Lögberg - 21.10.1920, Síða 3
LÖGBERU FIMTUDAGINN 21. OKTÓBER 1920
Bls. a
V
Nelly
frá SKorne Mills.
Eftir Charles Garvice.
Geislar ljósanna, hljóðfærasöngurinn og
dansandi persónurnar, höf'ðu sömu áhrif á hinar
ofreyndu taugar hennar og köid vatnsbuna á
manneskju, sem ætlar að falla í öngvit. 1 fyrsta
skifti vaknaði dramb hjá henni. Hún hafði
mist Drake algerlega, en hún ætlaði ekki að
kvarta eða syrgja; aðrar stúlkur á undan henni
höfðu mist kærasta sína og eiginmenn í faðm
dauðans, og þær urðu að bera sinn þunga missi;
hún varð líka að læra að bera sinn.
Ungur maður kom fljótlega til hennar glað-
ur á svip.
“Ó, ungfrú Lorton, þetta er okkar dans!”
sagði hann. “Eg hefi leitað yðar allstaðar, eg
hefi, satt að segja, verið mjög hryggur.”
Nelly vætti varirnar og Jivíngaði sig til að
brosa.
‘ ‘ Eg var úti á hj allanum; hér var svo heitt ’ ’
“Eruð þér þreyttar? Þér eruð dálítið föl-
ar!” sagði hann. “Máske þér viljið síður
dansa!”
Hún dansaði eins og í draumi, hún starði
fram undan sér með undarlegum augum, og á
vörum hennar lá þvingað bros. Litlu síðar vará
liún heitari, blóðið byrjaði hringrás sína og
rauðir blettir sáust á kinnum hennar. Hver sem
sá hana hlaut að álíta að hún skemti sér vel;
engan gat grunað að sorg byggi í huga hennar,
og að hana langaði mest til að vera ein í her-
berginu með sorg sína.
Það er mikið talað um þjáningar kvenna,
en enginn okkar veit hve sárar þær eru, því guð-
irnir hafa gefið þeim, mikinn og undarlegan
kjark til að líða með kyrð, til að brosa mitt í
þjáningunum, til að segja algeng orð. meðan
hugur þeirra er örvilnaður. Því göfugri sem
konan er, því meiri þolinmæði hefir hún til að
hera mótætið—og vesalings Nellv okkar var að
eðlisfari göfug. Allir, sem sáu hana, fyltust
aðdáun eða öfund; hún var svo ung og indæl,
ósnert af heiminum, og drættirnir um varirnar
voru svo barnalegir og jafnframt alvarlegir, að
margir, sem gerðu samanburð á henni og Lucy,
álitu Nelly eftirsóknarverðari.
Einn af þeim var Drake; hann hafði farið
inn í reykingaherbergð og kveikt í vindil, og
meðan hann gekk þar fram og aftur, hugsaði
hann um þessa gátu, sem forlögin höfðu fengið
honum til að ráða.
Með beiskju og reiði hugsaði hann um sam-
veruna með Lucy. Hvaða ógæfusöm tilviljun
hafði komið með liana liingað, og hvers vegna
hafði hún skift um skoðun svo skyndilega! Var
það satt, að hún elskaði hann enn þá? Hann
gat ekki trúað því, og samt sem áður—ástaratlot
handar hennar, augnatillit liennar—og kossinn.
Hann fleygði vindlinum, því í geðshræringu
sxnni hafði hann bitið hann í sundur—og féll í
þungar- hugsanir. Og, gat hún ímyndað sér, að.
hann mundi heitbindast henni aftur?
Hann hló háðslega. Þó engin Nelly hefði
verið, vildi hann ekki trúlofast henni aftur. En
nú var Nelly til. Já, guði sé lof—það var Nelly
hans elskaða, blíða og fallega Nell, sem skein
eins og stjarna á himni guðs í samanburði við
Luce. Hann hló að hugsaninni um ást í sam-
bandi við Luce. Töfrablindni gæti maður
máske kallað það — en ást — nei. Og hún
hafði yfirgeiið hann með kossi, eins og hún
væri sannfærð um að hún hefði náð honum
aftur í sitt vald. Þetta var nóg til gð verða
hrjálaður yfir!
