Lögberg - 15.09.1921, Blaðsíða 6

Lögberg - 15.09.1921, Blaðsíða 6
Bls. tí böGBERQ .EIMTUDAGINN, 15. SEPTEMBER 1921 PERCY Og HARRIET Eftir frú Georgia Sheldon. Þiegar þau komu til húss hertogainnunnar, fór lávarÖurinn með hana inn í lestrarstofuna og útvegaði henni þægilegan stól. Svo fór hann að finna ömmu sína og sagði frá öllu þar á meðal yfir óánægju sinni yfir framkomu Stewarts fjölskyldunnar og því sem hann hafði sjálfur framkvæmt við þetta tækifæri. Honum til undrunar var amma hans ekki viss ijm nema böndin bærust að henni og að hún gæti ekki annað en álitið hana seka, nema ef annað hálsmen af sömu gerð fjmdist. En hún bar mikla meðaumkun til þessarar vinalausu stúlku, og sagði að “góði drengurinn sinn” hefði gert rétt að koma með Harriet í sitt hús — og að sér mislíkaði vægðarleysi frú Stewarts. . “Hún hefði að minsta kosti átt að lofa henni að vera í húsinu, og fá hana til að haga sér betur, ef hún í raun og veru er sek um þetta. Hvar er hún?” “Inni í lestrarherberginu. En amma, láttu hana ekki verða þess vara, að þú álítir hana selka,” bað hann og roðnaði. “Og fyr- irgefðu mér, ef eg segi þér leyndarmál, sem veldur þér vonbrigða; eg hefi nefnilega lært, að elska þessa ungu stúlku af öllu hjarta, og þess vegna verður þú mín vegna, ef ekki hennar vegna, að forðast að særa hana.” “Nelson!” sagði gamla konan undrandi og hrvgg. “Eg verð að vera hreinskilinn og segja þér sannleikann, þó þér sárni það. Eg veit þú vildir annað; en þú hefir í þessu tilliti ekki verið eins glöggskygn í dómum þínum og þér er eiginlegt. Helen Stewart er, þrátt fyrir fegurð sína, mentun og uppgerðar alúð, ekki sonn persóna. Hún er fölsk og eigingjöm, ef mér skjátlar ekki.” “Þú mátt ekki niðra öðmm manneskjum til að styrkja þína efasömu skoðun,”'sagði hún ásakandi. “Eg fullvissa þig um, að eg ekki með ásettu ráði vil varpa skugga á hana. En eg hefi á síðustu stundunum komist eftir fáeinum atvikum, sem hafa opnað augu mín og sannað skoðun mína á henni. Til þess að nefna aðeins eitt, þá fékk ekki ungfrú Gay heimboðsspjaldið, sem við sendum henni fyrir sam'komuna.” “En eg sendi henni það um leið og hinum,” sagði hún, án þess að skilja hvað þetta snerti karaktér Helenar. “Já, eg veit það,” svaraði hann, “en eg er alveg viss um að Helen náði því. ” “Ómögulegt,” sagði hún undrandi. “Og þó veit eg að þú mundir ekki segja þetta, nema ef þú hefðir órækar sannanir fyrir því. Hvemig veiztu að hún fékk ekki spjaldið?” “Harríet sagði mér það sjálf. Eg spurði hana á leiðinni hingað, hvers vegna hún hefði ekki komið í gærkvöldi. Hún leit undrandi á mig og svaraði: “Eg gat það auðvitað ekki.” “En eg sendi yður heimboðsspjald. Eg skrifaði sjálfur áritanina á það,” sagði eg. “Hún blóðroðnaði og svaraði: “Þá hafa einhver misgrip átt sér stað, því eg fékk ekk- ert.” “En sendimaðurinn hefir getað týnt því á leiðinni,” sagði hertogainnan, sem aldrei vildi trúa neinu illu um vini sína. “Nei, eg er viss um að það er Helen að kenna,” sagði hann. “Eg spurði eftir ungfrú Gay, þegar þær komu í gærkvöldi. 