Lögberg - 14.10.1920, Blaðsíða 3

Lögberg - 14.10.1920, Blaðsíða 3
LOGBEHUV FIMTUDAGINN 14. OKTOBER 1020 • Bhs. S Nelly frá Shorne Mills. Eftir Charles Garvice. Nelly heyrði þetta, og að hálfu leyti ósjálf- rátt gekk hún bak við myndastyttuna, og enn þá lengra í hlé, þegar Drake talaði og lagði hendi sína á kalda marmarann til að styðja sig. Því hún skalf frá hvirfli til ilja og fanst hún ætla að hníga niður. Hjallinn og þessar tvær per- sónur hurfu í þoku fyrir augum hennar, og hljóðfæraslátturinn frá danssalnum var sem arg í eyrum hennar. Blóðið streymdi stundum sem logandi eldur og stundum sem ís um æðar hennar. Hana langaði til að hlaupa úr felunum og inn í húsið, en hún gat ekki hreyft sig. Var hún að deyja — eða var að líða yfir hana? Hún þrýsti enninu að marmaranum og það hafði góð áhrif á hana. Hún heyrði hvert orð sem þau töluðu. “Þetta voru mikil viðbrigði,” sagði lafði Luce og lyfti vasaklútnum sínum upp að enninu og augunum. Svn leit liún á liann með töfrandi brosi. “Eg'er hjá Chesney — þú þekkir líklega Chesney ? Ekki ? Þar eru fáeánir gestir — og sumir af þeim fóru hingað í kvöld — þau eru gamlir vinir Maltbys — Drake — eg get næst- um ekki trúað því að þetta sért þú.” Hann stóð við hlið hennar þolinmóður að útliti, en í huganum afar óþolinmóður. Hann hugsaði um hvar Nelly væri og hvort hann gæti ekki bráðlega losnað við lafði Luce, til þess að leita að heitmey sinni. “Átt þú heima hér?” spurði hún og kink- aði í áttina til hússins. Hann kinkaði, því hann áleit bezt að lofn henni að trúa því. “Þetta er allmerkilegt, Drake — það er eins og það sé verk forsjónarinnar,” tautaði hún og það var álit hennar. “Eins og stjórn foirlaganna?” spurði hann skilningslaust. “ Já, að við skyldum mætast hér á þessum afvikna stað. Ó, Drake, þú ættir að eins að vita, hve glöð eg er.” Hún rétti fram hendi sína með kvíðandi, næstum biðjandi svip. Drake leit kvíðandi til opna gluggans. Ef að Nelly eða einhver annar'kæmi að glugganum og sæi hann hér — “Eigum við ekki að ganga yfir á hinn enda hjallans?” sagði hann. “Þú getur orðið inn- kulsa hér —• ’ ’ Hann leit niður á beru axlirnar hennar, en í augum hans var aðeins kurteis umhyggjusvip- ur. En Nelly, sem horfði á hann með kveljandi eftirtekt, hélt sig lesa blíðu og ást í augum hans. “Jú, það skulum við gera,” sagði Luce á- köf. “Það gæti einhver komið, og við höfum svo mikið að tala um — er það ekki, Drake?” Hann lagði ósjálfrátt handlegg hennar á sinn, og þau gengu svo langt burt, að Nelly gat ekki heyrt til þeirra. Drake beit á vörina og leit til hússins. Hvað gat hún haft að segja honum? Og hvað átti þessi blíða og auðmjúkt að þýða? Svo datt honum í hug að hún hefði máske talað við frænda sinn og heyrt tilboð hans. Tíu þúsund pund um árið, eru ekki miklar tekjur fyrir slíka stúlku og lafði Lucille Turfligh, en samt gátu þau freistað hennar. Andlit hans varð alt í einu svo hörkulegt og kalt, að Nelly hafði aldrei slíkt séð. “Hvað getum við haft að tala um, Luce?” spurði hann. “Eg hélt, að daginn sem við skild- um, hefðum við ekki meira að segja um þau efni, sem snerta okkur sameiginlega.” Hún stundi