Lögberg - 28.10.1920, Blaðsíða 6

Lögberg - 28.10.1920, Blaðsíða 6
ffti. 8 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 28 OKTOBER 1920. Launcelot of the Lake. Framh. Arthur kónun-gur hemur með her á hend- ur Sir La'ncelot. Þegar Sir Laueelot frétti um ferð þeirra Arthurs konungs og Sir (íawaiu á hendur sér, settist hann með riddurum sínum í Benivick- kastala sem var rammlega víggi^tur, því hann var mjög ófús á að berjast við Arthur konung, eða gjöra bróðir Sir Gareth nokkurt mein. , Þeir Arthur konungur, og Sir Gawain fóru með alian her sinn á land í Frakklandi og brendu og eyðilögðu alt sem í leið þeirra varð unz þeir komu til Benivick kastala, þar sem Sir Lancelot var rneð öllum sínum riddurum, og settust um kastalann, en svo voru víggirðingarnar sterkar, og vel varðar af varðliði Sir Lancel'öts, að her þeirra Arthurs konungs og Sir Gawains gat livergi áunnið. Eftir að umsátið hafði haldist í nokkra daga komu sjö riddarar sem með Lancelot höfðu farið frá Eiíglandi, og voru aittaðir frá Wales á fund hans og mæltu: “Sir Lancelot, bjóð þú oss að íara út af kastalanurn, á móti her þessum sem hefir eyðilagt land þitt, og vér skulum tvístra honum, því vér erum óvanir að fela okkur á bak við múrveggi þegar svona stendur á.” “Kæru vinir!” Svaraði Sir Laneelot, “það hryggir mig að þurfa að berjast á móti kristnum riddurum, og sérstaklega á móti konungi mínum Arthur. Hafið þið þolinmæði því eg hefi ásett rnér að senda til hans, og vita hvort ekki er mögu- legt að semja við hann frið, jiví friður er óendan- lega miklu betri en stríð.” Svo Sir Lancelot lét kalla til sín konu eina og sendi hana á fund Arthurs konungs með þeim skilaboðum að Lancelot færi fram á að hann hætti að lrerja á land hans, og vildi fá að AÚta hvaða friðarkosti hann setti. Þegar konan kom til herbúða Arthurs kon- ungs mætti hún Sir Lucan sem var bryti Arthurs konungs, og spurði hann hana hvort hún kæmi frá Sir LancelL, og sagði liún það vera og bað hann vísa sér á konungs fund, það gerði Sir Lucas, en áður en þau komu á fund konungs mælti Sir Luc- as: “Konungur vor ann Sir Lancelot heitt, og vill honum alt hið bezta, en Sir Gawain stendur í veginum fyrir því að þeir sættist.” Þegar konan kom á fund Arthurs konungs bar hún fram orðsendingu Sir Lanoelots, og fór mörgum fögrum orðum um velvild, og kærleik Sir Lanyelots til hans og hafði ræða hennar svo mikil áhrif á Arthur konung að hann táraðist að henni lokinni. Þögn ])á sem varð eftir að konan lauk máli sínu rauf Sir Gawain og mælti: “Herra minn og móðurbróðir, skal það verða sagt um okkur að við höfum farið hingað með miklu liði, til þesS að flýta okkur heim aftur án þess að reyna til þess að framkvæma erindi það sem við áttum, og verða að athlægi allra manna?” “Systursonurl” svaraði Arthur konungur, “Mér finst boð Sir Lancelots drengilegt og sann- gjarnt. Það væri viturlegt af þér að þiggja það. Samt er þess að gæta, að þú ert sá sem sök átt við Sir Laneelot, og þú skalt líka svara þessari málaleitun.” “Kona,” svaraði Sir Gawain, “segðu Sir Lancelot að um frið sé ekki lengur að tala. Og segðu honum að eg Sir Gawain sverji við heiður minn sem riddari, að eg skuli aldrei af hefndum hyggja.” Konan fóy þá aftur á fund Sir Lancelot og sagði honum málalokin og hrygðist Sir Lancelot ósegjanlega; en riddarar hans vloru ákafir og kváðu hann hafa þolað helzt til mikla vanvirðu af þeðsum mönnum, og kröfðust þess að hann leiddi þá út af kastalanum svo þeir gætu