Lögberg - 03.11.1921, Blaðsíða 4

Lögberg - 03.11.1921, Blaðsíða 4
81*. 4 LÖGBERG, FQ£TTH>AGINN, 3. NÓVEMBER 1921 J'dgberq Gefið út hvern Fimtudag af The Col- umbia Press, Ltd.,tCor. William Ave. & Sherbrook Str.. Winnipeg, Man. Talsimari N-632T oj N-6328 Jón J. BíJdfeli, Editor Utan&skrift til blaðsins: THE COlUMBIf PHES8, Ltd., Box 3172, Winnlpeg. M»n- Utanáokrift ritatjórana: EDITOR LOCBERC, Box 3172 Winnipeg, M®”' The "Lögberg" is printed and published by The Columbia Press, Limlted, in the Columbia Block, 853 to 857 Sherbrooke Street, Wlnnipeg, Manttoba. Munið eftir að láta skrásetjast. Skrásetning ikjósenda til Dominion þings bvrjaSi hér í Itænuni á mánudaginn var og stendu-r yfir alla ]iessa viku. Skrásetninga- stofurnar eni opnar frá ;því kl. 9 á morgnana og iþangað til kl. 9 á kvöldin, nema á milli eitt og tvö og 6 og 7, þegar skrásetjararnir eru við máltíðir er skrásetningar slkrifstofunum lokað. Ailiir þeir, sem hafa fullnægt búsetn og laga s'kiiyrÖuin þeim, sem sett eru í kosninga- lögum, eiga rétt á að greiða atkvaeði, bæði karl- ur og 'konur og ættu því að sjá um að nöfn þeirra kæmust á kjörskrána. í Manitoba, þar sein' fylkiskjörskrárnar eru okki nema rúmlega ársgamlar, þá eru þær lagðar til grundvallar. Dað er, að skrásetj- arinn tekur öll nöfn sem á ifylkislistanum eru <rg færir þau inn á Dominion listann, svo að nöfn þeirra, sem eru á fyikiskjörskráln verða sett á Dominion kjörskrána, án ;þess þeir sjálf- ii f'ari á skrásetninga staðimx. Rn samt ættu menn að ganga úr S'kugga um, að nöfn þeirra séu á kjörskránum, áður en þeim er lokað. M'irskoðun kjörskránna byrjar 15. nóv- ember. Þ*eir sem þurfa og eiga að fara á skrásetningarstaðina og láta sikrásetjast eru: 1. peir sem ekki <?ru á fvlkiskjör.skránum, en eru 21 árs að aildri og eni bre.skir borgarar, eru búnir að vera eitt ár í l'andinu og átt heima tvo mánuði í kjördæmi því, sem hann lætnr skrásetjast í. 2. Þeir sem létu skrásetjast í sambandi við vínbanns atkvæðagreiðsluna, verða að fara á sknásetningarstaðinn og skrásetjast aftur. < 3. Þeir, sem hafa fluzt úr einu kjör- dæmi í aimað, til dæanis ef að kjósandi hefði átt lieima í Norður - Winnipeg kjördæm- inu og verið þá skrásettur iþar, og væri þar á kjörskrá, en hefði svo flutt í Mið-Winnipog i-jördeildina og hefði átt þar heima tvo mán- uðina næsta á undan 8. október 1921, verður liann að láta skrásetjast aftur í Mið-Wfnnipeg. Kama er að segja um mann, sem komið hefir utan af landi og er þar á kjörskrá, og sést að, segjum í Norður-Winnipeg kjördeilidinni 1. maí 1921, en fly'tur svo í september í Mið- eða Suður-Winnipeg kjördeildina, hann eða þeir sem svo er ástatt fyrir, verða að láta skrásetj- ast í því kjördæmi, sem þeir hafa dvalið í hinn lögúkveðna tíma, sem í þessu tilfelli eða þessu dæmi er í Norður-Winnipeg. Ef að mönnum er synjað nm skrasetningn, af skrásetjara, þá ættu menn að muna eftir að krefjast viðurkenjiingar fyrir því, að hafa beðið um skrásetningu, en verið synjað. Skrásetning fer fram á eftirfyigjandi stöðnm í Mið-Winnipeg kjördeildinni, eins og að ofan hefi verið sagt. 65 Maple Str.; 445 Aðalstræti; 444 Logan Ave. W.; 402 Elgin Ave.; 58 Gertrude; 358 ifargrave; 337 Vaughan; 450 Sherbrooke; 524 Sargent; 573 Maryland; 622 Balmoral; 121 