Lögberg - 20.10.1921, Blaðsíða 4

Lögberg - 20.10.1921, Blaðsíða 4
1 BJ«. 4 LÖGBERÖ, FIUTUDAGIN.N, ITogbErg Gefið út hvern Fimtudag af The Col- umbia Pre$$, Ltd.,iCor. William Ave. & Sherbrook Str.. Winnipeg, Man. Talsiinari N-6327 og N-6328 Jón J. Bíldfeli, Editor Utanáskrift til blaðains: THE C0LUN|BUV PRESS, Ltd., Box 3172. Winnipeg. Han. Utanáskrift ritstjórana: EDITOR LOCBERC, Box 3172 Winnipeg, R|an. The •'Lögberg” ls printed and published by The ColumMa Press, Limlted, in the Columbla Block, S63 to »57 Sherbrooke Street, Winnipeg, Manitoba, Sál landanna. Dafi virðist máske sumum einkennilegL að tala um sál landanna. En einversstaðar liöf- um vér :þó séð R-udyard Kipling gera það, og a>tti það því ekki að vera oss nein goðgrá. Hvað er sál landanna? Eru það íbúar ])eii-ra, sem fæðast, lifa stutta stund og bverfa svo? Er það hið ytra útlit þeirra, svipur þeirra, náttúrulíf þeirra, eða andrúmsloftið, sem mennirnir, dýrin, blómin og jurtimar anda að sér? Um það skulum vér láta livern og einn sjálfráðan. En vér sjáum sál landsins, eða iandanna í mannvirkjum þeirra, í vinnu og frainkvæmd- mn þeirra, sem liafa lifað og skilið eftir síg minjar, er itera einkenni hugsana þeirra og verka,— sem er partur af sál þeirra. í gömlurn löndum geta menn ferðast úr einu liéraði í annað, úr einni borginni í aðra, frá einu landshorpiinu til annars, og allsstaðar tala sálir þeirra manna, sem þar hafa lifað og strítt, til vor. Ekki samt í gegn um borð eða stólfætur, eða galdraborð, og ekki heldur í ffegn um miðla, — en í gegn um verk þeií-ra og í gegn um hinn einkennilega svip, sem sál þessa < ða hins mannsins hefir greypt í stein, tré málm, eða önnur verk, sem bera mynd þeirra, og þeir hafa látið etftir sig. Þegar maður lítur yfir allan þann aragrúa af fólki í heiminum, sem etóki virðist vera þar til annars en að fæðast, stríða litla stund fyrir tilveru sinni, og deyja- Fólk, sem virðist ekki liafa neitt takmark, eða ákvörðun eða neina stefnu, heldur berst með straumnum þangað sein hann fer, þá verður manni stundum á að spyrja:: Hvaða erindi á slíkt fólk í heiininn? Vér getum ekki svarað þeirri spurningu;. ])að getur enginn: En eitt er víst, og það er, að mannfólkið í löndunum, stórt og smátt, ríkt og fátækt, yfirboðarar og undirgefnir, eru komnir til iþess á einn eða annan hátt að setja fangamark sitt á sál landsins, sem það býr í. Kristin kirkja boðar mönnum sálujálpar- vissu — hoðar mönnum eilíft líf og eilífa sam- vist guðs barna í ríki himnanna, og er það fyr- irheit feg'uúta öilum öðrum fyrirheitum, sem mönnum hefir verið gefið. En.sál þeirra lifir víðar. Hún lifir á jarðríki í hugsunum þeirra, í orðum þerra og verkum, öld fram af öld og mann fram af manni,—hún er og verður partur af sál þjóðar þeirrar, sem ól þá, eða þeir þroskuðust og lifðu hjá. Þetta land, Canada, er ungt land.. En það er fagurt og framfara möguleikar þess eru ó- takmarkaðir. Þjóðarsál Canada hefir enn ekki fengið skýra mvnd, heldur ber að meira eða minna leyti svip þeirra þjóða, er innflytjendur lands- ins eru komnir frá. En hvernig sál landsins verður, þegar aldir renna, er alveg undir oss sjálfum komið og þeim, sein landið byggja. Þetta spursmál er tímabært fyrir hvern mann að hugsa um, og ekki sízt oss Canada- menn, þar sem þjóðarsálin er í myndun, og í samhandi við það verk, ekki síður en öll önn- ur, qr það satt, sem Bjarni Thorarensen segir: ‘ ‘ V arðar mest til allra orða, að