Lögberg - 26.08.1920, Blaðsíða 4

Lögberg - 26.08.1920, Blaðsíða 4
BU 4 LOiSBURG, nMTUDAGINN 26. ÁGÚST 1920. Sögbtrg Gefið út Kvem Fimtudag af The Col- umbia Press, Ltd.^Cor. William Ave. & Sherbrook Str., Winnipeg, Man. TALSIMI: GAKIiY 416 og 417 Jón J. Bíldfell, Editor Utanáakrift til blaðsins: THE C0LUHBI4 PRESS, Ltd., Box 3172, Winnipeg, IRar). Utanáskrift ritstjórans: E0IT0R LOCBERC, Box 3172 Winnipeg, ^an. VERÐ BLAÐSINS: $2.00 um árið. llllltllllillllillliilllllPI!IIIUIlllllll!ill|i;millll!i[llllllllllllllllllll!iBl!lll Sameign og samvinna. Þegar Þjóðræknisfélag Vestur-lslendinga var stofnað og félagið fslendingur í Reykjavík, variþað eitt af aðal hlutverkum þeirra félaga, að efla samhug og samvinnu milli Austur- og Vest- ur-íslendlnga, samvinnu, sem ekki væri að eins í munnum manna og á pappírnum, heklur í raun og sannleika. Það er fátt, sem oss Vestur-íslendingum má verða giftusamlegra í baráttu vorri fyrir við- haldi þess af okkar þjóðararfi, er farsælast og traustast heífir reynst í samkepninni í þessu landi og víðar um heim, en sam-eign og samvinna vor við heimaþjóðina, í og með framfara- og drengskaparmálum hennar að fornu og nvju. Vér vitum vel, að ]»að er naunoast hægt að hugsa sér, að sameign og samvinna geti átt sér stað á öllum svæðum starfsmálanna, enda gjör- ist þess ekki þörf. Nóg að vera sér þess með- vitandi, að á svæði móla þeirra, sem sérstak- lega snerta farsæld og sóma hinnar íslenzku þjóðar, og líka þjóðarbrotsins fyrir vestan haf, eða hvar sem íslendingar eru niður komnir, þá eru þau mál skyld öllum íslendingum—þeir eiga ]>au allir og eiga að vinna í bróðerni og sameiningu að framgangi þeirra. Eitt af }>eim málum, er sameiginleg ættu að vera, §era sameiginleg hljóta að vera öllum Islendingum, og þá að sjáífsögðu oss Vesur- fslendingnm líka, er ininning hinna göfugustu manna þjóðar vorrar, manna, sem ekki eru eign neinnar sérstakrar sveitar eða sýslu, heldur allrar þjóðarinnar — manna, sem með lífi sínu hafa auðgað svo hið litla þjóðfélag vort, að það er fegurra, hreinna og glaðara fyrir það, að þeir lifðu í því. Nýlega lósum vér áskorun frá löndum vor- um í Kaupmannahöfn til íslenzku þjóðarinnar, —það er að segja íslendinga á ísíandi og kann- ske í Kaupmannahöfn, um að leggja fram ofur- litla fjárupphæð til þess að reisa skáldinu Jó- hanni Sigurjónssyni bautastein. Sjálfur tók Jóhann í taumana að því er fyrirkomulag og efni í Jegstein á leiði hans snertir, svo að féð er þurfti til þess að reisa hann, var ekki tilfinnanlegt, að eins 1,500 til 2,000 kr., og því náttúrlega engin fyrirstaða á að fá það lagt fram í Kaupmannahöfn og heima á ættjörðinni. En það er ekki aðal atriðið. Aðal atriðið er, að hér ræðir um að vernda minningu eins af hipum mætari nútíðarmönnum þjóðarinnar, manhs, sem ekki vmr eign Þingevjarsýslu að- eims eða fslands, heldur var hann að verða og var að voru áliti orðinn eign allrar íslenzfku þjóðarinnar. Vér getum ekki lesið í hug og hjarta for- göngumanna þessara mála hjá þjóð vorri, en oss virðist að það sé aðallega tvent er ráði því, að gengið er fram hjá oss Vestur-lslendingum. Pyrst blátt áfram hugsunarleysi, og mun því, því miður, helzt um of til að dreifa. t öðru