Lögberg - 26.08.1920, Blaðsíða 8

Lögberg - 26.08.1920, Blaðsíða 8
JSfs. S LÖGBERG FIMTUADGINN 26. AGÚST 1920. BRÚKIÐ Safnið utnbúðuaum og Ccupons fyrir Premíur Úr borgi mni Mr. Pétur Runólfsson Lundar, Man., kom til bæjarins snöggva ferð í yikunni sem leið. Mr.Kristinn Goodman, sem átt hefir heima undanfarin ár að Lundar, Man., er nú alfluttur til Winnipeg og býr að 198 Chesnut Str. Herra Carl Björnsson frá Lund- ar Man., kom með Harald Eyjólfs- son 13 ára gamlan ungling til iækninga í bæinn. Mr. og Mrs. Bergthor Thordar- son frá Gimli voru á ferð í borg- inni í byrjun vikunnar, þau komu frá J.undar >ar sem þau voru við- stödd jarðarför Lilju sál Johnson. í næstu viku byrja alþýðuskól- arnir aftur og eru því foreldrar banna, sem dvalið 'hafa í sumar- bústöðum sem óðast að flytja til bæjar þessa dagana, svo börnin verði til taks 1. sept. að byrja nám sitt. Skólar út um 3veitir byrja og margir um sama leyti og fer allmargt fólk sem kenslu stundar við þá skóla til þess starfa síns þessa dagana. Séra Runólfur Runólfsson kom neðan frá Gimli á mánudagsmorg- uninn, þar sem hann prédikaði á þremur stöðum um helgina, i Húsa vík, Gimli, og á gamalmennaheim- ilinu Betel. Eins og getið er um annarsstaðar í blaðinu messar hann i Skjaldborg á sunnudaginn kemur á vanalegum tíma. Mrs. Hildur S. Sigurjónsson fór vestur til Argyle á miðviku- dagsmorguninn í heimsólkn til bróður síns og annara ættmenna og kunningja, Hún dvelur þar vestra fram yfir Ihelgina, en þá bjóst hún við að koma aftur með tvö yngstu börn sín, er dvali* hafa vesfra í sumar. Peningar borgaðir út í hönd fyrir brúkað piano. Hljóðfærið verður að vera gott og verðið sanngjarnt. Semjið við Jónas Pálsson., 640 Victor Str. Tals Sh. 1179. Nýkomið skeyti frá Frank Fred- rickson til forseta Fálkaklúbbs ins, H. Axford, skýrir frá því að hans sé von heim hingað í haust, og vakti það gleði mikla meðal vina hans og leiikbræðra. Herra Bjarni Björnsson kom um helgina til borgarinnar vestan úr landi, eftir mánaðar útivist. Hann hélt samkomr í Wynyard og fleiri stöðum, við góða aðsólkn, og lætur vel yfir viðtökunum. Hann var i góðu skapi er hann leit hér inn og kom öllum til að hlægja. Upp skeru horfur taldi hann í meðal- lagi en mjög misjafnar. Jónas Pálsson er á ný reiðubú inn að veita nemendum móttöku í kenslustofu sinni 460 Victor Str. Einnig hefir hann ágæta kennara með sér, sem kenna undir hans umsjón. Á þann hátt gefst fólki tækifæri að læra samkvæmt þeirri reglu sem Jónas kennir, undir hans umsjón og fyrir mjög sann- gjarnt verð. Mr. pórður pórðarson frá Gimli, kom til bæjarins á mánudaginn. 14. þ, m. lézt á sjúkrahúsinu í Caniby Minn., konan Guðrún Björnsson, Kona A. 0. Björi^- sonar bónda í íslenzku bygðinni í Minneota. Kona Jjjessi var ung að eins 27 ára gömul vel gefin, og virt af öllum er hana þektu. Dauðamein hennar bar að í sanibandi við barnsburð, og var barnið liðið er það fæddist. Guðrún heit. var jarðsett í graf- reit Vesturheims safnaðar að við stöddu miklu fjölmenni þriðju- daginn 17. þ. m. Séra Guttormur Guttormsson jarðsöng. —Minneota Mascot. Gjafir til Jóns Bjarnasonar skóla. Mrs. R. K. G. Sigbjörnsson Leslie, Sask., Arður af samkomu $90,80 Mr. Helgi Jónasson, Árborg 25.00 Með kæru þakklæti S. W. Melsted. Gjaldkeri skólans. I samkvæmi. pótt eg langeygður leiti, Eftir litfagri snót, Sérlhvert andlit sem eygji Ber uppgerðarmót —. Dqttir Adanis og Evu Hvar sem á þig eg lít — s pú ert breiskleika máluð Úr billegri krít — — Sch. 16. þ. m. lézt í Vest Selkirk Man. konan Kristrún Holmfríður Björns dóttir, kona Jóhanns Sigfússonar í Selkirk. Kristrún sál. var lengi búin að stríða við heilsuleysi, en það var slag eða snertur af slagi er hún fékk 9. þ. m. sem leiddi hana til bana. Kristrún slál. var fædd 23. sept., 1849 að Höskuldstöðum í Blöndu- hlíð í Skagafjarðarsýslu og því rúmlega sjötug þegar hún lézt. TRADC MARK.RCOISTERED BIFREIÐAR “TIRES” Ooodyear og Domlnlon Tlrea »tlC li reiBum höndum: Getum rtt- vegaö hvaöa tegund sem t>ér þarfniat. Aðgerðum og “Vulcanlzing” sér- stakur gaumur geflnn. Battery aögerötr og blfrelBar ttl- búnar tll reyneiu, geyradar og fvegnar. ADTO TIRE VTTI.OANTZING CO. 309 Onmberbtnd Ave. Tals. Garry 2787. OplB ðag og nött Fluttir! Þann 1. ágúst síðastliðinn fluttum vér Aðalskrifstofu vora ámiklu Kentugri stað að 214 Avenue Block 265 Partaga Ave. The Winnipeg Supply & Tuel Co. Ltd. WINNIPEG Símar N. 7615-6-7 Sumarkveðja. Elin G. Bíldfell frá Foam Lake Sask., er nýkomin til borgarinnar og býst við að dvelja hér um tíma. Wonderland. Bezta skemtiskráin, sem lengi hefir þekst verður á Wonderland þessa viku — Miðviku og fimtu- dag verður sýndur frægur leikur, sem nefnist “The Ladies Name”, með Constarice Talmodge í aðal- hlutverkinu. Einnig sama kvöld annar leikur “The Silkless Banknote,” þar sem Herbert Rawlinson sýnir snildarhæfileika. En á föstu og lagardag “The Valley of the Giants,” hrífandi kvikmynd, leikin aðallega af Wall- ace Reid. —Wonderland verður á- valt jafnbezti skemtistaðurinn í borginni. — Látinn er í Riverton, að heimili fósturdóttur sinnar Mrs. M. Merr- ikin, þ. 18. þ. m. Guðni Júliusson nál. 80 ára að aldri. Guðni var Húnvetningur að ætt, bjó um eitt skeið á Skeggjastöðum í Miðfirði og síðar í Lækjarbænum í sömu sveit. peir bræður, Guðni sál. og Bjarni bróðir hans, fluttu vest- ur um haf árið 1883. Bjarni er látinn fyrir allmörgum árum. Sonur hans er Jóhann G. Bjarna- son bóndi á Akranesi við Íslend- ingafljót. Jarðarför Guðna fór fram þ. 19. þ. m. Séra Jóhann Bjarnason jarðsöng. Allir þeir, sem send hefir verið Gjörðabók Kirkjuþingsins, 1920, til útsölu, og enn hafa ekki gjört skilagrein, eru hér með vinieam- lega beðnir að gjöra það eins fljótt og hægt er. Ef einhverjir kynnu að hafa eitthvað af bókinni, sem þeir ekki gjöra sér vonir um, að geta selt, eru þeir beðnir að endur- senda það, því upplagið er rétt að segja þrotið. Finnur Johnson. P. 0. Box 3144 Winnipeg Man. Jóns Bjarnasonar skóli tekur aftur, ef Guð lofar, til starfa þriðjudaginn 21. Sept., í sama húsi og undanfarandi iár, að 720 Beverley stræti í Winnipeg. Ráðnir kennarar við skólann eru: séra Rúnólfur Marteinsson, B.A..B.D., akólastjóri og kenn- ari í kristindómi og íslenz^u. ungfrú Salóme Halldórsson, B.A., kennari í tungumálum. ungfrú May Anderson, B. A., kennari í stærðfræði og nátt- úruvísindum. Markmið skólans er: kristi- leg menning, ræktarsemi við islenzkan feðraarf, hollusta við Ihið nýja föðurland vort og góð fræðala í öllum grein- um, sem kendar eru. Sendið umsóknir til undirrit- aðs, sem veitir allar nánari upplýsingar. R. Marteinsson, sikólastjóri. Óp sitt hækka ýlustrá, ormar stækka bólin, rósir fækka rindum á, roðnar og lækkar sólin. Eikin hátt sitt höfuð bar, hretið grátt það lemur, sumars kátt á sviði var, en — sorgar þáttur kemur. Grimm sín Unnar gelur heit, gnötrar hið þunna skýli, fuglar kunnan kveðja reit, og kjósa sunnar býli. Sorg nær ihaldi sálum á, er sumartjaldið fellur, er