Kate; 632 Alexander; 816 William Ave.; 604 Agnes Str.; 804V2 Sargent Ave.; 438 Victor; 843 Portage Ave.; 571 Banning; 728 Pine; 894 Lipton; 1443 Logan. í utanbæjar kjördæmum er þetta ofurlítið öðravísi, skrásetjarar )>ar semja listana eftir i'ylkislistunum, og fest svo upp 22. nóv. tvö ein- tök á þcim stöðum er kjósendur geta haft að- gang að þeim. Skrásetjararnir eru síðan til taks i vissum stöðum, 'þar sem allir get séð þá <>g náð til þeirra, frá kl. 2, til kl. 6 á hverjum degi, frá 22. til 26. nóvemiber og verða þeir sem ekki ern á listanum, en hafa rétt til að greiða atk\ræði, að sjá um að nöfn sín komist fí listann á þessum fjórum dögum, ,því öllum utanbæjarístum vci'ður lokað 27. nóvem'ber, og þeir sem þá ern ekki komnir á hann missa atkvæði sín. ---------o-------- Kosningahríðin. Kftir því sem nær kosningade^inum líð- ur, fær kosninga'bardaginn á sig meiri alvöru- þunga. Svipir manna verða einbeittari og ásetningur þeirra ákveðnari. Pví þeir skilja að nndir atkvæði þeirra og dómgreind 6. des. n. k., er það komið, hverjir stýra öriögnm canadisku þjóðarinnar í næstkomandi fjögur ár. -hnn er ekki hægt að segja, hvernig kosn- ingarnar muni ráðast — og verður líklegast t ckki fyr, en að kvöldi kosningadagsins, en hér <ru nokknr atriði, sem benda dálítið hvert stefnir. Þegar Hon. MacKenzie King, tók að i'erðast um Ontario fylki, flyktist svo mikill mannfjöldi tii að hlnsta á bann, að samkomu- liúsin urðu of lítil og fólk varð frá að hverfa, og svo kvað mikið að þessu, að ótta sló í her- búðir Meighens forsætisráðherra og hann var að flýta sér alt sem hann gat þangað aust- ur, til þess að reyna að draga úr áhrifum Mac Kenzie King, einmitt þarna, þar sem aðalvígi afturhaldsins hefir staðið nálega í hálfa öld. 1 Strandfyíkjnniim, N. Brunsvick og Nova Scotia, hefir fólkið sýnt hinn sama áhuga fyrir ’stjórnmálastefnn iþeirri, sem Mr. King flvtur, frjálslyndu stefnunni, og í Quebec hef- ir hann fengið í lið með sér alla áhrifamestu mennina, þar á meðal Sir Lomer Gouin, fyrr- um forsætisráðherra fylkisins, sem sækir um þingmensku undir merkjum Hon. Mac Kenzie King. 1 vesturfylkjunum er fyigi Mac Kenzie King aftur minna, en þó talið víst, að bann umni vinna nokkur þimgsæti. • Hon. T. A. Crerar, er að sjáKsögðu sterk- astur á meðal bændanna í vesturfylkjunum og talið líklegt, að hann muni vinna 35 utanbæj- arkjördæmi þar. 1 Ontario, þar sem Ilon. T. A. Orerar, hefir verið í kosninga leiðangn undanfarandi, er ekki gott að segja hvað mörg sæti hann mnni vinna. En vel hafa fundir hans verið sóttir fþar, og sérkennilegir hafa þeir verið fyrrir það, hve hávaða og ærslalaus- ir þeir hafa verið. Bændnr hafa sótt fund- iíia langt að á kvöldin, eftir að þeir vorn bún- ir að ljúka við dagsverk sín og setið þar þög- u)ir og hugsandi og boðar slíkt raðfestu og á- kveðna skoðnn. Sagt er að farið hafi verið fram á við Crerar að halda innreið sína í Quebec fylki, en hann hafi ekki séð ástæðu til iþess, að fara að sundra frjálshugsandi mönn- um 'þar, heldur haldið frarn hjá, austur til Iiinna strandfylkjanna. vSlíkt fordæmi ættu frjálshugsandi menn að taka sér til fyrir- jnyndar víða hér í vesturlandinu. Ilon Ai-thur Meighen, á víst við ramman reip að draga í þesisum kosningum, þar sem j'jóðarviljinn