Lögberg - 14.10.1920, Blaðsíða 1

Lögberg - 14.10.1920, Blaðsíða 1
SPEIRS-PARNELL BAKING CO. ábyrgjast yður fulla vigt, beztu vörur fyr- ir lœgsta verð sem verið getur. R E Y NIÐ Þ AÐ! TALSÍMI: Garry 2346 - WINNIPEG Það er til myndasmiður í borginni W. W. ROBSON 490 Main St. - Garry 1320 I 33. ARGANGUR WHMNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 14. OKTÓBER 1920 NUMER 41 Helztu Viðburðir Síðustu Viku Canada. Menn þykjast hafa fundið i bergi í Al'bertafylkinu steinrunn- inn Dinosaur, er það höggorms- tegund afar stór, alt a5 8o fetum á lengd sem nú er útdauS, en hefir auösjáanlega veriö mikið af bæði í Ameríku og víðar á liðnum öld- utn, því leyfar þess kvikindis finn- ast nokkuð viða í jörðu.. Þessi steinrunni Dinosaur hefir verið högginn úr berginu þar sem hann fanst vestur i Red Deer dalnum í Alberta fylkinu og fluttur á kon- unglega náttúrugripa safnið í On- tario. Náttúrufræðingar halda að þessar leyfar séu um 3,000,000 ára gamlar. Tollrannsóknarnefnd Canada stjórnarinnar hefir haft fundi und- anfarandi daga í Saskatoon, Sask. og fluttu verksmiðjueigendur í Saskatoon mál sitt fyrir henni og fóru fram á að nauösynlegt væri að «f iðnaður þeirra ætti að geta hald- ið áfram og blómgvast, þá mætti ekki nema í burtu verndartollinn. Það sem verksmiðju og iðnaðar- stofnanir í Saskatoon fóru fram á var: 1. Að iðnaður sá sem nú væri rekin í landinu yrði tryggður á sanngjarnan hátt, og líka iðnaðar- greinar þær sem stofnaðar yrðu og væru líklegar til að geta þrifist. 2. Að verndartollar verði lækk- aðir í þeim tilfellum er með rökum væri hægt að sýna að þeir væru ó- sanngjarnlega háir eða þar sem verndartollar væru notaðir til þess að heimta ósanngjarnlega hátt verð af almenningi. 3. Að nefnd manna væri skipuð sem það eitt hefði fyrir stafni að gefa landstjórninni ábyggilegar bendingar í sambandi við tolllög- gjöf landsins og hvenær tollar skyldu hækkaðir eða lækkaðir, og í þeirri nefnd væru menn sem óháð- ir væru pólitískum flokka áhrifum. Þar næst komu bændur, sem búa út frá Saskatoon á fund tollmála- nefndarinnar, og bentu á að verndar tollurinn væri blátt áfam að eyði- leggja landbúnaðinn. Kváðu ak- uryrkju verkfæri svo dýr orðin að það væri frágangs sök fyrir fátæka bændur að kaupa þau, og afleið- ingin væri sú að menn yfirgæfu lönd sín og leituðu í bæina sér og sínum til lífsframfærslu. 30% af bændum í kringum Sa^katoon hefðu haft hagnað af búum sínum, en þeir væru í öllum tilfellum menn sem keypt hefðu verkfæri sín og bús- höld fyrir nokkuö mörgum árum síðan, áður en þeir óvita prísar komust á sem menn eiga nú að mæta. 50% af bændum drægju aðeins fram lífið, þó þeir þræluðu frá morgni til kvelds, og 20% af bænd- um i vorum héruðum sögðu þessir umboðsmenn bændanna, verða að yfirgefa lönd sín sem þeir væru búnir að vinna meira og minna á og þetta ástand væri mest verndar tollunum að kenna. Sykur hefir fallið ofan i 11 cent pundið í New York í smásölu. Sykurkongar Bandaríkjanna urðu æfir þegar sykurinn féll í verði og fóru til stjórnarinnar í Washing- ton og báðu um vernd á meðan þeir væru að selja sykurforða þann sern þeir hefðu á hendi og hefðu borgað miklu hærra veröi en sykurinn seldist nú fyrir. Bandaríkjastjórn- in neitaði að verða við þessu, svo þeir urðú að mæta samkepninni. í Canaada hefir þetta farið öðru- visi. Þar hefir verslunarnefndin sem ekkert hefir heyrst