Lögberg


Lögberg - 30.09.1920, Qupperneq 3

Lögberg - 30.09.1920, Qupperneq 3
LöGBERG, FIMTUDAGINN 30. SEPTEMBER 1920. Blfl. S S Nelly frá Shorne Mills. Eftir Charles Garvice. Hann gekk heim í þungu skapi. Tók papp- írsblað og fór aS reikna. Enn þá átti hann dá- KtiS eftir af móSurarfinum, og ef hann væri ekki lávarSur Drake Selbie, ,en aS eins Drake Vernon, gæti hann hæglega lifaS af því, sem hann átti. Fyrir innri sjón hans brá beinvax- inni, yndislegri stúlku, meS mjúkt svart hár og dökkblá augu, sem virtist benda honum aS yfir- gefa þennan tilfinningarlausa heim, sem hann hafSi hingaS til lifaS í. Hann stóS upp, opnaSi gluggann og loftstraumurinn, sem rann eftir götum borgarinnar, fanst honum svo líkur and- rúmsloftinu í Shorne Mills. * * * Engum er unt aS lýsa því, hve langur og . ömurlegur Nelly fanst tíminn vera, eftir aS Drake Vernon var farinn. Sólin skein eins og áSur, sami gljáinn var á sjónum, sama var fjaran og flóSiS — allir voru henni eins góSir og áSur — og samt fanst henni alt svo dimt og leiðinlegt. Þegar hún var ekki aS aSstoSa frú Lorton gekk hún fram og aftur um Shome Mills og sigldi meS Annie Laurie eSa reiS yfir heiS- ina, en alt af fanst henni eitthvaS vera, sem hún saknaSi, svo henni var ómögulegt aS vera glöS. Alla daga hugsaSi hún um hann, og um svefn- lausar nætur velti hún sér í rúminu og hugsaði um hinar mörgu skemtilegu stundir, sem hún hafSi veriS með honum. Hún reyndi aS gleyma honum, en gat ekki. Á stuttum tíma varS hún föl og mögur, svo aS Diek var einu sinni ekki fær um að vekja kæti hjá henni og frú Lorton sneypti hana fyrir aS vera svo þögul. HingaS til liafði liún verið svo ánægð — en nú var ekkert, sem vakti athygli hennar. Eitt kvöld gekk hún í hægðum sínum hugs- andi upp á hæðina, settist á mosavaxinn bekk og fór að drevma um liann, sem aldrei yfirgaf liuga hennar. AJt í einu heyrði hún fótatak, leit upp óþolinmóð yfir ifví að vera trufluð við hugsan- ir sínar. FótatakiS nálgaðist og hávaxinn mað- ur var að koma. Hún stóð upp skjálfandi, þrungin af von, sem hún áleit órætanlega. Á næsta augnabliki var hann við hlið henn- ar. Hún skalf eins og strá í vindi — var þetta draumur, eða var það hann. Hann rétti lienni liönd sína og leit til liennr með þeim svip í aug- unum, sem fylti huga hennar ineð ósegjanlegri ánægju. “Nellv!” sagSi hann. --------o--------- 12. Kapituli. Eitt augnablik stóðu þau og liorfðu hvort á annað þegjandi, en þögn þeirra lýsti meiru en mörg orð. Nelly fanst, að þetta væri ekki hann sjálf- ur, sem stóð fyrir framan liana, heldur einhver sýn, sem ímyndun hennar bjó til. Roðinn kom og hvarf í kinnum hennar. Og hann stóð jafn- vandræðalegur og ekki fær um að segja eitt orð, alveg eins og einn af feimnustu fiskurunum við höfnina — hanji, heimsmaðurinn, sem lent hafði í svo mörgum mismunandi vandasömum kring- umstæðum, og orðið fyrir svo mörgum reynsl- um með tilliti til kvenfólks. En á þessu augna- bliki náði geSshræringin valdi yfir honum, svo að hin vanalega