undirstaðan rétt sé fundin.” Vér, sem nú lifnm í þessu landi, erum köll- uð til þess, að leggja undirstöðusteinana undir byggingu þá, sem þjóðarsál Canada á að dvelja í unraldur og æfi. Aldrei hefir neinum flokki manna verið trúað fyrir göfugra verki, þó öðr- i m liafi máske verið trúað fyrir jafn þýðing- armiklum hlutverkum áður. En til þess að nokkur von sé um, að hinn hreini og sanni svipur sáiar Canada þjóðarinn- ar geti komið fram, er óumflýjanlgt að skilja sjáifan sig og aðstöðu sína til þessa máls. Þogar menn láta taka af sér ljósipynd, flestir áherzlu á að hún sé sem allra líkust þeim, sem hún er tekin af — sé sönn eftirmynd eða líking hans; því, ef hún er það ekki, ef hún er ljótari en persónan sjálf, þá ó- frægir hún hana, eða gefur ranga iiugmynd uin persónuna í hugsun og minni svo eða svo margra. Ekki er mikil hætta á, að myndin verði of falleg, því þó einhver sé nógu hégómagjarn til þess að reyna að hafa áhrif á útlit sitt í þá átt, þá láta vélarnar, sem myndina taka, aldrei blekkjast. Mynd sálar Canada má til með að verða hrein. Ekki að eins til þess, að sýna, að þjóðin hafi þekt köllun sína í þvi efni, og er það þó mikils virði- Heldur þarf hún um fram alt að vera hrein til þess að afvægaleiða ekki þá, sem á eftir oss koma og eiga að byggja ofan á und- irstöðu, sem vér leggjum. En til þess að hún geti orðið það, þá verð- ur þjóðin í heild sinni og allir partar hemjar, stórir og smáir, að skilja, að sálir einstakling- anna og heildarinnar verða að vera hreinar— skilja, að úr ljótum hugsunum, illa unnum * verkum og ódrengilegum hvötum, er aldrei hægt að gefa sál C^nada svip fegurðar og hreinleika. ^Vestur-fslendingar! Hvaða skerf erum vér nú að leggja til myndunar sálar landanna, sem vér búum í? ---------o------— Mið-Ameríku veldin fimm. Mið-Amerku veldin, Guatemala, Salvador, Honduras, Nicaragua og Costa Rica, áttu núna fyrir skemstu hundrað ára sjálfstjórnar afmæli og var þess athurðar minst með stórkostlegum -hátíðahöldum. Heillaóskir bárust stjórnum þessara ríkja víðsvegar að í samhandi við af- mælisfagnaðinn, þar á meðal frá Warren G. Harding, forseta Bandaríkjanna. Eins og Inumugt er, hristu Mið-Ameríku- veldin af sér spanska okið árið 1821 og hafa jafnan síðan verið talin frjáls og óháð, þótt kent hafi að vísu oft helzti mikið harðstjórnar í meðferð mála þeirra heima fyrir. Komið hef- ir til tals nýlega, að smáríki þessi stofnuðu ineð sér samband, er kallast skyldi Bandaríki Mið-Ameríku. Ilvað úr því kann að verða, fær tíminn einn leitt í ljós, en óneitanlega virðist margt mæla með því, að svo ætti að verða. Þjóðernis uppruni íbúanna í hverju ríki um sig, má heita sá sami og atvinnu skil- yrðin eru yfirleitt næsta svipuð. Út af fyrir sig gætir hvers einstaks af rfkjum þessum til- tölulega lítið, en sem samhuga heild gætu þau skapað voldugt veldasamband og grundvallað máttuga þjóðmenning. Þótt ríki þessi hafi búið við lýðstjórnar fyrirkomulag í heila öld, að minsta kosti á yfirborðinu, þá hefir þó margt farið aflaga í stjórnarfarinu. Fórsetarnir iðulega verið harðstjórar, sem brotist höfðu til valda með hnefarétti. Að nafninu til hefir oftast verið látin fara fram atkvæðagreiðsla, en óhindrað- ur þjóðarvilji mun þó sjaldnast hafa fengið að njó£a sín, með því að forsetaefnin höfðu oftast nær hersveitir á hverjum kjörstað. Það var algengt til skamms tíma, þegar kosningar voru fyrir dvrum, að andstæðingar stjórnarinnar máttu ekki