Og það var líkt henni að haga sér í dans-
salnum, eins og hún hefði kröfu til hans, og hún
mundi máske segja Chesney að-------
Hann flýtti sér út úr reykingaklefanum, og
kom nógu snemma til að sjá Chesney fólkið vera
að fara.
Þegar lafði Luce kvaddi húsmóðirina og
þakkaði henni fyrir þetta skemtilega kvöld, sem
benni var í þetta eina skifti hrein alvara, sá
hann hana líta í kring um sig í salnum, eins og
hún væri að líta'eftir einhverjum; en hann fól
sig, svo hún sá hann ekki.
Þegar hún var farin, gekk hann inn í dans-
salinn og leit eftir Nelly. Hún mætti augua-
tilliti hans, og hann brosti dálítið kvíðandi og
órólegur, því honum virtist liann sjá ókunnan
svip í andliti hcnnar? En þegar hún brosti t’.l
hans aftur—engan grunaði hvað það bros kost-
aði Nelly—varð hann glaðari, réði sér dans-
stúlku og tók þátt í dansinum.
Nú var fjör í dansinum, því hver dansinn
Ivlgdi eftir annan og gleðin var á hæsta stigi.
Sumir af mönnunum hlóu, máske heldur hátt, 'og
stúlkurnar voru blóðrjóðar af kampavíni og
dansinum. Elskendurnir fundu sér pláss í af-
kimum og hornum, og sumir af mönnunum
gengu inn í reykingaklefann, þar sem þeir gátu
í friði spilað, reykt og neytt víns.
Dick skemti sér afarvel við þenna fyrsta
dansleik sinn; hann hafði neytt matar með góðri
lyst við kvöldverðinn—og nú dekraði hann við
laglega, unga stúlku—náskylda frænku Maltbys.
Þeta var líka dansleikurinn hennar, og Dick
hafði dansað þrjá dansa í röð með henni, áður
en hún varð þess vör að það var brot á siðunum.
“Dansa aftur með yður? Nei, það get eg
ekki!” svaraði hún, þegar Dick bað hana um
fjórða dansinn. “Það má eð ekki—það er ekki
leyfilegt!”
“Hversvegna ekki?” spurð Dick sakleysis-
lega.
“Ef þér væruð ekki jafn ungur, þá munduð
þér ekki spyrja mig um þetta!” sagði hún
hörkulega en með gletnisbros í björtu ungu
augunum.
“Eg er eflaust eins gamall og þér,” svar-
aði hann.
“Eruð þér? Því trúi eg ekki. Þér lítið út
eins og þér séuð nýlega sloppinn úr skólanum.
Eg er—nei, eg vil ekki segja yður það; þér
sögðuð þetta eflaust í því skyni að fá að vita
um aldur minn. En ef þér viljið vita hvers
vegna eg vil ekki dansa við yður aftur, þá er
það af því, að engin stúlka á að dansa þrisvar
sinnum í röð við sama mann.”
“En fyrst eg er nú aðeins skólapiltur, þá
getur það ekki gert neitt ilt,” sagði Dick blátt
áfram. “Það skeytir enginn um hvað drengir
gera. Komið þér nú! ”
Hún lézt athuga hann nákvæmlega.
“Nei, eg vil ekki koma. Og mér finst það
ókurteysi af yður, að taka ekki svari mínu með
alvöru.
“Nú, jæja,” sagði hann glaðlega. “Þér
viljið þá máske verða samferða og fá ögn af
kvöldmat?”
“En það er ekki hálf stund síðan við noytt-
um kvöldmatar.”
“Verðið þér þá samferða og horfið á mig
eta, ’ ’ sagði hann.
‘ ‘ Kæra þökk! Eg hefi aldrei skeytt um að
sjá dýrin fóðruð—ekki einu sinni í dýragarðin-
um. ’ ’
“Þetta var mjög vel svarað,” sagði hann
hlæjandi. “Nelly systir mín hefði ekki getað
svarað betur.”
