Lögberg - 15.09.1921, Blaðsíða 5

Lögberg - 15.09.1921, Blaðsíða 5
\ LÖGBERG, FlMTUDAGim, 15. SEPTEMBER 1921 Bls. 5 f / ir þeir, er að þeim standa eru í fullu eamræmi og >að er áform allra, að thalda alla samninga, sem gerðir eru í eambandi við þau. Orð- heldni og trúmenska kemur þar betur í ljós en í nokkru öðru, sem menn aðhafast í sambandi við til- veru sína. peim omönnum, sem eru trúir og orðheldnir í viðskift- um, smáum sem stórum, má treysta til alls, því þeir hafa ætíð hugfast, að þau loforð, og samn- ingar sem þeir gefa í sambandi við viðskifti sín við aðra, er ekki gefið þeim, sem hlut eiga að málum, heldur gefið hinum æðsta dómara. Eins og allir vita, eru engin samnings-viðskifti fullkláruð, fyr en eiður er gefinn að því, að þau séu rétt og öll iloforð þeim við- komandi, gefin í einlægni og af fúsum vilja. En eiðurinn er ekki gefinn þeim manni, sem tekur hann, heldur er sá maður að eins til þess starfa kvaddur af stjórn landanna, en stjórnir Jandanna eru hið æðsta jarðneska vald, sem þó ætíð miðar ,sitt réttlæti við það, hvað hinu andlega valdi myndi rétt finnast, svo í sannleika eru öll viðskifti staðfest af hinu and- lega valdi, en ekki af mönnum pví er miður, að allir munu ekki skoða þetta í þessu íjósi, og þess vegna eru viðskifti gerð, sem eru röng og óeðlileg. Oft heyrir mað- ur, þegar eitthvað óhreint kemur í ljós, eftir að viðskifti hafa verið gerð, þessi ensku orðatiltæki: “business is business and nothing but business”. — viðskifti eru við- skifti og ekkert annað en við- ■skifti. Fljótt á að líta er ekkert athugavert við þessi orð, en þegar maður brýtur þau til mergjar. verður maður var við hugsunar- háttinn, ,sem í þeim felst, og mað-, ur rekur sig á hann dags daglega. Hann er sá, að viðskifti, í hvaða helst áformi, sem þau eru gerð, séu réttmæt og heiðarleg. Að þau séu ekkert annað en jarðneskur verknaður, sem ekkert andlegt hafi í sambandi við sig. Röng viðskifti séu eins réttþá og heið- arleg, eins og hrein og sönn við skifti bygð á þeim eina rétta grundvelli, sem öll viðskifti, í hvaða formi sem þau eru, skyldu vera bygð á. Að aldrei eigi að slá af eða gefa eftir. Járnhörð, stein köld viðskifti, með enga glætu af hróðurþeli eða samúð eru í aug- um þeirra manna, sem þessum hugsunarhætti hampa, í rauninni, hin eðlilegustu viðskifti. peim finst að til þe&s að hafa nokkujð upp úr sínum viðskiftum, þurfi þeir að vera “krókóttir” og brögð- óttir—vera “smart”. Flækja og fleka menn á allan hátt, sem unt er. En þetta er hin mesta fjarstæða og svo óeðlilegt, að furðu gegnir að nokkrtim manni, með ó'brjálaðri skynsemi, tskuli geta fundist að slíkt geti til lengdar staðist. Ekk- ert það, af hvaða helst tagi sem það er, getur til lengdar þrifist, er það er rangt og á óeðlilegan hátt framkvæmt. Óskert tiltrú er það dýrmæt- asta, sem maður á í eigu sinni og er tæplega hægt að leggja of mikla áherzlu á það. pegar tiltrú manna er vanbrúkuð, hefir það mjög víð. tæk, en ill áhrif. Trúmenskunni og ótrúmenskunni er ólíkt