Lögberg - 07.10.1920, Side 7

Lögberg - 07.10.1920, Side 7
LÖGBERG FIMTUADGINN 7. OKTÓBER, 1920. BU. 1 Tanlac hresti hana meira en ársdvöl í Vesturlandinu Mrs. Buehler þyngist um tíu pund og lítur út eins og alt önnur kona. “Tanlac hefir gersamlega lækn- að mig af iþjáningafullum þriggja ára sjúkdómi, svo nú líður mér betur en nokkru sinni fyr á æf- inni,” sagði Mrs. Mary A. Buehler að Stonewall, Man, núna fyrir skömmu, er hún var að skýra vin- um frá yfirnáttúrlegum bata sín- um. “Heilsu minni hafði farið svo mjög hnignandi síðast liðin þrjú ár, að eg mátti heita verulegur vonarpeningur. Eg dvaldi fult ár í Vesturlandinu til þess að reyna að vinna aftur heilsuna en slíkt bar ekki nokkurn minsta árangur. “MatarlystinN var sama sem engin, og því litla, sem eg nærð- ist á, fékk eg eigi haldið niðri. Smásaman þurru kraftarnir svo mjög, að eg gat ekki einu sinni annast um heimilisstörf mín, eg svaf óreglulega á hverri nóttu og hafði í sannleika gefið upp von- ina um endurbata. “Loksins tók eg að nota Tanlac samkvæmt ráði svila míns, er heima átti í Bandaríkjunum, og það meðal kom mér til fullrar og eg vona varanlegrar heilsu á ó- trúlega stuttum tíma. Nú iíður mér ágætlega og hefi þyngst um tíu pund. preytu tilfinningin, sem ávalt áður hafði ásótt mig, var nú horfin með öllu, svefninn kominn í bezta lag og eg yfir- leitt eins og nýsleginn túskilding- ur. pað fær mér sérstakrar á- nægju, að geta látið almenning vita af hinum undursamlega lækniskrafti, sem Tanlac hefir til að bera.” Tanlac er selt í flöskum og fæst í Liggett’s Drug Store, Win- nipeg. pað fæst líka hjá öllum lyfsölum út um land og hjá The Vopni-Sigurdson, Limited, River- ton, Manitoba.—Adv. Beinsýki og beinkröm. Eftir M. Einarsson dýralæknir. Beinsýki. Orðið beinsýki gæti auðvitað átt við marga sjúkdóma í beina- kerfinu, t. d. beinátu, beinkröm o. m. fl., en hér er það að eins notað í þrengri merkingu, og merkir þá aðeins þann sjúkdóm, sem fólginn er í því, að beinin öll að meiru eða miima leyti linast upp og verða þrotgjörn; hann kemur aðallega fyrir í fullorðnum gripum. Bein- kröm, sem að orsökum til er all- skyld veiki, er aftur á móti ung- .dýrasjúkdómur og kemur til, þeg- ar beinin harðna ekki eðlilega. í beinum eru tvennskonar efni, lin og hörð, eru þau mjög innilega sameinuð og svo jafnt skift, að þótt önnurhvor tegundin sé burtu tekin, heldur beinið lögun sinni. Mjög er það mikilsvarðandi að rétt hlutfall haldist milli þessara efna, því að ef of mikið væri af öðrum hvorum, yrðu beinin annaðhvort of lin eða of 'hörð og þar með í báðum tilfellum of brotgjörn. pað mun þó vera sjaldgæft að of mik- ið sé af hörðu efnunum, en hitt er mjög títt, að of lítið sé af þeim. Láti maður ibein ofan í súrt, verða þau smátt og smátt sveigjan- leg, af því að sýran leysir úr þeim hörðu efnin, sem mest piegnis eru fosfor-súrt kalk. Hins vegar má ná linum efnum úr beinunum með því að íbrenna þau, verða þau þá hörð og stökk. Linu efnunum, eða límefnunum sem