“Nelly systir yðar? Er það unga stúlkan
sem núna dansar með kaptein White ? En hvað
hún er fögur.”
“ Sýnist yður? Já, liún er það í rauninni.
Menn segja að við séum mjög lík.”
Hláturinn, sem liann hafði búist við, kom
sirax, og hann notaði tækifærið til a,ð leiða hana
burt í eitt af hornunum, þar sem þau gátu talað
saman ótrufluð.
“Mér þætti gaman að vita hvort þér yrðuð
móðgaðar, ef eg segði yður að þér væruð sá
elskuverðasta stúlka sem eg þekki?” sagði Dick
með sakleysi og auðmýkt, sem gerði ómögulegt
að verða móðguð,—að núnsta kosti fanst henni
það.
“Alls ekki. Og mér þætti gaman að vita
hvort yður sárnaði ef eg segði, að mér finst þér
vera sá ruddalegasti og djarfasti ungi maður,
sem eg þekki!”
“Ó, nei—alls ekki. Þetta er ekki í fyrsta
skifti sem eg lieyri, að eg ké sá ruddalegasti og
djarfasti piltur.. Eg á nefnilega systur, sem er
yfirburða hrenskilin. En sú köllun sem bíður
yðar, ungfrú Angel!”
“Köllun?” endurtók hún liikandi, hún var
nógu gömul til að finna, að nú var lögð gildra
fyrir hana.
“Já,” svaraði hann alvarlegur, “þá köllun
að endurbæta mig! Fyrst yður finst eg svo ó-
mögulegur í kvöld, þá þætti mér gaman að vita,
hvað þér munduð hafa hugsað um mig í gær,
áður en mér veittist sá heiður að kynnast yður.
Nú er sannarlega tækifæri fyrir yður, ungfiú
Angel, tækifæri, sem ef til vill aldrei síðar fæst.
Haldið áfram að veita mér hin bætandi áhrif
yðar. Frændi yðar hefir nefnilega boðið mér
að koma hingað á morgun—við ætlum á héra-
veiðar.”
‘ ‘ Þið náið engum. Það ætti í rauninni ekki
að leyfa drengjum að—”
“Hver er það nú sem er ókurteis?” spurði
hann hana. “Eg ætlaði að segja, að ef þér
kæmuð út ásamt morgunverðarfólkinu, þá gæti
eg fengið leiðbeiningu í kurteisi og góðum sið-
um—er það ekki?”
“Mér gæti ekki dottið í hug að koma,”
sagði hún.
“Ó, jú, þér komið eflaust,” sagði hann
sannfærður. “ Stúlkurnar gera alt af það, sem
þær meina að vilja ekk gera.”
"”“Nei, £r það satt?” sagði hún háðslega.—
“En eg þekki mína skyldu—og hana skal eg
gera — eg skal segja systur yðar — en. sko!”
sagði hún alt í einu hræðsluleg og benti fram
undan sér.
Dick leit áfram og sá Nelly sitja á eikar-
bekk rétt fyrir neðan þau. Hún hallaðist aftur
á bak með lokuð augu og mjallhvítt andlit.
“Ó, farið þér til hennar, henni líður illa—
mér þykir það leitt—farið þér strax.”
Dick hljóp ofana stigaann, og unga stúlkaji
gekk á eftir honum fáein skref, svo stóð hún kyr
og horfði á þau.
“Hello, Nell! Hvað er að?” surði Dick.
Hún opnaði augun, stóð strax upp og
revndi af öllum mætti að ná sjálfsstjórn sinni,
til þess að enda hlutverk sitt þetta kvöld, sem
henni fanst aldrei ætla að enda.
“Ekkert—alls ekkert. Eg er aðeins dálít-
ið þreytt.”
A þessu augnabliki kom Drake til þeirra.
“Þetta er minn dans, Nell,” sagði hann.
Andlit lians og rödd var alvarlegt, því hann var
ennþá órólegur. “Eg hefi leitað að þér—”
Hann þagnaði skyndilega og Tétti hendina
fram, því hún varð aftur náföl. Eitt augnablik
leit hún á hann sorgþrungnum augum, en leit
strax af honum aftur og láut til hliðar, til þess
að laga kjólinn sinn.
