Lögberg - 26.08.1920, Blaðsíða 7

Lögberg - 26.08.1920, Blaðsíða 7
LÖGBERG FIMTUADGINN 26. ÁGÚST 1920. Bl«. 7 TANLAC LŒKNAR HOTELMANN % Harry McAvoy, vel þektur hótel- maður í Los Angeles segist hafa eytt stórfé og reynt allra handa lækningar án árangurs þar til hann fór að nota Tanlac. Pjáð- ist í tuttugu ár. “Árið 1900 misti eg heilsuna og á þeim tveim áratugum eyddi eg afar miklu fé í heilsuleit,” segir Harry McAvoy, (hjá Alexandra Hotel í Los Angeles, sem er eitt stærsta og mesta hótel í suður- hluta Californiu. “Eg leitaði til leiknustu sér- fræðinga í New York, Chicago, New Orleans og Seattle. Eg reyndi (öll ráð, sem skildingar máttu jkaupa, en ekki fékk eg annað en stundarlinun í staðinn. Eg var hræðilega vonlítill um bata og hélt eg mundi verða sjúklingur alla mína ólifuðu daga. o-vé trrtðmi ppsyðri-I””ó nagó!! “Eg hafði hægðateppu þá verstu. Var í raun og veru aumingi af meltingarleysi, varð ekíi gott af neinu og þjáðist af öllum táknum meltingarkvilla. Hjartslátt hafði eg svo mikinn, að eg hélt eg hefði hjartabilun, og varð svo vesæll og máttfarinn með köflum, að eg reikaði og hné út af hvað ■ eftir annað, áður en eg gat náð í nokk- uð til að halda mér uppréttum. “Eg var orðinn hræddur við að Jata nokkurn mat ofan í mig, því það olli mér kvala eftir á, brenn- andi sviða í kviði og bringu. Svefn! Hva, eg vissi ekki hvað það var að sofa heila nótt! Eg lagðist fyrir, lá kyr í nokkurn tíma þar til mér varð svo órótt, að eg mátti til að fara úr rúmi og ganga pm gólf. Taugarnar voru nærri þilaðar með öllu og eg gat jafnvel ekki setið kyr við að skrifa bréf. J3g léttist og misti mátt, unz eg gat varla gengið, og eg er einlæg- lega sannfærður um, að enginn maður í öllum heiminum tók meira út en eg gerði þá. “í haust leið fann eg, að ekki dugði svo búið og afréð að reyna Tanlac, sem eg hafði lesið svo mikið um. Jæja, herra minn, það er sú stærsta og sælasta furðu- stund, sem eg hefi lifað, því mér fór strax að líða betur. Lystin batnaði, eg fór að sofa værar og að styrkjast von ibráðar. Svo eg hélt áfram að 'brúka meðalið og eftir fáar vikur voru öll mín mein burtu vikin, öll saman, og eg var orðinn 15 pundum þyngri. “Frá þeim degi til þessa hefi eg verið betri til heilsunnar, en nokkru sinni áður á æfi minni. Eg kenni hvorfki verkjar né kvala, eg et hvað sem mig langar í og verður ekkert meint af; finst sannlega eg vera nýr maður, með nægta nógu fjöri og kröftum. Taugarnar eru stöðugar og sterk- ar, mig svimar aldrei og sef vær- um og hressandi svefni.” “Tanlac hefir verið mér gulls ígildi og allir heimsins skilding- ar gátu ekki keypt mér þau gæði, sem það veitti mér.’” Tanlac er selt í flöskum og fæst í Liggett’s Drug Store, Winnipeg, og hjá kaupmönnum út um land. Fæst einnig keypt Ihjá The Vopni- Sigurdson, Ltd, Riverton, Man. Félagið islendimjur , (Eftir Vísi.) Svo sem áður er getið hér í blaðinu, var aðal fundur félagsins Islendings haldinn í Iðnaðar- manna húsinu síðastliðið laugar- dagskvöld. pað er tilgangur félags þessa að efla samúð með íslendingum vest- an hafs og austan og styrkja landa vora þhr vestra til þess að vernda þjóðerni þeirra. Hafa þeir og stofnað félag í því skyni, eins og frá hefir verið