einnig eru nefnd, má að miklu leyti ná með suðu; er það gert, þegar bein eru soðin til limgerðar. í lifandi líkama manna og dýra er alt á sífeldri rás, eyðist og end- urnýjast. Gömlu sellurnar deyja og aðrar koma í þeirra stað; það sést t. a. m. vel á hörundinu; ystu deyja, hreystra af, og þó heldur húðin þykt sinni; aðrar nýjar vaxa út jafnóðum að innan. Eins fer kalkinu; það smáleysist úr bein- unum og fer burt úr líkamanum, en þá kemur jafnóðum nýtt í þess stað — sé það í fóðri dýrsins. Vanti kalkið í fóðrið, getur það ekki endurnýast í beinunum og þá kemur að því, að beinin linist upp, dýrið fái beinsýki. Beinsýki kemur fyrir í öllum alidýrum, en langalgengust er hún í kúm, þá sauðfé, geitum og svín- um; fremur er hún sjaldgæf í hestum og rándýrum. Kálffull- um kúm er jafnan hættara en kálflausum og geldneytum, og oft ber því meira á veikinni sem kýr- in mjólkar betur og skánar eftir því sem hún geldist. Tiðum kem- ur veikin í kýrnar 6—8 vikum eft- ir burð. Aðal orsök veikinnar er vöntun kalkefna í fóðrið, svo að dýrin fá ekki nægju sína. pað verður þá skiljanlegt, að sú kýr, sem óhjá- kvæmilega verður að leggja til kalk bæði í fóstur ög mjólk, þolir auðvitað ver kalklítið fóður, en kálflaus kýr eða geld. Talið er og að vond fjós eða peningshús eigi talsverðan þátt í því að veikin breiðist út fyr og ver en ella, og sama má segja um alt það, sem rýrir mótstöðukraft dýrsins, sjúk- dóma o. fl. Beinsýki verður oftast vart á þeim slóðum, þar sem jarðvegur er sérstaklega fátækur af kalki og þá líka jurtir þær, sem þar vaxa. Verst orð í því efni fá flóar og mýrar og sendinn, kalkmagur jarðvegur. par sem búpeningur mest megniá eða eingöngu verður að lifa á heyi af siíkum jarðvegi, þar er veikin tíðast landlæg. Oft gengur hún sem faraldur og fer víða og er þá einatt engu betri á þeim stöðum þar sem hún er ekki landlæg. Er þá ekki kalkmegurð jarðvegsins um að kenna, heldur hinu, að jurtirnar hafa ekki náð í kalkið eða getað notað sér það. petta á sér einatt stað í miklum þurkasumrum, einkum ef mjög er þurt þegar gras er að spretta; þótt nóg sé af kalki í jörðinni, kemur það jurtunum -ekki að gagni, ef vatnið vantar. Einkenni veikinnar eru mjög mismunandi eftir því á hvaða stigi hún er, og gangur hennar æ- tíð mjög langvinnur. Oft byrjar hún með truflun í meltingarfær- um, dýrið verður dutlungasamt með át og fær einatt öll þau ein- kenni, sem fylgja sleikjum. Ó- sjaldan taka menn fyrst eftir henni, þegar skepnan fer að eiga óhægt með að ganga og standa, hvílir fæturnar á víxl, tvístígur og er óróleg, stynur og finnur sýni- lega til er hún stendur upp eða legst niður, eins er hún teður eða pissar. Gangurinn er mjög aum- legur, enda eru sjúklingarnir mjög tregir til aði færa sig úr stað, og þegar þeir standa, setja þeir oft kryppu upp úr bakinu og alla fæt- urnar inn undir sig. prýsti mað- ur á beinin, einkum bógblöð, herðakamb og malir, kveinkar sjúklingurinn talsvert og úr því fer honum að verða mjög legult og