Lögberg - 20.10.1921, Blaðsíða 8

Lögberg - 20.10.1921, Blaðsíða 8
% Bla. 8 LÖ6BERQ, FIMTUDAGINN, 20. OKTÓRER 1921 BRÚKIÐ Safnið umbúðunum og Coupons fyrir Premiur Ör borginni Mrs G. Ólaf»son frá Preston, Man., kom til boníarinnar í vik- unni sem leið og hélt heim til sín aftur á miðvikudag. Mr. Friðrik Guðmundsson, sem beima á að Alverstone Street hér í borginni, er nýkominn vestan frá Sasik,. þar sem hann hafði dvalið í nokkra mánuði. Allir eru á fleygiferð með farangur og krakka mergð. pví er bezt að fóna Fúsa j ef flytja þarftu milli húsa, ! honura er í flestu fært j því fáir hafa betur lært. Sigfús Paiilson. 488 Toronto Str., Tals. Sh. 2958. Herbergi til leigu að 724 Bever- ley St., fónn N 7524. Mr. Krstján T->masson frá Mikley, var staddur í borginni um miðja fyrri viku. Mr. og Mrs. J'm Jóhsson frá Vancouver, komu til bæjarins í vikunni sem leið, >ar sem hann hefir átt heima í 12 ár. Pau hjón ætla að setjast að hér í bæ og ■verður heimili þeirra fyrst um .sinn að 405 Agnes Str. Thomas bóndi PauUson, frá Les- lie, Sask., kom ti'l bæjarins fyrir nokkrum dögum. Hann kom til þess að sjá augnlæknir — ofuri- lítil járþynna hrókk upp i vinstra augað á honum þegar hann var að vinna að girðingu á landi sínu. Dr. Jóni Stefánssyni tókst vei að ná járnþynnunni út úr auganu og verður Mr. Paulson vonandi jafn- góður bráðlega. Ungfrú Sigrún Bjarnason, sem j dvalið hefir suður í N. Dakota í sumar, kom til borgarinnar fyrir helgina og ætlar að stunda hér nám i vetur. Gjafir til Betel. Gunnlaugur Sölvason, Selkirk, • $10; Ónefndur að Árnes P. O., 1 $5.00 pökk. J. Jóhannesson, féhirðir. l)ans og spilasamkoma Jóns Sigurðssonar félagsins, undir um- sjón Mrs. Alex Johnson í Mani- toba Hal'l, þann 14. þ. m. tókst yf- irleitt vel. Aðsókn yar sæmi- leg og virtist fólk skemta sér hið oezta. Verðlaun í spilum unnu ! Mr. Guðjón Johnson, (silfurbú- ! inn blýant), og Mrs. Guðvaldi Rggertsson, fallega ávaxtaskál úr i höggnu gleri.' s Mrs Guðm. Johnaor.. frá Elfros, Sask., kom til Iwrgarinnar fyrir helgina, sunnan frá Brown P, O., þar sem hún hefrr dvalið hjá dóttur sinní í mmar. Mrs ■Johnson var á íeíð till heimilis síns veatra. Blað eitt isem lieitir the Assoc- jated Grower, .>g gefið er út í Fresno, California hefir landi vor P. A. Ingvasor sent oss tvö cjntök af og eru ritgjörðir eftir liann í báðum blöðunum um jarð- yrkju, skýrar og prýðisvel skrif- aðar. pessi afnilegi landi vor sem hefir rutt sér braut þar syðra ti! álits og fram.x, kom heiman af íslandi fyrir sjo írum síðan og kunni þá lítið enskri tungu og ekkert til vinnu uðfeuða í þossu landi. En er riú órðinn trúnað- armaður stjórnjdnnnar í Califor- niu og ýmsra Undræiktunarfélaga þar syðra. Heíður þeim, sem heiður ber. íslenzkir stúdentár halda fund j klukkan 8,15 e. h., laugardaginn 1 2Í2. þ. m. í fundarsal Fyrstu lút. kirkju. Auk annara skemtana er kappræða um eftirfylgjandj j efni: “Ákveðið, að það ,sé á- 1 kjósanlegra að Jóns Bjarnasonar skóli sé í Winnipeg en út á lands- | bygð eða smábæ.” Á jákvæðu 1 hliðinni eru: Mr