann er; til dæmis er það haft á orði, að eitt sinn hafi náttúru- fræðingurinn Chalmonilley-Pen- nell verið við veiðar að gamni sínu í Tihames-ánni, og einn af þessum fiskum, pike, festi sig á öngli hans, og eftir að þeir voru búnir að eigast við all-lengi, og fiskurinn var kominn upp á þurt land, stökk hann í loft upp og læsti tönnunum í læri veiðimanns- ins fyrir ofan hné, og hélt því taki unz kjaftur hans var sp$nt- ur s^ndur með verkfærum. Annar fiskur er það sem brezk- ir sjómenn varast að inníbyrða án þess að rota hann fyrst, en það er hinn svo kallaði Conger áll; hann hefir hvassar tennur, og er svo sterkur í kjaftinum að furðu sæt- ir, og þar á ofan er hann svo fljótur til að rífa og liðugur í öll- um hreyfingum, að mjög ilt er að eiga við hann, og er líklegur til þess að gjöra stórskaða áður en við verður gert, ef honum er gefið tækifæri til þess. Eins grimmur og Conger állinn er, þá er hann þó meinleysið sjálft hjá annari ála-tegund, sem nefnd ei Green Moray. þeir eru fagur- grænir á lit, hausinn er langur og fremur mjór og úr augunum, sem eru nokkuð stór, starir svo á- kveðin grimd að furðu sætir. Enda er Moray állinn ein af allra grimmustu tegundum sjódýra, og er einkum að finna sunnarlega í Norður Atlanzhafi, nálægt Ber- muda eyjum. Einu sinni var Bandaríkjamað- ur ásamt svertingja á litlum bát að veiða á stöng skamt frá landi í feermunda, og fékk hann einn af þcssum Morayálum á öngul sinn, en undir eins og állinn rak haus- inn upp úr sjónum og svertinginn kom auga á hann, greip hann hníf og ætlaði að skera á færið hjá Bandaríkjamanninum, og þegar þann fékk ekki að gera það, ætlaði hann að ganga af göflunum af hræðslu. Bandaríkjamanni tókst að jnnbyrða skepnu þessa, en hann hafði ekki fyr slept álnum í bátinn en hann hringaði sig og ætlaði sér víst að ná í eitthvað ætilegt í bátnum, en klipti stykki úr sjálfum sér. En Bandaríkja- maðurinn beið ekki eftir að hann léti meira til sín taka í bátnum, grípur. broddprik, stingur því í varg þenna og kastar honum út- byrðis Fyrir fimtán árum rak einn af þessum Morayálum á land í At- lantic City, eftir ofsaveður. Mað- urinn sem fann hann hélt að það væri sjóormur, sem menn þykjast vita að til sé höfunum. Hann var tólf feta langur með tvær raðir af tönnum í skoltinum, sterklegum og hárbeittum. Við Vestur India eyjarnar er fiskur, sem Barracoutá nefnist, langur og mjór. Hann er bláleit- ur á bakinu en grár á kviðnum og er svo fljótur í förum að furðu ■sætir. Sagt er að fiskur þessi ráð- ist á fólk í baðstöðum og á sundi og veiti því ægilega áverka, enda eru eyjaskeggjar mjög hræddir við hann. Margar fleiri fiskitegundir ! mætti telja upp, svo sem stóra Rayfiskinn, sem er í lögun eins og skata, með tvö horn undir augun- um, sem eru græn á lit, halinn er sem spjót í laginu, og leggur fisk- urinn með honum til þess, sem hann vill yfirvinna, og er sár það í flestum tilfellum banvænt. — Fiskur þessi, sem verður mjög stór, heldur sig á sandblettum irnan um hraunsnaga, og í góðu veðri kefflur hann oft upp úr sjónum og skellir sér svo á hann aftur, og heyrist buslið í honum oft langar leiðir. Allir hafa heyrt talað um sverð- fiskinn, sem getur orðið stór og hættulegur þegar hann rennir sér á eitthvað, eins og sjá má í safn- húsinu brezka í Lundúnum, þar pem sýndur er eikar.planki af vanalegri þykt, sem einu sinni var í skipsbotni, og sverðfiskur rak sig á, og stendur sverðið í gegn um plankann þann dag í dag, til merkis um hættuna, sem af þess- ari skepnu hafsins getur staðið og því feykilega afli, sem henni er lánað. En hið ægilegasta af öllu ægi- iegu, sem í