Lögberg - 06.10.1921, Blaðsíða 3

Lögberg - 06.10.1921, Blaðsíða 3
LÖGBERG. FTMTUDAGINN, 6. OKTOBER 1921. Bla t miiauaiii ■nuMiuBiiBiaiiiBitiiaiiiiBiiiiBuiiawi ^HiBiiuaiiiiaiiiiaiHiiiiHiiiiBiiiiKtiiaiiHiiiHiHiiiiainnii iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii^ Sérstök deild í blaðinu w ^nniniiiiiininiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiniiHiiiBiiinniiiiBnninniinratiiiiffliiniiuiimiiiiauiuiiiniinuiv SOLSKIN Fyrir börn og unglinga Professional Cards ^flllllHIIUHIIIIHIIIIHIIIIHIIIIHIIIIHIIIiaillllHIIIIHllllBIIIIBIIIIHIIIHIIIianHIIIIKtlllKIIIIHinni Töfraduftið. Morgun einn, er Tommy Deever, var á leið- inni í skólann, kom hann auga á litla búð, milli •kjötbúðarinnar og fóðurskálans, sem hann mintist ekki að hafa séð þar daginn áður- Yfir dyrunum á þessari nýstárlegu búð, stóð letrað með gullnum stöfum: “Peter Pepj>er’s Powder’s”. Undar- legt í meira lagi fanst Tommy það, að svona skríti- leg búð, skyldi hafa verið sett upp á einni nóttu. Þarna sá hann búðareigandann Mr. Peter Pepper, hneigja sig vingjarnlega við gluggann. Hann var dvergur að vexti, klseddur í gulan og grænan kufl og kinkaði kolli eitthvað svo góðlátlega, að Tommy jókst við það áræði. En þegar najr kom, mátti þó sjá djúpa, alvarlega drætti hér og þar á andliti þessa skrítna kaupmanns. Tommy hugs- aði með sér, að Peter Pepper, hlyti að vera víð- lesinn og hámentaður maður, fyrst hann leit svona einkennilega út. Tommy hafði venju fremur verið snemma á fótum þenna morguninn og lagt af stað í skólann í fyrra lagi. Hann hafði enn fremur fimm centa pening í vasanum, og mátti það heita merkis at- burður líka. Því ekki að fara inn í ibúðina og athuga hvað um væri að vera! Búðin kafnaði sannarlega ekki undir nafni, því þar var ekkert að sjá annað en duftbauka, flesta ýmist græna eða gula. Þarna var hver hylla upp af annari þétt- skipuð þessum einkennilega varningi. “Er þetta brjóstsykur?” spurði Tommy Pet- er Pepper. “Nei,” svaraði Peter. “Þetta er dýrmætt duft, öllu gulli og silfri verðmætara.” “Til hvers er það notað?” “Það er notað til þess, að muna og gleyma, eftir því, sem hver æskir. “Muna og gleyma,” át Tommy upp eftir honum, slíkt hafði hann þó aldrei áður heyrt nefnt. “ Það er ekki von að þú hafir heyrt getið um þetta,” sagði Peter, og setti upp spekingssvip. “En bniðum kemur að því, að almenningur fær að vita, að hér er um að ræða þann fjársjóð, sem dýrmætari er öllum gimsteinum- — “Segðu mér ögn frá þessu töfradufti,” sagði Tommy í bænarróm. “Það er ekki mikið um það að segja,” svar- aði Peter. “Þú verður að reyna það sjálfur, þá kemur árangurinn í ljós. Sama duftið á ekki við alt fólk. Dreng, á þínum aldri, mundi eg ráðleggja, dálítið af því græna og vitund stærri skerf af hinu gula.” “Hvað er það dýrt,” spurði Tommy, um leið og hann seildist ofan í vasann, eftir fimm centa peningnum. Peter kvaðst skyldi gefa honum ofurlítið til reynslu af hvorttveggja tegundinni fyrir fimm cent. “Hafðu það nú hugfast,” sagði PeteT, “að vil'jurðu muna eitthvað, skaltu gleypa græna duft- ið, en hið gula er til þess að gleyma. Taktu við þessu og farðu svo í skólann.” Tommy var í sjöunda himni, og ekki var hann fyr kominn í hvarf við búðina, en að hann tók upp græna duftið og gleypti