Lögberg - 14.10.1920, Blaðsíða 2

Lögberg - 14.10.1920, Blaðsíða 2
Hís. 2 LOGBERG FIMTUADGiWN 14. OKTOBER 1920 Ósjálfbjarga Gigt J>AR TIL HANN TÓK “FRUIT- A-TIVES”, AVAXTA-LYFIÐ FRŒGA R. R. No. 1, Lorne, Ont. “ þrjú ár þjáðist eg af gigt. Eg reyndi lækna og fjölda meðala án árangurs. — Loksins tók eg að nota “Fruit-a-Tives. Áður en eg hafði lokið úr einni öskju, var piér farið að batna, verkirnir hurfu og þemban einnig. Eg held áfram að nota meðalið og batnar daglega, get nú gengið tvær míl- ur á dag og unnið talsvert heima við.” Alexander Munro. 50. hylkið/ sex fyrir $2.50 og reynsluskerfur 25c. Fæst hjá öll- um lyfsölum eða beint*frá Fruit- a-tives, Limited, Ottawa. Edison og sambandið við framiiðna. Maður að nafni B. C. Forbes hefir nýlega átt tal við meistar- ann heimsfræga, Thomas Edison, í sambandi við tilraun manna til þess að ná sambandi við þá sem framliðnir eru, og segir hann frá því í síðasta hefti af tíamritinu “The American”, á þessa leið: “Thomas Edison er að vinna af kappi að uppfyndingu, sem hann nefnir “útbúnað til þess að gjöra þeim sem horfnir eru út yfir merkjalínu lífs og dauða, mögu- legt að ná sambandi við oss jarð- arbúa.” Edison hefir enga trú á útbún- aði þeim, sem nú er notaður til þeirra hluta. Hann fyrirdæmir þó ekki þá, sem eru að fást við þær tilraunir, sem loddara eða svikara, því eins og hann komst að orði við mig, “þá geta menn látið ímynd- unaraflið ná svo sterkum tökum á vissum hlutum, eða atriðum, að þeim finnist að slík atvik hafi komið fyrir í raun og veru, eða slíkir hlutir séu verulegir þó í rauninni að hvorugt hafi nokkurn tíma verið til nema í huga þeirt'a.” Edison hefir haldið öllu í sam- bandi við þessa nýju nppfyndingu sína leyndu, þar til hann lét tilleiðast að tala um hana við mig og leyfði mér að birta samtal okk- ar á prenti í “American”, og er þetta því hið fyrsta, sem almenn- ingur fær að vita um þessi efni. Við höfðum verið að tala um, hve óendanlega lítið menn vissu um öfl og efni, sem þeir væru háðir, þegar Edison sagði: “Við vitum ekki einn miljón- asta part um nokkurn skapaðan hlut. Við vitum til dæmis ekki einu sinni hvað vatn er. Við þekkj- um ekki efni ljóssins, við skiljum ekki þyngdarlögmálið. Við þekkj- um ekki lögmál, sem gjörir okkur mögulegt að standa uppréttum og á fótum vorum. Við þekkjum ekki rafurmagnið. Við vitum ekki hvað hiti er, né segulafl. — Við höfum heilmikið af hugmyndum, en það er líka alt og sumt. Við erum að eins á fyrstu tröppu þekkingar- innar í þeim efnum.” Út af samtali okkar um tak- mörkun þekkingar manna á jarð- neskum hlutum, fór Edison að tala um þekkingarleysi vort á líf- inu eftir dauðann. “Pað er heilmikið rætt og ritað um spíritismann nú á dögum” hélt hr. Edison áfram. “En að- ferðin, sem menn nota við tilraun- ir sínar, og útbúnaður þeirra við sambands tilraunirnar, er ekki að eins barnalegur, heldur heimsku- legur frá vísindalegu sjónar- miði. “Eg segi ekki, að allir þessir svo kölluðu miðlar séu loddarar, sem með ásetingi eru að villa fólki sjónar og auðga sjálfa sig á þann hátt. Sumir þeirra eru máske ein- lægir. peir hafa máske komið sjálfum sér í það ástand, að þeir ímynda sér að þeir nái sambandi við framliðna í andaheiminum. “Eg hefi mína eigin hugmynd, sem skýrir, á vísindalegan hátt, þann eiginleika vorn, sem nefnd- ur er undirmeðvitund. pað er mögulegt, að þeir spíritistar, sem segjast geta komist