Lögberg - 28.10.1920, Blaðsíða 3

Lögberg - 28.10.1920, Blaðsíða 3
LÖGBERO FIMTUDAGINN 28 OKTOBER 1920. Bls. S Nelly frá SKorne Mills. Eftir Charles Garvice. 17. Kapítuli. ---------o--------- Morgunin eftir vaknaði Nelly með þá von- leysis tilfinningu, sem við þekkjum öll — það er að segja þeir af okkur, sem liafa reynt að sofa á kvöldin með þunga sorg í liuga. Haustsólin sendi geisla sína inn um glugg- ann og fuglarnir sungu, sumir þeirra biðu í Irjágreinunum eftir brauðmylsnunni, sem Nelly alt af síðan hún var barn, var vön að gefa þeim |>rátt fyrir sorg sína, hafði hún ekki gleymt þeim í gærkvöldi, og nú gleymdi hún þeim heldur ekki, því liún gekk að glugganum til að fleygja mylsnunni út tii þerra. Perska loftið vakti hjá lienni fulla meðvit- und um sorgina, sem hún hafði orðið fyrir. 1 gærmorgun var hún sú gæfuríkasta stúlka, sem til var í heiminúm, og nú var hún sú ógæfu- samasta. Hún huldi andlitið með 'höndum sínum og safnaði öllum kjarki sínum saman, til þess að hevja bardaga sinn eins og skylda liennar var. Skin sólárinnar jók sársauka augnanna, og tíst fuglanna, sem börðust um brauðmolana, orsökuðu henni höfuðverk. Hún reikaði fram og aftur og sá ait umhverfis eins og í þoku. Hún vildi lielzt fleygja sér í rúmið, en Dick þráði morgunverðin og frú Lorton átti að fá sjókólaðið sitt. Lífið verður að ganga sína leið, þó hugur okkar sé ofhlaðinn sorg. Meðan Nelly var að klæða sig, ómaði alt af fyrir eyrum hennar með ósögðum orðum: “Eg hefi mist Drake — eg' hefi mist Drake! Eg verð og skal þola það!” Hann mundi koma bráðum, eða, máske liann skrifi. Nei, það er ekki líkt lionum, hann er enginn heigull; liann kemur sjálfur og segir sannleikann og biður fyrirgefningar. Og hvað átti liún að segja ? Já — hún aúlaði að fvrirgefa honurn; hún ætlaði ekki að stofna til rifrildis, ekki segja eitt ásakandi orð, en að eins, að hann væri frjáls, laus við sig. Hún ætlaði að brosa, ef hún gæti, og fullvissa hann um, að hún vræri ekki eyðilögð, af því sú stúlka, sem hann liafði elskað áður en hann mætti henni — Nelly — hefði náð ást hans aft- ur. Hún hefði ekkert að ávíta hann fyrir. Hvernig gat maður veitt slíkri stúlku og lafði Luce, mótstöðu ! Drake hafði ímyndað sér að vera ástfanginn af henni — Nelly — og ef fallega stúlkan liefði ekki. reynt að tæla liann til sin aftur, þá hefði hann máske orðið “litlu stúlkunni” tryggur, sem hann kyntist af til- viljun “í þessum afskekta, leiðiulega stað í De- vonshire” — henni fanst hún geta lieyrt lafði Tmce segja frá þessu. Nei — ekkert rifrildi skyldi eiga sér stað. IIún ætlaði að rétta honum báðar hendur sínar °S bjóða honum “góðan dag” al\reg róleg. Og svo ætlaði hún að reyna að jafna sig í sínu eigin lierbergi. Diek 'bað um morgunverðinn og liún gekk ofan. Hann/var að lesa bréf og var hinn glaðasti. “Drake er sannarlega ágætur maður, Neil! ’ ’ sagði hann. ‘ ‘Hann hefir ekki minst á J»að með einu orði, en fyrir nokkrum vikum siðan hefir hann talað við Bardsley og Bards ieU °g nú hafa ]>eir skrifað mér og segja, að eg megi koma. Hugsaðu þér að eins! Bards- iey og Bardsley! Stærsta verkfræðinga fé- lagið í