Lögberg - 14.10.1920, Blaðsíða 4

Lögberg - 14.10.1920, Blaðsíða 4
BU 4 LOtíBUtG, niiTUDAGENN 14. OKTOBER 1920 S'ösbtrg Gefið út hvem Fimtudag af The Col- umbia Press, Ltd.,jCor. William Ave. & Sherbrook Str., Winnipeg, Man„ TALSIMI: GARRY 41# og 417 Jór J. Bíldfell, Editor (jtanáskríft til blaðsins: TI(E C0LUM8IA PRESS, Ltd., Box 3172, Winnipeg, l^an- Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LOCBERC, Box 3172 Winnipeg, N(an. VERÐ BLAÐSINS: $2.00 um árið. Nýjar bœkur. Bóndadóttir, ljóð eftir Guttorm J. Gutt- ormsson, 92 bls., 8 bl. brot. tJtgefendur: Hjálm- ar Gíslason og Sig. Júl. Jóhannesson. Winni- peg 1920. Verð í bandi $1.50. Eg hefi verið svo lánssamur, að komast í kynni við talsverðan hóp bændadætra, það sem af er æfinnar; er hlýtt til þeirra flestra enn, og hefi satt að segja aldrei getað kynst of mörg- um. Sú yngsta og síðasta, sem eg minnist að hafa koirtist í tæri við, er þessi nýja dóttir Gutt- orms J. Guttormssonar. Margar ljóðelskar bændadætur hefi eg haft þann heiður að þekkja, en þessi er að því leyti frábrugðin þeim öllum, að hún er kvœði sjálf. Bóndadóttir er ekki stór bók, 92 blaðsíður, og þá ekkert undandregið, en kvæðin sjálf byrja ekki fyr en á níundu blaðsíðunni. Nokk- uð hefir þegar verið ritað um bókina, og skoð- anir manna sýnst vera nokkuð skiftar. Það eru orðin nokkuð mörg ár síðan höf. vakti á sér almenna eftirtekt sem skáld, með kvæðum, og í seinni tíð með einkennilegum sjónleikaköflum. Þess vegna höfðu menn bú- ist við miklu, er það varð hljóðbært, að útkoma Ijóðmæla hans væri í aðsigi. — Hefir bókin valdið mönnum vonbrigða? Vafalaust að ein- hverju leyti leyti þeim, sem mest gangast fyrir vaxtar-mikilleik og ytri prýði. Hvorugum þess- ara eiginleika á Bóndadóttir yfir að ráða. En það eru til menn, sem nota annan mælikvarða, þegar dæmk skal um gildi bóka—, menn sem taka innihaldið fram yfir umbúðirnar. Hvem- ig fer á með þeim og Bóndadótturinni frá Is- lendingafljóti? — Fyrir munn þeirra allra þori eg vitanlega ekki að svara, en granur minn er sá, að þeim mundi mörgum hverjum fara eins og mér — staðnæmast við “Tjaldstað hinna löngu liðnu Landnámsmanna á Sandy Bar”, marglesa kvæðið, bæði hátt og í hljóði, með þakkarhug til skáldsins fyrir dreymt og unnið snildarverk. Það er ekkert hálfverk á kvæðinu Sandy Bar; þar er alt sagt, sem átti að segjast, og formið svo fagurt, að heita jná að hvert vísu- orð sé í íslenzkum skautbúningi. — Eftir að hafa lesið og lært kvæðið, finst mér söguhelgin um staðinn Sandy Bar hafa aukist svo mjög, sem skapast hefði þar vestur-íslenzkir Þing- vellir. Mig bráðlangar til að prenta kvæðið alt upp, en læt þó nægja fyrsta og seinasta er- indið: “Það var seint á sumarkveldi, > Sundrað loft af gný og eldi, Regn í steypistraumum feldi, Stöðuvatn varð hvert mitt far. Gekk eg hægt í hlé við jaðar Hvítrar espitrjáaraðar, Kom eg loks að lágum tjaldstað Landnemanna á Sandy Bar, Tjaldstað hinna löngu liðnu Landnámsmanna á Sandy Bar. Síðasta erindið er þannig: Stytti upp og himinn heiður Hvelfdist stiradur, meginbreiður Eins og vegur valinn, greiður, Var í lofti sunnanfar. Rofinn eldibraiidi bakki Beint í norður var á