Lögberg - 30.09.1920, Síða 4

Lögberg - 30.09.1920, Síða 4
ÖU 4 LOGBKJRG, nilTUIVAGINN 30. SEPTEMBER 1920. Jogbeig Gefið út hvem Fimtudag af The Col- umbia Press, Ltd.,tCor. William Ave. & Sherbrook Str., Winnipeg, Man. Fáein atriði úr rœðu eftir Hon. W. L. Mackenzie-King. Foringi frjálslynda flokksins í Canada, Hon. W. L. Mackenzie-King, hélt fyrstu ræðu sína á ferðalaginu um Vesturlandið þann 27. þ.m., í Victoria, B.C. Feykilegur mannfjöldi fagnaði foringjan- um og hlýddi á mál hans með sérstakri athygli. Ræða hans hefir enn hvergi birzt í heilu lagi svo vér vitum til, en útcfrátt nokkurn úr henni hafa hin ýmsu dagblöð flutt og birtast helztu atriðin hér í lauslegri þýðing: “Þjóð vor er nú stödd á vegamótum gagn- gerðra breytinga á hinum ýmsu sviðum sam- félagsins. Margir meginþættir hins eldra skipu- lags sýnast vera að hverfa, en nýjar stefnur og nýjar starfsaðferðir að taka við, er oss hef- ir verið lagt á herðar að reyna að koma í fast form. “Sái heimsins, trufluð af vopnabrakinu, er nú að vakna til sjálfsmeðvitundar á ný, með gleggri skilningi á vanköntum menningarinnar og ranglætinu, sem komift hefir fram í taum- lausri dýrkun auðæfa, metorða og veraldlegra valda. Vér eigum nú að skera úr því senn, hvort alt eigi aftur að lenda í sama farið, þar sem auðæfa dýrkunin, metorðagirndin og afskifta- leysið af almennings heill, skipar hásætið, eða hvort framtíðarstörf vor og stefnur skuli reyn- ast verðugar fórnanna og hetjuverkanna miklu, er synir þjóðar vorrar í þúsunda tali intu af hendi til þess að verja frelsi það, er nú njótum vér. “Eg fyrir mitt leyti er hræddur um, að sundin, sem því miður hafa aðskilið hingað til hina margvíslegu flokka samfélagsins, hafi fremur breikkað af völdum stríðsins en hitt, — að vér eigum nú á meðal vor marga auðuga menn, óeðlilega rniklu auðgari, og fjölda fátæk- iinga, að sama skapi langt um fátækari, en átt hefði að vera, ef alt hefði verið með feldu; að baráttan fyrir tilverunni sýnist óneitanlega margfalt harðari, að verkamenn, skrifstofu- þjónar <>g jafnvel embættismenn eigi magfalt örðugra uppdráttar þrátt fyrir alla launahækk- unina, en við gekst fyrir fimm eða sex árum. Sömu öflin, sem glímdu í ófriðnum mikla, eru enn að verki í voru eigin samfélagslífi — á aðra hliðina öfl valdagimdar og auðæfadýrkunar, en á hina brennheit barátta fyrir jafnrétti og einstaklings frelsi. “Elg held eg beri ekkert oflof á þann flokk, frjálslynda flokkinn, sem eg hefi þann heiður að teljast til, })<ítt eg segi, að þrátt fyrir alt, sem honum kann að vera ábótavant, að mark- roið hans sé fyrst o,g siíðast það að reyna að hrinda í framkvæmd jafnréttishugsjónum þeim, er flokkur vor bvggist á, og láta þær verða að lífsstraumi í , þjóðfélagi voru, er hafa megi blessunarrík áhrif á iðnað, fjármál, atvinnu- frelsi og andlega heilbrigði þjóðfélagsins. — Með öðrum orðum, að einstaklingsrétturinn og virðing fyrir mannlegu lífi, verði látin skipa æðra bekk, en auður og auðæfatrú. “Það sem fyrst verður að sjálfsögðu kraf- ist af flokki vorum, er það, að vér heimtum aftur