Lögberg - 15.09.1921, Blaðsíða 4

Lögberg - 15.09.1921, Blaðsíða 4
Blg. 4 LÖGBEBG, FmTUDAGINN, 16. SEPTEMBER 1921 I yógberg Gefið út Kvem Fimtudag af The Col- umbia Press, Ltd.,]Cor. William Ave. & Sherbrook Str.. Winnipeg, Man. Talaimar: N-6327“oé N-6328 Jón J. BfldfeU, Editor Utanáskrift ti! blaðsina: THE COIUI^BH PRESS, Itd., Box 3171, Wlnnipeg, Han. Utanáekrift ritatjórana: EOITOR LOCBERC, Box 3172 Winnipeg, N|an. The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limlted, in the Columbia Block, 863 to 857 Sherbrooke Street, Winnipeg, Manltoba. Kynslóðimar tvær. 'Mönnum er ekki eins tíðtalað um nokk- urn skapaðan hlut, eins og ungu kynslóðina. Þetta er ókki einasta náttúrlegt, heldur eins og íþað á að vera. Þvl, eftir að alt er sagt og gjört, *þá er það og verður aðal lífsstarf hinná eldri kynslóða, að endurnýja mannfólk- ið og búa þá ungu svo undir lífsstörf sín, að þeir geti orðið hæfir menn og konur til nýtra verka. Þetta vita allir, að er hið mikla alvöru- spursmál þjóðfélaga jafnt sem einstaklinga, og undir trúmensku þeirra er það komið, hvort það gengur vel eða illa. Uppeldismálin hafa ávalt verið ervið mál, iþví kröfurnar, sem gjörðar eru til þeirra ungu, eru miklar; vonirnar, sem foreldrin gjöra sér nm ibörn sín, eru yfirleitt háar. Þau vilja að sin börn séu börnum annara feti framar, þeg- ar til mannkos'ta kemur. Þau þrá ekki aðeins, að þau verði ættarlaukar, heldur líka að þau verði sómi þess þjóðfélags, sem þau ala aldur sinn í. Kvíðinn fyrir !því, að illa fari fyrir þeim ungu, er föður og móður hjartanu öllu öðru sárari og ekkert mótlæti getur foreldrum verið meira, en iþað, 'þegar börn þeirra fara villur vegar og verða jafnvel á unga aldri að gler- brotum í haug mannfélagsins. iSjaldan hafa hinir eldri á meðal þjóð- flokks vors verið eins kvíðafullir fyrir framtíð þeirra ungu, eins og þeir eru nú, og raddir berast oss jafnvel heiman af ættlandinu í sömu átt. Því miður á líklega þessi hræðsla sér ein- hverja staðreynd, þvá sjaldan er mikill reýkur þar sem enginn eldur er, og er það sízt að undra, að því er Vestur-lslendinga snertir, þar sem meira los er nú á flestu þeirra á með- al, en verið hefir áður í sögu þeirra. En þeg- ar öllu er á botninn hvolft, þá erum vér ekki sannfærðir um, að það, sem á milli ber þeirra eldri og hinna yngri, sé eins tilfinnanlegt eins og sumir halda, því frá vorn sjónarmiði er heilmikið af því, sem ber á milli þeirra, að eins mismunandi smekkur. Þeir eldri halda fast ,við venjnr og siði eins og þeir hafa vanist þeim. En hinir yngri vilja fleygja sér út í straumana eins og þeir eru nú og njóta og lifa eins og smekkur þeirra býður þeim. Þessi smekkur getur náttúrlega leitt ung- lingana út á glapstigu, en á því er samt ekki mjög mikil hætta, ef þau hafa alist npp við ein- lægni, yl kærleikans og hreinleika í hugsnn, orðum og athöfnnm. Það er ekki ómögulegt, að smekkur nng- linganna missi jafnvægið og þeir sleppi sér út í ástríður, sem hera þá lengra og lengra í hurtu frá hreinleika en vel væri. En það má maður ekki halda, þó þeir vilji að einhverju leyti breyta út af smekk og siðvenjum hinna eldri, — má ekki halda það, þó þeir hafi annan smekk en vér hin eldri í klæðaburðj, dansi þá dansleiki, sem ekki voru til þá vér vorum lítil og sem eru fremur fráhrindandi fyrir smekk vorn; þó leikar þeirra séu eitthvað frábrngðn- ir leikjum þeim, er vér vöndumst. 