fara eitt fet út úr borginni, sem þeir bjuggu í, án leyfis frá kosninga umboðs- manni stjórnarflokksins á staðnum. Leyfi slík voru sjaldan veitt, þótt um væri beðið, þar sem tilgangurinn var vitanlega sá, að loka munni andstæðinganna, sem allra vandlegast. Njósn- arkerfi stjórnarinnar var svo fullkomið, að hún vissi þvínær alt af upp á hár hvaða menn voru henni andvígir og hvar þeir áttu heima. Póstþjónar allflestir voru á bandi stjórn- arinnar, og þeim skipaði hún að opna bréf öll til hinna pólitisku andstæðinga og tilkvnna umboðsmanni kosninga tafarlaust, ef í þeim kæmu fram einhverjar þær kenningar, er stjórninni væru ógeðfeldar. Alltítt var það og, að stjórnarandstæðingunum var synjað um afnot talsíma. Ýmsum gæti orðið að spyrja, með hverj- um hætti að stjórnarskifti gætu fengið fram- gang í löndum, þar sem jafn frámunalegt virð- ingarleysi fyrir einstaklingsréttinum viðgeng- ist- Svarið er í raun og veru ekki nema eitt. Stjórnarskifti voru oftast nær það sama 02 stjórnarbylting. Þegar gremjan gegn stjórn- inni hafði útbreiðst og fest nógu djúpar ræt- ur, fékk fólkið sér leiðtoga og hóf uppreist. Oft varð breyting til batnaðar, en stundum líka til hins verra. Að ummáli eru þessi fimm Mið-Ameríku- veldi til samans hér um bil 172.000 fermílur, er skiftast þannig: Costa Rioa 23,000, Nicara- gua, 49,200; Ilonduras, 44,275; Guatemala, 48,290 og Salvador 7,225. Á norður, austur ,og vesturströndinni er landið mjög lágt, en loftslagið hlýtt og rakt. Miðbik landflæmisins er hálent; hæstu fjall- garðarnir um 7,000 feþ yfir sjávarmál. Elds- umbrot eru þar alltíð, einkum þó í Salvador og Guatemala og hafa oft valdið stórkostle^u tjóni. t 20. OKTÓBER 1921 Meginþorri íbúanna í ríkjum þessum, á kyn sitt að rekja til Indíániaflokksins, er þar bjó, um þær mundir, er Spánverjar fluttust þangað fyrst og slógu eign sinni á löndin. Smátt og smátt blönduðust flokkar þessir sam- an, en spönsku einkennin báru hærra hlut og mótuðu beinlínis þjóðflokk þann að lokum, er nú byggir þessi fimm ríki. Aðal atvinnuvegur þjóða þessara er akur- yrkja, þó er þar víða aUmikið um námagröft, sem gefið hefir af sér góðan arð. Sykurrækt er þar og nokkur, einkum í Guatemala ríkinu. — Flestir teljast íbúarnir til hinnar rómversk- kaþólsku kirkju. Fjármál Mið-Ameríku veldanna hafa oft verið á völtum fæti. Aðal tékjurnar koma af tollum á innfluttum vörum, en skattur af land- eignum má heita þar óþektur með öllu. Óafsakanlega miklu fé hefir árlega verið varið til hermála innan ]>essara ríkja. Árið 1913 kostuðu stjórnirnar í þessum fimm, ríkj- um til samans $3,377,000 til herbúnaðar, en á sama árinu ekki nema $1,480,000 í þarfir mentamálanna. Forsetinn í Honduras, Rafael Lopez Gutierres, var kosinn í októbermánuði í fyrra. Guatemala forsetinn, Carlos Iíerrera, tók við » stjórnarforystu í apríl 1920. Emiliano Cham- arro, forseti Nicaragua ríkisins, hefir náð kosningu tvisvar. Julio Acosta Garcia, for- seti í Cósta Rica, var kosinn 7. desember 1919, en Carlos Melendez, forseti Shlvador lýðveld- isins, hefir gegnt því embætti síðan árið 1915. í öllum þessum fimm Mið-Ameríku ríkjum eru forsetarnir kosnir til fjögra ára í senn. — Innbyrðis óeirðir hafa staðið þjóðum þessum tilfinnanlega fyrir þrifum, en nú virðist heldur vera að rofa til, — skilningurinn á samvinnu 0g samúðarþörfinni tekinn yitund að skýr- ast. E. P. J. Helgoland. Eyja þessi eða klettur úr hafinu, sem er ekki einu sinni ein