farið að því leyti. Einn maður, sem brýt- ur traust annars, flytur grun- semd og vantraust yfir á fjölda manna sem eru saklausir, því það er ætíð tekið meira eftir því illa í fari manna heldur en því góða, og því ér brot á tiltrú annara mjög skaðlegt fyrir alt samkomulag, Menn verða að geta treyst hverir öðrum, ef lífið á að verða bærilegt og ná tilgangi sínum. Sé grunur um ótrúmensku, er tiltrúnni mis- boðið og samkomulagið verður kalt og ömurlegt. í vandræðum sínum leita menn oft til laganna, en lög geta ekki tengt menn saman með einu bróðurbandi heldur skera þau ætíð á allar þær taugar, sem binda menn saman sem bræður. Ef mannfélagið á að geta verið g)atii.og ánægt, þarf hugur þess að vera laus vvið hræðslu um ótrú- mensku og prakkaraskap í öllum greinum. Sem betur fer, er hópur þeirra manna ekki stór, sem eru krókótt- ir og brögðóttir, svo alþýða manna getur lifað í þeirri fullvissu, að þeim sama mæli og hún mælir öðr-1 að hugsa sér hvað fólkið hefði um.” En þá þarf hún einnig að getað gjört meira en það gjörði til vera réttlát, ef mælirinn á að vera að hlynna að vellíðan og ánægju hinn góði, rétti og sanni mælir. I minni. Fólk mætti mér á vagn- 1 sjálfu sér eru viðskifti mjög ó. stöðinni, ók með mig í bifreiðum brotin og opinská, ef þau eru rek-1 til að .sýna mér bygðirnar, og á m á eðlilegan hátt. En séu þau heimilunum var alt hugsanlegt rekin á rangan hátt, verða þau gjört til að láta mér á allan hátt erfið og óþjál. Á bak við öll við- líða vel. Alt þetta var gjört af skifti liggur þörf eða hagnaðar- svo hlýjum hug, af svo sannri vin- von og því eru þau verknaður, sem semd, með svo nákvæmri umönn- er gerður í beggja ,eða allra, þágu. un, að mér verður hlýrra um J?að er því mjög óeðlilegt, %ð nokk- hjartarætur í hvert sinn er eg ur rangsleitni þurfi að eiga sér hugsa um viðtökúrnar hjá þessu stað í sambandi við þau, og á sér heldur aldrei stað, nema þar, sem gerð eru óeðlileg viðskifti. Menn skulu því varast öll við- skifti, sem ekki eru lj&s og hrein og skiljanleg. pví séu þau það ekki, eru brögð í tafli. Alb. Johnson. --------o—-------- Grænar grundir. eftir séra Rúnólf Marteinsson. "par sem að una bændabýlin þekku, dreifð yfir blómguð tún og grænar' grundir.” Unaðsrík er mynd þessi, snertir hjartastrengina með því að minna á líf mannanna þar sem það er eðlilegast, þar sem það er dreift i fegurð náttúrunnar eins og" gim- steinn í gull'baug. Grundin, sem var “snævi sniv- in” og veðrum barin, meðan vet- urinn var konungur, afklæðist hjarninu, þegar brúðsöngur vors- ins berst til hennar, og íklæðist sólarskartinu, grænum grösum, laufum og blöðum. Já, grænar grundir eru fagrar og unaðslegt að líða yfir vengi, þegar sumarið ríkir, en það, sem er unaðslegast í öllu þessu, er lífsvotturinn, sem þar kemur í Ijós. Líf, hver skilur þig? Engin mannleg visindi hafa lesið leynd- ardóm þinn. En vér finnum þig, þú slær í .brjósti voru, vér sjáum þig í umhverfinu, vér snertum þig með hönd vorri. Og þú, eilífa líf- ið, í skauti þínu