1 einu orði, vér eldra fólkið þnrfnm að viðurkenna rétt þeirra yngri til þess að hafa sinn eigin smekk í öllu því, sem er saklanst og hreint og stefnir í rétta átt. Um fram alt þurfum vér að varast stríð á milli smekks þeirra yngri og eldri að svo miklu leyti sem í voru valdi stendur. --------o-------- Austurlanda spursmálið - Þessum Apsturlanda spursmálum er vana- legast skift í tvent, þau er snerta lönd þan í Austurheimi, er næst miðstöð Evrópu liggja og sem á ensku máli er kallað“Near East”, og þau lönd í Austurheimi er fjarst þeim punkti liggja sem nefnd eru á því sama máli “Far East.” Mál þau er snerta Kína og Japan, eru á máli.þessa lands kölluð “far eastern” spnrsmál. En þau er snerta Tyrkland, Armeniu og önn- ur þar um slóðir, eru nefnd “near east” málin. Nú sem stendur, er mikið talað og ritað um spursmál þau er snerta Kína og Japan og eru þau mörg og margvísleg; en þegar maður les það sem skrifað er um þau ofan í kjölinn, eða talar við menn sem hugsa mikið um þau mál, iþá gægist alt af annað land, eða réttara sagt önnur þjóð, upp í huga vorum, það er Banda- ríkjaþjóðin. Það er eins og sambandið og samkomulagið á milli BandaríkjaTWia og Japan sé brennipún'kturinn í allri hugsun manna í sambandi vrið þessi mál hinna fjarlægu Austur- landa. - Þessn er umtalið um stríð milli Japana og Bandaríkjanna, búið að koma til leiðar, að smærri eða stærri partar beggja þessara þjóða eru búnir að tala sig upp í það, að stríð sé ó- hjákæmlegt á milli þessara þjóða. Samt er það engum vafa bundið, að það er ekki ein einasta persóna á meðal þessara þjóða, sem í raun og sannleika óskar eftir stríði, en þó er það nú samt einhvernveginn svo, að báðar þjóðirnar virðast ósjálfrátt vera að stefna í þá áttina, og eins lengi og þær þjóðir halda áfram að auka herútbúnaðinn og málbeinin, sem sí og æ eru á gangi á meðal þegna þeirra að ala á óánægju og úlfúð, þá er aldrei hægt að segja hvað fyrir kann að 'koma, því almenningsálitið getur þá orðið eins og púður hrúga, sem svolít- ill neisti getur sett í bál. 1 tímariti einu frönsku sem heitir L’ En rope Nouvelle, gefnr maður að nafni Nower, lista af átta eldkveikjuefnum, sem hvert út af fyrir sig geti hæglega kveilkt í þessum ameriska og japanska púðurhaug. 1. Eyja ein í Kyrrahafinn, sem Japanitar segjast eiga samkvæmt því sem franl sé tekið í friðarsamningunum. En Bandaríkin neita að viðurkenna þann eignarrétt og krefjast þess að eyjan Yap (svo heitir þessi eyja) eé undir al- þjóða umsjón. 2. Sæsímarnir þrír, sem liggja frá Yap eyj- unni og sem áður voru eign Þjóðverja, en sem Japanitar helga sér nú, en Bandaríkjamenn krefjast að ætti að skifta á milli Japanita, Bandaríkjamanna og máske Hollendinga. 3. Yfirráð Japanita yfir Shantung, sem Bandaríkjamenn neita að viðurkenna. 4. Athafnir Japana í Mongaliu og Maneh- uriu, sem Bandaríkin, líta á sem tilraun þeirra, til þess að takmarka viðskifti og áhrif þjóðanna í Kína. 5. Fram'koma Japanita í Valdivastock, í Austur-Síberíu og Kamchatka, sem Bandaríkja- menn líta hornauga til. 6. Framsókn trúboða frá Bandaríkjnnnm í Kóreu, sem Japanitum er meinilla við. 7. Þó er þjóðemis spursmálið, sem komið hefir upp í sambandi við innflutning Japanita til Philipin eyjanna, Hawaii eyjanna og vestnr- strandar Amerí'kn allra alvarlegast. 