“Eg er þreytt,” sagði hún og neyddi Jíig
til að brosa. “Það er svo heitt, eigum við ekki
oð fara heim? Eg meina Dick og eg—þú þarft
ekki—”
“Jú, auðvitað, strax,” sagði hann. “Bíð
þú aðeins á meðan eg sæki vatn handa þér —
bíð þú—”
“Dick, vitu láta koma með vagninn?”
sagði hún með þeim róm sem hann kannaðist
ekki við. Það var eins og hún í þessar fimm
mínútur vær orðin að fullþroskaðri stúlku.
“Við getum farið strax; mér er batnað.”
Dick fór og ungfrú Angel kom til hennar
liikandi.
“Get eg ekkert gert fyrir yður? Eg veit
hvað þetta er—yður finst að yfir yður ætli að
líða—”
Nelly brosti.
“Guð gefi að þér fáið aldrei að vita hvað
það er!” hugsaði liún og leit á ungu stúlkuna.
A þessu augnabliki fanst henni að hún væri
mörgum árum eldri en ungfrú Angel.
“ Já, máske,” sagði hún. “En það batnar
strax þegar eg kem út og anda að mér fersku
lofti.”
Ungfrú Angel tók strax af sér sjalið, sem
Dick hafði sótt handa henni, og fékk hana til að *
láta það á sig.
“Komið þér með mér,” sagði hún. “Þér
getið beðið eftir vagninum úti. ’ ’
Nelly fór út með henni, og þegar hún and-
aði að sér kalda ferska loftinu, varð henni hug-
hægra og snéri sér.að ungu stúlkunni.
“Nú líður mér vel. Þér megið ekki láta
mig tefja yður; hér er sjalið yðar—”
Nú kom Ðick með vagninn og Drake með
kápuna hennar og vín ^ glasi. Hann hafði um
leið tekið með sér yfirliöfnina sína og hattinn.
Hún drakk ögn af víninu og rétti svo hendi sína
að ungfrú Angel, til þess að þakka henni og
bjóða góða nótt.
“Nú er þetta liðið hjá — alveg!” heyrði
Drake hana segja, og það gladdi hann, því það
er óþægilegt fyrir mann að sjá líða yfir stúlku.
Þau stigu upp í vagninn og honum var ekið
af stað. 1 stað þess að hníga aftur á bak í eitt-
hvort hornið, sat Nelly upprétt og þvingaði sig
til að brosa.
“Þetta var mjög skemtilegt kvöld,” sagði
Dick og"stundi. “Nú furðar mig ekki iengur á
því, að ungu stúlkunum þykir skemtilogt að
vera með í dansleikum og taka þátt í öðrum
samkomum.”
“ Já,” sagði Nelly svo fjörlega, að þá furð-
aði báða, “þetta var skemtilegt kvöld. Og hve
fögur ungfrú Angel er, Dick.”
“ Já eg vissi að þú hafðir gott fegurðarvit”
sagði hann ánægður. “Eg held mér sé óhætt
að fullyrða, að liún hafi verð ein af fallegustu
stúlkunum við dansleikinn.” v
Nelly hló—hláturinn hennar var dimmur—
hvorugur karlmannanna tók samt eftir því, og
Dick hélt áfram að hrósa dansleiknum, án þess
að gruna liugsanir Nelly. Drake var næstum
þögull, að sitja við hlið hennar, var honum stór
buggun eftir ónotalegu samvistirnar með Luce.
Ó, hvílíkur munur þó var á þessari ást og þeirri,
sem hann hafði felt til þeirrar stúlku er hann nú
var laus við. Guði sé lof að hann losnaði við
hana—það var leiðintegt að verða að hugsa
þannig, en hann gat ekki annað.