getur loks ekki staðið upp. peg- ar veikin er komin á hátt stig, er sjúklingunum mjög hætt við að beinbrotna og það af hinum smá- vægilegustu orsökum, við að standa upp eða leggjast eða að stiga hart til fæti. Oftast brotna mjaðmabein, rifbein eða útlima- beinin, og það sem sérstaklega einkennir þessi beinbrot er það, hve mjög þeim er ógjarnt að gróa. Hér við bætist tíðum slæm legu- sár, dýrið missir átið meir og meir, leggur mjög af, dregst upp og deyr. Kryfji maður grip með beinsýkn á fyrstu stigum veikinnar, er lítið að sjá á beinunum, að minsta kosti fyrir óæfða. pegar veikin er kom in á hærra stig, verður ytra borð beinanna óeðlilega rautt og sagi maður Ægg í sundur, er bæði bein og mergur oft með einlægum blóð- blettum og mergholið vátt. Eftir því sem sýkin ágerist meira, verð- ur beinskelin þynnri og meirari, svampkend, og má hæglega skera í það með hníf, og mergholið víkk- ar að sama skapi. Beinin verða mun léttari, enda hverfur oft meira en helmingur af kalkinu úr þeim. Meðferð og lækning. Ef sjúkl- ingurinn er svo langt leiddur, að beinbrot séu komin,' borgar sig- venjulega bezt að slátra honum sem fyrst. Eigi lækning að tak- ast — og hún tekst oft, þegar sjúkdómurinn er ekki orðin mjög magnaður — verður fynst og fremst að breyta til um fóður, þannig að fóðurgæðin aukist, gefa töðu í stað útheys, og sé smárahey til er það í þessu efni heyja bezt. Matgjafir eða fóðurbætir gefa en meiri von um bata, einkum ef gefn- ar leru tvær tegundir, sem kalk- ríkastar eru, svo sem belgávextir (baunir), hafrar og oliukÖkur. Skrimti sjúklingurinn af til vors, þangað til hann kemst út á græn- gresi, er batinn oft fljótur að koma — Húsvist og hirðing verða að vera í góðu lagi og drykkfarvatnið gott, og sé um hámjólka kýr að ræða, er réttast að gelda þær upp að nokkru leyti. Kalkskort í fóðrinu má að miklu leyti bæta dýrunum upp með því að gefa þeim við og við inn fosfor- súrt kalk eða að blanda því í gjöf- ir.a. Handhægast og ódýrast er að taka bein og brenna, mala síð- an smátt og gefa nautum af því eina matskeið í mál (ám væna te- skeið) og er þá bezt að hnoða beinamjölið saman við rúgmjöl og vatn og láta dálítið af feiti saman við; þá gagnast það bezt. Betra en brend og möluð bfcin er þó “prepararað” beinamjöl, sem svo er nefnt og fæst í lyfjabúðunum. pað er að vísu dýrara, þótt ódýrt sé, en meltist betur. Síðast en ekki síst er gott að gefa beinsjúkum kúm inn daglega eina matskeið af fosforlýsi og halda því áfram um lengri tíma. Ám má gefa hálfa teskeið. Hjálp- ar það oft, þótt ekkert annað dugi Eftir mikil þurkasumur, þegar sérstaklega má búast við bein- sýki, er rétt að gefa búpeningi við og við ögn af beinamjöli til að af- stýra veikinni; og þar sem veikin er landlæg, gerir vart við sig ár- lega, mundi mega draga úr henni með því að nota tilbúinn áburð (“superfosfat”) við og við. Beinkröm. Beinkröm kemur eingöngu fyr- ir 'í ungum dýrum og er fólgin í því að beinin harðna ekki eðlilega. í börnum er veikin oft