til nú í langa tíð, farið á stúfana og beðið um verndun fyrir sykurmylnurnar i Canada frá óvinunum þarna fyrir sunnan línuna sem selja sykurinn svo óhæfilega ódýrt. Þeir segja að sykurmylnueig- endurnir í Canada verði að fá að selja sykurbyrðir sínar á ig^c. pundið unz þær séu uppseldar og til (þess hefir stjórnin verið fús að hjálpa með því að leiða í gildi lög sem banna að flytja vörur í stórum stíl inn í Canada og selja jþær þar ódýrari en fimm af hundr- aði fyrir neðan verð það sem sú vara selst fyrir í heima landinu. Fylkiskosningar í New Bruns- wick fóru fram 9 þ.m. og úrslitin urðu þau að Fosterstjórnin, sem setið hefir að völdum i New Bruns- wick síðan 1917, vann 24 sæti af 48. Afturhaldsmenn, 13; Bændur 9 og Verkamenn, 2. Haldið er að Hon. Walter E. Foster forsætisráð- herra og stjórn hans (þó tveir af ráðgjöfum hans féllu) geti haldið völdum. ------0------ Bandaríkin Á fundi sem hafnaumboðsmenn i Bandaríkjunum héldu nýlega i Chicago lýsti yfirumsjónarmaður stjórnarinnar í Bandarík/unum yfir því að ef Bandaríkjamenn kynnu að stjórna höfnum sínum rétt þá væru þeir orðnir fremstu siglingamenn heimsins—fremri en Bretar. Verkfall sem 5,000 menn hafa tekið þátt í hefir staðið yfir í Vesc- ur Kentucky, þar til nú fyrir fáum dögum að verkamanna félögin skárust í leikinn og kröfðust þess að mennirnir tækju aftur til vinnu, mót því að allir þeir sem í mánað- arvistum vNina fengju $1.50 launa viðbót 'á dag, aðrir en þeir er keyra hest, eða mótorvagna, fengju $1.75 launa viðbót. Hætt er vinnu í kolanámum og á járnverkstöðum Hill-Side Coal og jámnámufélagsins, og Pennsylvan- ia kola félagsins í Wilkisbarr, Pa. sökum verkfalla. J. M. Hannaford, forseti North- ern Pacific járnbrautafélagsins hef- ir sagt af sér því embætti, og við- tekur 19. nóvember Charles Donn- elly í St. Paul Minn., varaforseti félagsins. Mr. Hannaford verður 70 ára gamall 19. næsta mánaðar. Willis-Overland bifreiða félagið alkunna hefir sagt 4,500 manns upp vinnu í verksmiðjum sínum í Tol- edo, Ohio. Ástæðan sem félagið gefur er þverrandi eftirspurn eftir bifreiðum. Tveir menn gengu inn í vagnstöð i Bloomer Wis. þar sem margir voru við vinnu og fjöldi beið eftir eimlest sem var á leiðinni, og það ætlað; að fara með. Þegar menn- irnir komu inn tóku þeir marg- hleypur upp úr vösum sinum, ráku fólkið samaan í horn á bygging- unni og höfðu í burtu með sér $1,100 í peningum. Þeir sem keyra mjólk um götur New York borgar, og í verkamanna félögum standa , hafa gjört hús- bændum sínum aðvart, að hér eftir vinni þeir ekki fyrir minna en $10 á dag. Maður einn frá Texas sem Ed- ward heitir, var dæmdur í þrjátíu og sex ára fangelsi fyrir að myrða nágranna sinn. Skömmu eftir að maðurinn kom í fangelsið sendu vinir hans bænarskrá til O. B. Col- quitt sem þá var ríkisstjóri í Texas, og beiddu um að liann væri náðað- ur, sökum þess að við yfirheyrsluna hefði ekki sannast að haann hefði verið valdur að morði því er hann var sakaður um. Ríkisstjóri Col- quitt varð við þessari bón þeirra. En þegar til mannsins kom þver- neitaði haann að þyggja uppgjöf á sök þessari og bar fyrir að hann hefði enn ekki tekiö út næga refs- ingu. Nokkrum árum síðar þegar James E. Ferguson var ríkisstjóri, reyndu vinir mannsins þetta aftur og fengu aftur uppgjöf saka frá ríkisstjóraanum, og aftur neitaði maðurinn aað þyggja og gaf sömu ástæðuna. Nú fyrir