hefnt svívirðingar þeirrar er hann hefði mátt þola. Að síðustu tók Sir Lancelot herklæði sín og vopn og skipaði að ljúka upp kastailahliðunum og reið út ásamt riddurum sínum tll orustu. En áður en orustan hófst tók hann öllum riddurum sínum vara fyrir að bera ekki vopn á Arthur kon- ung eða vinna honum nokkurt mein. “Því eg.skal aldrei líða, að hinn ágæti kon- ungur sem sæmdi mig riddaratigninni sé drepinn eða svívirtur,” sagði Sir Lancelot. Aköf var sóknin á milli fylkinganna. Or liði Sir Lancelots sóttu þcir Sir Bors og Sir La- vaine hart fram, og margir aðrir riddarar börð- ust djarfiega. Eu úr liði Arthurs konungs, sótti hann sjálf- ur í fylkingu Lanc^lots og bar sig þar sem slíkri hetju sæmdi. Sir Gawain reið um fylkingar mótstöðumanna sinna eins og óður væri til þess að reyna að ná fundi Sir Lancelots. Snemma í' bardaganum mættust Sir Bors og Arthur konungur. og feldi Sir Bors konunginn úr söðli sínum. Þetta sá Sir Lancelot sem var staddur þar rétt hjá, og reið ^angað tafarlaust, fór af baki og reisti Arthur konung á fætur og setti hann á bak hesti sínum. Arthur konungur leit til Sir Lanoelots og mælti þó hann ætti bágt með að koma orðunum upp og tárin hryndu af augunum: “ó, Lance- lot! Lancelot! að við skyldum lenda í stríði livor við annan.” “Ó! herra minn Arthur! “Eg grátbæni þig um að við stöðvurn þetta stríð” sagði Sir Lance- lot og rétt í því að hann slefti orðigu bar Sir Ga- wain þar að, og tók hann að illmæla Sir Lancelot, kalla hann svikara, og var nærri búinn að ríða o-fan á Sir Lancelot áður en hann gat náð sér í hest. Eftir að SÍr Lancelot var komin á hestbak, sigu fylkingarnar í sundur og gáfu þeim Sir Ga- wain og honuin rúm á milli sln. Þeir snéru Jiestum sínum \ið, og riðu hvor frá öðrum unz langt bil varð á milli þeirra svo snéru þeir þeim við, lögðu stengur sínar til lags og riðu svo saman eins hart og hestarnir gátu farið, þegar þeir maútust köstuðust þeir báðir úr söðlunum og til jarðar, stóðu skjótt upp aftur og tóku tibsverða sinna og börðust með þeim. Sir Gawain sótti að Sir Lancelot af öllum mætti og gjörði bæði að höggva og leggja, en Sir Laneelot varðist bara, þannig stóð einvígið um stund. En brátt varð Sir Lancelot það ljóst að Sir Gawain virti að engu hlífð ])á er Sir Lancelot sýndi honum, heldur sótti liann svo ákaft að Sir Lancelot að hann átti fult í fangi með að verjgst höggunum. Hann greiddi því Sir Gawain högg svo mikið á hjálminn að hann féll til jarðar. Eftir að Sir Gawain var fallinn fa'rði Sir Lancelot sig nokkur skref burt frá htonum og horfði á hann þegjandi. Sir Gawain leit við honum og mælti: “Því færir þú þig burtu svika-riddarínn. Dreptu mig á meðan þú getur, því óvinur þinn verð eg á meðan eglifi.” “Herra” varaði Sir Lancelot, “Eg mun verjast fyrir þér eins lengi og kraftar mínir leyfa, en aldrei læt, eg mig henda að níðast á riddara sem fallinn er.” Síðan snéri Sir Lancelot sér til Arthurs kon- ungs og mælti: “Herra minn gjörðu það fyrir mig að láta menn þína hætta að berjast þó ekki sé nema einn dag, og hugsaðu ]>ig um hina fvrri vináttu okkar ef þú getur. En guð blessi þig hvort sem þú ert vinur, eða fjandmaðuív” AJð svo mæltu fór Sir Lancelot inn í kastal- ann með alla sína menn og Arthur konungur og inenn hans til tjalda sj^ma. En þjónar Sir Gawains, báru liann til tjalds síns, þar sem bundið var um sár hans. --------o-------- William Cullant Bryant. Fyrsta stórskáld Bandaríkjanna Á æfi þessa merka manns, höfðu