og leit ásakandi augum til hans, eins og hann hefði sagt eitthvað, sem olli henni hrygðar. “Ó, hvað þú ert hörkulegur, Drake!” taut- aði hún. “Eins og eg hafi ekki þjáðst nóg.” “Þjáðst?” “Hann brosti til hennar, næstum því háðs- lega. “Já. Heldur þú, Drake, að eg hafi ekkert hjarta? Ó, nei, það getur þú ekki haldð, þú þekkir mig betur en svo.” Dirfska hennar framleiddi aftur háðsbros á vörum hans. Honum lá við að hlæja hátt. Það var einmitt eftir að hann hafði þekt hana rógu vel, að liann fann til engrar sorgar yfir heitrofi þeirra — að minsta kosti ekki síðan hann kyntist Nelly og elskaði hana. Mig furðar hvar Nelly er? Hvernig gat hann losnað við þessa stúlku, sem snéri andliti sínu að honum með bænarsvip? “Hefir þú nýlega talað við frænda minn?” spurði hann dálítið beiskjulega. “Nei — ” svaraði hún, og þessi ósannindi sagði liún svo trúanlega, að Drake skammaðist sín yfir vantraustinu á henni. Hún hafði þá ekki heyrt um tilboð frænda hans ? Hvers vegna komst hún þá í slíka geðs- hræringu af því að sjá hann? Hvers vegna voru augu hennar rök af tárum, og hvers vegna skalf hendi hennar, sem lá á handlegg hans? “Nei,” sagði hún. “Eg hefi næstum því hvergi komið; jeg hefi ekki verið vel hraust. Eg fór hingað til Chesnys til þess að fela mig fyrir heiminum, Drake—eg hefi verið svo hrygg —svo hrygg.” “Mér þykir það leitt, en hvers vegna?” spurði hann. Hún leit ávítandi á hann. “Getur þú ekki skilið það—ekki getið þess, Drake ? Horfðu ekki á mig með þessu augnatil- M'* •• !• timbur, fialviður af öllum Njrjar vorubirgöir ttgundum, geirettur og als- konar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar. Komið og sjáið vörur vorar. Vér erum ætíð glaðir að sýna þó ekkert sé keypt. The Empire Sash & Door Co. ■ Limited. ......- HENRY AVE. EAST - WINNIPEG liti og þessu brosi. Það er ekki þér líkt að vera svona kaldur.” “Við karlmennirnir erum bæði kaldir og heitir, eftir því hvernigþið gerið okkur, Luco,” svaraði hann rólegur. “Mundu eftir reynsl- unni, sem eg hefi orðið fyrir. Áður fyr var eg hvorki kaldur né harður.” Það var ekki hyggilegt af honum að segja þetta. Bosseau segir, að þgar maaður skeytir ekki lengur um einhverja stúlku, eigi maður aldrei að láta hana verða vara við tilfinningar eða viðkvæmni. Þetta var óklókt af Drake, af því það flutti málsbæturnar yfir til hennar. “ Já, eg veit þetta vel—það var aðeins mér að kenna, Drake. Heldur þú ekki að eg viti það? Heldur þú ekki að eg hafi sagt mér það sjálfri á hverri stundu dagsins, hverri stundu næturinnar, þegar eg lá vakandi og hugsaði um hið umliðna?” “Liðni tíminn er glejundur, Luce,” sagði hann hlæjandi. “Við skulum ekki endurkalla hann í minnið aftur. Þú breyttir aðeins skyn- samlega —” “Eg breytti eins og heimskingi!” sagði hún—og henni var það alvara líka. “Ef eg aðeins hefði hlustað á rödd hjarta míns — ef eg aðeins hefði neitað að lilýða pabba!