Lögberg - 06.10.1921, Blaðsíða 4

Lögberg - 06.10.1921, Blaðsíða 4
BIs. 4 LÖGBEBG, FIMTTJDAGIN.N. 6. OKTOBER 1921. V IJögbtrq Gefið út hvern Fimtudag af The Col- umbia Preu, Ltd.^Cor. William Ave. & Sherbrook Str.. Winnipeg, Man. Talaimari N-6327'oí N«6328 Jón J. Bfldfell, Editor UtanAskrift til blaðsins: TKt C01UNIB»\ PHESS, Ltd., Box 3l7í. Winnlpeg, Utan&skrift ritstjórano: EDITOR LOCBERC, Box 3172 Winitipeg, l^an. The “Lögberg” is printed and published by The Columbla Press, Limlted. tn the Columbia Block. S53 to 857 Sherbrooke Street, Winnipeg, Manitoba. sjálfir, stór og voldugur flokkur ágætra manna, sem stunda sérstaka iðn í mannfélaginu. Þeir standast kostnaðinn við kosninga út- haldið, útnefna öll sín þingmannsefni samkvæmt ráði hiuna ýmsu bændafélaga og þeir. ráða líka mestu innan síns eigin flokks, þegar til athafna hans á þingi kemur. Þeir koma eins og sum hlöðin, sem styrkja þá til valda segja: (Það er að segja, þau, sem tala eins og þeir, sem að þeim standa meina) “In to their own” (set.jast að sínu eigin). Það er einmitt þetta, sem aðskilur bænda og frjálsiynda flokkinn. Frjálslyndi flekkurinn, hefir ávalt haldið því og hlýtur að halda því fram, að enginn flokkur manna eigi að hafa, né megi hafa nokk- ur sérréttindi, eða hlunnindi innan þjóðfélags- ins. Hvorki bændur, verkamenn, verksmiðju- eigendur né neinir aðrir, og á þann hátt einn, er mögulegt að frjálslyndar hugsjónir geti orð- ið sigursælar í lífi þessarar þjóðar eða nokkurr- ar annarar þjóðar. fann til veiklei'ka síns og lofaði bót og betrun, bæði sjálfum sér og aðstandendum sínum og hefir staðið við það nú upp í nærri hálft ár, svo menn voru farnir að halda að hann hefði sigrað þenna löst, þessa illkynjuðu málæðis- veiki, sem hefir verið hans fylgifiskur og hon- «m til stór-hneisu frá blautu bams beini. En í síðustu Heimskringlu, sér maður að ijætta hefir mishepnast tilfinnanlega. Þó er ekki vonlaust um framför, því áður klesti þessi maður nafni sínu undir hvaða ósóma sem hann lét út úr sér. "Nú skammast hann sín orðið fyrir sjálfan sig, þetta andlega afkvæmi sitt og sitt eigið nafn, og skrifar sig “Gamla Nóa.” Minnir það oss á dálítið atvik, sem kom fvrir hér í Winnipeg, um það leyti sem verið var að innleiða talsímann. Kaupmaður kom inn til kunningja síns og sagði: “Mikið gull er þessi taísími. Eg get pantað allar mínar vörur í gegn um hann. Og veiztu hvað? Mér gengur mikið betur að semja við stórkaup- r.iennina helrlur en þegar eg fer til þeirra r, U Meðlimir Grain Exchange, Winnipeg Produce Clearing Asso- ciation, Fort William Grain Exchange, Grain Claims Bureau. LICENSED AND BONDED By the Board of Grain Commissioners of Canada. Norlh-West CommissioBi Co. LIMITED Telephone A. 3297 216 Grain Exchange, Winnipeg, Man. Islenzkir bændur! Munið eftir íslenzka kornverzlunarfélaginu, það gæti borg- að sig að senda okkur sem mest af kornvöru yðar þetta ár. — Við seljum einnig hreinsað útsæði og kaupum “option” fyrir þá sem óska þess. — Skrifið á ensku eða íslenzku eftir upp- lýsingum. HANNES. J. LINDAL. PETER ANDERSON. Frjálslynd stefna í stjórnmálum. ii. Um þessar mundir er mikið gjört til þess :ið gjöra