framfarir Bandaríkjanna verið svo stórkostlegar, að næst sýndist ganga töfrum. Því þó liann væri fæddur að eins ellefu árum eftir að fullveldi þjóðarinnar var viðurkent, um þær mundir, sem “New Eng- land”, sá hluti ríkjanna, er hann átti heima í, var svo að segja samsettur af eintómum smáþorpum með gömlu, ensku sniði. pá var svo komið, er hann lézt árið 1878, að upp úr rústum smáþorp- anna voru risnar stórborgir með lítt tæmandi iðn- aðar og auðsuppsprettur. Þjóðin var orðin stór- þjóð! William Cullan Bryant var sonur þjóðkunn- ugs læknis í Cummingham, Massachusetts, og fæddist í þenna heim 3. nóv., 1794. Faðir hans var ljúfmenni hið mesta og bókelskur mjög og mun hugur drengsins snemma hafa orðið fyrir áhrifum þaðan í bókmentaáttina. Lán var það vafalaust líka fyrir þjóðina og drenginn hve fað ir hans var vel að sér í læknavísindúm, því á upp- vaxtarárum átti hann við heilsuleysi að stríða; var því meðal annars haldið fram, að höfuðið hefði verið langt of stórt borið saman við aðra líkainsparta. En hvað sem því leið, þá er hitt víst að drengurinn var næsta veik- bygður, og að faðirinn til að ráða bót á því, baðaði hann á hverjum sumarmorgni í bæjarlæknum og varð jafnvel stundum, þegar fram á haustið leið að brjóta lagísinn svo að drengurinn gæti fengið styrkjandi bað! Böðunum var það líklegast að þakka, fremur iflestu öðru, að Brvant var hraustur maður og náði háum aldri. Forfeður hans margir hverir, höfðu komist, til hárrar elli, og flest verið heljar- rnenni að líkamsburðum. Langa langafi hans, Dr. Ichabod Bryant, líktist Ása-pór að styrk- leika, en afi lians Philip læknir Bryant varð hálf- níræður og gengdi laaknisembætti þar til síðasta hálfan mánuðinu, er hann lifði, en sjálfur var skáldjöfurinn hverjum manni ramari að afli. Bryant skáld var framúrskarandi skarpur til náms, sem ráða má af því, að áður en hann var fullra sextán mánaða þekti hann alla stafina og kunni stafrofið reiprennandi utan að. Sem smádrengur tók Bryarit. að gefa sig að l.jóðagerð, er mælt að hann hafi innan við tíu ára aldur byrj- að að yrkja út af Jobs bók og eru fyrstu ljóðlín- urnar ])annig: “Iíis name was Job, evil did lie eschew. To him were born seven sons: Three daught- ers too.” Faðir hans fann að kvæðaskapnum og orti drengur þetta erindi, sem nokkurskonar bragar- bót: “ Job, just and godd in Uz had sojourned long; He feared his God, and shunned the wav of rong. Tliree were his daughters, and his sons were seven, and large the weltli bestpwed on him by heaven. Seven thousand sheep were in his pasture fed, three thosund Camels hv his traín were led; For him the Yoke a thousand oxen wore. Five hundred she-asses his burden bore. His household to a mighty host increased, The greatest man was Job in all the East.”— Skáldlð lagði fyrir sig lögvísi að aðalnámsgrein. lauk fullnaðarprófi áríð 1815 og vann að mál- færslustörfum næstu níu árin. Þegar William Cullan Bryant var þrítugur að aldri, og hafði þá verið kvongaður í fjögur ár, fleygði hann frá sér málfærslunni og tók að gefa sig við bókmentum. Settist hann að í New York árið 1825 og tókst á hendur ritstjórn við blaðið “New York Review;” hélt þó þeim starfa skamma stund, en gerðist aðalritstjóri að “New York Evening Post” og gegndi þeirri stöðu hér um bil 50 ár og frá henni dó hann 12. júní 1878. Bryant var mikilhæfur og víðsýnn blaðamaður, en lengst mun þó Bandaríkjaiþjóðin gejuna nafn hans og minning sem skólds. Hefir hann jafnvel kallaður