Lögberg - 14.10.1920, Blaðsíða 6

Lögberg - 14.10.1920, Blaðsíða 6
ots. e LÖGBERG, FIMTUDAGINN 14. OKTOBER 1920 Launcelot of the Lake. Framh. Dómur Guenevere Drotningar. Þegar Mordred slapp frá Sir Lancelot særð- ur og blóðugur, eins og vér lásum um síðast, fór liann beint á fund Arthur konungs og sagði hon- um frá því, sem skeð hafði. Yið fréttir þær varð konungur mjög hryggur. En þrátt fyrir sögu- eögn Mordred var hann mjög tregur til þess að trúa því að Sir Lancelot, sem hann elskaði, væri eér ótrúr. En hann fylist ótta út af fráfalli riddaranna, sem látið höfðu líf sitt, því hann vissi, að út af því mundi ófriður spretta, — þóttist viss um, að aðstandendur þeira mundu reyna að koma fram hefndum á hendur Lancelot, og að hjð víðfraga Kound Table félag mundi að engu verða sökum ósamlyndis. Og það kom á daginn, jafnvel fyr en konung- .inn varði. Því margir urðu til að taka í taum- inn með Mordred, sumir af því þeir voru skyldir riddurunum, sem fallið höfðu, en aðrir af því þeir öfunduðust yfir velgengni þeirri og virðingu, •er Sir Lancelot naut, og á meðal þeirra voru líka til menn, sem dirfðut að éfastum dygð og trú- mensku drotningarinnar sjálfrar og kröfðust hefndar gegn henni fyrir ótrúmensku við konung- inn, og fyrir það að hún var völd að dauða svo margra riddara. En í þá daga voru það lög, að ef einhver var kærður um svik af sjónarvottum, þá átti sá er kærður var að brennast á báli, hvor- heldur það var karl eða kona, konungur eða kotungur. Og þetta ákvæði laganna kröfðust menn að yrði látið ganga yfir Guenevere drotningu, og heimtuðu, að Arthur konungur kvæði upp dóm- inn. Arthur konungur varð ósegjanlega hryggur óg mælti: “Mín skylda sem konungur, er að vera óhlutdrægur dómari og halda lög landsins; hér er því enginn drotningunni til varnar.” Því næst var dómur kveðinn upp í málinu og nann ákvað að Guenevere drotningu skyldi á báli brenna fyrir utan hallarmúrana í Carlisle. Eftir að dómurinn hafði verið kveðinn upp, sendi A^thur konungur eftir systursyni sínur Sir Gawaine og mælti: “Þér fel eg, kæri systursonur minn, að sjá um að dómsákvæðinu sé fullnægt.” Sir Gáwaine svaraði einbeittlega: “Herra konungur, mér dettur ekki í hug að vera viðstadd- ur til þess að horfa upp á dauða drotningarinnar, og Loka-ráð eru það, að þú kyldir nokkurn tíma gefa samþykki þitt til slíkrar óhæfu.” Þegar Arthur konungur sá, að Gawain var ó- fáanlegur til þess að láta framkvæma þetta verk, bað hann hann að senda tvo yngri bræður sína, þá Sir Gareth og Sir Gaheris á fund sinn, og þegar þeir komu, fól hann þeim að sjá um að dómnum yrði fullnægt og fylgja drotningunni á aftöku- staðinn. Gareth svaraði fyrir báða á þessa leið: “Arthur konungur, herra minn, við erum skyld- ugir að hlýða boðum þínum í hverju sem er, en það vildum við láta þig vita, að þetta verk er okkur mótfallið, en ef það verður að vera, látum við þig vita, að við munum ekki bera vopn á af- tökustað hinna göfugu drotningar.” Að svo mæltu stigu þeir á bak hestum sínum og riðu í þungu skapi áleiðis til Calisle. Þegar aftökudagurinn kom, var drotningin leidd út fyrir borgarmúrana í Carlisle og þar bundin við staur eða tré, sem rekið hafði verið niður í jörðina, og svo var borið lim af trjám alt í kring um hana. Á meðan þessu fór fram, hafði margt fólk safnast á aftökustaðinn, vinir drotningarinnar sem grétu sárt yfir henni, og margur var sá ridd- ari og aðalsmaður, sem þar var viðstaddur, er ekki þoldi að horfa upp á þessa sýn, heldur faldi andlit sitt í skikkjulöfum sínum. Samt var þar enginn, sem dirfðist að koma fram og bjarga drotningunni, því þeir óttuðust að á þá yrði mark svikaranna