Lögberg - 06.10.1921, Blaðsíða 6

Lögberg - 06.10.1921, Blaðsíða 6
Bte. d IjÖGBERjG .FIMTUDAGINN, 6. OKTOBER 1921. Og HARRIET | Eftir frú Georgia Sheldon. “Bæði hann og gamli Morton vildn,” sagði Harriet, “að eg skyldi fá eins góða mentun og mögulegt vteri, fá tækifæri til að afla mér mik- illar og góðrar þekkingar. Þeir voru báðir sannfærðir um, að eg tilheyrði góðri fjölskyldu, og yrði þess vegna að læra eins mikið og eg gæti. “Duglegur og lipur heimiliskeninari var fenginn, sem kendi dkkur báðum. Þegar vita- vörðurinn var dáinn, kom Percy mér fyrir í frú Hanleys hærri skóla, þar sem eg fékk ágæta tilsöign.” “Þú átt Morton lækni mikið að þakka, Harriet,” sagði frúin; “og eg er honum líka mjög þakklát. Hann hefir annars aðlaðandi áhrif. Hve gamall er hann?” “Tuttugu og fimm ára held eg.” “Hann er þá sjö árum eldri en þú. Þú varst átján ára í maí.” “Já”, svaraði Harriet og roðnaði. Á þessu augnabliki var barið að dyrum. Páum sekúndum síðar kom hertogainnan inn, glöð yfir að sjá mæðgurnar. “Egikom til að spyrja hvort Harriet væri nógu frísk til að koma ofan og neyta hádegis- verðar með okkur. Eg hefi boðið Morton lækni að neyta matar með okkur, og verða hér í dag. Og hann þáði tilboðið, en segist verða að fara til Sir Henry í London í kvöld.” Harriet stóð snögglega upp og roðnaði. “Fer Percy aftur strax í kvöld?” mælti hún. “Já, eg skal koma ofan til hádegis- verðar. Eg er nú orðin jafngóð og ósegjan- lega glöð og gæfurík lafði mín.” Hún leit þakklátum augum til hertogainn- unnar, hún fann að hún átti henni mikið að þafeka. Fní Carlseourt stóð líka upp og leit á úrið sitt. “Eg hefi hreint glejmat mér. Hvar ætli móðir mín og María haldi að eg sé. Eg tók Maríu með mér, svo hún gæti heimsótt Bellu litla stund. En nú verð eg að fara strax til hótelsins. ’ ’ “Nei, það megið þér alls efeki,” sagði gamla konan. “Eg skal senda eftir frú Gerard og Maríu. Eg get ekki mist yfekur í dag- Þið verðið að vera gestir mínir eins lengi og ykkur þóknast. “Þú verður að vera hér, mamma, eg get ekki mist þig núna, og ef eg færi með þér, þá mundi Perev álíta að eg væri að flýja sig.” Frú Carlscourt lofaði að vera feyr, og vagn var sendur eftir frú Gerard og Maríu. Hann kom brátt aftur með frúna, en María var á skemtigöngu með Bellu. Frú Stewart var beðin að segja henni, að hún yríi að koma til hertogainnunnar að finna móður sína, sem væri þar. Allir voru ánægðir sem að hádegisverðin- um settust. Að eins Percv var nokkuð alvar- legur. Að lokinni máltíð gekk frú Carlscourt til Percy, til að heyra hjá honum meira um bernsku dóttur sinnar. Lávarður Nelson fékk Harriet til að koma með sér út í sólbyrgið, til þess að horfa á gufu- skip, sem var að koma að bryggjunni — en hertogainnan og frú Gerard settust á þægilega stóla, og töluðu um uppgötvanir, sem gerðar voru árdegis þenna dag. ------o------ 34. Kapítuli. Meðan Harriet og móðir hennar voru að tala saman upp, ræddu Nelson og amma hans um þann skáldlega endir, sem þessi hættulegi viðburður fvrir Harriet, fékk. “Þetta er sá undarlegasti viðburður, sem eg hefi nokkru sinni heyrt. Að hugsa sér að Harriet skyldi vera dóttir