nefnd “enska sýkin” og ,í unglömbum er hún hér víðast nefnd fjöruskjög- ur. í móðurlífi eru bein fóstursins fyrst lin og brjóstkend, en harðna nokkuð eftir því sem líður á með- ögngutímann. pó eru þau tiltölu- lega lítið .hörðnuð við fæðinguna, en úr því eykst kalkið í þeim stöð- ugt og verða þau við það harðari. Fái fóstrið eða ungviðið of lítið af fosfori og kalki frá móðurinni eða í fæðunni, geta beinin ekki harðn- að nægilega; þá fær það bein- kröm. Aðalorsök beinkramar er því hin sama og beinsýkinnar, vöntun kalkefna, enda fara sjúkdómar þessir einatt saman, þannig að ungviðið fær beinkröm, sé móðirin, þótt lítið beri á, beinsjúk. Veik- in byrjar þá strax í fóstrinu og á- gerist eftir fæðinguna, af því að mjólkin úHbeinsjúkri móður hefur í sér alt of lítið kalk til þess að fullnægja þörfum ungans. Sama verður ofan á, ef unginn er ekki á spena, en fær annað kálkfátækt fóður. — Auk sjálfrar kalkvönt- unarinnar gétur margt annað ver- ið meðverkandi að uppkomu veik- innar, svo sem slæm húsvist og hirðing, skemt og tormelt fóður, er af getur hlotist meltingarslen með truflun á efnabreytingum líkamans, svo og ofkæling. Grísir, sem stöðugt eru hafðir inni, fá veikina miklu fremur en þeir, sem fá að vera úti, hreyfa sig og grafa eða róta um í jörðinni. Beinkröm getur komið í alt ung- viði, en er tíðast í grísum, hvolp- um og unglömbum. Orðið fjöru- skjögur ibendir til þess að veikin er tíðust í lömbum, þegar ærnar ganga mikið í fjöru um meðgöngu- tímann, einkum seinni hluta hans. Öhollusta fjörubeitarinnar stafar þá af því að í sjávarplöntunum eru því nær engin kalkefni, en mjög mikið aftur af kalí og natronsölt- um; sé ánum ekki gefið kalkríkt fóður með slíkri beit, komast þær í kalkskort og lendir hann þá eink- um á fóstrinu. Einkenni: Venjulega taka menn fyrst eftir því að ungviðið á erfitt með að komast á fót; gang- urinn er stífur og stirður og stundum sést helti eða jafnvel máttleysi. Mjög brátt fer að bera á þrota í liðum, einkum i kné, hækil og kjúkuliðum og svo í endum rifbeinanna. Beinin fara að afmyndast, einkum útilimabein og hryggbein. Leggjabein bogna í miðju en gildna til endanna. Hryggurinn bognar ýmist upp eða niður eða til hliðanna. Sjúkling- um fer lítið eða ekkert fram, tekur eða skiftir tönnum óeðlilega seint, honum hættir til að fá útbrot og! ýmsa kvilla aðra-, leggur af og dregst upp. Venjulegast er veik- in langvinn. Meðferð og lækning. • par sem fjöruskjögur gerir vart við sig árlega, er nauðsynlegt að hafa fyrir reglu að gefa ánum töðu seinni hluta meðgöngutímans eða \ dálítið daglega af deigmjöli og ma-t með fjörubeitinni. ^Sama er um giltur að segja; þær þurfa að fá beinamjöl við og við og einkum ríður á að gefa þeim og grísunum tækifæri til að vera úti og grafa í mold, þegar gott er veður. — Bein- kröm tekst oft að lækna, þótt ekki verði að fullu bætt úr liða- og beinaskekkjum, með því að gefa sjúklingunum inn fosforlýsi dag- lega í nokkurn tíma. Hæfilegur skamtur einu sinni á