Lögberg - 26.08.1920, Blaðsíða 6

Lögberg - 26.08.1920, Blaðsíða 6
BU. « LÖGBERG, FIMTUDAGINN 26. ÁGÚST 1920. Fílsunginn. (Framhald) Nú máttu vita, ljúflingur, að til þeirrar viku, dags og stundar og mínútu, hafði þessi óseðjandi fíisungi aldrei séð krókódíl og vissi ekki hverjum hann var líkur. Það var alt að kenna hans óseðj- andi forvitni. Fyrsti hluturinn, sem hann fann, var tví-litur kyrkings-herg-ormur, í bugðum kring um bjarg. “Aísaka mig,” sagði Fílsunginn hæversk- lega, “en hefir þú séð nokkuð, sem nefnist krókó- díll í þessari verstöð ? ’ ’ “Þó það,” sagði ormurinn með beizku háði. “Kvers viltu spyrja mig næst?” “Afsaka mig,” sagði fílsunginn, “‘mundirðu vilja vera svo góður, að segja mér hvað hann etur um miðjan daginn?” Þá rétti ormurinn tvíliti, kyrkings-berg-slang- au úr sér næsta fljótt og flengdi fílsungann með sporði sínum, sem var hreistrugur, í laginu eins og pálstafur. “Þetta er skrítið,” sagði fílsunginn, “því pabbi og mamma, og frændi og frænka, að eg ekki nefni hina frænkuna, flóðmerina, og hinn frænd- r ann, apann, alt hefir það flengt mig fyrir óseðj- andi forvitni — og þetta er af sama tagi, þykist eg vita.” 8vo kvaddi hann orminn með hæversku, og hjálpaði til að hringa hann á berginu, og tók til að eta melónur á ný; heitt var honum dálítið, en alls ekki var liann hissa, og fleygði berkinum er hann ruggaði leiðar sinnar, því liann gat ekki tínt hann upp, þangað til hann steig á það, sem hann hélt vera lág við sjálfan bakkann á hinu mikla Limpopo fljóti, sem er grá-græn-golandi, með sóttartrjám alt umhverfis. Kn það var raunar krókódíllinn, ljúflingur, og lygndi aftur öðru auganu, — til svona! “Afsaka mig,” sagði fílsunginn, næsta prúð- ur, “ekki væriti eg þú hafir séð krókdíl í þessum veiðistöðum?r’ Þá lygndi krókdíilinn aftur hinu auganu og rétti sporðinn til hálfs upp úr leðjunni, og Fíls- unginn hörfaði aftur á bak, næsta hæversklega, því ekki vildi hann verða flengdur aftur. “Komdu hérna, ungi minn,” sagði Króki. “Hví spyrðu að þessu?” “Afsaka mig,” sagði Fílsunginn, næsta hæ- verskur, “en pabbi flengdi mig, mamma flengdi mig, að eg ekki nefili mína háu frænku, Strút, og ininn háa frænda, Gíraffa, sem getur slegið illa, og mína breiðu frænku Flóðmeri og minn loðna frænda, Apa, ekki að gleyma Tvíiita-Kyrkings- Berg-Oraiinum, með hreistruðum pálstafs-sporði, héraa uppi á bakkanum, sem er þunghöggari en nokkur hinna, og ef þér er sama, þá vil eg ekki fleiri flengingar.” * “Komdu hérna, unginn minn,” sagði Krókó- díllinn, “því eg er Krókódíllinn,” og hann feldi Krókódíls tár til að sýna, að það væri alveg satt.” Þá varð Fílsunginn yfirkominn; hann más- aði og lagðist á hnjen á bakkanum og sagði: “ Þú ert einmitt sá sem eg hefi lengi leitað að. Viltu gera svo vel að segja mér, hvað þú hefir í miðdeg- ismat?” 