hinar eldri stefnur í stjórnmálum þessa lands tortryggilegar. Menn tala um þær með fyrirlitningu og fordæma þær í flestum tilfellum- Nýlega er farið að gefa út í höfuðstað landsins blað eitt, sem nefnt er National Liberal and Conserative Bulletin, og hefir oss borist sýnishorn af því, og á framsíðu í gieiðu og feitu letri stendur: “Frjálslynda stefnan er alstaðar horfin utan Quehec fylkis”. Með ó- blandinni ánægju virðist Jietta sagt. Lífsstarf og vonir margra ágætustu manna þessarar Jijóðar orpnar moldu—svörtu stryki slegið ýfir hverja blaðsíðu í stjórnarfarssögu Canada, þar sem ritað er um framsókn frjálslyndra manna, frá því þeir fyrst fóru að tala máli þess undir- okaða í þessu landi, og þar til þetta blað jarð- syngur framsóknarstefnuna í landinu, alstaðar annarstaðar en í Quebec fylki. Til er sinásaga eftir Leo Tolstoy, þar sem liann lætur austurlenzkan mann telja konungi einum trú um að hanu sé ekki lengur hann sjálf- ur, heldur lætur honum finnast að hann sé alt fnnað og seinast fanst honum, að hann vera orðinn að ösnu. Ekki er gott að segja, hvað hægt. er að telja mörgu fólki trú um, að það sé ekki það sjálft, heldur eitthvað annað, eða að stefna sú, sem stór hluti þjóðarinnar liefir unnið að — og verið sannfærður um, að væri þjóðinni til ómetanlegrar 'blessunar, sé alt í einu horfinn úr lífi og sögu hennar. — Nei, islíkt er heimska, því sem betur fer, er fólkið ekki orðið að svo miklum umskiftingum enn sem komið er. I eðli sínu eru allir menn frjálslyndir — • }>rá réttlæti og hreinleik á stjórnmálum, sem öðrum málum. Það að menn skiftast í flokka, sem eru mótstríðandi þeim eðlisuppruna, kemur til af þ\’í, að þeir eru leiddir út á þær brautir af mönnum sem þeim eru sterkari og atvikum sem þeir gá ekki að í fyrstu, en ráða oft ekki við síðar.* i Ef vér hefðum tök á, hver og einn, að slíta oss í burtu frá öllu því, í stjórnmálum, sem eigin hagisvon sjálfra vor og annara hvíslar að oss. Ef vér hefðum þrek til að g.jöra það eitt, sem landi þessu og þjóð er fyrir beztu. Ef vér héldum í hendi vorri, framtíðar ör- lögum hennar, hvað vildum vér þá, að hún yrði? Svarið er á vörum hvers manns og hverrar konu • Hrein, fögur og frjáls þjóð. Framþróun þjóðanna á braut stjórnmál- anna, er og hefir verið stríð, endalaust og uppi- haldslaust stríð. Hér í Canada hefir þetta stríð verið á miili tveggja st.jórnmálaflokka — íhalds- eða aftur- halds flokksins, sem hefir frá byrjun hlúð að efnahag vissra manna og sérréttindum þeirra. sem búast er ,við, því slíkir menn hafa alt af ráðið meistu um stefnu þess flokks og fram- kvæmdir. Hinn flokkurinn, frjálslyndi- eða fram- sóknar flokkurinn, hefir verið hinsvegar óg á- valt barist á móti sérréttindum einstakra manna. Öfl þessi hafa verið máttug í lífi canadisku þjóðarinnar og1 það væri óhugsandi að lýsa þeim í stuttri blaðagrein eða áhrifum þeirra. En óhætt er að segja, að ef frjálslynda stefnan hefði ekki verið til: Ef Ricbard Cartwright, Oliver Mowat, Blair, Anglin, Blake og Sif Wil- fred Laurier, hefðu ekki lifað og strítt fyrir rétti og framþróun canadisku þjóðarinnar, þá væri öðruvísi útsýni yfir líf þeirrar Jijóðar, en nú er. Og