er, því engum hlöðum er um það að fletta, að hann hefir hann á móti sér. Var bann sér þess sjálfur meðvitandi í fvrstu, þegar hann giörði tollmálin að aðal atriði í kosninga baráttunni. Sjálfsagt vissi hann þá, að meiri hluti þjóðarinnar var mótfallinn \erndartoIla stefnunni, en hann trvgði sér með því, eða hélt að hann mundi tryggja sé.r með því óskift afl auðfélaganna í Canada. og að hann gæti með því afli svo skift kröftum flokk- anna, sem á móti eru, að þeir yrðu áhrifalaus- ir. Ekki er gott að segja hversu einhuga auðfélögin standa með honnm. Þó segja knnnugir, að útlit sé fyrir að þeir muni yfir- gefa hann, eins og viss dýr skip, sem er að því komið að sökkva, því þeim sé orðið ljóst. að eftir því sem rneir líðnr á kosningasóknina, því ískyggilegra sé útlitið að verða og vonir þeirra daufari um, að Hon. Artbur Meighen, nái til lands með sitt hátolla föruneyti, Dr. Michael Clark, frtá Red Deer, einn af nafrtkunnnstu stjómmálajnönnum Canada, var í einu hljóði valinn þingmaður frjálslynda flokksins í MacKenzie kjördæminu í Saskat- ohewan. í bréfi sem hann ritar Hon. W. L. MacKenzie King, í samandi við stjórnmála- ástandið í landinn, segir hann: "‘Mér er nú farið að skiljast, að á milli hinnar gömlu og íhiunar nýju afturhaldstefnu er engin önnur von, en heilbrigð frelsis og framsóknar stefna. Því hvað hefir aftmrhaldsisitefn'an verið frá byrjun?. Að eins stefna sérstakrar stéttar, með það fyrir augum að ná á vald sitt sérstök- nm réttindum.” James Murdock, sem var einn í verklunar- nefndinni til sællar minningar, er þingmanns- cfni frjálslynda flokksins í Suður-Toronto kjördæminu og er Meighen stjóminni mjög ó- Þarfur. A fundi þeim, sem Mr. Murdoek var kjörinn á, mintist hann á erfiðleika þá, sem nefndin hefði att við að stnða, þegar hún var að reyna að takmarka óhæfilega hátt verð á nanðsynjavörum manna að strfðinu loknu. Sagði hann að vfirvöldin í Ottawa hefðu ekki að eins verið hálfvolg í því máli, heldur hefðu þan veitt því þegjandi mótstöðu; að síðustn sagði Mr. Murdock “var eg kallaður fram fyrir aldraðaii og góðlátlegan öldung, sem hélt yfir mér hóflega áminningarræðu í klukku- tíma og fimtáu mínútur, þar sem hann gjörði mér það fyUiIega ljóst, að eg mætti ekki móðga þau öfl, sem stjórnin hefði ávalt notið stuðn- ings frá. Og upp úr því voru böndin fastara reyrð að nefndinni og torfærunum á vegi hennar til 'þess að framkvæma það, sem hún var stofn- uð til, fjölgaði. Um íslandsferð. Eins og til stóð, flutti sér Friðrik Hall- grímsson, langt og sköruglegt erindi um Islands- ferð sína, í Fyrstu lút. kirkjunni á Victor Str.. á miðvikudagskvöldið var, á samkomu sem djáknar Fyrsta lút. safnaðar höfðu stofn- að til. Tallaði séra Friðrik fyrst um ferðalagið og gaf margar upplýsingar og bendingar í sam- bandi við slíka ferð, þeim sem síðar kynnu að fara heim til gamla landsins. í þeim kafJa erindis síns, sem ferðina heim snerti, dvaldi séra Friðrik lengst við eitt atriði, og það var þegar þau hjón vora komin svo nærri 'eðralandi sínu, að þau sáu hæstu tinda Jicss tfiy&j'a hvíta skallana upp úr hafinu — skýrast og stækka, unz fjöllin sáust 031, með sínu há- lendi — þegar maður færðist nær, og ströndin bvgðin blasti við augum. Sú sjón er hverj- um þeim, sem lengi hefir dvalið