A. Magnússon, Mr. B. E. Johnson. En á móti: Mr. A. Vopnfjörð, Miss S. Reyk- dal. Biblíulestur fer fram á hverju fimtudags- og sunnudagskvöldi kl. hálf átta, á heimili mínu, Suite 9, Felix Apts., á horninu á Toronto og Wellington. Yms tímabær, fróðleg og uppbyggileg atriði verða til umræðu tekin. Allir velkomnir. Pétur Sigurðsson. Á mánudagsmorguninn var, 17. þ.m., lézt að iheimili sínu að 624 Toronto Str., Winnipeg, konan Vilborg Helgason, kona Jónasar Helgasonar, sem þar býr, eftir mánaðar legu. 28. sept. s.I. voru þau Sigur- veig Christopherson kennari og Thomas Dawe í Prince Rupert, B. C., gefin saman í hjóna- band. Framtíðarheimili nýgiftu hjónanna verður í Port Esising- ton, B. C. Dorkas félagið heldur Hollow- een skemtun fimtudagskveldið 27. október í Fyrstu lút. kirkj- unni á Victor St. Ágæt skemti- skrá. Allir velkomnir. Samskot cekin. Jón Bjarnason Academy. Baldur, Man., 14. okt. 1921. Herra S. W. Melsted. Af síðasta fundi kvenfélagsins Baldursbrá, sem haldinn var,12. þ.m., var mér sem féhirði þes,s fé- lags falið að senda $25 til féhirð- is Jóns Bjarnasonar skóla, sem gjöf frá því félagi, til styrktar skólanum. Við óskum skólanum allrar blessunar og þeim mönnum i3em með alúð og óeigingjömum kærleika starfa til eflingar þess- ari nauðsynjastofnun. Virðingarfylst, Björg E. Johnson, féh. — í umboði skólans þakka eg innilega fyrir þessa gjöf. S. W. Melsted, féh. Mr. Hjaití Artderson, sonur Skúla Anderson, Sherburn Str. hér í bæ, ihefír keypt verzlun í Doiminion City og hýst yið að taka við henni um mánaðamótin. Hann hafði versiun um eina tíð í Cypress River, Man., og farn- aðist vel, en seldi er hann innrit- aðist í herinn. Hálfbróðir hans, Valdimar, verðui* í félagi með hon- um. Einnig flytja þau hjónin Mr. og Mrt; $kúli Anderson þangað með sonum 3Ínum. Hr. Árni G. Eggertsson. lög- fræéingur, isonur Árna Eggerts- sonar í Winnipeg, hefir sezt að i bænum Wynyard, Sask, þar sem hann ætlar sér að stunda lög- mannsstörf í félagi við McDonald and Nichol lögfræðinga, í fram- tiðinni. Véi* viljum sérstaklega benda löndum vorum í Vatna- bygðunum á þennan unga og efnilega lögfræðing og þykjumst vita að þeir af þeim, sem á að- 6toð lögfræðings þurfa að halda, muni ekki ganga fram hjá Árna. Enda er þeim álgerlega óhætt að treysta honum *fyrir vandamál- um sínum, því maðurinn er hinn hæfasti í öllu, sem að stöðu hans lýtur, og þar að auki ábyggilegur og drengur hinn bezti, og mælum vér hið bezta með honum við alla þá, sem til ihans ná og þurfa á hjálp dugandi og vandaðs mála- færslumanns að halda. Tombóla og Dans Stúkunnar Skuld Mánudagskvöldið í næ^stu viku (24. þ.m.) heldur G. T. stúkan Skuld sína áhlegu Tombólu og dans til hjálpar veikum meðlim- um. Forstöðunefndin reynir til af ýtrasta megni að vanda til tombólunnar, bæði að drættirnir állflestir séu ágætir og einnig, að hljóðfæraslátturinn^fyrir dans- inum verði fulllkominn. Meðal þeirra mörgu, sem hafa gefið til þessarar tombólu, finsf pss skylt að nefna,: Alex McDonald félag- ið, Ogilvie félagið, bæði nokkra hveitipoka