0g Bella fór að segja: “að hún hefði ekkert fengið“, en þá sá eg Helen gefa henni aðvarandi olnboga- skot, en svo sagði hún sjálf, að ungfrú Gay hefði ekki getað komið.” “ Já, Helen sagði mér það sama. Þetta er óneitanlega mjög undarlegt,” sagði hún alvar- leg. “En viðíkjandi þessari ógæfusömu stúlku, er eg líka hrygg þín vegna, því eg get ekki, eins og sakir standa nú, samþykt að þú elskir hana.” “En, amma—” “Eg veit ofurvel hvað þú ætlar að segja,” greip hún fram í. “Hún er fögur, gáfuð og sið- mentuð heldri stúlka; en við vitum ekkert um hana annað en þetta. Og samkvæmt því, sem hún hefir sagt, veit hún ekkert um ætt sína. Gifting manns af Hartwell ættinni og ungrar stúlku af óþektri ætt, getur ekki verið að tala um—án þess að líta til hins ógæfusama við- burðar í dag.” “Og þó elska eg hana”, endurtók ungi mað- urinn. “Eg skal enn fremur segja þér, í eitt skifti fyrir öll, að eg ætla aldrei að biðla til Hel- enar Sfcewart,” sagði hann í fylstu alvöru. Hertogainnan stundi og svaraði: “Eg hefi að eins þá einu ósk, að þú verðir gæfuríkur, góði pilturinn minn. Eg hefi lifað, eingöngu fyrir þetta, síðan faðir þinn dó. Og það, sem eg vil að sízt komi fyrir þig, er, að þú giftist kvenmanni, sem þú getur hvorki treyst né borið virðingu fyrir. En sanvt hefi eg aldrei séð neitt hjá Helen, sem verðskuldar annað en aðdáun og ást. Enginn getur heldur efast um það, að hún er ve*l hæf fyrir háa stöðu, og bæði mér og móður hennar yrði sár vonbrigði að eyðilegg- ingu óska okkar og vona.” “Eg veit mjög vel, að frú Stew-art hefir mjög metnaðargjarnar óskir um framtíð dóttur sinnar, en eg hefi lífca um tíma veri'ð einráðinn í því, að giftast henni aldrei, þó eg hafi dást að henni þangað til í gærkvöldi og í dag. En í 'kvöid sá eg, að hún mundi ekki hika við að fram- k\;>;ria stóra synd, til þess að hefna sín á þeim, sein henni líkar ekki.” “Eg er hrædd um, að ást þín á ungfrú Gay rugli dómgreind þína. Sem óháður dómari verð eg því miður að segja, að það lítur illa út fyrir þessari ungu stúlku. Það er ekki •sennilegt, að stúlka í hennar stöðu, skuli vera eigandi jafn- verðmikils hálsmens. Og það, að hún vill ekki segja frá nafni þessa eina manns, sem þekkir bernsku hennar, bendir á eitfchvað ískyggi- legt. ’ ’ “Það get eg ekki séð,” sagði hann. “Það getur líka orsakast af sjálfsfórn frá hennar h-Uð.” “Þú ert sjáanlega töfraður og sjónviltur, að því er snertir ungfrú Gay,” sagði hún. “Mér þykir leitt að þú dæmir tilfinningar mínar á þenna hátt, svaraði hann. “ En eg full- vissa þig um, að eg ber heita og trygga ást til hennar. Eg er sannfærður um, að Harriet Gay er hreinskilin og göfuglynd stúlka, og eg er jafn sannfærður um, að hún hefir ekki tekið þetta umtalaða hálsmen frú Stewart, fremur en eg s jálf ur. ’ ’ Hertogainnan stóð upp sorgmædd yfir því, að gagnslaust var að tala meira um þetta. “Eitt verð eg að biðja þig um, drengur minn,” sagði hún aJvarleg, “og það er, að þú mátt ekki opinbera henni ást þína, meðan hún er í mínu húsi.” Við skulum útvega henni dug- legan verjanda, og vona, að opinber rannsókn leiði í Ijós líknandi kringumstæður. Ef eg hjálpa þér með þetta, verður þú að lofa mér að hugga mig viðvíkjandi því eina atriði, sem vekur mér oro. “Eg lofa þér því, amma,” sagði hann. “En er sakleysi hennar verður sannað, verð eg að biðja þig um að leyfa mér, að biðja ungu stúlk- una að verða kona mín.” “Þá ert nú á lögaldri, drengur minn, svo eg íget ekki hindrað áform þín. En það yrði mér þung raun, ef 'þú settir