verið faðir Ameriskrar Ijóðagerðar. Ástin á náttúrunni sýndist bera ofurliði allar aðrar á- stríður í lífi skáldsins, jafnvel mannúðartilfinn- inguna sjálfa! Sem dæmi þes« hve ant hann lét sér um náttúrublómin, ótömdu fuglana, má geta þess,. er húskarl hans einhverju sinni var að saga greinar af tré í heimagarði, og Bryant komst að því/að þar ótti eggjamóður hreiður sitt, skipaði hann þjóni sínum að hætta jafnskjótt við sögun- ina, en vafði sjálfur streng um greinina tií þess að hreiðrið mætti óhaggað standa þar til vesal- ings ungaruir væru fíeygir og g'.ætu séð sér far- horða. A illiam Cullan Bryant átti fáa nána vini, aðra en konu sína, en með þeim var sambandið ávalt hið innilegasta, sein hugsast gat. ' Hann var ekki mannblendinn, en sagði óspart til synd7 auna ef því var að skifta og mun það hafa verið ein höfuð orsökin til }æss að vinahópurinn varð ekki þéttskipaðri. en raun varð á. En ljóðin lians munu lengi standa óhrotgjörn í Braga- túni. ; / • —-------o--------- Niobe og Leto A eynni Delos var uppi fyrir endur og löngu kona sem nefndist Niobe. Hún átti sjö sonu og sjö dætur og var hréykin af þeim úr öllu hófi. Hún þóttist jafnvel hárviss um að á eynni, eða jafnvel í öllum heimi, væri ekki til börn, sem .jöfnuðust á við hennar að fegurð og atgerfi. Henni var þetta nú reyndar kaúnske nokkur vork- un, því livar sem börnin gengu um liæðir og dali kletta-eyjarinnar dáðist íólk að þeim V)g sagði: “Vissulega eru börnin hennar Niobe óviðjafnan- leg.” r Móðirin varð svo upp með sér af öllu þessu hóli, að hún gat naumast um annað talað en feg- urð dætra sinna og sona. — Á Delos-ey átti einnig heima um þessar mund- ir kona,, sem Leto hét. Tvö böm átti hún, er nefndust Artemis og Phæbus Apollo; voru þau bæði hraust og fögur ásýndum. í hvert skifti og Niobe hitti systkini þessi varð henni starsýnt á þau, en revndi þó ávalt að telja sér trú um að sín börn stæðu þeim feti framar. Dag nokkurn bar samair fundum þeirra Niobe og Leto, en börn þeirra léku fyrir þær. Phæbus Apollo lék á hörpuna sína gullnu og skaut ör af gyltum boga, svo vel lét honum að skjóta, að hann misti aldrei marks. — Niobe hafði aldrei veitt skotfimi sveinsins nokkra eftirtekt og tók að hrósa böm- um síum vð Leto. “Lítjp á” sagði hún, “hve fögur böm mín eru og mamívænleg. Appollo og Artemis eru að vísu einnig fögur, en mínum sjö sonum og sjö dætrum standa þau eigi á sporði!” Þannig lét hún dæluna ganga án þess að taka nokkurt tillit til hvort Leto mundi þykkjast við eða eigi. . En Leto steinþagði þangað til Niobe og börn hennar voru farin. Kallaði hún þá Appollo fyrir sig og mælti: “Mér fellur Niobe ekki í geð, hún er alt af að gorta af því hve miklu fegurri hennar börn séu ykkur systkinunum. Eg vil að ]>ú færir henni heim sanninn um, að engin börn séu hraustari og prúðari í framgöngu en þið .” Varð Phæbus Appollo þá reiður mjög, og íindlitið unga og Ijósa sótsvart, en eldur brann úr auguimm; hann mælti ekki orð af vörum, tók bogann gullna í hönd sér, brá örvamæli um hefðar og lagði af stað upp til hæðanna, þar sem Niobe hafðist við ásamt börnum sínum. Er þangað kom spenti hann bogann svo fyrir odd dró og hlevpti af. Örin nam staðar í hjarta elzta sonar Niobe, og þannig hélt hann áfram að skjóta unz öll börn hennar fjórtán að tölu láu dauð utan í hæðinni. Þá kallaði Appollo til Niobe og sagði: “Gakk þú nú fyrir hvers manns dyr og hældu þér af börnunum þínum”. Atburður þessi hafði gerst með svo skjótri svipan, að