ró og sjálfstjóm brást honum. Nú fann hann fyrst, hve mjög hann liafði saknað þessarar stúlku, sem stóð fyrir framan hann, og hve takmarkalaus löngun hans eftir henni hafði veriS. Hann stóð hreyfingarlaus með fram rétta hendi, starandi á blíða andlitiS. sem töfraði hann svo undarlega. Þegar Nelly lagði hendi sína í hans, náði hún aftur nokkuru af ró sinni, en lijarta hennar sló svo hart eins og það ætlaði að springa, og’ hún'var lirædd um, að hann sæi raka gljáann, sem hún vissi að var á augum hennar. “Eg hefi gert yður bylt við,” sagði hann lolcs. Neliy brosti ofurlítiS og dró að sér hendina. sem hann hélt óafvitandi í sinni. “Já-—dálítið,” sagði hún. “Eg—við—viS bjuggumst ekki við yður. Og—” liún hló með þeim lilótri, sem hann liafði heyrt í draumum sínum, en þá vai* liann ekki eins skjálfraddaSur og nú— “og eg er enn ekki viss um að þetta sé- uð þér.” “Þér megið trúa því, þetta'er eg,” sagði liann. “Það er eg sem kominn er aftur.” * Svo datt honum í hug, að hanmyrði að gefa ástæðu fyrir komu áinni. Hann hafði ásett sér að fara aftur til Shome Mills, en gleymt því, að hann varð að hafa einhverja afsökun. En hún virtist ekki sjá nauðsyn til þess. “Ernð þér alveg heilbrigður núna ?” spurði hún og leit á hann. “AJgerlega heilbrigSur og hraustur” svar- aði liann. “Hvernig komuð þér liingað? Eg á við— hafiS þér dvalið hér í nándinni—” “Eg kom með morgunlestinni,” sagði hann, “og eg hefi gengiS hingað—farangur minn kemur með flutningsmanninum. ” “Þá liljóþið þér að vera albata.” sagði liún ánægð. “En livaS mömmu og Dick þykir T*ænt um að sjá yður.” “Hafið þið ekki gleymt mér?” spurði liann hugsunarlaust. Hún hló aftur. “Þau liafa naumast talað um annað en vður, síðan þér fóruð, og Dick hagar sér eins og skóladrengur, sem hefir mist félaga sinn. Hún sagði þetta svo blátt áfram og frjáls- lega, að hann varð skapþungur. “Eg hefi saknað yðar, Dick—” sagði hann vandræðalegur. “Shorne Mills er það pláss, eins og þér sögðuS, sem maður gleymir elcki.” “Hefi eg sagt það ?” spurði hún. “Eg man ekki eftir því.” “En eg man það,” sagSi hann, ‘eg man—” “Eigum við ekki heldur að ganga heim!” greip hún fram í fyrir honum. “Þér hljótið að vera þreyttur og þurfið að fá te eða ein- hverja hressingu. ’ ’ Svo fóru þau að ganga hlið við hliS, eins og oft áður. Hjarta hennar sló hratt af ánægjunni. Fyrir fáum mínútum síðan leiddist. henni afar- mikið og þótti alt svo ljótt, en nú sá hún fegurð náttúrunnar allsstaðar. Hvers vegna var alt orðið öðruvísi ?. Hvers vegna skein sólin bjarfar en áður? Þessar spurningar gerðu hana alvarlega. Hann þorði naumast að líta á hana. Löng- uin til að taka hana í faSm sinn varð honum næstum því of sterk, en æska hennar og hið barnslega saklejrsi hindraði hann frá því “Er nokkuð nýtt að fréttu?” spurði hann. Hún leit upp eins og hún vaknaði af draumi. “NokkuS nýtt? ÞaS eiga engar nýjungar sér stað í Shorne Mills!” sagði hún brosandi. “Hér skeður aldrei neitt. — VerSið þér hér?” Þessi spurning kom yfir varir