skýrt hér í blaðinu, og starfa af miklum áhuga og ó- sérplægni. ■Samkvæmt áskorun frá félaginu íslendingi, veitti síðasta alþingi fé til þess að' sendimaður færi héðan og freðaðist meðal landa vorra vestan hafs, en félagið lét það af mörkum til fararinnnar, sem efni þess leyfðu. Til vesturfarar þessarar var ráðinn séra Kjartan prófastur Helgason í Hruna. Hann var ekki vanur slíkum ferðalögum, og var í fyrstu tregur til fararinnar, en lét þó til leiðast, fyrir fortölur margra manna. pað mun leitun á manni sem * jafnvel hefði verið kjörinn til slíkrar farar sem séra Kjartan. För hans gekk að öllu leyti að óskum, honum var hvar. vetna tekið tveim höndum og einróma lofi að skilnaði. Á fyrnefndum fundi flutti hann erindi um för sína. í fyrstu var ráðgert að hann flytti það í efra sal Iðnaðarhssins, en hann reynd- ist alt of lítill, og var fundurinn þá fluttur í stóra salinn nirði, og var hann fullskipaður áheyrend- um. Séra Kjartan skýrði frá ferðum sínum um bygðir lslendinga, alt frá Winnipeg til Vancouvereyjar við Kyrrahafsströnd. Hann hafði flutt erindi á 40 til 50 stöðum og voru þau jafnan vel sótt, stundum afbrigða vel. Auk þess prédikaði hann í mörgum kirkjum íslend- inga stundum tvisvar á dag. Hann gat ekki nógsamlega lofað þá gestrisni og innilegu alúð, sem hann hafði hvarvetna mætt, o^ sagði hann að sér hefði mjög gengið til hjarta sú ættjarðarást, sem ihann hefði orðið var við hjá mörgum löndum vorum og ræktar- semi þeirra til lands og þjóðar. í fyrirlestrum sípum sagðist h^nn jafnan hafa leitast við að skýra, hvers virði það væri í and- legum skilningi að vera íslend- ingur og hver sá auður væri, sem geymdist í íslezkum bókmentum. Að Jokum talaði hann um við. hald íslenzks þjóðernis vestan þafs og kvaðst sannfærður um, að'það mundi verða langlíft og miklu langlífara en nokkurn hefði grunað. Lagði hann einkanlega áherzlu á það atriði og kvaðst hafa komist á þá skoðun í vesturför- inni, en áður hefði hann verið miklu vondaufari í því efni. Máli hans var mjög vel tekið af áheyrendum og að lokinni ræðu tók til máls forseti félagsins Ein- ar H. Kvaran rithöfundur, og þakkaði séra Kjartani ræðu hans og erindrekstur vestan hafs. Skor- aði hann á fundarmenn að ganga félagið og urðu margir til þess. pó væri félaginu enn þörf nýrra meðlima, sem unna tilgangi þess. pegar ræðu séra Kjartans var ,lokið, var aðalfundur félagsins haldinn, lagðir fram reikningar og starfsmenn endurkosnir. í stjórn félagsins eru: Einar H. Kvaran, forseti, Dr. Guðm. Finnbogason próf., varaforseti, Garðar Gísla- són, féhirðir, og Baldur Sveinsson fitari. Æskilegt væri að nýir félags- menn gæfi sig fram við einhvern þessara manna. Árstillag er 3 kr. en inntökugjaldi ráða menn sjálf- jr og fer það eftir efnum og á- stæðum. ------o------ ÆFIMINNING Jóhanna Jóhannesdóttir Einarsson fædd 14. sept. 1839 dáin 10. júlí 1920 Hún var fædd á Tjörn 1 Aðal- Reykjadal í pingeyjarsýslu. Voru foreldrar hennar Jóhannes Odds- son og kona hans Guðný Krist- jánsdóttir bónda á Brúum, býli sem var skamt fyrir sunnan Grenjaðarstað, en nú í eyði. Kona Kristjáns, móðir Guðnýjar, hét Vilborg Pétursdóttir, merkiskona, vel greind. Oddur faðir Jóhann- esar föður Jóhönnu