flakki. Stjörnubjartur, heiður himinn Hvelfdist yfir Sandy Bar, Himinn, landnám landnemanna Ljómaði yfir Sandy Bar.” l’etta kvæði gerir miklu meira en réttlæta til- veru bókarinnar og verð. Mörg önnur ágætis kvæði hefir Bóndadóttir að flytja, svo sem Haustsöng, Sál hússins, Eld- fluguna, Þorra og Góða nótt. — Þorri er svo mikið kraftakvæði, að það minnir mann ósjálf- rátt á Grím Thomsen, án þess þó að minstu eft- irlíkingar verði vart: “Þorrafjúk um fimbulvetur Fellur niður á hjam og svell, Gellur stormur hár og hvell, Heiftargrimd að völdum setur; Frostsins stál í stormsins höndum Stingst í gegn um alla vöðva; Dreyra’ í æðum devða’ og stöðva Dísir niðri á heljarströndum. Skuggamyndir skýjakólgu Skunda um loftsins auðu sund, Sundrast alt á græði’ og grund, Grenja vötn af iðrabólgu, Hrönnum gegn um sprungur spýta, Sprengja klaka’ af þrútnum brjóstum, Töfra-afls af römmum róstum Raskast hauðrið mjallahvíta. Tré við lífsins takmörk gnötra, Tröllsleg falla niður á völl, Köll til himins, hróp og sköll, Hljóðköst bylsins leggja í fjötra; Mannkyn alt á stjarfa stigi Starir brostnum sálaraugum Fram í gröf, með feigð í taugum Falið nætur drunga skýi. Betri tíð að bygðum hyllist, Breyting verði fagurleit, Sveitir vermir sólin heit, Sólareldi hjarnið gyllist. Friður niður á valinn villist, Verði á himni bylting stjórnar; Þenna brag til brennifórnar Býð eg fram þegar veðrið stillist.” Sé þetta ekki gott kvæði, mínir elskanlegir, þá er eg illa svikinn.— Annað langfegursta kvæðið í bókinni, næst “Sandy Bar”, finst mér tvímælalaust vera “Góða nótt”, og kemst formfegurð skáldsins þar ef til vill hæst. Þriðja vísan er svona: Tak þú, svefn, í ástararma Alla menn, sem þjást og harma, Legg þinn væng á lukta hvarma, Láttu öllum verða rótt, Leyf þeim, draumur, lengi að njóta Lífsins, sem í vöku brjóta Skipin sín í flök og fljóta Fram hjá öllu. — Góða nótt! Þeim, sem fram hjá fegnrð lífsins Fara í vöku. Góða nótt!” Vera má, að eg hafi þegar prentað of mik- ið af sýnishornum upp úr ekki stærri bók; þó get eg ekki skilist svo við línur þessar, að gengið sé alveg fram hjá kýmni- og keskni- kvæðunum, því sennilega eru það sum þeirra kvæða, er fyrst stuðluðu að því að gera nafn höf. “ vegsamlegt. ” Sum þeirra eru smellin, því verður ekki móti mælt, en þó finst mér aðal-styrkur skáldsins liggja annars staðar. 1 kvæðinu “Ný þjóðsaga”, er víða mein-hnytti- lega komist að orði. Sama má segja um “Minni okkar”, naprasta háð frá upphafi til enda og hittir víða naglann á höfuðið — Vísan “Bind- indi” kemur einhvers staðar við kaun: “Þú leyndir þinni skoðun á landsmálum og trú, Og lézt ei getið sannfæringar þinnar. 1 bindindi var enginn eins þolgóður og þú Með þagnartappa í flösku hreinskilninnar.” Þá er erindið “Gáfnamerki” engu síður eftir- tektavert: 11 Gáfnamerki: gott að þegja, Glotta að því, sem aðrir segja, Hafa spekingssvip á sér; Aldrei viðtals virða neina, Virðast hugsa margt, en leyna Því, sem reyndar ekkert er.” Nokkur tækifæriskvæði eru og í bókinni, flest lagleg, en heldnr ekkert meira; bezt þeirra að minni hyggju: í(/t gullbrúðkaupi Þorvaldar Þorvaldssonar og Þuríðar Þorbergsdóttur.” Sæmilega margt