Lögberg - 20.10.1921, Blaðsíða 6
Bb.fi
U5GBERG ,FI MTUDAGINN, 20. OKTÓRER 1921
tj / • .. ■ • v* timbur, fjalviður af öllum
Nyjar vorubirgðir tegundum, geirettur og al.-
konar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar.
Komið og sjáið vörur vorar. Vér erumætíð glaðir
að sýna þó efekert sé keypt. '
The Empire Sash & Door Co.
Limited
HENRY áYE. EAST
WINNIPEG
I ---------
‘ ‘ Mér þykir þetta afarleitt vegna Harri-
ets,” sagði María. “Og eg held, að hefði
mamma vitað um þessi vandræði hennar, þá
hefði hún reynt að hjálpa henni- ’ ’
' “ Er ekki sagan nm það, hvemig henni var
bjargað frá hinu sökkvandi skipi, mjög ein-
kennileg?” spurði Bella.
“ Jú, ” svaraði María hugsandi. 4 * En ekki
mikið ei-nkennilegri en —”
María leit í andlit vinu sinnar áður en hún
sagði meira. “Mig langar til að segja þér
nokkuð Bella, sem ég enn ekki hefi sagt nokk-
urri lifandi manneskju. En það er leyndar-
mál, og eg vil síður að þú minnist á það við
nokkra aðra manneskju.”
“Það skal eg ekki gera, María,” svaraði
Bella.
“ Jæja,” sagði María. “Saga ungfrú
Gay er ekki undarlegri en mín eigin. Mamma
frelsaði mig nefnilega, ef til vill, frá enn þá
verri forlögum en þeim, sem hún var frelsuð
frá.” *
. “Við hvað áttu María.” Hpurði Bella.
“Ert þú ekki dóttir frú Carlscohrt?”
“Nei, eg veit einu sinni ekki mitt eigið
nafn.”
“Hvað'er þetta? Þú gerir mig næstum
frávita,” sagði Bella.
“Þar eð þú ert amerisk, hefir þú eflaust
- heyrt talað um voðalega ibrunann í Chicago fyr-
ir nokkrum árum síðan?” spurði María.
“ Já, og æ —” byrjaði Bella, en vina henn-
ai* hélt áfram: “Nú jæja, mamma átti þá
iheima í Chicago. Og hún hefir oft sagt, að
liún héldi sig hafa mist lífið við það tækifæri,
hefði pabbi ekki verið, því þó þau væri ekki gift
]>á, frelsaði hann hana frá hættunni.
“Meðan þau voru að komast út úr þessum
brennandi bæ, rákust þau á mig, einmana, yfir-
gefna og organdi. Eg hefi líklega týnst J of-
boðinu, sem gripið hefir foreldra mína-
“Mamma hefir sagt mér, að þau hafi t^kið
mig. upp í vagninn sinn og farið með mig til
vina sinna, þar sem hún viku eftir vi'ku auglýsti
eftir foreldrum mínum.
“En enginn kom til að vitja um ipig. Hún
komst því að þeirri niðurstöðu; að þau mundu
kafa farist í eldinum. Ári áður hafði mamma
n?ist litlu stúlkuna sína. Hún ættleiddi mig
því í stað hennai*, og hefir verið mér hin bezta
móðir í öll þessi ár, sem hugsast getur. Eg
man ekki eftir brunanum, og á erfitt með að
trúa því, að eg sé ekki dóttir hennar. ’
“Eg var líka í Chicago, þegar þessi voða-
legi bruni átti sér stað,” sagði Bella, þegar
vina hennar var búin með sína sögu, “0g------”
“Þú?” spurði María undrandi.
“ Já, en eg man ekki eftir neinu, eg var svo
ung þá. Mamma var í heimsókn hjá vinum
sínum með systur mína og mig. Eldurinn
kom yfir okkur eins og fellibylur um nsiðja
nótt, og við sluppum að eins út úr húsinu áður
en það stóð í loga.
“Mamma tók mig í faðm sinn og kallaði á
barnfóstruna, að hún skyldi koma með systur
mína inn til sín. Hún segir að þær hafi allar
orðið samferða út; en í þrengslunum 0g há-
vaðanum sem átti sér stað, skildist fóstran og
svstir mín frá þeim, og enginn veit hvað af þeim
hefir orðið.”