Daginn eftir ætlaði hann að segja henni alt,
já, hann ætlaði að segja henni hver hann væri
—og líka trúlofan sinni og Luce. Það væri
mjög óþægilegt fyrir hann, en hann ætlaði samt
að gera það. Hann var búinn að dylja hana
þessa of lengi—það var heimskulegt af honum
að segja henni ekki sitt rétta nafn og sína stöðu;
en á morgun skyldi hann gera það. Einu sinni
rétti hann hendi sína að hennar hendi, en hún
sá hrcyfingu lians og flutti hendi sína þangað,
sem hann gat ekki náð henni.
Yagninn ók nú að dyrum heimilsins, og
Dick stökk út, opnaði dyrnar með lykil og gekk
beint inn í húsið. Þegar Drake hjálpaði Nelly
út, dró hún hendi sína frá honum, til þess að
laga kjólinn sinn, og gekk strax inn í litla dyra-
ganginn og hann á eftir.
Hjarta hennar sló sárt. Henni fanst hún
ekki geta litið upp, eins og hún væri sú seka.
Skyldi hann reyna að kyssa hana? Nei, nei, svo
falskur getur hann ekki verið. Ilún rétti
honum hendi sína.
“Eg er syfjuð!—Góða nótt!”
Hann leit á hana á meðan hann hélt hendi
hennar, og á því augnabliki brann kossinn, sem
Luce gaf honum, eins og eldur á vörum hans
Hann gat ekki snert varir þessarar elskuðu
stúlku, á meðan hann mundi og fann koss hinn-
ar stúlkunnar. Það væri saurgun.
‘ ‘ Er þér nú alveg batnað ? Finnur þú ekki
til magnleysis lengur?” spurði hann með kvíð-
andi svip í rödd og augum.
Nelly hélt að hún gæti lesið hugsanir hans
og vissi ástæðuna til þess,- að hann hikaði.
við að þrýsta henni að hjarta sínu. En nú—
nú elskaði hann hana ekki lengur. Hún fölnaði
þó hún reyndi að^láta sem ekkert væri.
“ Já, eg er albata, ’ ’ sagði hún. “ Eg er að-
eins svo þreytt og syfjuð.”
“Þá vil eg ekki tefja þig,” sagði hann al-
varlegur. “Góða nótt!”
Hann hafði snúið sér við, en við löngunina
eftir henni réði hann ekki. Hann snéri sér aft-
ur við, greip hana í faðm sinn, lagði höfuð henn-
ar við rjóst sitt og kysti hana með ákafamikilli
blíðu og iðran.
Nclly reyndi að losa sig, en gat ekki. Fá-
einar sekúndur lá hún hreyfingarlaus; varir
hennar snéru að hans vörum, og augu hennar
leituðu hans með þeim svip, sem Drake mundi
eftir í mörg ár eftir á.
Sagan — FOUR
“Nell”, hvíslaði ,hann hásum róm. “Eg
liefi nokkuð að segja þér á morgun. Eg verð að
biðja þig fyrirgefningar. Eg vildi helzt segja
Jiér það í kveld, en eg hefi ekki kjark til þess.
Á mogun skal eg segja þér alt.”
Þessi orð brutu töfrahlekkina. Hún blóð-
roðnaði af sneypu, reif sig lausa og flúði inn í
dagstofuna. Drake horfði á eftir henni og beit
á vörina.
“Því þá ekki að segja henni það í kvöld?”
•• I • timbur, fjalviður af öllum
Wyjar vorubirgdir tegundum, geirettur og ai.-
konar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar.
Komið og sjáið vörur vorar. Vér erumætíð glaðir
að sýna þó ckkert sé keypt.
The Empire Sash & Door Co.
————————-------■ Limitcd---------------
HENRY AVE. EAST . WINNIPEG
Automobile og Gas Tractor Sérfræðinga
v«rður meiri þörf en nokkru sinni áður í sögu þessa lands.
Hví ekki að búa sig undir tafarlaust?
Vér kennum yður Garage og Tractor vinnu. Allar tegundir
véla — L head, T head, I head, Valve in the head 8-6-4-2-1
Cylinaer vélar eru notaðar við kensluna, einnig yfir 20 raf-
magnsaðferðir. Vér höfum einnig Automobile og Tractor
Garage, hvar oér getið fengið að njóta allra mögulegra æfinga.
