Lögberg - 29.09.1921, Side 6

Lögberg - 29.09.1921, Side 6
Bk.tt böGBERG fEIMTUDAGINN, 29. SEPTEMBER 1921 “Já, það hefi eg,” svaraði hún og tók upp úr veski samanbrotið skjal og rétti lögmanni Harriets það, um leið og hún sagði: “Eins og eg sagði áðan, er móðir mín, frú Gerard, hér, og hún getur, ef þess þarf, staðfest sannleik orða minna.” “Þetta er að öllu leyti rétt, tigna frú,” sagði lögmaðurinn, þegar hann var búinn að lesa vottorðið, og rétti sækjanda það. Sækjandinn getur nú spurt vitnið ef hann vill,” sagði dómarinn, 0g gaf með því í skyn, að hann ætlaði ekki að spyrja um fleira. En sækjandinn kvaðst ekki þurfa þess, hann var nú orðinn sannfærður um sakleysi hinnar kærðu. Frú Carlcourt fékk nú leyfi til að yfirgel réttarsalinn. “Viljið þér, hr. dómari eða kviðdómend- ur, að frú Gerard verði yfirheyrð sem vitnif” spurði verjandinn. Nei, dómarinn áieit ekki fleiri vitnishurði þnrfa. Hann sagði að frú Carlcourt hefði sann- að nægilega, að hálsmenið væri hennar eign — og jafnframt sannað sakleysi hinnar kærðu. Hann s'kipaði enn fremur að afhenda henni rnenið. Kviðdómurinn gaf úrskurðinn “sýkn,” og Harriet var strar látin vita að hún væri frjáls. Frú Stewart var bæði auðmjúk og hrvgg. Auðmjúk yfir því, að hafa verið svo hörð við Harriet, en hrygg yfir því, að hafa mist menið. “Mér er alveg óskiljanlegt, hvað orðið er af mínu méni, sagði hún við lögmann sinn, þeg- ar allir aðrir voru farnir út nema Helen. “Eg var sannfærð um að til væri að eins »eitt hálsmen af þessari gerð,” bætti hún við. '“Hvar skal mitt veraf” “Það er gáta, sem enn er óráðin,” svaraði hann, sem af tilviljun varð nú litið á Helen. Hún sat þar eins og myndastytta. And- litið var náfölt 0g undarlégir drættir í kringum munninn. Dögmaðurinn skildi þetta þannig', að það væri vonbrigði afarmikils haturs. “Hún hefir vonað að erfa þessa gersemi, og getur naumast þolað að hafa mist hana,” sagði hann við sjálfan sig. Hann hélt áfram að líta til hennar, meðan hann enn þá talaði við móður hennar. Hann tók þá eftir því, að hún leit afar ilskulega til frú Carlscourt þegar hún gekk út. Þegar dymar lokuðust á eftir móður Harr- iets, andvarpaði hún geispandi og stóð svo snögglega upp. “Yið skulum nú fara heim mamma,” sagði hún, án þess að skeyta um, að hún truflaði samtalið. “Nei, eg get ekki farið heim, fyr en eg er búin að tala við ungfrú Gay, og segja henni frá iðran minni yfir þessum leiða misskilningi,” sagði frúin. “Það skalt þú ekki 0g mátt ekki gera, mamma,” svaraði Helen æst og blóðroðnaði. “Þú mátt ekki auðmýkja þig fyrir henni. “En eg hefi ekki hagað mér eins 0g eg átti að gera,” svaraði frúin 0g snéri sér undrandi að henni. “Mér hefir fallið það afar illa að eg lét hana fara úr húsinu.” “Það kvelur samvizku mína, að við leyfð- um henni nokkru sinni aðgang að húsinu,” svaraði Helen jafn jlskulega og áður. Hún hafði séð Harriet hvíla höfuð sitt á öxl Mortons, og hve alúðlega að hann tók hana í faðm sinn, fölur af kvíða yfir henni. Og þetta var henni eldraun. “Þú missir sjálfstjórn þína ,Helen,” sagði tnóðir hennar ásakandi. “Framkoma þín og orð virðast benda á, að þú hatir veslings stúlk- una.” “Eg geri það líka!” hvíslaði hún svo æst