bjó á Hróars- stöðum í Fnjóskadalt var por- steinsson; kona hans, móðir Jó- hannesar, hét Guðfinna Sigurðar- dóttir bónda á Hróarsstöum. Jóhanna fluttist meS foreldrum sínum frá Tjörn 9 ára gömul að Ytra Fjalli í Reykjadal og með þeim þaðan eftir 4 ár að Strönd- um í Reykjahverfi, og var þar til þess hún fór í vinnumensku þil Friðriks bróður síns, sem þá bjó á Fljótsbakka. ÁriS 1860 fór hún austur að Hóli á Hólsfjöllum til hjónanna Brynjólfá Árnasonar og Rannveigar Sveinbjörnsdóttur, og var þar tvö ár, fór svo að Gríms- stöðum á Fjöllum til Björns bónda Gíslasonar og konu hans Aðalbjargar Jónsdóttur; var þar 3 ár. 4rið 1865 fór hún austur að Brú á Jökuldal og giftist þremur árum seinna, 1868, Birni Einars- syni (syni Einars Einarssonar bónda á Brú og önnu Stefánsdótt- ur bónda á Gilsárvelli í Borgar- firSi Ólafssonar.). Björn og Jóhanna bjuggu á Brú 9 ár; urðu þá að flytja burtu það- an, þegar askan, sem féll úr Dyngjufjöllum á annan í páskum (29. marz 1875) lagði efra Jökul- dal í eyðv Fóru þau þá norður aS Fossi í Vopnafjarðar hreppi til Magnúsar bónda Mikaelssonar og voru þar árlangt. Fluttu vestur um haf árið 1876. pau voru á Gimli fyrsta veturinn, við hörð kjör sem fleiri; Jóhanna veiktist í bóluveikinni, var komin hætt; líka mistu þau dóttur úr veikinni, sem Anna Ingibjörg hét, fædd á Brú. Björn nam land í Gimli bygS og nefndi Berurjóður, og þaðan fluttu þau hjónin til Norður Dakota í marzmánuði 1880, fótgangandi, með einn uxa fyrir sleða, námu land fyrir austan Mountain og bjuggu þar 16 ár, fluttu til Ros- eau, Minnesota 1896 og voru þar 7 ár; fluttu þaSan 1903 vestur til Vatnabygðanna isvo kölluðu í Sas- katchewan; ári áður, 1902, fór Haraldur sonur þeirra vestur þangað og nam land fyrir sig og annað fyrir föður sinn í Kristnes- bygSinni, sem nú heitir. Með Har- aldi fór í landaskoðunina bóndi úr Roseau bygðinni, porvaldur por- valdsson frá Kelduskógum á Berufjarðarströnd, og nam land i grend við þá feðga; og þessi fram- kvæmd þeirra Haraldar og por- valdar í að nema lönd í þessum þá lítið þekta parti Norðvesturlands- ins í Canada, varð til þess. að ís- lendingar frá Roseau, Minnesota og Norður Dakota, hófu landnám í hinni fjölmennu og framfara- miklu Vatnabygð. Eftir 15 ára dvöl í Kristnes- bygð, árið eftir lát manns síns, fluttist Jóhanna með Haraldi syni sínum til Elfros, hvar bún lézt eftir nokkuð langa sjúkdómslegu, þó þjáningar lítil, þann 10. júlí síðastl., var löéð til hvíldar hjá manni sínum í grafreit Kristnes- safnaðar sunnudaginn þann 11. Séra Halldór Jónsson hélt hús- kveðju ög talaði við gröfina. Fjöldi fólks fylgdi hinni látnu til grafar. Börn Jóhönnu og manns henn- ar voru fimm; þrjú dóu í Nýja Is- landi; þau tvö, sem fullorðin urðu, Hróðný, kona Friðriks Eggerts- sonar Vatnsdal, fyrsta íslenzka verzlunarmannsins í Vatna- bygðum, hún dó 1906, og Harald- ur harðvöru verzlunarmaður í Elf- ros. kvæntur Elínu Guðvaldsdótt- ur og konu hans Kristínar por- grímsdóttur frá Hámundarstöðum í Vopnafirði. Tvær systur Jóhönnu sál. eru á lífi, Guðfinna kona Sigurgeirs Björnssonar, Mountain, N. D., þau eru tengdaforeldrar séra Kristins K. ólafssönar; og Oddný, kona Magnúsar Jónssonar í Eyford- bygð, N. D. Bræður