lagi, að bræður vorir þar heima líta ekki lengur á oss sem part af hinni íslenzku þjóð, og er það dálítil vorkun, og má til sanns vegar færast að því er Korgaraleg lög snertir. En vér erum enn, ef ekki eitt, þá svo skyldir í anda og endurminningum, að oss finst óviður- kvæmilegt af bræðrum vorum heima eða í Kaupmannahöfn, að ganga fram hjá oss með hógværri fyrirlitning, þegar um slík mál er að ræða. Vér höLdum því ekki fram, að Vestur-Is- lendingar mundu styrkja öll þau minninga- eða minnisvarða fyrirtæki, sem löndum vorum heima dytti í hug að hrinda af stokikum, né held- ur, að þeir mundu leggja stórfé til þeirra margra. En vér vitum, að minning sumra manna íslenzku þjóðarinmjr ef þeim svo kær, að }>eir vildu eiga dálítinn þátt í áð heiðra hana og eiga ítak, stórt eða smlátt, í þeim minnis- merkjum, er reist eru á ættjörðinni til minn- ingar um þó menn, sem á sérstaklegan bátt hafa verið vernd og skjól íslenzkri menning, ekki að i'ins á ættjörðinni, heldur og hinum burtfluttu íslendingum í Vesturheimi, eða hvar annars- staðar, er íslendingar dvelja eða íslenzkt Iijarta slær. Vér snúum oss frá áminstum bautasteini Jóhanns Sigurjónssonar, því fyrir honum verður að sjálfsögðu séð áður en vér getum bundist samtökum við bræður vora í Kaup- ínanna'hörn eða vitað hvort þátttaáa frá vorri hálfu væri þeim velkomin. V’ér snúum oss að minningu annars manns, sem er sannarlega eign Islendinga allra, hvar í heimi sem þeir eru búsettir. Það er minning líallgríms Péturssonar, skáldsins, skáldsins fræga, “sem að svo vel söng, að sólin skein í gegn um dauðans göng.” Eins og kunnugt er, er verið að safna á ætt- jörðu vorri til minnisvarða yfir þann mann,— minnisvarða, sem guðshetjunni mundi sjálf- sagt kær, ef mæla mætti; það er verið að safna til kirkju, er byggjast á að Saurbæ á Hval- fjarðarströnd, þar sem Hallgrímur Pétursson þjónaði og þar sem bein hans hvíla; — jafnvel haft á orði, að önnur kirkja sé reist í höfuðstað íslands honum til minningar. Ekki hefir Vestur-Islendingum verið boðin þátttaka í því fyrirtæki af forgöngumönnum þess þar heima. En vel vitum vér að þeir tæki því með þökkum að Vestur-lslendingar ættu einhvern þátt í slíku minnismerki. Og hvað minningu þess manns snertir, þá er það sannarlega jafn-mikil skylda kristinna manna í Vesturheimi að heiðra hana, eins og landa vorra á ættjörðinni. En það eru ekki að eins Vestur-lslending- ar, sem þurfa að vakna í þessum efnum. Land- ar vorir heima ættu, að oss finst, að finna til sömu skyldnnnar, þegar um sameiginleg mál hér vestra er að ræða, og láta sig varða hvort að vér fáum borið þau fram til sigurs og sam- eiginlegs hagnaðar, eða vér sligumst undir þeim í faðingunni. Austur- og Vestur-lslendingar þurfa að vita og viðurkenna, að þeir eru (bræður, sem eiga sameigéilegar endurminningar og sameig- inleg hlutverk. --------o-------- Heimshættan mesta. Eftir Sisley Hudlestone. III. Þessi nýja auðæfagræðgi, er orðin eitur í beinum siðmenningarinnar, og ólyfjan sú hlýt- ur að 'hafa meiri og minni áhrif á allar þjóðir. Á Englandi hefir okurgróðinn náð slíku há- marfki hjá mörgum einstaklingum, að án blygð- unar verður því tæpast með orðum lýst. Jafn- vel stjórnin sjálf