Lögberg - 14.10.1920, Page 5

Lögberg - 14.10.1920, Page 5
LÓGBERG, FIMTUDAGINN 14. OKTOBER 1920 5 JÓNÍNA SIGRlÐUR STEVENS f. 1. júní 1920, d. 22. sept 1920 (Undir nafni móðurinnar) Brjóst mitt sært nú bifar þung- ur tregi, blæSir sorgar und á nótt og degi. ÁstarblómiS bjarta, bezt sem kunni skarta, dauSinn reif af rót frá mínu hjarta. Ei eg skynja alvalds hulda vegi; undir vilja hans þó sinnið beygi. Sælt hans mildi sá mér, sæta blómið ljá mér; að hans boði er það tekið frá mér. En líf, sem gaf hann, lifir í hans hendi, líikamann þó hel til moldar sendi. Blómið mitt hið bjarta, betur enn mun skarta, á æðri fold, við yl frá Drottins hjarta Ó, eg fagna aftur það að finna eftir mæðu jarðardaga minna; leyst frá hrygð og harmi, hlýtt að mínum barmi vefja það, hjá Drottins dýrðar- armi. R. V- Bréf frá Frakklandi. 166 Boulevard, Mont. Parnasse, Paris, 26. sept. 1920. Kæri ritstjóri Lögbergs. Eftirfylgjandi grein er tilraun til þess að draga upp mynd af því, sem fyrir augu mín bar frá 6. til 9. þ. m. Á því tímabili gafst mér og Miss Harold, ásamt fimm ameriskum vinum tækifæri á því að ferðast í bifreið yfir meiri- hlutann af bardagavellinum, sem varinn var af Frökkum og Ame- ríkumönnum, alla leið frá Chat- eau-Terry til Verdun. Chateau Terry var “Rubicon” pjóðverja. pað var að eins sá munurinn á þeim og Cesar forð- um, að þeir komust ekki yfir um. J>ar fóru þeir um 1914 og þar var þaS, sem þeir urðu undan að halda 1918, þegar barist var á götum bæjarins og mælt var að áin Marne hafi litast blóði. Við tókum lest frá Paris til Chateau Therry, og sáum við þar fyrstu eyðileggingar mérkin. Húsin mega samt heita að standa óhögguð, bara brennimerkt af kúlum hér og þar. Marne áin skiftir bænum í tvent og höfðu pjóðverjar um tíma annan hlut- ann, en Frakkar hinn, þegar verst leit út fyrir Frökkum, sprengdu hinir síðarnefndu þá upp brúna yfir ána, og að lokum máttu pjóð- verjar undan síga. Að morgni þess 7. sept. lögðum við af stað frá Chateau-Therry í tveimur bifreiðum áleiðis til Reims. ökumenn okkar voru franskir hermenn, sem gengið höfðu í gegn um alt stríðið, og gátu þeir vel skýrt hlutina, þar að auki höfðum við amerískan leið- sögumann. Landið í grend við Chateau- Therry er ekki til muna eyðilagt. porp og bæir eru auðvitað skemd- ir, en fólkið er að þyrpast að aft- ur og reyna eftir mætti að byggja upp á nýtt. “Belleau Woods” og þar í grendinni, var eitt af pláss- um þeim, sem Ameríkumenn tóku þátt í stríðinu, og er þar stór ameríkanskur grafreitur. Hinn fyrsti stanz okkar var þar sem pjóðverjar höfðu fall- byssuna, sem kölluð var “Big Bertha.,” er þeir skutu með á PariS í 67 mílna fjarlægð. Byssan var í svo nefndum “Chatelet Woods”. Undirstöðurnar eru þar enn, en byssuna sjálfa tóku pjóðverjar á burt með sér. Nokkrar mílur frá Chatelet- skóginum á hárri hæð, gefur að líta einfalt hvítt grindaverk, sem umkringir einmana gröf. Á hvíta krossinum stendur nafnið Lieut- enant Quentin Roosevelt. Hann var grafinn þar af pjóðverjum á þeim stað sem hann féll, þegar Ioftfar hans var skotið niður í september 1918. pess lengra sem við fórum, þess gleggri urðu eyðileggingar merk- in. Nokkrar