að móður sinni, að hún varð hraedd og leit kvíð- andi til hennar. En á sama augnabliki brevtt- »st svipur hennar skyndilega. Hatrið hvarf úr augum hennar og einnig úr dráttunum kringum munninn. Hin dramb- sama framkoma hennar varð að blíðum 0g ynd- íslegum svip. Hún var alt í einu orðin að hinni blíðu og töfrandi stúlku, sem á skemti- samkomum var svo mikið dáðst að. Orsökin var sú„ að Percy Morton kom til þeirra. Helen gekk á mót; honum til að heilsa hon- um með alúðlegu og töfrandi brosi. “Sjúklingurinn yðar hlýtur að vera betri, annars hefðuð þér ekki yfirgefið hana,” sagði hún með uppgerðar meðaumkun með Harriet. Og okkur ber líklega að óska yður til hamingju með þenna heppilega enda, þó að við missum afar mikið um leið.” “Hamingjan góða!” tautaði sækjandinn. “Þessi unga stúlka er lymsk 0g lævís persóna. Eg þori að veðja um það, að það er eitthvað leynt bak við þessi málaferli, sem við þekkjum ekki. ’ ’ “Já, þér megið óhultur veðja um það,” hvíslaði rödd í eyra hans. Þegar lögmaðurinn snéri sér við, stóð hann frammi fyrir spæjaranum, sem frú Stewart fékk lánaðann. “Yið hvað eigið þér með þessuf Þér hafið þá heyrt hvað eg sagðif” spurði sækjandinn undrandi. “Já, hvert eioasta orð. Og satt að segja er eg á sömu skoðun og þér. Eg hefi ná- kvæmlega athugað þetta mál, og við og við hefi eg orðið var við sumt, sem eg hafði ekki búist við. En eg ætla mér að jafna sakir við þá persónu tilfinnanlega.” iSpæjarinn hafði staðið baki lögmanninn meðan hann sagði þetta, án þess að þær, sem voru að tala við Morton, tæki eftir honum. Þegar hann var búinn að segja það, sem hann ætlaði, gekk hann hröðum fetum út úr salnum. Lögmaðurinn var efandi og dálítið órólegur yfir hinum dularfullu orðum hans. 32. Kapítuli. Percy hneigði sig kurteislega sem svar við orðum Helenar. En hann snerti að eins laus- lega hendina, sem hún rétti honum, og svaraði rólega, að Harriet væri betri. Eg er kominn til að segja yður hve sárt mér fellur, að þér hafið mist svo verðmikinn grip,” sagði hann alvarlegur við frá Stewart. “Mér finst þetta annars mjög dularfult, og ef á nokkurn hátt get hjálpað yður, er eg fús til þess. Eg verð enn fremur að segja yður, að framkoma okkar Harriets, gagnvart hvort öðru, sem ókunnar persónur, var ekki samkvæmt mín- um vilja. Eg var þá bæði hryggur og reiður við hana, þó eg vissi að hún gerði þetta mín vegna.” “Eg skil svo vel tilfinningar hennar, vesal- ings barnsins, og þetta var sanngjamt undir þáverandi kringumstæðum,” svaíaði frú Ste- wart vingjamlega. Hún var nú fúsari til að virða Harriet nokkurs, þegar hún vissi að hún var dóttir hinna ríku og mikils virtu frú Carls- court. Ef eg hefði haft tíma til að hugsa um þetta, þá hefði eg endurkallað loforð mitt,” sagði Percy. “En áður en eg var búinn að átta mig á þessu, kynti Sir Henry Harwood okkur, sem hélt að við værum ókunnug. . Eftir þetta urð- um við að láta þetta velta þannig.” . “Nú jæja! Þetta er þá loksins lagað,” svaraði frúin, “og það hefir engan baga gert. En mér þvkir leiðinlegt hve miklu mótlæti ung- frú Gay — eða Graham — hefir orðið að mæta, og það er að sumu leyti mér að kenna, en eg hugga mig með því, að frú Carlscourt hefði lík- lega