—En, Drake —þú álítur mig án hjarta — tog lítur á mig með háði—” “Það ver ekki ætlun mín, Luce,” sagði hann. ‘ ‘ Fyrirgefðu mér hafi eg gert það ósjálf- rátt. Eg skil vel þína erfiðu stöðu—og eins og eg hefi sagt þér—eg afsaka þig. Þú gerðir það, sem flestar stúlkur í þinni stöðu mundu hafa gert. undir þeim kringumstæðum.” “Mundu þær? En máske þær hafi ekkert hjarta, og eg—Ó, Drake, þú veizt alls ekki hve mjög eg hafi þjáðst—hve sárt eg hefi saknað þín! Eg—eg ætla að segja þér hreinan sann- leikann, Drake. Eg skal segja þér, Drake, að eg hefi ásett mér að segja þér sannleikann, þegar eg fyndi þig aftur, hvort sem það yrði 'bráðlega, eða fyrst eftir mörg ár—og það þótt þú sem maður mundir fyrirlíta mig fyrir það.” “Það er ekki sennilegt að eg vilji fyrirlíta þig, Luce,” sagði hann. Meðan hann talaði kom lafði Chesney út á hjallann. Hún leit í kring um sig til allra hliða, og þegar hún sá þau, snéri hún við brosandi og gekk aftur inn í danssalinn. “Nei, þú ert of mikið göfugmenni til þess, Drake—og að þó eg viðurkenni að eg hefi ekki átt eina einustu glaða stund—að eg hafi verið svo takanaí-kalaust hrygg, alt af síðan við skild- um þenna dag—” Svipur hans varð alvarlegur, næstum því hörkulegur. “Mér þykir það leitt,” sagði hann rólegur. “Eg hélt í rauninni ekki—” “ Nei, eg veit það. Þá hélzt að eg vildi þig aðeins af því, að þú varst erfingi frænda þíns—þú manst líklega, Drake, að þú sagðir mig vera tilfinningalausa og elska peninga! En það er ekki satt. Eg er alin upp við lélegar kenn- ingar og lélegar skoðanir, eins og þú veizt. Eg hefi lært, að það er fyrsta skylda ungrar stúlku, sem er jafn fátæk og eg, að sjá um að fá góðan ráðahag. Og eg hélt líka—getur þú séð hve hreinskilin eg er?—að eg gæti skiið við þig, ekki með hægu móti, en án þess að hryggjast um of, en mér skjátlaði. * ‘ Það er ekki einn einasti maður í himinum, sem eg skeyti um, eða mun geta skeytt um—eg sakna þín svo mikið, svo voðalega mikið—” “Uss!” sagði hann hörkulega. Það var eitthvað mennilegt og skipandi við Drake — eitthvað karlmannlegt, sem kvenfólk finnur og hlýðir strax, og lafði Luce varð dálít- ið skelkuð. En hendi hennar tók fastara taki um handlegg hans, og brúnu augun hennar geisl- uðu gegn um heiðarleg tár—hún var nefnilega hrædd um árangurinn af þessu, og elskaði harm með einlægni—og hún leit bænaraugum á hann. “Drake, þú trúir mér líklega, er það ekki? Hegndu mér ekki svona vægðarlaust. Þú sérð að eg auðmýki mig fyrir þér—eg—kvenmaður, Drake—” hún talaði svo lágt að varla heyrð'st, og höfuð hennar hné niður á bringuna. ‘ ‘ Drnke —fyrirgefðu mér—og—” Hún misti vald yfir rómnum sínum. Hann fann til meðaumkunar. Hvaða mnð- ur getur veitt snertingu og bæn kvenmanns mót- stöðu—einkum þegar það er kvenmaður sem hann hefir eitt sinn elskað. Drake gat það að minsta kosti ekki. “Uss!” sagað hann aftur með blíðari róm. “Guð veit, að eg eskaði þig, Luce—” Hún hljóðaði mjög lágt—naumast hærra en stunur kvöldgolunnar á milli trjánna. “Drake—Drake—Ó, Drake!” sagði hún og leit á hann með hendi sína hvílandi á brjósti hans. “Segðu það aftur! Þetta eru þau feg- urstu orð, sem eg hefi nokkuru sinni heyrt, síðan —síðan við skildum. Segðu þau aftur Drake— svo skal eg ekki biðja þig um meira—” “Þegiðu, Luce!” sagði hann hásum róm. Snerting hendi hennar gerði hann hnugginn — ástaratlot hennar höfðu engin áhrif á hann. “Eg verð