London! Drake hlýtur að hafa stór áhiií, eg skil ekki hvernig lionum hefir heppn- ast að koma mér þar fyrir! Eg vissi ekki að hann þekti nemn, sem stóð í sambandi við þetta felag. Það er ágætt útlit fyrir mig, það mátt þu reiða þig á.” Nelly gekk fil hans og lagði hendur sína'r a axJir lians. flGðui: rnig' mikiö. Dick,” sagði hún. Eitthvað í rödd hennar héfir verið ein- vennilegt, því hánn löit strax til hennar undr- andi. “ Hvað er að, jSTell?” spurði hann. “Ekkert, ” svaraði hún. “E°- hefi uðverk. ” 6 “Nú, er það þannig. Já — þanni dagumm á eftir!” Þetta verður maði Jiola, ]>egar maður hefir tekið þátt í f danslmknum! Þú varst líka svo undar gærkvoldi. Því hefir‘þú ekki legið kyr í ( “Skeyttu ekkert um mig,” svaraði N Diekr^ mt>r fra brefmU' Nær átt Þú að Ó atti hún líka að missa bróðurinn. var ny sorg fyrir hana. “Þeir skrifa ekkert um það,” sagði h ;>nir mer Það seinna; þeir senda ef til vdl td útlanda. Já, Drake er óviðj anlegur maður —. og við skuldum honum' ið. Þu ert heppin, að hafa náð slí manni!” Nelly fann til sárrar hrygðar, en hún vildi ekki segja honum frá því skeða, hún vildi ekki (trufla gleði hans með því, að egja honum frá •sor? smni- . °S þegar liún segði honum þa^, yrði hun^að tlaka sökina á sig, til þess að skerða ekJ<i ^matttu þeirra að neinu leyti. Dick var ol glaður til að geta etið með vanalegri Iyst, og til þess að sjá, að Nelly neitti einkis. “Eg verð undir eins að tala við' Drake,” sagð hann. “Eg held eg verði að fara og mæta lionum. Hann kemur hingað, er það ekki?” sagði liann með glaðlegu brosi, og Nelly reyndi að brosa til hans aftur. Þegar hún fór með sjókólaðið til frú Lor- ton, reyndi hún að gleyma sinni eigin sorg, og hugsa að eins um gæfu Dicks. Hún hafði lengi þráð að Dick fengi stöðu — og nú fékk hann hana, og það var Drake að þakka. Nú jæja — af þeirri ástæðu ætti hún líka að fyrir- gefa honum, og enga ásökun gera honum. “Þú kemur tíu mínútum of seint, Ellinor,” sagði frúin gröm í skapi. “En hamipgjan góða, að sjá útlit þitt? Þegar eitt einasta danskvöld hefir slík áhrif á þig, hvað mundu þá tíu gera? Eg er viss um, að eg hefi aldrei verið jafn föl og þreytuleg, ekki einu sinni eft- ir allan skemtanatímann!” Þessi góða, frú var sannfærð um, að hún hefði verið yfirburða fögur. “Eg ræð þér til að láta ekki Drake sjá ])ig fyrst um sinn, að minsta kosti ekki fyr en þú hefir fengið roða 1 kinnarnar og meiri gljáa i augun, sem nú líkjast soðnum stikilerjum.” Við að heyra nafn Drake nefnt, kom snöggv- ast roði í kinnar Nellys, en hann hvarf strax aftur. Hún var jafn föl og áður, þegar hún ásetti sér að segja frúnnni, að trúlofunin væri rofin. “Það gerir ekkert, mamma, ” sagði hún og reyndi að brosa. Frúin starði á hana. “Gerir það ekkert?” endurtók hún. “Held- ur þú að hann sé svo ástblindur, að hann skeyti ekkert unl livernig þú lítur út? Eg veit um margr trúlofanir, sem hafa verið rofn- eir, af því að ungi maðurinn kom heitmey sinnv á óvart, meðan hún hafði ráutt nef og rauð augu.” “Máske eg hafi liaft kvefsótt án þess eg vissi það, mamma, og Drake hefir máske séð mig með rautt nef og rauð augu, því trúlofun