7 “Komdu hérna, unginn minn,” sagði Króki, ‘og eg skal hvísla því að þér.” Þá rak Fílsunginn höfuðið rétt að tentu gini Krókódílsins, og Krókódíllinn tók í litla trýnið hans, sem að þeirri viku, degi, stundu og mínútu, var ekki stærra en stígvél, þó miklu væri það gagnsmeira. “Eg hugsa,” sagði Krókódfllinn, — og hann sagði það gegn um tennurnar, til svona—, “eg hugsa, að í dag byrji eg máltíðina með fílsunga.” Við þetta, Ijúflingur, varð Fílsunganum illa vært, og hann sagði jietta gegn um nefið, til svona “Sleptu! Þú beiðir big!” Þá skauzt Ormurinn af Íbakkanum og sagði: “Minn ungi vinur, ef þú kippir ekki í strax, af ÖIIu afli, þá er það mín meining, að kunningi þinn í stórrúðóttu leður úlpunni (og með þessu meinti hann krókdílinn) togi þig ofan í þeni\an lygna straum áður en langt um líður.” Svona haga þessir ormar tali sínu. Þá settist Fíljiunginn á sín litlu þjó-eg tog- aði og togaði og togaði og þá fór að teygjast úr trýni hans. Og krókódíllinn ólmaðist í vatninu svo að froðan stóð af Jians stóru sporðaköstum, og hann togaði líka og £ogaði og togaði. Og trýnið á Fílsunganum lengdist og lengd- ist; og Fílsunginn spyrnti í öllum sínum litlu löppum og togaði og togaði og togaði, og enn teygðist á trýni hans; og krókódíllinn barði sporð- inum eins og ár og togaði og togaði og togaði, og við hvert átak teygðist úr trýni Fílsungans—og hann kendi hræðilega til. ' \ Framh. ------>—o---------♦ Konan og ljónið. Kaupmaður nokkur, sem átti þrjár dætur, var einu sinni að búasit í langferð. Hann spurði dæt- ur sínar hvað hann skyldi færa þeim að gjöf, þeg- ar hann kæmi aftur. Sú elzta óskaði eftir perl- um, sú önnur eftir gullbúnum gimsteinum, en sú þriðja mælti: “Kæri faðir, færðu mér rós.” En það var ekki auðelt að finna rós, því þetta var um hávetur; en bæði var yngsta dóttirin feg- ursta mærin og svo þótti henni einkar vænt um blóm, svo faðir hennar kvaðst skyldu reyna hvað hann gæti. Svo kvaddi hann allar dætur sínar og fór. Þegar hann var búinn til heimferðar, hafði hann meðferðis perluna og gullmenin, en rósina hafði hann ekki getað eignast, þrátt fyrir ítrustu tilraunir. Hann hafði jafnvel gert sig hlægilegan í augum manna, með þessari rósaleit. Þegar hann kom til garðræktarmanna, spurðu þeir hann hvort hann héldi að rósir gréru í snjó. Kaupmaður var sár í huga út af þessu, því yngstu dóttur sinni unni hann mest. En þegar hann var á heimleið og hugsaði um, hvað hann skyldi færa henni, bar hann að kastala miklum. 1 kring um hann var garður; þar var annars vegar vetur, en hins veg- ar sumar. Með fram annari hliðinni voru feg- urstu blóm í fullu sumarskrúði, en hins vegar ríkti veturinn með depurð og hörku, og snjófeldur lá þar yfir öllu. “Heppinn var eg núna,” sagði kaupmaður við þjón sinn, og sagði honum að fara að fögru rósabeði sem þar var, og sækja eitt blómið. Að þessu búnu riðu þeir á brott og þóttust nú vel hafa veitt; en þá sprafct upp fyrir framan þá grimt ljón með ógurlegu öskri: “Hver sem vog- ar sér að stela blómunum mínum, skal verða upp- etinn lifandi.” Kaupmaður kvaðst ekki hafa vitað, að það væri eigandi garðsins, og spurði hvort hann gæti ekki frelsað líf sitt með neinu. “Nei! ekki nema þú löfir mér að gefa mér það fyrsta, sem kemur í móti þér, þegar þú kemur heim. Gangir þú að þeim kostum, skalfcu lífi halda og rósinni handa dóttur þinni.” Kaupmaður var ófús á að lofa þessu. “Það gæti vel verið yngsta dóttir mín, hún ann mér mest og