aldrei fundið dóttur sína, án þessara mála- ferla.” “Já, þannig lítum við öll á það,” svaraði Percv. En hann var órólegur yfir því, að ung- frú Gay var orðin ungfrú Graham, dóttir þeirrar konu, sem var meðal hinna efstu í met- orðastiga mannfélágsins. “Get eg fengið að tala við hana? Eg þrái að biðja hana afsökunar,” sagði frú Stewart. “Hún er farin. Hertogainnan tók hana heim með sér, 0g lofaði að senda vagninn aft- ur eftir frú Carlscourt, en seinna getið þér eflaust fundið hana,” sagði Percy. Frú Stewart kvað sér þykja þetta leitt; en gokk svo til lögmanns síns, til að tala við hann. Percy og Helen urðu því alein í öðrum enda salsins. • “Framtíðar útlit ungfrú Graham breytist mikið við þessar uppgötvanir, sem í dag hafa verið gerðar,” sagði Helen alúðlega. “ Já, það er líklegt,” svaraði Percy hugs- andi. Carlcourt hafa gott álit og eru meðal hinna helztu aðalsmanna í London,” sagði Helen. “ Nú er því ekkert sem hindrað getgr ráðahag- inn.” Helen leit rannsakandi augum til hans. “Hvaða ráðahag eigið þér við?” spurði Percy undrandi. “Hafið þér gleymt því, sem eg sagði yður áður en þér fóruð til Parísar?. Og getið þér ekki með yðar eigin augum séð það, sem í dag hefir verið öllum öðrum augljóst, að ungfrú Graham verður síðarmeir hertogainnan of Ost- erly?” spurði Helen. “Hertogainnan hef- ir verið því mótfallin, að Nelson giftist henni, en nú getur ekkert verið því til hindrunar.” Percy hneigði sig að. eins, þegar Helen sagði þetta. Hann gat ekki svarað með orð- um, því þegar hann mintist orða lávarðarins, tr hann laut niður að henni í framherberginu, varð hann hálf örvilnaður. Það gat naumast verið að þau væri heit- bundin, því hvorki orð né framkoma Harriets henti á neitt slíkt. En það sem Helen sagði, kom honum til að líta á framtíðina vonlausa og dimma- “Leið yður vel í París, Morton?” spurði Helen litlu síðar, ánægð yfir áhrifum orða sinna. “1 vissu tilliti hefir það verið skemtilegt. Og í öllu tilliti hefir það verið gagnlegt fyrir mig, sem eg virði miklu meira en skemtanirn- ar,” sagði hann. “Mig skyldi ekki furða þó þér með tíman- um fengið heiðursmerki fyrir dugnað, sem lækn- ir, ” sagði hún til að töfra hann. “Eg er ánægður án nokkurs slíks, ef eg get linað kvalir nokkurra manneskja,” svaraði hann rólegur. “En það er samt sem áður viðfeldið, að störf manna séu viðurkend gagnleg. ” Já, það er satt. Eftir minni skoðun er sú ánægja, sem góð samvizka 0g vel framkvæmd vinna veitir, meira verð en öll heiðursmerki, sem mennirnir veita.” Tlelen roðnaði og leit rannsakandi augum á hann. ímvndaði hann sér máske, að hún hefði ekki góða samvizku. En hún svaraði með áherzlu: “Já, auð- vitað. En getið þér ekki orðið o»kkur samferða heim til að neyta dagverðar?” spurði hún. Frú Stewart kom nú til þeirra og endur- nyjaði tilboð dóttur sinnar. En Percy neitaði því kurteis og ákveðinn. „Eg verð að fara til London aftur síðdeg- is, ” sagði hann. “Og eg verð áður en eg fer, að heimsækja hertogainnuna og tala við ungfrú Graham um ýmislegt.” Helen brosti ilskulega. Hingað til hafði hann kallað hana ITarriet. Og hún var sannfærð um að eifraða örin sín hafði náð takmarkinu. Hún var sannfærð um, að sér mundi ekki