hennar áð- ur en hún vissi af því, og hún iðraðist hennar strax. “Já, um stutta stund,” svaraSi hann. ,“En hvað það gleður mömmu og Dick,” sagði hún rólega. v, “Eg hefi símritað frú Brownie, hvort hún gæti hýst mig. Gamli Brown sagði mér, að hún leigði herbergi handa gestum.” Hún varð hrygg á svip. “Viljið þér þá ekki vera hjá okkur?” sagði hún dálítið áköf. “Nei, eg vil ekki íþyngja frú Lorton meira en eg hefi gert,” svaraði hann. “Eg vona að þer verðið ánægSur—” hún hikaði dálítið. “HúsiS hennar frú Brown er rnjög lítið og—” “Ó, eg er vanur misjöfnu ásigkomulagi,” greip hann fram í, “og ef mér finst það of lítiS, fæ eg máske leyfi til að heimsækja ykkur—” “1 höllinni okkar — til umbreytingar! Hún hló aftur glaðlega. Þó hann væri ekki undir þeirra þaki, ])á var hann samt í Shorne Mills. “Eg lield eg verði að fara til Mrs. Brown^i og líta á herbergið, svo kem eg til ykkar aftur^ ef eg má, til að drekka te,” sagði hann, þegar þau nálguðust húsið. Hann opnaði grindarhliðiö fyrir haná og hún kinkaði til hans, ósegjanlega glöð yfir hinni nýfæddu gæfu. Svo hljóp hún inn í húsiS. 13. Kapituli. Tíminn, sem nú leið hjá, var hinn innæl- •asti, sem Drake hafSi lifað. Fyrir Nelly var hann eins og undárlegur draumur, sem hún var hrædd við að vakna frá. Frú Lorton var líka mjög glöð, því hún skildi hvert stefndi fyrir þessum tveimur ungu persónum. Þau sigldu oft, riðu langar leiðir yfir heiS- ina og á kvöldin gengu þau inn eftir ásunum og nutu liinnar indælu útsjónar. Stundum var Dick með þeim og Drake kunni betur og betur við þennan unga mann, sem alt af var svo glaður. Síðari liluta dags, þegar Nelly og Drake lentu Annie Laurie við hafnarkampinn, voru kinnar hennar rjóðari en vant var. Hún hafði nefnilega lofað Drake að verða kona hans; gæfa, seiú hún liafði aldrei þorað að vænta. Drake hafði enn ekki sagt henni, að liann væri aðalsmaSur; hann var hræddur um, að það nnyidi vekja óhug hjá henni til aS verða kona lians, liann vissi að hún elskaði hann sem, Drake Yernon. Þegar ]>au leiddust í fyrsta skifti á leiðinni heirn til Nelly, sagSist Drake ætla að fara inn til frú Lorton og skýra henni frá ásigkomulag- inu, og bað Nelly að bíða úti á meSan. Frú Lorton reyndi ekki að dylja ánægju sína yfir þessu, sem liún hafði vonað eftir svo innilega. “Eg-efast ekki um, að Nelly líði vel hjá ySur, lierra Vernon, en nú er mér líklega óhætt 'að kalla yður Drake?” saði hún. Drake tautaði einhver samþykkjandi orð, og datt í hug að liann ætti máske að kvssa hana. ’“Eg skal gera alt sem eg get til þess, að Nelly verði gæfurík,” sagði hann, “og ef þér viljið vera reglulega góðar við okkur, ættuð þér r.a fá Nelly til að giftast mér bráSlega.'” | Þegar Nelly kom inn meS blóðrauðar kinn- ar, tók frúin hana í faSm sinn og þrýsti kossi á enni hennar. Húg var ósegjanlega glöð yfir þessu útliti. MeSan þau neyttu matar, talaði frú Lorton um hin ýmsu lijónabönd í Wolfs f jölskyldunni; Nelly hJustaSi á liana með eftirtekt, en roSnaði við og við, þegar Drake