fermíla að stærð, liggur Norðursjónum, um 36 mílur vegar frá mynni Elbafljótsins. Nú á síðari árum, eða síðan 1807 þegar Bretar tóku það af Dönum, hefir það verið eign Breta, þangað til árið 1890, að Bret- skiatu við Þjóðverja á því og Zansibar í Aust- ur-Afríku, og hefir það verið sagt að það sé í eina skiftið sem Þjóðverjar, eða nokkrir aðrir, hafi komið að brezkum ræðismönnum sofandi. Bygð er nokkur á Helgolandi og er henni skift í tvent, er annar partur hennar uppi á fjalli eða hálendi, sem kallað er “Oberland” og er það fjall eða hæð 206 fet á hæð, og verða menn að fara upp þá hæð annað hvort í lyft, sem lyft er með gufuafli, eða þá að ganga upp 192 tröppur, sem bygðar hafa verið upp hæðina. Hin bygðin heitir “Unterland” eða bygð- in á undirlendinu — það er við ströndina í suðaustur frá “Oberlands” bygðinni. Fólkstala á eynni er innan við fjögur þús- und 0g vinnur það fyrir sér með fiskiveiðúm, og hefir líka mikinn hag af ferðafólki á sumr- in, og fólki sem kemur þangað til sumarvistar. Því sandeýja ein lítil er í mílu fjarlægð frá Helgolandi, þar sem er ágætur baðstaður og eru stundum um 20,000 manns þar saman kom- ið. Þegar Þjóðverjar tóku við Hylgolandi ár- ið 1890, var gjörður ákveðinn samningur á railli Breta og Þjóðverja um réttindi fólks þess sem á eyjunni bjó. Eitt af því sem þar var tekið fram var að allir þeir af eyjarskeggjum, sem fæddir væru fyrir árið 1880, skyldu mega velja um, hvort þeir vildu heldur vera brezkir •eða þýzkir borgarar. En það kom brátt í Ijós, að Þýskalands keisari lét sér hughaldnara um, að víggyrða eyna, en annast um hag þessara fáu hræða, sem þar bjuggu. Árið 1892 tekur keisarinn til að rífa niður til grunna, vígi þau, er Bretar höfðu haft á Qynni og setti aftur upp ægilega mikla stál- turna, sem í voru greyptar stærstu og kraft- mestu fallbyssur, sem til voru þá. En fólkið lét hann samt í friði, þar til seint á árinu 1901, eða í eitt ár, þá var tolllögum eyjarskeggja •gjörbreytt og aðflutningstollar og aðrir tollar, sem þeir höfðu ekki áður þekt lagðir á þá, og margt af réttindum þeim, sem Þjóðverjar lof- uðu að tryggja þeim að vettugi virt. Þessi aðferð Þjóðverja og harðstjórn fékk mjög á eyjarskeggja en þeir urðu að sætta sig við það á meðan á stríðinu stóð. En að því loknu mynduðu þeir heimast.jórn- arflokk, og hafa hvað eftir annað leitað aðstoð- ar Breta. En Bretar hafa tilkynt þeim, að því miður geti ekki neinnar aðstoðar verið frá þeim að vænta, því að allir samningar sem að eyjunni og eyjarskeggjum lytu, hefðu verið numdir úr gildi með 115. lið Versala samning- sins. Það eina sem Bretar segjast geta ráðið, er að víggirðingarnar verði rifnar til grunna, en að öðru leyti séu þeir ekki megnugir að hjálpa þeim. • Út úr þssum vandræðum sendu íbúar Helgolands bænarskrá til alþjóða siambandsins í síðasta mánuði, án þess þó að gjöra sér mikl- ar vonir um að það hefði nein veruleg áhrif. \ SPARIÐ ÁÐUR EN ÞÉR EYÐIÐ Láttu Bankareikninginn vera þitt fyrsta áhugamál. pað mun meira en borga sig þegar árin líða. Sparisjóðsreikingar við hvert einsata útibú THE ROYAL BANK ______________OF CANADA Borgaður höfuðstóll og viðlagasj. $40,000,000 Allar eignir......... $544,000,000 Astandið ískyggilegt. Eg er nýkominn vestan úr hinni fögru og frjósömu Vatnabygð í Saskatchewan. Hefi verið þar síðan 18. júlí næstl. Allir beið- ast frétta. Gerið svo vel. Hér eru sannar sagnir af ástandinu. Eg hefi búið í þeirri bygð frá haustrnu 