þó vilja menn sleppa hugs.jónum þeim sem þessir menn börðust fyrir, gleyma þeim, svæfa þær — sálga þeim ef, unt er- Halda menn að stjórnmálin í Canada mundu græða á því? Halda menn að þjóðin yrði andlega auð- I ugri fvrir það, að frjálslyndi flokkurinn hyrfi úr sögunni, og með honum afl 5)að, sem haldið hefir myrkravöldum landsins í stjórnmálum nieira og betur í skefjum, heldur en nokkuð annað. Oss er sagt, að frjálslyndi flokkurinn í Canada hafi nú runnið sitt skeið/ að hans sé ekki þörf lengur, )$hr sem bændurnir fylgi fram sömu stefnu að mestu leyti og haldi á lofti sömu hugsjónum og frjálslyndi flokkurinn gerði. Þetta er að sumu leyti rétt, að því Ieyti. að hin auglýsta stefnuskrá bændanna er nálega sú fi’-ma, sem frjálslýndi flokkurinn hefir, að und- anteknum þeiin kafla sem fjallar um tollmálin. En hin auglýsta stefnuskrá flokkanna er gleymskunni háð, })egar völdin eru fengin. Það ^ er því ekki eins mikið að byggja á henni, eins og mönnunum, sem 4 bak við hana standa. A hakvið stefnuskrá bændanna, standa þeir Meighen í Portage La Prairie. Eims og til stóð, hélt forsætisráðherra Can- ada, Hon. Arthur Meighen, fyrstu ræðuna í kosninga leiðangri sínum í Portage La Prairie hér í fylkinu á þriðjudagskvöldið í síðustu viku eða 27. f.‘ m. Fyrir nokkru síðan, yhafði forsætisráðherr- herrann tilkynt landslýð öllum, að hann ætlaði að geyma að opinbera stefnu og fyrirætlanir stjórnarinnar og hvaða mál skyldi gera að aðal umtalsefni í kosningunum, sem í hönd fara, þar til að hann flytti ræðuna í Portage La Prairie. Menn biðu því fullir óþreyju, eftir þessuin degi, en svo kom hann eins og allir aðrir dagar — og forsætisráðherrann kom og flutti ræð- una, sem varð vonbrigði öllum mönnum. , Mörg brennandi spursmál liggja fyrir Caiiada-þjóðinni til úrlausnar, svo sem verzlun- arflota spursmálið, járnbrauta-spursmálið, fjárhags-spursmálið o- s. frv. En hann mint- ist ekki á þessi spursmál, heldur en að þau væri ekki til. — Mintist ekki á hvernig ráða ætti fram úr fjárhags-spursmálinu, þó útgjöld þjóð- arinnar séu nú orðin meiri en $500.000,000 á ári með þverrandi verzlun og skattabyrði svo ægilegri að almenningur er nær því kominn að sligast uiulir henni, eða svo maður gangi nær í þeim sökum $510 á hvrn heimilisföður í Can- ada, sem hefir fimm manns að sjá fyrir. Mintist ekki á járnbrautarmálin, þó þeim sé nú þannig komið, að rfkisjárnbrautirnar kosti fólkið í Canada á þessu ári sem er að líða $70,000,000 í beinum sköttum, og að talið er víst að þeir nemi $100,000,000 yfir árið 1922. Ekki með einu orði á skipastól landsins, eða stjórnarinnar, sem líka er ómagi á landsjóði og fólkið verður að halda við með beinum skött- um. En liann gleymdi ekki að tala nm tollmálin — það er að segja, gleymdi ekki að segja mönn- um frá því að hann og hans sveit, héldi fast við hátollostefnuna, til inntektar ríkissjóði og verndar á iðnaði landsins. Þó þetta hátolloarnál—- eða tollmál, sé þýð- ingarmikið, þá gat Hon Arthur Meighen spar- að sér ferð hingað vestur, til þess að segja mönnum frá stefnu sinni í því máli, því allir vissu að hann 0g hans lið var tollvernduninni í Canada hlvnt, ekki að eins