8. Samningurinu við Kína, sem Banda- ríkjunum er mikið áhngamál og sem Japanitum er horið á brýn, að þeir sén að spilla fyrir. Hvert eitt af þessum atriðum mætti sjálf- sagt jafna með gætni og góðvilja, en ef þau ern gjörð að kappsmáli á milli herþjóða, þá getnr líka hvert þeirra út af fyrir sig orðið orsök til ófriðar. ------o------ Hvað Danir segja nú uni ísland, Reykjavík. Jón Jónsson frá Sleðbrjót þýddi úr Decorah póstinum 30. ágústf 1921. 1 bréfi til Berl. Tíð. frá Reýkjavík um kon- ungs heimsóknina til Islands er meðal annars þetta: Það mun varla nokkur borg áNorður- löndum hafa tekið slíkum framförum á síðustu 50 árum, eins og Reykjavúk, höfnðstaður Is- lands. Kristján 9. var 'hinn fyrsti konungur er heimsótti Island árið 1874, þá var Reykjavík hálf óálitlegt húsaþorp umhverfis lítilfjörlega kirkju innst við Faxaflóann. Veggir og þaik margra húsanna voru úr torfi og grjóti. Bær- inn líktist þá mest nýhygðu frumbyggja-býli í fiskistöð. Þegar Friðrik konungur áttundi, heimsótti ísland 1907 og danskir réÖherrar og ríkisþings- menn í för með honum, hafði Reykjavk stæfckað svo að hún var þá orðin smá-iborg með nálægt 10,000 íbúum. En fconungurinn og fylgilið hans varð samt að stíga á land úr bátum á lít- illi og óásjálegri bryggju, við ströndina móti opnu hafi. Reykjavíik leit þá út eins og skipu- lagslaust sveitaþorp. Húsin lág, götumar ó- gerðar, eins og þær voru frá náttúrunnar hendi, að mestu. Nú í sumar þegar Kristján tíundi og Alex- andra drotning heimsóktn Island, þá er Reykja- vík orðin snotur borg, Ibúar hennar nær tutt- ugu þúsundum. Islendingar geta nú með metn- aði fundið það, að borgin er heiðarlegur höfuð- staður konungsríkisins íslands. Þegar fconugsskipin rendu inn Faxaflóa, blasti við sjónum ummáls-ríkur hafnarbær, og vel bygð höfn framundan. Þegar konungur og drotning stigu á land af “ Valkyrjunni,” var þeim fagnað með góðu skipulagi af mannfjöld- anum. Nú blasti við sjónum þeirra, myndar- legt þinghús, kirkjur, háskóli, mentaskóli, bók- hlaða, sjúkrahús og gistihús myndarleg. 1 stuttu máli, hér gat að líta alt það er sjá má í öðrum höfuðhorgum Norðurálfunnar. Fartæki og verzlun er alt breytt. Nú eru efcki lengur notaðir fjörugu og skemtilegu ís- lenzfcu smáhestarnir. Bifreiðar til mann* flutninga og vörufærslu, renna nú nm öll stræti borarinnar. Nú sjást efcki lengur verzlunar- búðir með gamla laginu, þar sem öllu ægði sam- . an : iSkipsakkerum, olíufötum, síldartnnnnm, sælgætiskössnm og kvenhöttum. Þessar búðir hafa nú orðið að víkja fyrir nýtízkubúðum, þar sem sérhverjar vörutegundir eru seldar í hverri búð og sumar þessara búða eru svo myndar- legar að þær standa alls ekki að baki samkyns búðum, í nokkrum Norðurlanda borgum. Nú er höfnin í Reykjavík stærsta fiskisölu- höfn við Norðnr-Atlanshafið. Aður fór þar öll uppskipumþar fram þannig að flutt var milli skips og lands á smá bátum, utan úr opinni höfn. Nú liggja stærstu gufuskip, aukheldur smærri skip, upp vi8 bryggjur og setja vörur í land yfir Jiorðstökkinn. Og Reykjavík á nú fjölda af nytízku botnvörpuskipum, og stórum mótor- bátum, svo engin dönsk borg jafnast við hana í því efni, ekki einu sinni Esbjerg. / Land eins og ísland sem ekki er mannfleira en það, að það þarf cfcki sex tölustafi til að sýna manni f jöldann, getur ekki sýnt stórborgir eins og önnur Norðurálfulönd. En þó að Reykja- vík hafi vaxið undanfarin ár, með undraverðum ameriskum hraða, þá ber hún engin útkjálka einkenni, sem svo oft