hefir gert sig seka um okur- gróða á ullarverzlun. Eg- ætla að eins að benda á fáein dæmi, er sum hver hafa þegar birst í hinum ýmsu dag- blöðum og tímaritum. Nefnd sú, er rannsaka átti kærur, er fram höfðu komið um óleyfilegan stórgróða, leiddi í ljós þau firn, að spunaverksmiðjur nokkrar hölfðu grætt á einu óri 3,200 af hundraði, en samkvæmt fyrirmælum hernaðar ráðaneytisins máttu slíkar verksmiðjur eigi græða meira en eitt penny á pundinu. t öðrum tilfellum var gróðinn þetta seytján eða átján sinnum hærri en leyft var að lögum. » tJt yfir alt tekur þó gróði baðmullar verk- smiðjanna í Laneashire. Á árinu fyrir stríðið græddu þær $40,000. . En í lok fyrsta stríðs- ársins var gróðinn kominn upp í $200,000; ann- að árið $300,000, þriðja árið $600,000 og svo lotks síðasta ófriðarárið nam gróðinn, segi og skrifa $2,000,000. Ekki að undra,' þótt fátæka fólkið ætti örðugt með að afla sér klæðnaðar. Enn eru þessar verksmiðjur að græða, og það svo gífurlega, að almennin'gur getur varla svo teljandi sé veitt sér nokkuð af vörum þeim, er þær framleiða. Þá hefir hlutaíbréfa sala orðið að slíkri gullnámu fyrir hina ýmsu okrara, að furðu sætir. Eitt dæmi af mörgum sýnir, að hlutabréf sem kiostuðu $5 voru seld jafnharðan á $50, og 15 dala hlutir á $100. Svio mikil var a- fergin. að félag þetta hafði selt hlutabréf er námu $1,000,000, áður en tími hafði unnist til að skrásetja það á löglegan hátt. Fáeinir ein- staklingar hafa vitanlega stórauðgast á þannig löguðu fjárglæfrabraski, en þjóðin verið rúin inn að skyrtunni. Um leið og vér bregðum upp myndinni af þessum fáránlega auðæfa-eltingaleik, þá kemur óhjákvæmilega önnur mynd einnig fram í huga vorum, — mynd aif hinum mö'rgu Norðurálfu- þjóðum, er sýnast óðfluga hrekja áfram líkt og stýrislaust skip í áttina til gjaldþrots. Per- sónulega er mér ókunnugt um, að hve miklu leyti gróðabrall í Bandaríkjunum hefir haft á- hrif á hið óeðlilega gangverð peninga; en Norð- urálfubúar yfirleitt telja áhrifin alt annað en glæsileg. Eg ætla ekki að blanda mér inn í Bandaríkja málefni, en þó hljóta allir að sjá, er vilja, að velmegun Bandaríkjaþjóðarinnar hef- ir hvílt og hlýtur ávalt að nokkru leyti að hvíla á Norðurálfulöndunum. Pjárhagsóreiða í Norðurálfunni grípur djúpt og fljótt inn í við- skiftalífið á vesturhveli jarðar. Innbyrðis-samhygð meðal allra þjóða er að vakna, þótt enn sé hún hvergi nærri nógu skýr. Fólkinu er smátt og smátt að skiljast, að veröld- in sé að eins ein, og að engin þjóð geti til fram- búðar látið afskiftalausan hag og tilverubar- áttu annarar þjóðar. Þó verður því ekki neit- að, að Atlanzhafið sýnist óbrúað, sem stendur; skilningurinn með þjóðunum beggja megin, hvergi nærri eins glöggur og vera ætti, á sam- eiginlegum bræðralags skyldum.