kemur ávalt fyrst á móti mér, þegar eg kem heim.” -y- En fylgdarmaður kaupmanns var harla skelkaour orðinn og kvað það geta orðið annað hvort hund eða kött, sem fyrst yrði á vegi þeirra, er heim kæmi. Kaupmaður gekk um síðir að kostunum, en þungt sagði honum hugur um. Þegar hann kom heim, var það yngsta dóttir kaupmanns, sem fyrst kom á móti honum. Hún 1 liljóp um háls föður síns og kysti hann; og þeg- ar hún sá rósina, réði hún sér varla fyrir kæti. En faðir hennar var svo hryggur í huga, að hann tárfeldi. “Vei, kæra barn,” mælti hann. “Helzti til dýru verði hefi eg keypt þetta blóm, því lofað hefi eg að gefa þig viltu ljóni, er mun rífa þig í sundur og éta þig .” Skýrði haim dóttur sinni alla málavöxtu, en aftók nú með öllu, að hún færi. — Hún huggaði hann segjandi: “Kæri faðir, það sem þú hefir lofað, verður að efnast. Eg fer á fund Ijónsins og mýki skap þess; mun það þá láta mig heila heim fara.” Næsta morgun spurði kaupmannsdóttir til veg- ar, kvaddi og fór sem leiðir lágu til skógar. En Ijónið var konungsson í álögum. Að degi til var hann og öll hirð hans í ljónsham, en að kveldi urðu þeir menn. Þegar kaupmannsdóttir kom í kastal- ann, tók konungsson á móti henni með slíkri blíðu, að hún samþykti að verða kona hans. Brúð- kaup þeirra var drukkið og þau bjuggu saman t góðu gengi um stund; en ekki sást kóngsson fyr en kvöld var komið, þá hélt hann ráðstefnu með mönnum sínum; en að morgni hvarf hann og vissi konahans ekki hvar hann hafðist við. Eitt 'kvöld segir hann henni, að daginn eftir standl brúðkaup systur hennar, og leiki henni hugur á að fara, skuli Ijón sín fylgja henni. Hún gladdist af að hugsa um að sjá föður sinn aftur, svo hún fór og ljónin með henni. Faðir hennar og heimilisfólkið varð næsta glatt yfir heimkomu kaupmannsdóttur. Hún sagðist vera ánægð, og dvaldi hjá þeim meðan á veizlunni stóð; þá fór hún til skógar aftur. Innan skamms stóð brúðkaup næstelztu syst- urinnar. Segir ])á kaupmannsdóttir prinzinum, að nú verði hann að koma með sér. Hann færðist undan og kvað slíka ferð sér hættulega, því ef glæta af blysi félli á sig, yrðu álög sín þyngri en nú, því þá yrði hann að dúfu, sem flögraði eirð- arlaus í sjö ár. En kona hans dét hann engan f rið hafa, sagðist skyldi gæta þess, að eigi félli ljós- birta á hann. Hann lét tilleiðast og lögðu þau á stað með barn sitt. / Konan valdi stóran dimman sal, með þykkum veggjum, fyrir mann sinn að sitja í, á meðan kveikt var á blysunum; en til allrar óhamingju tók enginn eftir því að sprunga var á hurðinni, svo að þegar skrúðgangan fór fram hjá, féll ofur lítilF ljósgeisli inn um rifuna og á prinsinn. Á auga- bragði var hann horfinn, og þegar kona hans kom að vitja hans, fann hún að eins hvíta dúfu. Hún mælti svo: “Sjö ár verð eg nú að fljúga um yfir jörð- inni, en við og við læt eg falla hvíta f jöður, hún sýnir þér hvert eg fer; haf gát á þessu merki og fylg mér eftir. Má þá svo fara að síðustu, að þú getir frelsað mig.” Að svo mæltu flaug dúfan út um dyrnar, en konan hóf göngu sína á eftir, og hafði gát á fjöðrunum, sem féllu af og til. Þannig hélt hún áfram í sjo ár, leit ekiki