í samband við anda heiminn og tekið móti hugsunum þeirra vera, sem þar búa, láti undirmeðvitund sína verða hinni hversdagslegu með- vitund yfirsterkari, og láti leið- ast út í dáleiðslu ástand til að halda það veruleika, sem -þeim finst að fram hafi farið á meðan þeir eru í slíku ásigkomulagi. “Að við höfum verulegar móttök- ur hugskeyta, eða orðsendingar úr annari veröld, eða úr öðru lífi, eða að vér höfum enn sem komið er nokkra möguleika eða tæki til þess að ná því sambandi, er annað mál. “Sumar af þeim aðferðum, sem nú eru notaðar, eru svo ófull- komnar, svo barnalegar, svo óvís- indalegar, að það er yfirgengilegt hvernig svo margt af fólki, sem á- litið er með réttu ráði, fer að leggja nokkurn trúnað á slíkt. Ef okkur tekst nokkurn tíma að ná sambandi við þá, sem horfnir eru hér af jörðinni, þá verður það vissulega ékki í gegn um neinar af hinum barnalegu aðferðum, sem sýnast svo heimskulegar frá vísindalegu sjónarmiði. Eg hefi verið að vinna að út- búnaði nú nokkuð lengi, til þess að vita, hvort mögulegt sé fyrir fólk, seli horfið er af jörðinni, að ná sambandi við okkur, sem hér lifum enn. Ef það verður nokk- urn tíma gert, þá verður það ekki með kukli, eða villandi leyndar- dómsfullum og draugalegum að- ferðum, líkum þeim, sem nú eru notaðar af hinum svo kölluðu miðlum, heldur með vísindalegri aðferð. “Ef það, sem vér nefnum per- sónulegt líf, er til eftir dauðann, og hin persónulega vera er áfram um að ná sambandi við þá, sem eru á lífi á jörðinni, þá eru tveir eða þrír útbúnaðir, sem ættu að gjöra það samband mjög auðvelt. Einn slíkan útbúnað (verkfæri) er eg nú að búa til, og vonast eg eftir að ljúka við hann innan fárra mánaða. “Ef þeir, sem flutt hafa úr þeim lifnaðarháttum, sem vér hér á jörðu eigum við að búa, geta ekki náð til vor í gegn um þann útbúnað, þá finst mér að mögu- leikarnir fyrir lífi eftir dauðann minki. “Á hinn bóginn, ef þetta skyldi takast, þá verður það í fylsta máta undursamlegt. “í þessu verki mínu legg eg það til grundvallar, að hin persónu- lega meðvitund vor lifi eftir það sem vér köllum dauða. Ef sjálfs- meðvitund vór deyr, til hvers væri þá áframhaldandi líf? Hvers virði væri það? pað væri einskis virði fyrir oss sem einstaklinga. Ef að líf er til eftir dauðann, sem er þess vert að því sé lifað, þá þráum vér að hin persónlega meðvituhd vor fái að lifa, — eða er ekki svo? “Ef hin persónulega meðvitund vor lifir, að hinu jarðneska lífi voru loknu, þá er bæði rökrétt og vísindalegt, að halda að sú per- sónulega meðvitund haldi skyn- semi, þekkingu og öðrum eigin- leikum, sem persónan átti yfir að ráða hér í lífi. “Og þess vegna, ef persónulega meðvitundin lifir eftir það sem vér nefnum dauða, þá er ástæða til þess að halda, að þeir sem búa í andaheiminum, vilji ná sam- bandi við sína nánustu, er þeir skildu við hér. m “pað sem mest á ríður, er því, að gjöra þeim sambandið sem auð- veldast. / “Eg hefi lagt það til grundvall- ar fyrir þessari tilraun minni, að samkvæmt náttúrulögmálinu þá hljóti hinn líkamlegi máttur til- veranna í öðru lífi að vera mjög l.