mílur frá gröf Quen- tin Roosevelts komum við að byrj- un Hindenburgs línunnar svo- nefndu, og á svæði það, sem var bardaga völlur frá 1914 til 1918. pað duldist heldur ekki, að eyði- leggingaröflin höfðu verið þar í plmætti sínu; engin lífsmerki, ekki fugl á flögri; eiturgasið drap þá alla; ekkert gras, bara grá- svartar, sundurgrafnar hæðirnar. Okkur skildist enn betur kraftur eyðileggingarinnar, þegar leið- sögumaður dró- athygli okkar að því, að nú værum við að fara í gegn, þar sem bærinn Fismes hefði staðið, bær sem hafði um þrjú til fimm hundruð íbúa fyrir stríðið. Alt er molað í sundur. Við fórum fram hjá fjölda af þess konar vegsummerkjum. par blöktu að eins flögg með nafni bæjanna, er þar höfðu verið. Á þessu svæði er hæð ein, sem tengd er við eitt af hinum hræði- legustu atvikum stríðsins. Af ein- hverri ástæðu var hún kölluð “Dead Men’s Hill” löngu fyrir stríðið pað var eitt sinn, að pjóðverjar vörðu hæðina, en Frakkar sóttu. Mitt í áhlaupinu létust pjóðverjar undan síga og yfirgáfu hæðina. pustu Frakkar þá áfram og 2—45000 fóru upp á hæðina; alt í einu varð voðaleg sprenging, svo að allir þeir, sem upp höfðu farið, tættust í sundur. Óvinirnir höfðu haft sprengiefni undir hæðinni og kveiktu í úr fjarlægð. Hæðin er öll umhverfð, í miðjunni er hyldýpis gjá, og í henni og umhverfi|S eru leifar þessara hugdjörfu Frakka. ktum Gmgá urðurþyað, akhup b Við komum að kvöldi til hinn- ar söguríku Reims borgar, sem heita má öll sundur flakandi eftir skothríðina. Hallarkirkjan fagra, sem byrjað var að byggja 1211, þar sem Karl VII. var krýndur 1429 fyrir tilstilli Jeanne d’Arc, er sorglegt merki þess, hvað stríð hefir í för með sér. Nú á tuttug- ustu öldinni er Reims í rústum, eins og eftir að Húnar höfðu eyði- lagt hana 406, en vegfarandinn sér vonarljós blakta í rústum hínnar öldnu borgar, og enn sem fyr eru fúsar hendur og hug- djörf hjörtu að vinna að því að breyta niðurhrundu veggjunum í glæsileg híbýli; þar af leiðandi nær ekki eyðileggjandinn, hvort sem hann heitir Attila eða Hohen- zollern, ekki nema að nokkru leyti tilgangi sínum. pann 8. sept. yfirgáfum við Reims og héldum áleiðis til Ver- dun. Leið okkar lá lengi í gegn um Argonne skóginn. Á þeirri leið sáum við stærsta grafreit Bandaríkjamanna í “Romagnu sous Montfaucon”. par hvíla milli 20 og 30 þusund Bandaríkja- menn. — Við fórum fram hjá fjölda af frönskum grafreitum, og aftur öðrum þar sem pjóðverjar og Frakkar hvila hlið við hlið. Aðal grafreitir pjóðverja eru lengra frá aðal bardagavellinum, og létu þeir -hertekna fólkið (the civilian population) vinna að því að gera þá sem fegursta Grafíet- ur pjóðverja er ávalt: “Hier Ruht im Gott” (hér hvílir í guði), en Frakka er: “Mort pour la France” (dáinn fyrir Frakkland). í Montfaucon, nokkrar mílur frá Verdun, komum við í hús það, sem krónprinzinn, eða öllu heldur hershöfðingjar hans höfðu aðset- ur sitt í frá 3. sept. 1914 til 26. sept. 1918. Húsið hafði verið stórt og vandað. Eigandi þess, Victor Laluch, fyrmeir velmeg- andi heldri maður í þorpinu, er nú tötrum klæddur, haldandi út hendinni eftir skildingum frá ferðamönnum. Eg spurði hann, hvort hann byggist ekki við að stjórnin myndi hjálpa honum að endurreisa heimili hans, og hristi hann höfuðið og sagði: “Kannske þegar pjóðverjar borga.” Frá hæð þessari var stjórnað aðal á- sókninni á Verdun. 