nokkrum dög- um ritar þessi maður úr fangelsinu rikisstjóra Hobby. “Eg finn í hjarta mínu og sannvisku að eg hefi nú tekið út maklega hegningu fyrir þennan glæp” og var honum þá slept. Þegar Edward kom heim til sín fann hann að hann yar orð- inn miljóna eigandi. Á meðan að hann var í fangelsinu hafði ölía fundist í ríkum mæli á bújörð hans. Nýlega var gjaldkeri John New- man Lobaks, verksmiðjueiganda í New York á leið með öðrum manni vopnuðum frá banka þeim er John Newman verzlar við, með $8,870. Voru það peningar sem notast’áttu til að borga vinnufólki ‘laun sín. Þegar þeir koma á hornið á First Ave. og fertugustu annari götu sáu þeir bifreið standa þar og í henni voru fimm menn. Fjórir af þess- um fimm hlupu út úr bifreiðinni og réðust að mönnunum, miðuðu á þá marghleypum, tóku peningana og höfðu sig á burt með þá í bif- reiðinni. Ríkisstjóri Cox, forsetaefni Bandaríkjanna sagði í ræðu sem hann flutti í Nashville, Tenn., 7. þ.m. “Ef við göngum inn í alþjóða sambandið þá getum vér sparað $456,000,000 i sambandi við her- flota vorn á næsta ári, og þið vitið hvað hægt er að gjöra við $456,000- 000. Það er hægt að taka 23,000- OOO ekrur af hálendi voru sem nú er ófrjótt og gjöra þaað að aldin- garði. Eg vil að hætt sé að byggja bryndreka og neðansjávarbáta, og tundursnekkjur, en vér snúum oss að rækta hálendi vor og gefum hverjum einasta hermanni bújörð, og heimili, sem vill reyna lukku sína þar vestur í landi tækifæranna. Þann sama dag talaði Harding, forsetaefni Republikka í Des Moin- es, Iowa og komst svo að orði um skyldur í sambandi við alþjóða sambandið: “Eg vil ekki skýra þær skyldur. Eg vil bara snúa bakinu við þeim.” Skógareldar hafa geysað í norður Minnesota ríkinu undanfarandi, og gjört all mikinn skaða, en síðustu fréttir segja að þeir séu í rénun og að fólk þurfi ekki að vera hrætt um að eldurinn nái útbreiðslu, neitt líkt því sem átti sér stað 1918. Á fundi manna þeirra sem standa fyrir vörukaupum stórverslana í Bandarikjunum sem haldinn er í Chicago þessa dagana, hefir verið látið í ljósi það álit að verð á vör- um hljóti að falla á næstkomandi sex eða sjö mánuðum, og i sumum tilfellúm um 50%. Skógareldir miklir hafa geysað í Douglas héraðinu í Wis. og hafa gjört ósegjanlegt tjón. Fjöldi fólks er húsviltur, miljón dollara virði af búðar og útihúsum hefir eyðilagst og meir en $300,000 af uppskeru manna í þvi héraði eyði- lagt verið. • ■ >• 1«-'!’■») i ■ Bretland Tveir menn voru á ferð á Scot- landi með 3,000 pund Sterling til þess að borga verkamönnum með við eina af stór iðnaðar stofnunum landsins. Á leiðinni frá bankan- um og til stofnunarinnar mættu þeir einum manni sem réðst að þeim tók peningana, faldi þá á bak við viðarrunna, fór svo beint til lög- reglunnar, lét hana taka sig fast- ann og sagði henni til peninganna. Við yfirheyrslu máls þessa manns kom það upp að maður þessi hafði veðjað við félaga sinn um að hann gæti framkvæmt verk þetta. Dóm- arinn gat ekki séð neitt gaman við þennan leik og dæmdi manninn ' Þr*g&ja ára fangelsis vist. Ung bóndadóttir, fögur og vel gefin var heitbundin manni einum í konunglega lögreglu liðinu á Ir- landi og var komið að því að þau giftust þegar Sinn Fein leiðtogarnir í héraði því sem stúlkan átti heima í fréttu um þetta og hugsuðu sér að koma í veg fyrir það. Svo þeir tóku sig saman nokkuð margir um nótt og fóru heim á heimili