sjást á líinum stóru bæjum upp í meginlöndunum, þegar þeir eru ekki kon- unga eða stjórnarsetur. Reykjavík er reglnlegur smá höfuðstaður, þar er saman safnað, alt hið bezta mannval landsins, og framkvæmdarafl, bæði í stjórnmál- um og mentnn. Molar. .Pólitík. Það er nokkurskonar ládeyða í pólitíkinni í Canada sem stendur. Forsætisráðherrann Meighen hefir tilkynt landslýð öllum, að þing- rof og kosningar séu í vændum í haust, svo ligg- ur alt í láginni, eins og þegar verið er að safna kröftum til fram'kvæmda einhverju Grettis-taki. Stjórnmála flokkamir eða talsmenn þeirra segja lítið — fara spart með krafta sína á með- an undirbúningurinn undir aðal kollhríðina stendur yfir. En samt eru það æfinlega nokkrir á meðal þeirra, sem langt sjá fram í tíamann og gæddir eru einskonar spádómsgáfu, nofckurskonar fyr- irrennarar allra kosninga. Gáfa þeirra hin sér- stalka, liggur í því, að segja fólki hvernig að hin eða þessi kosning fari. Það þarf náttúr- lega að gjörast fyrir fram, því á eftir getur hver aulinn séð það. Þessir menn og blöð sem slíkt hið sama hafa fyrir stafni, láta til sín heyra af og til, og langflest af þessu spámannaliði segir Meig- hen stjómina bráðfeiga. Sumir halda fram að Crerar muni leiða hændurna til sigurs, og að eftir næstu kosningar fái þeir að vera óáreittir og með fullum rétti í þinghúsinu í Ottawa. Þetta segja aðrir aftur á móti, að nái ekki nokkurri átt, eins og senator Bradbury frá Sel- kirk. Honum kemur saman við alla hina um það, að það sé ekki viðiit að National Liberal Conservative flokkurinn — það e r Meighen- flokkurinn — það er gamla conservativa, eða afturhaldsstefnan vinni og ekki heldur Crerar eða bændurnir, heldur sé nú þegar orðið alveg víst að frjálslynda stefnan, eða frjálslyndi 'flokkurinn, undir stjóm og forystu MacKenzie King, verði lang sterkastur og fjölmennastur eftir kosningamar. Og Bradbury vissi vanalega hvað hann söng á meðan haifn var þingmaður og hefir víst ekki farið aftur síðan hann varð senator. Á meðan þessir spádómar ganga mann frá manni er sagt að stjórnin sé ekki aðgjörðalaus, því nákunnugir segja, að hún sjálf sé mjög vondauf með sigur í kosningunum, sem í hönd fara og sé að hreinsa til hjá sjálfri sér og ganga svo frá hlutunum, að ekki verði um auðugan garð að grisja ef svo skyldi fara að Meighen og hans fylgifiskar, kæmu efcki aftur til baka eftir kosningarnar. Sagt er að Meighen ætli að fylla sætin auðu, sem eru nú í efri málstof- unni, og á meðal þeirra, sem þar verða settir inn, er talið víst að séu: Hon. George Foster og Hon. J. D. Reed frá Ontarío, J. D. Palmer frá New Brunswick, Hon. J. A. Calder og Archie Gillis frá Saskatchewan, R. F. Green og H. H. Clements frá Britis Columbia. Auk þess starfs og fleiri þar að lútandi, er Hon. Arthur Meighen önnum kafinn þessa dagana, að fá menn til þess að fylla pláss þeirra af ráðhermm Meighen stjómarinnar, sem komið hefir verið fyrir í senatinu. Vppfyndingar og nýv/ngar. þeim fleygir fram ósegjanlega, svo aðsegja með hverjum deginum, maður tekur sér ofcki svo í 'hönd vísindaleg blöð nú á dögum, að maður sjái þar ekki eitthvað nýtt. — Nýjar aðferðir í land- búnaði, við fiskiveiðar, við rafurmagns fram- leiðslu, í samhandi við bifreiðar, loftfikip og eiginlega alt mögulegt sem mannsandinn getur gríþið milli himins og jarðar. Það nýjasta af öllu nýju, sem vér höfum séð, er nýr mann- í'Jokfcur