hvílum vér, því “í þér lifum, hrærumst og erum vér”. Vér finnum þig, þótt vér skiljumþig ekki, eins og vér finn- um rafmagnsstrauminn og sjáum rafmagnsljósin þótt vér skiljum ekki rafmagnið sjálft. Grænar grundir vekja eðlilega umhugsun um lífið. pað varð hlutskifti mitt, að ferðast um grænar grundir alla leið vestur í Aliberta-fylki í síðast- liðnum mánuði. Ferðin færði mér feiknin öll af unaði, því hún sýndi mér svo mikið af hinu yndislega lífi náttúrunnar og kærleikslífi mannanna. Eg get því tæpast látið hjá líða að segja fáin orð um þessa ferð mína. Um .leið vil eg geta þess, að sömu tilfinningar hafði eg í fyrra, en þar áður hafði eg um stund látið af ferðalagi út um bygðir. í fyrra ferðaðist eg um Reykjavíkurbygð og As.hern, í Norður Dakota og fyrir vestan Manitoba-vatn, í prestaköllum þeirra séra Adams porgrímsson- ar, séra Kristins K. Ólafssonar og séra Sigurðar Christopherssonar. Fékk eg hinar alúðarfylstu viðtök- ur á öllum þessum stöðum. Prest- arnir spöruðu ekkert, hvorki fyr- irhöfn eða fé, Díma eða nákvæmni, sem þeir gátu framast lagt til, að greiða götu mína og skólans, og gjöra mér ferðina í hverju tilfelli sem ánægjulegasta og gagnleg- asta. Hjá öðru fólki var yfir höf- uð sami andinn, menn bæði hlupu með drenglyndi undir bagga og eins var fúslega í té látin gest- risni og góðvilji. 1 þetta sinn ferðaðist eg til Cal- gary, Markerville og Burnt Lake bygðarinnar, Red Deer, Edmonton og Camrose í Alberta; Saskatoon, Gerald og Tantallon í Saskatche- wan, og Brown í Manitoba. í Calgary gisti eg hjá Mr. og Mrs. S. Reykjalín, í Markerville hjá séra Pétri og Jónínu Hjálms- son, í Burnt Lake hjá Mr. og Mrs S. Grímsson, í Edmonton hjá Mr. og Mr.s. J. Johnson, í Saskatoon hjá Mr. og Mrs. K.S. Thordarson, Gerald hjá Mr. og Mrs. C. Paul- son, í Tatallon hjá Mr. og Mrs. N. Vigfússon, og i Brown hjá Mr. og Mrs. Th. J. Gíslason: _____ _____ . r____ _____________ Hjá öllu þessu fólki mætti eg frá- henni jafnaðarlega verði “rrfælt íjbærum góðvilja. pað væri erfitt Inniheldur enga fitu, olíu, litunarefni, ellegar vínanda. NotaÖ að kveldi. Koreen vinnur hægt, en ábyggilega og sigrar ára vanrœkslu.það er ekki venjulegt hármeðal. Það er óbrigðult við kvillum í hársverðinum. Verð $2.00, eða sent með pósti $2.25. Burðargjald borgað ef 5 flöskur eru pantaðar í einu. Koreen Sales Co., 2140 Broad St., Regina Einkasalar fyrir Canada ágæta og drenglundaða fólki. 1 Calgary heimsótti eg alla þá ísléndinga, sem eg náði til, og guðsþjónustu hafði eg með þeim í húsi gamals vinar míns og léikfé- laga frá æskuárunum, Sigurðar S Reykjalíns fimtudaginn 11. ágúst. Voru þar flestir íslendingar bæj- arins saman komnir. Um bæinn fylgdi mér Mrs. Reykjalín og síð- ar gamall kunningi minn frá N,- Dak., Mr. G. S. Grímsson. —Var dvölin í Calgary hin ánægjuleg- asta. Á vagnstöðinni í Innnisfail mætti séra Pétur Hjálmsson mér ásamt pórði Húnford, og var svo ekið í bifrið heim til séra Péturs. Er séra Pétur einn hinn drenglynd- asti maður, sem eg hefi þekt á