sett. Þegar alt var til reiðu og að því komið að kveikt skyldi í viðarhrúgunum, heyrðist hófadyn- ur í fjarlægð, og innan stundar bar hóp riddara að mannþyrpingunni. Fyrirliði þeirra hleypti inn í mannþröngina með sverð í hendi, og hjó og lagði alla sem á vegi hans urðu, þar til hann hafði rut sér braut að viðarkestinum þar sem Guenevere var; þá skar hanh á fjötrana , sem hún var bundin með og lyfti henni upp í söðulinn og fór með hana út úr mannþrönginni. Og allir vissu, að þetta var Sir Lancelot, sem hafði komið í þeim erindum að berjast fyrir drotipnguna, ef á þyrfti að halda. Og fólkið gladdist í hjarta sínu og lét sér ekki koma til hugar að veita mótspyrnu. Svo Sir Lan- celot og riddarar hans riðu óáreittir í burt með drotninguna og fóru til kastala þess er Gleðigarð- ur nefndist og héldu þar yfir henni hlífiskildi og ólu önn fyrir menni með lotningu. En þessi dagnir varð ógæfudagur ríkisins, því á meðal riddaranna, sem féllu fyrir Sir Lancelot, voru þeir Sir Gareth og Sir Gathier, hræður Sir Gawains, og öðrum þeirra, Sir Gareth, unni Sir Lancelot eins og hann hefði verið hans eigin son, og hafði sæmt hann riddaratigninni; en svo hafði ákafi Sir Lancelot verið mikill, er hann braust í gegn um mannþröngina til þess að bjarga drotn- ingunni, að hann hafði ekki tekið eftir þeim bræðrum, né því, að þeir voru vopnlausir, heldur drepið þá eins og alla aðra, sem voru í egi fyrir honum. Þegar þessar fregir komu til Arthur konungs var Sir Gawain þar staddur og spurði hvernig bræðrum sínum hefði reitt af. Svaraði sendimað- urinn, sem fréttina flutti: “Þeir eru báðir dauðir.” “Ó, kæru bræður!” stundi Sir Gawin upp, og spurði svo: Hvernig skeði það?” “Sir Lancelot varð þeim báðum að bana,” svaraði sendimaðurinn. “Því get eg naumast, trúað,” svaraði Sir Ga- wain, “því bróðir minn unni Sir Lancelot svo, að hann var boðinn og búinn að uppfylla hverja ósk hans.” “Hann er dauður, og Sir Lancelot drap hann,” svaraði sendimaðurinn. Harmur Sir Gawain varð svo mikill við þessa frét, að hann féll í ómeginn, en þegar hann rakn- aði við ávarpaði hann Arthur konung á þessa leið: “Herra minn og móðurbróðir, er það satt, sem þessi maður segir, að Sir Lancelot hafi drep- ið bróður minn, Sir Gareth?” “Því er miður,” svaraði Arthur konungur. “Hann var í vegi hans í mannþrönginni, og Sir Lancelot sá hann ekki, né heldur að hann var vopnlaus, og hann féll fyrir sverði hans.” Sir Gawain mælti: “Eg sver þess dýran eið, að láta Sir Lancelot aldrei í friði á meðan eg lifi, unz eg hefi komið hefnd fram á hendur honum fyr- ir þetta morð_bróður míns.” Og frá þeim degi lét Sir Gawain Arthur kon- ung aldrei í friði, unz konungur hafði safnað her saman til þess að fara að Sir Laneelot, þar sem hann sat í Gleðigarðs kastalanum. Þannig byrjaði stríð það, er varð til þess að eyðileggja hið víðfræga og göfuga Kound Table félag Arthur konungs. --------o-------- Arethusa hin fagra. Arethusa hin fagra hoppaði léttilega ásamt stallsystrum sínum um Mænalos hæðirnar, þar sem skrúðgrænt lyngið brosti mót heiðum himni. — Veiðimaðurinn Alpheios stóð álengdar og hafði ekki augun af meynni. Arethusa færðist ein- att nær og nær, þar til hún að lokum var svo að segja komin alla leið til staðarins, þar sem Al- pheios beið og dáði hennar óviðjafnanlegu fegurð. Á för sinni um sniðgöturnar utan í hlíðinni varð hún þess vísari, að Alpheios fylgdi henni stöðugt með augunum, fyltist hjarta hennar þá ótta, er hún sá hve dökt andlit hans var og hve hin rifnu klæði flyksuðust ákaft í blænum. Þó greip hana meiri ótti, er hún heyrði hina kaldranalegu rödd hans, þegar hann bað hana að koma og dvelja