stúlk- unnaar og beiddu haana að hætta við þá forsmán að giftast Englend- ingi. Með góðu beiddu þeir hana, og með hótunum ögruðu þeir henni, og að síðustu sögðust þeir skyldu skera af henni hárið, sem hún hafði mikið og fagurt, ef hún léti ekki undan. En ekkert dugði, stúlkan var óbifanleg í áformi sínu. Þá tóku þeir hana og skáru hár hennar fast upp við höfuð og fóru svo. Þegar unnusti hennar heyrði um atfarir þessar fór hann og keypti sér leyfisbréf og gekk tafarlaust, með leyfi yfirmanna sinna að eiga stúlkuna. $16,750,(XX) virði af gulli sendu Bretar nýlega með White Star ltnu- skipinu Baltic til New York nýlega, er sagt að það sé sú stærsta fúlga gulls sem í einu hafi nokkurn tíma verið send vestur yfir Atlands haf- öldurmaður, James Roll, hefir nýlega verið kosinn Lord Mayor í Lundunum, tekur hann við embætti sínu 9. nóvember, þegar hin núver- andi Lord Mayor, Sir Edward E. Cooper lætur af því. Martin W. Littleton, sem nýlega kom til New York frá Lundúnum, farast svo orðum ástandi á Eng- landi. “Englendingar virðast njóta vel meigunar og vera þrótt miklir. Þeir sækja ákveðið frarn í iðnaðarmál- ununt, og bíða ekki eftir því að Evrópa ríði á vaðið með verzlunar- legar framkvæmdir, heldur gjöra það sjálfir. Þegar maður lítur yfir kring- umstæður þær sem Englendingar eiga að mæta, þá virðist að enginn af stjórnmála mönnum þjóðaarinn- ar séu nógu miklir fyrir sér til þess að sameina hina sundurleitu flokka sem stefna sitt í hverja átt. En samt er Lloyd George mjög vin- sæll. Lítið er Englendingum gefið, um þátttöku Bandaríkjamanna í írsku málunum, og það virðist ekki vera ráðlegt fyrir Bandaríkjamenn að skifta sér mikið af málum Breta sem stendur, þótt eg sé ekki einn af þeim sem mikið legg upp úr al- þjóða sambandinu, þá trúi eg því að engin hafi haft jafn mikið tæki- færi til þess aað láta gott af sér leiða í heiminum og Wilson forseti hafði þegar hann var í Evrópu. Það tækifæri er nú hjá liðið. Járn- ið sem þá var heitt er nú kalt orðið. Hefði heilsa forsetans ekki bilað. þá hefði hann máske borið siur úr býtum í stríði sínu.” -------o-------- Hvaðanœfa. Sendiherra Bandaríkjanna í Kína C. R. Crane, hefir símað Wilson forseta að um 30,000,000 manna í Pekin og héruðum þar í kring, sé allslaust og deyji daglega úr hungri og kemur það heim og saman við aöra frétt sem símuð hefir verið til Lundúnaborgar frá Pekin, og segir að hallæri tilfinnanlegt sé í Chihile, Haman og Shantung fylkjunum í austur Kína og sé landflæmi það sem hallærið er á 90,000 fer mílur, og á því búi 30,000,000 manns. Fólkið er að reyna að forða sér, foreldrar binda börn sin við tré til þess að þau séu þeim ekki til farar- tálma, og stúlkur eru seldar fyrir 100 cash, sem er sama og fjögur cent í Canadiskum peningum. Sagt er að $125,000,000 þurfi til þess að hjálpa þessu fólki svo nokkuð muni um. Maður að nafni Zora sem heima á nú í Constantinople, var fæddur árið 1191 eftir Hegira tímatali, það er 1775 eftir voru, á fyrstu ríkis- árum Abdul Hamid og í byrjun tíð Louis XVI. Frakka konungs, og e: þvi 145 ára gamall. Hann átti heima i bænum Bitlis í Armeníu, unz Sultaan Mahmoud kom VI vaida og T.ri :ssaris morð. > hrvgg- ilegi áttu iér stað að hann flu ti til Constantinople Hanu er tvigiftur og hefir átt 15 börn og er aðeins eitt þeirra, það yngsta, á lífi, og er piltur 96 ára agamall, fremur heilsu tæpur, og