lífsleiðinni. Hann er fráibærlega vel að sér ií öllu því sem íslenzkt er, og mörgu öðru, og ákveðnari kristindómsmann væri óefað erf- itt að finna, enda hefir hann tekið sér nærri þann glundroða, sem þar hefir orðið í safnaðarmálun- um. Hann vinnur fúslega og samvizkusamlega öll þau prests- verk, sem menn æskja eftir. Væri Iþað sómi Alberta-íslendinga að þeir sameinuðu silg um öflugt kristilegt starf, með séra Pétur í broddi fylkingar.: Daginn eftir að eg kom í bygð- ina, heimsótti eg skáldið Stephan G. Stephansson. Oft hafði eg komið til þeirra hjóna áður, þegar eg var á trúboðsferðum mínum um Alberta og ætíð mætt þar gest- risni og mannúð. Nú var nærri 21 ár Hðið frá því eg kom þar síð- ast, enda var .heimilið og umhverf- io orðið meira prýtt en þá, en það var sama alúðin í viðtökunum. Að dæma um skáldskap hans er hvorki hlutverk mitt né meðfæri. Gegn mörgum skoðunum hans rís eg öndverður, en margt finst mér aðdáanlegt af því sem hann hefir sagt. Um mannúð hans og listfengi efast víst enginn, sem til þekkir. Hann var að sinna úti- störfum, er eg kom, og, er eg beið hans í skrifstofunni hans, gat eg ekki annað en hugsað um það efni, sem til er í íslendingnm. Steph- an var dæmið, hann, sem aldrei hefir komið inn fyrir dyr á nokk- urri hærri mentastofnun sem nem- andi, en flýgur þó með þeim hæstu í mentaheiminum. pann dag heimsótti eg einnig Mrs. A. K. Maxon, sem hefir unnið svo snildarlega fyrir Jóns Bjarna- sonar skóla þar í bygðinni, og síð- ar Jóhann Björnsson, gamlan vin og velgjörðamann minn, og bafði eg ánægju af því að hitta hann og minnast á gamalt og nýtt. Sunuudaginn 14. ág. prédikaði eg í kirkjunni í Markerville, en séra Pétur stýrði guðsþjónusfc-' unni. Var allmargt fólk saman komið Auðvitað var skólamálið borið fram hvar sem eg talaði. Að guðsþjóustunni lokinni kom vinur minn Sigurður Grímsson til mín og bauð mér mann og bifreið til að flytja mig um bygðina. páði eg það boð rtieð þökkum. Fleiri buðu mér flutning, svo sem Hannes Christvinsson og Ófeigur Sigurðs- son, og fékk eg fleiri boð en eg gat þegið. pangað til á föstudaginn var eg á sífeldu ferðalagi, að heimsækja fólk og frá því á mánudag var Júlíus Grím&son, nemandi í lækn- isfræði við háskólann í Edmonton, sá sem flutti mig. Var hann mér bæði nýtur og að öllu leyti -á- nægjulegur samferðámaður. Mikla ánægju hafði eg af því að hitta gamla vini á þessu ferðalagi og eignast nýja. Eg hitti þar fólk sem eg hafði fermt. Mér fór því að skiljast að eg væri farinn eitt- hvað að eldast þegar giftar konur sögðu mér að eg hefði sfeírt sig, en það var líka eins og þegar er sagt nærri 21 ár liðið síðan eg kom þar næst áður. Bygðin hefir á þessum tíma tek- ið miklum stakkaskiftum, sérstak- lega að því leyti að hjarðlandinu hefir verið breytt í fagurt akur- lendi og viða komin upp ný og falleg hús. En eg var ekki svo iheppinn að hitta á gott árferði: grasbrestur tilfinnanlegur og al- mennur og markaður fyrir gripi sá allra lélegasti, sem þar hefir nokkurntíma verið. - Kornið