með algjörlega sérkennilegri náttúru og eðli, ef það er satt sem stendur LJIeims- kringlu. Þar stendur að á haustin fylli “nýtir menn og náttúrlegir forðabúi1 sín” og að “ónýtir menn og ónáttúrlegir svo sem bæjarmenn njóti góðs afþví.” Það er sannarlega efcki lítill uppsláttur fyrir ritstjóra Heimskringlu að verða fyrstur manna til þess að veita eftirte'kt og vekja at- hygli annara á þessum flofck manna í bæjarfé- lögunum, sem verða ónýtir og ónáttúrlegir, þeg- ar haustar að. Væntanlega verður þessi merkilegá uppgöt- vun skýrð frekar af ritstjórum Héimskringlu, því til þess eru þeir sagðir allra manna hæf- astir. MeíSlimir Grain Exchange, Winnipeg Produce Clearing Asso- ciation, Fort William Grain Exchange, Grain Claims Bureau. LICENSED AND BONDED By the Board of Grain Commissioners of Canada. Commissiomi LIMITED . Telephone A. 3297 216 Grain Exchange, Winnipeg, Man. Lslenzkir bændur! Munit5 eftir íslenzka kornverzlunarfélaginu í haust, munið eftir að við getum sýnt yður hagnað'sem nemur frá $100' til ðl50 á hverjum þúsund bushels af hveiti, ef þið fyllið járnbr- vagn og sendið okkur. Margir bændur hafa ekki hugmynd um, hvað mikið þeir tapa í lý-gt og “dockage” með því að selja I smáskömtum. pað er eins nauðsynlegt að selja kornið vel, eins og að yrkja landið vel. Við gerum það sérstaklega að atvinnu okk- ar að selja hveiti og annað korn fyrir bændur. ViS byrjuðum fyrir sjö árum síðan óþektir, en höfum nú mörg þúsund við- skiftavini, sem senda okkur korn sitt árlega. Slíkt kemur til af því, að, við lítum persónlega eftir hverju vagnhlassi, sem okkur er sent, sjáum um að “dockage”, vigt og flokkun sé rétt, og að menn fái það hæsta verð er markaðurinn býður í hvert skifti. Ef þið hafið dregið kornið í næstu kornhlöðu og látið senda þaðan vagnhlass, þá sendið oss hushela-miðana og við skulum líta eftir sölunni. petta kostar yður ekkert og þér mun- uð sannfærast um hagnað af að láta okkur selja kornið. Eins, ef þér hafið fylt járnbrautarvagn og viljið selja inni- hald hans áður en hann fer á stað, þá símið okkur númerið á vagninum og munum við selja kornið strax fyrir hæsta^verð. Sendið okkur “Shippig Bill” af því og munum við borga út á þaí ef beiðst er eftir og^afganginn þegar vigtarútkoman fæst. peir Islendingar, sem vildu selja hveiti sitt nú þegar og kaupa aftur maí-hveiti, ættu að skrifa okkur pað er ihægt fyr- ir bændur að græða á því í ár.. Við skulum útvega bændum maíhveiti í Fort William að mun ódýrara en við seljum þeirra hveiti. pannig fríast menn við að borga geymslu og geta fengið peninga sína strax. Að endingu vildum við (biðja íslendinga að kasta ekki hveiti sínu á markaðinn í haust þegar prísar eru sem lægstir. Sendið okkur það sem þið hafið, við lítum eftir geymslu á því til næsta vors. pat/er vort álit, að prísar verði mjög háir næstkomandi maí. Skrifið okkur á ensku eða íslenzku eftir þeim upplýsing- um, sem ykkur vantar. ölium bréfum svarað strax. HANNES. J. LINDAL. PETER ANDERSON. SPARIÐ ÁÐUR EN ÞÉR EYÐIÐ Láttu Bankareikninginn vera pitt fyrsta áhugámál. , pað mun meira en borga sig þegar árin líða. Sparisjóðsreikjngar við hvert einsata útibú #THE ROYAL BANK ______________OFCANADA Borgaður höfuðstóll og viðlagasj. $40,000,000 Allar eignir........ $544,000,000 Peningamál. Fyrir nokkru ^krifaði eg ofur- litla grein í Lögberg, sem bar þessa fyrirsögn, og var hún þess eðlis, að leiða mönnum fyrir sjón- ir, hvað nauðsynlegt það væri að leggja ofurlítið af efnum sínum til síðu, svo ár ellinnár yrðu ekki eins Ihörð og þung, og henti eg á hvað eg áliti happasælt í þeim efnum. Síðan eg skrifaði greinina, hafa mér verið sendir töiluverðir pen- ingar til að sýsla um. Mér virð- ist það vera vottuí' um, að menn hafi veitt greininni eftirtekt og fallist á, að innihald hennar væri sannleikur, sem vel mætti taka til greina. Mér þykir mjög vænt um þetta, því eg skrifaði greinina í því skyni, að fólk tæki innihald hennar til íhugunar. Einnig þyk- ir mér sæmd að þeirri tiltrú, sem mér er ,sýnd með þessum sending- um, og vona, að engan þurfi að iðra þess að hann har til mín fuLlkomið traust, því eg mun reyna, eins og að undanförnu, að gæta trúmensku minnar gagn- vart öllum þeim, sem viðskifti eiga við mig. En eg hélt, að ekkert ihefði ver- ið í greininni, sem missskilningi gæti valdið; en þó hefir svo orðið því eg hefi fengið ákúrur úr einni átt. Mér er ant um, að eg sé ekki misskilinn í neinu, en allra sízt í því, sem þessi misskilningur er sprottinn af. Eg myndi aldrei leyfa mér að nefna einlæga, auð- mjúka bæn frá sorgfullu og hjálp- arþurfandi hjarta—Iþulur. Eg tel það óyggjandi sannindi, að það sé einn af göfugleikum lífsins að ibiðja — bæði guð og menn. Að sá maður, sem lengst og toezt varð- veitir sitt harnseðli og viðkvæmni og getur beðið, sé meiri og sterk- ari og hæfari maður fyrir lífið heldur en sá maður, sem gerist kaldur og hænarlaus. Eru mrfkkrar líkur til að sá mað- ur, sem aldrei finnur hvöt hjá sér eða þörf til þess, að eiga náin við- skifti við hið eilífa vald, myndi veita úrlausn þeim, sem þyrftu á hjalp að halda og leituðu til hans? En það eru einmitt þeir menn, sem sjá í gegn um fingur við sína samferðamenn og eru hjálparfús- ir og góðlyndir, sem gera heiminn hlýrri og bjartari og líkari þvi, sem allir vildu að hann væri um- horfs. 1 augum þeirra manna 'gerir það ekki svo mikið til, af hvaða ástæðum það stafar, að einn eða annar kemst í þær kringum- stæður, að hann þarf ihjálpar með —og á það ætti líka aldrei að vera litið.—— Heldur er hitt miklu meira áríðandi, að opna sinn innra mann fyrir þeim bágindum og gleðjast yfir, að manni gefist tæki- færi til þess, að verða til hjálpar þeim, sem þurfa hjálpar við. Eg brúkaði orðið viðskifti, og dettur því í hug að segja fáein orð um hin veraldlegu viðskifti manna og hvernig mér fingt þau ættu að vera af hendi leyst og hvað þau í rauninni eru. Líf mannanna frá vöggunni til grafarinnar er eixi óslitin við- skiftakeðja, áframhaldandi og endalaus. Andleg viðskifti og veraldleg vi&skifti. Viðskifti við guð og viðekifti við menn. Og þetta er svo nátengt, þótt það virð- ist svo óskylt, að ekki er hægt að útkljá nein veraldleg viðskifti án þess, að andlegu viðskiftin séu þar einnig með. Grundvöllurinn, sem öll sönn og eðlileg viðskifti eru bygð á, er rétt- læti, og ef ekki er 'bygt á þeim grundvelli, verða viðskiftin ósönn og óheiðarleg. pað á því að vera áform allra, sem viðskifti gera, að bvggja þau á þeim grundvelli, því annars geta viðskiftin ekki staðist, þvh réttlætið hlýtur ætíð að sigra. pað er ekkert starf í lífi mann- anna, sem er ánægjulegra og nyt- samara heldur en hrein og eðlileg viðskifti, — því það er í rauninni sjálft lífið. Yiðskifti, þar sem all-

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.