snerti hana. Dick liagaði sér fallega. Hann frestaði að Jíoma með stríð, þangað til betra tækifæri gæf- ist. Þegar Drako gekk ofan brekkuna til húss Brownies, þá fann hann fyrst til hreinnar og sannrar gæfu á æfinni. Kossinn, sem Nelly gaf honum, þegar þau skildu við girðingarhliðið, vermdi enn þá varir hans. Hann fann nú að sönnu, að hann gerði henni rangt með því að segja henni ekki hver liann var, en livað gerði það, nú var hann elsk- aður sökum sinnar eigin persónu, og hún mundi ekki skeyta neitt um tign hans. Fyrir fáum vikum síðan IiafSi liann glaðst yfir því, að vera nú laus við allar stúlkur, en, þá var hann ekki ástfanginn af Nelly og liafði ekki náð ást liennar. Og Nelly. Hún lá vakandi í svefnlausum draumi. Hún mundi livert orð, sem hann hafði sagt, svipinn í augum hans, snertingu liandar lians og kossinn—alt mundi hún. Þetta var hennar fyrsta ást, og þessi maður varð eins og guð fyrir ungu stúlkuna. Henni fanst það svo ótrúlegt, óskiljanlegt, að hann hafði valið hana sér fyrir konu. Hann hafði sagt, að hún væri fögur. Nei, nei, hann lilaut að hafa séð hundrað af stúlkum, sem voru fegri en hún—en hann hafði samt 'valið hana! Hve undarlegt. Loksins sofnaði hún og dreymdi, að Drake liélt lienni í faðmi sínum og talaði einhver ást- íík orð við hana. Hún fann hann kyssa varir sínar og hár. Svo breyttist draumurinn, og þau voru aðskilin — það var eitthvað komið á milli þeirra—órjúfanleg þoka eða þykt ský, sem ekki vildi hverfa, þó þau stæði með framréttar Iiendur og þráandi hjörtu; en þessi draumur Jnmrf bráðlega fyrir öðrum enn þá skemtilegri, og hún sofnaði gS síðustu gleðinnar og gæf- unnar friðsæla svefni. Gæfu! ÞaS eru svo fáir, sem finna sanna gæfu — gæfu, sem þau tvö nutu þá daga, sem nú liðu. Drake liafði afráðið að senda hestana til London til að selja þá; hann hafði sagt Sparl- ing upp vistinni og borgaÖ honum hálfs árs kaup og gefið honum meðmæli, sem mundu veita honum gott pláss; en hann kveið fyrir að skilja við hestana og Nelly. Dick og hann áttu marg- ar skemtilegar ferðir á hestunum, þangað til þeir að lokum voru sendir til Tatterfall. Dick reið oftast nær á undan þeim, svo að Drake og Nelly urðu alein og gátu talað saman um ást sína. “Og svo var nú Annie Laurie. Jlve indælt það var að sigla með henni, að halda ástmey sinni í faðmi sínum og vita, að þegar fáar vikur væri liðnar, yrði liún kona hans. Einn daginn, þegar þau sigldu Annie Laurie, varð löngun hans ómótstæðileg. “Ó, Nélly,” sagði hann með bænarrómi, “hvers vegna getum við ekki gift okkur strax. Hvaða gagn er að því að bíða?” “Gift okkur?” Hún fjarlægSist liann ögn og roðnaði. “Hvers vegna ekki?” spurði hann. “Eg verð ekki ríkari, þó við bíðum, og eg þrái svo infiilega, að þú sért lijá mér—” “En eg er nú liér — þú hefir mig,” sagði hún. “Hvers vegna eigum við að flýta okkur svo mikið?” , Ilann beit á vörina. “Já, að sönnu,” sagði liann liásum rómi. “En eg vil helzt hafa þig út af fyrir mig, svo enginn annar eigi neinn lilut í þér en