hlynt, heldur mátt- arstoð hennar og hefir verið það frá hyrjun. Eitt mál var það þó, sem forsætisráðherr- ann har fram á þessum fundi sínum, sem er nýtt og nýtilegt eða sem gæti orðið að verulegu gagni og það er málið um sölu á korni bænd- anna í Canada. Lengi, lengi, hafa bændurnir kvartað und- an erviðleikum þeim er þeir ættu við að búa, í sambandi við «ölu á búsafurðum sínum, en sér- staklega þó á korni, því það er aðal varan sem þeir hafa til að selja, að minsta kosti í Vestur- (fylkjunum. En yfirvöldin —^ þau er þeim mál- um gátu ráðið—, hafa þagað, þar til nú, að Hon. A,rthur Meighen, á þessnm fundi í Port- age La Prairie, sagði þeim, að ef þeir vildu * kjósa sig aftur og sína menn, þá skyldi hann mvnda kornsölunefnd eitthvað í líking við nefnd þá er skipuð var, til að annast kornsöluna á stríðstímunum, það er að eegja, ef bændurnir vildu það. Sjálfsagt er þetta mál, velkomið hændum vesturlandsins yfirleitt. En það dregur úr því alt gildi að Meighen og hans stjórn hefir dregið þetta þar til að hann þarf á því að halda, sem agni í þessum kosningum, — geymir það þangað til að honum finst, að hann sé knúður til þess sjálfs síns vegna, og að hver einasti mað- ur kemst ósjálfrátt að þeirri niðurstöðu, að þetta sé kosninga beita, handa bændum að gleypa. --------o-------- Ástríður. Þær eru margar og margvíslegar þessar ástríður mannanna. E11 ein af þeim allra ógeðslegustu er, þegar menn geta með epgu móti haldið sér saman, þó að menn séu margbúnir að re'ka sig á, að þoir gera bæði sjálfum sér og öðrum mestu vanvirðu með því að vera alt af símalandi. Það er eins og þossi ástríða — þessi sótt, sé óviðráðanleg — ólæknandi hjá sumum mönn- um, því hvað staðfastlega sem þeir ásetja sér að liugsa um sínar eigin sakir, og það sem get- nr gert þá að mönnum til nytsemdar fyrir sjálfa sig og skvldnlið sitt, þá ráða þeir ekki við sig, —málæðisþráin fer að dansa innan í þeim. í’ýrir nokkru var maður hér á meðal okkar, sem leið öðrum fremur af þessari veiki og aðrir liðu líka fyrir haun, út af því ástandi hans, meir en þeir hafa liðið fvrir misgjörðir nokkurra annara manna vor á meðal. En þó ótrúlegt sé, sá þessi maður að sér og “I ljósaskiftunum”. Svo heitir grein, sem stendur í síðustu Heimskringlu, og er hún með því ljótasta og iilkvittnasta, sem í því blaði hefir staðið lengi, og hefir þó sannarlega kent margra grasa þar upp á síð'kastið. Ritstjórinn stendur þar uppi á einhverri “sjóndeildarhæð”, eða sjónarhæð, sem sjálf- sagt er há, því hann er lítill, og horfir þaðan vfir félagslíf Vestur-lslendinga — það er að segja yfir pait af því, og veslings maðurinn sér þar ekkert nema öfugstrymi og illþýði! Og vér getum sett oss inn í tilfinningar slíks kærleiks og réttlætis postula, og sársauka þann, sem ranglæti og þrjóska mannanna veknr í svo viðkvæmu hjarta! Ilann horfir á gamalmenna heimilið, þá stofnun Vestur-lslendinga, sem náð hefir hylli allra flokka á meðal þeirra 0g engum hefir dottið í hug að hreyta að hnjóðsyrði, síðan vissir menn með vissar skoðanir urðu von- lausir um að geta troðið sér þar inn til sundr- ungar, og hann harmar sáran, að slík stofnun skúli vera undir stjórn