frú Carlscourt,” sagði hertogainnan. “Já, það er einkennilegur viðburður frá hyrjun til enda,” svaraði Nelson. “Frú Carls- courts -æfisaga er mjög skáldleg, og ungfrú Graham sömuleiðis, jafn ung og hún er ” “Nú veit eg hvaðan siðmentun Harriets á rót sína að rekja. Frá Silíkri móður gat hún naumast orðið öðruvísi. Það eru fáar konur í heiminum eins og Emilia Carlscourt,” sagði hertogainnan hugsandi. “Þú segir satt,” svaraði sonarsonur hennar “Eg hefi frá bvrjun vitað, að ættemi Harriets var göfugt. Og nú má eg lfklega hætta við loforðið sem eg gaf þér, daginn sem hún kom hingað,” sagði hann ákafur og roðnaði. Hertogainnan brosti. “Ef eg leyfi þér það ekki, er eg hræddur um að þú munir samt gera það. Annars væri mér ekkert kærara en það, að þú gerðir dóttur Emiliu Carlscourt að tilvonandi hertogainnu af Jersey. Harriet er líka orðin mér mjög kær, ])essar fáu vikur sem hún hefir verið hjá okkur. Far þú og reyndu að ná ástum henn- ar, ef þú getur.” Nelson feysti hönd ömmu sinnar, og var ó- segjanlega glaður. Það vora þessi orð, sem ómuðu í eyrum hans, þegar hann fékk Harriet til að koma með sér út í sólbyrgið. Hann útvegaði henni sæti í þægilegum krók í forsælunni, þar sem útsjón var til sjávarins. Svo vtti hann stól í nánd hennar handa sjálfum sér. “Njótið þér nú útsjónarinnar vfir sjóinn eins vel og þér getið, ungfrú Gay— afsakið — ungfrú Graham,” sagði hann. “Það er svo óvanalegt að nefna yður þannig.” “Já, það er svo ókunnugt nafn,” svaraði hún brosandi. “En eg venst bráðlega við þessa breytingu. “Eg er að minsta kosti glöð yfir því, að eg veit nú hvaða nafni eg hefi heimild til að kalla mig. ’ ’ “Þér hafið þá efast um það nafn, sem þér hafið hingað til borið.” “Já, eg hefi aldrei verið viss um að neitt annað nafn en Harriet tilheyrði mér.” “Harriet er líka fallegt nafn, og á vel við yður,” sagði Nelson. “Eg á máske að skilja þetta sem hrós,” sagði Harriet brosandi. “Percy hefir líka sagt, að hann kynni vel við nafn mitt.” “Það virðist ekki alveg eðlilegt, að heyra yður tala um Morton lækni sem Percy,” sagði Nelson. Harriet roðnaði þegar hún svaraði. 1 ‘ Það var heimska af mér, að látast vera honum ó- kunnug. Það var hvorki viðeigandi né rétt gagnvart Percy, sem alt af hefir verið mér svo góður. ’ ’ Nelson sárnaði þessi orð. “Leið yður yfirleitt vel á eyjunni? Var ekki einmanalegt og leiðinlegt að vera þar,” spurði hann. “Nei,” svaraði hún róleg. “Hafi þar verið einmanalegt — sem eg býst við að mörg- um hefði fundist — þá datt mér það aldrei í hug. Eg elskaði sjóinn og hið yndisfagra ljós í tuminum, sömuleiðis Jitla viðfeldna htisið, þar sem allir voru mér svo góðir. Eg var svo glöð og ánægð þar.” “Það var af því, að þér þektuð enga aðra tilveru,” sagði Nelson. “En yður langar eflaust ekki til að fara þangað nú, og vera þar í framtíðinni.” “Nei,” svaraði Harriet. “Eyjan hefir naumast sömu áhrif á mig nú og áður. En eg minnist hennar ált af með ánægju.” “Eg vona samt, að ókomni tíminn verði yður skemtlegri en sá liðni. Eg vildi að eg gæti unnið að því á einhvern hátt,” sagði hann alvarlegur. “Ó, lávarður Nelson — þér hafið nú þegar gert