til hægri né vinstri og naut ekki hvíldar. Henni léttist um, huga þegar hún vissi að tíminn var að enda; en hvíldin var ekki eins nærri og hún hugði, því einn góðan veðurdag tapaði hún sjónar á f jöðrinni sem dúfan feldi, og hvarf fuglinn henni þar með sjónum. (Meira.) --------o-------- Sumir af frœgustu rithöfundum Bandarí k j anna. Þegar verið er að byggja ný lönd, eins og Bandarfldn og Canada, hafa menn lítinn tíma til þess að gefa sig vúð bókmentum. Allur tími inn- fiytjendanna er tekinn upp við að byggja sér heimili, ryðja skógan, yrkja landið—í einu orði, að vinna sér og sínum fyrir fötum, fæði og skýli. Síðar, þegar fóllldnu fjölgar, bygðirnar stækka, rerzlunin eykst og bæir eru bygðir, er það að menn fá ofurlítið taökifæri til umsvifa—tæki- færi tiJ þess að skrifa niður hugsanir sínar, sem þeir svo senda út frá sér til lesturs, þar til að heil- ir 'hópar fara að lesa það sem fáir menn skrifa, og á þennan hátt hafa bókmentir hinna ýmsu þjóða fæðst. Fyrst á meðan bókmentir nýrra þjóða eru í myndun, bera þær vanalegast á sér merki heima- þjóðarinnar. Svo var það með fyrstu höfunda Bandaríkjanna, enda var sambandið þar svo ná- ið, þar eð bæði málið var eitt og hið sama og svo voru flestir þessir menn afkomendur brezku inn- flytjendanna, og hugsunarháttur þeirra og lynd- iseiníkenni því mjög lík. En eftir því sem Bandaríkjaþjóðin þroskað- ist og náði meiri fótfestu í landinu nýja, eftir því bar minna á þessum skyldleika — þeir fóru meir og meir sinna eigin ferða, héldu út á nýjar braut- ir, urðu sjáifstæðari að því er bókmentir snerti. I bókmentaheiminum hafa Bandaríkin átt sanna ágætismenn, og þó þeir hafi ekki enn átt neinn Sliakespeare, Milton, Tennyson, Scotfc, Býron eða Burns, þá samt hafa þeir átt marga menn, sem jafnast á við ýmsa^af rithöfundum og skáldum Breta, þeim er aíment lof liafa hlotið og iramleitt verk, sem verulegt bókmentalegt gildi hafa. Nokkra af þessum nafnkunnustu og beztu höfundum Bandaríkjanna viljum vér nú néfna og fara um nokkrum orðum. Washington Irving. Washington Irving var fæddur 3. apríl 1783, sama árið og Bretar viðurkendu sjálfstæði Banda- ríkjanna. Faðir hans var skozkur, en móðir hans var frá Englandi. Irving var bókhneigður frá byrjun, og undir eins og hann gat farið að lesa, sat hann með Spencer og Chaucer og kynti sér þá spjaldanna á milli, og merkilegt var það með þennan dreng, að hann var ófáanlegúr þegar í byrjun að lesa annað en það bezta, sem hann gat náð í—skildi það snemma, að til þess að geta haldið sál sinni hreinni, varð að lauga hana í hreinum hugsunum. Framan af var það víst hugmynd Irvins að leggja fyrir sig lögfræði, því þegar hann var 19 ára, vár hann í þjónustu lögfræðingafélags eins, og hafði hann þá skrifað nokkrar kýmnisgreinar í blað eitt, sem bróðir hans var ritstjóri að. Þegar hann var tuttugu og eins árs að aldri, varð hann heilsulaus og fór til Evrópu sér til hvíldar, sem hann naut þar um tíma. Þegar hann kom aftur til New York lauk hann laganámi sínu, en gjörðist þó aldrei málafærslumaður, heldur fór hann í félag við bróður sinn og nokkra vini með blaðaútgáfu, sem hepnaðist/svo