190'6 til 1920, í 14 ár, og eg hefi aldrei Iséð jafnfalilegt út- lit á ökrum þar yfirleitt eins og blasti við auganu þegar eg kom þar í júlí í sumar, og tlðin var fyrir jurtagróðurinn fullkomin •samsvörun þess, sem ástrík móð- ur umhyggja er ungbarninu. EVi einn óvinanna fó'l sig baJk við hæð- arstig farsældarinnar og sáði ryði á alla akra, sem eyddi þroska plantnanna, eins og tæringin heftir framför, og leiðir til dauða í mannlífinu. Akrarnir brostu ekki ilengur við sólargeislanum. Lífsaflið og löngunin til að full- þroskast var :svo sterkt að plönt- urnar gátu ekki hvítnað upp og dáið, en héngu lémagna á rótinni þangað til bindarinn sty.tti þeirra eymdarstundir. En af þessu leiddi það, að kornið sem ekki var full- (komlega útfylt þegar það sýkt- . ist, hlaut að skorpna utan um lít- ið innihald og tapa af verðgildi sínu. pað var hinlsvegar auðséð að stráið var feikna mikið, og að það útheimti mikla vinnu að hreykja uppskerunni til þerris. Bónd- in.n varð að fara að spyrja eftir verkamanni, og þá komst hann fljótt að raun um það, að verka- maðurinn var annað en hann sjálfur, ,þó hugsanalitlir igasprar- ar bjóði að bera þá báða inná sí- græna velli allisnægtanna, til þess í bróðerni að sjúga sömu geir- vörtuna. pað atvikaðist isvo, kaupið átti ekiki að falla þetta árið, þó bóndinn sæi sitt óvænna að .borga. pví verður allra sein- ast trúað, að geta bóndans sé tak- mörkuð. Hið almenna kaup var ekki að þoka úr $4,00 á dag, nema um gamla menn, eða liðlótta unglinga væri að ræða. Eg skal snöggvast benda á nið- urstöðuna á eina hlið á þessum viðskiftum. f gær þegar eg fór að véstan, fengu bændur þar úti 15 cent fyrir bush. af • höfrum. Fyrir að þrelskja þá urðu þeir að borga 12 cent á hvert bus. pegar þreskjarinn fæddi vinnufólkið. •Sumstaðar kanske minna, sum- staðar líka meira. pá hefir bóndinn segi og skrifa 3 cent af hverju bus.., fyrir útsæði og alla vinnu og landið með skatti þeim sem á því hvílir. Með hverju er þá erviði og áhyiggjur bóndans endurgoldið? Hver er isú stétt þjóðarinnar sem verðskuldar jafn mikið, en ber þó minna úr býtum? Auðvitað hefir bóndinn fleira að atyðjast við. Hveiti uppskera er víða vestur þar ekki svo lítil að vöxtum til, þó hún sé mikið minni en útlit var fyrir áður en ryðið kom til sögunnar. Flestir hafa fengið yfir 10 bush. af ekr- unni til jafnaðar mjög fáir yfir 20 bush. af ekrunni. preskilaun •á bush. 18 c., þegar þreeskjarinn fæðir fólkið. Flokkun hveitis- ins frá no. 3 ofan í fóður rusl, að undanteknum einstökumanni sem hefir náð no. 2 með eitbhvað af hveiti sínu, ef það var þreskt fyr- ir rigningarnar, eða .stóð eitthvað sérstaklega vel að vígi. pað er öllum kunnugt hve hastarlega j að hveitið hefir fallið ií verði nú á næstliðnum tveim vikum, syo að fæstir þar vestur frá ná hærri prís á hveiti en 70 cent á bush. pó bændur iséu yfirleitt engir fjár- igltefraseggir, þá hafa þeir þó margir staðið í stórræðum, eins °g gcfur að skilja í ungri bygð þar sem þarf að byggja upp við- unandi heimili og plægja landið víða skógi vaxið niður í akra. Á gripina þarf ekki að minnast. þeir eru að verða heimilunum að útgjaldabyrði, fyrir hirðimgu þá sem útheimtist til þeirra. Ná- granni minn þar vestur frá seldi , húð af fullorðnum grip rétt áður en eg fór hér inn. Hann fékk $1,25 fyrir húðina, og í sömu ferðinni mátti vinnudrengur sem hjá honum var gefa $8,00 fyrir j eitt par af skóm. Með öðrum / orðum, þurfti meira en Isex