------ Eins og þegar hefir verið bent á, er auðæfa- græðgin í Norðurálfulöndunum komin á það stig, að manni verður ósjálfrátt á að spyrja, hvort hún muni ekki þá og þegar drekkja öllu öðru. Mörgu hlýtur hún vitanlega að drekkja; þó hefir henni samt ekki tekist að drekkja eyðsluseminni. í>eir, sem peninga efga og jafn- vel einnig menn, er ekkert eiga, eyða og sóa miskunnarlaust, — eyða í skemtanir. andlaus- ar, rándýrar, innantómar skemtanir. Og fyr- ir þessar skemtanir greiðir fólk umtalslaust 'hvaða verð sem krafist er. Þegar um skemtan- ir er að ræða, sýnist lítið bera á einkennum dýr- tíðarinnar, þá er eins og allir geti veitt sér þetta, sem kallað er skemtun! Stjórnir ríkjanna hlaupa í köpp um að koma sem mestri fúlgu af bankaseðlum á mark- aðinn, pressurnar hafa tæpast við, svo mikil er ákefðin. En éf spurt kynni að vera snögglega um gullforðann, gæti svo' farið, að ýmsum yrði ógreitt um svar! ‘Þér ikanni'st ef til vill við söguna eftir Ana- tole F^ance af manninum, er skrifaði alt er fyr- ir hann bar á pappírssnepla, og raðaði þeim í skúffu jafnharðan. Sneplunum fjölgaði svo gífurlega dag frá degi, að áður en hann varði var skrifstofan orðin troðfull. — Einn góðan veðurdag hrundu svo sneplaborgirnar og grófu manninn lifandi, — að eins önnur hendin sást stirðnuð upp úr pappírshafinu. Eitthvað þessu líkt er einmitt að gerast á meðal vor. — Vér er- um að drukna í ómælilegum útsæ pappírspen- inganna. Svo vel una margir sér á þessu vellystinga- sundi, að þeir steingleyma hættunum. Nautna- sýkin í stórborgum Norðurálfunnar, jafnvel þeim, sem standa í fjárhagslegu tilliti á vonar- völ, er óútmálanleg. Eiga eftirgreind ummæli Voltaires hvergi betur við en þar: “Lisbon í björtu báli, en París---dansar.”------. Eftir orustuna nafnfrægu við Waterloo, voru fimtán hundruð dansleikir háðir á einni nóttu í París. Hverjum þjóðarháska, er sagan getur um, hef- ir jafnan fvlgt tímabil af taumlausri yfirborðs- ofsakæti. Slík víma iþarf ekki endilega að standa í beinu sambandi við siðspilling, en hættuleg er hún eigi að síður. Þegar dansað er til morguns, án þess hugs- að sé um afleiðingarnar, er fólkið komið inn á hættulegar brautir. Fólkið veit, þótt það sýni eigi með breytninni, að vinnan á að ganga á undan leiknum, veit einnig, að hættan af nýjum ófriði er eigi útlokuð; finnur og skilur upp- reistarandann, veit að gjaldþrot vofa yfir þjóð- unum. Samt heldur það hlæjandi áfram að stíga dauða- og tortímingar- dansinn dag eftir dag og nótt eftir nótt. — Einstöku menn heyra á mrlli hláturskastanna grátnið í hljómahafinu, en þeir eru fáir, alt of fáir, er skilja þenna hlæjandi sorgarleik. Mér verður litið á danssalina skrautlegu í hinum ýmsu samkvæmishöllum. Fólkið er klætt í p'ell og purpura. Innan um silkið vefjast gull- og silfurkeðjur, fjaðraskraut og stjörnu- glitrandi gimsteinar. Er þetta ekki alt saman ósköp meinlaust? Hugsaðu þig um stundar- korn í næði, og segðu svo hvað þér finst. — Þarna fer fram ein sú ósvífnasta sýning á auð og óhófi, um leið og þúsundirnar, fjöldinn í heild sinni, stynja undir oki örbirgðar og evmdar. Þannig var ástatt í Berlín um þær mundir, er þýzkt mark var einskis virði. Alveg sama á- standið var í Vínarborg, meðan hungrið svarf þyngst að almenningi. Allir samkomusalir í Lundúnum og París, smáir og stórir, voru troð- fullir a'f dansandi fólki. Svo langt gekk þessi ó- sómi í París, að beztu leikhúsunum var breytt í danshallir, dansað um nætur, morgna og mið- degi. Borið saman við verðlag það, er gilti fyrir stríðið, var aðgangur að dansleikjum þessum seldur við ránsverði. Þó var inngangs- eyririnn greiddur