leit samt vel út, og hafði frostið ekki náð því, verður það til mikilla bóta. Mig hefði langað til að nefna alla , sérstaklega .gömlu vinina, sem eg kom til í bygðinni; eg átti svo góða komu til þeirra allra, en það yrði of langt mál. Eg ætla samt að nefna einn, fróðan og prýðilega ritfæran bónda, Jónas ’Húnford. Hann tók mér með opnum örmum og hjá honum átti eg skemtilega en alt of stutta stund. Siðasta kvöldið sem eg var í bygðinni var eg nokkra stund hjá Ófeigi Sigurðssyni. Auk sam- ferðamanns míns voru þar aðrir ungir menn, sonur Ófeffes, sonur Jósefs Stefánssonar sem lengi var bóndi í bygðinni og &onur Jóhanns Sveinssonar. Allir voru þeir mentaðir á búnaðarskóla í fylkinu og ágætlega að sér í ensku, en all- ir töluðu þeir svo hreina og fall- ega íslenzku að eg fyltist aðdáim. Sýnir það, hve vel er hægt að halda við báðum málunum. Eins enn vil eg minnast í sam- bandi við bygðina. Kennari þar Mrs. Plummer, tók á sig stórkost- legt auka ómak til að kenna skóla- börnum ’íslenzku. petta var stórra virðinga vert; en eg efast um að almenningur hafi metið þetta eins og skyldi. Ber alt af ao sama brunni í þessu máli. Menn segjast vilja viðhald íslenzkrar tungu, en hvað vilja þeir gjöra og hvað vilja þeir styrkja þá sem eitt- hvað eru að reyna að gjöra? Framh. Indverskt skáld. íslendingur f Khöfn getur komu indverska skáldsins Tagore til Danmerkur i sumar, eftir því sem Dagur skýrir frá: Laugardaginn 21. maí steig ind- verska skáldið Tagore í fyrsta sinni fæti sínum á danska grund, og lá nærri að það ætlaði að kosta hfcnn líf eða limi. pað var þó ekki germja yfir komu hans, .sem þessu alli, heldur gleði, líkleg er þó rétt- ara að segja forvitnin. Stúdenta- félagið hafði sent formann sinn á móti honum, og helztu blöðin ihöfðu gert það sama. pegar svo skáldið kom á brautarstöðina, var múgur og margmenni saman kom ið þar, til þess að fagna hinum ind- verska gesti. Gullu þá við húrra hróp og blómum rigndi yfir öld- unginn. Sunnudaginn 22. maí las hann upp nokkur af kvæðum sínum í stúdentafélagnu, og um kvöldið fóru stúdentar blysför heim til hans. Á mánudaginn -hélt hann fyrirlestur við háskólann, er hann nefndi “östens og Vestens Möde”. Var þar vitanlega húsfyllir, og lá við að fólk ryddist inn. pegar Ta- gore kom, gullu við fagnaðaróp, sem aldrei ætlaði að linna;. stóð þá upp úr þvögunni maður einn og skoraði á fólkið að krfjast þess, að það fengi Tagore að heyra. Var þá .send nefnd manna á fund há- 3kólarektors, og lofaði hann að sjá um að Tagore talaði af svölum háskólans þegar erindi hans væri Iokið. Varð þetta úr, og þegar hann bafði talað til fólksins af svölnnum, voru fagnaðaróþin hálfu meira en áður,enda þótt full- yrða megi, að fæstir skildi mál hans Um kvöldið fór Tagore svo yfir til Stokkhólms, til þess að þakka fyrir Nóbelsverðlaunin. Ta- gore hefir verið í heimsferðalagi, sem staðið hefir yfir nær því heilt ár. Hér var hann gestur hjá Poul Branner bóksala, sem hefir gefið út nokkrar af bókum hans Svía, jafnvel að það gæti