vel, að hann ásetti sér að leggja stund á bókmentir upp frá því. Allmikið ritaði Washington Irving á þeim árum í blöð og tímarit, en það er ekki fyr en árið 1815 að auðugasti kafli æfi hans að því er bók- mentalegt starf hans snertir, byrjar. Þá fór hann x í annað sinn til Evrópu og dvaldi þar þá í 17 ár, og á því tímabili ritaði hann og gaf út eitt af meistaraverkum sínum, The Sketch Book, bók sem er svo rík af fögru máli og pennamyndum Irvings, að stór skaði er að hafa ekki lesið hana. Ef vér værum spurðir um hvað þar væri fall- egast, þá gætum vér varla annað sagt, en að þáð væri alt fallegast, svo ervitt er að gera upp á milli erinda þfeirra, sem þar eru skráð. En edtt erindi heitir “Konan”, ofur stutt, en svo fallegt og hugnæmt, að manni þykir vænt um það, þegar maður er búinn að lesa, vænt um konuna, sem þar er ímynd réttlætisins, hreinleikans og fegurðar- innar sjálfrar, eins og menn vildu víst að allar konur gætu verið og ættu að vera; vænt um alt nema veslings manninn hennar, er gengur svo illa að sikilja að göfgi og góðlyndi kontumar geti orð- ið ógæfunni, sem hann hafði orðið fyrir í verzlun- arsökum, yfirsterkari. Annað erindi í The Sketch Book er hin heims- /ræga saga um Rip Van Winkle, manninn, sem öll- um vildi hjálpa, en var sjálfum sér verstur; sem var velkominn á heimili allra sem hann þeþtu, en gat ekki komið nálægt sínu eigin vegna endalauss ófriðar og ilsku, er kona hans, sem náttúrlega vár orðin margleið á slóðaskap hans, lót dynja yfir hann sýknt og heilagt. Sagan um maríninn, sem komst í kvnni við hinar einkennilegu verur, er stað liöfðu í fjöllun- um fyrir ofan bæinn, þar sem hann átti heima, og sem Rip Van Winkle drakk hjá eitthvert undralyf svo hann sofnaði og svaf í 200 ár, og þegar hann kom heim til sín að þeim tíma liðnum og enginn þekti hann. Saga, sem er eitt af mestu meistara- verkum heimsins, og enginn maður, hvorki ungur né fullorðinn ætti að trassa að lesa. Síðasta verk Washington Irvings var æfisaga George Washingtons, hins mikla og fyrsta forseta og leiðtoga Bandaríkjaþjóðarinnar, sem hann lauk við fáum mánuðum áður en hann féll frá, en það var 20. nóvember 1859. --------o-------- ÚR“THE IDYLS OF THE KING” Lancelot of the Lakes. Ágætasti riddarinn og sá, er sögurnar um Round Table riddara Arthurs konungs hafa kast- að mestum frægðarljóma á, var Sir Lancelot of the Lakes. Sir Lancelot kom til hirðar Ajrthurs konungs allmörgm árum eftir að hið nafnfræga Round Table félag var stofnsett. Komst hann þar undir eins í mikla kærleika við konunginn sökum hreysti sinnar, sem allir er til þektu báru hina mestu lotn- ingu fyrir, og annara ágætra mannkosta. Sir Lancelot komst líka í kærleika við drotn- ingu Arthurs konungs, sem leiddi til hinnar mestu ógæfu fyrir þau bæði og alt ríkið. Lancelot- var sonur Ban konungs í Benoic í Frakklandi og drotningar hans, Helenar, og unnu þau syni sínum hugástum, því hann var strax í bernsku mikill vexti, fríður sýnum og giftulegur. En á þeim árum, þegar víkingar fóru lier- skildi um löndin, voru menn aldrei óhultir um fé sitt eða f jörvi. Svo'foF og með Ban konung, að hann