svo mikið fyrir mig,” sagði Harriet og leit til ans þakklátum augum. “Ef þér hefðuð ekki verið, þá hefði eg líklega aldrei hlotið þá gleði, sem mér hefir að höndum borið í dag. Og ömmu yðar, sem hefir verið mér eins og góð rnóðir, verð eg þakklát til dauðans.” Nelson laut að henni segjandi: “Þér segjið, að yður þyki afar vænt um hana, ungfrú Gra- ham, mér sfeyldi þykja ósegjanlega vænt um, ef þér segðuð hið sama um mig, því eg elska yður af öllu hjarta. “Allar þessar vikur, síðan þér komuð hing- að, hefi eg þráð að opinebra yður ást mína. Viljið þér þiggja þetta tilboð, elskan mín? Vilj- ið þér eiga sama heimili og eg?” Harriet sat mállaus og náföl fyrir fraan bann. Hana hafííi ekki grunað að hann elskaði sig. Hún hafði litið á hann sem góðan vin, er frá byrjun hafði reynt að gera henni lífið þægilegt. þar eð hún var efnalaus kennari, og seinna reynt að hugga og hjálpa henni í vandræðun- um. Hún rétti fram hendurnar með bænar- svip. Hann tók þær í sínar hendur, en vonin rén- aði þegar hann sá hið föla og sorgþrungna andlit. “Harriet — elskið þér mig — getið þér svarað tilfinningum mínum?” spurði hann með bænarróm. “Hveraig getið þér spurt mig um þetta, lávarður Nelson?” svaraði hún. “Eg hafði engan grun um að þér bæruð slíkar tilfinningar til mín. 0g eg — get ekki — endurgoldið þær. Höfðuð þér engan grun um þetta?” spurði hann. “Eg hefi ávalt komið yður á óvart, og þér þurfið nú tíma til að hugsa um þetta. Og hann sfeuluð þér fá, eins langan og þér viljið, éður en þér svarið mér. Eg gat ekki þolað að þér færuð burt, án þess að eg fengi ofurlitla von.” “Nei, nei! Eg get ekki gefið yður hana. Fyrirgefið að eg olli yður hrygðar,” sagði hún, þegar hún sá hinn örvilnaða svip hans. “Eg veit vel að eg skulda yður mikið, en —” Hann slepti höndum hennar og stóð upp með vonieysis svip. “Þér skuldið mér ekkert,” sagði hann. “Og ef þér ekki með frjálsum vilja getið veitt, mér ást yðar, skeyti eg ekki um neitt annað. En Harriet! Eruð þér alveg vissar um að svar yðar sé rétt?” “ Já, alveg viss,” svaraði Harriet hrygg en ákveðin. “Eg elska yður ekki á þann hátt, sem þér eigið við — ekki nógu mikið til að verða kona vðar. Og tilfinningar mínar segja mér að eg geti aldrei orðið það. Mér þykir afarleitt að olla yður sorgar og vanbrigða, eð- allvndi góði vinur minn; en við vitum bæði, að það er bezt að segja sannleikann. ” “Það verður auðvitað að vera eins og þér segið,” sagði hann. “En Harriet, mér finst eins og þér hafið gefið mér snoppung.” “Góði segið þér það ekfei! Eg get ekki þolað það,” sagði hún biðjandi. “Fyrirgefið mér!” svaraði hann. “Eg hefi enga heimild tll hð olla yður sorgar, en segið mér, hvort eg hefi mist vináttu yðar með biðlan minni?” “Nei, það hafið þér alls ekki,” svaraði Harriet sannfærandi. “Eg skoða yður alt af sem einn af mínum beztu og hreinskilnustu vin- um. ’ ’— Nelson svaraði ekki. Hann gat ekki tal- að, en hann laut niður, tok aðra litlu hendina, lyfti henni að vörum sínum og kysti hana- Gekk svo hröðum skrefum út í lystigarðinn. Harriet studdi höndunum undir kinnar sínar og olnbogana á hnjánum, hrygg og hugs- andi. Hún vissi ekki