heldur gamli maðurinn að sá sonur sinn verði aldrei gam- all! Fjölda af afkomendum á Zora svo mikinn að hann getur ekki tölu á komið, og er það fólk flest búsett í Bitlis. Úr bœnum. Jón Stefánsson, bóndi úr Grunnavatnsbygð var á ferð í bænum í vikunni. Sagði hann vel- líðan fólks í sínu bygðarlagi. Oddur bóndi Melsted frá Church- bridge, Sask., kom til bæjarins í vikunni sem leið. Hann er hér undir læknishendi í sambandi við meiðsl þau er hann varð fyrir síðast liðið sumar. Gefin voru saman í hjónaband 2. þ.m. hr. Leifur Oddson fast- eignasali og ungfrú Ásta Aust- mann skólakennari. — Dr. Elliot, prófessor við Wesley College, framkvæmdi hjónavígsluna. Móttöku athöfn þeirri, sem bandalag Fyrsta lút. safnaðar hafði undirbúið í isarribandi við heimkomu Frank Fredricksonar frá íslandi, hefir verið frestað um viku, til 21. þ.m., sökum þess að Frank kemur ekki til bæjarins fyr en á föstudagskveld (annað kveld). Hjálmar A. Bergmann, íslenzki lögmaðurinn góðkunni, hefir ný- lega fengið heiðurs-viðurkenn- ingu, verið gerður að King’s Counsel, en því fylgja þau rétt- indi, að mega flytja mál fyrir hæsta rétti Breta. — Hjálmar er fyrsti íslendingurinn, sem slíkur heiður hlotnast, og má þjóðflokk- ur vor telja sér sæmd að.— Bændakonur í Manitoba hafa, sem kunnugt er, stofnað með sér fyrir nokkru víðtækan félagsskap, með því aðal markmiði, að bæta kjör húsmæðra til sveita og hlynna að öllum þeim málefnum, er verða mætti landbúnaðinum til vegs og virðingar. — petta kven- félag hefir nú samið og samþykt uppástungu um afnám og lækkun tolla á hinum ýmsu vörutegund- um, sem nauðsynlegastar eru til heimilishalds, og ætla þær að leggja uppástungurnar fyrir toll- málanefnd sambandsstjórnarinn- ar, er setu hefir í Brandon ein- hvern þessara daga. í uppástung- unum er því meðal annars haldið fram, að verndartollarnir stuðli miklu fremur að upplausn heim- ila, en stofnun þeirra. Að undan- þegnar tollum ættu að vera vörur þær allar og byggingar efni, sem til þess þarf að koma upp sveita- heimili; að matvörur allar séu tollfrjálsar, svo og fatnaður barna og hinn ýmsi útbúnaður sem út- heimtist til að geta verndað heilsu barna og unglinga. — Kon- urnar leggja mikla áherzlu á það atriði, að eins og sakir nú standi, flýi fólk sveitirnar sökum hinna ranglátlega háu verndartolla, er geri hinum efnaminni bændum ó- kleift með öllu að afla sér nauð- synlegustu áhalda til landbúnað- arins, hvað þá heldur að koma sér upp viðunandi híbýlum. — pær telja framtíðarheill þjóðar- innar undir því komna, að ráð- stafanir verði gerðar sem fyrst í þá átt að létta tollbyrðinni af lífsnauðsynjum bændastéttarinn- ar og reyna að hvetja unga fólkið sem yfirgefið hefir sveitirnar, til að hverfa þangað aftur og yrkja jörðina. Árni bóndi Pálsson frá Reykja- vik P.O. Man., var á ferð í bænum í vikunni. Geirfinnur M. Johnson og Mrs. Eiríka Benjamínsson, bæði til heimilis í Árborg, voru gefin sam- an í hjónaband þ. 10. okt. s.l. af séra Jóhanni Bjarnasyni, og fór hjónavígslan fram á heimili brúð- arinar í Árborg. Brúðguminn er ættaður úr Dakota, sonur Magn- úsar bónda Johnson, er um langt skeið hefir búið í grend við Moun- tain. Brúðurin er Gunnarsdóttir Guðmundssonar og konu hans Veroniku Eiríksdóttur, er bjuggu á Hlíðarenda í Árdalsbygð. Lézt Gunnar þar snemma á vori 1909. Eiríka var áður gift Benedikt Benjamínssyni frá Ægissíðu í