og í umsjá þess félags, er frá upphafi hafi verið þröngsýninni háð— það er, haft ákvæðna skoðun og stefnu. Skólinn — Jóns Bjarnasonar skóli—, er þyrnir í.holdi ritstjórans, og fyrir hvað? Ekki fyrir það, að Vestur-tslendingar þurfi ekki slíkrar stofnunar við; ekki af því, að þeir séu of minnuarir á þau atriði síns feðrarfs, sem skólinn vill glæða hjá þeim. Heldur af því, að skólinn er undir stjórn féiags, sem hefir ákveðna kristilega stefnu, sem ritstjóranum hefir verið svo meinilla við frá byrjnn, og fyrir það að skólinn vill leitast við að glæða kristilegan kærleika sveina þeirra 0g meyja, er skólann sækjú, hæði til guðs og manna. Finst ritstjóra Heimskringlu ekki vera kominn tími til þess, að hætta að halda annari e:ns heimsku o-g þessari á lofti—kominn tími til þess, að hætta að æsa menn og konur til mót- spyrnu gegn þessari eða nokkurri annari stofn- nn fyrir það, að hún vill snúa huga og hjörtum hinna uppvaxandi meðal vor að sólu og sumri? Þessi tvö atriði, eða hljómur þeirra, er eins og hlióðöldur gamallar gremju—vona, sem einhvem tíma voru lifandi,. en eru nii orðnar tál. en vefja sig utan um sál ritstjórans og gufa svo út þaðan eins og brennisteinsylgja- Það er ekki fvr en maður kemur að þriðja atriðinu, sem í kekkina fer að kastast, begar ritstjórinn segir að Fvrsti lút. söfn. í Winni- peg hafi svælt undir sig eiemir Tjaldúðarsafn- aðar. En ritsj. virðist ekki verða ilt af því, enda þótt hann viti, að hann fari með bláher ó- sagnindi og beri meiðandi sakir á fjölda fólks. Alt er tilvinnandi, ef hann með því gæti rægt Fyrsta lút. söfnuð og spilt áliti hans út á við, en, sem mest er í varið, vakið óánægju og úlf- úð innan safnaðarins og eyðilagt hann, svo að höf. og hans uótar gætu ginið yfir reitum hans o<r komið fólkinu til þess að halda, að þeir siálfir hefðu skift um ham, væru ekki lengur úlfar í sauðargærum, eins og þeir ættu að sér að vera, heldur sauðir í úlfsgærum, eins 0g þeim tókst að telja nokkrum hluta þess fólks, sem áður var í Tjaldbúðarsöfnuði, trú um, og á þaun hátt gátu krækt inn til sín, og ætluðu að gjöra við þessa Tjaldbúðarkirkjn, en gátu ekki. -------o------ ■0 P restféla gsr iti ð. Oss hefir nýlega borist þriðji árgangur af þessu stórmyndarlega ársriti þeirra íslenzku prestanna. Þetta er heilstór bók, yfir 170 hlaðsíður í stóru átta bl. broti, og frágangur ' allur hinn prýðilegasti. Efnisskráin er álitleg og giraileg til fróð- leiks: 1. Séra Matth. Jochwmsson, trúarskáld, eftir séra Valdemar Briem. 2. Jón helgi ögmundsson, eftir Dr. Jón Helgason hiskup. 3. Ungkirkiu- hreyfingin sænska og Sigtúna skólinn, eftir Arnór kennara Siguriónsson 4. Hlutverk trú- arbragðakenslunar, eftir Harald prófessor Ní- elsson. 5. Sænsk guðfra'ði 0g trú, eftir eand. theo]. Árna Sigurðs-son. 0. Bænalíf Jesú og kenning um hænina, eftir S. P. Sívertsen- 7. ITnarir í Drotni, eftir séra Þorstein Briem. 8. Hans Paulsen Egede, Gramlandspostuli, eftir I)r. Jón Tlelgason hiskun. 