hvernig tíminn leið, né hvar hún var, fyr en hend var stutt á höfuð hennar. Þegar hún leit upp sá hún Percy. Hún roðnaði þegar augu þeirra mættust. “Hvað er að, Harriet?” spurði hann. “Hefir nokkuð komið fyrir, sem hrvggir þig?” Hún leit ósjálfrátt á eftir Nelson, og það gerði Percy líka. “Lávarður Nelson sök á því? Hefir yð- ur mislíkað eittvað?” spurði hann. “Nei, við höfum ekki rifist, en eg er hrædd um að eg hafi ollað honum sörgar,” svaraði Harriet. Percy settist við hlið hennar. “ Vilt þú tala hreinskilnislega við mig, kæra Harriet?” sagði hann. “Átt þú við að þú hafir neitað bónorði Nelsons?” Hún hneigði sig samþykkjandi. Gleðin leiftraði í augum Percvs. Fyrst að Harriet hafði neitað Nelson, á- leit hann sér óhætt að vona að fá jáyrði hennar. Hann laut að henni með ástrík orð á vör- unum, sem hann talaði þó ekki, því hann mundi nú eftir að hún var ekki lengur fátæka, vina- lausa stúlkan, sem hann hafði árum saman veitt svo blíða umhyggju. Hveraig gat hann vogað sér að hugsa, að hann gæti fengið þessa töfrandi ungu stúlku til þess að giftast sér? Þegar bæði ætt hennar og mentun gáfu henni heimild til betri tæki- færa en hann gat boðið henni. “Heldur þú, að þetta hafi verið rétt gert af þér, Harriet? iJávarður Nelson elskar þig sjáanlega, og hann getur veitt þér hina indæl- ustu framtíð,” sagði Percy. Honum veitti nú samt erfitt að segja þetta. Hún leit á hann með opinberri undrun. “Hvernig ætti eg að geta iðrast þessa, þar eð eg elska hann ekki,” spurði hún og roðnaði. “Vilt þú hvetja mig til að giftast lávarði Nel- son, eftir að eg hefi sagt þér þetta?” “Eg hugsaði að eins um, hvað bezt væri fyrir þig,” svaraði hann hálf feiminn. “Álítur þú það bezt fyrir nokkura mann- eskju, að velja háa stöðu í lífinu, fram yfir sanna ást? Álítur þú háa stöðu meira virði en sanna ást?” spurði hún með dálítilli fyrir- Iitningu. “Nei, Harriet. Eg vildi að eins fullvissa mig um, að þú gerðir ekki misgrip,” svaraði hann alvarlegur. “Eg er alveg viss um að eg elska ekki lá- varð Nelsön,” sagði hún einbeitt. Percy átti bágt með að verjast því, að taka hana í faðm sinn og þrýsta henni að brjósti sínu, en hann ákvað að tala fyrst við móður hennar og biðja hana að leyfa sér að biðja hennar. “Fyrst svo er, þá vil eg vera sá seinasti til að hvetja þig að gera slíkt,” sagði hann með blíðum róm. Harriet stóð upp, föl og þreytuleg. “Það er orðið kalt hér úti. Eg held eg verði að fara inn,” sagði hún og bjóst til að fara inn í húsið. A þessu augnabliki kom maður hlaupandi til þeirra. Þau biðu bæði til að vita hvert erindi hans var. “Er Morton læknir hér?” spurði hann laf- móður af hlaupunum. “ Já, eg er Morton læknir,” svaraði Percy. “Þér verðið tafarlaust að fara heim til Sir Henry Harwood- Það er viðvíkjandi ungum manni, sem er næstum druknaður. Og mér var skipað að sækja yður.” 35. Kapítuli. Percy beið ekki eftir að heyra meira, en gekk inn í húsið eftir hattinum sínum og fór svo af stað á eftir manninum, sem nú var á heim- leið. Hér um bil einni stundu áður var Charles Harwood, sem var kyr í Brighton eftir að for- eldrar hans voru farnir til London, svaf í