Húnavatssýslu, bróður Guðrúnar konu Stefáns Guðmundssonar 1 Árborg. Benedikt dó í byrjun árs 1917. — Framtíðarheimili Mr. og Mrs. Johnson verður í Árborg. Gefin saman í hjónaband þ. 9. okt. s.l. voru þau Jón Sigurðsson og Miss Sigrún Sumarrós Bald- vinsson, bæði til heimilis í Viðir- bygð í Nýja íslandi. Séra Jóhann Bjarnason gifti og fór hjóna- vígslan fram» á heimili Mr. Sig- urðssonar í Víði. Jón Sigurðsson er í heldri röð bænda í Nýja Is- landi og var um æði mörg ár odd- viti í Bifröst-sveit. þeir Gunnar ritstjóri Björnsson í Minneota eru bræðrasynir. Jón er frílega mið- aldra ma»ur. Var áður giftur Kristínu Jónsdóttur, ættaðri ur Pingevjarsýslu, myndarkonu, og misti" Jón hana, eftir langvmt heilsuleysi og árangurslausar lækninga tilraunir, vonð 1909. Börn þeirra eru þau Sigurbjörg, kona Davíös Guðmundssonar í Ar- borg, og Valdimar, ungur bóndi 1 Víðirbygð. Var hann í riddaraliði Canada í gegn um alt stríðið og komst ósár úr þeim hildarleik. — Brúðurin er dóttir Sigvalda Bald- vinssonar og konu hans Guðrúnar Hallgrímsdóttur, er búa á Neðri Rauðalæk í pelamörk í Eyjafirði. Framtíðar heimili þeirra Mr. og Mrs. Sigurðsson verður í Víði, þar sem Jón hefir toúið blómabúi að undanförnu. Á miðvikudaginn var flutti blaðið Free Press þá sorgarfregn, að látist hefði af • slysi hinn al- kunni merkis og dugnaðarmaður Stephen Christie (Stefán Krist- jánsson) að Glenboro. Eftir því sem blaðið segir, vildi slysið til á þann hátt, að Stsfán heit var ný- kominn heim til sín með vagn og hesta, og var að taka hestana frá vagninum hafði verið búinn að taka út úr þeim beizlin, en gleymt að afkrækja einni dragólinni, svo hestarnir fældust og varð Stefán undir vagninum við að reyna að stöðva hestana, og meiddist svo hann beið bana af. — Stefán heit- inn kom með móður sinni frá ís- landi árið 1876, mállaus og alls- laus, eins og flestir innflytjendur þá, og settist að í Argyle bygð, þar sem hann hefir dvallð síðan, og ekki að eins drifið sig áfram efnalega, svo að hann var nú tal- inn auðugastur bænda á því svæði, heldur hafði hann getið sér svo góðan orðstír í hvívetna, að hann var virtur af öllum er hann þektu. Stefán heit. var einn af þeim mönnum, sem á mis við skólamentun varð að fara sökum skyldunnar, sem kallaði hann snemma. pó var maðurinn svo vel gefinn bæði til sálar og lík- ama, að hann var fyrirmynd ann- ara. Söknuðurinn út af fráfalli þessa merkismanns er sár, en fyr- irmyndina, sem hann gaf, eiga ungir jafnt sem gamlir til þess að láta hug sinn dvelja við. pær Mrs. Ásdís Hinriksson og Miss Elenora Julius, forstöðu- konur gamalmenna heimilisins Betel, voru staddar hér í bænum um helgina. Símskeyti til Áma Eggertssonar telur Lagarfoss kominn til R.vík- ur og þaðan sigli hann svo rakleitt til Noregs og Danmerkur. Frá Islandi. Úr Borðarfirði eystra er þetta ritað meðal annars:— “Héðan alt þolanlegt að frtéta. Grasspretta á útengi með allra bezta móti Tún fremur léleg. Fiskafli hér í Bofg- arfirði meiri en nokkurn tíma síð- an 1910. En lítið um útgerð hér vegna aflaleysis síðustu ára. — Óþurkur með meira móti, svo að sumstaðar er eldiviður óhirtur enn (í ágúst) Hey hafa samt náðst að mestu óhrakin.” Júlíana Friðriksdóttir hjúkrun- arkona er stödd hér á Akureyri sem stendur. Hún kom frá Ame- ríku nú í sumar eftir nær sjö ára dvöl vestra, Hún hefir um nokk- ur ár verið hjúkrunarkona á spít- ala í Grand Forks, N.