við hlið sér. Hún vildi ekki hlýða á mál hans, heldur þaut af stað í dauðans ofboði um hæðir, bala, hjalla, ása og dansandi líkt og hind eftir sléttum bökkum árinnar silfruðu, er liðaðist eins og jærlu- band um þröngan dalinn. Alpheios sór við hina helgu rögn, að nú skyldi hann ekki missa meyjarinnar. “Eg skal fylgja þér, hvert sem þú ferð,” sagði hann. “Um f jöll og dali, ár og úthöf skal eg fylgja þér eins og skugginn, þar sem þú tekur þér hvíld, skal eg einnig hvílast.” — Og áfram hélt eltingaleikur- inn, um myrkar Erymanthos hæðirnar, Písa slétt- urnar, alla leið til sjávar, þar sem öldur Vestur- hafsins dönsuðu við geisla miðdegissólarinnar. — Þá fórnaði Arethusa höndum og kallaði hárri röddu: “ ó, þér dætur Oeanos! — 1 sorg og gleði hefi eg leikið mér við yður á hinni hvítu strönd, og- leita eg nú til yðar græn-bláu djúpa. Frelsið mig úr klóm þessa trylda veiðimanns.” Svo hvarf hún á milli alda hins hlæjandi hafs, en dæt- ur Oeanos báru hana mjúklega í kóralhelli einn, þar sem þær námu ataðar og hlýddu á blíðróma nið ljúfstreymandi vatna. En dætur Oceanos sögðu henni brátt, að hún yrði að flýja þaðan, með því Ailpheios væri kunnugt uííi hvar hún væri niðu^r kojnin og mundi leita hennar þangað á hverri stundu. Tóku þær Arethusa á arma sína og báru hana óraveg neðansjávar þar til þær að lokum skutu henni upp á Ortygian ströndina í Thrinakian landi um sólseturs bil. 1 mjúkri móðu sá hún grilia í dimmbláar hæðir fram undan sér, og fann mildan andardrátt sumargolunnar leika ljúft um vanga. Hún var örmagna af þreytu og lokaði augunum. — Þá heyrði hún alt í einu sömu hörkuröddina, er vald- ið hafði henni áður ótta á Mænalos hæðunum. Hún vissi hvaðan röddin kom og þaut af stað alt hvað fætur toguðu. “Flý ei á brott, þú fagra ;Arethusa!” sagði Alpheios veiðimaður. “Eg j hefi ekkert ilt í huga gagnvart þér; lát mig vaka og dreyma í ást þinn, og leyf mér að fórna lífinu fyrir andlit þitt hið geigfagra.” En meyjan fagra flýði á brottu með angistarópi eftir bugð- um strandarinnar, svo svifmjúk og fótlétt, að' hvergi sáust spor í hinum hvíta sandi. “Eigi skal þér á þennan hátt auðið verða undankomu,” sagði veiðimaðurinn um leið og hann rétti út hendina í þeim tilgangi að ná haldi á meynni. Það var eins og óttinn hefði gefið henni byr undir báða vængi, — nú var hún komin niður að hafinu, þar sem hvítgullnir öldutopparnir spegluðust í glóð kvöld- sólarinnar. — Þá kallaði Arethusa hárri röddu á dætur Oceanos og sagði: “Einu sinni enn leita eg á náðir yðar, kæru leiksystur! Flytjið mig aftur til kóral-hellisins, — jörðin hefir synjað mér hvíldar með öllu.” — Öldurnar lukust yfir höfði hennar, en dýrð himinsins speglaðist í lognsléttum sænum. Nú varð Alpheios afar reiður og sagði: “Fagra mær! Ofanjarðar hefir þú virt ást mína að vettugi; en í djúpi hinna hlæjandi vatna skal eg fegurri verða f augum þínum. ’ ’ Svo lukt- ist Ortygian állinn einnig yfir höfði Alpheios veiðimanns, en í kóral-hellinum gaf Arethusa hon- um hjarta sitt og þar dvelja þau enn meðal dætra Oceanos. — --------o-------- Kærleiksmyndin. Rannveig K. G. Sigbjörnsson þýddi. Fyrir mörgum árum síðan stóð ungur lista- maður í vinnustofu sinni og hvíldi hægri hönd sér við beltisstað, en dró reykjarpípu úr munni sér með þeirri vinstri, í virðingarskyni við gestinn, sem inn kom, séra Hugo, prest við hina auðugu Sankti Jeremíasar kirkju. Listamaðurinn var ekki miðaldra, samt var hann frægur í Dusseldorf, og til voru þeir, er spáðu honum heimsfrægð. Þegar sá dagur kæmi, hugsaði Stenburg sér, að lúta eigi smámunum. Hann elskaði listina og til voru þeir tímar, að hann gleymdi öllu nema myndinni