1916 ásettu pjóðverjar sér að taka Verdun, hvað sem það kost- aði. Borgin var sérlega vel víg- girt og voru Fort Vaux og Fort Dumont í tólf mílna fjarlægð, með helztu vaníartöðunum. pýzkir lögðu til aðsóknar þessarar með nær miljón menn, ógrynni af skot- færum o.s.frv., en Frakkar voru fámennari og illa undir búnir. pað er mælt, að hér hafi þeir staðið ákveðnir með bakið að borg- inni, og þegar póðverjar hrópuðu með þrumandi fallbyssum: “Vík- ið úr vegi,” þá kom svarið einbeitt og ótvírætt: “On ne passe pas” (engin brapt). Fort Vaux og Fort Dumont virtust mér vera einhverjir hræðilegustu bardaga- staðirnir. Hér og þar eru merki, sem biðja ferðafólkið að sýna ekki óvirðingu mannabeinunum, sem þar liggja. púsundir af bæði pjóðverjum og Frökkum voru tættir þar í sundur og aldrei grafnir. Nú er verið að hreinsa bardagavöllinn, en það tekur langan tíma. Fort Vaux var tek- ið af pjóðverjum snemma á árinu 1916, og féll svo aftur í hendur Frakka seint á sama ári. Annar ökumaðurinn okkar var í þeirri viðureign, og sagði hann, að þeg- ar Frakkar brutust inn og ofan í undirgöngin, því virkið er aðal- lega neðan jarðar, þá börðust þeir í þrjá daga matarlausir í myrkr- inu, Allir rafljósaþræðir slitn- uðu. peir börðust oft með stein- um og hnefum, en á endanum gáf- ust pjóðverjar upp. Skamt frá Fort Dumont er stað- ur, sem kallaður er “byssustingja skotgröf”. par voru 90 Frakkar grafnir Iifandi í sprengingu, sem dundi yfir gröfina. pað hefir ekk- ert verið hreyft við þessari gröf, og standa sumir byssustingirnir enn upp úr. Borgin Verdun er mikið til í rústum, en útlit er fyrir, að það verði ekki lengi, því hvar sem lit- ið er, sér maður merki þess, að verið er að bæta sundurskotnu steinveggina og byggja á ný. Kring um börgina er enn partur af forna rómverska veginum, og aðal hliðið, “Roman Arch”, er frá tíð Rómverja. Frá Verdun snerum við aftur áleiðis til Parisar, og fórum þá ekki eftir bardagasvæðinu, held- ur styttri leið gegn um Chalons- sur-Marne, þar sem Atilla var yfirunninn árið 450. Leið okkar lá um vel yrkt land, þar sem þorp og bæir brostu við vegfarandan- um. Eyðileggingin í nokkurra mílna fjarlægð virtist enn þá á- takanlegri, í samanburði við hið friðsama sveitalíf, sem fyrir aug- un bar; sérstaklega þegar maður hugsaði til þess, að fyrir rúmum sex árum var alt Frakkland þannig. Mjög eru franskir bæir og þorp ólík því, sem maður á að venjast í Ameríku. Bakpartar húsanna snúa venjulega út að brautunum, og sést að eins brydda á trjám og blómum, sem eru fyrir framan þau. Flest eru húsin úr steini, látlaus en sterkleg. Eftir- tektarvert er það, að jafnvel fá- tæklegustu þorpin hafa skraut- legar kirkjur, sem bygðar voru á miðöldunum, þegar mælt var að Evrópa hefði skráð sögu sína á steintöflur, með því að reisa allar þær veglegu kirkjur. iSeinna meir vonast eg eftir að ferðast um brezku og belgisku bardagavellina á sama hátt. pegar maður ferðast um þéssa staði