“Hvað þá?” hrópaði María, “fórust þær
í eldinum?”
v “Já, það var að minsta kosti álitið.
Afamma varð svo örvilnuð y.fir þessu, að hún
veiktist og lá lengi, svo læknirinn liélt að hún
mundi deyja. Og þó að yinir hennar leituðu
vikum saman eftir systur minni, fundu þeir
haná aklrei.”
“Það hefir þá ekki verið Helen. Eg hélt
fyrst að það hefði verið hún,” sagði María.
“Nei, Helen var þá í New York hjá ömmu.
Mamma syrgði dauða föður míns svo mikið,
að vinir hennar réðu henni til að. fara til Chica-
go. En það tvöfaldaði sorgina að eins,”
svaraði «Bella-
“Ó, þetta var sorgleg tilviljun, en eflaust
ekki nú eina,” sagði María. Hve gömul var
þessi litla systir þín?”
“Að eins þriggja ára. Hún var á milli
. Helenar og mín,” svaraði Bella.
“Ó! — Hvað hét hún?” spurði María æst.
“Anna May. En mamma kallaði hana
alt af blátt áfram “May”.-------
María þaut á fætur með hræðsluópi og
hrópaði svo: “ Bella! Bella! Eg var að eins
þriggja ára þá, og eg hét May. Og eg held —
eg held — að — eg sé systir þín! ’ ’
“Er það svo? Og af hverju kemur það?”
“Að þér, þótt þér séuð tígulegri með ljós-
ari hörundslit og talið betra mál en hann, eruð
sönn mynd Mortons skipstjóra,” svaraði Tom
lágt, ems og hann væri hræddur við að koma
incð þessa staðhæfing.
Oharlí Harwood roðnaði.
“En eg hefi aldrei efast um, að eg væri
sonur Sir Henry Harwoods,” sagði hann hugs-
andi.
“Þér eruð það máske þrátt fyrir þetta,”
eagði Tom. “ En mig grunar samt, að það
hafi verið hann, sem tók son Mortons frá
barnaheimilinu, þar sem eg kom honum
fyrir.”
“Eg ætla nú í öllu falli að komast eftir
því rétta um þetta, innan fárra stunda,” sagði
Charlí og settist upp í rúminu. “Réttið mér
fötin mín, eg vil fara á fætur.”
Tom leit skelkaður á hann og sagði: “En
- ~ en — hr., þér megið það ekki, það getur or-
sakað yður hitavei'ki. Hvað ætlið þér annars
að gera?”
“Eg ætla til London með næstu lest. Eg
fengi óefáð hitaveiki ef eg væri kyr hér, 0g héldi
áfram að hugsa um alt þetta dularfulla,” sagði
diarlí-” “Réttið mér fötin mín.”
“En þau eru gegndrepa. Þér getið ekki
farið í þau,” sagði Tom.
“Þer segið satt,” svaraði Charlí bros-
andi. “En það eru önnur föt upp á lofti.
h’arið þér inn fyrsta hertbergið til vinstri
handar í efri ganginum, og takið fatnað þar,
sem er í klæðaskápnum, ásamt skóm. Ef þér
viljið ekki gera þetta, þá sæki eg þau sjálfur,
því eg er ákveðinrt : því að fara til London í
kvöld. ’
Tom sótti fötin, því ekki var um annað að
gera, og hjálpaðt Charlí í þau, sem enn þá var m
mjög aflvana.
Hann skjldi eftir seðil til Percy, sem sagði
honum hvað hann ætlaði að gera og lagði svo af
stað til stöðvarinnar. leiddur af Tom.
Þegar hann korn til London, ók hann beina
lcið heim. En þegar honurn var sagt að fað-
ir hans hefði farið út- Fór hann inn til móð-
ur sinnar.
Hún hljóðáði af hræðslu, þegar hún sá föla
andlitið lians, og varð mjög viðkvæm, þegar hann
srgði henni í hvaða hættu hann var staddur
“Þú deyrð tð Ifkum einhverntíma í sjónum
Charlí,” sagði thún skjálfrödduð. “Eg vildi
að þér þætti ekki eins vænt um hann og þér
þykir. ’ ’
“Þú skiilur það eflaust mamma að eg get
ekki ráðið við það, ’ sagði hann brosandi, “þar
eð hann er eitt af frumefnum mínum.”
