Lögberg - 03.11.1921, Blaðsíða 5

Lögberg - 03.11.1921, Blaðsíða 5
LOGBERG, FIMTUDAGINN, 3. NóVEMBER 1921 Bls. 5 ung«valdið í Noregi og íslending- ar í báðum löndunum litið svo á að sáttmálinn væri sameiginlegt málefni beggja landanna. Ann- ars væri þarft. að rannsaka þetta atrfiði ýtarlega, því ferðir og langdivalir Ólafs biskups frá em- bættinu á Grænlandi eru mjög at- hugaverðar. Hvort sem það er satt sagt, í kvæði Lyschanders að Grælendingar hafi risið upp á mótí konungsvaldinu 1271, er það víst að Ólafur kom einmitt það saima ár aftur til Grænlands. En er ekki ástæða til þess að ætla, að það hafi einmitt verið þá sem Grænlendingar gftngu formlega undir sáttmálann? Erlenda valdið notaði sér kröf- una um reglubundnar skipagöng- J ur til þess að leggja verzlunar ogj siglingabönn á löndin gegn öll- um öðrum. íslendingar komust lif- andi undan einokuninni en Græn- lendingar voru eyðilagðir til síð- asta manns. pað er tal^ð að eyðing nýlendunnar hafi verið fullkomnuð Um, lok 15. aldar. pessi þjóðdauði íslenz.kra ný- Iendumanna í Grænlandi verður að teljast hinn þriðji meginat- burður, sem kemur til álita þegar dæma skal um réttarstöðu Græn- lands á vorum tímum. pað er fyrst og fremst augljóst að erlenda valdið framdi réttar- brot á móti löndunum báðum, með því að banna öðrum siglingar um leið og stjórnin hindraði aðra frá því að halda uppi slíkri verz- lun við önnur lönd. sem var lífs- skilyrði fyrir íbúa beggja þessara eylanda. Engin réttlát og sann- gjörn lögskýring á afstöðu kon- ungsvaldsins tii íslands, (ásamt með Grænland) mun hallast að þeirri skoðun, að nein frekari valdaheimild, og því síður neinn eignaréttur, yfir löndunum hafi getað stofnast fyrir erlenda, eða þegna þeirra, með þessum hætti. 'Sé nokkurstaðar í sögu þjóðanna hægt að minnast á dæmi, til hlið- sjónar, frá borgarlegum rétti, þegar ræða er um heimildir eftir alþjóðareglum, þá iiggur hér opið fyrir að ógilda útlenda tilþallið til Grænlandjs. llvar hefir "causa turpis” (Ivívirðilegur réttargrundvöllur) verið borinn fram til réttlætingar ofbeldi og yfirgangi, hafi það ekki verið gjört í meðferðinni á Grænlandi og eignarhaldinu á þvi einkanlega eftir skilnað Noregs og Danmerk- ur 1814.. Áður en gjört var út um ágreiningin milli íislands og Danastjórnar hafði engin opin- ber dönsk játni'ng fengist fyrir heimildarleysi hennar til þess að líta á þessi lönd, sem fylgdu Danmörku undir þögn 1814, eins og þau væri “óaðskiljanlegur hluti Danaveldis”. En nú er sú ótvíræða viðurkenning fengin og engum dettur í hug að segja að tilkall Dana til Grænlands geti verið bygt á öðrum grundvelli heldur en þeim sama, sem þeir bygðu á um ísland í stjórnarskrá- armálinu, nefnilega að Grænland hafi verið Sóaðskiljanjegur hluti veldisins danska. pað tilkall sem þeir þykjast hafa, er komið frá norska konungsvaldinu og það er og hefir verið jafngilt bæði að því er lýtur að Grænlandi og ís- landi. — En þetta fullveldi sem erlenda einokunin mótmælalaust leyfði sér að hrífa til sín yfir Grænlandi var að eins gjört mögu- legt með eyðing íslendinga þar í Jandi. pað mun óhætt að fullyrða að vel muni mælast fyrir hjá öðrum þjóðum að minnast á þá einsdæm- is þjóðarfórn, sem íslenzkur kyn- stofn hefur lagt fram í þarfir heimsins, með því að