nokkurn flekk á nafn okkar,” sagði hún með skjálfandi rödd. “Bíddu, augnablik,” sagði hann, þegar hún stóð upp til að fara. “Lát þú ekki Harríet verða vara við það, að þú álítir hana seka.” “Eg held þú megir treysta mér, drengur minn, að eg skuli ekki sýna neinum manni rang- indi,” sagði hiín blíðlega. Ungi maðurinn gekk til hennar, lyfti hönd- hennar að vörum sínum og sagði: “Eg veit, að hugur þinn er þrunginn af kristilegri ást og miskun. Þú ert sú eðallyndasta og göfugasta kona á Englandi.” Hann fylgdi henni til dyranna og opnaði þær fyrir hana, og læsti þeim svo aftur með varkárni, þegar hún var farin. 2. Kapitupli. Hertogainnan gekk beina leið til Harríet. “ Góða barnið mitt. Mér þótti vænt um það að sonarsonur minn kom með yður hingað,” sagði hún alúðlega og tók aðra heitu hendina hennar í sínar hendur. “Leggið þér frá yður hattinn og treyjuna, góða mín. Og s,vo verðið þér að hvfla yður bráð- lega á legubekknum í herbergi yðar. Þér eruð svo þreytulegar,” sagði hún. Þessi móðurlega blíða var of mikið fyrir hinar ofreyndu taugar Harríets, hún lagði höf- uðið á öxl gömlu konunnar og grét hástöfum; og hún þrýsti sér að henni eins og elskaðri móður. Hertogainnan hélt fast utan um hana, og reyndi með blíðum rómi að hugga hana. “En hvað þér eruð góðar við mig, sem enga kröfu get gert til yðar,” sagði Harríet, horf- andi á göfug andlitið og reyndi að brosa. “Mér þykir þetta mjög leitt, yðar vegna, góða barnið mitt,” sagði gamla konan og leit rannsakandi augum í tárvotu augun. “Viljið þér ekki segja mér alt eins og er, viðvíkjandi þessum ógeðslega viðburði?” “Frú Stewart er ein af vinkonum yðíir, ’ ’ sagði Harriet, sem ekki vildi segja eitt niður- ■í®S3flndi' orð um þá konu, sem hertogainnunni þótti svo vænt um. Hún náði margfalf meiri virðingu hjá her- togainnunni með þessum orðum. “Þér segið satt,” svaraði hún alúðlega. “En það þarf ekki að hindra yður frá að segja mér um staðreyndir þessa máls.” Harríet gat ekki neitað henni, og sagði henni frá öllu, sem við höfum áður heyrt. “Haldið þér, að eg missi hálsmenið mitt?” spurði hún, þegar hún var búin að segja frá öllu 0g leit óhrædd í augu hertogainnunnar. “Það er ekki af því að það er svo werðmikið, að mér er áríðandi að eiga það,” sagði hún, “en af því það var eign móður minnar, og það er eina bandið, sem tengir mig við bernsku mína og ef til vill síðar meir getur hjálpað til að sanna af hvaða ætt eg er,” sagði hún alláköf. Gamla konan vissi ekki, hverju hún ætti að svara. En hún var nú ekki jafn viss um sekt hennar og áður, sökum hinnar óþvinguðu fram- komu hennar, og hreinskilnu, bláu augnanna. “Við verðum að bíða og vita hvað tíminn Ieiðir í Ijós,” var það eina svar, sem hún gat ^ er sann^ærð um, að frú Stewart vill ekki halda þessum menjagrip, ef hún héldi ekki að hann væri með réttu sín eign.” <<Neb auðvitað ekki!” svaraði Harriet. En það er alveg eins og hennar, og á hvorugu meninu eru stafir, sem gætu bent á eigandann. Eg get því ekki skilið, hvernig hægt verði að sanna, að það sé mín eign. Mér þykir afar sárt að missa það; en það versta af öllu er, að allir halda að eg sé óheiðarleg. ” Hnn er annað hvort jafn saklaus og lítið 'bam, eð fullkomin Ieikmær,” hugsaði hertoga- innan, meðan hún leit á hið tárvota andlit hennar. “Þér