orðið til þess, að Finnar gerðu bandalag við Rússa. Á hinn bóginn er Álandseyjum trygt töluvert sjálf- ræði í sambandinu við Finnland og skorður reistar við ásælni og yfirgangí af Finna hálfu. Álendingar eru ekki herþjón- ustuskyldir. ]7eir þurfa ekkert að leggja til annara skóla en þeirra, sem sænska er kend í. Sveitafélög eyjanna og einstaklingar eiga for- kaupsrétt og endurkaupsrétt að öllum fasteignum, sem framvegis kunna að verða eigendaskifti að í eyjunum. Útlendingar, þar með taldir Finnar úr öðrum héruðum ríkisin.s, sem flytja til eyjanna, fá ekki atkvæðisrétt í sveitarstjórn- armálum fyr en þeir hafa verið þar búsettir í fimm ár. Eyjarnar mega nota til sinna þarfa helm- inginn af fasteignaskattinum. — Löks er svo ákveðið, að forseti finska lýðveldsins skuli skipa landsböfðingja á Álandseyjum í samráði við forseta landsþingsins í eyjunum. Ef þeir geti ekki orð- ið á eitt sáttir, tilnefnir lands- þingið fimm menn og skal lýðveld- isforsetinn skipar einhvern þeirra í embættið. Hefir þetta ákvæði mælst misjafnlega fyrir í Finn- landi. Álandseyjarnar eru um 300 að tölu; af þeim eru um 80 bygðar og allar smáar. Svo er um þær sam- ið að þar má engin hernaðarvirki reisa. Um miðja síðustu öld reistu Rússar þar einhver vígi, en Frakk- um ar sendu þangað herskip og létu rífa þau niður aftur. — fbúar eyjanna eru um 20 þús. HEIMSINS BEZTA MUNNTÓBAK COPENHAGEN Hefir góðan keim Munntóbak sem endist vel Hjá öllum tóbakssölum Frá íslandi. Veðrátta á Norðurlandi hefir verið vond nú að undanförnu, sí- feldir norðanæðingar og kuldar. gærmorgun var sagt frá Hólum í Hjaltadal, að þar hefði snjóað í fjöll nóttina áður og gránað í rót niðri í bygð. Gras&pretta er frem- ur rýr. Inflúensan hefir hagað sér þannig í Húnavatns og Skaga fjarðar sýslu að á suuium bæjum þar hafa allir lagst í einu, en á aðra bæi hefir hún ekki komið, og hvergi Kefir hún lagst þar mjög þungt á. 8. ág. andaðist að heimili sínu Heimaskaga á Akranesi, Guðrún Halldórsdóttir, kona Ólafe Magn- ússonar skipstjóra. Var að eins 27 ára að aldri. Álandseyjarnar. Sem kunnugt er, hefir staðið í stímabraki milli Finna og Svía út af Álandseyjunum og var þrætumálið lagt undir úrskurð þjóðbandalagsins, sem úrskurðað hefir að Finnland skuli halda eyjunum, sm skoðaðar eru fram- hald af suðvestur odda Finn- lands og heyrði þvi landi til fyrr á tíðum, enda þá mestmegnis bygð- ar Finnlendingum. Um mál þetta segir í fréttum í Vísi nýlega: pjóðbadalagið hefir úrskurðað, að Finnland skuli halda Álands- eyjum. Landsþing Álendinga hef- ir mótmælt þeim úrskurði, en þar við verður þó væntanlega látið sitja, þó að hér sé um brot á sjálfs- ákvörðunarréttinum að ræða, þess- um helgasta rétti þjóðanna, sem um eitt skeið var svo mjög í há- vegum hafður af stórþjóðunm, að minsta kosti í orði. Álandseyjabúar* eru því nær allir sænskir að uppruna, og vildu sameinast Svíþjóð, allir sem einn að hpita má. En eyjarnar.hafa verið “innlimaðar” Finnlandi um langan aldur, voru “látnar af hendi” af Svíum árið 