hafinu býr, er þó átt- ungurinn (Caphalopoda), Djöful- fiskurinn, eins og margir kalla hann. Um þennan fi^k eða þessa skepnu hafa margar sögur verið þeirra hafa þó skýrt frá honum eins og hann er. Arið 1897 rak part af einni þessari skepnu á land nálægt St, Augine, Florida, og var þessi partur veginn og reyndist að vera sex tonn á þyngd, sem er helm- ingi þyngra en fullvaxinn fíll af vanalegri'ietærð. pessi áttungur hefir hlotið að hafa um sjötíu og fimm feta arma, eða geta teigt sig yfir 150 feta breitt svæöi. pað eru ýmsar tegundir af þess- ari sjóskepnu, alt frá hinum al- þekta áttung, sem oft veiðist við vesturströnd Ameríku og sem er sýndur á mörgum sýningastofnun um, og til hinna ægilegu djöful- fiska, sem eru í líkingu við þann, sem rak á land í Florida. Sjódýr þetta er að finna í öll- um höfum, nema í Norður Atlanz- þafi, og þarf ekki að vera mjög stórt til þess að vera afar hættu- legt. Margar sannar sögur eru til um viðureign manna við áttungana. pað var til dæmis við Melbourne árið 1879, að kafari einn í stjórn- arþjónustu var að verki sínu á mararbotni þar sem áin Moyne rennur í sjóinn, þegar einn af átt- ungum þessum læddi einum af örmum sínum, sem alsettir eru sugum, er festast í holdi manns, aftan á háls honum og yfir annan handlegginn, svo hann mátti hvergi hræra hann. 'Með lausu hendinni gat maSurinn náð í járn- karl lítinn, sem hann hafði við vinnu sína, og lét hann ganga á áttungnum sem hann gat, en það kom fyrir ekki, og ekki gat hann losað sig fyr en hann hafði rist áttunginn nálega i sundur meS hnífi, sem honum tókst að ná í. Árið 1873 voru tveir fiskimeHn við veiðar í Conception firSi við Newfoundland á bát; sáu þeir þá hvar lá í sjónum skamt frá þeim eitthvað, sem þeir héldu aS væri rekald af skipi, og réru í áttina til þess. En þegar þeir komu nær, sáu þeir glampa í hin ægilegu augu áttungsins, sem þar lá í vatnsskorpunni og hafði ekki aug- un af þeim. Mennirnir urðu mjög skelkaðir og ætluðu aS reyna að snúa við, en aður en þeir fengu svigrúm til þess reis einn af örm- um djöfulfiskjarins upp úr sjón- um og vafði sig yfir bátinn. í einhverju ofboði greip annar mað- urinn sem í bátnum var, exi og hjó á arm dýrsins og tókst að höggva hann í sundur; lét þá fiskurinn bátinn lausan, en spýtti frá sér svo miklu af biksvörtum lög, að sjórinn umhverfis varð allur svartur. Mennirnir náðu þessum parti af armi fiskjarins, sem þeir hjuggu af, er var nítján úrugripasafni í Newfoundland. Árið 1899 voru nokkrir Tatoosh Indíánar við fiskveiðar í Neah- firðinu á Kyrralhafsströndinni. þeir höfðu hvorki net né öngla til veiða, heldur broddstafi, er þeir stungu fiskinn með, og voru stafirnir stórir eða smáir eftir því hvaða tegund fiskjar veiða átti. Eftir að þeir höfðu setið stundar- Jcorn við veiðarnar, sá einn af þeim til fiskjar, sem hann hélt að væri ungur hvalur, og benti fé- lögum sínum. Stærsti veiðibát- urinn í förinni, sem var fjörutíu fet á lengd, gaf sig fram til þess að ná ihvalnum, og réri í áttina til hans. En þeir höfðu ekki farið langt áður en einn af skipverjum kallaði upp: “Djöfulfiskur.” peir stönzuðu bátinn tafarlaust, en þorðu ekki að snúa við, svo þeir ihöfðu aftur á, sem ekki varð held- ur til neins, því skrimslið kræktf einum af örmum sínum yfir bát- inn o'g muldi hann í spón. Menn- irnir köstuðust allir í sjóinn; tvo þeirra náði djöfulfiskurinn í og dró undir sig, en hinir sukku. Pegar hinir fiskimennirnir sáu hvað fyrir hafði komið tóku þeir sig upp og réru allir að djöfulfisk. inum eða eins nærri og þeir þorðu, og létu stingina ganga á skrokk hans og tókst um síðir að