hennar voru; Friðrik, dáinn að Akra, N.D., árið 1913, og porsteinn, vel hagorður maður, dáinn í Mouse River bygð 26. ágúst 1918. JóHanna var gáfuð kona, mjög hneigð fyrir bókina,. líka búsýslu kona, og lét sér ávalt mjög ant um að alt væri í réttri röð og reghi sem búi hennar tilheyrði. Hún var laus við bakmælgi, þolinmóð og umburðarlynd í margskonar mótlæti sem fyrir ihana kom á GIGT Stórmerk heimalækning: fundin af manni er þjáftist sjálfur. Um voriiS 1893 sótti aiS mér vötSva og bólgugigt mjög illkynjuö. Eg þjáðist I þrjú &r, eins tilfinnanlega og þeir einir geta skilið, er líkt hefir verið ástatt fyrir. Fjölda lækna reyndi eg ásamt ógrynni meðala, en alt kom fyrir ekki. Loksins fann eg sj&lfur meðal sem dugði. Hefi læknað síðan fjölda sjúklinga, suma fr& 70-80 ára gamla. reyna þenna nja læknlerdóm. Sendið Eg vil láta hvern gigtarsjúkling enga peninga; aðeins fulla áritun. Eftir að þér hafitS læknast að fullu, megið þér senda mér andvirðið, einn dollar, en munið það, a eg vil ekki peningana, nema þér séuð fyllilega ánægðir. Er það ekki sanngjarnt. J»ví að þjást, þegar lækning er fáan- leg. Skrifið undireins. Mark H. Jackson, 8570 Durston Bldg. Syracuse, N.Y. Mr. .Tackson ábyrgist. Ofanskr&ð satt og rétt. Business and Professional Cards æfinni, en gat vel ságt það sem henni þótti að, hverjum sem í hlut átti ef þörf var á. Hún og maður hennar voru gestrisin, og minnist eg sem rita þetta að þau tóku mig og konu mína og barn sem við höfðum seint um haustið 1903, í hús sitt, meðan eg var að búa um mig á landi mínu í grend við þau, aðhlynningin sem við nutum hjá þeim, var veitt af sönn- um kristilegum kærleika. Eg sat við rúm hinnar látnu merkiskonu fáum dögum áður en hún dó, augu hennar horfðu til mín, en tungan hafði ekki mátt til að tala. Hún tel eg víst hefir verið að hugsa um það sama og eg, að eftir lítinn tíma yrði hún Drixik HVAÐ sean þér kynnuð að kaupa af húsbúnaði, þá er hægt að semja við okkur, hvort heldur fyrir Peninga út í hönd eða að Láni. Vér höfum alt, sem til húsbúnaðar þarf. Komið og skoð- ið munina. 0VER-LAND H0USE FURNISHING Co. Ltd. 580 Main St., Korni Alexander Ave. Gyllinœð Kveljist eigi degi lengur af kláða, af blóðrás eða niðursigi. Engir hold- skurðir. Komið eða leitið skrif- legra upplýsinga hjá AXTELL & THOMAS, Chiropractors og Elec- tro-Therapeutrist, 175 Mayfair Ave., Winnipeg, Man.;— Vor nýja sjúkrastofa að 175 Mayfair Ave', er þægileg sjúkrastofnun, hæfi- lega dýr. Læknaði eigið kviðslít ViÖ aö lyfta kistu fyrir nokkrum árum, kviðslitnaftí eg afarilla. Læknar erögðu aö ekkert annað en uppskurður dygöi. Um- búðir komu að engu haldi. Loksins fann eg ráð, sem læknaði mig að fullu. Síðan eru liðin mörg ár og heíi eg aldrel kent nokkurs meins, vinn þó harða stritvinnu við trésmlðl. Eg þurfti engan uppskurð og tapaði engum tlma. Eg býð ykkur ekkert til kaups, en veiti upplýsingar & hvern hátt þér getið læknast án uppskurðar; skrifið Eugene M. Pullen, Carpenter 130G Mar- cellus Avenue, Manasquan, N. J. Klippið þenna miða úr blaðinu og sýnið hann fólki er þjáist af kviðsliti—með því getið þér bjargað mörgum kviðslitnum frá þvl að leggjast á uppskurðarborðlð. Reðisterec On