dauða og eyðileggingar virð- ist manni jafnvel tíminn, sá mikli læknir, muni aldrei geta grætt þau stóru sár, sem náttúr- an og mannlífið hefir hlotið á þessum stöðum, og að von og kær- leikur geti aldrei dafnað þar. Einn daginn, þegar við höfðum farið tugi mílna gegn um pláss, þar sem ekkert lífsmerki sást, alt var sundur grafið og hrúgurnar af hinum voðalega gaddavír lágu allsstaðar með fram veginum, komum við að rústum lítils þorps; þar sáum við dálítið hreysi, hrúg- að upp úr grjóti og mold, og fyrir utan það stóð stálpuð stúlka og lítill drengur. pau brostu glað- lega og veifuðu til okkar. Okkur skildist þá, að þarna væri von og viðreisn Frakklands, bros- andi börnin mitt í eyðilegging- unni. Einnig mátti sjá gamalt fólk bogið og beygt, sem var að leggja fram sína veiku krafta til þess að bæta úr bölinu. Fólk þetta á sannarlega skilið, að hend- ur og hjörtu meðbræðra þeirra hjálpi þeim að vekja líf og gleði þar sem dauði og sorg hafa rist rúnir sínar. pórstína S. Jackson. ------o----- Lagarfoss hinn nýi. pegar Eimskipafélagið keypti “Lagarfoss”, var skipið nokkurra ára gamalt og að sumu leyti ekki sem hentugast til siglinga hér við land. En þá var ekki kostur á hentugra skipi, í stað “Goðafoss”, og var “Lagarfoss” því keyptur, þó með það fyrir augum, að selja hann aftur, ef svo vildi verkast, og fá nýtt skip í staðinn. En er að því kom, að aðal viðgerð þurfti að gera á skipinu, vegna vátrygg- ingar, var það ráð tekið, að halda því, en láta gera á því þær breyt- ingar, sem nauðsynlegt var talið til þess að það gæti komið að full- um notum. í febrúar síðastl. var skipið sent til Kaupmannahafnar og er nú loks komið aftur að lokinni viðgerð og svo stórkostlega um- bætt, að það er nú sem nýtt að öllu leyti. Hvar sem galli fanst á skipsskrokknum, var nýtt sett í staðinn, og eins var með vélina farið. Farþegarúm var áður fyrir 12 manns á fyrsta farrými, en það var stækkað svo að nú geta verið þar 24 til 30. Svefnklefarn- ,ir eru á þilfari, matar- og reyk- salir á öðru þilfari. Er þar mjög vistlegt og vel frá öllu gengið. Á 2. farrými er rúm fyrir 12 manns, svefnklefar fyrir tvo og fjóra sam- an. pað er líka á pilfari, og þrátt fyrir stækkun farrýmanna hefir lestarrúm skipsins því ekkert minkað. — Á stjórnpalli eru her- bergi skipstjóra og loftskeyta- stöð. Er loftskeytastöðin sterk- ari en á öðrum skipum vorum, og dregur 700—800 mílur enskar. Tveir loftskeytamenn gæta henn- ar og eru á verði dag og nótt. En dýr hefir þessi aðgerð og umbætur orðið, og líklega ekki langt undir 700 þús. kr. pað var gott skipsverð fyr á árum.—Vísir. Eyjan hans Rabinsons. “Róbinson Krúsó” var um eitt skeið sú 'bók, sem flestum drengj- um hér á landi mun hafa þótt skemtilegasta bók, sem þeir þektu, en síðan hefir mikið verið prentað af barnabókum, og má vera, að Robinson sé nú minna lesinn en fyrir 25—30 árum. Hvað um það, þá kannast margir við bókina, og hefir hún verið þýdd á fjölda mörg tungumál. Sagan styðst við söguleg sann- indi. Robinson Krúso hét réttu nafni Alexander Selkirk og var fjögur ár einn síns á eynni Juan Fernandes í Kyrrahafinu. Hún liggur 420 enskar mílur vestur