að segja þér, Luce — ” “Nei, nei!” greip hún fram í áköf. “Ávít- aðu mig ekki í kvöld—eg er svo glöð. Það er eins og eg hafi fengið lífð aftur. Seg þú þetta einu sinni enn, Drake—Segðu: “Eg fyrirgef þér!” “Já, Luce, eg fyrirgef þér—en, hlustaðu á mig—eg verð að segja þér—” bætti hann við fljótlega. Hún lagði handlegginn um háls hans, dróg höfuð hans niður til sín og kysti hann. En áður en hann gat sagt eitt orð, f jarlægðist hún hann. “Far þú inn—eg kem strax á eftir þér,” sagði hún. “Þarna kemur einhver—það eru dyr—” Utan við sig, gramur og ringlaður yfir kossnum, sem hún hafði stolið, gekk hann inn í húsið gegnum dyrnar, sem hún benti á. Hugs- unin um Nelly fylti huga hans. Luce stóð kyr eitt augnablik, svo gekk hún til lafði Chesney, sem var kominn út á hjíillann aftur. Hún var föl, en bros lék um varir henn- ar og sigurhróss glampi í augunum, þegar hún stóð kyr í birtunni sem barst út um gluggana. Lafði Chesney leit á hana og hló. “Þú sýuist mikið umbreytt, góða Luce! Var þetta—ren það var auðvitað hann. Maður þarf ekki að spyrja. Andlit þitt segir frá öllu” Luce hló og þurkaði varir sínar með vasa- klútnum. “Já, þetta var Drake!” sagði hún. “En sú hepni—en sú óviðjafnanleg hepni! Og svo eru sumir sem halda því fram, að engin forsjón sé til.” “Nú—og lagaðist alt aftur?” spurði lafði Chesney hálf kvíðandi. Lafði Luce hló lágt. “ Já, sagði eg þér ekki, að eg þyrfti aðeins að hafa hann út af fyrir mig í tíu mínútur—og við höfum líklega verið lengur tvö ein—vorum við það ekki? Honum þótti mjög vænt um mig —Ó, komdu með mér yfir um hjallann snöggv- ast—” Lafði Chesney hikaði. “Heldur þú ekki að það sé hyggilegra að farainn? Menn munu sakna þín. ” Lafði Luce ypti öxlum kæruleysislega. “Eg skeyti ekkert um þessar manneskjur,” sagði hún háðslega. “Þær mega halda og hugsa hvað sem þær vilja. Og nú skeyti eg ekki um neitt, fyrst eg hefi fengið Drake aftor. Komdu nú! Já, nú er eg gæfurík stúlka.” Þær gengu þvers yfir hjallann, og Nelly hné niður á bekkinn og huldi andlitið með hönd- um sínum. Það var eins og hún vaknaði úr á- lögum. ---------o-------- 16. KAPITULI. Litlu síðar lét hún hendurnar síga niður og leit í kring um sig með hnyklaðar brýr, eins og hún byggist við nýrri sorg. Hún leit í áttina til Shome Mills—ljósin í fiskiþorpinu voru slök- knuð, eins og alt ljós í hennar lífi virtist vera. Hún reyndi að gera sér grein fyrir því, sem skeð hafði, en það var svo erfitt. Fyrir stuttri stundu síðan hafði hún verið svo yfirburða glöð yfir því, að Drake elskaði sig. Hún hafði átt bann—hann var kærasti hennar, hennar eigin; hann ætlaði að verða maður hennar og hún kona hans. Og nú—hvað hafði skeð? Var hann dáinn —hafði hún gert nokkuð rangt, sem breytti ást hans í hatur og hreif hann frá henni?—Smátt og smátt hvarf þessi deyfð og sinnuleysi, sem ráðist hafði á hana, og sannleikurinrív-eins og hún hugsaði sér hann—rann upp fyrir Kfenni og kom henni til að þrýsta hendinni að hjartanu. Drake elskaði hana ekki lengur. Hann hafði aldrei elskað liana. Stúlkan, sem hann elskaði var sú fegursta sem guð hafði skapað, og Drake hafði aðeins trúlofast henni—Nelly—af augna- bliks sorg og móðgun. 