í hendur vorar dýrinæt persónuréttindi, er vér glötuðum meðan á stríðinu stóð; að vér Jeiðum til öndvegis á ný sanna fólksstjóm í landinu og hrindum af stóli stjórn þeirri, er nú situr við völd og að vettugi virðir jafnvel helg- ustu stofnun þjóðarinnar—þingið sjálft. “Það er vel þess vert, að veita því athygli, bvernig núverandi sambandstjórn er samsett og hver afstaða hennar er gagnvart þjóðar- viljanum. Hún liefir kosið sér nýtt nafn, en nýja stefnu, er réttlætt geti tilveru hennar, verður aftur á mpti næsta erfitt að finna. Þessi svokallaða nýja stjórn, er eftir alt saman ekkert annað en lappaðar leifar bræðings- stjórnarinnar gömlu, sem fyrir löngu var dauð úr ölluin æðum og firt því trausti, er hún eitt sinn kann að hafa notið. /* “Tæpur helmingur gömlu bræðingsráð- gjafanna situr enn að völdum. Þeir, sem geng- ið hafa úr ráðaneytinu, eru sjálfur formaður- inn Sir Robert Borden, Sir Thomas White, Mr. Carvell, Mr. McLean, Mr. Crerar, Gen. Mew- burne, Mr. Rowell, Mr. Burrell og Mr. Crothers. Með öðrum orðum, ráðuneytið hefir síðan 1917 tapað forsætisráðherranum, leyndarráðsforset- anum, fjármálaráðgjafanum, landbúnaðarráð- gjafanum, ráðgjafa opinberra verka, hermála- ráðgjafanum, auk þess sem einn ráðgjafinn, Mr. Cochrane hefir látist síðan ráðuneytið var stofnað. I embaitti þessi hafa svo jafnharðan skipaðir verið nýir menn, án þess að þjóðinni við almennar kosningar gæfist kostur á að láta vilja sinn koma í ljós. Ráðgjafar þessir hafa að vísu náð kosningu í hinum einstöku kjördæmum hver um sig, en að dæma alþjóðarviljann eftir því, væri gersamlega rangt. Virðing þingsins verður því ekki endurunnin með nokkru öðru móti en nýjum kosningum og það sem allra fyrst. “Nuverandi stjórn hefir reynst bruðlun- arsöm með einsdæmum. Spamaðarhugsjónin sýnist vera henni ókunn með öllu. Hún hugsar “í miljónum”, eins og stríðsstjómirnar gerðu og hefir enga tilraun gert til að draga úr út- gjöldunum eða létta almenningsbyrðina, heldur miklu fremur það gagnstæða. “Þjóðin þarfnast hagsýnnar stjórnar með þjóðarviljann að bakhjarli. Tolllöggjöfin kemst eigi í það horf, er hún þarf að komast með fag- uryrðum einum. Innflutningstollamir verða að lækka svo um muni á nauðsynjum, svo sem fæðutegundum, fatnaði og byggingarefni, svo og á áhöldum þeim öllum, sem nauðsynleg eru til framleiðslu. Hagkvæm skipun á þeseu sviði er eitt af aðaláhugamálum frjálslynda flokks- ins, sem hann er bygður á og heitir að fram- fvlgja við næstu kosningar og hrinda í fram- kvæmd, ef hann gengur sigrandi af hólmi.” ----------------------o-------- Bækur og rit. Þriðja og fjórða hefti Eimreiðarinnar eru nýkomin til vor, vel úr garði gerð, fjölbreytt og skemtileg að efni. Innihald þriðja heftis er sem fylgir: 1. Forfeður mannkynsins og frumbyggjar Evrópu, með myndum. Eftir Guðm. G. Bárð- arson. . Hnífakaup. Saga með myndum. Eftir Þorstein Þ. Þorsteinsson. 3. I Biskayaflóa, með myndum. Ófeigur Guðnason. 4. Gjábakkahellir, með mynd. Mattías Þórðarson. 5. Til ólafs Davíðssonar, kvæði. Valdimar biskup Briem. 