af Valparaiso, og er nú eign Chile í Suður Ameríku. Stjórnin í Chile hefir nú í hyggju að koma þar á fót heilsuhæli' eða dvalarstað handa þeim, sem þarfnast hvíldar og læknishjálpar. Eyjan er 13 milna löng og 4 mílna breið, talið í enskum míl- um. Hún er klettótt nokkuð, en frjósöm. Hæsti fjallstindur þar er 3,000 fet. Jurtagróðurinn er furðulegur. Stórvaxinn burkni var upphaflega útbreiddasti gróður þar, en perur, vínber, plómur og aðrir slíkir á- vextir vaxa þar nú ósártir og sáði Alexander Selkirk og aðrir frum- herjar til þeirra. pá er þar og mikið af dýrum. Geitur, svín og hestar eru þar vilt en hver fjörður fullur af fiski. Einkum er þar mikið af einni þorsktegund, sem góð er til átu. Selur er þar og mikill. Fyrir eitthvað 50 árum átti að byggja eyna frá Chile, og fengu margir landnemar ókeypis far þangað. En sú ráðagerð mistókst og eru þar nú ekki fleiri en 50 menn, flestir af þýzkum ættum. Löngu áður var eyjan höfð að dvalarstað óbótamanna frá Chile, en skipagöngur voru strjálar, svo að bæði fangar og fangaverðir urðu oftar en einu sinni vist lausir. Alexander Selkirk — eða Rób- inson — var sjálfur sjóræningi Hann varð ósáttur við skipstjóra sinn og var skilinn eftir á eynni, samkvæmt beiðni sinni. pað var árið 1704. Hann var í eynni fjög ur ár og fjóra mánuði, en þá bjargaði honum skipstjóri, sem Rogers hét, og lýsti hann honum svo, að það hefði verið “maður í geitarskir.ns-fötum, og viltari en sjálfar geiturnar.” Alexander Selkirk hafði hjá sér mann, sem hét Frjádagur, eins og segir í sögu Róbínsons, og hafði fundið hann í skógunum og bjarg- að lífi hans, en svo slysalega vildi til, að hann druknaði við veiði- skap. Hellirinn, sem Alexander bjó í, sést enn. Á veggnum eru enn skápar og hillur, sem hann smíð- aði. í eynni er og klettur eða sjónarhæð, ber mjög hátt, og er sagt að þangað upp hafi hann klifrað á hverjum degi til að skygnast eftir skipum, og þaðan hafi hann reynt að vekja eftir- tekt á sér. Landmælingamenn frá Chile fundu þar flaggstangarenda djúpt í jörðu fyrir nokkrum árum og þykir líklegt, að Alexander hafi reist þá stöng. Árið 1886 kom enskt herskip til eyjarinnar og setti þar þá minn- ingarspjald um Alexander Sel- kirk, söguhetjuna í Róbínson Krúsó.—Vísir. Frá Danmörku. leiðréttingar. Siglunes P. O. 7. okt. 1920. Hra. Jón J. Bildfell, ritstjóri, Heiðraði vinur; Það eru nokkrar slæmar prent- villur í greininni, sem eg sendi þér um Samvinnufélag mjólkurfram- leiðenda í Manitoba, óg sem prent- uð er í Lögbergi 30. sept. Ofarlega í öðrum dálki stendur: “Hver hlutur á $525 dollara” en á að vera “hver hlutur á $25 dollara” “30% af borguðu hluta bréfi” á að vera 30% af borguðu hlutafé” í eftirmálanum Stendur: “er- lendu blöðin 'gjörðu því vel” á að vera “íslenzku blöðin gjörðu því vel.” Þetta vona eg þú leiðréttir hið allra fyrsta, því upphæð sú sem talin er á hlutunum $525.00 i stað $25.00 getur fælt ýmsa frá hluttöku i félaginu. Vinsamlega, JÓN JÓNSSON, frá SlcSbrjót Dánarfregn. paðap hefir Vísir frá 7. Sept. þetta að segja: pjóðar atkvæða- greiðsla um grundvallarlögin nýju átti að fara fram í Danmörku í gær. Ná' breytingar þær, sem á