og haframjöl; Pauline félagið Soda Bisuit kassa; Cod- ville félagið, Jelly Powder og fleira; Purity Flour Mills 4 24- punda hveitisekki; Vipond Fruit félagið, 40 punda eplakassa, og margir fleiri, sem hafa verið fé- laginu mjög velviljaðir. Landar góðir, styrkið gott mál- efni — og svo fáið þér nokkuð I aðra hönd. — Byrjar kl. 7.30. Aðgangur og einn dráttur 25c. MERKILEGT TILBOÐ Til þess að sýna Winnipegbúiiin, live mikið af vinnu og peningum sparast með því að kaupa Nýjustu Gas Eldavélina Þá bjóðumst vér til að selja hana til ókeypis 30 daga reynslu og gefa yður sæmilegt verð fyrir hina gömlu. Komið og skoðið THE LORAIN RANGE Hún er alveg ný á markaðnum Applyance Department. Winnipeg ElectricRailway Co. Notre Dame oé Albert St., Winnipeé 500 íslenzkir menn óskast Við The Hemphill Government Chartered System of Trade Schools. $6.00 til $12.00 á dag fyrir þá„ sem útskrifast hafa Vér veitum yður fulla æfingu 1 meðferð og aðgerðum bifreiða, dráttarvéla, Truoks og Stationary Engines. Hin fría atvinnu- skrifstofa vor hjálpar yður til að fá vinnu sem bifreiðastjóri, Garage Mechamc, Truck Driver, umferðarsalar, umsjónar- menn dráttvéla og rafmagnsfræðingar. Ef þér viljið verða sérfræðingar i einhverri af þessum greinum, þá stuhdið nám við Hemphill’s Trade Schools, þar sem yður eru fengin verk- færi upp í hendurnar, undir umsjón allra beztu kennara. Kensla að degi og kveldi. Prófskýrteini veitt öllum fullnum- um. Vér kennum einnig Oxy Weldlng, Tire Vulcanizing, símritun og kvikmyndaiðn, rakaraiðn og margt fleira. — Win- nipegskólinn er stærsti og'fullkomnasti iðnskóli 1 Canada. — Varið yður á eftirstælendum. Finnið oss, eða skrifið eftir ókeypis Catalogue til frekari upplýsinga. HEMPHILL TRADE SCHOOLS, LTDÍ 209 Pacific Ave., Winnipeg, Man. úti-bú að Regina, Saskatoon, Edmonton, Calgary, Vancouver, Toronto, Montreal og víða í Bandaríkjunum. F R A Nf K R SELUR E LÍFSÁBYYRGÐ »1 handa Börnum? Unglingum og fullorðnum R Skýrteinin gefin út svo að w þau hljóða upp á hinar sér- stöku þarfir hvers eins- C Ánægjuleg ff Viðskifti, pjónusta, ® Trygging. O FRANK FREDRICKSON N umboðsmaður. THE MONARCH LIFE ASSUR- ANCE COMPANY .... Aðalskri/stofa í Winnipeg. PHONE A 4881 r Phones: Nð225 A7996 Halldér Sigurðsson General Contractor 808 Great West Permanent Lms Bldg., 856 Main St w ONDERLAN THEATRE Vinukona óskast á gott heimili. Phone Sher. 5087. Tvö herbergi til leigu að 668 Lipton St. Fónn Sh. 4429. Samkoma verður haldin mið- vikudaginn 26. þ.m. í Fyrstu lút. kirkju til styrktar fátækum.. Á meðal annars, sem þar fer frarn, er ræða, sem séra Fr. Hallgríms- son flytur, og margt verður þar fleira til skemtunar. Inngangur ekki seldur, en samskot tekin til arðs fyrir starf djáknanefndar Fyrsta lúi. safnaðar. í vikunni aam leii'', komu þær systurnar Christjana og Lauga Bjarnason frá Gardar N. Dak. til borgarinnar. Christjana skrapp vestur til Vatnabygðanna í Sask- atchewan á iaug.irdagskvö'Idið, en I,auga hélt beimlleiðis á mánu- dagsmorguninn Herbergi með húsmunum til leigu. Lysthafendur