-Dak., og numið þá ment til hlítar. Væri á- stæða til þess fyrir umráðamenn sjúkrahúsa að tryggja sér svo vel menta hjúkrunarkonu, því slíkra mun verða mikil þörf áður langt um líður. “Prívatball” var haldið hér í samkomuhúsinu s. 1. laugardags- kvöld. Ekki var blaðið svo heppið að hafa fulltrúa viðstaddan. Yf- irmönnum af herskipunum var boðið. pótti það tilhlýðileg sæmd samþegnum okkar og löggæzlu- mönnum þjóðarinnar. En þeir launuðu sæmdina með því að brjóta lög á mönnum. Gengu þeir um göturnar æpandi og syngjandi um hánótt og leiddu dömurnar á milli sín. Annað getur blaðið ekki sagt af balli þessu. Aðrir munu fróðari um það, hvort sæmd og viðurkenning hafi staðist á.— Dagur. ( Eftir Morgunbl. 8.—16. Sep.) Úr Skagafirði er blaðinu nýlega skrifað af merkum manni: — “Tíðindi man eg engin merki- leg. Spretta víðast í góðu meðal- lagi, nýting á töðu víðast sæmileg, en óþurkar miklir hafa gengið nú um tíma. Hefir sú veðrátta hald- ist við fram að þessu og jafnvel hlaupið svo mikið flóð í Héraðs- vötnin, að heybólstrarnir flutu í burtu. Ekkert kann eg þó að til- greina um tap með vissu. — Afli er loks kominn hér allgóður. Vél- bátar fá þetta 1500—3000 pund í róðri, enda beitusíld verið hér næg inni að þessu. pað hefir líka séð á, því snyrpinótaskipin hafa fylt sig í sífellu hér inn um allan fjörð — jafnvel uppi í landstein- um, svo nú hefði þeim sennilega komið vel, að geta látið salta á Höfðavatnshöfn í stað þess að eyða bæði eldsneyti oð jafnvel skemma síldina vegna vegalengd- ar á söltunarstaðinn, hvort held- ur er Siglufjörður eða enn fjar- lægari síldarstöðvar. Vonandi verður þess ekki langt að bíða héð- an af, að þessar hendingar úr háð- bragnum — er svo átti að vera — se m“Fram” flutti í vetur: “Höfða vatnið hugsið ykkur, höfn er bráðum komin þar” — verði raun- verulegar; og ætti þá kannske ekki sem verst við að segja: “Oft ratast kjöftugum satt á munn.” — En það vil eg taka fram að því að eins byggi eg mér glæsi- legar vonir um bæinn þann, sem valdsmaður okkar kvað vilja láta heita Höfðabæ, að þar þrífist inn- lend verzlun og hverskonar iðn- aður, að meira eða minna leyti rekinn með því afli, sem okkur mun notadrýgst og sennilegast auðfengnast, hvað sem á bjátar, en eigi fyrir þá sök, að mig hafi gripið það “gullæði”, að mig dreymi um “gylta búka af gróða- silfri” eins og stóð í kvæðinu í “Fram.” Nýlátinn er í Stokkhólmi fræg- asti málari Svía, Anders Zorn, 60 ára gamall. Var talinn heimsins mesti snillingur í því að blanda liti, og myndir hans eru ógleym- anlegar öllum þeim sem séð hafa. Miljónamæringar, þjóðhöfðingjar, stjórnmálamenn og frægustu rit- höfundar og listamenn keptu um að láta Zorn mála af sér mynd, og guldu afskaplega hátt verð fyrir. Úr Svarfaðardal er skrifað ný- lega: — “Tíðarfar hefir verið hið ákjósanlegasta í sumar Gras- spretta á túnum og engjum af- bragðs góð víðast. Má sem dæmi þess nefna, að af túni sem fengust af í fyrra 180 hestar, fengust nú 220. Nýting á heyjum er alment ágæt, hefir alt þurkast undan ljánum og um hrakning á heyi er ekki að ræða. Virðist og grasið vera óvenju kjarngott og kraft- mikið og þakka menn það snjó- farginu, sem hvíldi yfir jörðinni fram á sumar og hlífði rótinni við áfrerum og næðingum. — Afli er nú hér ágætur, kom hann mánuði seinna en vanalega, en virðist ætla að reynast því drýgri; er nú bæði um þorsk og síld