möglunarlaust. Allstór hluti fólks taldi það beinlínis mikilmennis einkenni, að greiða afarverð fyrir hvað sem var. Eitt veitingalhús seldi meðal annars bolla af te eða kaJffi með einni eða tveimur brauðsneiðum á þrjá eða fjóra dali. Þar var alt af troðfult af fólki. Þarna var einmitt rétti staðurinn. Þótt bollinn hefði kostað tíu dali, mundu flestir hafa greitt andvirðið með ánægju. Eg get ekki lýst því með nákvæmum tölum, hve miklum peningum var eytt á leikhúsum, en það hefi eg eftir góðum heimildum, að í einni ónefndri borg Norðurálfunnar, hafi eytt verið á árinu 1919 þrisvar sinnum meiri peningum í leikhúsgöngur og dansa, en árið 1913, og þótti þá ærið nóg. Allar tegundir skemtana hafa hlutfallslega stigið í verði. Þá má ekki gleyma tízkunni! Líklegast hafa aldrei áður í sögu heimsins gengið önnur eins undur á, að því er tízJku og búningsskraut snertir. Útafbrigðin í þeim efnum, hvað lítil sem eru, kosta fólkið of fjár, Glysvamings- salar heimta tvöfalt verð fyrir gullstáss, fjór- falt fyrir silfurmuni og fimmfalt verð eða meira fyrir hvítagull, að maður ekki tali um verð ýmsra steina, er nota má til skrauts. Þrátt fyrir alt þetta fáránlega okurverð, er aldrei keypt meira en nú. Eftirspumin svo mikil, að glysvarnings salarnir hafa ekki við að full- nægja henni. Eg keypti í fyrra hring, sem dá- litla vinargjöf og varð að borga þrefalt verð við það sem áður var. Núna fyrir skömmu átti eg tal við nafnkunnan gimsteina og skrautvam- ings kaupmann; sagði hann mér, að lítt kleift væri að fá vinnukraft, er svaraði til hinnar sí- vaxandi eftirspurnar á þessu sviði, og bætti því við um leið, að eftirspumin eftir skrautgripum á meðalverði og þar fyrir neðan, væri alt af að minka. Fólkið vildi ekki lengur nema allra- dýrustu munina. Þessi sami maður sýndi mér hálsmen, er kostaði hundrað þúsund dali, og sagði enn fremur, að tuttugu þúsund dala fing- urgull þættu hreint engin nýlunda á markað- inum. Erma og vestishnappar handa karl- mönnum vora tæpast taldir með í “business” Kkrautvörusalanna fyrir nokkmm áram. Nú er svo komið, að vestishnappar geta kostað þetta frá sex til sjö þúsundir dala, og ermahnappar álíka mikið. Gimsteina klúbburinn í Antwerp er nú alræmdur orðinn um víða veröld. Það sem Þjóðverjar byrjuðu á að kaupa eftir að stríðinu lauk, voru gimsteinar. Það var svo skeifing handhægt að flytja þá með sér og koma þeim einhvers staðar í peninga, þó þýzka markið v.a:ri verðlaust með öllu. Verð á gim- efeinum hefir sjöfaldast á síðastliðnum fimm ámm og perlur hafa einnig stigið feykilega upp. Rússneskir flóttamenn, sem leitað hafa vestur á bóginn, eru með alla vasa fulla af skrautmunum. A Rússlandi flýtur alt í seðl- um, sem elkkert gildi hafa á heimsmarkaðinum, eru að eins til heimilisnota, ef svo mætti að orði kveða, svo í rauninni er það efcki nema eðlilegt að allir þeir menn, er út yfir landamærin leita, kosti kapps um að hafa með sér eitthvað það verðmæti, er koma má í peninga, hvar sem vera skal. ---------o-------- THE R0YAL BANK 0F CANADA mælir með sínum M0NEY 0RDERS eins og áreiðanlegum og ódýrum miðli fyrir peninga- sendingum, er nema $50 eða minni upphæð Borganlegir án aukagjalds á ölljim útibúum sérhvers banka Canada (nema í Yukon) og í Newfoundland $5 eða minna ..... 