Hún hrökk við og Jeit á hann spyrjandi
augum.
‘jAf hvaða ístæðu segir þú þetta, góði
drengurinn minn?” spurði hún viðkvæm.
“Af því — að eg er fæddur á sjónum,”
svaraði hann og snéri sér hiklaust að málefninu.
“Eg hefi loksins fengið að vita sannleikann. Eg
er ekki sQtiur ykkar.”
“Oharlí!”
Rödd hennar lýsti sá'rri sorg.
Hann knéféll fyrir framan liana, bretti
upp ermina á skyrtunni sinni og sýndi henni í
merkin á handleggnum.
‘ ‘ Mamma, ’ sagði hann svo alvarlegul-.
“]>ú og pabbi hafið alt af forðast að svara
mér, þegar eg hefi spurt ykkur um þetta. Eh
nú vil eg biðja þig að segja mér hiklaust, hvort
þetta er fæðingarmerki. Var þetta merki
þarna þegar eg fæddist?’
Frú Harwood var mjö föl. Hún vissi,
að það augnahbk, sem hún, í mörg ár hafði
kviðið fyrir, var nú komið. Góði drengurinn
tiennar hafði htvyrf eitthvað sem vakti grun hans
ura, að hann veri ekki hennar barn, og að
hann yrði ekki rolegur fyr en hann fengi að
vita saniileikanii urti þetta.
ííún lagðí liaudlegg^nn um háls honum,
höiuðið á öxl honurn og grét.
“Við hvað úttu méð þessu, Oharlí? Hvað
er það sem þú h«fir hevrt?” sagði hún kjökr-
p.ndi-
“Gerðu svo vei að svara spurningu minni
ío.'unma ■— ,svo skalt þú fá að vita ástæðuna
fynr því, að eg spyr um þetta,” svaiaði hann
cg tók alúðlega ufcan um liana.
“Ó, mér hefir alt af þótt, eins vænt um þig,
og þú værir minti eiginn sonnr,” hvíslaði hún.
“Það er þá í rauu og veru/tilfellið, að blóð
þiti rennur ekki uui æðar mínar,” sagði hann.
‘ Fynrgefðu að eg hryggi þig þannig, góða
mamma. En eftir að eg fékk að bevra nokk-
uð, sem v'akti grun minn, er það miklu betra að
þú segir mér það alt hiklaust.”
Grátandi viðurkendi hún, að hann væri að
cins ættleiddur sonar þeirra, og sagði honum
alt eins og var.
Þegar hún hafði lokið sögu sinni, sagði
hann henni hvað fram hefði farið í Brighton,
og endurtók fyrir henni alt. sem bann fékk að
vita hjá Tom Law.+on. '
__ “í’etta er í rauninnf mjög undarlegt,” sagði
bún, þegar hann v ir búinn með sögu sína. “En
cg hélt að þetta leyndarmál yrði aldrei aug-
ljóst. En, kæri Oharlí, eg vona að þessi upp-
götvun breyti ekki ist þinni til okkar.” sagði
hún viðkvæm.
“Það gerir hún ekki, því mér þykir enn
þá vænna um ykkur eftir en áðnr,” svaraði hann
eg kysti liana, sökum ástarinnar og um-
hyggjunnar, sem þið 'hafið sýnt mér. Án ykk-
ar hefði eg máske orðið að berjast við fátækt
og orðið fyrir freistingtim, sem hefðn eyðilagt
líf mitt.”
‘ ‘ Þú huggar mig, ’ ’ sagði hún. “ Eg hefði
ckki þolað að þú yfirgæfir okknr.”
“En hvað það er satt, að eðlið gerir alt af
rétt sinn gildandi,” sagði Charlí. “Eg var
fæddur sjómaður, en ekki læknir.”
“Þetta sagði faðir þinn líka ialt af, þegar
eg kvartaði yfir því, að þú vildir ekki velja
sömu stöðu í lífinu og hann,” svaraði frú Har-
wood.
“Já, menn geta ekki búist við að safna
þrúgum meðal þistla,” sagði hiann hálf dauf-
lega.