Skóli vor er *a eini, sem býr til Batteries, er fullnægja kröfum
tímans. Vulcaníxing verksmiðja vor er talin að vera sú lang-
fullkomnasta í Canada á allan hátt.
Árangurinn af kenslu vorri hefir oss til mikillar ánægju sann-
fært bæði sjálfa oss og aðra um $ð kenslan er sú rétta og sanna.
—Skrifið eftir upplýsingum—ailir hjartanlega velkomnir til
þesis að skoða skóla vorn og áhöld.
GARBUTT M0T0R SCH00L, Ltd.
City Public Market Building. CALGARY, ALTA.
Komið til 5^4 King Street
og skoðið
Electric Washing Machine
Það borgar sig að leita upplýsinga
City Light & Power
54 King Street
hugsaði liann. Þarna var enginn verndandi
engill, sem hvíslaði að honnm: “Sá maður,
sem hikar, tapar máli sínu!” Og hann hugsaði
enn fremur: “Nei, ekki í kvöld—hún er svo
þreytt—á morgun segi eg henni það.”
Svo yfirgaf hann húsið.
.Nelly stóð í miðri stofnnni með kríthvítt
andlit og skjálfandi hendur, og meðan Dick tók
af sér glófana sína með hægð, horfði hann rann-
sakandi á hana.
“Ef eg væri í þínum sporum, stúlka mín, þá
skyldi eg drekka sterkt púns áður en eg legðist
út af í rúmið. Ef þú vilt fara upp núna, þá
skal eg búa það til handa þér og koma upp með
það. Þú lítur út eins og þú ætlir að fá misl-
inga, góða barn.”
Nelly hló beiskjulega.
“Lít eg þannig út?” sagði hún, lyfti hönd-
unum upp, strauk hárið frá enninu og starði
fram undan sér. “Máske eg geri það líka.”
“Mislinga eða landfarsótt,” sagði hann og
horfði enn þá rannsakandi á hana. “Far þú
nú upp og háttaðn Nell.”
“Eg fer nú,” sagði hún.
Hún gekk til hans, lagði hendur sínar á
axlir hans, laut niður og kysti hann.
“Dick—þér—þykir þér enn þá vænt um
mig?” spurði hún með klökkum róm.
Hann starði undrandi á hana.
‘ ‘ Hvort mér þykir vænt um þig? Ilamingj-
an góða—heyrðu nú, Nell, þú bagar þér ens og
flón, og varir þínar voru eins beitar og eldur.
Það er eflaust einhver veiki að búa um sig í
þér.”
Hún hló, hristi köfuðið og gekk upp stigann
En bvað henni fundust stigaþrepin mörg! Eða
var það af þ\*í, að fætur hennar vorn jafn þung-
ir og blý!
Þegar hún gekk fram hjá herbergi fi*ú
Lortons, hrópaði stjúpan til hennar. Nelly
lauk upp dyrunum og studdist við hurðina.
“Ert það þú, Ellinor?” spurði frúin. “Þú
hefir hátt—þú ættir að vera dálítið varkárari.
Þú veizt hve laust eg sef. Eg hefi nýungar að
segja þér,” rödd hennar var mjög ánægjuleg.
‘ ‘ Það er komið bréf; hérna er það, lestu það og
hugsaðu nákvæmlega um það.”*
Nelly gekk reikandi yfir gólfið við birtuna
frá næturlampanum, tók við bréfinu, sem henni
var rétt. Bauð frúnni góða nótt og gekk inn í
sitt herbergi. Áður en hún var komin þangað
inn, hafði hún gleymt bréfinu, og misti það á
gólfið um leið og hún knéféll við rúmið sitt,
lagði handlesrp-ina á hvítu ábreiðuna og skalf
frá hvirfil til ilja.
“Drake prake, Drake,” ómaði frá skjálf-
andi vörunnm hennar. ‘ ‘ Ó, guð, vertu mér mis-
l'imsa^nr! Eg get ekki þolað þetta—eg get
það ekki!”
o-
I