eg. Og Nelly, fyrst við ætlum að giftast, getum við eins vel gert það strax einsog seinna.” “Viltu helzt giftast mér strax?” spurði hún. “Já, strax,” endurtók Iiann. “Það eru vibur og mánuðir síðan við trúlofuSumst. ” “En ertu þá ekki ánægður núna?” spurði hún. “Eg er svo ánægð af því eg veit að þú elskar mig.” Hann þrýsti lienni að sér og kjrsti liana. “Nei, það er ekki nóg, góða,” sagði liann. “Þú skilur mig ekki. Á morgun skal eg útvega mér giftingar leyfisbréf.” Þegar þau kórnu að landi, stóð Dick og beið þeirra. “Halló!” hrópaði hann, “eg liefi beðið ykkar tvær stundir. Eg liefi nýung að segja ykkur. ’ ’ “Hvað er það?” spurði Drake. Nellv var að vefja seglunum saman, og JmgleiSa ]>að, sem Orake liafði isagt. “HeyriS þið. ÞaS á að verða danssam- 'koma lijá Malby’s, og við erum lioðin, Nelly, þú og eg.” “Hver eru Maltby’s?” spurði Drake kæru- leysislega. “Maltbys eru leiðandi hjónin liér í bygð- inni og heimboði frá þeim má maður ekki neita.” “Eg er ekki að neita því,” sagði Drake\og þrýsti höndina á Nelly um leið og hann hjálpaði lieími upp úr bátnum. “ÞaS verður þann fimtánda,” sagði Dick, “})að verður skemtilegt, og það sem er enn þá betra — við fáum góðan kveldverS. Nú megið þið, ástfángnu persónur, ekki neita að vera með.” Drake hló hægt. “Vilt þú vera með?” surÖi liann Nelly. “Vilt þú?” svaraði hún. “Já, ef þú vilt fara,” svaraði hann. “Gott,” sagði hún. “Eg lield þá, að við verðum með. Dick.” “Eg hélt það nú,” sagði Dick. “Hvers vegna ætti maður að missa tækifæri til að dansa? ’ ’ “Af hverju kemur það, að þau bjóða okk- ur?” sagði Nelly. “ViS þekkjum þau mjög lí'tið,” sagði hún við Drake. ”Maltbys er alt of ríkt og skrautlegt í samanburði við okkur, og 'þó að þau lijón hafi heimsótt okkur fyrir lönvj síðan, og við og við hafi boðið okkur í veizur undir beru lofti, þá er þetta í fyrsta.skifti, sem okkur er boðið þar á danssamkomu.” “Þið getið þakkað mér fyrir það, góðu vin- ir,” sagði Dick. “Eg mætti unga Maltbv af tilviljun — hann er heima í hviTdartímanum — cg hann bað mig um að verÖa sér samferða til að vita, hvort að margir hérar væri þetta ár. Svo talaði hann um, að það ætti að verða dans- \T e • • • I • Jt* timbur, f jalviður af öllum Nyjar vorubirgðir tegundum, geirettur og ala- konar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar. Komið og sjáið vörur vorar. Vér erumætíð glaðir j að sýna þó ekkert sé keypt. The Empire Sash & Door Co. Limited HENRY AVE. EAST WINNIPEG Automobile og Gas Tractor Sérfræðinga verður meiri þorf en nokkru sinni áður í sögu þessa lsnds. Hví ekki að búa sig undir tafarlaust? Vér kennum yður Garage og Tractor vinnu. Allar tegundir véla — L head, T head, I head, Valve in the head 8-6-4-2-1 Cylinder véiar eru notaðar við kensluna, einnig yfir 26 raf- magnsaðferðir. Vér höfum einnig Automobile og Tractor Garage, hvar atr getið fengið að njóta allra mögulegra cfinga. Skóli vor er *& eini, sem býr til Batteries, er fullnsegja kröfum tímans. Vulcan.ting verkamiðja vor er