það. 1 sömu svipan þyrptust að honum endurminningar um hina og þssa bernskuatburði. Nú mundi hann einnig eftir bréfinu, sem hann var með í vasanum, og moðir hans hafði beðið hann að fleygja í póst- kassann. Alla margföldunartöfluna mundi hann svo greinilega, að hann var viss um að reka hvergi í þúfurnar Auk þess mundi hann nú upp á hár, hvernig mörg vandasömustu orðin voru stöfuð. “Eg held eg hrófli ekki við gleymsku- duftinu í dag,” sagði Tommy við sjálfan sig, næsta hróðugur. “Þegar í skólann kom, rak kennarann í roga- stanz yfir kunnáttu og minni Tommy’s. Það stóð alveg á sama um hvað hann var spurður, hvort út í landafræðina eða stærðfræðina kom, svörin voru ávalt hárrétt. Tommy þótti svo gaman að því, að standa sig svo vel í bekknum, að hann ákvað að lesa af kappi og reyna að verða efstur, þótt svo kynni að fara að hann hefði ekki efni á að kaupa meira af minnisduftinu fyrst um sinn. I miðdagsverðartímanum hugsaði Tommy með sér, að gaman væri nú að reyna gula duftið og vita hver áhrif það hefði. Tæpast gæti annað af því hlotrst, en að hann gleymdi öllu, sem hann vissi um morguninn. ^ Svo gleypti hann duftið í snatri. Undir eins fór hann að gleyma, en sem betur fór, gleymdi hann helzt því, sem gleymast mátti. Hann mundi t. d. hvorki eftir því, hve illa honum gazt að einum skólasveinanna, er Buddy nefndist, nú heilzaði hann honum eins og bezta vini. Hann gleymdi því einnig að verða ólundar- legur, þegar skólabjallan hringdi og frítíminn var á enda.------- Þegar þessi merkisdagur var úti, og Tommy lagði af stað heim, hugsaði hann með sér, að nú skyldi hann þó sannarlega koma í búðina hjá Peter Pepper, og segja hounm frá því, er fyrir hafði borið um daginn. En viti menn, búðin var horf- in. . “Peter, Peter,” kallaði Tommy af öllu magni raddar sinnar, en svarið, sem hann fékk, var þetta: “Tommy, Tommy, Tommy, þú ert að verða of seinn í skólann.” Eg er rett að koma heim,” svaraði Tommy. “Nei, þig er að dreyma, Tommy minn,” sagði móðir hans og laut yfir rúmið. — Tommy flýtti sér í fötin sem mest mátti verða. “Eg ætla að vita hvort eg get ekki munað og gleymt, án töfradufts,” sagði hann brosandi við móður sína. “ Hvað ertu að fara með barn,” spurði móðir nans. “ Það skal eg segja þér meðan eg er að borða — Svo sagði hann henni alla söguna. Eg held þú getir komist af án duftsins, niHiHnnKiiii UMIIIIIHIIIIHIIIHIIIiaillHIIIIKIIHIIIHIIlHIIIIBHHlliaiUHiniBlliaillHIIIHl Tommy minn,” sagði mamma hans, “ef þú að eins verður viljafastur og ástundunarsamur piltur-” Grenitréð • Á einum stað í skóginum, þar sem áin steypti sér fram af berginu, stóð grenitré mikið, sem var hundrað fet á hæð og rétt hjá því stóðu tvö önnur tré, — furutré, sem var ekki nærri eins stórt og annað rauð-furu tré, sem var langminst. Grenitréð var heldur en ekki upp með sér og leit með drambsfullri fyrirlitningu niður til liinna trjánna og mælti: “Mikið dæmalaust hlýt eg að vera tilkomu- mikil, þar sem eg stend svo hátignarleg og til- komumikil og í vetur þegar skógarhöggsmennim- ir koma, þá verð eg höggvin niður, síðan dregin niður á árbakkann og þegar lejrsir í vor verður mér steypt í ána, og svo ferðast eg eftir henni ofan allar flúðirnar og fossana til mylnunnar, þar sem sögin sker mig sundur. Og svo