hepnast að verða kona hans, en hún vildi hindra að sú, sem hún hataði, yrði það. Hún setti á sig vonbrigaða svip og sagði: “Við fáum þá ekki fyrst um sinn að njóta sam- vista yðar, en eg vona að við finnumst seinna, þar eð við ætlum að vera í London í vetur- Þér megið ekki yfirgefa okkur alveg, Morton læknir, en koma til ofkkar við 0g við.” Hún rétti honum hendi sína og lét hana liggja í hans fáein augnablik. Svo fóru þær af stað til Cresent Villa — önnur sorgmædd yfir missi sínum, — hin reið og örvilnuð yfir því, að ást hennar á Morton var vonlaus, og yf- ir því, að hennar fyrirlitni keppinautur hafði sígrað. Þegar Percy hafði kvatt þær, fór hann beina leið til húss hertogainnunnar. 33. Kapítuli. . Á meðan þetta fór fram, ók frú Carlscourt beina leið til hertogainnunnar, sem beið hennar í dvrunum mgð opinn faðminn og gleðigeislandi andlit. “Góða vina mín,” sagði hún um leið og hún faðmaði hana að sér. “Eg held að þetta sé ánægjulegasti dagurinn, sem eg hefi lifað. Að hugsa sér, að mér auðnaðist að gefa yður dóttir yðar aftur, sem þér hafið saknað í svo mörg ár.” “Mér þykir hundrað sinnum vænna ura yður eftir þetta,” svaraði frú Oarlscourt, með- an hún kysti alúðlega gamla andlitíð. “En hvar er hún, Harriet mín? Hvernig stendur á því, að eg hefi aldrei heyrt skírnarnafn henn- ar fyr en í dag? Eg held að eg hefði þá þekt hana og krafist hennar, því hún hefir augu og enni föður síns. Eg kallaði hana raunar r.It af litlu kisu mína.” “Heitir hún Harriet?” spurði hertoga- innan. v “Hún var skírð Florence Harriet, sama nafni 0g amma hennar, frú Graham, bar. En enginn kallaði hana Florence, nema móðir míu. Maðurinn minn og eg höfðum alt af dekurnöfn á henni. Hann kunni bezt við að kalla hana “litli ljósengilinn minn”. En leyfið mér nú að fara til hennar,” bað frú Carlscourt.” “Já, það skuluð þér fá. Hún er í sínu eigin herbergi,” svaraði lafðin- “Eg fékk hana til að leggja sig og hvíla, þangað til þér kæmuð. Hún er enn ekki búinn að jafna sig, eftir þessa miklu geðshræringu er þessi upp- götvan olli. Komið,” bætti hún við, tók hendi vinkonu sinnar og leiddi hana inn í lítinn sal. “Leggið frá yður hattinn og kápuna, svo skal eg fylgja yður til herbergis hennar.” ”Eg get aldrei þa-kkað yður eins og vera ber, fyrir vinsemd yðar við hana,” sagði frú Carlscourt. “Þ!að var kristileg miskunsemi af yður„ að annast um hana eins og hún var stödd; 0g það er sárt fyrir mig að hugsa um tþað, að hún varð að vinna fyrir sér hjá þessum tilfinningalitlu manneskjum, meðan eg naut allsnægta. Og nú er eg tilbúin að fara upp til hennar.” IJertogainnan fylgdi henni upp og að dyr- um í ganginum, sem hún opnaði fyrir hana. Þegar frú Carlsoourt kom inn, lokaði hún dyr- unum 0g lét móður 0g dóttur vera einsamlar. Harriet lá á legubekk við opinn glugga. Frú Carlscourt gekk með hröðum skrefum til hennar. “Mamma — mín — mamma,” hvíslaði Harriet. “Elskaða barnið mitt!” var alt sem móðir- in gat sagt, og þrýst henni að brjósti sínu og kysti hana aftur og aftur. “Dýrmæta barnið mitt! Getur það verið mögulegt að guð hafi aftur gefið mér þig?” sagði frú Carlscourt, þegar hún gat talað. ‘ ‘ Alt af hefi eg haldið öll þessi mörgu ár að þú værir á