f jarvistum við ættland sitt ógleymanleg. — Það er sú stund þegar maður ekki að eins hugsar til æsku og æskustöðva úr fjarlægð, heldur er samvistum aftur við þær — siglir aftur inn í opinn fjalla- faðm landsins, serri gaf manni tilvera — getur aftur hvílst við hjarta móður sinnar í saklausri gleði og reikað um lönd eudui'minninganna frá því að ánsól lífsins vermdi vanga vora. Mikið þótti, sér Friðrik, til framfaranna á íslandi koma, á síðari árum, og er það ekki að orsakalausu, því óvíða getur að líta önnur eins mannvirki, hjá jafn fámennri þjóð eins og hjá íslendingum og benti hann þar á land- og sæ- símann, brýrnar stórmyndarlegu, sem Væru komnar svo að segja á hvert einasta vatnsfall, þar sem leiðir mann lægju yfir. Vegina sem nú væri búið að byggja víðsvegar um landið. Skipaistól landsnianna, bæði millilandaskip og fiski flotu. Höfnina í Rykjavík, gas og raf- unnagnsstöðvarnar í þeim sama bæ 0g hinn nýja brag, sem steinsteypu byggingarnar væru að færa vtfir bæinn — stórborgabrag. Á viðtökumar og gestrisnina íslenzku mintist séra Friðrik, og þótti mikið til koma, eins og flestir, sem eru gestir hjá íslendingum á Fróni, hafa gert og gjöra, því gestrisninni ís- lenzku er víða viðbrugðið, og það, þó menn eigi ekki ástvinum og ættingjum að mæta eins og þau hjón áttu. Á félagslífið og skemtaniruar í Reykjavík, mintist séra Friðrik nokkuð — á kaffihúsin, þar sem fólk kemur saman helzt á kvöldin, fær sér kaffibolla og spjallar saman, um bifreiðar eða bifreiðartúrana, þegar fólk fer í hópum að sumrinu til, útí hina indælu ís- 'lenzku náttúrufegurð og nýtur fjallal'oftsins ferska og tæra daglangt, og hvíldar frá bæjar- lífinu og hinum daglegu stöifum þess. Um konungs komuna og viðhöfn þá alla, talaði séra Friðrik nokkuð — sagði frá ýmsum smáattriðum í sambandi við hana. T. d. að þegar verið var að skrýða drotninguna í hátíða- búning þann, sem íslendiilgar gáfu henni, spurði hún hvort að beltið og búnaðurinn væri að eins gyltur, eða hvort að hann væri virkilega úr gulli? “íslendingar gefa drotningu sinni að eirns. hreina gull,’ svaraði konan, sem var að skrýða drotninguna. Þegar drotningin var klædd íslenzíka bún- inginum, kom sonur hennar til hennar og mælti: “Nú fyrst, líturðu út einis og drotning mamma. ’ ’ Frá störfum Sýnodus, skýrði séra Friðrik, þar sem hann og flutti erindi að tilblutun fyr- verandi forseta kirkjufélagsins, séra Björns B. Jónissonar. Að síðustu mintiist séra Friðrik á málið þar heima, og kvaðst hafa fundið mikinn mun á, hve miklu hreinna og fegurra það væri nú, en þá ihann hefði verið heima, kvað auðsætt að sjálfstæðis meðvitund þjóðarinnar, og ábyrgð sú, sem henni fylgdi, hefði haft mikil áhrif þa átt og í sambandi við það, mintist hann á oss Vestur-íslendinga og feðra arfinn íslenzka, bókmentirnar ög málið, og benti á að þeir sem ant væri um að vernda það og ávaxta, yrðu að muna ef tir ]irennu: 1. Að tala íslenzku á heimilunum. 