að gera. Gengur fiskur hér alveg upp í landsteina að heita má, og koma smáförin drekkhlaðin á hverjum degi. — Óvenjumiklar húsabygg- ingar standa yfir á Dalvík nú. Eru þar bygð 9 hús og verður það að teljast mikið i ekki stærra þorpi. Og yfir höfuð er sú venj- an enn, að fólkið er að streyma til sjávarins og hætta búskap, marg- ir hverjir, er það að ýmsu leyti varhugavert. En þó ber ekkert á, að jarðirnar séu ekki enn fullskip- aðar og svipuð eftirsókn eftir þeim og áður var. Er það og bezt, því vænlegast mun, að nokk- urn veginn jafnt hlutfall haldist milli sjávar og sveita. — pað ný- mæli er hér á döfinni nú, að skoð- aður var foss einn, sem liggur í miðri sveitinni. Og leizt þeim svo á hann, sem hann athugaði, að hann mundi nægur til ljósa og hitunar og eldsneytis fyrir sveit- ina. Mundi það mikill búhnykkur fyrir almenning þar, ef tækist að beizla hann og láta hann verða svo margfaldan orkugjafa, sem þarna er minst á.” Skipverjar af norsku selveiða- skipi, er fórst við Grænland 28. júlí í sumar, komu hingað í fyrra- kveld með Grænlandsfari dönsku. Hafði skip þeirra, sem “Gordon” hét og var frá Bodö í Noregi, rek- ist á stóran ísjaka og sökk eftir 45 mínútur. Skipverjar komust í bátum sínum til Kap Dan eftir 8 daga þrautir, en þar er óbygð og héldu þeir því áfram eftir sól- arhrings hvíld til Angmasalik og var ágætlega tekið; þar hvíldu þeir sig í mánuð, unz þeir náðu í skip það er flutti þá hingað. pórður Guðjohnsen, áður verzl- unarstjóri, kom hingað með Gull- fossi 1 fyrradag ásamt frú sinni og þremur börnum. Hafa þau dvalið á Húsavík í sumar hjá Stef- áni kaupmanni Guðjohnsen, og eru nú á leið aftur heim til Kaup- mannahafnar. pórður kom hing- að síðast fyrir sjö árum, en frúin hefir aldrei komið hingað til landsins síðan þau hjónin flutt- ust alfarin frá Húsavík fyrir nær 20 árum. Skýrsla gagnfræðaskólans á Ak- ureyri hefir Morgunbl. borist ný- lega fyrir skólaárið 191Q—1920. Segir hún skýrt um fyrirkomulag kenslu þar nemendafjölda, náms- greinar, og yfirleitt um allan hag skólans síðasta skólaár. 74 nem- endur gengu þar undir. árspróf. Er aðsókn nú engu minni að skól- anum en áður, þótt örðugir séu tímar. Um kennaralið skólans hefir skipast svo til, að Bryleifur Tobíasson var skipaður þar 3. kennari 10. okt. f. á., og Lárus Bjarnason mun nú vera skipaður þar fastur kennari. — Bókasafn skólans hefir aukist mjög síðasta ár, bæði af gefnum og keyptum bókum. Hafa sumir forleggjarar hér syðra verið því einkar hliðholl- ir hvað það snertir. Og áhalda- safn skólans til eðlisfræðis og efnafræðis kenslu hefir og aukist mikið. Sjóði marga á skólinn og þá eigi svo litla suma. Eru þeir námsfólki mikill styrkur.— Skóla- líf hefir verið fjörugt og fjöl- ráða af skýrslunni. Eru þar mörg félög og öll með bezta lífi, svo sem málfundafélag, skemtifélag og skákfélag. Auk þess hafa náms- sveinar málfundafélag, innan hvers bekkjar Hvern góðviðrisdag streymir fólkið héðan úr bænum um þessar mundir upp í Mosfellssveit í berjamó. Segja menn að óvenju- mikið sé um krækiber á þessu ári en bláber hafa eigi þroskast til fulls enn þá. Ari seldi afla sinn nýlega fyrir 1000 sterlingspund í Bretlandi. porsteinn p. porsteinsson skáld er nýkominn til bæjarins. Hefir hann verið á ferð um Skagafjörð og Eyjafjörð í sumar og lætur hið >ezta yfir ferðinni.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.