botni hafsins. Nú get eg skilið t.ilfinningar ekkjunnar í Nain, þegar Jesús vakti son hennar af svefni dauðans. Hugur minn er þrunginn af þakklæti og gleði.” Harriet þrýsti sér fastara og fastara að ntóður sinni. “En hvað eg hefi saknað bín, elskaða móð- ir mín. Saknað móðurlegrar ástar og um- hyggju, samhygðar og ástaratlota. ” “Kæra, góða stúlkan mín! Þetta hefir verið erfitt fyrir þig. En nú höfum við loksins fundist. Þegar við fundumst fyrst hjá frú Harwood, hafðir þú eitthvað svo undarlegt að- dráttarafl á mig. Manst þú eftir því?” “Já, eg man það glögt, að þegar þú lagðir hendi þína á öxl mína, langaði mig til að taka þig í faðm minn og kyssa þig.” “Langaði þig til þess, elsku bam?” Móðirin þrýsti henni enn fastara að brjósti sínu. “Það var eitthvað við þig sem mér fanst eg þekkja, og nú veit eg hvað það var. Þú hefir nefnilega augu og enni föður þíns.” “En hvað eg er glöð yfir viðburðum þessa dags, ’ ’ sagði Harriet. ‘ ‘ Eg held eg hefði vilj- að lenda í fangelsi, til þess að hlotnast þá á- nægju sem eg nú finn til.” “Ó, bamið mitt, hugsaðu þér að eins, að og hefði ekki séð grein um þetta mál í blöðunum í gærkvöldi, þá hefði eg máske ekki fundið þig í dag. Það fyrsta sem eg las var lýsingin á björgun þinni frá hinu sökkvandi skipi, 0g að þú vildir ekki missa menið, þar eð þú hélzt að það vrði til að opinbera ætt þína, og þá grunaði mig að þú værir dóttir mín. “Kg gat ekki sofnað alla nóttina, eg var alt af að hugsa um þig. / ‘ ‘ Eg mintist ekki á þetta við nokkra mann- eskju, nema móður mína, ömmu þína, sem elsk- aði svo innilega “okkar kæru Florence,” sem hún var vön að kalla þig. Eg hraðaði mér því af stað í morgun, til þess að bjarga þér.” \f s • »• 1 • \i» timbur, fjalviður af Nyjar vorubirgðir tegu«dumf geirettur öllum og al»- konar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar. Komið og sjáið vörur vorar. Vér erumaetíð glaðir £kð sýna þó ekkert sé keypt. The Empire Sash & Door Co. ----------------Limítffld---- HENRY AVE. EAST - WINNIPEG “Hefíiir þú ekki komið, þá hefði eg verið álitin sek og dæmd í fangelsi,” sagði Harriet. “En það er undarlegt að eg skyldi aldrei verða vör við þessa holu.” “Hún er mjög vel falin. Eg held enginn geti fundið hana, nema að fá fyrst leiðbein- ingu.” sagði frúin. “En eg er mjög reið við frú Stewart yfir því, hvernig hún breytti við þig.” “Hún var sannfærð um að eg væri sek, og áleit rétt að hegna mér,” svaraði Harriet. “Hún hefði getað haldið hálsmeninu og sagt þér upp stöðunni.” “Þú gleymir því, að þá hefðum við ekki fundist,” sagði Harriet. “Þú segir satt. Hefði eg ekki lesið frá- sögnina um björgun þína frá skipsbrotinu, þá hefði eg aldrei fundið þig. En það afsakar ekki hina vondu breytni frú Stewarts við þig. ‘ ‘ Hún gat e-kki annað. Hún hafði útvegað sér spæjara til að rannsaka þenna vjöburð og það var skylda hans að taka mig fasta. En eg held að Helen hafi spilt fyrir mér. Hún hefir frá byrjun hatað mig.” Frú Carlscourt brosti, hana grunaði af hverju óvild Helenar var sprottin til þessarar fögru stúlku. Hún hafði frá byrjun séð kar- akter hennar undir hinni ástiiðlegu grímu, og var sannfærð um að hún hataði Harriet sökum fegurðar hennar og