grundvallarlögunum hafa verið gerðar, því að eins fram að ganga, að 45 af hverju hundraði atkvæð- isbærra manna greiði þeim at- kvæði, en það verða 581,286 at- kvæði, því að á kjörskrám eru alls 1,291,745. — Nú hafa jafnaðar- menn haft í hótunum, að taka alls ekki þátt í atkvæðagreiðslunni vegna þess, að þeir fengu ekki framgengt þeim breytingum, sem þeir vildu, og er því nokkur vafi á því, að atkvæðamagnið verði nóg. En þá færi^svo, að fullnað- arsameining Suður-Jótlands og Danmerkur og þátttöku Suður- Jóta í löggjafarstarfinu yrði enn frestað um nokkra mánuði, en á hinn bóginn vafasamt, hvort jafn- aðarmenn hefðu sínar kröfur um grundvallaralagabreytingar fram. Ef grundvallarlögin verða sam- þykt, eiga nýjar kosningar til þingsins að fara fram á næstunni um alla Danmörku, einnig í Suð- ur-Jótlandi. Höfðu Suður-Jótar, eða helztu forvígismenn þeirra, ráðgert að mynda fyrst um sinn sérstakan flokk, en fyrir undirróð- ur og mótstöðu I. C. Christensens hefir það farist fyrir, og hefir I. C. C. með því tekist að bola tveim helztu forvígismönnum Suður- Jóta. H. P. Hansen og Nis Nissen, frá þingmensku að svo stöddu. peir fyltu flokk frjálislyndra vinstrimanna og studdu Zalhe- ráðuneytið, en fyrir það leggur I. C. C. á þá takmarkalaust hatur. En alveg óskiljanlegt er hitt, að Suður-Jótar skuli þannig yfirgefa sina gömlu foringja og beztu tals- menn gegn yfirgangi pjóðverja á kúgunartímabilinu. KENNARA vantar fyrir Osland skóla til 30. júní 1921. Gott kaup. Lysthafendur haldi annars eða þriðja stigs kennaraleyfi. Snúi sér nú þegar til G. S. Snædal, Osland P.O., B. C. Eignist stœrra Land EINHVERSTA»AR, ekki laiiul frá því, sem þér nú eijcitt heima i Sléttofylkj- onuni. eru »enniieg:a RÚfi 6- nnnin lönd, sem HURSON’S BAY COMI’ANY býtSur ytSur á þetta frá $10 OO tll $25.00 ekruna, meÖ sjö ára af- borfcunom. Þessi frjósömu lönd liggja mestmeKnis í SectionH 8 oic 26 í Townships South of North Branehes of Saskat- cheivan River í Saskatche- wan, Alberta ogr Manitoba. Þaii STicti orbib ytior til stór- hagrnattar a« eiffnast ettt af þeaRiim grótiu löndum. Eins off marffir atirir framtaks bændur, gretitS þér autíveld- lefca aflaati y«ur aukinna landa, metS litlum tilkostn- atii. Hudson’n Bay fompany’s lönd seljast á hverjum degri, svo vissara er ati kaupa í tæka tíB. SkrifitS eftir 6KEYPIS bök, “OpportunitieB in Canada’a Success Belt” and Map of Lands. Utanftskrift: T.and Commissioner, Des-k 24 Iludson’s Bay CompaJiy WINNIFEG “Desk 33’* iiiiii Notið HIN FULLRO.MNi; AIi-CANA- DISKTJ FARpEGA SKIP til og frá dverpool, Glasgow, Soutliampton, Antwerp, Ilavre, IjoiuIoii. “Vlctorlan” “Empress of Britain” “Empress of France” “Corsican” “Melita” “Mimuilosa” “Metagama” “Tnnisian” “Pretorian’ “Sicilian” “Seandinavian” “Grampian” “Scotian” Allar upplýsingar viSvíkjandi ferSum þessara skipa og fargjöld- um veitir II. S. BARDAB, 894 Slierbrooke St. 22. sept. síðastl. urðu þau hjón- in, Mr. og Mrs. William Stevens, í Selkirk, fyrir þeirri sorg að missa dóttur sína Jónínu Sigríði; hún var að eins tæpra fjögra mánaða gömul, mesta efnisbarn. Hún var jarðsungin af séra N. Stgr. Thor- lákssyni. — Mörgum