það gjald fyrir afbrot há og ýmsar faldar brellur? pó vetur heiti hörðum dóm, hátt ’ans skeyti gnauða — í andans reit þér eigðu blóm, sem ekki veit af dauða. R. J. Davíðsson. -------0------- Mrs. Jóhanna Ellis héðan úr bæ fór vestur til Leslie, Sask., fyrir síðustu helgi í 'heimsókn til dóttur sinnar, er þar -býr, og bjóst við að dvelja þar -þriggja vikna tima. Með henni fór Miss Ingilbjörg por- valdssoin, sem hjá henni (hefir dvalið að undanförnu og stundað nám við Success Business Coll. ÁBYGGILEG UÓS AFLGJAFI -------Og------ Vér ábyrgjumst yður varaniega og ósiitna ÞJóNUSTU | Vér æskjum virðingarfyUt viðskifta jalnt fyrrí VERK- I SMIÐJUR sem HEIMJLI. Tals. Main 9580. CONTRACT ! DEPT. Umboðsmaður vor er reiðubúnn að finna yður að ? máliog gefa yður kostnaðaráællun. Winnipeg ElectricRailway Co. | GENERAL MANAGER Brúkaður viðar “Furnace” til sölu með sanngjömu verði. Frek- ari upplýsingar fást 'hjá G. Good- man, 786 Toronto St. Messuboð. Sunnudaginn næstkomandi, 29. þessa mánaðar verður 'haldin guðs þjónusta í Skjaldborg á vanaleg- um tíma — kl. 7 e. h., allir vel- komnir. w ONDERLAN THEATRE Tvennir leikar Miðvikudag og Fimtudag Constance Talmadge “A Ladies Name” Herbert Rawlinson “The Silkless Bank Note” Föstudag og Laugardag Wallace Ried “The Valley of the Giants” Mánudag og prið'judag Annar mikill leikur: “Partners of the Night“ MRS. SWAINSON, að 696 Sar gent ave. héfir ávalt fyrirliggj- andi úrvalsbirgðir af nýtízku kvenhöttum.— Hún er eina ísl. konan sem slíka verzlun rekur í Canada. Islendingar látið Mrs. Swainson njóta viðskifta yðar. Talsími Sher. 1407. Phone: Garry 3616 JenkinsShoeCo. 639 Notre Dame Avenue Columbia Grafonola, sem bera má í hendi sér, eykur útiskemtan með söng og dansleikjum. Mjög fáir menn hafa efni á að taka með sér í ferðalög marga menn til að þeyta lúðra eða leika á marg- vísleg hljóðatót. En allir geta afl- að sér söngva, sem slíkir leika, sérstakra músík-leikja og spora-þyta, með því að eign- ast Columbia Records. Gerið útis'kemtanir glaðlegri og f jör- ugri og gamanmeiri fyrir börnin, og takið með yður Vaeation Model Col- umbia Grafonola. Sú sem merkt er D—2, er auðveld í með'förum og hæfilega hljóðmikil, fyrir úti- leiki og allskonar glaðværð undir beru lofti- Nokkrar gamansamar Columbia hljómplötur. Klsmet, yox-Trot, Accordion. Ouldo Deiro. oer Kuraran, Fox-Trot, Guido Deiro. A2931 $1.00 First Whisper of Dove and Dear One Far Awáy, Schottische. Columbia Orchestra, og Carrots and Slie’s Such a Jjove, Schottische, Columbia Orchestra ............................ A6152 $1.65 Oh, By .Ttngo! Tenor Solo, Frank Crumit, og So Dong Oolong, Tenor Solo, Frank Crumit ........................................... A2935 $1.00 Ticklisli Ruben, Cal Stewart (Uncle Josh) og I Daughed at the rvrong time, Cal Stewart, (Uncle Josh) .............................. A2923 $1.00 ISLENZKAR HLJÖMPLÖTUR: “Ölafur reið með björgum fram,” “Vorgyðjan,” "Björt mey og hrein,” og “Rósin.” Sungið af Einari Hjaltsted “Sólskríkjan,’’ og “£g vil fá mér kœrustu,”—Fíólín spil “Humereske,” (Sveinbjörnsson)—Fíólín. SUNGIÐ Á DÖNSKU : “Hvað er svo glatt,” “Den gang jeg drog af sted.” SUNGIÐ Á NORSKU: “Ja, vi elsker dette landed” og “Sönner af Norge.” Swan Manufacturing Co., 676 Sargent Ave., Winnipeg—Ph. Sh. 805 H. Mathusalems, eigandi Nýjar Columbia hljómplötur koma á markaðinn 10. og 20. hv. mán. m Guðsþjónustur í kring um Lang- ruth í septelnber mánuði: Við Westbourne þ. 5. f Strandar