er um prentvillur, byrja hér um bil eins snemma og hægt var að koma þeim við, þar sem föðurnafn annars útgefand- ans, hr. Hjálmars Gíslasonar, er skakt prentað framan við kvæðin: Gefið út ‘ af Hjálmari Gíslassyni o.s.frv. Bóndadóttir Guttorms J. Guttormssonar er ólík í mörgu flestum öðrum bændadætrum, — vill samt auðvitað ganga út, — en hana geta meðal annars allir eignast, sem vilja, fyrir hálfan annan dal, meðan upplagið endist, sem þó vonandi verður ekki lengi. E. P. J. Úrskurður stjórnarráðsins um hœkkun flutningsgjalda með járnbrautum. 1 vikunni sem leið gaf stjórnarráð Canada út úrskurð sinn í þessu máli, og skipar svo fyr- ir, að járnbrautaraefnd ríkisins taki málið aft- ur til íhugunar. Þessa skipun sína byggir stjórnarráðið á eftirfylgjandi ástæðum: 1. Að dómsúrskurður járnbrautarnefndar- innar sé leiðréttur á þann hátt, að járnbrauta- nefndin komist að ábyggilegri niðurstöðu um hvað sé sanngjarnt að setja fyrir vöru og fólks- flutning með járnbrautum í Canada, án þess að nokkurt tillit sé tekið til þarfa járnbraut- anna, sem eru ríkiseign. 2. Að járabrautanefnd ríkisins athugi þetta mál nákvæmlega sem allra fyrst, með það fyrir augum, að koma jafnvægi á flutnings- gjöld með járnbrautum í austur og vestur- hluta landsins. Og álítur stjórnarráðið, að það mál þurfi nákvæmrar yfirvegunar við, af þeim mönnum, sem eru sérfræðingar í þeirri grein—• þekkingar, sem járabrautanefndin á hægt með að veita sér. “En vér erum ákveðnir í því, að a-skilegt sé, að þessi jöfnuður á flutningsgjöld- um komist á sem allra fyrst”, segja þeir herrar. 3. Ef nefndin álítur hagkvæmt að slá 5 af hundraði af vöruflutningsgjöldum fram að áramótunum 1920—1921, þá skuli hún gjöra það. 4. Að nefndin ákveði að lækka skuli flutn- in&sgjald á vörum, áður en fargjöld eru lækk- nð. Ef nefndin heldur, að slíkt sé almenningi hagkvæmt. Stjórnarráðinu virðist ekki, að inntektir Canada Kyrrahafs brautar félagsins verði svo miklar undir þessu nýja dómsákvæði járnbrauta nefndar ríkisins, að ástæða aé til að breyta dómi nefndarinnar þess vegna. Svo mörg eru þessi orð og ákvæði Meighen stjórnarinnar í höfuðstaðnum. Þetta er í fyrsta sinni, síðan Arthur Meig- hen. varð stjórnarformaður í Canada, að reynt hefir á þrek og réttlætistilfinning stjórnarinnar. Öðru megin var þjóðin, sem bar sig upp undan ósóma þeim, er dómur járnbrautamála- nefndarinnar ætlaði og ætlar að keyra um háls lienni. Talsmenn hennar fluttu mál sitt svo frammi fyrir forsætisráðherranum og ráðgjöf- um hans, að á móti málstað hennar varð ekki mælt. Hinu megin er voldugasta auðfélag, sem til er í öllu landinu, og járnbrautamála nefnd ríkisins, menn sem settir eru af stjórninni sjálfri, fá laun sín frá henni og eru þjónar fólksins í orðsins fylsta skilningi. Meighen og stjórn hans viðurkenna, að kvartanir almennings undan dómsákvæði jám- brautar nefndarinnar, séu á rökum bygðar, og fyrst svo fór—fyrst að stjómin varð að viður- kenna þetta, var þá ekki ástæða til að halda, að liún mundi sjá um, á ákveðinn og einarðlegan hátt, að ranglætinu væri breytt í réttlæti, að dómi járnbrautanefndarinnar væri vísað til baka og að hlutirair stæðu eins og