6. Brjóstlíkneski af Jóni Eiríkssyni, eftir Bertel Thorvaldsen, með myndum. Mattías Þórðarson. 7. Ouida Freskó, með mynd. Ritsjá úr öllum áttum. Landbókasafn Is- lands 1918—1919. Geislar 1. Æfidagabók. Morgun. Dómkirkjan á Hólum í Hjaltadal. Bókaskrá. Fjórða heftið flytur þetta: 1. Þegar konur fyrirgefa. Saga, með mynd. Guðmundur Kamban. 2. Smágreinar um íslenzkt veðráttufar, með myndum. Samúel Eggertsson. 3. Gróðrar\reður, staka. H. S. B. 4. Bjartar nætur, kvæði með mynd. Stefán frá Hvítadal. 5. Krílof og nokkrar dæmisögur hans, með mynd. Séra ólafur Ólafsson. tí. Hreiðrið mitt, sönglag. Jónas Thom- asson. 7. Hringur Satúrnusar með mynd. 8. Töfratrú og galdrastofnanir. Magnús Jónsson. 9. Ouida, saga, með mynd. “Sameiningin” fyrir ágúst og september nýkomin, og er 64 blaðsíður, fjölbreytt og efnis- rík. Innihaldið er sem fylgir: 1. Gleymið ekki starfinu. Séra K. K. ól. 2. Jón Vídalín, kvæði. Séra Jónas A. S^- urðsson. 3. Jón Vídalín. Eftir séra G. Guttórmsson. 4. Kirkjufélagið og hjúskaparmálin. Séra Guttormur Guttormsson. 5. Úr heimahögum. Séra G. G. 6. Maðurinn og bókin. Séra Sigurður S. Christopherson. 7. Hinn brákaði reyr, fyrirlestur. Séra Rúnólfur Marteinsson. 8. Kirkjan og vandamál mannfélagsins. Séra Sigurður Ólafsson. 9. Kirkjulegar fréttir. Séra K. K. Ólafson. 10. Fyrir unga fólkið. Séra Friðrik Hall- grímsson. 11. Sunnudagsskóla-lexíur. “Syrpa”, VI. hefti.—Innihald þessa heftis er vart eins efnismikið né fjölbreytt og að und- anförnu. Það flvtur: 1. Alexander McKenzie, með mynd. Eftir Sigtr. Jónasson. 2. Dufferin lávarður. Eftir sama. 3. Rauðhærða stúlkan týnda. IÞýdd skáld- saga. 4. Bútar úr ættarsögu Islendinga á fyrri öldum. Sigtr. Jónasson. ö. Kosningar í Manitoba. Eftir sama. 6. Bútar úr ættarsögu Islendinga fyrri á öldum. Eftir Stein Dofra. 7. Sitt af hverju. Ritstjórinn. ---------o-------- Forsetakosningarnar í Banda- ríkjunum. Kosningahríðin harðnar með hverjum deg- inuin í Bandaríkjunum, og þó ekki sé nú nema liðugur mánuður þangað til fonsetakosningarn- ar eiga fram að fara, er ekki unt að segja, hvernig þær muni fara. A undanfarandi árum hafa forsetakosn- ingarnar í Bandaríkjunum snúist um hin þýðingarmestu heimamál þjóðarinnar — verið nokkurskonar dómstóll þjóðarinnar um stefnur og stefnubreytingar í velferðarmálum hennar heima fyrir. Þessar kosningar eru öðrum forsetakosn- ingum Bandaríkjanna frábrugðnari að því leyti, að heimamál þjóðarinnar eru svo að segja hverfandi. Verzlunarmálin, hermálin, fjármál- in og atvinnumálin hverfa fyrir hinu eina yfir- gnæfandi áhugamáli þjóðarinnar—þátttöku í alþjóða sambandinu. Eins og mönnum er kunnugt, þá heldur Harding forsetaefni Republikka því fram að Bandaríkja þjóðin ætti að hafna grein þeirri í friðarsamningunum frá 1919 er hljóðar um alþjóðasambandið 'og þá náttúrlega líka friðar- samningunum sjólfum, sökum þess að Banda- ííkjaþjóðin eigi ekki að beygja sig undir neitt vald, sem sé löggjafarþingi þjóðarinnar æðra, að enginn maður, engin stjórn og ekkert ríki önnur en Bandaríkin sjállf eða þeirra löggjafar- þing fái nokkurn tíma rétt