okkar — er rofin.” Frúin vat nærri búin að missa bollann, og glápti á Nelly með opin munn. “Rofin!” hrópaði hún. “Tak þú bollann burt, og réttu mér ilmsaltið mitt! Opnaðu gluggann! Hvað ertu að segjaí Ert þú búin að missa vitið?” Nelly tók bollann, sótti ilmsaltið, og talaði ósjálfrátt liuggandi við ])essa æstu konu. • “Uss, uss, mamma! Eg vil síður að Drake fái að vita það ennþá —” “En hvers vegna — hvers vegna? Hvað hefir þú gert?” spurði frúin, og Nelly gat næstum því hlegið. “Ekki neitt ilt, mamrna”, sagði liún. “En það hlýtur þú að hafa gert,” sagði frúin. “Þú ert auðvitað orsök í þessu!” “Er það beinlínis nauðsynlegt, að það sé öðru hvoru okkar að kenna?” sagði Nellv þreytulega. “En \rið skulum að eins álíta að það sé mér að kenna. Máske það-sé það.” Hún hló óafvitaivdi mjög beiskjulega. “Það skiftir litlu hvoru okkar það er að kenna. Á- stæðan til þess er þýðingarlaus; staðreyndin er aðalatriðið, og það er staðreynd, að trúlof- un okkar er rofin. Hún var rofin í gærkvöldi, og eg ætla að biðja þig mamma, að spyrja mig ekki nánar um þetta. Drake — hr. Vernon — mun an efa fara í dag, og við fáum aldrei að sjá hann oftar. ” Hún gekk að glugganum til að laga blæjurnar, og frúin sá ekki hvernig varir hennar skulfu, þó lnin virtist tala rólega. Og eg vil gleyma honum, g minna mig ekki á hann með einu einasta orði. Það var heimska af mér að halda, að honum þætti vænt um mig — ó, eg get ekki sagt meira — ” Hún þagnaði skyndilega, Frú Lorton starði á ábreiðuna með hugs- andi og lymskulegum svip í deyfðarlegu aug- unum. “Þegar alt er athugað”. sagði hún, “þá var þetta í rauninni ekki góður ráðhagur. 1 ið þekkjum ekkert hann né hans fjölskyldu — þg eS gizka á, að þú hafir ekki verið allskostar ánægð. Já — máske þú getir fundir betri ráðahag — nú hefir þú gott. útlit, þú hefir les- ið bréfið og ákveðið h\rað þú gerir. ” “Bréfið?” endurtók Nelly án þess að skilja. , , Frúin leit gremjulega til hennar og hnykl- aði brýrnar. “Já, bréfið, sem eg fékk þér í gærkvöldi,” sagðihún. “Hefir þú ekki lesið það? Þessu líkt hefi eg aldrei orðið vör við. Hið mest á- ríðandi bréf, sem eg hefi fengið; áríðandi fyrir þig. Það er frá frænda mínum, lávarði Wolf- er. Hvað hefir þú gert við bréfið, Ellinor?” Nellv studdi endinni á ennið. “Eg liefi líldega lagt það til hliðar inni hjá mér,” sagði hún, “Eg skal sækja það.” : Frú Lorton hvæsti af reiði. “Slíkt kæruleysi er ófyrirgefnlegt,” kall- aði hun á eftir ungu stúlkunni. fann bréfið hjá rúminu, og fór með inn til frúarinnar. hvað þú liefir beyglað það!” sagði írúin. “Það er ljótt af þér að gera það. \ iltu gera svo vel að lesa það, en hægt og skýrt, Eg vil ekki að bréf frænda míns sé lesið hugs- unarlaust. Eg veit. að minsta kosti, hverja vifðihgu maður á að bera fyrir Wolferunum.” Það liðu nokkrar sekúndur þangað til Nelly gat áttað sig á skriftinni, sem líktist mest því að konguló hefði dottið ofan í blekbyttuna, cg skriðið svo yfir pappírinn með löngu löpp- unum sínum. Frúin hefði ekki þurft að biðja hana að lesa með hægð; hún varð að þagna við annað hvort orð í brefinu, sem hljóðaði þannig); ‘ ‘ Kæra Soffía piín! \ Þig hlýtur að furða á því að heyra frá mér, og ef það hefði ekki verið af sérstökum ástæð- uip, þá hefði eg ekki skrifað, því eins og þú veizt, á eg mjög annríkt við opinber störf og get ])ar af leiðandi mjög sjaldan skrifað kunn- ingjum mínum eða frændum. Kn lafði AVolfer hefir beðið mig að skrifa þér. Eins og þú hefir eflaust séð í blöðunum, NelJy það aftur “En er lafði Wolfer mjög hrifin og vinnur með á- kafa að því málefni að bæta kjör kvenna; eg er satt að segja mjög hreykinn yfir því, að húu er ein af þeim helztu er vinna að þessu mikla ])jóðfélagsmálefni, sem vonandi útvegar kvenn- manninum það pláss í mannfélaginu, sem henni hefir hingað til verið neitað um. En undir þessum kringumstæðum veit eg þú skilur, að hún á svo annríkt, að liún getur ekki sint húsmóður störfunum á heimilinu, og þar eð við eigum enga dóttur, datt mér í hug að það væri máske hentugt fyrirkomulag, að stjúpdóttir þín, ungfrú Lorton, kæmi hingað og veitti lafði Wolfer þá aðstoð, sem krafist er af húsmóður. Þú munt ef til vill spyrja, livers vegna við ráðum ekki duglega stúlku með góð- um meðmælum í þetta pláss? Því svara eg: Það höfum við gert, en álitum ekki óviðeigandi persónu fullnægjandi. Lafði Wolfer er ó- vanalega tilfinningarík og viðlaræm persóna, svo það er alveg nauðsynlegt að sú stúlka, sem hún stendur í daglegu og nánu sambandi við, sé ung og alúðleg. Eg hefi nákvæmlega athugað myndina af ungfrú Lorton, sem þú sendir mér fyrir fáum mánuðum síðan, og bæði lafði Wolfer og mér finst, að andlit hennar sé aðlaðandi og ástúð- legt, og ef hún er fús til að koma til okkar, veiti eg henni móttöku með ánægju. Hún getur komið þegar að hún vill, og þarf að eins að símrita. » Eg vona að þú sért heilbrigð og þér líði vel. Með beztu óskum, kæra Soffía er eg þinn einlargur. Wolfer. E. S. Eg hefi glevmt að segja, að mér væri það ánægja að borga ungfrú Lorton fimtíu guineur í kaup um árið. Undir öðrum kringumstæðum hefði Nelly hlegið að þessu, en nú var hún ekki í því skapi að geta það, og þegar liún var búin að lesa það, starði hún utan við' sig og kæruleysislega á bréfið, eins og innihald þess væri henni alveg óviðkomandi. Frúin lét heyra frá sér lítinn en ánægjulegan liósta. “Þetta er mjög vingjarnlegt og umhyggju- samt af frænda mínum,” sagði liún, “og eg verð að segja, að mér finst ])ú vera mjög heppin stúlka, Ellinor, fyrst þér er boðið annað eins og þetta. Ef þú hefðir verið heitbundin hr. Vernon hefðir þú auðvitað orðið að neita, en eins og nú stendur, gizka eg á að þú hikir ekki við að nota þetta ágæta tækifæri.” ( Nelly starði þegjandi fram undan sér og svaraði elcki. “Þetta er það kostaboð, sem fáum unguín stúlkum býðst: þegar frændi minn talar um húsmóður eða ráðskonu, þá er það ékki mein- ingin að þú takir vinnukonu stöðu í húsi hans. Nei. hann gleymir ekki, að þó ])ú sért ekki dótt- ir mín, þá hefi eg verið gift föður þínum, og að ])ú stendur í sambandi við fjölskylduna. Auð- vitað munt þú verða að taka þátt í félagslífinu, þú færð að umgangast og kynnast heldra fólki og heldri siðum, sem eg því ver varð að liætta við, til þess að giftast föður