vinna á honum og ná honum til lands. Hann var fimtíu fet á breidd og vóg 2500 pund; og á hverjum armi hans eða rana voru 350 sugur misjafnar að stærð, sumar eins stórar og undirbolli, en aðrar á stærð við títuprjóns- haus. — (Lausl. þýtt.) ------o------ Þjóðrœkni. LÆKNAÐIHÖF- UÐ-VERKINN MARGRA ÁRA pJÁNING LÆKN- AST MEÐ “FRUIT-A-TIVES” 112 Hazel St., St. John, N. B. “Með stórri ánægju rita eg þetta til þess að láta yður vita bve mikla blessun eg hefi hlotið af meðali yðar, “Fruit-a-tives” unnu úr ávaxta safa. Eg þjáðist árum saman af stýflu og höfuð- verk og ekkert ugði, fyr en ‘Fruit- a-tives’ komu til sögunnar. Eftir að hafa lokið úr fáeinum hylkjum, var eg gersamlega láus við kvilla mína og hefi aldrei kent mér meins upp frá því.” Miss Annie Ward. 50c. hylkið, 6 fyrir $2.50, og reynsluskerfur 25c. Fæst í öllum búðum, eða gegn fyrir fram borg- un beint frá Frúit-a-tives, Limit ed, Ottawa. sagðar og skráðar, en fæstar feta lan8ur og er til sýnis á nátt- (Eftir Lögréttu.) íslendingar vestan hafs hafa fyrir nokkru stofnað með sér fé- lag, sem þeir kalla pjóðræknisfé- lag. Tilgangi þess félags er þann vevg lýst, að það eigi að stuðla að því, af fremsta megni, að íslsnd- ingar megi verða sem beztir borg- arar í þjóðlífinu vestan hafs, og ötyðja og styrkja íslenzkar bók- mentir í Vesturheimi, og að efla samúð og samvinnu milli íslend- inga austan hafs og vestan. Hér heima hefir svo aftur verið stofn- að annað félag, sem heitir íslend- ingur, og á það eftir föngum að vinna með hinu félaginu a nán- ari samúð og samvinnu íslendinga austan hafs og vestan. pessi félagsskapur mun þó hér heima vera fremur lítið útbreidd- ur nema í Reykjavík, og athygli manna og áhugi á honum ekki mikil alment. Sumir, sem teljast vilja leiðtogar og lærifeður og manna mesta ánægju hafa af því að tala m frelsi og föðurlandsást, hafa jafnvel þurft að senda þess- um samtökum hnjóðsyrði og hnút- ur. En þeir eru fáir. Hinir eru miklu flestir, sem sýnt hafa þeim kæruleysi og afskiftaleysi. Fé- lagsskapurinn ,er borinn hér uppi af tiltölulega fáum mönnum, enn gem komið er. pó hefir hann ekki verið aðgerðalaus. Góður maður, séra Kjartan Helgason, hefir ver- ið sendur vestur til fyrirlestra- halds. En vestra virðist félags- skapurinn fjölmennur og áhugi manna almennur. pað gerir gæfumuninn. hefir þar orð fyrir féláginu um framtíð i íslenzks þjóðernis í Ame- ríku, í grein sem hann kallar þjóðararf og þjóðrækni. Aðalvand- inn, sem Vestur-íslendingar eiga við að stríða í þessu efni, er sá, hvernig þeir geti komið því við að vera í senn góðir íslendingar og góðir borgarar þess lands, sem þeir hafa fluzt til, meðan þeir eru þar á annað borð. pví það er -Vestur-íslendingum nærri því ó-i kleift — og væri*varla æskilegt —; að “girða í kring um íslenzka hóp- inn hér — gera sjálfa oss og niðja vora að eilífum útlendingum í þessu landi”, eins og G. G. kemst að orði. Hann bendir fíka á, að þessi einangrunar tilhneiging geti gert út af við sjálft íslenzka við- haldið og er það sjálfsagt rétt. En hann bendir líka á annað, sem hinum flokknum hættir við, sem sleppa vill alveg hendinni af þjóð- ernissamtökunum, og vill reyna að renna undir eins saman við enskt þjóðlíf, og það er, “að svo hvimleitt sem það et að ala upp þjóðernisgorgeir í sjalfum sér, þá er þá hálfu verra að beygja sig undir þann löst, þegar hann lýsir sér í fari innlendra.” Ef til vill fer svo, að einhvern tíma í rás aldanna verði íslend- ingar og aðrar innflutningsþjóðir að láta þjóðerni sitt í Vesturheimi. )En það er hvorki tími né ástæða pú til þess að gera sér leik að því að glata þjóðerninu. Og