verð eg ein- hverntívaa látin í fallegt hús. Það er gaman að \æra svona mikils metin! ’ ’ “Þetta er ekki mikið kæra grenitré,” sagði grá-furan, fjöldi af frændum mínum hjálpuðu til þess að vinna stríðið!” “Ha, ha, ha!” gall í öllum hinum trjánum. “Hvenær hefir það heyrst að gráfura hafi farið í stríð.” Gráfuran var ekkert spéhrædd, og var því al- veg sama þó hin trén hlæju að sér. Því hún vissi að mörg hundruð af gráfurutrjám höfðu verið höggvdn niður í Canada, til þess að byggja úr flugdreka banda hernum á Bretlandi, og það er það sem gráfuran meinti, þegar hún sagði, að hún hefði tekið sinn part í stríðinu. “ Og” hélt gráfuran áfram. “Þó eg sé ekki eins stór og þú, þá er eg samt alveg eins þýðingar mikil.” og hún hristi lim sitt íbyggin og ánægð. Litla rauð-furan hafði hlýtt þegjandi á sam- ræðuna og var hrygg, sökum þess, að henni gat ekki dottið í hug, að hvaða gagni hún gæti orðið og með hljóðu andvarpi, lét hún vindblæinn sveigja lim sitt fram og aftur. En þegar greinarnar hreifðust, duttu hnotur af þeim og ofan á jörðina. Svo var það fagran haustdag, að viðarhöggs mennirnir komu í þann part af skóginum, sem trén stóðu í og mæltu: “Þetta miikla grenitré er gott til eldiviðar og sökum þess að nú er farið að verða kalt í veðrinu, þá er líklega bezt að höggva það niður strax.” Og þeir byrjuðu að liöggva niður tréð. Á meðan að viðarhöggsmennirnir voru að liöggva niður grenitréð, fóru börn þeirra að leika sér í skóginum og komu þar að. sem litla rauð- furan var- Þar settust þau niður og léku sér við rauðleitu sívalningana, sem fallið höfðu af greinum trjánna, og þegar feður þeirra komu kallaði Jón upip og sagði: “Sko hvað eg hefi fundið og hélt á lofti strýtumynduðu hulstri. “Verður það þó ekki gama að leika sér að þessu.” Og öll börnin þyrptust að rauð-furutrénu litla og týndu upp þessi hulstur og fóru með þau í vösum sínum heim, til þess að géta leikið sér að þeim á gólfinu fyrir framan eldstæðið, þar sem grenitréð var að brenna. Ef þú hefðir verið á gangi í vissum parti af skóginum vetrardag einn, og skilið hvað trén voru að segja, þá hefðirðu heyrt grá-furuna segja: Vertu sæl, rauð-fura litla, nú á að höggva mig niður og í vor flýt eg ofan ána, unz eg kem til mylnunnar, þar sem eg verð söguð sundur og not- uð til þess að byggja úr loftför handa Canada flugliðinu. Vinur okkar grenitréð, hefir hjálpað til að halda skógarhöggsmanninum hlýnjm og fjöl- skyldu hans, en þú verður að vera hér og fram- leiða þessi fallegu hulstur handa börnunum að leika sér að.” Þegar grá-furan féll til jarðar, stundi litla rauð-furan við og mælti. “Eftir alt, er eg þó til einhvers nýt — að gleðja blessuð börnin,” og það heldur hún áfram að gera, því ár frá ári fara börnin frá stærstu borginni í Canada út í skóg til þess, að leita að þessum strýtumynduðu hylkj- um, og þegar þau koma á vissan stað í skóginum, jiá finna þau nóg af þeim í kringum rauð-furutréð litla, sem þau tína og hafa heim með sér. Vinna, dauði og veikindi. Eftirfylgjandi munnmælasaga, lifir á vörum Indíána í Suður-Afríku: Guð skapaði mennina í fyrstu, svo þeir þurftu ekki að vinna, þeir þurftu heldur ekki á húsum fötum eða mat að halda, og lifðu þar til þeir voru hundrað ára gamlir og veikindi voru óþekt á meðal