þeirra húsi en neytti matar á hóteli — genginn ofan að sjónum til að baða sig, eins og hans var venja. Hann var góður sundmaður ©g hafði aldrei frá berasku verið hræddur við sjóinn. f dag hafði hann verið lengi?r í sjónum en venja hans var og farið lengra frá landi. Alt í einu fann hanli til stirðleifea og verkja í líkamanum. Hann vissi strax að það mundi vera krampi. Hann fór að synda til lands, en árejmslan jók sinateygjur hans: Hann kallaði á hjálp eins hátt og hann gat, en enginn svaraði. Þá sá hann bát stefna til sín og von um björgun lifnaði. En á næsta augnabliki misti hann með- vitundina og sökk. Fiskimennirnir í bátnum sáu hættuna, sem hann var staddur í og flýttu sér til hans. En hann var í aumkunarverðu ástandi þegar þeir náðu honum loksins. Annar maðurinn var roskinn, hi.nn ungur og laut niður að honum. “Eg þekki hann, hann á þarna heima,” sagði hann og benti á hús Sir Henrys. Þeir flýttu sér til lands, bára hann heim að húsinu og inn í það, því lykillinn stóð í skránni. Á neðsta gólfi var svefnherbergi. Þeir færðu hann úr fötunum, vöfðu ullarábreiðu ut- an um hann og lögðu hann á rúmið. Annar þeirra reyndi að vekja hann til lífs, en hinn fór að sækja lækni. Hann fann garðyrkjumann starfandi skamt frá, sem vissi hvar Morton læknir var, og sem fór strax að finna hann, en hann sagði ekki Morton hver hinn hálfdruknaði maður var, fyr en þeir voru komnir góðan kipp frá húsinu, því hann vildi ekki hræða fjöskyld- «/• «. 1 • jm* trmbur, fialviður af öllum Wyjar vorubirgðir tegundum, geirettur og al»- konar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar. Komið og sjáið vörur vorar. Vér erumætíð glaðir að sýna þó ekkert sé keypt. The Empire Sash & Door Co. ..- 1 " ■ Limitad-——————— HENRY 4VE. EAST WINNIPBG una. Percy flýtti sér til vinar síns, sem hann fann mjög örmagna. Hann vafði um hann votum dúkum, vættum í heitu vatni, og utanum þá volum ábreiðum. Meira en hálfa stund hlyntu þeir að honum eftir beztu getu. Loks raknaði Harwood við, en hann var en ekki úr allri hættu. Percy sagði, að þeir yrðu að halda áfram að nugga hann. Gamli sjómaðurinn leit ekki af Charlí Har- wood, og virtist vera í mikilli geðshræringu, og tautaði við og við einhver óskiljanleg orð. Loks sofnaði Charlí, en að eins í tæpar fimtán mínútur, um leið og hann vaknaði lyfti hann höndunum upp. Þegar hann gerði það, ýttist skyrtuermin til hliðar, og sáu þeir þá hörundsflúrið á vinstri handlegg hans. Um leið og gamli maðurinn sá það, stóð liann upp og æpti af undrun. Percy benti honum að þegja. Hann settist þá á stól þegjandi- En Charlí tók eftir ópi hans. Hann var nú með fullu ráði og leit brosandi á kvíðandi andlitin í kringum sig. “Mér líður ágætlega,” sagði hann með huggandi róm. “Eg held nú líka að þú munir jafna þig,” svaraði Percy alúðlega og þreifaði á slagæð hans. ‘ ‘ En það var allerfitt að geta vakið þig til lífs aftur, vinur minn. Lfkamsbygging þín er ekki nógu sterk til að þola svo mikla og lang- varandi áreynslu í sjónum — uppeldi þitt hef- ir verið of kveifarlegt til þess . Ef þú hefðii; eytt bernsku þinni og fyrstu æfidögum á sjón- um, eins og