9. Guðsríki er ná- lægt, eftir séra Ásmund Guðmundsson. Auk þess oru stuttar greinar um erlendar hækur. Prestfélagsritið og reikningar félags- ins 1920- Eins og sjá má af þessu yfirliti, eru flestir þeir er í ritið skrifa í þetta sinn, velþektir höf- undar, sem allir vænta mikils af. Enda munu mönnum ekki bregðast vonir sínar við lestur- inn- Ritið mun nú þegar fást hjá Finni hók- sala Johnson, að 698 Sargent Ave., Winnipeg. Hvers vegna eigið þér að spara Til þess að tryggja yður þægindi og ihvíld á elliárunum Til þess að tryggja framtíð fjölskyld- unnar eftir fráfáll yðar. Byrjið að spara ‘í dag með innleggi á huldu framtíð THE ROYAL BANK OFCANAHA Borgaður höfuðstóll og viðlagasj........ $40,000,000 Allar eignir................ $544,000,000 Fiskirannsóknir. 25 ára starfsemi. Sumarifi 1896 hóf Bjarni Sæ- mundsson adjun-kt fiskirannsókn- ir hér við land og hefir jafnan starfað að þeiím síðan á sumrum. f -nýútkomnum Andvara birtir hann skýrslu um rannsóknirnar árin 1919 og 1920. í lok skýrsl- unnar gefur hann yfirlit yfir þess- ar 25 ára rannsóknir sínar og vík- ur jafnframt að því, sem starfað hefir verið í þessu efni af öðrum. En af íslands hálfu hefir enginn annar starfað að rannsóknunum en hann. Skýrslur um rannsókn- irnar hefir hann jafnóðum birt í Andvara. Eru þær nú samtals orðnar stærðar bók, 900 blaðsíður i Andvarabroti, og er þar stórmik- inn og merkan fróðleik að fá Höfundur kemst þannig að orði um sjálfan -sig, að hann hafi ver- ið nokkurs konar milliliður milli vísindamanna og íslenzkra fiski- manna og þekkingarmiðlari.” Er það nú orðið alviðurkent mál, að rannsóknir vísindamannanna hafa orðið atvinnuvegunum að hinu mesta liði. Og tvímælalaust er það með öllu að á þessum 25 árum hefir Bjami Sæmundsson unnið sjávarútveginum íslenzka mikið gagn, bæði með að -gera fiskimönn- um kunnar og heimfæra til ísl. staðhátta, þær niðurstöður sem fiskifræðingar annara landa hafa komist að. Höf. nefnir einkum þrjú stór- mál, þar sem hann hefir getað gefið mikilsverðar leiðbeningar út frá eigin rannsóknum og fiski- fræðum og reynslu annara þjóða. Er þar fyrst að geta fiskiveiða- samþyktanna, sem oft og tíðum bönnuðu notkun veiðarfæra og beitu, en var oft sprottið af van-i þekkingu og þröngsýni. Eru þær nú flestar úr sögunmi, en menn al- ment farnir að nota þorskanet með allri suðurströnd landsins frá Snæfellsnesi til Austfjarða, en sumar samþyktimar höfðu reynt að útrýma þeim — Annað málið voru hvalveiðarnar og áhrif þeirra á fiskigöngur og fiskafla, einkum síldar. Munu skoðanir höf í því efni nú alment viðurkendar og hanm mun fyrstur hafa bent á, hve síldveiði væri stopul ef menn biðu hennar inni I fjörðum 0g hvatt menn til ð veiða hana í rek- net úti á rúmsjó. — priðja málið eru botnvörpongaveiðar. Höfðu sjómenn alment mikinn ímugust á þeim veiðum I fyrstu, en með rannsóknum sínum komst höf. að þeirri niðurstöðu, “að ekki mumdi vera nein bráð Ihætta á því, að fskurinn gengi til þurðar af völd- um togaranna, ef landhelgin þar sem mest er um ungviðiþessara fiska, væri vél varin, né heldur að fiskur legðist til lengdr frá miðum af þeirra völdum.” Geta má þess enn, að í fiskatali Gröndals, 189-1, eru taldar þektar 66 fiskategundir við ísland, innan við 400 m. dýptarlínuna, en nú telur höf. 124. Ýmislegar nýjung- ar í veiðiaðferðum og beitutöku Hefir hann gert kunnar, haft