til þess að binda Bandaríkjaþjóðinni skattbyrðar, ákveða um þátttöku hennar í stríðum eða ófriði, né heldur að leggja á hana nokkur höft eða nokkrar kvaðir. Hann viðurkennir þörfina á, að eitthvað sé nauðsynlegt að gjöra til þess að fyrirbyggja að stríð geti komið fyrir, eins ægileg og hið nýaf- staðna stríð, og vill að allsherjar dómþing sé stofnað, er dæmi í ágreiningsmálum þjóðanna. Um þessa afstöðu Republikka flokksins og forsetaefnis hans í alþjóða, sambandsmálinu viljum vér ekki kveða upp neinn dóm. Vér hörmum bara, ef endalok þess máls eiga að verða þau, að Bandaríkin segi sig úr lögum og fylgi við alþjóða sambandsmálin. Þróttur þeirra»og vald sem stórveldis er svo mikill, að oss virðist að tilraun þessi með að koma á og halda við alheimöfriði, geti aldrei orðið máttug án þeirra. En það vita allir og finna sárt til að þess þarf heimurinn þó um fram alt með. A hinn bóginn er Republikka leiðtogum Bandaríkja þjóðarinnar nokkur vorkun, ef að þeim í einlægni finst hættan virkileg við að gjör- ast félagar í alheims sambandinu, þó þeir sporni á móti henni. En vér vildum spyrja: verður ekki hver sá einstaklingur og hver sú þjóð, sem tekur að sér þýðingarmikil skylduverk í lífinu, að leggja e'tthVað í sölurnar fyrír þau? Er það ekki einmitt sigur lífsins, að leggja eitthvað á sjálfan sig — eitthvað verulegt, til þess að öðrum geti liðið betur, til þess að lífið mætti verða fegurra og friðsamara? Forsetaefni Demokrata, James E. Cox, vill oftur á móti, að Bandaríkjaþjóðin samþykki friðarsamningana með þeim breytingum, er nægja þykja til þess að tryggja ífult sjálfstæði Bandaríkjanna. Hann segir, að reynsla manna af dómstólum og meðferð þeirra á ýmsum mál- um, gjöri hugmynd Hardings .ómögulega, þegar um greiðan úrskurð mála er að ræða, og ao ó- samlýndi á.milli þjóða, hvort sem það leiðir til ófriðar eða ekki, þoli ekki bið þá, er slík mála- færsla og málaflækjur hafi vanalega í för með sér, og þó úrskurður fengist, er ekkert afl til, er skyldað geti hlutaðeigendur að hlýða slíkum úrskurði, þess vegna geti slíkt dómþing aldrei komið í staðinn fyrir alþjóðasambandið, eins og fyrirkomulag þess hefir verið ákveðið. Mr. Oox telur það sjálfsagða skyldu Banda- ríkjaþjóðarinnar, að taka sinn fulla þátt í að try&gj*1 alheimsfriðinn, fraiöför og góðvild meðal þjóðanna, með }rví að gjörast félagi í al- þjóðasambandinu, eftir að yfirráð og sjálfstæði þeirra í öllum málum er Bandaríkjaþjóðina snertír, hafi verið trygð. Augu allra hvíla á þessum kosningum í Bandaríkjunum, ]>ví undir þeim er komið, hvort tilraun sú er gjöra átti með allsherjar samband- inu, fær að njóta sín eða ekki. Þjóðir þa;r, sein eftirtöld lönd byggja, hafa gengið í sambandið: Argentínu, Astralíu, Belgíu Bolivíu, Bret- land, Canada, Chili, Kína, Columbiu, Cuba, Czecho-Slovakiu, Danmörk, Frakkland, Grikk- land, Guatemala, Haiti, Hedjaz, India, ítalíu, Japan, Liberíu, Niðurlönd, Nýja Sjáland, Nor- veg, Panama, Paraguay, Péru, Persíu, Pólland, Rumaniu, Salvador, Serbíu, Siam, Suð. Afríku, Peru, Svíþjóð, Svissland, Uruguay, Venezuela. Þau