Niobe gat tæpast áttað sig á hvort um var að ræða vöku eða draum. Hún gat ekki trú- að því að öll börnin sín, dæturnar sjö og synirnir sjö, væru í raun og veru dáin, kát og hraust eins og þau höfðu verið fyrir fáeinum stundum. En þama láu þau nú samt í brekkunni, liðin lík. Þau höfðu lokað augunum eins og í svefni, en bros lék en um varir þeirra, er jók mjög á dánarfegurð- ina. Niobé gekk að hverju þeirra um sig, lukti litlu, köldu hendurnar í lófa sínum og þrýsti kossi á fölar kinnarnar; nú vissi hún að þau voru dáin — öll dáin og að örvar Appollos höfðu orðið þeim að bana, Þá settist hún niður á stein skamt frá líkun- um og grét, grét brennandi tárum. Hún hreyfði Iivorki legg né lið og hvarflaði ekki einu sinni augunum til blátjalda himinsins. Hún sat graf- kyr, grátandi á steininum kalda, þar til hún var að lokum orðin eins köld og kletturinn sjálfur. Altaf streymdu tárin; altaf varð henni kaldara og kaldara, unz hjartað hætti að slá, — Niobe var líka dáin! En þarna sýndist hún samt enn vera að gráta, sorgin hafði breytt henni í grátandi stein! En fólk, sem fram hjá gekk sagði: “Þama situr Niobe sú, sem breyttist í stein, þegar Phæ- hus skaut bömin hennar fyrir þá sök, hve mjög hún gortaði af þeim og vildi ekki viðurkenna nokkur önnur börn þeirra jafnoka. En öldum seinna þegar stéinninn var orðin mosavaxinn fanst fólki, er þangað kom, það sjá líkamsmynd Niobe á honum, því þótt steinninn, er nálægt hon- um var komið, sýndist eigi bera líkamslÖgun Ni- obe, þá var engu líkara við fjarsýn en hún sæti þar og harmaði börnin sín fögru, er Appollo skaut til bana ineð boganum gullna. — ---------o-------- Stjarnan í austri Svefnsins engill signdu mína brá, svo eg hvérfi líkams kvölum frá, Lyft mér upp í ljóssins gleðisal, leiji mig burt úr þessum táradal. Guð á liimnum gefi mér þann styrk, að geti eg séð í gegnum élin myrk stjörnu hans, sem lá í jötu lágt, en ljómar fögur skær, í austurátt. Sko, það birtir! Blessuð stjarrian skær, blika geislar hennar nær og fjær. Um mig streymir ódauðleikans þrá að öðlast guðdóms geisla henni frá.. Lyft mér hærra, hærra upp til þín himnafaðir, ]>ar er stjarnan mín. Kærleiks lind, sem læknar sjúka sál, — lífsins bál er tendrar guðdóins mál. ' ( < Ljóssins stjarna, leiðarvísir minn, l.jós þitt skíni í sérlivert hugskot inn. Þú boðar frið og fögnuð hér á jörð, flytur kærleik, blíðkar éliji hörð. María Mósesdóttir. , --------o--------- Bjöfgunarbáturinn — cftir Moody. Þegar eg var í New York, gaf írlendingur sig fram á samkomu fyrir unga menn, og skýrði frá atviki því, sem hann ætti það að þakka að ]&ann hefði bætt ráð sitt. Á bjagaðfi írsku sagði hann frá því, að eg hefði viðliaft sámlíkingu á sam- komu, sorn hann hefði verið á, og af þessari sam- líkingu liefði sér snúist hugur og hann farið að leita hjálparinnar, sem hann var áreiðanlega nú að finna. — Samlíkingin, sagði hann, var af skipi í sjávarháska; öll skipshöfnin var í lífshættu, — engin lífsvon fyrir neinn innan-borðs, nema hjálp kæmi. í tæka tíð. En í sama vetfangi kom björgun- arbátur að skipshliðinni, og skipstjóri hrópaði: “Stökkvið niður í björgunarbátinn, það er eini lífsvegurinn, annars eruð þið dauðans hérfang.” Að svo' mæltu heyrði eg sagt: “Stökkvið í björg- unarbátinn, Jesús er yðar björgunarbátur. Hann er liér við hlið yðar, yður til frelsis.”\— Og mað- urinn stökk ofan í bátinn og kpmst lífs af. --------------0 \ ,

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.