af- skifti af silunga- og laxaklaki o.fl. Bjarni Sæmundsson getur því litið yfir mikið og þarft starf eft- | ir þessi 25 ár. f lok skýrslunnar víkui; hann að þörfinni á sjó og fiskirannsóknum hér framvegis. Telur hann þær bæði sjálfsagðar og nauðsynlegar. Rökstyður hann það með þessum orðum: “í lok síðustu aldar var farið að bera nokkuð á fækkun á sumum dýrmætari flatfiskategundum og smækkun á sumum öðrum fiskteg- undum (t.d. ýsu) í Norðursjó og víðar 0g var kent um of mikilli veiði. Vildu menn þá fá vísinda- lega rannsakað, hve mikil brögð væru að þessu og hvað valda mundi. Eins vildu menn fá að vita orsakirnar til hinna miiklu breyt- inga á síldargöngum við Norður- lönd, um gagnsemi sjófiskaklaks, um sambandið milli hafstrauma og veðráttu 0. fl. En þá sáu menn, að þeir þurftu að fá að vita svo margt óþekt um ilífshætti þessara fiska, og um eðli sjávarins, til þess að geta svarað hinum um- ræddu og öðrum spurningum. Höfðu að vísu einstakar stofnanir eða einstakir menn í ýmsum lönd- um unnið mikið í þessa átt síð- ustu tugi aldarinnar, en það vildi verða lítill árangur af því starfi, af því að sjórinn er svo víðáttumik- ill. Sáu mfnn þá, að fyrst skilyrð- ið fyrir verulegum rannsóknará- rangri væri visindasamvinna með- al alllra þjóða við norðanvert At- lantshaf og innhöf þess. Varð það svo úr, að stofnað var til áður- nefnda'r samvinnu í sjó- og fiski- rannsóknum laust eftir aldamótin. Hefir þeirri samvinnu verið hald- ið áfram síðan, þó hún færi að miklu leyti út um þúfur styrjald- arárin, og mikið hefir áunnist; n.enn hafa fengið mikla þekking á straumum og hita norður Atlants- hafs og á áhrifum þeirra á líf svifjurta og svifdýra, sem eru frumnæring allra æðrd sjávarbúa; sömuleiðis hafa menn' fengið víð- tæk þekkingu á hrygningu og hrygningarskilyrðum margra nytjafiska, á seiðum þeirra á ýmsu þroskastigi og þýðingu frum- næringarinnar fyrir þau. pað hafa fundist áður óþekt fiskimið. pekk- ingin á lífsskilyrðum skarkola og vexti hans hefir orðið til þess, að Danir hafa fundið upp á því að flytja kolaseiðin í Limafirði af svæðum, sem þau gátu ekki vaxið á vegna fæðu-skorts, á svæði, sem að undangenginni rannsókn sýndu sig að vera gott “haglendi” fyrir þau; og þar vaxa þau eins ört og í Norðursjó, og Danir og Sví- ar hafa í sameiningu ákveðið lág- marksstærð á þeim fiski af þessarl tegund, s'em veiða megi og selja. Með ákveðinni veiði á tilteknum svæðum Ihafa menn reynt að reikna út fjölda 'skarkolans í Norðursjó og af afla botnvörpunganna þar um nokkur ár draga ályktanir um á- hnif botnvöirpuveiðantna á hann. pað hefir leitt til þes's, að farið er að tala um að friða sum sváeði í mest upp, fyrir þeim veiöarfær- um, sem eru hættulegust ungvið- inu. pekking sú, senf dr. Scmidt hefir afTað mönnum á hrygningu álsins, hefir orðið til þess, að ,seið- in (glerállinn) eru nú veidd unn- vörpum á vesturströnd Evrópu, ekki til svínafóðurs eins og áður var títt, heldur til þess að flytja þau lifandi austur um álfuna til uppvaxtar í fljótum og vötnum. Mikið hefir fengist að vita um .göngur fiska, með merkingum eða á annan hátt.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.