talin að vera sú lang- fullkomnasta í Canada á allan hátt. Árangurinn af kenslu vorri hefir oss til mikillar ánsegju sann- fsert bseði sjálfa oes og aðra um að lcensVan er aú rétta og aanna. —Skrifið eftir upplýsingum—aHir hjartanlega velkemnir tll þess að skoða skóla vorn eg áhöld. GARBUTT M0T0R SCH00L, Ltd. City Public Market Building. CALGARY, ALTA. Komið til SA King Street og skoðið Electric Washing Machine Það borgar sig að leita upplýsinga City Light & Power 54 King Street samkoma, og spurði hvort eg vildi koma, og nú hefir lafði Maltby sent okkur heimboS.” “Gott,” sagði Drake. Svo datt lionum í hug, að einhver kynni að vera á danssamkomunni, sem þekti hann og kæmi upp um liann hver hann væri. “Hver er Maltbys?” spurði hann aftur. “Eg hefi aldrei heyrt talað um hann.” “Það er sennilegt,” sagði Dick. “Þau lifa mjög kyrlátu lífi og eru að feins þekt af næstu nágrönnum. Gamli Sir William hatar London, og hann og lafÖi Maltby yfirgefa sjaldan heim- ili sitt—The Grange.” “Þau eiga enga dóttur, að eins einn son,” sagði Nelly. “Þau eru hvorki tilgerðarsöm né drembin, og eg lield að þér muni geðjast aS þeim. LafSi Maltby er alt af vingjarnleg og Sir William er alúðlegur, gamall maður, sem hefir gaman af að tala um verSlaunuðu grip- ina sína.” “VitiS þið, Jiverjir þar eru gestir núna?” spurði Drake. % *■ “Ó, ])að eru ekki mjög margir,” svaraði Dick. “Eg man sum nöfnin, sem ungi Maltby nefndi, liann sagði að þar væri of fúir til að stofna dansleik. Eg býst við, að það sé ein or- sökin til þess að við erum boðin.” “Mjög líklegt,” sagði Drake. “Láttu okkur beyra nöfnin.” - « Dick nefndi öll nöfnin, sem liann niundi. “Þekkir þú nokkuð af þeiní,” spurði hann. “Nei,” svaraði Drake glaðari í skapi. “Þann fimtánda,” sagði Nelly, sem liugs- aði um búning sinn. “Það er mjög stutt þang- að til. “Þessi samkoma er að eins af tilviljun,” sagði Dick, “og í þínum sporum skyldi eg nota hvíta silkikjólinn með Bryssels kniplingunum ' og skreyta mig með demöntum og roðastein- um.” 'Nellv hló og leit á Drake. “Mér þætti gaman að vita, livort Mols- kjóllinn er orðinn mér of lítill; það er eini spari- kjóllinn, sem eg á; en eg er lirædd um að þú á- lítir liann lélegau.” “Heldnr þú það?” sagði hann brosandi. “ÞaS máttu ekki segja — máske eg dáist að honum. ’ ’ MeSan hann talaði, datt honmn í hug hvort liann ætti að gera boð eftir gimsteinum handa henni, en hann áleit réttast að fresta því þang- að til þau væru gift. Þau fundu frú Lorton mjög æsta, og hún rétti Drake heimboðiS eins og keisarainna, sem útbýtir aðalseinkaleyfum. “Mjög viðfeldiS fóik”, sagði hún. “Eg er líka boðin, en eg þigg það ekki; það myndi að- tins minna á liinar hátíðlegu samkomur, sem eg tók þátt í áður fyrri. Ellinor, ])ú þarft eng- an fylgdarmann, þú hefir Drake, sem eg vona að kunni vel við sig þarna. Þú þarft. engan nýjan kjól, Ellinor, en Dick segist þurfa nýjan v fatnað.” “Nei, eg bjarga mér,” sagði Nelly glaðlega

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.