ítill, og þess vegna þurfi útbún- aður sá, eða verkfæri, sem á að gjöra þeim mögulegt að ná sam- andi við oss, að vera afar við- kvæmt, eins nákvæmt og mót- tækilegt og mannlegt hugvit getur gjört það. “Fyrir mitt leyti trúi eg því, að hin persónulega meðvitund mannanna sé þannig úr garði gerð í öðru lífi, að hún hafi mátt til framkvæmda, og ef að sú hugmynd fyín er rétt, þá ættum vér að verða einhvers varir, ef vér gætum búið til verkfæri svo nákvæmt, að hin persóriulega með- vitund þeirra, sem andaheiminn byggja, gæti hreyft það eða haft einhver áhrif á það.” Edison yrði ekki hissa á því, þó fyrstu áhrifin á þessa undursam- legu nýju vél hans kæmu fyrst frá mönnum, sem ritsímaiðn hefðu stundað hér, vísindamönn- um eða öðrum þeim, sem kunnað höfðu að fara með slík verkfæri, og skilið starfrækslu rafurmagns strauma. Edison hefir orðið meira ágengt á hinni óruddu braut rafræðinnar heldur en nokkrum öðrum manni, samt við- urkennir hann, að hvorki hann né nokkur annar maður þekki enn miljónasta partinn af því, sem menn læri í sambandi við rafafl- ið á komandi árum. Margir bíða með óþreyju eftir að við þetta verkfæri, sem á að vera samband á milli vor og þeirra er andaheiminn byggja, verði lok- ið og það reynt; en enginn bíður með meiri óþreyju en Edison sjálf- ur. Hann hefir, eins og áður er á vikið, sjálfur myndað sér skoð- un um hfið, dauðann og það sem eftir hann tekur við. Hann við- urkennir ekki neitt af þeim hug- myndum, sem fram hafa verið bornar því viðvíkjandi, hvorki af Darwin né heldur af kirkjunnar kennimönnum. Hann lætur sér ekki detta í hug, að hann viti um uppruna lífsins, eða um framþró- un lifandi vera á hnetti vorum, en hann uppástendur, að hann geti með vissu staðhæft, að sumt af því sem menn hafa slegið föstu í þessum efnum, sé óábyggilegt og fráleitt. “Eg get ekki trúað því,” sagði Edison, “að lífjð í fyrstunni hafi orðið til á þessum tilkomulitla hnetti, er vér köllum jörð — til- komulitla og litla hnetti, í saman- burði við aðra, er í geimnum blika. Agnirnar, sem sameigin- lega mynda lifandi verur á þess- um hnetti vorum, komu máske upphaflega frá einhverjum öðrum nnöttum tilverunnar. ' “Eg trúi ekki, að ein lífseining kveiki aðra. Tökum til dæmis lík- ami vora. Eg trúi því, að þeir séu saman settir af ótal aragrúa af ósegjanlega smáum einingum, sem hver um sig er lífseining, og að þessar einingar vinni í fylk- ingum eða í hópum, og að þessár ósegjanlega smáu frumagnir séu ódauðlegar, og þegar vér deyjum, þá færi þessar fylkingar sig um set, líkt og býflugna flokkur, og haldi áfram að starfa á einhvern annan hátt og undir nýjum lífs- skilyrðum. pessar lífseiningar eru að sjálfsögðu svo undur smá- ar, að þó þúsundir af þeim væru saman, þá mundu þær ekki verða sýnilegar augum manna, jafnvel ekki í þeim sterkasta sjónauka, sem menn hafa enn þekt eða búið til. “pessar lífseiningar, ef þær eru eins smáar og ,eg trúi að þær séu, mundu geta farið í gegn um stein- vegg eða cementsteypu eins hindr- unarlaust, og þær liðu í gegn um loftið. “Eftir því sem þekking vor manna eykst, því ljósara verður það fyrir oss, að líf er í hlutum þeim, sem vér vorum vanir að hugsa um og álíta dauða. Vér viturn nú, að mismunurinn á milli dýralífsins á hæsta stigi og plöntu lífsins, er ekki svo ýkja mikill. “Eins litlar og þessar lífsein- ihgar eru, gætu þær samt falið í sér svo mikið af frumefnum, að þær gætu myndað tilveru, eða ein- staklinga, á háu stigi með minni margvíslegri þekking og öðrum eiginleikum lifandi vera. í fá- fræði vorri i öllu því, er stendur í sambandi við lífið sjálft, höfum vér vanist á að álíta, að ef menn eða dýr verði fyrir vissum til- fellum, þá hverfi lífið að fullu, eða deyi algerlega. pað