dag handa grísum og lömlbum er 1—3 te- skeiðar af fosforlýsi, sem ekki er sterkara ?n svo, að 1 gr. af fos- fór sé leyst í 10 pottum af lýsi. Skamturinn fer auðvitað nokkuð eftir stærð og aldri* Einnig má gefa litla skamta af beinamjöli §aman við mjöl, vatn og ögn af feiti. —Dýraverndarinn. --------o-------- UMSÓKN tJM LAUNAVIÐBÓT. Bjarni amtmaður Thorarensen ritar embættisbróður sínum, Bjarna amtmanni Thorsteirisson á Stapa, bréf hinn 23. marz 1841 viðvíkjandi því, að þeir nafna-r sæki til stjórnarinnar um launa- viðbót, og virðist B. Thorsteinsson hafa haft frumkvæði að því. í bréfinu stendur þetta meðal annars: “Eg óttast fyrir, að kóngur sé annað hvort búinn að gera þig að konferenzráði eða dannebrogs- manni, og þér veiti þess vegna erfiðara að fá “hitt, sem við vit- um” — sagði Páll sál. klaustur- haldari — ofan á hina náðina, og hvar stend eg þá? Hvernig sem hitt gengur, vil eg ekki sækja fyr- ir mig, fyr en 1843, því þá er eg búinn að hanga 10 ár við þetta em- bætti. En takist þér ekki fyrir þig, þá fer eg engu á flot, og þó að þér takist, er ekki víst að -mér gangi. pað er þó betra, en að hvorugur okkar fái neitt, sem eg er viss um að orðið hefði, ef við hefðum komið báðir í senn. Annars i alvöru að segja liggur mér sökin ei svo mjög þungt á hjarta fyrst um sinn.” pessi bréfkafli er lærdómsrík- ur. Hann lýsir ósérplægnum em- bættismanni, sem slítur út kröft- um sínum í þjónustu föðurlands- ins og hirðir ekkert um, hvort embættislaunin eru meiri eða minni. pað liggur honum ekki “þungt á hjarta”, það mál mátti bíða. En hvernig er það nú? Bjarni lifði það ekki, að hann sækti um launaviðbótina, því að skamt var þess að bíða, að Jónas vinur hans sæi í draumi: “fljúga fannhvíta svaninn úr sveitum til sóllanda fegri.” Bjarni dó, eins og kunnugt er, á þessu sama ári eða 24. ágúst 1841. “pennan vér mætan eigum arf: minningu frægra, fegurst dæmi” kvað Steingrjmur Thorsteinsson. —Jón iSigurðsson forseti fylgdi trúlega þessu fordæmi.—Heftnbl. Business and Professional Cards 1 " 11 s HVAÐ setn þér kynnuð að kaupa af húsbúnaði, þá er hægt að semja við okkur, hvort heldur fyrir Peninga út í hönd eða að Láni. Vér höfum alt, sem til húsbúnaðar þarf. Komið og skoð- ið munina. OVER-LAND HOUSE FURNISHING Co. Ltd. 580 Main St., hoini Alexander Ave. Gyllinœð Kveljist eigi degi lengur af kiáða, af blóðrás eða niðursigi. Engir hold- skurðir. Komið eða leitið skrif- legra upplýsinga hjá AXTELL & THOMAS, Chiropractors og Elec- tro-Therapeutrist, 175 Mayfair Ave., Winnipeg, Man. — Vor nýja sjúkrastofa að 176 Mayfair Ave., er þægileg sjúkrastofnun, hæfi- lega dýr. Hversvegna lcknar mœla með Magnesia við Dyspeptics X. 6. Carter úrsmiður, selur gullstáss o.s.frv. og gleraugu við allra hæfi. prjátíu ára reynsla. Gerir við úr og klukkur á styttri tíma en fólk á alment að venjast. 