ryðja braut- ina vestur yfir Atlashafið. Aldrei hefur víst nein þjóð goldið meira afhroð fyrir framsóknarþrá sína og göfuga baráttu gegn þrautum og erfiðleikum náttúrunnar, að tiltölu við mannfjölda þann S2m á var að skipa heldur en íslending- ar gjörðu með ibygging Græn- iands og landnámsferðunum til Vesturheims. Skvldi sið- menning jarðarinnar vilja launa þessi ódauðlegu frægðarverk for- feðra vorra og alt duuðastríð hins Islenzka þjóðernis, bæði í nýlend- unni og heimalandinu, undir drápsklóm útlendra einokara, með því að láta það þolast að rétt- mætri eign Islands, legstað þeirra manna af þjóð vorri, sem voru kvaldir þar til bana, verði haldið fyrir oss, eftir að fyrirslátturinn um “hluta Danaveldis” eí ónýttur og afnuminn af Dönum sjálfum? pað er talið að Grænland hafi, eftir þjóðardauðann verið van- rækt og gleymt” yfir tvær aldir af hálfu útlenda samningsaðilj ans, sem gjörði gamla sáttmála ■við íslendinga. pessi þögn, þessi langa dauðakyrð, yfir ný- lendunni fornu, verður þá hið næsta aðal atriði í sögu Græn- lands, sem takast þarf til greina. Hér er ekki staður til þess að íara langt út í neitt efni, en svo mikið virðist mega segja með Svo auðvelt að halda góðri heilsu TAKIÐ “FRUIT-A-TIVES” pAÐ DÁSAMLEGA ÁVAXTA- LYF. 805 Cartier Str., Montreal. “Eg þjáðist hræðilega af stýflu og Dypepsia árum saman. Fann til þembu og verkja eftir hverja máltíð, fékk oft höfuðverk og gat eigi sofið um nætur. Var auk þess orðin skínandi horuð. Loks ráðlagði vinur minn einn mér “Fruit-a-tivep og innan skammis tíma var stýflan, höfuðverkurinn og öll Dypepia horfin. Nú er eg alheil. Madam ARTHUR BEAUCHER. 50 c. hylkið, 6 fyrir $2,50, reynsluskerfur 25 cent. Fæst hjá öllum ilyfsölum eða burðargjalds- frítt frá Fruit-ætives Limited, Ottawa. Ku Klux Klan í Canada. (Framh. frá 4. bls.) fullum rétti án frekari rökleið- inga, að úr því að hvergi, svo til þekkist, hefir verið hreyft and- mælum af hálfu annara þjóða gegn því að Grænland — með ís- landi — héldi áfram að standa undir konungum Noregs og Dan- j merkur eftir að þjóð sú var liðin undir lok, sem gekk þeim til handa í nýléndunni, þá hefur hefð j fengist fyrir því að réttarstaða Grænlands skyldi vera óbreytt fyrir þá sök eina. pað voru konungar íslands með Grænlandi, sem héldu uppi strandabönnum og orsökuðu með því eyðing j landsmanna eins og áður er sagt — og þegjandi samþykki alþjóða um óbreytta réttarstöðu nýlend-| unnar er því gefið falandi sjálfu, | móðurlandinu, sem nýlendan var numin og bygð frá. En af þessu leiðir aftur mikil- væg meginsetning mm trúboða- stofnunina í Grænlandi frá Nor- egi og endurupptöku verzlunar- reksturs við landið 1721, þegar Hans Egede, norskur prestur hafði fengið norsku stjórnina til þess að leggja fram fé tii þessa. j Endurbygging sú sem orðið hef-j ir síðan, víðsvegar um landið, eftir að íslendingar voru fyrir löngu fallnir frá. mun efalaust vera aðal grundvöllurínn sem Danir byggja á um heimild sína til Grænlands, og er þetta síðasta atriði að því leyti hið mikilvæg- asta ftieginefni, sem ræða þarf og rekja til þess að komast að rétt- látum úrskurði um réttarstöðu landsins. Eg vil að eins nefna það helzta sem virðist koma hér til greina og skjóta þessu éfni að öðru leyti til síðari skýringa. pess er of