Everybodys Lips flutt yfir á landið eilifa, og sæla hefir það verið fyrir ihana að koma þar, sem ihafði lifað og dáið í sinni kristnu fagnaðar boðsk: trú. MEÐMÆU MEÐ U. S. TRACT0R U. S. Tractor Co. Minneapolis, Minn. Kæri herra: —- pegar eg fékk yður til að plægja land mitt, þá hélt eg í fyrstu að niðurstaðan mundi verða sú, sama og vant var. pér megið vita að eg var ekki lítið undrandi, er eg sá að hin litla dráttarvél yðar, vann betra verk og meira en nokkur hinna stærri véla. Plægingin gekk alveg eins vel í brekkum og dældum, sem á bezta sléttlendi. Eg get ekki annað en óskað yður til hamingju með þessa óviðjafnarilegu, litlu dráttarvél, sem er réttilega rfefnd U. S. Tractor. Yðar með virðingu A. B. Miller, Atkinson, Minn. U. S. Tractor Co., Minneapolis, Minn. Herra minn: — Eftir að hafa séð dráttarvél yðar vinna, sannfærðist eg um að hún er -ein sú allra fullkomnasta slíkrar tegundar, sem enn hefir smíðuð verið. — pað er blátt áfram yfirnátt- úrlegt, hve miklu jafnlítil vél orkar, þegar tek- ið er tillit til þess hve óbrotin hún er. En hún er smíðuð úr allra bezta og vandaðasta *efni, og það gerir allan muninn; þess vegna endist hún flestum vélum betur. Yðar f Sumner S. Johnston. Jacson, Florida, 5, maí 1919. U. S. Tractor Co., Minneapolis, Minn. Kæri herra Werthem: — Sem svar upp á bréf yðar dags. 28. apríl, skal þess getið að U. S. Tractor sá, er eg keypti af yður fyrir tveimur árum, hefir reynst á- gætlega; engrar viðgerðar þurft á öllum þeim tíma. Hefði eg ekki reynt þetta sjálfur, mundi eg varla hafa trúað því, að jafn lítil og , einföld dráttarvél mundi hafa getað afkastað eins miklu, og það á jafn hrufóttu grenilandi. Mér þætti vænt um, að mega taka að mér umboðssölu á dráttarvél þessari í Florida ríkinu. Yðar N. Chamberlain. U. S. Tractor Co., Minneapolis, Minn. Kæri herra: — Aldrei hefir vorvinna gengið betur á landi mínu en nú, eftir að eg fékk eina af yðar ágætu dráttarvélum. Eg get ekki annað en látið yður vita af því, svo þér getið tilkynt það öðru fólki. Eftir að eg kom á land þetta, hafa flestar tegundir dráttarvéla verið reyndar, en engin gefist nálægt því eins vel. Skal með ánægju svara öllum fyrirspurnum frá væntanlegum kaupendum, því eg- get með góðri samvizku mælt með U. S. Tractor. Yðar með virðingu Jas. Quinlan. 970 Snelling Ave., St. Paul, Minn. Vér höfum mörg hundruð bréfa í líka átt og iþessi, frá bændum víðsvegar um Banda- ríkin, og til viðbótar leyfum vér oss að geta þess, að þessi tegund, er sú langfullkomnasta 2—3 plow tractor, sem enn hefir þekst, og vinn ur jafn vel á hvaða landi sem er. \ Vér getum sent yður eina slíka dráttarvél nvenæV sem þér óskið, og ábyrgjumst hana í alla staði. hvað endingu og frágangi viðkemur. Yðar með virðingu U. S. Tractor Co. Minneapolis, Minn. U. S. Tractor Co., Minneapolis, Minn. Kæri herra: — pað fær mér ósegjanlegrar ánægju að mæla með U. S. Tractor. Eg hefi búið mörg á í Rauðárdalnum, og er nú sannfærður um að engin dráttarvél á jafnvel við jarðveginn þar, og einjnitt þessi. Hún er svo auðveld í meðförum að allir geta við hana ráðið fyrirhafnarlaust. Eg hefi aldrei séð nokkra dráttarvél vinna verk sitt eins vel. J. F. Higgins. Moorhead and