segist hafa haldið á meninu og horft á það, þegar Helen kom upp til að sækja sjal- ið,” sagði hún hugsandi. “Já lafði mín. Og eg lét það í flýti ofan í ' koffortið á sinn stað, áður en eg opnaði dyrnar, af því eg vildi ekki að hún né neinn annar vissi, að eg ætti það. ’ ’ “Hvers vegna vilduð þér dylja það?” spurði hertogainnan og athugaði hana forvitnislega. “Ein af ástæðunum er sú, að eg var lirædd u að því yrði stolið frá mér, ef menn kæmist á snoðir um, að það væri í kofforti mínu. Enn fremur var eg sannfærð um,” bætti hún við og roðnaði, en leit þó hiklaust í augu lafðinnar, “að mönnum fyndist það undarlegt, að fátæk stúlka hefði jafn verðmikinn grip í eigu sinni.” “Kom ungfrú Stewart inn í herbergi yð- ar?” “Já, en hún kom að eins inn fyrir dymar, þar sem hún stóð kyr á meðan eg sótti sjalið.” “Laastuð þér ekki koffortinu, áður en þér •lukuð upp fyrir henni?” “Nei, eg lagði að eins lokið niður.” Hertogainnan horfði hpgsandi fram undan sér. Þessi unga stúlka var svo hreinskilin og blátt áfram og svo heiðarleg og sönn, að henni fanst lítt mögulegt að hún hefðí stolið. Hún mundi nú líka eftir því, sem Nélson hafði sagt, að hann væri sannfærður um að Helen hikaði ekki við að gera rangt til þess að hefna sín. Var það hugsanlegt, að hún hefði opnað koffort Harríets, meðan hún var alein í her- berginu og eftir það áformað að steypa henni í ógæfu, af einni eða annari ástæðu, sem hún ein að eins vissi um? Skyldi hún hafa gert það af því, að hún hafi komist að því að Nelson elslkaði Harríet, og hefði stofnað þessa aðferð til að drepa ást hans með því að flekka mannorð hennar?” Þessar hugsanir og margar aðrar, flugu með eldingar hraða í gegn um heila herfcogainn- unnar. En hún vildi ekki leyfa þeim að fá þar aðsetur, þær voru svo hræðilegar og gagnstæð- ar því áliti, sem hún áður ha'fði á Helen. Henni fanst hún vera orðin svikari gagnvart vinum sínum með því að hugsa þannig. En hún fann samt til vonbrigða, bæð' gagn- vart Helen og móður hennar af því hvernig þær breyttu við Harríet. Henni fanst þær skorta 'krfotitega miskunnsemi og vægð, með því að hrekja ungu stúlkuna úr húsinu, þó þær jafnvel áliti hana seka. Það hefði verið hrósvert af þeim, ef þær hefði hjálpað henni til að finna heimili, að minsta kosti þangað til yfirheyrslan færi fram, og reynt með blíðu og sanngirni að koma henni til að iðrast og meðganga. Hún ákvað að láta Harríet vera hjá sér eins lengi og mögulegt væri. Hún ætlaði á með- an að gæta hennar og rannsaka. Og hún var viss um, að sér tækist að þefckja karaktér henn- ar. Hún ætlaði líka að útvega henni duglegan lögmann, og alt skyldi gert til að losa hana við þá sneypu, sem nú hvíldi yfir henni. Harríet fékk falilegt herbergi með útsjón til sjávarins. Það var við hliðina á prívat her- bergjum la'fðarinnar, og hún leyfði henni að gera sig gagnlega að mörgu leyti. En hún vildi ekfci fara út; hún gekk að eins um lystigarðinn, þar sem hún sjaldan mætti manneskjum. Ekki vildi hún heldur neyta mat- ar ásamt fjölsfcyldunni. Gestgjafar hennar og hún sjálf biðu all æst eftir yfirheyrsludeginum, og loksins kom hann; en herfcogainnan og lávarðurinn komu því til leiðar, að þær persónur fengu að eins að vera viðstaddar, sem voru að einhverju leyti við málið riðnar, og þótti