2. Kenna börnunum hreint íslenzkt mál. 3. Láta þau fara, og fara sjálf, heim til ís- lands við og við. Ku Klux Klan í Canada. Svo heitir félag eitt, siem hefir aðal aðset- ur sitt í Atlanta Ga. og sem blöðin þar syðra hafa átailið harðlegg upp á síðkastið. Markmið þessa félags er aðallega, að hirta það fólk, sem landslögin brjóta, en sem dómstólarnir ná ekki :. eða geta ekki komið fram ábyrgð á hendur. Og fcins það sem viðteknar siðferðisreglur brýtur. Félag þetta framkvæmir refsidóma sína oftaist að næturlagi. Félagsmenn ríða þá um bygðir með hvítan slopp yfir sér frá hvirfli til ilja og eru hestar þeirra eins búnir. Einn er aðailforingi félags þessa og er hann kaillaður “Grand Wizard” (Hinn mikli galdra- maður). Hann heitir Williaan Joseph Simm- on, og á heima í Atlanta, Ga. En svo eru undirforingjar og deildir víðs- vegar, eérstaklega í Suðurríkjunum. Reglur félags þessa eru sagðar fagrar og tilgangur þess hinn hezti — Ekkert í þeirra reglum eða lögum, sem ekki er í fylsta samræmi við lög landsins, eða, sem ef menn breyttu eftir, að ékki gerði þá að betri og meiri mönnum. En það er í þessu félagi eins og svo mörgum öðr- um að reglumar eru brotuar. Aðal markmið þessa félags, eins og sagt hefir verið, er að bæla niður lögleysu og ósiði með því, að gjöra þeim, sem þannig brjóta ó- vært í mannabygðum. Sjálfgagt er það andi laga þessa félags, að gjöra þetta upp á löglegan 'hátt, en svo hefir farið að 'hinar ýmsu deildir hafa skelt Rkolla- eyrunum við því, og tekið 'lögin í sínar hendur og látið refsidóminn eða dómana ganga yfir þá brotlegu eftir því, sem þeim hefir þótt við eiga. Pegar einhver af féiagsmönnum, eða fé- lagsmenu í heild sinni, vita um einhvem sem brotlegiir er, þá er mál hans tekið til meðferðar á félagsfundi og dómur kveðinn upp. Svo fer flokkur manna, oftaJst að kvöldi eða nætur- lagi, til þess að framkvæma dóminn. Þannig var það í Texas í Febrúar s. ]., að lögfræðingur einn sem Hobbs heitir og átti sér einkis ills von, var tekinn, rakað af honum hárið og bonum skipað að hafa sig burt úr bænum, þar sem bann átti heima, fyrir þá sök, að hann gerði of mikið af embættisverkum fyr- ir negrana, og þegar hann ætlaði ebki að gegna komu )>eir aftur að kvöildi þess 8. s. m. og ráku hann burt úr bænum. (Framh. á 5. 'bs.) Ísland og Grœnland. 111. Flestir mu^iu líta svo ó, að ís- lendingar þurfi ekki að gjöra kröfur til Grænlands vegna þrengsla í heimalandinu. pað væri þess vegna harla ótíma- bært, að fjölyrða hér um atvinnu- vegi og landkosti í fornu nýlend- unni, fram yfir það sem þarf til þess að sýna fram á, að Grænland hefir aldrei, hvorki undir kon- ungum Noregs, né verzlunarein- okun Dan^, verið bygt né notað eftir náttúrlegri ákvörðun lands- ins. petta er eitt mikilvægt at- riði, þegar kemur til þess að sanna heimildarleysi Dana að landinu .eftir eðlisreglum alþjóða um nám og eignarrétt yfir lönd- um; en að öðru leyti liggur það, fyrst um sinn, fyriir utan tilgang og ætlun þeirra, sem vilja. með viti, stuðla ti'l þess að rétta hluta íslands í þessu máli. pað liggur i augum uppi, að Grænland er afar verðmætt fyrir íslendinga án þess að þeir í bráðina hyggi sjálfir á innflutninga þangað, að nokkrum mun. Grænland á að byggjast, undir íslenzkri yfir- stjórn 0g lönd að takast þar und- ir íslenzkan eignarrétt, eftir því sem hentar og hæfir samkvæmt þjóðarástæðum heima, og þarf . ekki að fara óðslega að fram- kvæmdum í því efni. Hitt er fyrsta aðal atriðið að fá réttsýni og dómreind heimsins á það mál, að vér eigum Grænland að sögu- rétti og 'lögum. pegar kemur til þess að leiða rók að þessum rétti