á grindinni fyrir framan sig. Þrátt fyrir þetta var Stenburg ekki alls kostar ánægður með sjálfan sig; hafði engan veginn náð því há- marki, sem sál hans dreymdi um. Fránu augun hans flögruðu og röddin vottaði stundum beiskju. Að öðru leyti þekti heimurinn hann sem glaðlynd- an efnismann, er auk draumsjónanna ætti talsvert til af þeim hyggindum, sem í hag koma. Hann svaraði máli komumanns á þessa leið: “Nei, velæruverðugi faðir, upphæðin sem þér bjóðið mér, mundi illa borga vinnu á svo stórri altaristöflu, sem þér heiðrið mig með að nefna. Krossfestingin er ekki auðvelt efni. í henni eru margar myndir og allar verða að vera gerðar af mikilli vandvirkni. Þar að auki hefir sú mynd oft verið máluð, og það verður erfitt að haga minni svo á ný, að hún verði frábrugðin—eins og eg óska — hinum myndunum.” “Þér eruð hreinskilinn maður, herra málari, en eigi skal borgunin setja yður takmörk. Sankti Jeremíásar kirkjan borgar eigi altaristöfluna. Hún er gjöf iðrandi manns.” “Svo! Það gerir mun. Komið aftur, há- æruverði faðir, eftir mánuð, skal þá undirbúning- ur myndarinnar vera til reiðu.” Skildu þeir svo báðir ánægðir með árangurinn af samtalinu. Vikumar næstu á eftir vann Stenburg af kappi miklu. Hann leitaði í Gyðingasafni eftir myndum til að mála eftir. Presturinn var hæst- ánægður. Hann kom í listastofuna af og til. stundum með aðra presta með sér, til að heyra álit þeirra. Það sem hann lagði alla áherzluna á, var, að auðsætt væri að kross frelsarans væri að- al-myndin. Niðurröðun umhverfisins lét hann málaranum algerlega eftir. Taflan átti að vera til á messu Sankti Nikodemusar, fyrsta júní, en hann var uppáalds dýrðlingur gefandans. Þegar laufblöðin gægðust út í vorsólina og fyrstu blómin réðu til uppgöngu á jörðina, þoldi listamanns sálin ekki borgarfjötrana. Svo Stein- berg tók sig upp með málaraáhöld sín og hélt út á landsbygðina. 1 skógarrjóðri gekk hann einn dag fram á unga stúlku af Zígauna kyni. Sú fléttaði hálmkörfur. Hún var undur fögur ásýndum. Ilrafnsvart hárið liðaðist um herðar henni í létt- um bylgjum og tók í beltisstað. Kjóllinn hennar, slitinn, rifinn og upplitaður, hafði hlotið nýja liti af sólarljósinu, vakti enn fremur athygli. Én það sem Stenburg undraðist mest, voru augun. Dökk eins og myrkrið, og hvarflandi, en saklaus og skær, þar sem hrygð, gleði, gaman og hrekkir svifu fyrir eins hratt og skýjaskuggar á elfi. “Hvílíka mynd hún myndi gera!” hugsaði Stenburg. “En hver myndi kaupa mynd af Zí- gauna stúlku? Enginn!” Zígaúnar voru í miklum óvirðingum í Dussel- dorf. Sumir jafnvel höfðu hina mestu óbeit á þeim. Fram á þennan dag er það hegningarvert í augum réttvísinnar, að vera af því kyni kominn. Þegar stúlkan kom agua á Stenburg, fleygði hún vinnu sinni og spratt á fætur. Hún lyfti ann- ari hendi upp fyrir höfuð sér, smelti fingrum til þess að halda takt, svo dansaði hún létt og fim- lega, brosandi og skein í hvítar tennurnar, með kátínu er Ijómaði upp alt andlitið. “Stattu kyr!” kallaði Stenburg, og hann dró mynd hennar í snatri; en þrátt fyrir flýtirinn á honum að draga, var þetta þreytandi bið fyrir stúlkuna í þannig löguðum sellingum. En hún hreyfðist ekki um hársbreidd; en fegins andarp hennar þegar hún fékk að láta handleggina falla í náttúrlegar stellingar, sagði listamanninum, að þetta hefði verið talsverð raun. “Hún er ekki einungis fögur,” hugsaði Sten- burg, “hún er annað betra, afbragðs fyrirmynd að þolgæðum. Eg ætla að mála hana sem spánska dansmey. ’ ’ Það varð því að samningum, að Pepita kæmi þrisvar í viku til Stenburgs, til þess að sitja fyrir, og það loforð uppfylti hún á ákveðnum tíma. Margt