3c. Yfir $5, upp í $10 .... 6c. Yfir $10, upp í $30, lOc. Yfir $30, upp í $50, 15c. HOFUDSTÓLL og VARASJÓDUR .................. $35,000,000 ALLAR EIGNIR ■••• ........................ $558,000,000 Að spara Smáar upphæðir lagðar inn í banka reglulega geta gert stærri upphæð en stór innlög, sem lögð eru inn óreglulega. Sá sem gerir sér að vana að leggja inn peninga, hann fær löngun til að sjá upp- hæðina stækka. Rentur gefnar að upphæð 3% á ári, lagt tvisvar við höfuðstólinn. Byrjið að leggja Inn í sparisjóð hjá. THE DOMINION BANK NOTRE DAME BRANCH, W. H. HAMILTON, Manager. SELKIRK BRANCH, - - • W. E. GORDON. Manager. t I » I I I I I f i i 5 í i i ! • I I f I » i I t i i » i I » i i Indíáni og ófreskja. Eg hefi lengstum aldurinn alið hér við Flóann minn. Burt þó stundum lagði’ eg leið; löndin hefi eg kannað breið, og skoðað marga skepnu undir skóganneið. Inni í landi eitt sinn ég amlaði um farinn veg; bar mig rjóðri einu að, iðagrænt og slétt var það. Dagur þvarr; og nú þar nam eg næturstað. Legið hafði’ eg litla stund, lá við að eg festi blund. Hrökk þá upp við óvænt hljóð, í æðuin fanst mér storkna blóð; brá þó við og furðu fljótt á fætur stóð. Þarna, nokkur fet mér frá, ferlíki eitt stórt eg sá. Duttu í hug mér durgar hlés og dreki er sá hann Jóhannes. Ófreskjan þar ókyr lá og eitri blés. Skauzt eg bak við eina eik — ekki kaus eg við Ihann leik; — hjarta mitt fór hart að slá, hra^ðslan vildi tökum ná. fýsti þó að skoða skrítna skepnu þá. Lögun hans, ef lýsa skal, Iíkjast nokfkuð mundi hval. Sporð sér hafði aftan á, undir búknum hramma þrjá, tvo að framan, einn að aftan, ekJki smá. Að hans bolvídd ekki kvað; en á sér í bægsla stað vængi tvo á hvorri hlið hafði skrímslis-ófétið, mundu þenjast átján álnir út á við. Fríður ei í framan var; feikna glyrnur smettið bar. Hryllilegur harla að sjá, hausinn eins og snígli á; þreifihornin þar eg löng og þrekin sá. Ljósar ekki lýsa má; lengi ei hann horfði eg á. En af honum að mála mynd mér finst helzt að væri synd; mætti sjálfum satan líkjast sú ókind. Angarnir á hausi hans hófu geystan snúnings-dans; var sem brynni úr glymum glóð, gráðugum í manna blóð; virtist mér hann vera mundi í vígamóð. Yfir rjóðrið ört nú rann, á mig beint }>á stefndi hann. Heldur frek varð hættan sú; hét eg því á Manitou, svo ei að bana ófreskja mér yrði sú. Urrandi þar að mér rann, eikin hlífði, svo að hann atlöguna upp gaf brátt, upp sig hóif í loftið blátt, sveif á rás og setti beint í suðurátt. Mér hann hvarf í myrkrið þá; — Máni víst hann lengur sá. — Sjónir brugðust mínar mér; en Máni jafnan glöggast sér þegar á ferð um fölva nótt hann'fullur er. Eg hef Mána all-oft spurt um hinn skæða dreka-furt. Máni úrlausn enga lér, aldrei nein hann svörin tér; háðslega haim glottir: gjörir gys að mér. Lengi á eftir eg um nótt aldrei máfcti sofna rótt; þóttist urrið heyra hans hvar sem fór um vegu lands. Ekkert veit eg ömurlegra í eyra manns. Nú eg sit við sjóinn fram; | sælt er mér í þessum hvamm. | ófreskju þar enga sér, | aldrei koma drekar hér | ætla’ eg því til æfiloka að una mér. | B. Þ. I I

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.