íslands, verð- ur að liða málefnið í sundur og taka þá meginatburði til greina, hvern fyrir sig, sem valda mestu um úrlusn deilunnar. Elzti og merkasti viðburður- inn, sem lýtur að þessu máli, er sá, að íslenzkur þegn nam landið á síðasta fjórðungi 10. aldar, með hug og framkvæmd i þá átt- að gjöra Grænland að nýlendu ís- lands. Tilrunir virðst stundum gjörðar til þess, að breiða yfir þetta, eða draga dul á það með því að kalla Eirík rauða “Norð- ■ mann" eða Grænlendingana “norræna” eða “Norðurlanda- menn,” líkt og einatt tíðkast í bókmentum Dana og ekki síður frænda vorra í Noregi, þegar rætt er um þau verk Islendinga, sem frægilegust eru, og hefir Gröndal yngri ritað vel og skor- inort um þessar “tSleinkanir” þeirra í bága við sannleik og söguleg rök. En það er alveg vonlaust að reyna að ná Eiríki frá íslenzkri >þjóð og þegnskap. ísland ihafði fyrir löngu samið ríkisskipun lýðveldisins, þegar Eiríkur nam Grænland (um 986) og enginn þarf að ætla sér að eigna Noregi neitt í því land- námi, því síður sem Eiríki mun sjálfum hafa verið fjarri skapi að starfa að hagsmunum síns fyrra föðurlands. Hann fór þaðan landflótta en átti lslandi alt gott upp að unna, sem friðlandi sínu og því landi, sem veitti hon- um fjölment fylgi og vinskap. pað virðist heldur ekki ástæða til þess að efast um að þetta, hvern- ig Eiríkur sleit landvist sína í Neregi og hvernig honum var tekið á íslandi, muni hafa valdið miklu um fyrstu réttarskipun ný- lendunnar. fslenzka fyirirkomu- lagið var tekið upp að öllu leyti. eftir því sem séð verður, enda kom hann frá þeim stöðvum, Snæ- fellsnesi, þar sem hann hafði gott færi á að sjá fyrirmyndina glögga fyrir sér. Fylgilið hans var alið upp í íslenzkri réttarvit- und og enginn efi er á því, að það hefir verið ætlun útflytjend- anna yfirleitt, að semja sér lög og réttarstofnan í sambandi við ísland, sem móðurland. En við alt þetta er þess stöðug- lega að gæta, að sambandið við Island fékk alveg sérstakan svip af því, ihvernig allsherjarríki þess var háttað. Vöntun miðvalds í framkvæmdarstjórn var sá rauði práður, sem einkendi jafnt þegnalífið í báðum löndunum, eins og það merkti afstöðu þeirra í almennum viðskiftum og lög- rekstri. pessi skipun á íslandi og Grænlandi haggar þó ekki gildi sambandsins um hársbreidd. Pvert á móti verða einmitt fyrir þessa sök, vitnisburðir sögunnar um nýlendustöðu Grænlands markverðari og órækari. Á eina hlið sýnir það miklu öflugri vilja Grænlendinga í þá átt, að halda tengslum við móðurlandið. þegar þeir án valdstjórnar, eða sameig- inlegs framkvæmdarvalds, lúta löggjöf íslands — og á hinn bóg- inn verður þögn langra tíma um stjórnarfarslega samvinnu land- anna skiljanleg 0g eðlileg, þegar litið er til þessarar vöntunar á þeim lið almannavaldsins, sem alt af ber mest á, sérstakiega í öllu því, sem lýtur að landasambandi. petta megin-.einkenni íslenzkr- ar ríkisskipunar, að fornu, verður PENINGA MEÐ PÓSTI eða SÍMA má seiída án minstu áhættu til staða í Evrópu gegnum vorn banka hér og íhina mörgu fulitrúa hans. Ráðsmaður vor í ná- munda við yður mun með ánætgju veita allar npplýsingar. The Royal Bank of Ganada Eigmir virtar á $512,000,000 einnig að takast rækilega til at- hugunar, hvar sem til þess kem- ur að dæma um áhrif