0g þessi stúlka með hið undurfagra andlit og blíðu, tempruðu röddina —þessi stúlka, með yndislegu hreyfingarnar, sem hagaði sér eins og drotning með vald feg- urðar sinnar, hafði nú skift um skoðun og kallað liann aftur til sín. Og hann kom til hennar. Sorg hennar var svo stór, að reiðin hafði þar ekkert pláss. Á þessari stundu var hvorki beiskja eða reiði í huga Nellys, aðeins svo sár og tilfinnanleg sorg, að hún gat ekki um annað hugsað.> Henni fanst það svo sanngjarnt, svo eðli- legt, að hann yrði að yfirgefa hana, þegar þessi stúlka með töfrandi augun, svæfandi hlátr- inum, benti honum að koma til sín; hver gat veitt henni mótstöðu? Ekki sá maður, sem eitt smn hafði elskað hana. Nelly ruggaði höfðinu með hægð, eins og menn gera af sárum líkamlegum kvölum. Háls- inn var eins og hann væri reyrður saman, aug- un brennandi, sífeld suða og brestir fyrir eyrum hennar, en^hún gat ekki grátið. Hún hélt að hún mundi aldrei geta grátið hér eftir. Hún leit utan við sig á eftir þessum tveimur stúlkum sem gengu yfir á hinn enda hjallans, og hún skalf eins og af hræðslu. Það var eitthvað sem^ \akti undarlega hræðslu við þessa stúlku, sem hafði tekið Drake frá henni, eitthvað marg- ógurlegt í andliti hennar, hreyfingum og rödd. Litlu síðar gengu þessar skrautklæddu stúlkur inn í salinn, og Nelly stóð upp og studdi sig við líkneskið* Um leið og hún gerðiþað, leit hún á það, því þá barst ljósbirtan á það, og hið hörkulega andlit þess með tómu augun, virt- ist brosa háðslega til hennar. Henni sýndist líta út fyrir að þessar dauðu varir ætluðu að hrópa hörð og háðsleg orð til hennar. Nú ómaði hljóðfærasöngurinn — ginnandi vals—út til hennar, og ögraði henni með því að minna hana á ánægjuna, sem hún naut fyrir stundu—eða máske hálfri stundu—síðan. Hún reikaði til randar hjallans, fól andlit sitt með höndunum og lokaði augunum. Mesta furða hvort þetta var ekki draumur, draumur sem hún mundi vakna af með hryllingu yfir þessari hug- arburðar ógæfu, og á næsta augnabliki hlæja að gerðaleysi hans? En það var satt. Gæfa hennar hinar síð- ustu vikur hafði verið draumur, og það var ver- ulegur sannleikur. Fyrir innri sjón hennar liðu síðustu ánægjulegu dagarnir eins og hringsýn —til þess eftir á að hegna henni enn þá grimmi- legar, af því hún hafði verið svo gæfurík. Já, hún hafði oft huírsað um hvaða heimild hún, Nellv frá Shorne Mills, hefði til svo mikular á- nægju? Hvað hafði hún gert til að verðskulda hana ? Nú mundi hún eftir því, hve kvíðandi hún Automobile og Gas Tractor Sérfræðinga verður meiri þörf en nokkru sinni áður í sögu þessa lands. Hví ekki að búa sig undir tafarlaust? Vér kennum yður Garage og Tractor vinnu. Allar tegundir véla — L head, T head, I head, Valve in the head 8-6-4-2-1 Cylinder vélar eru notaðar við kensluna, einnig yfir 20 raf- magnsaðferðir. Vér höfum einnig Automobile og Tractor Garage, hvat ver getið fengið að njóta allra mögulegra æfinga. Skóli vor er sa eini, sem býr til Batteries, er fullnægja kröfum tímans. Vulcan.'aing verksmiðja vor er talin að vera sú lang- fullkomnasta í Canada á allan hátt.. Árangurinn