hefir verið sannað á síðustu árum, að þessi hugmynd er röng. “pað sem vísindamönnum og læknum er ljósast í þessu efni, er í sambandi við hænsin, eða réttara sagt sérstaka parta úr þeim, sem hefir verið haldið lifandi í Rocke- feller stofnaninni löngu eftir að hænsin, sem þessir partar voru einu sinni hluti af, eru dauð. “Sannar þetta ekki, að hinn ó- tölulegi aragrúi af lífseiningum, er þessir hænsapartar voru mynd- aðir af, hafa haldið áfram að lifa og vinna sitt verk, eins og þó höf- uð hænsisins hefði aldrei verið höggvið af.” “pessir slyngu vísindamenn, sem Rokkefeller hefir fengið til að auka þekking manna, hafa að eins fundið viðeigandi kringum- stæður til þess að þessir flokkar hinna lifandi eininga gætu haldið áfram verki sínu eins og áður. “Líkindi eru til að á meðal þessara lífseininga séu flokkar, sem hugsi fyrir, stýri og stjorni öðrum flokkum af sama tagi. Með öðrum orðum, á meðal þeirra eru máske stjórnendur og leiðtogar, eins og á meðal mannanna. Og þessi hugmynd felijr líka í sér á- stæðuna fyrir því, að sumt fólk er meiri hæfileikum og þreki gætt en annað, og líka fyrir hinu mismunandi siðferðisþreki þess. Ein persóna getur haft til brunns að bera meira af hinum æðri lífs- einingum en önnur. “Við burtför fjölda af því, sem við getum kallað hinar óæðri lífs- einingar, en í stað þeirra komi aft- ur hinar æðri, getur maður fengið ráðningu á breytingu á eiginleik- um og lyndiseinkunnum manna, sem tíðum á jsér stað í þessu lífi. “Fyrir löngu síðan sögðu lækn- ar oss, að líkamir vorir breyttust algjörlega á sjö árum, það er að segja að algjörð efnisbreyting ætti sér stað á hverjum sjö árum. Petta meinar, að efni gengur úr sér, eða er haínað af þessum lífs- einingum, sem er heppilegur veg- ur til þess að lýsa því hvernig lík- amir vorir fara að losa við sig ó- nýt efni, eða breytinguna, sem þar er stöðugt á ferðinni, og er ekki í neinni mótsögn við hug- mynd þá, sem eg hefi myndað mér. “Algengt er að segja, að vér sé- um ’börn kringumstæðanna’, og er það satt, að minsta kosti að nokkru leyti. Við höfum ’séð, hvernig að kringumstæður hafa breytt dýrunum og jafnvel eyði- lagt sumar dýrategundir með öllu — eins og leifar mammoth dýrs- ins, sem fundist hafa í jörðu, en nú er útdautt, sýna. “pað er skiljanlegt, að þessar lífseiningar þurfi sérstakar kring- umstæður til þess að geta fram- kvæmt vist verk, og þegar þær kringumstæður breytast, þá flytja lífseiningarnar sig búferlum, ef maður mætti svo að orði komast, taka sér annan bústað, til .þess að geta notið sín. “Tilraunir, sem vísindamenn jæknisfræðinnar hafa -gert, hafa leitt í ljós, að bústaður minnisins er í heila mannsins, á stað sem kallaður er “Broca fellingin”. Og ef maður snýr sér að því, sem vér nefnum líf eftir dauðann. Ef að lífseiningarnar, sem mynda minni mannanna, halda saman eftir dauða þeirra, er það þá ekki sennilegt, að álykta að þessir minnisflokkar lífseininganna geti haldið þessum eiginleikum, er við svo nefnum, eftir að þeir eru skild- ir^við líkaniann? Ef svo skyldi vera, ætti sú persónulega lífsein- ing að geta starfað eftir aðskilnað sinn við líkamann, jafnt og áður. “Eg er því vongóður um, að ef hægt er að framleiða viðeigandi verkfæri, sem’ þessar persónu- legu lífseiningar, geti haft áhrif á, að þá getum við átt von á að fá fréttir frá þeim úr hinum breytty heimkynnum þeirra og kringumstæðum.” Edison gerir