Þegar þau höfðu setið stundarkorn þegj-
andi og hugsandi, spurði Charlí: “Heldur þú
að Percy Morton sé af ætt Sandy Morton?”
“Það er ekki sennilegt,” sagði hún- “Hann
ber engan vott nm að vera uppalinn á þann
hátt.”
“En hann getur verið fjarskyldur þeim,
og hann veit að líkindum eitthvað um þá ætt,”
sagði C'harlí. Gamli Sandy lifir máske enn,
og það er held eg saklaust að spyrja Percy. Við
verðum að minsta kosti iað reyna að frétta eitt-
hvað nánara nm gamla vitavörðinn og foreldra
mína. ’ ’
37. Kapítuli.
Meðan yfirheyrslan fór fram yfir Harriet
í réttarsalnu, vildi Bella ekki vera til staðar, til
þess að sjá ekki sína elsknðu vinu verða fyrir
slíkri sneypu.
Þegar móðir bennar og Helen voru farnar,
gekk hún út sér til hressingar, þar eð hún var
mjög hnuggin. Ogþað hafði hún alt af verið
síðan ungi kennarinn hennar var rekinn burt
úr húsinu. Hún hélt því fast fram að Harri-
ei væri saklaus, og að móðir sín mundi seinna
iðrast þess að hafa breytt svona við hana. Og
Helen ásakaði hún fyrir tilfinningarleysi 0g
ilsku. Hún var reið við þær báðar.
Hún var komin að landamærum Cresent
Villa, þegar hún mætti Maríu Carlscourt, sem
kom til að dvelja þenna dag hjá henni. Það
glaðnaði yfir henni, og hún flýtti sér að mæta
ungu stúlkunni.
Þeim hafði komið vel saman þetta sumar,
og þótti sárt að skilja þegar Carlscourt hjónin
fóru frá Brighton.
“Hvaðan kemur þú, María mín?” spurði
Bella og faðmaði hana að sér. “Mér þykir
afar vænt um að þú komst, því eg var næri dauð
&f leiðindum.”
“Pabbi er í Edinburgh í.viðskifta erindum,
og mamma og amma og eg fórum hingað, til að
dvelja hér einn dag. Og nú sem stendur eru
þær að aka sér til skemtunar, en eg kom til að
heimsækja þig, ef þú vilt leyfa það?”
María vissi ekkert um erindi móður sinnar
til Brighton-
“Hvort eg vil levfa það? Þú veizt að eg
er himin glöð yfir því, sérstaklega í dag, þar eð
eg er svo leið,” svaraði Bella á milli tára og
brosa.
“Þú lítur líka fremur illa út,” sagði María
vorkennandi. “Hefir þú verið veik?”
Bella var nefnilega mjög föl með dökka
drætti undir augunum.
“Nei, ekki veik. En eg hefi næstum grát-
ið úr" mér augun. Þú. hefir að líkum heyrt
hvað komið hefir fyrir ílarriet?”
“Nei, eg hefi ekki heyrt eitt orð um það.
Hvað befir komið fyrir?” spurði María undr-
andi.
“Þiað er löng saga,” svaraði Bella og
stundi. “En komdu nú með mér til kletta-
hrekkunnar. Við getum þá sezt þar. Eg
tók með mér ofurlítið nesti í körfu. Svo skal
eg segja þér alt á leiðinni.”
Þær stefndu nú þangað, sem Bella mint-
isl á, og á leiðinni þangað sagði hún Maríu hvað
komið hafði fyrir Harriet, og hlífði ekki ætt-
iiigjum sínum hið minsta.
“Þetta er hræðilegt. En það er epgum
efa undirorpið að þetta eru misgrip. Ungfrú
Gay getur ekkert óheiðarlegt hafa gert,” sagði
María. Ilenni þótti næstum því eins vænt um
Prarriet og Bella gerði.
“Nei, auðvitað hefir hún ekkert rangt
gert,” svaraði Bella. “0g eg er nú viss um,
að til eru tvö hálsmen alveg eins.
“Eg ímynda mér að hún hafi átt ríka for-
eldra, sem hafa liðið skipbrot- Og annað
livort faðir eða móðir hennai; hafi látið menið
um hál's hipinar, í þeirri yon að það sannaði
hver hún væri, eða þá hjálpa til að borga upp-
eldi hennar, ef hún skyldi aldrei finna skyld-
menni sín.