af kenslu vorri hefir oss til mikillar ánægju sann- fært bæði sjálfa oss og aðra um að kenslan er sú rétta og sanna. —Skrifið eftir upplýsingum—allir hjartanlega velkomnir til < þess að skoða skóla vorn og áhöld. Electric Washing Machine Það borgar sig að leita upplýsinga City Light & Power 54 King Street hafði verið yfir að missa þessa gæfu. Da.rriun, sem Drake sagði henni að hann elskaði hana, þegar hann tók hana í faðm sinn og kysti hana, hafði litið í augu hennar og svarið þess eið, að enginn maður í öllum heiminum gæti elskað eins og hann elskaði hana—Ó, hún mundi þetta alt saman með örvilnuðum huga. Hún hafði ekki verðskuldað þetta, hafði enga heimild til slíkrar gæfu, og nú hegndi guð henni, af því hún hafði verið svo frek að álíta sig svo gæfuríka. En hvað átti hún nú að gera? Hún spurði sjálfa sig að þessu með mikilli örvilnan. Henni kom ekki til hugar að ásaka Drake fyrir ótrygð, eða neitt annað. Hvaða gagn var að því? Gat hún—almenn og fávís stúlka—að- eins Nelly frá Shorne Mills—hugsað sér, að jafnast við slíka stúlku og lafði Luce? Luce—Luce! Nú mundi hún í fyrsta skifti að hann, þegar hann lá veikur með óráði, hafði tautað þetta nafn. Hún hafði alveg gleymt því, ekkert um það hugsað, og hafði ekki spurt hann hver þessi stúlka væri, sem hann nefndi svo oft í óráðinu. Ef hún aðeins hefði gert það; hann hefði sagt henni það, því Drake var heiðarlegur; hann hefði sagt henni frá öllu, og þá hefði hún reynt að forðast að verða ástfangin af honum. Hún hafði líka barist gegn því, en sú tilraun varð árangurslaus. Hún hafði elskað hann frá því hún sá hann fyrst. Og nú hafði hún mist hann fyrir fult og alt. “Drake, Drake, Drake!” Hjarta hennar hrópaðl á hann, þó varirnar væru þöglar. Hvað átti hún að gera? Nei, hún vildi ekki ávíta hann. Milli þeirra skyldi ekkert rifrildi eiga sér stað; hún fann það ósjálfrátt, að hann hataði rifrildi. Hún ætlaði að segja honum—hvað'þá? Að þetta hefði verið misgrip — að hún elskaði hann ekki — og biðja hann að rjúfa trúlofanina. Meira ekki. Á lafði Luce ætlaði hún ekki að minnast. Þá mundi hann yfirgefa hana orða- lcust—það vissi hún. Nú varð hún að fara aftur inn í danssalinn, og reyna að láta ekki bera á því, að neitt hafi skeðj_ En hún var mjög föl. Henni fanst helzt að hún væri dauð, að hún gæti hvorki fundið sorg eða gleði lengur. Líf hennar var á enda. Koss- inn hans Drakes—henni virtist hann hafa gefið hann, en lafði Luce ekki hafa stolið honum— þessi koss hafði deytt hana. Mikilhæft skáld hefir sagt, að sá sem deyðir ástatilfinningar karls eða konu, sé morðingi—• og þao er sannleikur. Ástin hennar Nelly lá dauð við fætur bennar, og Drake hafði óafvit- andi deytt hana. Hún þurkaði varir sínar, þó þær væri þurr- ar og eldheitar, slétti hárið sitt með skjálfandi höndunum, hárið sem Drake hafði kyst svo oft cg hrósað—og eftir að hafa af öllu megni reynt að ná sjálfstjórn sinni og ró, gekk hún aftur inn í danssalinn. GARBUTT MOTOR SCHOOL, Ltd. City Public Market Building. CALGARY, ALTA. w^mm—mm^—mmmmm—mmmmmmmm Komið til 5^4 King Street og skoðið V

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.