206 Notre Dame Ave. Sfml M. 4520 - tVlnnipeK, Man. Dr. B. J.BRANDSON 701 Lindsay Building Telepuone garbv 320 OrFtcB-TÍMAR: 2—3 H^lméli: 776 Victor 8t. Telephone oarry 321 Winnipeg, Man. Dagtals. St. J. 4T4. Natiirt Bt. J. M* Kalll stnt & nótt og degi. DR. B. GKRÍABEK, M.R.C.S. trá Enxlandi, L.R.C.F. frS London, M.R.C.P. og M.R.C.S. trS Manitoba. Fyrverandi a8atoCarl»RnU vi6 hospital i Vinarborg. Pra*. oa Berlin og fleiri hospitöl. Skrifstofa 4 eigin hospitali, 415—417 Pritchard Ave., Winnipeg, Man. Skrifstofutlml fr4 9—lí f. h.; S—* og 7—9 e. h. Dr. B. Gerxabeks eigtt hotspítal 416—417 Prltchard Ave. Stundun o* iækning vaidra ajök- linga, sem ÞJ4M. af brjöstvelki, hjan- veiki, magasjúkdómum, lnnýflaveilU, kvensjúkdómum, karlmannasjdkdðm- um.tauga gelklun. Vér lessjum aérstaka éherzlu 4 að ■elja meSöl eftlr forakrlftum lækna. Hin beztu lyf, sem hæ«t er aS t4, eru notuS ein*ön*ru. Pegar þér komiS meS forakriftlna til vor, meglS t>ér vera vln um aS Í4 rétt faS sem inknirirm tekur til. OOLOLEXTGK * CO. Notr« Dzuie Ave. og Sherbrooke ist. Phones Oarry 2*90 og 2*91 fHftinealeyfisbréf seiu. “Takitt ögn af Magnesia eftir m&ltíiSÍr” er nú algengasta uppÁhalds forskriftin meö- al þúusndanna. Ástæðan fyrir þessu er sú, að níutíu prósent af öllum magakvlllum or- sakast af sýru, sem veldur ógœðindum og bólgu í hinni flnu hirnnu, sem maginn er fóðraður með að innan, og lyf og sérstakt fæðuform bregðast, sökum þess að ekkert nemur & brott sýruna, sem orsakar melting- arleysi Gæði Magnesia, sem hvorki er meðal né lyf I venjulegum skilningl, liggur I þvl, að útrýma aýruólgunni. Af hlnum mörgu Magnesia-tegundum svo sem oxides, car- bonates, milks og fluids, er Bisurated Mag- nesia óefað sú bezta; ein teskeið eða fjórar töflur í heitu vatni eftir m&ltiðir, gersam- lega hreinsa brott sýruna og hrlndir af stað eðlilegri, a&rsaukalausri meltingu. Hrein Bisurated Magnesia fæst hj& öllum lyfsölum og ættu allir magaveikir að reyna hana. RUTHENIAN BOOKSELLERS AND PUB. CO., LTD GIGT Sténn.rk hfimulæknlng fundin »f manni er þjákist ejálfur. Um voriS 1893 sótti aS mér vöSva og flogagigt mjög illkynjuS. Eg þJáSlet I þijfl flr viSstöSulautt eina og þeir einir geta BkiliS er likt er flstatt fyrir. Pjölda lækna reyndl eg ásamt ógrynní meSala en allur þati vatS aS- eins um stundarsakir. Loksins fann eg meSal er læknaSl mig svo, aS sjúkdflmurínn hefir aldrei gert vart viS sig siSan. Hefi læknaS marga. suma 70 til 80 ára, og árangurlnn varB sá sami og 1 mlnu eigin tllfelli. Eg vil láta hvern, er þjáist á líkan hátt af gigt, reyna þenna fágæta læknisdflm. SendiS ekki cent, sendiS aSeins nafn og áritan og mun eg þá senda ySur fritt meSal til reynslu. Eftir aS þér hafiS reynt þessa aS- ferS og sýnt sig aS vera þaS eina. sem þér voruS aB leyta aS, megiS þér senda andvirSiS, sem er einn dollar. En hafiS hugfast aS eg vil ekki pen- inga ySar nema þér séuS algerlega ánægSlr. Er þaS ekki sanngjarnt? Þvi aS þjást lengur þegar lækning er fáanleg flkeypis. FrestlS þessu ekki. SkriflS I dag Mark H. Jackson, No. 857 G. Durs- ton Bldg., Syracuse, N. Y. Mr, Jaekson ábyrgist. rétt og satt. OfanskráS Dr. O. BJORNSON 701 Lindsay Building fKLBPHOVEiOARRY 32® Office-timar: 2—3 HEIMILI: 764 Victor Stieet IkLEPUOKEl QARRV T03 Winnipeg, Man. DR. B. H. OLSON 701 Lindsay Bldg. Office Phone G. 320 Viðtalstími: 11—12 og 4.