söfn- uði í húsi B. pórðarsonar þ. 12. Big Point þ. 19. í Langruth þ. 26. Menn eru líka beðnir að muna eftir minningar guðsþjónustu meistara J. Vídalíns, sem verður á Big Point 29. ágúst. v Virðingarfylst Sig. S. Cristopherson. Fiskimannafélagið U.B.O.F. heldur fund í Sel kirk Hall, Laugardaginn 28. ágúst 1920, kl. 1 e. h. — Fundurinn var skakt auglýstur í síðasta blaði, þar stóð 29. ág., en átti að vera 28. — Hlutaðeigendur beðnir að taka þetta til greina og mæta stundvíslega. SPARID 35% PLÓGUM YÐAR Sérstök kjörkaup á þrí og fjór bottom Lacross plógum Vér vorum svo hepnir að kaupa inn nokkuð af þessum plógum við sama verði og átti sér 3tað fyrir stríðið, en síðan befir þó $100 verið bætt við verðið á hverjum plógi annars- staðar. Vér send'um þá hvert sem vera skal jafnskjótt ag pöntun kemur lí vorar hendur. $285.00 fyrir fjór-bottom, en $200.00 fyrir þrí-bottom. Sendið hraðskeyti eða hringið upp N 1387 TBACTIONEERS Ltd. 445 MAIN STREET WINNIPEG. Veitið Athygli! “Lagarfoss” kemur til Moútreal urp. átjánda september næstik. — Getur flutt 30 farþega á fyrsta farrými, en 13 á öðru. Siglir væntanlega frá Montreal um mánaðamótin. Fargjald á fyrsta farrými frá Momtreal til Reyikjavíkur, kr. 350, en á öðru kr. 200. Fyrsta farrýmis fargjald báðar leiðir, kr. 500, en á öðru kr. 350. Upplýsingar veitir skrifstofa 'ARNA EGGERTSSONAR 1101 McArthur Bldg. Winnipeg. Sími A 3637 Einstakar buxur til HAUSTSINS Mátulega þykkar Tweed eða Worsted Buxur fyrir hvaða vínnu sem er. Sérstök kjörkaup $5.50 til $12.00 Gerið yður að reglu að kaupa :hjá White & Manahan, Limited 500 Main St., Winnipeg Fowler Optical Co. LIMITED (Áður Royal Optical Co.) Hafa nú flutt sig að 340 Portage Ave. fimm húsum vestan við Hargrave St., næst við Chicago Floral Co. Ef eitthvað er að aug- um yðar eða gleraugun í ó- lagi, þá skuluð þér koma beint til Fowler Optical Co. LIMITED 340 PORTAGE AVE. Sendið Rjómann til félagsins sem bezt fullnægir kröfum tímans. pér viljið fá smjörfituna rétt mælda, rétta vigt, hæsta verð og fljót ski'l. Vér ébyrgjumst yður alt betta. 68 ára verzlunarstarfsemi vor er sönnun þess hve vel almenn- irigur hefir treyst viðskiftum vorum. Sendið eftir Merkiseðlunum. er sýndir voru í næsta blaði hér á undan. Vér vitum að yður falla eins vel viðskifti vor og nokk- urra annara samskonar félaga, ef ekki betur. CANADIAN PACKING CO„ Limited Eftirmenn MATTHEWS- BLACKWELL. LIMITED Stofnsett 1852 WINNIPEG, MAN. Kennara vantar. við Riverton skóla no. 587. parf að hafa second eða third class pro- fessional certificate. Kensla byrjar 1. sept. S. Hjörleifsson, skrifari. Kennari óskast. við Siglunes skóla no. 1399 fyrir þrjá mánuði, frá 15. sept. til 15. des. Umsækjendur til taki mentastig og æfingu, sömuleiðis kaup sem óskast. Tilboðum veitt móttaka til 28. ágúst 1920 af J. H. Johnson Vogar P. O. Man. TO YOU WHO ARE CONSIDERING A BUSINESS TRAINING Your selection of a College is an important step for you. The Success Business College of Winnipeg, is a strong reliáble school, highly recommended by the Public and re- cognized by employers for its tlhoroughness and efficiency. The indvidual attention of our 30 expert instructors places our graduates in the superior, preferred liat. Write for free prospectus. Enroll at any time, day or evening classes. The SUCCESS BUSINESS COLLEGE, Ltd. EDMONTON BLOCK—OPPOSITE BOYD BUILDING CORNER PORTAGE AND EDMONTON WINNIPEG, MANITOBA

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.