þeirra. Þegar guð eftir nokkum tíma fór að forvitn- ast um, hvernig að mönnunum liði, þá sá hann að í staðinn fyrir ánægju, rí'kti ófriður á milli þeirra og að hver þeirra hugsaði mest um sjálfan sig, svo ánægjan, sem átti að vera í lífi þeirra var orðin að óvild. Svo guð hugsaði með sér, þetta er af því að mennirnir eru fjarri hver öðram — búa of mikið út af fyrir sig.” Og til þess að breyta þessu, lét guð þá ekki lengur lifa í iðjuleysi, heldur breytti svo til að þeir urðu að vinna, til þess að svelta ekki, byggja hús, til þess að frjósa ekki og plægja og sá, til þess að framleiða brauð. Vinnan tengir þá saman, hugsaði guð. Þeir geta ekki smíðað verkfæri, sagað og heflað við, bygt hús, plægt og ræktað jörðina, spunnið og ofið og saumað föt, hver út áf fyrir sig. Það kemur þeim í skilning um, að því betur sem þeir vinna saman, því meiri verður arðurinn af vinnu þeirra, lífskjör þeirra betri og það teng- ir þá saman. Tíminn leið, og guð kom aftur til að sjá hvernig mönnunum liði — hvort þeir væru nú á- nægðir- En hann komst að raun um, að samkomulag- ið var verra en nokkru sinni áður. Þeir unnu að vísu saman (af því að þeir gátu ekki annað) samt ekki í einingu. Þeir höfðu skift sér í smáflokka og hver flokkurinn reyndi að ná vinnunni frá hinum, og þeir voru hver öðrum til tafan og eyddu þannig tíma og kröftum í stríði hver við annan, svo þeim leið sanarlega illa. Þegar guð sá að þessi tilraun hans mishepn- aðist, skipaði hann svo fyrir, að maðurinn skyldi ekki vita um sína dauðastund — heldur gæti hana borið að á hverri stundu. Þegar þeir vita að dauðastund þeirra getur borið að á hverri stundu, hugsaði guð, þá hætta þeir að sækjast eftir veraldlegium hagnaði, sem varir svo stutta stund, og kastar skugga á lífdag- ana, sem þeim eru gefnir hér á jörðunni.” En það fór alt öðruvísi. Þegar guð kom á ný til þess að líta eftir lífi mannanna, sá hann ao það var eins ljótt og áður. ^ Þeir sem sterkastir voru gjörðu sér mat úr því, að dauðastundin var óákveðin. Þeir yfir- unnu þá sem voru minni máttar, drápu suma en gjörðu aðra sér undirgefna og hótuðu enn öðrum dauða. Þannig var það, að þeir sem sterkastir voru hættu að vinna og þeirra afkom- ecdur, og urðu svo dauðleiðir á iðjuleysi, en þeir veikari urðu stundum að vinna meira, en kraftar þeirra leyfðu, því þeim vanst ékki tími til hvíldar. Báðir þessir flokkar hræddust og hötuðu hvorn annan og líf mannanna varð enn ó- lukkulegra. Þegar guð sá, hveraig mennirnir misbrúk uðu lífið, réði hann við sig að senda sóttir og veikindi á meðal mannanna til þess að reyna að láta þá sjá að sér. Guð hugsaði að þegar sóttir og allkonar veikindi vofðu yfir höfðum manna, að þá mundi þeim skiljast að þeir heilbrigðu ættu að hafa meðlíðan með þeim sem veikir eru og hjálpa þeim. Svo sjálfum jæim vrði hjálpað þegar veikindi legðu þá í rúmið- Og guð fór aftur í burt frá mannheimum, en þegar hann kom aftur til að sjá hvaða áhrif að veikindin hefðu liaft á þá, sá hann að þeir voru ver farnir en þeir höfðu no’kkru sinni úður verið. Veikindin sem í guðs augum hafði átt að draga menn saman, höfðu sundrað þeim. Menn- irnir sem voru nógu sterkir til að neyða aðra að vinna fyrir sig, neyddu þá líka til þess að annast aðra í veikindum þeirra. og þeir sem urðu