—6.30 Heimili 932 Ingersol St. Talsími: Garry 1608 WINNIPEG, MAN. Dr- J. Stefánsson 401 Boyd Building; C0R. P0RT/\CE AVE. & EDMOfVTOf* ST. Stundar eingongu augna. eyina. nef og kverka ajúkdóma. — Er að hitta frákl. 10-12 f. h. eg 2 5 e. h.— Talsfmi: Main 3088. HeinVili 105 Olivia St. Tal.fmi: Garry 2316. DREKKIÐ DREWRY’S BJÓR MALTUM BJÓR, MALTUM ÖL og ST0UT Pantið frá Matvörusalanum, lyfsalanum eða aldina og sætindasalanum. E. L. DREWRY Ltd., Winnipeá Læknaði eigið kviðslít Við að lyfta kistu fyrlr nokkrum &rum, kviðslitnaði eg afarilla. Læknar gögðu aö ekkert annað en uppskurður dygðl. Um- búðir komu að engu haldi. Loksins fann eg ráð, sem læknaði mig að fullu. Siðan eru liðin mörg &r og hefi eg aldrei kent nokkurs meins, vinn þó harða stritvinnu við tréamlði. Eg þurfti engan uppskurð og tapaði engum tlma. Eg býð ykkur ekkert til kaups, en velti upplýsingar & hvern h&tt þér getið læknast án uppskurðar; skrifið Eugene M. Pullen, Carpenter 130G^ Mar- cellus Avenue, Manasquan, N. J. Klippið þenna miða úr blaðinu og sýnið hann fólki er þj&ist af kviðsliti—með því getið þér bjargað mörgum kviðslltnum fr& þvl að leggjast & uppskurðarborðlð. -fflT' PILES Rú getirr dvalið á voru gyllini- æð.hæli meðan þú ert í bænum. veldur mörgum sjúkdómum op þú mátt hella í iþig öllum kynja- lyfjum sem keypt fást, —eða þú getur notað alla á- burði eða svonefnd gylliniæða meðul eins mikið og þig lang- ar til— Samt verðurðu ALDREI laus við kvillann þangað til BÓLG- AN er BURTU. (Sönnunin fyr- ir þessu er sú, að ekkert af þessu hefir nokkurn tíma lækn- að þig til frambúðar.) VILTU TAKA RETTA TIL GREINA? Við afnemum og náttúran lækn- ar hverja tegund af Gylliniæð til frambúðar, sem við höfum meðgjörð með, með rafurmagns- straumi, ella iþarft þú ekki að láta eitt cent af ihendi rakna til Engin tímaeyðsla eða HEADACHE; L0S3 OE ( MEMORV . POOR / EYE3IGMT. NERVOUSNESS 2C FAUL.TY NUTRIDCN •ALPITATI0N iOFTHE HEART TOMACH TROUBLE UAU5EAI Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd Buildlng Cor. Portaje Avo. og Edmonton Stundar sérstaklega berklasýkl og aSra lungnasjúkdöma. Br aS finna 4 skrlfstofunnl kl. 11— 12 f.m. og ki. 2—4 c.m. Skrif- stofu tals. M 3088. Helmlll: 4« AUoway Ave. Taisimi: Sher- brook 31S8 TH0S. H. J0HNS0N «g HJaLMAR A. bergman, fslenzkir lógfrægisgar, Skrifst.opa:— Room 811 McArtiuf Building, Portage Avenne ÁaiTun: P, O, Box 1658v Telefónar: 4503 og 4504. Wínnipog W, J. Lindal, b.a.,l.l.b. Islenkur Jjögfræðingur Hefir heimlld til a8 taka a8 s6r m41 bæSi 1 Manitoba og Saskatoho- wan fylkjum. Skrifstofa aS IÍ6T ITnion Trust Bldg., Winnipeg. Tal- sími: M. 6585. — Hr. Bindal hef- ir og skrlfstofu aS Lundar, Maa., og er Þar 4 hverjum miSvikudegl. Joseph T. 1 horson Islenzkur Lögfraeðingur Heimili: 18 Alleway Court,, Alloway Ave. MKSSR.S. PniLLIPS & SCARTH Barristers, Etc. 201 Montreal Trust Bldg., Wlnnlpeg Phonc Main 512 flrmstpong, Ashiey, Palmason & Company Löggildir Yfirskoðunarmenn H. J. PALMASON ísl. yfirskoðunarmaður. 