1809, við Rússa, og eiga því sennilega ekki frekari lagarétt til þess að -skiljast nú frá Finnlandi, en ýms hérð þess á landi, sem aðallega eru bygð af sænskum mönnum. Enn frem- ur hefir þjóðbandalagið vafalaust óttast það, að meiri vandræði gætu af því hlotist, ef eyjarnar yrðu teknar af Finnlandi, heldur en af vonbrigðum eyjaskeggja sjálfra og Kaupendur Lögbergs Vér höfum verið að undanförnu að senda út reikninga til yðar viðvíkjandi á- skriftargjaldi yðarvið blaðið. Og vonumst vér eftir góðum og greiðum skilum. ^InhágeÍ^ ' SNUFF Kvœði úr Óðni. eftir G. O. Fells. BROTABROT. öll mannanna störf eru brotabrot og búskapur vor kemst oft í þrot á andans jafnt sem á öðrum svæðum. Oss árangurslaust finst oft vort strit, í áframhaldi þess líjtið vit, fyrst svona grátlega lítið við græðum. En eitt er þó víst, að alt er geymt og engu smáræði verður gleymt, og margt, sem hvarf eins og gufa út í geíminn, það kemur aftur í einhverri mynd, hver örsmá dygð, hver minsta synd— verður alt af til — skilur aldrei við heim- inn. Margt andlegt ljós, sem er alt of bjart og augun húmvön þola vart og ýmsir vildu fegnir flýja, 'þó magnar og skapar minna ljós við manna hæfi, — og sérhver rós er sótt til himins í hallir skýja! Og þegar vér skiljum að alt er eitt •og aldrei í rauninni glatast neitt, þá hættum vér loks að smá hið smáa. Er samband alls verður öllum ljóst, þá andar léttar um þjakað brjóst; þá berum vér skyn á hið litla og lága. SORGIN. Vonimar vængléttu þegja; vel jeg það skil og sorgin — hún er mér að segja syndanna til! Fyrst jeg hef mig bundið og brunnið, á blindninnar glóð, get jeg eins gleðina unnið gæfunnar sjóð! Róleg því sála mín sértu: sorgin þér ann. Hreinni og 'hraustari ertu. Hismið — það brann. STENST A. Margt sem ör jeg eftir beið, elskaði mest og þráði, brást mér alveg — sárt mér sveið og sálarstríð jeg háði. Én mörg varð og til láns mér leið, sem litlum höppum spáði. Af mörgu því, sem mest jeg kveið, jeg mestar heillir þáði. UPP — AFRAM. IJpp — úr myrkri og svefni synda; sigraðu illan vættaher. Upp — á ljóssins tignartindá , tilveran þar brosandi er. 1 guðmóö áttu göngu að skynda, gæfan biður eftir þjer! Vér erum meðmæltir nákvœmum saman- burði á verði, vörugæðin koma þá beztíljós DIVANETTE Afbragðs eik, klætt ramsterkri Ieðurlíking. Ásamt góðri og vel gerðri matressu. a r a Vanaverð $79.50. Kjörkaup . .:..$ jy.oo CRETONNES Mjög vel fallið fyrir yfir- gluggatjöld. Hafið tízkublæ á heimilinu. Vér höfum stórt úrval af fallegu Cretomnes, sem er á- gætt í húskjóla og millipils, 36 þuml. breitt. Kjörkaups- verð ' Yardið á ............... 45c. Lagt við reiknig yðar á þessu verði * MÓMULLARLÖK Vandlega ofin úr hreinni baðmull. Hemstitched. Vana verð $8.50 parið. Hálfsár&salan ..... $4.95 RUGGUSTÓLL Bæði sterkur, fallegur og þægilegufr, ireyklituð eikar, birki eða mahógany' áferð. Kjörkaup .... $10.95 J. A. BANFIELD, 492P£Nsr The Reliable Home Furnishers. Lán veitt skilrík” folki.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.