þeir stóðu áður en sá dómur var kveðinn upp, unz rang- lætið væri réttlætt og málið rannsakað á ný? Ekki neitt þvílíkt kemur Meighen og hans ráðunautum í hug. Þeir koma bara með húfuna í hendinni, eins og ofur góður og þægur drenghnokki kemur til foreldra sinna, og biður járnbrauta nefndina, þessa þjóna sína, um að breyta dómsákvæði sínu, ef þeir sjái sér fært! Að auka-hækkun sú, sem járnbrautunum var ákveðin fram að áramótum 1920—1921, sem nam 5 af hundraði, sé numin í burtu. Þeir biðja nefndina að muna eftir því, að engin hætta sé á að tekjur Canada Kyrrahafs- brautar félagsins verði of miklar, þó 35 prct. hækkun á vöruflutningagjaldi með brautum félagsins verði látin halda sér. Þeir biðja nefndina, þessa þjóna sína, um, að ef þeim sjálfum þóknast, þá skuli þeir á- kveða, að vöruflutnigs gjald með járnbrautum verði fært niður á undan fólksflutningsgjaldi. Svo hefir Meighen og ráðunautar hans sótt öálítið í sig veðrið, gjörst djarfari, því þeir fara nú ekki að eins að standa upp í hárinu járn- biautanefndinni, lieldur að skipa henni að kom- ast að ábyggilegri niðurstöðu um það, hvað sé ciginlega réttlátt flutningsgjald, og rannsaka vel og grandgæfilega ástæðuna fyrir mismun á flutningsgjöldum í austur og vestur hluta landsins, — og eftir að búið er að rannsaka mál það nógu vel, þá að gjöra jöfnuð í þeim efnum á milli þessara tveggja hluta landsins, austur- og vestur-hlutans, það er, fyrir austan og vest- an Fort William. En á meðan þessi rannsókn fer fram, á fólk, sem býr vestan við Fort William, að halda áfram að borga frá 15 til 18 af hundraði meira undir vörur sínar, en fólk það, sem býr fyrir austan þann bæ, þarf að gjöra, og í viðbót þessi 35 prct. hækkun frá miðjum september, er hinn illræmdi dómur járnbrautarefndarinnar var gefinn út. Stjórnin í Ottawa viðurkennir ranglætið, sem almenningur hefir orðið fyrir frá hendi járnbrautamálanefndarinnar, og lætur í Ijós vanþóknun sína á því ranglæti. En samt lætur stjórain það viðgangast og óátalið, að jám- brautafélögin eða járabrautarfélagið haldi á- fram að taka fé það af almenningi, sem því eða þeim var ranglega veitt, þar til járnbrauta- nefndinni þóknast að kveða upp hinn nýja dóm sinn. Getur nokkur maður hugsað sér vesældar- legri stjómar frammistöðu en þetta? Árangur sem stafar af Reglulegri Sparsemi Mánaðar innlög Forsetakosningar í Mexico. Forsetakosningar eru svo að segja ný-af- staðnar í Mexico, og era þær að ýmsu leyti þær inerkilegustu, sem þar hafa farið fram í langa tíð. Merkilegar að því leyti, að þær fóru fram rueð ró og spekt, sem er óvanalegt hjá þeirri þjóð. Og í öðru lagi fyrir stefnu þá» er hinn nýkosni forseti hefir lýst yfir, að hann ætli sér að halda fram í stjórnmálum, er stingur algjör- lega í stúf við það, sem Mexicomenn hafa átt að venjast. Nýkosni forsetinn, Alvero Obregon, er einbeittur og mikil hæfur maður, og tekur auð- sjáanlega við embættinu með þeim staðfasta á- setningi, að verða þjóð sinni og landi að liði. Stefnuskrá Obregon forseta er í stuttu máli sem fylgir: “Innbyrðis stríðum verður að linna, en framleiðsla að aukast. “Eftir að fjárþörfum vorum heima fyrir hefir verið fullnægt, er