8B8 Confederation Life Bldg. Phone Main 186 - Winnipeg Reiðhjól, Mótor-hjól og Bifreiðar. Aðg«rðir afgreiddar fljótt og vel. Seíjnm einnig ný Perfect reiðhjól. Skautar smíðaðir, skerptir og Endurbættir. J. E. C. WILLIAMS 641 Notre Dame Ave. J. G. SNÆDAL, TANNLŒKNIR 614 Somerset Block Cor. Portage Ave. «g Donald Street Tals. main 5302. SCIATICA' PAIN3 RI60RS ACKACHt ON9TIPATIC: WEAK MDNtVS tONDITlONÍ PILE5 MAV CAUSE vor. JtUngin tímaeyðsla eða rúmlega. Ekki þarf meira en stundar meðhöndlun í léttum tilfellum til 10 daga í erviðum tilfellum, til heppilegra úrslita. — Ef þú getur ekki komið, þá skrifaðu Skrifið utan á Dept. 13 AXTELL & THOMAS Chiropractors and Electro-Therapeutists $ 175 Mayfair Ave., Winnipeg, Man. Vort nýja sjúkrahæli að 175 Mayfair Ave. er þægileg stofnuh, með nyjustu áhöldum og sniði. Verkstofu TiiIh. : Garry 2154 Heun. Tals.: Garry 294» G. L. Stephenson PLUMBER Allskonar rafmagnsáhöld, »to sem ■traujára ví ra, allar tegundir af glösum og aflvaka (batteris). VERKSTDFA: 676 HOME STREET joseph tavlor LÖGTAKSMAÐUK Heimllis-Tals.: SL Johil 184* Skrlfstofu Tals.: Main 7978 Tekur lögtakl bæBi húsaielguskuldir, veSskuldir, vlxlaskuldir. AfgrelSlr alt sem aS lögum ljtur. Skrifniofa. 255 Ma*n Street A. S. Bardal 843 Sherbrooke St. Selur líkkistur og annast um útfarir. Allur útbúnaSur s6 bezti. Enafrem- ur selur hann alskonar minnisvarSa og legsteina. Helmlti. T»l» • Osrry 11*1 SkrifatO'fu Tals. • Qarry 300, 37S G0FINE & C0. Tals. M. 3208. — 322-332 KlUee At«s. Horninu 4 Hargrave. Verzla meS og virSa brúkaSa hús- m’jni, eldstör og ofna. — Vér kaup- um, seljum og sklftum 4 öllu sem *r nokkurs virSl. JÓN og pORSTEINN ASGEIRSSYNIR taka að sér málningu, innan húss og utan, einnig vegg- fóðrun (Paperhanging) — Vönduð vinna ábyrgst Heimili 382 Toronto stræti Sími: Sher. 1321 Gísli Goodman TINSMIÐUR VERKSTŒÐI: Horni Torönto og Notre Dame Phone —: Uelmills Qarry 298S Qarry 89. Allar Allar teéundir af tegundir af KOLUM EMPIRE C0AL C0MPANY Ltd. Tals. N. 6357-6358 Electric Railway Bldg. Giftinga 02 i 1 / Jarðarfara- 0*om með litlum fyrirvara Birch blómsali 616 Portage Ave. Tals. 720 ST JOHN 2 RING 3 Phones: N6225 A7996 Halldór Sigurðsson General Contractor 808 Great West Permanent Loan Bldg., 356 Main St. J. J. Swanson & Co. Verzla með tasteignir. Sjá um leigu & kúsum. Annrst Ikn og elds&byrgðir O. fl. 808 Paris Buildlng Phone Maln 2599—T B. B. Ormiston blómsali. Blóm fyrir öll tækifæri. Bulb, seeds o. s. frv. Sérfræðingur í að búa til úfr- fararkranza. 96 Osborne St , Wínnipee Phoqe: F f( 744 Hei>nili:^R 1980 Sími: A4153. Isl. Myndastofa WALTER’S PHOTO STUDIO Kristín Bjarnason eigandi Næst við Lyceum leikhúsið 290 Portage Ave. Winnipeg

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.