að vinna fyrir aðra og annast þá í veikindum þeirra, voru svo þrevttir, að þeir höfðu hvorki tíma né þrek til að annast um félaga sína, sem veikir voru, svo þeir voru látnir eiga sig. Til þess að þeir, sem ríkir voru og sterkir ekki þyrftu að vera ónáðaðir, með því að horfa upp á lítilmagnana veiku, voru þeim bygð hús sér þar sem þeir gátu liðið og dáið langt í burt frá umhyggju þeirra sem hefðu getað glatt þá, undir umsjón ókunnugs og óskylds fólks, sem ekki hafði neina meðlíðun með þeim — miklu femur fyrir-* litning. Svo sagði fólkið að margt af þessum veikindum væri smittandi og af hræðslu við að fá veikina, þá hélt það sig ekki einasta í burtu frá þeim, sem veikir voru, heldur forðaðist líka þá sem stunduðu þá. Þá sagði guð við sjálfan sigfÞetta dugir ekki til þess að kenna mönnun- um í hverju ánægju þeirra er að finna, en látum þá harmkvælin keima þeim það. Og guð lét mennina sjálfráða upp frá því. 0g mennirair lifðu lengi, þangað til þeir skildu að þeir ættu allir og gætu verið ánægðir. • Það er að eins nú í síðustu tíð, að nokkrir á meðal þeirra hafa farið að skilja, að vinnan ætti ekki að vera fráfælandi fyrir part af mann- fólkinu, en eins og galeiðu-þrældómur fyrir aðra, heldur ánægjulegur lífsstarfi sem knýtti saman alla menn. Þeir eru farnir að skilja að með dauðann framundan hverjum einum af oss, að hið eina skynsamlega lífsstarf vort er að eyða árunum, mánuðunum, míniitunum, sem oss er út- hlutað — í eining og kærleika. Þeir eru farair að skilja, að veikindi eiga aldeilis ekki að skilja oss, heldur ættu þau að vera meðal til kærleiks samibands á milli mann- anna. Dr. B. Gerzabek §• 9í f5á. EnKlandi. L. R. C P. frá London. M R. C. oj? R: C. S. fra Mamtóba. Fyrverandi aðstoðarlæknir við hosoital í Vínarflborsr. Prasr osr Berlín osr fleiri hosDÍtöl. Skrifstofa á eisrin hosnital 415—417 Prichard Ave.. Winnmesr. Sknfstofutími frá 9-12 f. h. og 3-6 og 7-9 e. h. Dr. B. Gerzabek eisrið hosDÍtal 415—417 Prichard Ave. Stundun ok lækninsr valdra sjúklinsra. sem Ib.iást af brjóst- vleiki, ihjartabilun. imasrasjúkdómum, innýflaveiki. kvensjúk- dómum. karlmannasjúkdómum, tausraveiklun. DR.B J.BRANDSON 701 Iiindsay Building Phone A 7067 Office tímar: 2—3 Helmill: 776 Victor St. Phone: A 7122 Winnipeg, Man. Dr. O. BJORNSON 701 Undsay Bniiding Office Phone: 7067 Offfice ttmar: 2- — 3 HelmUi: 764 Victor St. Telephone: A 7586 Winnipeg, Man. DR. B. H. OLSON 701 Lindsay Bldg. Ofíice: A 7067. Viðtatotími: 11—12 og 4.—6.30 10 Thelmn Apts., llome Street. Phone: Sheb. 5839. WINNIPBO, MAN. Dr. J. 0. FOSS, íslenzkur læknir Cavalier, N.-Dak. Dr- J. Stefánsson 401 Boyd Buiidíng COR. P0*T/\CI AVE. & EDM0fiT0|t ST. Stund.r eingongu augna. eyina. ne( eg kverke ajúkdóme. — Er að hitte frAkl. 10-12 f. h. eg 2— 5 e. h.