þess vegna eiga íslendingar vestra að halda því, á grundvelli pjóðrækn- isfélagsins, og lslendingar eystra að styrkja þá til þess. Öll þjóðernismál eru viðkvæm vandamál. pau eru viðkvæm af því, að það er skiljanleg mannleg tilfinning, að vilja vernda og vera sárt um það þjóðerni og þá tungu, pem maðurinn sjálfur hefir erft og alist upp við, sem hefir mótað hann og hefir mótast af honum — sem hann hefir lifað og hrærst í. pau eru vandamál af því, að þjóð- ernin eru mýmörg og margvísleg, en geta þó ekki einangrast hvert frá öðru — heldur verða að hafa meiri og minni samskifti. En vandinn er að koma þeim sam- skiftum þannig fyrir, að allir að- iljar hafi fullan hag af, án þess að gengið sé á það, sem hver um sig mundi kalla þjóðernislegan rétt sinn. Allir þeir, sem eitthvað kunna i almennri sögu vita það, hvaða áhrif þjóðernisdeildirnar hafa haft á sambúð þjóðanna oft og einatt. Fáum málum hefir ef til vil verið eins misbeitt eins og þjóðernismálunium, fáar tilfinn. ingar verið þyfitar eins t í vatns- graut innantómra orða og svo- pað hefir verið rætt og ritað mikið um ameríkuferðirnar og út- flutning íslendinga. Einu sinni orti t. d. Ben. Gröndal um það: pó örvænti margir og uppgefn- ir sé og Ameríka þylji um gnóttir og fé hver vill því skeyta og skapa sér tár og skera úr sér ihjartað, sem sló í þúsund ár. Margir hafa legið þeim á hálsi, sem “svikið hafi landið”, hér væri “nóg um björg og brauð,” ef þeir hefðu nent að vinna hér, það sama og þeir vinna þar. Margt er sjálfsagt rétt í þessu og líka all- mikið af ósanngirni. Sérstakar á- stæður voru ihér, þegar vestur- flutningarnir voru mestir, og síð- ^n alla tíð verið geyt lítið til að laða menn ihér að landinu og at- vinnuvegum þess. En hvað sem um það er, þá er það sjálfsagt fétt, sem séra Rögnvaldur segir í annari grein í tímaritinu um þjóð- ræknissamtök íslendinga í Vestur- heimi, áð útflytjendurnir hafi ekki haft þjóðernisleg fataskifti um Jeið og leystar voru landfestar né gengið úr ætt, eiris og sauður gengur úr reifi. Og greinilegt tákn þess, að þeir vilji það ekki heldur hér eftir, er einmitt stofn- un pjóðræknisfJlagsins. ‘ En á þá stofnun pjóðræknisfé- lagsins nokkurt erindi til íslend- inga hér heima — snertir það nokkuð þá sérstaklega? Ef marka ætti það eftir þeim undirtektum, sem félagsskapurinn hefir fengið hér heima — mætti ætla að það væri harla lítið, sem Austur-ís- nefnd ættjarðarást og frelsisþrá. I lendinga varðaði um þetta, íslendingar hafa auðvitað ekki farið varhluta af þessu, — hvor- ugu megin hafsins. pað er þess vegna einkennilegt, að taka eftir þeim anda, sem ræður í rithætti hins nýja tímarits þessa pjóð- ræknisfélags og þeim skoðunum, sem þar koma fram á þessum málum. Og af því er ekki ástæða til að ætla annað, en að ef félög- unum tekst að vinna á borði í sama anda og þar kemur fram 1 orði, þá megi fslendihgar beggja megin hafsins vel við una og þjóð- ernisálunum séður sæmilegur far- borði. Séra Guttormur Guttormsson harla líti,ð, sem þá varðaði um það hvað yrði um hér um bil fimtung allrar þjóðarinnar. Nágranna- þjóðir okkar, bæði einstaklingar og ríkin, verja stórfé árlega til að halda við sambandinu við útflytj- enda nýlendur sínar í öðrum löfid- uín og álfum. En hér er ekki aðhafst. pað, sem hér’ vantar í þessu máli, er almennur skilningur manna um alt land — og víðar en rétt í Reykjavík — á því, að sam- vinnan á milli íslendinga beggja megin hafsins sé nauðsynleg og féttmæt. pví það er hún. pegar sá skilningur er fenginn, getur Copenhagen Vér ábyrgj umst það aí vera algjörlega hreint, og það bezta tóbak í