“Og hugsaðu þér nú, ef hún skvldi missa
þenna skrautgnp, og auk þess lenda í fangelsi
sem þjófur. En það verzta er, að allir munu
álíta hana seka, eins og spæjarinn og mamma.
Eg er hrædd um að dómsúrskurðurinn verði
sek. Og þá — þá----------”
Meira gat Bella ekki sagt, hún fól andlitið
í höndum sínum og grét.
María reyndi að hugga hana með því, að
Morton gæti máske sannað sakleysi hennar.
“Það er margt undarlegt í þessum heimi,”
sagði María. “Sumar manneskjur verða að
líða fyrir annara afbrot. Mamma hefir kem
mér að trúa því, að guð stjórni öllu. En stund-
uin lítur svo út, að alt sé stjórnlaust, og að þeir
sleppi hezt sem flesta peningana eiga.”
“Eg veit raunar að þetta er ekki þannig
og að alt verður lagáð, ef við emm þolin-
móð.”
“Tlver og hvað er guð í raun og veru?
Heldur þú að slík vera sé til?” spurði Bella
efandi.
v‘Já, auðvitað hekl eg að hanp sé til. Eg
er viss um það,” svaraði María. “Það er til
vald, sem er æðra en jarðneskt vald og stjórnar
öllu í heiminum.”
Bella stundi og svaraði. “Eg vikli að
mér hefði verið kent að trúa þessu, þegar eg
var ung, eins 0g þú varst María.
“Eg þrái oft að þekkja eitthvað æðra og
betra- En þá er eins og eg þreifi í myrkri.”
María tók utan um vinn sína-
“Þessi löngun er guðs eigin áhrif á þig, að
trúa honum — treysta honum og elska hann.
Mamma mundi segja þér, að þú ættir að halda
áfram að þrá hann, og að komast í samband
við hann og lesa í biblíunni — þá finnur þú Ijós-
ið á endanum,” sagði María alvarleg.
Vesalings Bella, Alla æfi sína hafði hún
ekki fengið jafn góða trúar leiðbeiningu og nú,
hjá vinu sinni.
Eftir því sem sólin lækkaði á lofti nálguð-
ust þær sjóinn á milli klettanna. En í sama
bili sáu þær tvo menn koma gangandi með veið-
arfæri og nestiskörfur. Annar þeirra var
gamall hinn ungur.
‘Ungu stúlkurnar horfðn á þá. En alt í
einu sagði Bella: “Þetta er s^nnarlega am-
erískur maður, ef eg er ekki búin að glevma út-
liti landa minna.”
Svo fór hún að syngja ameriskan þjóðsöng,
með fallegu röddinni sipni.
Ungi maðurinn leit til hennar brosandi og
tók ofan liattinn, sem svar við þessari syngj-
andi viðnrkenningu þjóðernis síns.
En á næsta laugnabliki hrökk hann við og
fölnaði, en Bella æpti af gleði og hljóp til hans
með fram réttar hendur segjandi: “En þér
eruð hr. Osborne. Hvaðan komið þér?”
“Frá frelsisins fagra lancfi, ungfrú Bella,’
svaraði hann og þrýsti hendi hennar innitega.
“En hvernig gátuð þér? — Eg vissi ekki
— eg hélt —” stamaði unga stúlkan og stokk-
roðnaði. Þagnaði svo feiminn, þegar lún
vissi að hún 'hafði sagt hugsanir sínar hátt.
Ungi maðnrinn brosti, en fremur beizkju-
lega.
“Þér hélduð líklega að eg, sem að eins er
fátækur skrifari í verzlunarhúsi Marceys, befði
ekki efni á að fana til útlanda — og allra sizt
til að setjast að í Brighton til að skemta mér.”
sagði hann brosandi og fullkomnaði þannig
setningu hennar.
“Nú jæja, — þetta var einmitt }>að, sem eg
hugsaði,” viðurkendi Bella. “Þér hafið áðnr
siagt mér, að þér ættuð mjög fáa peninga eftir
að faðir yðar dó, þegar það varð opinbert, að
hann hafði mist alla sína peninga. Eg kendi
þá í brjóst um yður hr- Oshorne.”