var hrakinn frá ríki sínu og eignum og varþ að leggja á flótta ásamt drotningu sinni og syni, sem þá var barn áð aldri. Þau fóru huldu höfði um tíma, og höfðusk við sem bezt þau máttu úti á víðavangi. En það leið ekki á löngu, þar til bera fór á hjartveiki í Ban konungi og átti Helena drotn- ing þá ervitt mjög, þegar hún þurfti að sjá um og annast þá feðga báða. Eitt sinn, þegar Ban konungur fékk veik- indakast, lagði Heleine drotning sveininn Lanoe- lot niður og gekk t'il konungs, til þess að annast hann. En kast það, sem konungur fékk, var lengra en venjulega, því veikin var að ágerast, sem og dró hann til bana áður en hann komst til mannaygða; var drotning því lengur burt frá syni sínum en venjulega, en þegar hún kom til að vitja sveinsins, var hann horfinn, og þó hún leit- aði harmþrungin um alt eins og kraftar hennar leyfðu, kom það fyrir ekki. A meðan drotningin var að hjúkra Ban. konungi, manni sínum, bar álfadrotningu eina fagra, sem hét Lady of the Lake, þar að sem sveinninn Lancelot lá; tók hún hann með sér og flutti heim til sín, en heimili hennar var í eyju einni fagurri, sem lá í vatni einu ekki all-langt frá þar sem konungshjónin voru á ferð með sveininn Lancelot. Um upþvaxtar ár Lancelots ber ritum þeim sem um þau tala, ekki saman. 1 þýzka kvæðinu Lanzelet er hann látinn alast upp á eynni hjá þessum álfakonum, unz hann er kominn til lögaldurs (15 ár aldurs). Þá er hann sendur út í heiminn án þess að hafa lært nokkuð af því, sem í þá daga þétti prýði fyrir riddara að nema. Umkomulaus og óreyndur drengur, sem ökk- ert veit um uppruna sinn né ætt, mætir manni í kvæðinu, þar sem hann leggur á stað úr álfheim- um til bygða mens'kra manna að leita sér frægðar og frama. 1 frönsku sögunni Lancelot er þetta dálítið á annan veg. Þar stendur þessi álfheima bygð, sem Lancelot var færður til, ekki úti á eyju, heldur við flóa eða fen, og þar búa ekki að eins álfkonur ein- ar, heldur eru þar riddarar, sem víða hafa farið um lönd, kunnu frá mörgu að segja og voru hverjum manni fræknari í íþróttum og hæfari til þess að kenna þær öðrum. Hjá þessum mönnum nam Lancelot bæði til munns og handa, unz hann var orðinn allra manna bezt að sér, og enginn maður, sem þar var, þorði að mæta honum við burtreiðar eða til víga. Þegar Lancelot var 15 ára, segir sagan að hann hafi kvatt Ladjr of the Lake og haldið til Hirðar Arthurs konungs og beiðst inntöku í Round Table félag hans, sem hann og fékk, og komst í mikla kærleika við Arthur konung fyrir sína afburða hreysti og drengskap, er hann sýndi í viðskiftum sínum við alla menn. Sagan segir, að Sir Lancelot hafi verið einn af aðal trúnaðaraiönnum Arthurs konungs, er hann ssndi eftir heitmey sinni, Guenevere, til Camiliard, og er mælt, að frá því fyrsta er þau hittust, þá hafi þau felst ástafehug hvort til annars og unnast leynilega upp frá því. En sú ást varð þeim báðum til ógæfu, og Arthur konungi og ríki hans til fails. Margar eru sögur og sagnir um Sir Lancelot, og eru engin tök á að segja þær allar hér, en á nokkrar viljum vér drepa. (Framli. næsfc.)

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.