Harriet mjög vænt um það. Hún var lífca alveg róleg, meðan yfir- eyrslan fór fram, og gaf skýringar sínar hrein- skilnislega og hiklust, sem vakti þokka réttar- ins á henni. “Hálsmenið er mín eign,” sagði hún ákveð- in, þegar hún var spurð hvers vegna hún krefð- ist þess. “Einhver annar hefir tekið hálsmen frú Stewarts. Eg er viss um. að til eru tvö af sömu tegund, því eg krækti frú Stevarts meni um hennar háls og tæpum tíu mínútum síðar hélt eg á mínu meni.” Þrátt fyrir allar flækjuspurningar hélt hún fast við 'þessa skoðun. Þegar hún var spurð um, hvort nokkur væri lifandi, sem sannað gæti sögu hennar, við- urkendi hún að það væri einn maður, en neitaði að segja nafn hans. Nelson varð næstum örvilnaður, þegar hann sá hvernig málið hlaut að lenda. “Dómsúrskurðurinn hlýtur því að verða sek,” sagði hann mjög sorgbitinn. “Já, ungfrú Gay,” sagði verjandi hennar. “Eg get ekki séð, að það verði á annan hátt, á meðan þér neitið að kalla það eina vitni, sem getur frelsað yður.” “Álítiðþér, að það líti svo illa út fyrir mér?” spurði hún með kvíðasvip. “Eg hefi að eins sagt sannleikann. ” “Það getur vel verið, og eg er jafnvel sann- færður um það. En kringumstæðumar eru á móti yður. Þér missið hálsmenið og verðið auk þess dæmdar sekar og látin í fangelsi. ‘ ‘ Það er ómögulegt, að mér verði sýnd slík rangindi,” svaraði Harriet. “Góða bamið mitt,” sagði nú hertogainn- an, sem bar mikla meðaumkun með henni. “Menn verða að dæma yður eftir sönnunum. Annars væri það ekki réttlátur dómur. Hvers vegna viljið þér ekki senda 'boð eftir þeim manni, sem þér segið að geti sannað sakleysi yðar? Er nokkuð í yðar liðna lífi í sambandi við þenan mann, sem þér viijið dylja? Eg bið yður að treysta mér og segja mér alt, góða barnið mitt.” Harríet blóðroðnaði. “Já,” sagði hún, “það er nokkuð, en ekk- ert sem er rangt eða ósæmandi. Og það er ein- göngu vegna'annarar manneskju, að eg vil helzt þegja yfir því.” “Nú verðið þér eingöngu að hugsa um sjálfa yður,” sagði Nelson. “0. Harriet, þér verðið endilega að segja mér nafn þessarar per- sónu og leyfa mér að gera boð eftir henni. Þá getum við fengið yfirheyrslur.ni frestað, ef þér \T/•___ •• 1 • iV» timbur, fjalviður af öllum INyjar vorubirgoir tegu„dum. 8e,re.tu, og ai,- konar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar. Komið og sjáið vörur vorar. Vér erumætíð glaðii að sýna þó ekkert sé keypt. The Empire Sash & Door Co. ---------------- Limit.d- - HENRY A.VE, EAST • WINNIPEG viljið samþykkja að frelsa sjálfa yður.” “Eruð þér sannfærður um, að eg verði dæmd sek, ef þetta verður ekki gert?” spurði hún lögmann sinn. “ Já, eg held að annars sé eugin von um sýkn- un yðar,” svaraði hann. “Sannanirnar eru allar á móti yður.” “ Segið mér það nú, Harríet,” sgði Nelson i alúðlegum bænarróm. “Eg verð líklega neydd til að gera það,” sagði hún hugsandi. “Hvererþað?” sagði hann og laut að benni. “Morton læknir,” svaraði hún og leit nið- ur fyrir sig. ‘ * Percy Morton ? ’ ’ spurði hann undrandi. “ Já.” “Hvernig getur það verið, að hann viti nokk- uð um þetta ? Þér hafið víst aldrei fundið hann fyr en í sumar?” “Jú, það hefi eg gert.” Hertogainnan leit nú undrandi á hana, og í fyrsta skifti fór Nelson að efast um hrein- skilni hennar, því þau höfðu ávalt komið