eru 40 talsins. Þá hefir og Nicaragua sam- þvkt á löggjafarþingi sínu að ganga inn og Honduras er í undirbúningi með það. o- Hveiti! Hveiti! íslendingar sem hafa hveiti til sölu œttu að lesa eftirfarandi auglýsing Members Winnipeg Grain Exchange — Members Winnipeg Produce Clearing Association. LICEN.SED AND BONDED By the Board of Grain Commissioners of Canada orth-West Commissiom Co0 Limited , Telephone A 3297 216 Grain Exchange, Winnipeg, Man. islenzkir Bændur ! Um leið og vér ávörpum yður, óskum vér fyrst af öllu, að þér hafið haft arðsama uppskeruí ár. En vér vonum einnig að þér hafið lesið og athugað auglýsingar þær og greinar, sem birzt hafa í íslenzku blöðunum iðuglega þau síðastliðin sex ár, er vér höfum stundað kornverzlun, og að þær hafi sann- fært yður um, að það væri yðar eigin hagnaður að láta ÍS' ienzka kornverzlunarfélagið, The North-West Commission Co., Ltd., selja korn yðar. pað er ekki eins og nýtt og óreynt félag væri að höndla korn yðar, þegar þér sendið það til vor. Eftir sex ára starf sem kornsölumenn fyrir bændur, er það sannfæring vor, að þekking vor geti orðið yður hagur þetta ár. Eins og það er hagur fyrir bændur að yrkja land sitt vel, eins er það hagur vor að selja korn það, sem oss er trúað fyrir, svo vel, að bændur verði ánægðir. En til þess að geta það, þarf maður sá er selur, að hafa reynslu og þekkingu á kornverzlun og hinu breytilega markaðsverði á kornvörunni. í ár, þegar markaðurinn er opinn til hæstbjóðanda, má búast við mjög breytilegum og mismunandi prísum, og þegar svoleiðis er, vill oft til, að menn selja þegar sízt skyldi, en geyma þá selja ætti. þeir sem vildu gejrma korn sitt um lengra eða skemmri tíma, ættu að senda til vor það sem þeir hafa. Vér skrifum hverjum sem sendir oss korn, þegar vér álítum að selja ætti. Einnig gefum vér daglega prísa og á- lit vort um markaðinn þeim viðskiftavinum vorum, er þess æskja. Vér borgum ríflega fyrir fram borgun, ef æskt er. Ef vigtar útkoma á vagnhlössum, sem oss eru send, ekki stendur heima við það, sem í þau hefir verið látið, gjörum vér það sérstaklega að skyldu vorri að sjá um, að slíkt sé lag- fært. Einnig gæti það verið peningar í yðar vasa, að vér skoðum sjálfir kornið í hverju vagnhlassi, sem oss er sent, svo að rangindi við tegundaflokkun (grading) getur ekki átt sér stað. petta er nokkuð, sem flest stærri félög ekki gjöra, því þau hafa mörgu að sinna, láta sér nægja úrskurðlj verkamanna sinna. Einnig eiga flest þeirra sín eigin korn- geymsluhús, svo það er þeirra hagnaður, ef flokkunin er gjörð bóndanum í óhag. pað er ætíð gott að vita, þegar mað- ur sendir korn, að einhver líti eftir, ef óviljandi skyldi vera gjörð röng flokkun, og að einhver sjái um, að slíkt sé strax lagfært. Margir bændur halda því fram, að það borgi sig betur að draga íhveiti og aðrar korntegundir í næstu korn- hlöðu, þar sem vinnulaun eru há eins og í ár. En ef þeir vissu hvað þeir tapa af vigt við það, mundu þeir hafa aðra skoð- un. Ef þér hafið fylt járn'brautarvagn og viljið selja inni- hald hans áður en hann