lítið úr þeim vana, að kenna náttúrunni um hina og þessa viðurði, og spurði ergilega: “Hvað er náttúran?” og hélt því fram, að vér eignuðum henni þá hluti og viðburði, sem vér sjálf ekki skildum. Og væri það leti- leg aðferð til þess að bera í bæti- fláka fyrir vaþekkingu vora. Hann heldur því fram, að vér not- um það hugtak til þess að hylja alt það, er vér gæturn ekki skýrt á rökfræðilegan eða vísindalegan hátt. Edison heldur því fram, að eft- ir því sem skilningur mannanna þroskast, þá muni skýrast æ bet- ur það sem vér nú köllum leynd- ardóma náttúrunnar. Enginn skyldi láta sér detta í hug, að Edison sé trúleysingi, þó honum hafi oft verið borið það á brýn af þeim, sem ekki hafa náð náinni kynningu af honum. Hér fylgir hans eigin játning, hrein og ákveðin í þeim efnum: “Eg get ekki fremur efast um vísdóms tilveru, sem öllu stjórn- ar, en eg get efast um mína eigin tilveru.” Edison er fróðleiks þyrstur mað- ur, og hefir þorsti sá knúið hann til þess að vinna og leita í full sextíu ár af þeim sjötíu og þrem- ur, sem hann hefir lifað, og hann hefir og þrýst honum til þess að [ leggja út á þessa nýju og síðustu leit sína á braut upplýsingarinn- ar, um tilveru utan vébanda hinn- ar jarðnesku og dauðlegu tilveru vorrar; sjálfur segir hann um þetta: t “Ef þessi nýi útbúningur, sem eg er nú að vinna að, skyldi verða vegur til aukins skilnings á líf- inu eftir dauðann — tilveru, sem er ólík þeirri, sem vér hér þekkj- um, þá er ekki óhugsandi, að vér færumst einu feti nær vísdóms- uppsprettu allrar þekkingar, nsér vísdómsafli því, er stjórnar öllum hlutum. “En,” bætti hann við, og rétti upp hendina eins og til aðvörun- ar: “Eg lofa engu ákveðnu. Eg lo£* því að eins, að -gjöra verum annars heims hægara fyrir með að ná sambandi við oss, ef að á- stand þeirra er þann veg, að þær geti það, eða hafi löngun til þess.” ----------------o-------- Rœktun Alfalfa. Aðferðirnar, sem nota skal við sáningu Alfalfa, eru að miklu leyti bundnar við loftslag og stað- háttu, og því af eðlilegum ástæð- um harla mismunandi. í héruðum þar sem jarðvegurinn er þur, verð- ur aðferðin ofur einföld. Land- ið er plægt snemma á vorin, en fræinu ekki sáð fyr en um eða eftir mitt vor. Oft sprettur alf- alfa nokkuð á fyrsta árinu, en fullu gildi hefir jurtin ekki náð fyr en hún er orðin því sem næst þriggja kv&f Af fræi fer þetta frá fjórum til þrjátíu pundum í ekruna, eftir því hvernig jarð- vegurinn er. pegar um er að ræða ræktun útsæðis, ei; hagkvæm- ara að sá sem allra gisnast, því við það fæst hraustara og þroskaðra fræ. Áætlað hefir verið, að 14,448,000 frækorn fari í hvern mæli (bushel) af alfalfa útsæði. Samkvæmt því mundi, með því að sá hálfum mæli í ekruna, koma 166 frækorn á hvert ferhyrnings- fet. pað er bæði sýnt og sannað, að margfalt meira er undir því komið, að útsæðið sé gott og dreif- ing þess rétt, en hvað miklu af því er sáð. Eitthvað frá tólf til sextán plöntur er það allra mesta, sem þrifist getur á einu ferhyrn- ingsfeti lands, og í mörgum til- fellum ekki nálægt því svo mik- ið. Oft kemur það fyrir, að ill- gresi sprettur upp úr akrinum samtímis alfalfa nýgræðingnum. bezta og hér um bil eina ráðið við útrýmingu slíks illgrebis, er að slá eins snögt og framast má verða. pegar land er búið undir Alfalfa ræktun, er um að gera að jarðvegurinn sé bæði sléttur og mjúkur. Ef um hrjúfan jarðveg er að ræða, verður hvorki hægt