snúi sér til Jóns Clemens, 66C’ Home Str. Mps. Fr. Friðriksson, Lögberg, Sask., kom til bæjarins í síðustu viku. Hún er að heimsækja börn sín hér, sem bæði vinna hér og ganga á skóla. Mr. Sigmundur Guðmundsson, Frá Gardar, N. Dak., kom tíl borg- arinnar fyrir ihelgina og hvarf heimleiðis á minudaginn. H. B. Skaptason, bóndi frá Ar- j gyle kom til bæjarins fyrir síð- j ustu helgi með son sinn til lfekn- inga. Voru i.skornir kirtlar úr hálsinum á drengnum og hieils- ast honum vel. “Velgert af vandalausum.” Gamli “Bakkus” birtist mér í draumi, með bros á vör og engllhýra lund. Hann rétti að mér ámu fulla —í laumi— af alkaholi og ihvarf á sömu stund. Svo ef landann langar nú í vín, “Lysthafendur snúi sér til mín”. KAFFIÐ ŒTTI AÐ VERA NÝBRENT. Við Pöntum að og Brennum Sjálfir alt Okkar Kaffi og Seljum að eins Bezta Kaffi á Lægsta verði. JEWEL BLEND KAFFI No. 77—Brent jafnóðum og út er aent.Vanaverð 40 cent pundið. Sérstakt verð 3 pund fyrir . $1.00 SKRIFA EFTIR VORUM WHOLESALE PRICE LIST —á— KAFFI, TE og KRYDDI, pað borgar sig . MALADUR SYKUR, 18 punda pokar á . . $2.10 GÓDAR SVESKJUR, þægileg stsprð, 2 pund fyrir .... 25c PUMPKIN í könnum fyrir Pies, 2 stórar könnur.. 25c WAGSTAFF’S Black Currant JAM, 4 pd. kanna á .... 85c A. F. HIGGINS CO. Ltd. Phoncs: N7S8:5—N8853 600 MAIN STREET Betra seint en aldrei. Kannske enn þá K. N. verði ríkur, ef “Kviðlingana” með sér gæti flutt, og miljóneri orðið áður en lýkur, | en æfin hér á jörðu er langt of stutt. j “Eg held því fram, að hvernig sem alt fer,” i helvíti þeir seljist ekki ver. K. N. Símatæki Inka-anna. Inkaarnir, frumbyggjar Perú o. fl. landa í Suður-Ameríku, voru j að ýmsu leyti stórmerk menning- arþjóð, en menning þeirra er nú að j mestu týnd og fáar menjar eftir; en stórmerkilegar eru þó margar af þessum fáu menjum, sem enn 1 eru tili um þá. Hinn daniski landr könnuður, Ebbe Kornerup, semi hér var á ferð fyrir nokkrum ár- um og hélt hér fyrirlestra, hefir nýlega ritað ágæta vel um Perú í þýzkt tímarit “Deutsche Rundsc- hau”, að því er annað þýzkt blað segir og þetta er tekið eftir. Get- ur Kornerup þar Inkaanna fornu og hversu þeir hafi istaðið jafn-j fætis nútímans menningarþjóðum í ýmsu Meðal annars segir hann þá hafa þekt og notað þráð- laus simatæki, er voru eins nota- drjúg og símatæki nútíðarmanna. “Tækjunum svipar til tunnu tlög-; un,” segir Kornerup , “og voru tvö' saman, og opin svipuð og á stundaglösunum okkar gömlu, venjulegast eintrjáningur, þ. e. útholaðir trjástofnar. Eru enn þá til á söfnum í Lima nokkur þessara tækja. Er Önnur tunn- an höfð til að senda skeytin, hin er móttökutæki. Tunnurnar eru barðar utan og eru það hljóðöld- urnar, sem þá myndast, sem not- aðar eru við skeytasendingar. Tunnurnar voru slegnar með stuttum spýtum og komu þá fram afar einkennilegar hljóðöldur í tunnuholinu, sem auðvelt var að! greina í móttökutækinu, þótt úr fjarlægð kæmi. pað er engum efa undirorpið, að það hefir tekið Inkaana margar aldir, að full- komna þessi símatæki sín; hveri öldin eftir aðra, kynslóð eftir