Minneapolis, Minn. U. S. Tractor Co., Minneapolis, Minn. Kæri herra; — pegar eg var beðinn að fara og sjá drátt- arvél yða!r vinna, hugði eg slíkt í fyrstu ekki ómaksins vert; hélt hún mundi vera svipuð flestum hinna. En eg var ekki ilengi að skifta um skoðun, enda hefi eg aldrei kynst jafn góðri dráttarvél og U. S. Tractor. Get því með ánægju mælt með þenni við hvern sem er. Yðar Andrew S. Sandberg. Úr Literary Digest. \ “pað er alment álit hugsandi manna, að dráttvéla iðnaðurinn muni eiga mikla og fræga framtíð fyrir höndum. Sumir halda jafnvel að sú grein muni innan skamms skara fram úr bifreiðariðnaðinum. pessi skoðun er rök- studd með þeim sannleika, að það eru tvær miljónir og sjö hundruð þúsund bújarðir í landinu, sem vel geta veitt sér dráttarvél. Hvers vegna eru bændur að svipast um eftir þannig lagaðri hjálp? Svarið er ein- falt. Kostnaðurinn við vinnudýrahald tekur því nær fjórðung af inntektum bóndans. Geti bóndinn lækkað kostnaðinn niður í einn átt- unda, þakkar hann vitanlega fyrir og verður i sjöunda himni.” Mossehorn 30. júlí, 1920. Mr. T. G. Peterson. Winnipeg, Man. Kæri herra; — U. S. Tractor sem vér keyptum að yður í apríl síðastliðnum, hefir gefist ágætlega á hinu mismunandi landi, er hún hefir unnið. Vér höfum verið að hrjóta land, sem bæði er grýtt og óslétt, með þéttum runnum. pegar tekið er tillit til þess hve smá vélin er, má það hreint ótrúlegt teljast hve gott og mikið verk hún vinnur, bæði við plæging, sáning, korn- slátt og þreskingu. Vér erum reiðubúnir að mæla með henni við væntanlega kaupendur. Vér höfum aldrei þurft að láta gera við vélina enn, þrátt fyrir það, hve mikið hún hefir verið notuð. Með ósk um aukin viðskifti, Yðar Gustow Schneider. Ed: Buechler. Fannestell, 2. júlí 1919 Mr. T. G. Peterson. Winnipeg, Man, Kæri herra: — Eg hefi nú rutt og plægt 100 ekrur lands og líkar mér dráttarvélin hið bezta. Byrjaði að vinna með dráttarvélinni þann 9. síðastliðins mánaðar. James Brue. Eftir ýtarlegri upplýsingum skrifið T. G. Peterson, 961 Slierbrooke St., Wpcg. AÐAL UMB0ÐSMAÐUR I CANADA. A. G. Carter úrsmiður, selur gullstáss o.s.frv. lc og gleraugu við allra hæfi. Mí prjátíu ára reynsla. Gerir við ^ úr og klukkur á styttri tíma en fólk á alment að venjast. pr 206 Notre Dame Ave. 0g Sími M. 4529 . tVlnnlpeg, Man. Dr. B. J. BRANDSON te kv 701 Lindsay Building un Tki.e-phonk gakry 380 OrrtcB-TfHAR: a—3 Helmili: 776 Victor St. Tklepuone qarky 381 Winnipeg, Man, Vér ltKgJum eérataka fiherzlu fi að telja meböl eftlr forskriftum lwki.a Hin beztu lyí, sem hægt er aC ffi, eru notub eltigöngu. pegar þér komiC meC forskriftina tll vor. meglC þér vern viss um aS ffi rétt þaC sem — læknlrlnn tekur til. COIiOLiBtlGK & CO. Votre Dauie Ave. og Sherbrooke Sl. Phones Garry 2690 og 2691 Gfftingaleyfishréf s«i.. Dr. O. BJORN8GN 701 Lindsay Building Pei.ephonk. qakry JÍSie Office-timar: 2—3 HCIMILI: — 764 Victor Stteet fhl.El'HONK. QAKRY 703 Winnipeg, Man. DR. B. H. OLSON 701 Lindsay Bidg. Office Phone G. 320 Viðtalstími: 11—12 og 4,—5.30 Heimili 932 Ingersol St. Talsími: Garry 1608 WINNIPEG, MAN. ■■ Dr- J. Stefánsson 401 Boyd Buiiding; C0R. P0RTRCE ATE. & EOMOfiTOfi $T. Stundar eingongu augna, eyma. nef og kverka sjúkdóma. — Er að hitta i frékl. 