áform vort að borga skuldir vorar við aðrar þjóðir. Vér höfum fast- ráðið að borga vexti og höfuðstól í gjalddaga, þegar vér mögulega getum, en e‘f vér getum ekki gjört það að fullu, þá að semja við hlutaðeig- endur í tíma.um framlenging. “Þegar því er lokið, getur komið til mála um að taka meiri peninga til láns til þess að efla járnbrautir, hafnir og önnur óhjákvæmileg þarfaverk, sem trössuð hafa verið að undan- forau.. “En fólk má reiða sig á, að ekkert af þeim peningum, sem kunna að verða teknir til láns til þeirra þarfa, verða notaðir til almennra út- gjalda stjórnarinnar. “Herinn verður minkaður til helminga, eða um fimtíu þúsundir manna, og reynt verður að gjöra vel við hermenn vora, að því er til fata, kaupgjalds og útbúnings kemur, og eins verður leitast við að fullkomna þá í öllu því, er lýtur að nútíðar þekkingu á hernaði. “Þann helming hersins, sem herþjónustu Ieggur niður, munum vér styðja til landkaupa og landbúnaðar eftir megni. Vér höfum nú þegar sagt hermönnunum upp þjónustu í þeim héruðum sem mest er um atvinnu og hún er bezt borguð. $1 $2 $5 $10 1 ár - 12.20 24.39 60.98 121.96 2 ár - 24.76 49.52 123.80 247.60 3 ár - 37.70 75.41 188.52 377.04 ÞAÐ ER SPARISJÓÐSDEILD VIÐ HVERT ÚTIBÚ THE R0YAL BANK 0F CANADA Höfuðstóll og varasjóður ----- $38,000,000 Allar eignir - -- -- -- - $590,000,000 Að spara Smáar upphæðir lagtSar inn í banka reglulega geta gert stærri upphæð en stór innlög, sem lögð eru inn óreglulega. Sá sem gerir sér að vana að leggja inn peninga, hann fær löngun til að sjá upp- hæðina stækka. Rentur gefnar að upphæð 3% á ári, lagt tvisvar við höfuðstólinn. Byrjið að leggja Inn í sparisjóð hjá, THE DOMINION BANK W. H. HAMILTON, Manager. W. E. GORDON, Manager. NOTRE DAME BRANCH, SELKIRK BRANCH, Hveiti! Hveiti! Islendingar sem hafa hveiti til sölu œttu að lesa eftirfarandi auglýsing Mem/bers Winnipeg Grain Exchange — Meiríbers Winnipeg Produee Clearing Association. LICENSED AND BONDED By the Board of Grain Commissioners of Canada ort!i=West CommissioeCoo Limiied Telephone A 3297 216 Grain Exchange, Winnipeg, Man. íslenzkir Bændur ! Um leið og vér ávörpum yður, óskum vér fyrgt af öllu, að þér hafið haft arðsama uppskeruí ár. En vér vonúm einnig að þér hafið lesið og athugað auglýsingar þær og greinar, sem birzt hafa í íslenzku blöðunum iðuglega þau síðastliðin sex ár, er vér höfum stundað kornverzlun, og að þær hafi sann- fært yður um, að það væri yðar eigin hagnaður að láta ís- lenzka kornverzlunarfélagið, The North-West Commission Co., Ltd., selja korn yðar. pað er ekki eins og nýtt og óreynt félag væri að höndla korn yðar, þegar þér sendið það til vor. Eftir sex ára starf sem kornsölumenn fyrir bændur, er það sannfæring yOr, að þekking vor geti orðið yður hagur þetta ár. Eins og það er hagur fyrir bændur að yrkja land sitt vel, eins er það hagur I vor að selja korn það, sem oss er trúað fyrir, svo vel, að bændur verði ánægðir. En til þess að geta það, þarf maður sá er selur, að hafa reynslu og þekkingu á kornverzlun og hinu breytilega markaðsverði á kornvörunni. 