kyn- islóð, hefir lagt sitt til fullkomnum- ar á þessum tækjum. Viðurinn í tunnunum var sérstaklega valinn, harður og fastur í sér, en þó fjað- urmagnaður líkt og í fiðlum, hefir verið hitaður og þurkaður á sér- stakan hátt, sem nú er fallinn í gleymsku. , Lengd og breidd og 'hvolf tunn- unnar var hnitmiðað niður með þessi afnot fyrir augum og er full- yrt að nú á tímum geti enginn smíiðað ^neitt þessu líkt. Sér- istaklega einkennileg voru opin á tunnunum og hefir 3ýnilega þurft mikla nákvæmni til að hafa þar rétta lögun og vídd. Hljóðskeytin voru send og mót- tekin með tækjum þessum um þvert og endilangt Perú og jafn- vel alla leið suður til Chile og alt eins fljótt og símskeyti eru nú send þar með nútímans tækjum sömu vegalengdina. Enn frem- ur segir Kornerup, að Inkaarnir hafi haft póstferðir um landið til bréfaflutnings og hraðboðarnir hafi verið fljótari í förum en póst- arnir eru þar nú á dögum —Vísir. Sími: A4153 ísl. Myndastofa WALTER’S PHOTO STUDIO Kristín Bjarnason eigandi Næst viðf Lyceum leikhúsið 290 Portage Ave. Winnipeg Wonderland. Bók Sir Gilbert Parkers, “The Money Master,” hefir verið breytt í kvikmynd, sem nefnist. “The Wise Fool.” Verður nú sýnd á Wonderland næsta miðviku- og timtudagskvöld. Föstu og laug- ardag verður sýnd myndin “A Fool and His Money” með Eugene O’ Brien í aðal hlutverkinu. Auk þess verða sýndar .skopmyndir, sem Busetr Kealon, Booth Var- kimgton og Max Linder taka þátt í. Einn sá leikur nefnist “Seven Years Bad Luck.” Miðviku og Fimtudag ’THE WISE H0D“ A George Melford Production Föstu og Laugardag ENGENE D BRIEN“ JJ “A Fool and His Money” Mánu og priðjudag "m LINDER“ in Seven Years Bad Luck Kennara vantar. Kennari með annars flokks próf- skýrteini, óskast til átta mánaða, með hundrað dala launum á mán- uði. — Umsækjendur snúi aér til Art- hur Hammerquist, Sec, Treas. Asham Point — S. D. no. 1733. Eitt eða tvö uppbúinn herbergi -il leigu nálægt Sargent. r>hone N 6890. IMt Alla næstu viku Mánud.kveld—Anna Bronaugh kveld. Augustus Pitou, Inc.„ sýnir hinn vinsæl'a söngleikara Fiske 0’Hara í hinum rómantíska leik The Happy Cavalier með ANNE BRONAUGH hina alþýðlegu úngu leikkonu í Winnipeg, sem um sex ára skeið héfir verið efst í hugum alls fólks.. Hinir nýju söngvar O’Hara eru óútmálanlega unaðsríkir. Verð að kveldi 50c til $2.00 Laugard. aukal. 50c til $1.50 Miðvd. e. h„ betzu sæti $1.00 Sætasala byrjar á föstudag. Póstpantanir nú þegar. , ARNI G. EGGERTSSON, LL.B. íslenzkur lögfræðingur. Hefir rétt til að flytja mál bæði í Manitaba og Saskatchewan. Skrifstofa; Wynyard, Sask, Dönsku Vínarbrauðin frœgu eru nú aftur komin á markað- inn. — Vér seljum einnig flest annað sælgæti. THE CHOCOLATE SHOP 268 Portage Ave., Winnipeg Phone A 173.9 Inniheldur enga fitu, olíu> litunarefni, ellegar vínanda. Notað að kveldi. Koreen vinnur hægt, en ábyggilega og sigrar ára vanrœkslu.