sjaldan minst hver var ástæðan og hvötin til þess að Noregskonungur lét eftir fortöl- um Egede prests; en það hefir djúpa og merka þýðingu í þessu máli. pað var óhjákvæmilegt að kunnugir menn í Noregi hefðu samvizku af því hvernig farið hefði verið með Grænland. pað var álit fjölda margra að ennþá þegar Egede kom fram, mundu vera til leyfar af íslendingum í svokallaðri Austurbygð, sem vís- indamenn löngum deildu um hvar leita ætti að í Grænlandi. pað sem vakti fyrir Egede og það sem vann sigur málsins fyrir hann, var það, að norska stjórnin vildi endurlífga hina gömlu íslenzku nýlendu og boða þar kristna trú, sem ætlað var að mundí að mestu vera að liða undir lok þar sem engu sambandi hafði verið haldið uppi heldur í kirkjulegum efn- um um afar langar aldir. pað stendúr sögulega fast og er ó- hagganlegt, að sigling hófst ekki ^frá Noregi til Grænlands í því ■skyni að nema landið að nýju heldur tókust þessar siglingar og kaupskapur beinlínis sem fram- hald af verzlunarrekstri konung- anna, samkvæmt gamla sáttmála, og er auðsætt af því, að enginn nýr réttargrundvöllur fyrir eign- arheimild hins erlenda valds til nýlendunnar. gat skapast með því. En auk þessa er hér annars að geta þegar ræða er um afstöðu íslenzkrar kröfu til Grænlands gegn Danmörku — að þegar hinar “norðlægu hjálendur” allar fylgd- ust með Danmörk þá var ekki eitt orð talað í þá átt að bygt væri neitt sérstaklega á neinu endur- námi Grænlands frá Noregi. Löndin fylgdust að öllu leyti þegj andi með Danmörku á sama grundvelli, hvernig svo sem þá varð á hann litið. En út í það þarf ekki að fara eftir að fulln- aðardómur sögunnar er fenginn fyrir afstöðu íslands til Danmerk- ur, óháð grundvallarlögum þeirra. — pað sem gildir um ísland i því efni gildir jafnt um Grænland. Einar Benediktsson. t iþessum eama bæ var kaupmaður, sem Hopkins heitir og þótti í frekara lagi kvenhollur eða svo hefir þessum Kú Klux félögum sýnst, því tþeir fói*u að honuan kvöld eitt á heimili hans, tóku hr. Hopkins út úr liúisi sínu, fóru með hann út fyrir bæinu, heltu þar yfir hann tjöru og veltu honum svo upp úr fiðri og skildu hann eftir þar sem hann stóð. Þannig mætti halda áfram út í það óendanlega, því félag þetta hefst mikið að, en nóg er komið til þess að sýna á hverju að vér megum eiga von, ef félag þetta yrði myndað hér í Canada. Og þó oss væri ósárt nm það þó sumir óþokkar (því þá er alstaðar að finna, og líka í þeseu landi) fengju maklega ráðningU og skell í tilbót, fyrir framferði sitt. yá er vonandi samt, áð þessu liði verði aldrei hleypt inn fyrir landamæri Canada. Því í eðli sínu er þessi hreyfing ekkert annað en uppreisn á móti landslögum og virðingarleysi við þau. En virðingarleysi við landslög leið- ir aftur til siðspillingar og glæpa. Til þess eru nú Bandaríkjamenn farnir að finna í þessu sambandi því komið hefir fram tillaga í Mexico þinginu að lýsa banni á félagi }>essu í því ríki. Dómarar þar í ríkinu hafa fyrirhoðið Ku Kluxmönnum að sitja á tylftar- dómum. Þetta er í annað sinn, sem Ku Klux félagið lætur á sér bera í Bandaríkjunum. Það náð aKImikilli útbreiðslu í Suðurríkjunum fyr- ir og um 1870 og þótti þá liinn mesti vogestur, en var með lögum útilokað 1871. 