heimi. Ljúffengt og endingar gott, af því það er búið til úr safa miklu en mildu tóbakslaufL MUNNTOBAK fyrst vaknað sá áhugi, sem einn getur komið einhverju hagnýtu /Og varanlegu í framkvæmd í þessu ,máli. Og verksviðið er nóg. pjóð- ernisfélagið gæti látið mörg mál til sín taka vestra og margt bætt t.d. í bókmentum og iblaðamensku, og sent ýmsa strauma hingað , heim, frá þeirri pienningu, sem því er þar næst. Og íslendingar heima geta veitt þeim ýmsan styrk — og haft sjálfir gagn af því um leið. Hreyfingin má bata ekki kafna í fögrum loforðuiÁ og fag- urgala. Hún er ekki sköpuð til að skrifa og skrafa — heldur til að lifa og starfa. Hún er íslenzkt menningarmál. Austur Afríka gerist Brezk nýlenda. Landsvæði það í Austur-Afríku, sem Bretar ,hafa haft hliðsjón með, hefir nú gerst hluti hins brezka veldis. Ef til vill kemur þetta undar- lega fyrir sjónir þeim sem ’héldu að British East Africa væri í raun og sannleika partur hins brezka ríkis, en» það var misskilningur, því Bretar höfðu að eins vernd- unarrétt til þess. En eftir að íbúum landsvæðis þessa frá Evrópu fjölgaði til muna, fóru menn að finna til þess, að ákveðið samband við Bretland var hagkvæmara en að eins verndunarréttur. pessi hluti Austur-Afríku er nú kominn á þann rekspöl, er Örugga og ákveðna stefnu þarf að taka í öllum framfaramálum, ekki sízt þeim verklegu, og er það auðveld- ara, þegar framkvæmdarvaldið er komið óháð í hendur heima- manna. Hluti sá, er Evrópumenn hafa bygt af þessu nýlendusvæði, er ekki stór, borinn saman við heild- jna, en samt er hann fyllilega eins ptór og Wales, og tala íbúanna er um 10,000 hvítra manna, en um 20,000 hinna blökku. Verzlunar viðskifti þessa fólks hafa numið $20,000,000 árlega og framleiðir það til útflutnings margar tegundir af nauðsynja- vöru, svo sem hamp, kaffi, kart- öflur o. s. frv. Lítið er um vegi og járnbraut- ir þar syðra, eg er það lífsspurs- piál að bæta sem fyrst úr því, enda á allstór hluti af $25,000,000 láni, sem nýlenda .þessi er að taka, að ganga til þess að bæta úr þeirri þörf. Nafn þessarar nýju nýlendu er ekki British East Africa, eins og lá næst að 'halda, heldur Kenya. og er það nafn dregið af hinu ein_ kennilega fjalli í Afríku, sem ber það nafn. Fjall það er 17,007 fet á hæð, þar sem það er hæst, en rætur þess eru skógivaxnar og þaktar hinum fjölbreytta og fagra gróðri hitabeltisins. Ofur lítil spilda af landi með- fram strönd nýlendu þessarar, 10 mílur á breidd, var undanskilin þegar nýlendan gekk inn í sam- bandið, og er sú spilda undir um- sjón stjórnarinnar í Kenya. , BLUE MBBON TEA Það er auðvelt að segja eitt- hvað vera gott, eu það er annað að sanna það. Blue Ribbon Te stenzt reynsluna. REYNIÐ ÞAÐ. Leggið peninga yðar inn á PROVINCE OF MANITOBA SAVINGS OFFICE Með þvLað skifta við Sparisjóð Fylkisstjórnarinnar fáið þér 4% í vöxtu—einum þriðja meira en vana- legt er. Öll Innlög Ábyrgst af Stiórninni pagnarskyldu stranglega gætt—enginn annar fær að vita um viðskifti yðar. Má Taka Út Peninga Nær Sem Er, Stjórnin stofnaði þessa Sparisjóði yður til hjálpar. í þessum stofnunum er Dollariíín avalt Hundrað (100) Centa virði. Lejtið upplysinga hjá fyrstu Sparisjóðs- deildinni, sem stofnuð var að 872 Main Street, Winnipeg (Milli Dufferin óg Selkirk Sts.) Opin skrifstofa: frá 10 f.h. til 6 e. h., en* á laugardögum til kl. 9 e. h. Aðrar skrifstofur að 335 Garry Street 274 Main Street Ef þér eigið heima utan bæjar, þá skrifið eftir bæklingnum: “Banking by Mail’” Utanáskrift: PROVINCE OF MANITOBA SAVLNGS OFFICE 335 Garry St., Winúipeg /

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.