aðlaðandi framfcomu. “Þú ert mjög sáttfús, góða stúlkan mín. Þrátt fyrir hörku frú Stewarts.” “En, mamma, hún var alt af góð við mig þangað til þetta kom fyrir.” “En nú.verður þú strax að fylgja mér til heimilis míns. Þú ert elzta dóttir mín og verð- ur að taka þá stöðu í félagslífinu, sem tilheyrir ]»ér. Nafn þitt er í rauninni ungfrú Graham, en hvers vegna varst þú nefnd ungfrú Gay?” “Percy segir að eg hafi ekki getað nefnt eftirnafn mitt' nógu skírt og greimilega. ” “En segðu mér, Harriet, hvort þú hefir en þann fatnað, sem þér var bjargað í frá skip- inu?” “Já, hann er í koffortinu mínu hérna,” svaraði hún og stóð upp til að ná honum. Hún tók böggulinn upp, og opnaði hann og lagði hann svo í keltu móður sinnar. Hún skoðaði hverja flík, en þegar hún leit á náttkjólinn fór hún að gráta. “Þetta minnir mig svo átakanlega á gæfu- ríka lið-na daga,” sagði hún, þegar hún gat aftur talað- “Þessa flík og þessa og þessa, hefi eg sjálf saumað, eg ætlaði að sauma allan fatnað þinn á ókomna tímanum. “ Selskinnskápuna hefi eg ekki fyr séð. Faðir þinn hefir látið sauma hana, svo þér yrði hlýtt á sjónum.” “Eg ætla alt af að geyma þessar flíkur,” sagði Harriet 0g kom þeim fyrir í sama stað aftur. Frú Carlscourt fór nú að segja henni frá æfisögu sinni, eftir dauða fyrri manns síns. “María er þá ekki þitt eigið barn,” sagði Harriet undrandi, sem iþótti gaman að heyra þann hluta sögunnar. “Nei, það er hún ekki, en mér þykir samt yfirburða vænt um hana,” sagði móðir hennar. “En hve undarlegt þetta er,” sagði Harri- et. “Máske foreldrar hennar syrgi yfir því að hafa mist hana, eins og þú hefir gjört í öll þessi ár yfir mér.” “Það get eg naumast haldið,” svaraði frú Carlscourt. “Eg ímynda mér að þau hafi farist í eldinum, eins og svo margir aðrir, því við auglýstum margar fyrirspumir um þá í blöðunum. ’ ’ “María er mjög alúðleg stúlka; það verður viðfeldið að eiga hana fyrir systir mamma,” sagði Harriet brosandi. “Já, hún er alt, sem foreldrar og systkipi geta óskað sér. Ykkur kemur eflaust vel saman, og feg verð hreykin yfir mínum fögru dætrum,” sagði frúin. “Og hve aðdáanlegir bræður mínir eru. Mér finst það undarlegt að heyra til fjölskyldu með þroskuðum systkinum,” sagði Harriet hugsandi. ‘ ‘ En segðu mér nú hvemig þú ert orðin að reglulega siðmentaðri stúlku, uppalin, eins og þú ert, á heimili gamla vitavarðarins, án nokk- urrar mentaðrar konu, til að annast um þig?” spurði frúin. Afi, sem eg og Percy vorum vön að kalla hann, var reglulegt göfugmenni og sannkrist- inn, þó hann væri ekki ríkur af þekkingu, og tal- aði ekki alt af mál metaðra manna. En Percy var ált öðruvísi, hann virtist tilheyra æðra mannfélagi en afi hans, þó hann hefði alist upp á heimili hans- Hann talaði fallegt mál, og hann leyfði mér aldrei að tala neitt orð, sem ákki var samkvæmt málfræðinjni, og leiðrétti alt- af það, sem eg sagði rangt. Hann var líka mjög vandlátur með hegðan mína. Ef eg hag- aði mér ekki eins og lítil lafði, vakti það mis- þóknun hans. “Það er hugsanlegt að hann, með tilliti til þessarar meðfæddu siðmentunar, hafi líkst móð- ur sinni, sem eg hefi heyrt hrósað mjög mikið.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.