kirkju- stjórnarinnar, eftir að kristni var lögleidd. par kemur fullkomin skipun, máttug og með ákvörðuð- um tilgangi, breidd út yfir alt þjóðlífið og sprottin af erlendri siðmenning, inn á réttarsvæði, sem á ekkert alment framkvæmd- arvald til þess að tefla á móti. þetta kemur t.d. til fullra greina þegar brjóta skal til mergjar merking gamla sáttmála í sam- bandssögu beggja landanna. Að öðru leyti fer þó isvo fjarri því, að kristnitakan haggi við sam- bandinu, í sjálfu sér, að miklu fremur má minnast á það, að hún verður tilefni til sögulegra vitnisburð um ríkiseininguna, t. d. þar sem Skáld-Helgi kemur á þeim breytingum í Grænlandi um byrjun elleftu aldar, sem höfðu gjörst í íslenzkri loggjöf, vegna hins nýja siðar. Sömuleiðis má geta þess, að það virðist bera vott um fuHkomna viðurkenning og þekking Noregskonungs á þessu sambandi. að kristni er boðuð og komið á samtímis í báðum lönd- um. Hann hefir auSvitað séð hve miklu það mundi valda um htn al- mennu siðaskifti, að hvorum þjóð- bálki fyrir sig yrði jafnframt kunnugt um játning nýrrar trúar hjá hinum. — Annars eru til enn þá skjallegar sannanir fyrir ný- lendustöðu Grænlands, þar sem svo segir í Vígslóða, 103. k., að hver sá maður, sem sekur er á Grænlandi, er um leið sekur á íslandi. Af því má ráða bæði að Grænlendingar höfðu dómstóla og réttarfar, sem íslendingar — svo vandir sem þeir voru að allri meðferð dómsmála — hafa metið gilda og fullnægjandi, og að lög hafa verið sameiginleg milli landanna. önnur ákvæði finn- ast einnig í Grágás, sem sýna það sama og má sérstaklega geta þess að í Arfaþætti eru reglur sem sýna að stöðuglegdr skipa- ferðir hafa þá verið á milli ís- lands og nýlendunnar. Næsti meginatburður sem verð- ur í sögu Grænland's, er játning undir konungsvaldið norska, sem hafði banvænar afleiðingar, eink- um vegna þess, að erlendu stjórn- inni hefir verið falið að sjá um reglulegar siglingar á sama hátt sem gjört var með svokölluðum “gamla sáttmála” Islendinga við konung. Björn á'Skarðsá telur að Grænlendingar hafi gengið undir konungsvaldið 1261 eða ári áður en samið var af hálfu ís- lendinga. En það sýnist mjög vafasamt, að þetta sé rétt — kon- ungur beitti fyrir sig kirkjuvald- inu, eins og löngum hafði verið gjört áður. En hvort, t. d.. Ó- lafur helgi hefir unnið nokuð á 1 þessa átt verður ekki farið út í hér, þar sem það er alment viður- kent að erlent vald hafi fyrst ver- ið tekið yfir Grænland um líkt leyti sem fsland. pað er víst að ólafur biskup á Grænlandi, sem hafður var til þess að koma samningunum á, er talinn af sumum annálum að hafa brotið skip sitt við Suðurland 1260 og hafa síðan dvalið þar tvo vetur — enda kemur flestum annálum saman um að hann hafi verið á íslandi; 1263. Eðlilegast virð- ist að halda að biskup ihafi farið til íslands einmitt til þess að stuðla til þess að koma fyrst móð- urlandinu undir konungsvaldið, og síðan að fá Grænlendinga til hins sama. En hvort sem þetta er svo eða ekki er augljóst að samband og samvinna hefur ver- ið á milli íslands og Græniands í þessu efni. * Bæði löndin semja svo að segja samtímis — og það verður að minsta kosti ráðið af ferð ólafs biskops til fslands, um það sama leyti, að bæði hefir kop-

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.