bar fyrir augu henni á listamanns- stofunni, sem heillaði hugann. Slíkt safn hafði hún aldrei séð. Hún horfði undrandi á vopna- leifar, leirkerasmíð, útskurði. Fljótlega kom hiín auga á málverkin, þar á meðal altaristöfluna, sem nú var nærri því fullgerð. “Hver er þetta?” spnrði hún með hálfum huga, um leið og hún benti á mynd frelsarans á krossinum. “Kristur,” svaraði Stenburg kæruleysislega. “Hvað er verið að gera við hann?” . “Krossfesta hann,” svaraði listamaðurinn óþolinmóðlega. “Snúðu þér ofurlítið til hægri, svona þetta er nóg.” Stenburg var maður fáorður, ekki sízt þegar hann hafði málaraburstan í hendinni. “Hvaða fólk er í kring um hann — þetta ljóta fólk?” “Hlustaðu á,” sagði málarinn, “eg get ekki verið að skrfa við þig. Alt sem þú hefir hér að gera, er að standa eins og eg segi þér.” Pepita þorði ekki að yrða á hann aftur,' en braut heilann um myndina. 1 hvert sinn, sem hún kom á stofuna, dró mvndin hana að sér með svo miklu afli, að hún hafði ekki viðþol, nema að fá einhverja meiri vitneskju um hana. Hún vogaði sér því að leggja að Stenburg enn á ný með spurn- ingar, einn daginn er hún var stödd þar. “Af hverju krossfestu þeir hann? Var liann vondur — ákaflega vondur?” “Nei, ákaflega góður.” Þetta var alt, sem hún lærði í það sinn, en hún geymdi hvert orð vandlega í huga sér. “piyrst hann var góður, hví fóru þeir þá svona með hann? Tóku þeir hann bara snöggv- ast? Létu þeir hann lausan?” “Það var af því—” Listamaðurinn þagnaði, hallaði undir flatt, gekk síðan að stúlkunni og lagaði beltið á kjólnum hennar. “Aý því hvað?” spurði Pepita og stóð á öndinni. Málarinn gekk til vinnu sinnar aftur, en þeg- ar hann sá áfergjuna í spyrjandi andliti stúlk- unnar, kendi hann í brjósti um hana. “Heyrðu. Eg skal segja þér þetta einu sinni —í eitt skifti fyrir öll—og máttu þá aldrei framar spyrja.” Svo sagði hann henni sögu krossins, er var ný fyrir sálu Pepitu, en svo gömul fyrir mál- aranum, að hún var hætt að snerta hann. Hann gat málað þessa deyjandi kvöl, án þess nokkur taug í hans líkama yrði fyrir snertingu; en hugs- unin um það kramdi hjarta hennar. Hún var of stolt til að gráta frammi fyrir málaranum, en ó- sjálfrátt fyltust augu hennar tárum. (Framh.) Gerðu skyldu þína og dálítið meira. Audrew Carnegie hélt einu sinni ræðu í New York í tilefni af því, að allmargir af nemendunum voru að taka burtfarar próf frá skóla einum þar í bænum, og á meðal annars sagði hann: “Það er til mikið af ungum mönnum, með margbreytilegt upplag og ólík , lyndiseinkenni. Það eru til drengir, sem aldrei gjöra öll skyldu- verk sín. Annar flokkur drengja, sem þykist gera skyldu sína, og það er þriðji flokkur ungra manna til, sem er betri en hinir báðir — í þeim flokki eru drengir, sem gera skyldu sína og dá- Htíð meira. Ekkert er ungum manni til fyrir- stöðu að ryðja sér braut í lífinu. Þér drengir hafið byrjað vel — haldið áfram, hugsið ekkert um komandi tíma —'gerið skyldu yðar og dálítið meira, og þá er framtíð yðar borgið.” —Heimilisblaðið. Skrítlur. Ríkur kaupmaður snýr sér að bókhaldara sínum reiðgulega og segir: Þér megið skammast yðar. Þér eruð nú hættur að geta lagt saman. Bókhaldarinn svaraði: Þetta getur nú alt verið gott og blessað. En eg kann þó enn frá- drátt, því þegar eg t. d. dreg peningana yðar frá þá kemur niður núll.—Hbl. Kennarinn var að gera nemendum sínum grein fyrir hvað orðið “montinn” þýddi. Ef eg nú til dæmis, sagði hann, raupaði af því að eg væri hálærður, stórfróður og sérlega fríður sýnum, hvað væri eg þá? Ósannindamaður, svöruðu allir lærisvein- arnir í einu hljóði. — Hbl.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.