10-12 f.h. eg 2-5 e.h,— Talsími: Main 3088. Heinrili 105 OliviaSt. Talsími: Garry 2315. 1 Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd BuUdlng Cor. Portage Ave. og Bdmonton Stundar sérstaklega berklasýkl og aCra lungnasjúkdöma. Br aC finna & skrlfstofunnl kl. 11— 12 f.m. og kl. í—4 c.m. Skrif- stofu tals. M 3088. Helmill: 46 Alloway Ave. Talslmi: Sher- brook 3158 ~~ J. G. SNÆDAL, TANNLŒKNIR 614 Somerset Block Cor. Portage Ave. eg Donald Street Tals. main 5302. Verkstofu Tals.: Heim. Tals.: Garry 2154 Garry 2949 G. L. Stephenson m PLUMBER , * n< Allskonar rafnMMrnsAhöId, ivq sem straujám vira, ftllar tegundlr af glösum og aflv&kft (batteris). VERKSTOFA: 676 HOME STREET JOSEPH TAYLOR LÖGTAKSMAÐUR HetmUis-Tals.: St. John 1844 Skrtfstofn-Tals.: Main 7978 — Tekur lögtaki bæCf húsaleiguskuldtr, veCskuldir, vfxlaskuldir. AfgrelClr alt sem aC lögum iýtur. SkrifStofa. 255 M»!n Street Gísli Goodman TINSMIÐUR VERKSTŒÐI: v Horni Toronto og Notre Dame Phone : lleimllli* Qarry 2088 Garry 889 — Giftinga og . ., Jarðarfara- 010155 með litlum fyrirvara Birch blómsali 616 Portage Ave. Tals. 720 , ST JOHN 2 RING 3 J. J. Swanson & Co. Verzla með faateignir. Sjá um leigu fi hú.um. Annaat lfin og eldsáhyrgðir O. fl. ( 808 Paris BuUdlng Phone Maln 2506—7 Kalli slnt ft nótt og degl. DIi. B. GKRZABKK, R.C.S. frfi. Knglandl, L.RC.f. lii lon, M.R.C.P. og M.R.C.S. fr* ifstofa á. eigtn hospltail, 418—417 íard Ave., Winnipeg, Man. ifstoíutími frfi 9—12 f. h.; 1—4 -9 e. h. Dr. B. Gerzabeks elgiC hospital 416—417 Prltchard Ave. TH0S. H. J0HNS0N og HJaLMAR A. BERGMAN, fslenxkir lógfraeriiaqar, Skmfstopa:— Room 8n McArtbur Building, Portage Avenue ÁmiTUN: P. O. Box 1653, Telefónar: 4503 og 4504. Winnipeg islenkur Iaijffræðinsnir Skrifstofa aB 12*7 <ÍK., Winnipeg. Tai- — Hr. Lindai hef- Joseph T. J horscn, Ulenzkur Lögfræðingur Heimili: 16 Alioway Court,, 1 Allowa-y Ave. MBSSRS. rK!IiI,II‘S & SCARTH Barristers, Etc. fontreal Trust Bldg., Wlnnlpeg Phone Main 512 Company Löggildir Yfirskoðunarœenn H. J. PALMASON ísl. yfirskoðunarmaður. 808 Confederation Life Bltíg. hone Main 186 • Winnipeg Rejðhjól, Mótor-hjól og ' Bifreiðar. Aðgerðir afgreiddar fljótt og !. Seljum einnig ný Perfect reiðhjól. autar smíðaðir, skerptir og Endurbættir. J. E. C. WILLIAMS 641 Notre Dame Ave. A. 8. Bardal 843 Sherbrooke St. Selur ltkkistur og annast um útfarir. Allur útbúnaður sá bezti. Ennfrem- ur selur hann alskonar minnisvarða og legsteina. Helmltia T*i* Skrlfstefu Tala. > Qsrry 1111 Qarry 300, 378 GOFINE & C0. Hornlnu fi Hargrave. Verzla með og vlrða brúkaða hú«- ASGEIRSSYNIR fóðrun (Paperhanging) — Vönduð vinna ábyrgst Heimili 382 Toronto stræti Sími: Sher. 1321 Phones: N6225 A7996 Halldór Sigurðsson General Contractor 08 Great West Permanent Loa Bldg., 356 Main St. B. B. Ormiston blómsali. Blóm fyrir öll tækifæri. Bulb, seeds o. s. frv. Sérfræðingur í að búa til út?- fararkranza. 96 Osborne St., Winnipeg Phoqe: F R 744 HeinylújF R 1980 Sími: A4153. tsl. Myndastofa WALTER’S PHOTO STUDIO Kristín Bjarnason eigandi Næst við Lyceum leikhúsið 290 Portage Ave. Winnipeg

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.