“Þökk fyrir ungfrú Bella. Eg held þér
hafið breinskilna meðaumkun með mér. Þér
voruð næstum sú eina af öllum vinum mínum
frá gæfuríku dögunum, sem ekki sýnduð mér
kulda 0g snéruð við mér baki þegar eg varð fá-
tækur. Eg hefi alt af minst yðar með Iþakk-
læti, af því að þér sýnduð mér samhygð, þegar
cg þarfnaðist hennar mest. En eg er samt
ekki viss um nema það hafi verið mér til góðs
að gyltu stoðunum var kipt undan mér,” sagði
liann. “Það sýndi mér að minsta kosti mjög
greinilega, hverjir voru mínir sönnu vinir, og
kom mér til að treysta sjálfum mér. Eg vona
að iþað hafi haft þau áhrif, að eg á ókomna
tímanum verði betri maður.”
“En máske þessi gjaldþrot hafi verið mis-
skilningur. Hafið þér fengið peningana yðar
aftur?” spurði Bella.
“Nei, gjaldþrot Osborne fjölskyldunnar
var enginn misskilningur, það var sorglegur
sannleikur,” svaraði hann. “Eg var svo
heppinn að eiga ógiftan móðurbróðir hins veg-
ar hafsins, og þó við hefðum aldrei sést, arf-
leiddi hann míg að öllum peningum sínum, af
því eg var látinn heita eftir honnm.”
“Ó, var það ekki heppilegt?” sagði Bella
glöð. “Eg vona að það hafi verið milflir fjár-
munir, sem þér njótið góðs af.”
Ungi maðurinn brosti. Hann hafði gam-
an af bamslegu forvitninni hennar og hrein-
skilnu velvildinni.
“Hvernig líður móðir yðar og systir?”
spurði hún.
“Móðir mín er dáin og Nellí er gift,” svar-
aði hann.
“Þér eruð þá einmana í heiminum, það er
mjög leiðinlegt. En þér komið og heimsækið
okkur, áðnr en þér farið frá Brighton,” sagði
Bella-
“ Já, þökk fyrir. Eg vona að frú og ung-
frú Stewart líði vel?”
“ Já, mamma og Helen eru alt af hefibrigð-
ar. Við eigum heima í Cresent Villa, það hús
er auðfundið. En eg sé að þér ætlið að fara
að veiða fisk,” sagði hún, þegarbún sá að gamli
fiskimaðurinn var að verða órólegur, “svo eg
vil ekki tefja vður íengur. En þér verðið
koma bráðlega, það er gvo skemtilegt að
sjá vm að heiman.”
Þökk fyrir litla vina mín. Það er skemti-
legt að fá svo goðar viðtökur í ókunnu landi,”
svaraði Osborne. t
TTann kvaddi hana og gekk með gamla
manninum niður að bátnum skamt frá.
Mér finst hann eins viðfeldinn 0g ’hann
getur verið, ” sagði Bella við Maríu.
“Hver er haun?” spurði María.
Hann er frá New York, þar sem við átt-
um heima áður fvr. Faðir hans var álitinn
ríkur, en þegar hann dó, varð ,það uppvíst að
hann var gjaldþrota. Ungi Osborne tók þessu
kjarklega, og fékk sér stöðu á skrifstofu stórs
verzlunarfélags.
“En þeir sem höfðu látist vera vinir hans,
meðan hann var ríkur, snéru nú baki að honum
og viklu ekki sjá hann, og þó var hann göfug-
astur þeirra allra. Heimurinn er ekki eins og
hann á að vera.
TTugsum okkur hana góðu Harriet, sem
er alveg saklaus^ 0g getur ekkert óheiðarlegt
K^rt af því hún er fátæk og hefir engan til
að . verja sig, vill enginn tráa því sem hún
segir.”
38. Kapítuli.
Eftir þessi óvæntu orð, hné María aftur
niður á klettinn.
Fyrst starði Bella á bana undrandi, lant
svo niður og faðmaði hana að sér nm leið og
hún sagði: “María! María! Veizt þú livað
þú sagðir? Þú ert líklega hálf ringluð, og þó
— góða, við skulum fara til mömmu; hún getur
gefið okkur vissu í þessu efni. Ó, að hugsa
sér ef þú værir systir okkar!”