1 ár, þegar markaðurinn er opinn til foæstbjóðanda, naá búast við mjög breytilegum og mismunandi prísum, og þegar svoleiðis er, vill oft tfl, að menn selja þegar sízt skyldi, en geyma þá selja ætti. peir sem vildu geyma korn sitt um lengra eða skemmri tíma, ættu að senda til vor það sem þeir hafa. Vér skrifum hverjum sem sendir oss korn, þegar vér álítum að selja ætti. Einnig gefum vér daglega prísa og á- lit vort um markaðinn þeim viðskiftavinum vorum, er þess æskja. Vér foorgum ríflega fyrir fram borgun, ef æskt er. Ef vigtar útkoma á vagnfolössum, sem oss eru send, ekki stendur heima við það, sem I þau hefir verið látið, gjörum vér það sérstaklega að skyldu vorri að sjá um, að slíkt sé lag- fært. Einnig gæti það verið peningar í yðar vasa, að vér |)skoðum sjálfir kornið í hverju vagnhlassi, sem oss er sent, svo að rangindi við tegundaflokkun (grading) getur ekki átt sér stað. petta er nokkuð, sem flest stærri félög ekki gjöra, því þau hafa mörgu að sinna, láta sér nægja úrskurð verkamanna sinna. Einnig eiga flest þeirra sín eigin korn- geymsluhús, svo það er þeirra hagnaður, ef flokkunin er gjörð bóndanum í óhag. pað er ætíð gott að vita, þegar mað- ur sendir korn, að einhver líti eftir, ef óviljandi skyldi vera gjörð röng flokkun, og að einhver sjái um, að slíkt sé strax lagfært. Margir bændur hálda því fram, að það borgi sig foetur að draga hveiti og aðrar korntegundir í næstu korn- hlöðu, þar sem vinnulaun eru há eins og i ár. En ef þeir vissu hvað þeir tapa af vigt við það, mundu þeir hafa aðra skoð- un. Ef þér hafið fylt járnbrautarvagn og viljið selja inni- hald hans áður en hann fer á stað, þá símið oss númerið á vagninum og munum vér selja kornið strax fyrir hæsta verð. Sendið oss svo “Shipping Bill” af því og munum vér borga út á það ef beiðst er eftir og afganginn, þegar vigtar út- koman fæst. Islendingar! Vér mælumst til, að þér sendið oss sem mest af korni yðar í ár. Vér erum þeir einu landar, sem reka þá atvinnu að selja korn fyrir bændur gegn umboðssölu- launum. Vér höfum ábyrgð og stjórnarleyfi og gjörum oss far um að gjöra viðskiftamenn vcra ánægða. Vér þökkum svo þeim, sem að undanförnu hafa skift við oss, og vonum að þeir, sem enn ekki hafa haft viðskifti við oss, gefi oss tækifæri til að selja korn þeirra í ár. Vér á- byrgjumst áreiðanleg viðskifti og gjörum vort ítrasta til að gjöra bændur ánægða. Hannes J. Lindal. Pétur Anderson. “Þeir menn, er þannig eru leystir úr her- þjónustu, verða í nokkurs konar viðlagadeild, og verða skyldir til herþjónustu ef á þá er kallað. “Þegar þing kemur saman, hefi eg á- kveðið að leggja fyrir það tillögu nm að borga öllum hershöfðingjum og fyrirliðum, sem her- þjónustu leggja niður, ákveðna fjárupphæð sem skaðabætur fyrir atvinnumissir, svo þeir geti lceypt sér íbúðarhús eða byrjað verzlun í smá- um stíl, og megi verða uppbyggilegir borgarar til aðstoðar við framleiðslu í ríkinu. “Mriðnr er í landi voru. Pólitisknm mót- stöðumönnum stjómarinnar verður ekki hegnt. En þeir, sem brjóta horaraleg lög, mega ekki vonast eftir vægð, fyrir það, að þeir hafa verið fjandsamlegir í garð Obregon. Það er ekki hægt að skýla neinum lagabrjótum undir veg- lyndisblæju.”

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.