— Talsimi: A 3521. Heimili: 627 MK:Mtllan Ave. Tals. F 2691 Dr. M.B. Halldorson 401 Boyd Bulidlng Cor. Portage Ave. og Rdmonton Stundar eéretaklaga berklaaýkl og aBra lungnaajúkdúma. Br atl finna & akrlfetofunni kL 11— 11 f.m. og kl. 2—4 c.na Skrif- stofu tals. A 3521. Heimlli 46 Alloway Ave. Talelmi: Shar- brook IIIS DR. tL J. AUSTMANN 810 Sterling Bank Bldg. Cor. Portage og Smith. Phone A 2737 ViiStalstími 2—4 og 7—8 e.h. Heimili að 469 Simcoe St. Phone Sh. 2758 Fyrst efitir að þau giftu sig, var samkomulag ið ágætt og Jífið 'sólríkt og bjart. Svo fór þeim að sýnast sitt hvoru, og síðast gátu þau aldrei sézt nema að beita ónotnm hvort við annað. Það eru sum hjón, sem lítið gera annað en að jagast, rífast og mótmæla hvort öðru út af smámunum. Þanuig var ástatt fyrir Mr. og Mrs. Fuss. Kveld eitt, á meðan á máltíð stóð, tóiku þau að jagast út úr verði á gólfdúkum, og harðnaði sú samræða æ meir eftir því sem lengra leið 4 mál- tíðina. Og þegar að því kom að borða eftirmat inn, voru þau orði svo æst, að þau gátu ekki litið hvort annað réttu auga. Þegar svo var komið varð konunni það á að taka fram í fyrir sjálfri sér og spyrja í ásakandi málrómi: “Ekki veit eg, Páll, hvað kæmi fyrir, ef þú yrðir mér sammála í einhverju máli.” Mr. Fuss leit á konu sína, varp öndinni mæðu- lega og mælti: “Eg færi með vitleysu, eg færi með vit- leysu. ’ ’ J. G. SNÆDAL, TANNLŒKNIR 614 Somerset Block Cor. Portage Ave. ag Donald Street Talsfmt:. A 8889 J. Johnson & Co. Kla'ðskurSannaður fyrir Konur og Karla Margrra ftra reynsla 482 H Main Street Rialto Block Tel. A 8484 WINNTPEG Giftinga og , ,, Jarðarfara- með litlum fyrirvara Birch blómsali 616 Portage Ave. Tals. 720 ST JOHN 2 RING 3 Thos. H. Johnson og Hjalmar A. Bergman fslenzklr lögfræílníar Skrifstofa Roora 811 McArthur Buildiry?, Portaga Ave. P. O. Box 1656 Phones: A 6849 og 6840 W. J. IjINDAI. & co. W. J. Lindal. J. H. Lindal B. Stef&nsson. IJjgfrseðingar 1207 Union Trust Bldg. Winnipeg I>á er einnig aC finna & eftirfylgj- andi timum og stöCum: Lundar — & hverjum miCvikudegL Riverton—Fyrsta og þriCJa þriCJudag hvers mánaCar Gii vll—Fyrsta og þriCJa miC- vikudag hvers mánaCar 1365 Arni Anderson, ísl. lögmaður í félagi við E. P. Garland Skrifstofa: 801 Electric Rail- way Chambers. Telephone A 2197 Phone: Garry 2616 JenkinsShoeCo. 639 Notre Dame Avenue Vér leggjum sérstaka áherzlu & aC selja meCöl eftir forskriftum lækna. Hln beztu lyf, sem haegt er aC fá, eru notuC elngöngu. Pegar þér komiC meC forskriftina til vör, meglC þér vera vlss um f& rétt þaC sem læknir- lnn tekur til. COLiOLiEUGH & CO Notre Dame Ave. og Sberbrooke 8C Phonee N 7659—7650 Glftlngalyfisbréf seld A. S. Bardal 84S SHerbrooke 8t. Selur llkkistur og annut um útfarír. AUur útbúnaSur sá bezti. Ennfrem- ur selur hann alakonar minniavarSa og legsteina. Skrlfst. talsiml N 60O8 Helmllis talsimi N 6607 Vér geymum reiðhjól yfir vet- urinn og gerum þau eins og ný, ef þess er óskað. Allar tegund- ir af skautum búnar til sam- kvæmt pöntun. Áreiðanlegt vcric. Lipur afgreiðsla. EMPIRE CYCLE, CO. 641Notre Dame Ave. JOSEPH TAVLOR LÖGTAKSMAÐUh IlelmUls-TuU.: St John 184« Skrífstofu-Tals.: Main 7978 Tekur lögtakl bæCl húsalelguakuldir. veCskuldir, vlxlaskuldir. AfgreiClr alt sem aC lögum lýtur. Kkrlfstofa. 955 Ms.<n Street ROBINSON’S BLÖMA-DEILD Ný blóm koma inn daglega. Gift- ingar og háij|íða.blóm sértakleg*. Útfararblóm búin með stuttum fyrirvara. Alls konar blóm og frr á visaum tíma. —íslenzka töluð 1 búðinni. Mrs. Rovarzos ráðskona. Sunnud. tals. A6236 J. J. Swanson & Co. Verzla meC tasteignir. Sjá ui— leigu á húsum. Ánneat Un o_ elasðbyrgSir o. fl. 808 París BHÍldtng Pbones A 6S49—A 63»«

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.