finst það lítið sorgarefni, þó að ungbörn deyi, en mannlegu hjarta er nú einu sinni svona varið, að for- eldrar elska börnin oft heitast, þegar þau eru ung, og sorgarefnið þar af leiðandi oft lang sárast, þegar dauðinn er að slíta blessuð börnin úr faðmi móðurinnar, og því eru hugsanir móðurinnar eitt- hvað á þessa leið: Ó, hvað vorið var elskulegt, með angandi blóm og margskyns gæði, þá grundin skrýddist grænu klæði, en grösin huldu jarðar nekt. Ó, hve þá var ljúft að lifav því lífið sýndist öllu bifa, og sólin brosti björt og hrein, en blómið óx á hverri grein. Og drottinn sendi mér dýrðlegt blóm, það dafnaði vel í skauti mínu, eg forðaði því við frosti og pínu, en fékk eigi rofið skapadóm: því rósin unga, rjóða og bjarta, var rifin burt frá mínu hjarta; og síðan eg leit það sólarlag, séð hefi .eg aldrei glaðan dag. f nóvember 1919 gerði sambandsstjóm Canada lög, sem eru ætluð til þess að sjá fyrir innkaupi á áfengum drykkjum, en þessi lög verða að vera samþykt í hverju fylki út af fyrir sig áður en þau geta orðið að Iögum í því fylki. í þessu fylki verður gengið til atkvæða um þetta 25. október. Shall the importation or bringing of intoxicating liquors into the Prov- ince be forbidden? Shall the importation or bringing of intoxicating liquors into the Prov- ince be forbidden? No Yes Ef fleiri en helmingur allra greiddra atkvæða er með, verða þessi lög gildandi fyrir Manitoba. a) Engin persóna skal mega kaupa, senda, taka eða flytja inn í fylkið nokkurn áfengan drykk. b) Engin persóna skal mega beinlínis eða óbeinlínis búa til eða selja, eða gera ráð fyrir eða hafa umsjón yfir að búin sé til eða seldur nokkur áfengurdrykkur sem skuli ólöglega innkeyptur, sendur, tekin eða fluttur inn í fylkið. Jletta gjörir samt ekki ómögulegt að fá vín til sacramentis, meðala, verklegra eóa vísindalegra nota. Séð er fyrir því í “The Manitoba Temperance Act.” puRiry fcour ^VlRlxy FC0U(l 98Lbs. ---- j ®Ranoon ** eomO** % Húsmóðirin hefir vissu fyrir “MEIRA BRAUÐI og BETRA BRAUÐI” Brúkið það í næstu bakning yðar The Famons Manniqnins of Bagdad in “Cliu Chin Chow” Tilkynning Vér leyfum oss að tilkynna lesendum Lögbergs að hinir gömlu sjúkdómar sem taldir hafa verið lítt læknandi, svo sem gigt, mjaðmagigt, lendagigt, maga kvillar, lifrar og nýrna veiki, ásamt öllum tegund kven-sjúkdóma, láta fljótt undan og læknast án uppskurða við vora nýju Nature Cure Method oí Treatment í fjölda tilfellum hefir fólk þannig læknast, sem talið var gersamlega ólæknaandi. Vor nýja lækningaraðferð inniheldur alt það bezta úr Osteopathy, Chiropractic, Newre- pathy, vatnslækningum, nuddi, fæðuvísindum og rafmagns- aðferð við Gylliniæð og Gigt, hefir reynst frábærlegaa vel. Öllum fyrirspurnum svarað fljótt og kurteysislega. Viðtal ókeypis. Gerið boð fyrir Dr. Simpson, hann talar íslenzku. Skrifstofutími: 10 til 12 f.m., 2 til 4 e.h. og 7 til 9 á kveldin, aö undanteknum sunnudögum. Einnig má gera mót við oss í síma með því að hringja upp A 3620. Dr. J. NICHDHN Nature Cure Institute, Office: Room2, 602 Main Street, nálægt Alexander Ave. Winnipeg, Man.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.