að slá jafnt né nægilega snögt, en það er þó einmitt frumskilyrðið fyrir útrýming illgresisins og arðvænlegri uppskeru þessarar á- gætu fóðuretegundar—alfalfa. Bann í Svíþjóð. Síðan árið 1911 hefir nefnd setið á rökstólum í Svíþjóð sem haft hefir það verkefni, að taka áfengis- málið í heild sinni til rannsóknar og gera tillögur um það. tJr öllum áttum hefir nefndin dregið að sér efni, til upplýsingar málinu, safnað skýrslum og gögnum um starf annara þjóða um málið, meðal annars, t. d. sent fyrirspumir hing- að, til landsstjórnarinnar, um þá reyslu sem hér er orðin um bann- lögin. Nefndin var búin að starfa svo lengi að það var orðið hljótt um hana, hafa sumir ef til vill verið farnir að gera sér í hugarlund að lítið myndi koma frá henni. Þess- vegna kemur mönnum það eilítið kynlega fyrir að nefndin leggur nú fram ákveðnar tillögur. En sam- kvæmt símskeyti sem hingað kom í vikunni eru tillögurnar þær: að allsherjar vínbanni vertH komið á í Svíþjóð og nái til allra 'áfengra drykkja, víntegunda og öls með 2 8-10 %. Vill nef ndin leita þjóð- aratkvœðis um bannið tveim árum eftir að ríkisþingið hefir samþykt það. Undanfarin ár hefir sérstakt skipulag ríkt í Svíþjóð um áfengis- málið. Það hefir hvorki verið frjáls sala né bann, heldur skömtun. Hefir það verið nefnt “Bratts- system” eftir þeim manni, Bratt, er fyrir því gekst. Andstæðingar vinbannsins hafa mjög oft haldið því fram að þetta skömtulag Bratts væri hin eina rétta lausn áfengis- málsins. Dómur sænsku nefndar- innar nú, og reynsla Svianna, hefir farið í þveröfuga átt. Reynslan verð sem sé sú að það varð ekki hægt að skamta. Úr því að vínið var veitt á annað borð að opin- berri ráðstöfun varð æ að stadtka skamtana. Og sjálfur Bratt hefir nú játað að þetta skipulag sitt sé óhæft. Það sé ekki hægt að skamta. Skamturinn verði að vera það sem fólkið vill hafa:—enginn skamtur. Skýrslur hafa verið gerðar öll þau árin í Svíþjóð sem Bratts-sy- stémið hefir staðið, um afleiðing- arnar af áfengisnautninni, í glæp- um, sjúkdómum, slysum, o.s. frv Þær hafa talað skýrum orðum. Það hefir haldist svo greinilega í hendur að þá er skamturinn er aukinn, kemur hitt óumflýjanlega á eftir: fjölgun glæpa, slysa, sjúk- dóma, o.s. frv. sem beinar og ó- beinar afleiðingar. Það er næsta mikilsvert að Svíar hafa gert þessa tilraun um skömtu- lagið, því að þeir eru búnir að reyna það til þrautar og sjá: skömtulagið er léttvægt fundið. Sænska nefndin, sem dregið hefir að alt það efni sem unt er að ná í dregur ályktanir af reynslunni, reynslu Svía og annara. Og álykt- anirnar eru þessar: Engin önnur leið er til um að leysa hið mikla og alvarlega áfeng- ismál, en bannleiðin. Ef við viljum gera skyldu okkar og taka afleið- ingunum af samvizkusamri rann- sókn, þá verðum við að lögleiða fullkomið baann á áfengi. Þessi tíðindi frá Svíþjóð eru að svo mörgu leyti gleðileg tíðindi. Að vísu er það svo, að það er ekki búið að samþykkja bannið i Svíþjóð, þótt þessi nefnd geri það að tillögu sinni. En það eitt, að nefndin, og það einmitt slík nefnd í Svíþjóð, landinu sem reynt hafði skömtulagið, kemst að slíkri niður- stöðu, er ærið gleðiefni eitt fyrir sig. En það ey mikil og góð von um að sænska þjóðin fari eftir tillög- um nefndarinnar. Sænska þjóðin er um marga hluti best menta og heilbrigðasta N orðurlandaþ j óðin, bæði í andlegu og líkamlegu tilliti. Bindindis og bannhreyfingin