fram sem ókunnug. “Þetta er allundarlegt, ” sagði hertogainn- a nalvarleg. Harríet leit á hana brosandi. “Eg hefi líklega ekki hagað mér sem vera skyldi,” sagði hún. “En það var afi Mortons, sem frelsaði mig frá sökkvandi skipinu.” Bæði Nelson og amma hans horfðu undr- andi á hana. “Þér og Morton læknir eruð þá alin upp saman?” sagði Nelson alldaufur. “Já.” “Hvers vegna hafið þér ekki sagt okkur þetta fyr, barnið mitt?” spurði gamla konan. “Það hefði hlíft okkur við mörgum kvíðandi hugsunum. Hvers vegna hafið þér vilt okfcur sjónir — og frú Stewart líka — með því að lát- ast vera honum ókunnug, þar eð hann mestan hluta lífs yðar hefir.verið yður sem bróðir?” Tár bornu út í augu Harríets, af því hún heyrði ásakandi raddhreim lafðinnar. “Af því — eg sé raunar nú, að það var rangt af mér —eg var hrædd um, að hann yrði asakaður fyrir að leyfa mér að taka kennara- stöðu, þar eð honum var auðvelt að ala önn fyr- ir mér,” viðurkendi hún iðrandi. “Nú, eg er ekki viss um að eg geti haft jafn gott álit á honum hér eftir og hingað til,” sagði lafðin hörkuloga, til að dyíja hve hug- hægra henni varð við skýringu hennar. Hún var nú alveg sannfærð um sakleysi Harriets. Og aðdáun hennar vaknaði við þessa sjálfsfórnar- framkvæmd, sem unga stúlkan lét í Ijós “Þér megið ebki ásafca hann,” sagði Har- ríet átafcanlega. “Því það er eingöngu mér að kenna. Afi hans sá um mig, á meðan hann lifði, og að honum látnum annaðist Percy um mig. En mínir eigin peningar — fimm þúsundin, sem voru saumaðir inn í beltið er var fest um mitti mitt — voru allir notaðir til að kosta kenslu mina; því þeir vildu, að hún yrði sem fullkomn- ust. En þegar þessari upphæð var eytt, fanst mér, að eg mætti ekki lengur vera 'honum til byrði. Eg gat engar kröfur gert til ihans, þó við værum álin upp sem sysfckini, og þó hann vildi að eg skoðaði heimili hans sem mitt, og gat því ebki þegið tilboð hans. Eg sótti um stöð- una hjá frú Stewart, áður en hann vissi af áformi mínu, og hann var því mótfallinn, þegar eg sagði honum það. Hertogainnan brosti. Hún sfcyldi nú hvers vegna Harríet vildi ekki vera á heimili Mortons. “Þegar eg hitti hann í Brighton, sama kvöldið og ungfrú Stewart varð veik, varð eg mjög undrandi. Mín fyrsta hugsun var: ‘ * Menn munu álíta það undarlegt og ósæma honum fyr- ir það, að hann skuli láta mig vinna fyrir til- veru minni, þar eð við vorum alin upp saman og hann hafði nú svo góða stöðu. “Eg vissi að eg gat engum isagt þetta. Eg bað hann því innilega að láta þetta vera leynd- armál, og koma fram gagnvart mér sem ókunn- ur maður. “Fyrst vildi hann ekki samþykkja þetta, og var gramur yfir þessari beiðni minni, en þegar hann sá að eg var ákveðin í þessu, sagði hann að eg mætti gera eins og eg vildi. En eg hefi þessa síðustu tíma iðrast yfir þessu. “Eg veit, að þetta var ekfci rétt gert af mér, en eg get sannað, að eg tala sannleika, því eg ihefi öll bréf Percys í minni geymslu. Þið skuluð fá að ,sjá þau öll,” sagði hún með töfr- andi einlægni og blátt áfram, og mjög glöð yfir því, að Percy og hún hér eftir þurftu ekfci að dylja fyrir heiminum samband sitt. “Orð yðar eru nægileg sönnun fyrir mig, góða barnið mitt,” svaraði hertogainnan og var mjög hrifin. /

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.