gripa- húðir til að borga eina skó úr sama efni. Seint vaknar sá, sem aldrei vaknar. pað sýnist ekki heppi- lega valinn maður í forsætisráð- herrastöðu, sem ekki hefir varið einu augnabliki til að hugleiða á- standið í landinu, fyr en hann á stöðu sína í veði, en kemur þá strax auga á ráðin við meinum mannanna, og fær kjark til að bera þau fram í birtuna, einls og forsætisráðherra Meighen á fund- inum í P. la P. um daginn. pegar ■ hann nú ótilknúður ætlar að sjá um sanngjarna meðhöndlun hveit- isins í framtíðinni. Eg held þess vegna að meira jafnvægi væri á viðskiftalífi landsmanna ef við gætum skift um stjórnir á hverju ári, þegar illa gengur. Fr. Guðmundsson. --------0------- Óréttlát virðing eigna í NorSur Dakota og verst í Pembina County. Undirritaður hefir dregið saan- an það sem hér fer á eftir út úr skýrslum niðurjöfnunarnefndar Nonpartisian stjórnarinnar í Bis- mark fyrir árið 1920. Föt silfurmunir og annað sem virt er tiil skatts af eignum manna og sem tilheyrir þeim flokk af skattgilldum eignum manna. County Mann- Virð- Skattur . fjö’ldi verð á mann Pembin a 15,777 $505,250 $33.00 Burleigh 15,578 248,355 16.00 McLean 17266 256,676 14.00 (Við Bismrck) McHenry Ward Stutsman Richland Cass 15,544 282,484 16.00 28,811 399,828 14.00 24,575 413,989 17.00 20,887 505,786 24.00 41,477 905,919 22.00 (Við Fargo) Gr. Forks 28,795 584,890 20.00 Walsih 19,078 316,226 16.00 Hver sá, er les ofanskráð, getur séð hve sanngjörn að þessi Non- partisan virðing er. Gjaldendurnir í Pembina coun- ty eru neyddir til þess að borga skatt af $100,000—250',000 meira en önnur héruð, isem jafnt er á- statt fyrir 0g telja jafn margt fólk og borga frá $19—9 meira á hvert mannsbarn undir þessum tölulið sem að ofan er nefndur heldur en nokkurt annað hérað sem talið er fram í skýnslunni. Virðingarverð á húsmunum og húsbúnaði er ekkert betra. pað er 'langt fyrir ofan það sem slíkir munir eru virtir af nokkurri af sýslum ríkisins. Virðingarverð á húsmunum klæðnaði 0g öðru því sem til hús- halds heyrir er $95 á hvert nef. Eignir fjöl(skylduföðurs, sem hefir 10 í fjölskyldu í þesisum munum er þvi metinn á $950, sem er miklu meira en slíkir munir eru virði. Niðurjöfnunarnefnd ríkisins færði verð á fé upp úr $5 og upp í $10. Mánuði síðar seldist það sama fé á $2 kindin í St. Paul og jafmvel minna. Slíkt er vissulega ekki sanngjörn virðing. Niðurjöfnunar nefndin fyrir árið 1918 virti kýr á $30 hverja. Árið 1920 var virðingin kornin upp í $57,50 þegar efcki var hægt að selja kúna fyrir he'lming af þeirri upphæð. Árið 1919, virti niðurjöfnunar- nefndin 3. ára gamalt hross og þar yfir í Pembina county, á $40 hvert, en í 24. öðrum sýsdum eða counly-um virti þessi sama nefnd hross á sama aldri og í sama 'flokki á $14—20 hvert. 1918 áður en Nonpartisan stjórnin komst til valda í Norður Dakota, námu skattar sem lagðir voru á ríkiisbúa $16,545,927.13. En árið 1920 voru þeir komnir upp í $33,289,457,02. Ofangreindar tölur eru allar teknar úr skattamála skýrslum 'Nonpartisan Legaue stjórnarinn- ar, sem eg hefi hér við hendina •og öllum er velkomið að sjá, sem vi'lja og ganga úr iskugga um að það sem eg segi hér er satt og samkvæmt þeim rétt tilfært, og er þetta að ein.s líti'll h.luti þess sem hver einasti maður í Norður Da- fcota ætti að vita um virðingu eigna ríkisins auk margs annars Akra, N. D., 21. sept. 1921. Samson Bjarnason. / 4

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.