hefir fest þar djúpar rætur meðal al- mennings og meðal Svia hafa verið sumir allra áhrifamestu bannmenn heimsins. Og siðast, en ekki síst má i þessu sambandi minna á sænsku,kirkjuna, viðsýnustu, glæsi- legustu og mest lifandi kirkjuna, á Norðurlöndum a.m.k. Sænska kirkj- an hefir, nálega sem heild, tekið bannmálið upp á sína arma og það- an mun málið eiga von hins allra mesta stuðnings. Einlægar blessunaróskir séu sænsku bannmönnunum hér með sendar frá samherjum þeirra á Is- landi. HEIMSINS BEZTA MUNNTÓBAK COPENHAGEN Hefir góðan keim Munntóbak seni endist vel Hjá öllum tóbakssölum m MERKILEGASTI LEIKHÚSVIÐBURÐUR! WALKER Byrjar næsta mánudagskveld 18. OKTÓBER, KLUKKAN 8. Á MÍNÚTUNNI. Aukasýningar miðviku og laugardaga, klukkan 2 e.h. ....Vefrua þess hve leiknrinn er lanRur og leiksviðsbreytingar viSfanp;s- miklar, liefst leikurinn stnnilvíslega klukkan átta, og verða gcstir pá að vera komnir í sæti, siikum þess að meðan á fyrstu sýningunni stendur verður engum leyft að ganga til sætis. SKRAUTIjEGASTI OG VEIGAMESTI SÖNGIjEIKIJR, sem enn IIEFIR pEKST I T.I.TKIIf SSÖGIT AIjIjRAR AMERfKIJ. F. RAY COMSTOCK og MORRIS GEST, SÝNA Fegursta Leik i Heimi CHU Tvímælalaust mest hrífandi söngleikur, liæði hvað lelk- tjöldum, húningnm og annari fjöllireytni viðvíkur, sem nokkau sinni hefir sést á lciksviði í Ameríku. 300 manns í leiknum. 14 langar sýningar. Sýndur í 4 ár við konunglega leikhúsið í Lon- don. Samin af Oscar Asche. Músik eftir Fr. Norton. HRfFANDI AUSTUR- LANDA SÖN GIjEIKUR CHIN CHOW KEMUR IIINGAD BEINT EFCTR HEIUS ARS SÝNINGU A CENTURY THEATRE, NEW YORK. Yerð á kvöldin $1, $2, $2.50 $3 og á aðalgólfi $3.50 Aukasýningar á miðvikudag, $1, $2, og á aðalgólfi $2.50 Aukasýningar á laugardag, $1, $2, $2.50 og á aðalgólfi, $3.00 Til athugunar:—Til þess að koma 1 veg fyrir grðSabrall á aSgöngumiSum, það er aS segja aS fáir menn kaupi öll beztu sætin og selja slSan meC uppsprengdu verSi, getur enginn fengið keypta fleiri en sex miða, og verSur þð einnig krafinn um fullar upplýsingar, er sýni hver hann er. KOL! KOL! Vér seljum beztu tegund afDrumheller kolum, sem fæst á markaðinum. KAUPIÐ EITT T0NN OG SANNFÆRIST. Thos. Jackson & Sons Skrifstofa, 370 Colony St. Símar: Sher. 62-63-64 OPNIÐ REIKNING Province of Manitoba Sav. ings Office Auk þess aS veita hærri vexti : tnnstæSufé ábyrgist fylkiS öll ySar innlegg þér getiS dregiS ■ peninga yðar nær sem yS- iþðknast. Ef þér búiS utan Winnipeg, þá skrifiB eftir bæklingi, “Banking by Mail”. WINNIPEG OFFICE v 335 Garry St. 872 Main St. / ÍSLENDINGAR—piltar og stúlkur óskast til að læra rakaraiðn á HEMPHILL BARBER COLLEGE. Eftirspurn mikil bæði í Canada og Bandaríkjunum. Hátt kaup, frá $25 til $50 um vikuna. Námið tekur aðeins átta vikna tíma. Vér ábyrgjumst hverjum fullnuma stöðuga atvinnu. Rakara vantar nú í mörgum bæjum og borgum. Skrifið eftir ókeypis Catalogue, er sýnir yður hve auðvelt er að læra rakaraiðnina og stofna iðn fyrir eigin reikning með mánaðarborgunum. HEMPHILL BARBER COLLEGE 220 Pacific Avenue Winnipeg, Man. útibú í Regina, Saskatoon, Edmonton og Calgary. þetta er af- 'bragðs tækifæri fyrir íslenzka pilta og stúlkur. i. 1 ....... BLUE ftlBBON TEA. Það er margt í heiminum nú á dögum sem veldur leiðindum, þótt ekki drekki maður lélegt te — má al- veg eins vel drekka það bezta. Reynið BLUE RIBBON TE /

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.