það er ekki venjulegt hármeðal. Það er óbrigðult við kvillum í hársverðinum. Verð $2.00, eða sent með pósti $2.25. Burðargjald borgað ef 5 flöskureru pantaðar í einu. Korecn Sales Co., 2140 Broad St., Regina Einkasalar fyrir Canada Splunkur ný búð er sýnir öllum Ladies Ready-To-Wear Yfirhafnir og Alfatnaði Treyjur, Pils og Sokka Alt nýtt af nálinni, með nýjasta sniði Verðið ótrúlega lágt Einstakt úrval af giftingakjólum. Yður er hérmeð boðið að heimsækja búð vora og kynna yður vörurnar. Veljið yður föt til vetrarins, með- an býrgðirnar eru sem fullkomnastar. Dálítil niðurborg- un tryggir yður að fötin verðigeymd þartil þér takið þau. Phone A3786 237 Portage Ave. Beint á móti pósthúsinu. Fowler Optical Co. LIMITID (Áður Royal Optical Co.) Hafa nú flutt eig aB 340 Portage Ave. fimm hÚBum vestan við Hargrave St., næst við Chicago Floral Co. Ef eitthvaB er aB aug- um yBar efia gleraugun í 6- lagi, þá skuluB þér koma 'beint til Fowler Optical Co. LIM1TED 340 PORTAGE AVE. Verkstofn Tals.: A 83S8 Heim. Tals.: A 8384 G. L. Stephenson PLUMBER Allskonar r»ímagr,>!áhöld. »t<> sem ■tranj&m ríra, allar tegnndir •( glösum o*r aflTaka '.batterls). VERK5TDFH: B7E HOMF STREET MRS. SWAINSON, a8 696 Sar- gent ave. hefir ávalt fyrirliggj- andi úrvalsbirgðir af nýtizku kvenhöttum.— Hún er eina Isl. konan sem slíka verzlun rekUr I Canada. íslendingar látiC Mrs. Swainson njóta viðskifta yðar. Talsími Sher. 1407. CANADIAN .li, PACIFIC Sigla með fárra daga millibili TIL EVROPU Empress of Britain 15,857 smál. Empress of France 18,500 smál. Minnedosa, 14,000 smálestir Corsican, 11,500 smá'lestir Scandinavian 12,100 smálestir Sicilian, 7J850 smálestir. Victorian, 11,000 smálestir Melita, 14,000 smálestir Metagama, 12,600 smálestir Scotian, 10,500 smálestir Tunisian 10,600 smálestir Pretorian, 7,000 smálestir Empr. of Scotland, 25,000 smál. Upplýsingar veitir H. S. BARDAL 894 Sherbrooke Street W. ,C. CASEY, General Agent Alian, Ki'llam and McKay Bldg. 364 Main St., Winnipeg Can. Pac, Traffic Agents YOUNG’S SERVICE On Batteries er langábyggileg- ust—Reynið hana. Umboðsmenn í Manitoba fyrir EXIDE BATT- ERIES og TIRES. Petta er stærsta og fullkomnasta aðgerð- arverkstofa í Vesturlandiu.—Á- byrgð vor fylgir öllu sem vér gerum við ag seljum. F. C. Young, Limited 309 Cumlberland Ave. Winnipeg g v ■ ----------------* Búið til í Canada Stýrisáhald fyrir Ford bifreiðar $10 00 IHn Nýja 1921 Model Kemur 1 veg fyrir slys, tryggir lif, veldur léttari keyrslu, tekur veltuna af framhjólunum. Sparar mikla penángay Hvert áliald á- byrgst, eða penlnguin skilað aftur. Selt I Winnipeg hjá Ihe T. EATON C0. Limited Winnipeg - Canada 1 Auto Accessory Department við Hargrave St., og hjá Accessory Dealers og CJarages Pantið með pósti, beint frá eig- anda og framleiðanda, áhald (de- vice) ásamt fullum upplýsingum, sent um alla Canada gegn $10 fyrir fram borgun. Hvert áhald ábyrgst. Notið mlBann hér að neðan Made-in-Canada Steering De- vice Co., 846 Somerset Block. Winnipeg. Sirs: Find enclosed $10. for which send one of iyour "Safe- ty-First” Steering Devlces for Ford Cars. Name ......................... Address .<....................

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.