eg, mundir þú þola meira. Eg þoli hvað sem er, við að lauga mig og synda.” “Það sama hefði hann átt að geta, því hann var fæddur á sjónum. Faðir hans var alla æfi sína á sjónum og afi hans líka,” sagði sjó- maðurinn. Allir litu undrandi til lians, þegar hann sagði þetta. Percy var sá fyrsti, sem áttaði sig. “Yð- ur skjátlar, maður minn,” sagði hann. “Þessi ungi maður er sonur Sir Henr\T Harwood, mik- ‘ ils metins Londonar læknis.” Afsakið að eg mótmæli yður, hr. En það er hann ekki,” svaraði maðurinn sannarlega sannfærður. “Eg veit um hvað eg tala, og get líka sannað það. Hann er sonur WiIIiarn Mortons, skipstjóra á kaupfarinu “Fortuna,” sem átti árekstur við eitthvert óþekt skip fyrir hér um bil eitthvað tuttugu og fimm árum síðan- AJlir á skipinu fórust nema matreiðslumaður- inn„ bátstjórinn og eg sjálfur og sonur skip- stjórans — þessi ungi maður hérna — þá að eins nokkurra mánaða gamall.” ‘ ‘ Hamingjan góða! En hvað þetta er æfin- týralegt! Við hvað á hann?” sagði Charlí og starði undrandi á manninn. En Percy Morton var orðinn náfölur, því orð sjómannsins höfðu mikil áhrif á hann. Hann stilti sig samt sökum vinar síns, og sagði við sjómanninn: “ViS meigum ekki vekja geðs- hræringu hjá sjúklingnum góði maður minn. Hann þarf fyrst af öilu að sofna núna. Viljið þér gera svo vel að ganga inn í annað herbergi, þá skal eg koma þangað rétt strax.” Gamli maðurinn stóð upp óviljugur, til þess að hlýða beiðni læknisins. En Charlí stöðvaði hann. “Bíðið eitt augnablik vinur minn,” sagði hann með viðfeldnu bnosi. “Þér hafið eflaust í þetta skifti á æfi yðar hlaupið á yður. En segið mér nú áður en þér farið, hvað það var sem orsakaði það, að þér tókuð mig fyrir að vera þann unga mann, sem þér töluðuð um?” “Það er ekki ómafesins vert, hr. Og eg held að það hefði verið betra, að eg hefði ekki minst á þetta,” svaraði hinn, því hann liélt, að af orðum sínum hefði ekki leitt neitt gott. “Nei, þér hafið ekki gert neitt rangt. En látið okkur nú heyra sannanirnar. Eg er fremur forvitinn sagði ungi maðurinn. „ ‘<Þa?y skal eg gera. 1 fyrsta lagi hafið 'þer einkennileg mer*ki á vinstri handlegg yðar. ’ ’ “Já, það hefi eg. En hvað kemur það staðhæfingu yðar við?” spurði Charlí og ýtti skyrtuerminni upp, svo að Jiörundsflúrurnar með indversfeu bleki sæust. “ Já, eg skal segja yður, að eg hefi áður séð nokkuð, alveg eins og þetta,” svaraði sjómaður- inn.^ “Eg hélt því að þér væruð sá maður. sem eg áleit yður vera. ’ ’ Charlí horfði lengi á flúrið á handlegg sín- um, hugsandi og alvarlegur. “Þetta er mjög undarlegt,” tautaði hann, að hálfu leyti til sín og að hálfu leyti til Percy. “Eg hefi oft hugsað um það, hvernig það gæti orsakast að merkin væru þarna. En faðir minn hefir sagt mér, að þau hafi alt af verið þarna síðan eg var mjög lítill, og þó þau líkist ekki fæðingarmerki, hefi eg alt af haldið að þau væri það.” Percy vissi að þetta var ekki fæðingar- merki, en hann vildi ekki segja það og benti gamla manninum að fara. Hann gerði það lífea og Charlí lagðist út af í rúminu. “Nú verður þú að fara að sofna,” sagði

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.