þínum. Já, þegar eg hugsa nánar um það, þá er það lán að trúlof- un ykkar var rofin, það hrindir burt þeirri einu hindrun, sem bannaði þér að taka kosta- boði frænda míns.” Nelly vaknaði alt í einu af hugsunum sín- um, þegar þessi orðastraumur hætti að renna, og hún varð þess vör að Jiún varð að ákveða eitthvað, en —- hvað átti hún að gera? Yfir- gefa Shorne Mills og fara út í lieiminn til ó- kunnugra manneskja, setjast að í stóru og skrautlegu húsi, sem hinn fátæki ættingi? — Hana lirylti við þessari hugsun, en leit þá á krinumstæðurnar eins og þær voru; hún gat hér eftir aldrei verið ánægð í Shorne hlills; hvert tré, hver klettur, hver mannleg vera, mundi minna liana á Drake, á elskhuga sinn, sem hún hafði mist. Þegar Dick væri farinn, hefði hún ekkert að gera hér, ekkert, sem leiddi hugsanir hennar burt frá þeim, sem hún ætti að gleyma; hún fengi að eins tækifæri til að liugsa um hina horfnu gæfu og hið langa, öm- urlega líf sem eð hennar. Ef hún tæki þessa stöðu þá hefði hún nokkuð að gera, sem hindr- aði hana fra að eyða liverri stund við gagns- lausa sorg og vonlausa löngun. “Nú Ellinor?” spurði frúin óþolinmóð. “Eg liefi ákveðið að fara sagði,” sagði Ne'lly. Frúin roðnaði af ánægju. “Já, auðvitað,” svaraði hún. “Það væri rangt og óþakklátt að nota ekki jafn glæsilegt tækifæri. Nær ætlar þú að fara? Þú ert svo lánsöm að hafa fengið ný föt, og það annað sem þig skortir, getur þú keypt í London. Það eru fáeinir hlutir, sem eg vil biðja þig að kaupa þar handa mér. Þú getþr fengið það í einum eða öðrum uppboðssal, þar er alt svo ó- dýrt. ’ Sendu mér svo nákvæma lýsngu af, búningum lafði Wolfers, Ellinor., Þú færð máske tækifæri til að klippa af sýnisliorn handa mér. Eg verð líka að fá að heyra um gestina og skemtanirnar. Það er ekki óhugsandi að laft5i Woflers kynni að gera mér heimboð. Iiana langar auðvitað til að vita hvernig eg lít út — hefi eg sagt þér, að við liöfum aldrei sést? — Og þú raátt segja henni, að eg hafi verið vön að umgangast sama fólk og hún, og þú mátt líka segja að breytt loftslag og dvalarstaður geri mér gott. Skrifaðu mér oft og glevmdu ekki að segja mér frá Imningunum.” “En þú verður einmana, mamma; heldur ekki að þér leiðist?” F'rú Lorton stundi og brá á sig píslarsvip. , “Þú þekkir mig of vel til þess, að eg vilji láta hagsmuni mína hindra framtíðargæfu þína, Ellinor. Eg liefi Molly og verð að gera mig áiuegða með það.” Nelly tók þessi orð eins og þau voru. Frú- in raundi einkís manns sakna, ef hún að eins nyti sinna eign þægndá og gamalla venja. II/* .. | • h* timbur, fialviður af öllum j Nýjar vorubirgðir tegundum, geirettur og ala- í konar aðrír stríkaðir tiglar, hurðir og gluggar. Komið og sjáið vörur vorar. Vér erumætíð glaðir j að sýna þó ekkert sé keypt. The Empire Sash & Door Co. ------------------Limited------------------- HENKY AVE. EAST - WINNIPEG Automobile og Gas Tractor Sérfræðinga verður meiri þörf en nokkru sinni áður í sögu þessa lands. Hví ekki að búa sig undir tafarlaust? Vér kennum yður Garage og Tractor vinnu. Allar tegundir véla — L head, T head, I head, Valve in the head 8-6-4-2-1 Cylinder vélar eru