fer á stað, þá símið oss númerið á vagninum og munum vér selja kornið strax fyrir hæsta verð. Sendið oss svo “Shipping Bill” af því og munum vér borga úl á það ef beiðst er eftir og afganginn, þegar vigtar út- koman fæst. íslendingar! Vér mælumst til, að þér sendið oss sem mest af korni yðar í ár. Vér erum þeir einu landar, sem reka þá atvinnu að selja korn fyrir bændur gegn umboðssölu launum. Vér höfum ábyrgð og stjórnarleyfi og gjörum oss far um að gjöra viðskiftamenn vora ánægða. Vér þökkum svo þeim, sem að undanförnu hafa skift við oss, og vonum að þeir, sem enn ekki hafa haft viðskifti við oss, gefi oss tækifæri til að selja korn þeirra í ár. Vér á- byrgjumst áreiðanleg viðskifti og gjörum vort ítrasta til að gjöra bændur ánægða. Hannes J. Lindal. Pétur Anderson. THE ROYAL BANK OF CANADA mælir með sínum MONEY ORDERS eins og áreiðanlegum og ódýrum miðli fyrir peninga- sendingum, er nema $50 eða minni upphæð Borganlegir án aukagjalds á öllum útibúum sérhvers banka Canada (nema í Yukon) og í Newfoundland $5 eða minna . 3c. Yfir $5, upp í $10 .... 6c. Yfir $10, upp í $30, lOc. Yfir $30, upp í $50, 15c. HOFUDSTÓLL og VARASJÓDUR ...... $35,000,000 ALLAR EIGNIR.................. $584,000,000 Auðvelt að spara Það er ósköp auðvelt að venja sig á að spara með því að leggja til siðu vissa upphæð á Banka reglulega. í spari- sjóðsdeild vorri er borgað 3% rentur, sem er bætt við höfuðstólinn tvisvar á ári. THE DOMINION BANK NOTRE DAME BRANCH, SELKIRK BRANCH, W. H. HAMILTON, Manager. W. E. GORDON, Manager. Aftur um bifreið fyrir trúboðann. Kirkjuþingið síðasta fékk end- urnýjaða vitneskju um það, að trú- boði vor í Japan, séra S. O. Thor- lákssson, hefði á hendi örðugt og mikið starf út um landsbygðina umhverfis Magoya-borg, þar sem hann býr, og að starf það væri að bera góðan árangur, eftir því sem| mögulegt væri. En jafnframt var; það ljóst, að starfið væri afar erf- itt og hægt að gjöra það stórum mun léttara og viðfangsbetra og árangursmeira, ef trúboðinn hefði bifreið til að ferðast um ií. Félag- ið fól mér því að leita isamskota meðal fólks vors til þess að kaupa bifreið fyrir trúboðann, eða senda bonum andvirði bifreiðar, sem hann svo keypti þar. Fram- kvæmdum frestaði eg þar til nú í haust, eftir að uppskeran væri fengin. En nú er það einlæg löng- mín, að það geti gengið sem allra fljótast. Vér erum svo mörg og upphæðin svo tiltölulega smá. Bara vér séum samtaka og vindum að þessu bráðan bug, þá er það óðar ibúið. Og enginn fátækari fyrir, en margur ríkari fyrir til- finninguna þá, að hafa lagt lið þörfu og góðu verki. Sendið því tillög yðar helzt undir eins, eða komið þeim í hendur þeirra, sem senda þau áfram. Hér þarf ekki að mæla með þessu fyrirtæki með mörgum orð- um. Drenglyndi fólks hvetur það til að styðja þetta fyrirtæki, sem ekki er bara iþarft, eins og búið er að benda á, heldur hlýtur líka að gleðja innilega trúboðann og konu hans, og bera þeim hlýleik frá oss hér heima fyrir, sem gefur þeim aukið og endurnýjað afl í

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.