notaðar við kensluna, einnig yfir 20 raf- magnsaðferðir. Vér'höfum einnig Automobile og Tractor Garage, hvar aer getið fengið að njóta allra mögulegra æfinga. Skóli vor er sa eini, sem býr til B^tteries, er fullnægja kröfum tímans. Vulcantzing verksimiðja vor er talin að vera sú lang- fullkomnasta í Canada á allan hátt. Áranguiinn af kenslu vorri hefir oss til mikillar ánægju sann- fært bæði sjálfa oss og aðra um að kenslan er sú rétta og sanna. —Skrifið eftir upplýsingum—allir hjartanlega velkomnir til þess að skoða skóla vorn og áhöld. GARBUTT M0T0R SCH00L, Ltd. City Public Market Building. CALGARY, ALTA. Komið til 54 King Street og skoðið ElectricWashing Machine Það borgar sig að leita upplýsinga City Light & Power 54 King Street “Eg held eg viljl þá belzt fara í kvöld,” sagði Nelly. “Hvers vegna ætti eg ekki að gera það? Þau þarfnast mín.” “Auðvitað”, sagði frúin. “Væri eg í staðinn þinn þá vildi eg fara strax. Skrifaðu mér undir eins og segðu mér hvemig húsið er, en umfrm alt frá klæðnaði lafði ÁVolfers og annara kvenna.” Nelly gekk ofan, hálfringluð yfir þessari snöggu brevtingu á lífskjömm hennar. Hún hafði átt að vera kona Drakes, og nú skyldi hún vera — já, hvað var það! — ráðskona, fé- iagssystir — eða hvað — lijá lafði AA7olfer? Við stigami mætti liún Dik. “Eg get ekki fundið Drake,” sagði hann gramur í skapi. “Þau sögðu mér að hann liefði farið út snemma í morgun, og héldu að hann liefði farið hingað eins og liann var van- ur, en hér hefir hann ekki komið — hefir hann?” Nelly hristi höfuðið. “Dick, eg hefi nýrang að segja þér,” sagði hún. “Eg á að fara til London.” Hún fékk lionum hréfið, og hann las það eð mörgum undranarópnm. “Og þú segist ætla að fara? En hvað ætli Drake segi um það?” Nellv snéri sér við. “Eg held hann verði því ekki mótfallinn,” svaraði hún afar lágt. Dick starði á hana. “Ileyrðu Nellý hvað hefir ykkur borið á milli? Er nokkuð rangt á seyði milli ykkar? En góða, líttu ekki út eins og eg hafi sagt, að það stæði vofa bak við þig! Hvað er að?” “Drake og eg, ætlum ekki að gifta okkur,” sagði hún og reyndi að brosa, en gat það ekki. “Við höfum komið okkur saman um að — skilja.” Dick blístraði og liorfði undrandi á hana. “Er það tilfellið?” sagði bann. “Er alt rofið nú? En livers vegna? Hvernig at- vikaðist það?” Ilún fór að ganga hvíldarlaust fram og aftur, og týna saman ^msa muni, litla körfu, fáeinar bækur og ýmislegt annað — og\svo svaraði hún loksins, meðan hún ávalt snéri andlitinu frá honum. “Eg get ekki sagt þér það, spurðu mig ekki Dick. Og — spurðu liann ekki. Það er, ei^s og mamma mundi segja, það er til góðs og — og —” hún gekk bak við hann og lagði hend- urnár á axlir hans, eins og hún var vön að gera, þegar hún ætlaði að biðja hann alvarlega • um eitthvað. — ”og mundu það, Dick, að það öllir engrar óánægju á milli þín og Drake. Það er alt saman mér að kenná; eg var hngs- unarlaus og heimsk —” Meirá gat hún ekki sagt, studdi hendinni á ennið og gekk hröðum fetum út. Dick starði hryggur á eftir henni, svo varð liann glaðari á svip og’kinkaði kolli.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.