1 sambandi r ið hið fyrra félag er vert að geta þesis að í því gátu verið allir karlmenn af hi'num hvíta , vest- ræna kynflokki. í nýja félaginu, geta þeir að eins verið cr fæddir eru í Bandaríkjunum og af þeim sama 'kymstofni, trúa kenniugum kristindómsins, og innan skanims er ákveðið að opua kvenfólki, sem fætt er af þeim sama stofni í Bandaríkjun um, aðgang að félagiuu. Leynimorð á Þýzkalandi í blaðinu Halle Zeitung stend- ur, að leynfélög séu að myndast um alt pýzkaland og hið sama hafa sendimenn ýmsra landa, sem á pýzkalandi eru minst á. Einn af þeim er yfírmaður í brezka hernum, sem á pýzkalandi hefir veriít Hann staðhæfir að leyni- morðum fari geysilega fjölgandi og iséu ,þau framin á þann hátt að lögreglan stendur ráðalaus með að festa hendur í <hári nokkurs manns. peir sem helzt verða fyrir hatri þessara manna eða leynifélaga væru pjóðverjar sem í einhverju vinfengi hafa verið við herfor- ingja sambandsmanna eða Frakka. “Rannsóknir sýna’V segir þessi foringji að það eru stóríköstleg leyni-samtök á meðal manna, sem ráða ráðum sínum í neðan jarðar híbýlum, gegn öllum útlendingum. Leynifélög af líkri tegund hafa alt af átt sér stað í Evrópu og þau hafa sérstaklega staðið í blóma að afstöðnum stríðum. Á eftir Napoleonisku stríðunum spratt upp aragrúi af slíkum félög- um og var eitt þeirra hið 'svo- nefnda “Chauans” morð og þjófa- félag, sem þó bar á <sér blæ sak- leysis og- dygða. Á miðöldum þá var eitt af slík- um félögum, svo sem félag það er “Vehme” nefndist mjög útbreitt á pýzkalandi. Upphaflega var stefna þess alt annað en slæm — sem sé það, að vernda réttlæti og refsa sakamönnum þeim, sem rétt- visin vildi skýla fyrir vendi lag- anna. Og <svo miklum völdum náði þetta félag, að menn óbtuð- ust það mikiu meira en lögin sjálf. peir tóku sakamenn fasta yfir- heyrðu þá til málamynda og réfs- uðu þeim svo óvægilega. Pað virðist egnum efa bundið, að síðan stríðinu lauk, hefir verið gerð tilraun til þess að endur- reisa Vehme félagið. Hið mikla leynifélag, sem nú er tekið til starfa hegnir öllum þeim, sem að dómi “Vehme” eru óvinir föðurlandsins og eru því lögreglu landsins erfiður ijár i þúfu. Fjöldi franskra hermanna hefir failið fyrir þessum leynimorðjngjum og aðferð þeirra, hver svo sem hún er, er ávalt ihin sama. Líik mann- anna eru útstungin með hnífum, og þau finnast í ánni Rín eða þá ein'hverjum öðrum ám. Járnmærin. pegar líkin finnast eru þau eins og sagt hefir verið, með ótal hníf- stungum og er það atriði eftir- tektavert ög hefir það farið fram hjá mönnum, þegar þeir hafa v>er- ið að athuga fórnardýr þessa fé- 'lags. Áður fyr, þá var það “Vehme” félagið þýzka, <sem fann upp járn- mærina hina grimmustu dráps- vél. pað var konulíki í fullri stærð, sem var gjört til þess að hegna þeim, sem brotlegir voru á hinn lymskulegasta hátt, og stóð það í neðanjarðar fangelsi, þar sem engir aðrir en félagsmenn vissu af því. Inn í þetta fangelsi voru 'sakamennirnir leiddir og þeim skipað að kyssa mærina, en þegar þeir nálguðust hana opnaðist hún og dró sakamanninn að sér og luktist utan um hann. Eins og gefur að skilja var Mkneski þetta holt að innan, en holið var alt sett hnífum, sem Var svo fyrir komið að þeir stungust í limi og augu þess sem inni var. Eftir fáar mínútur slefti járnlíkneskið nianninum aftur og opnaðist þá hlemmur i gólfinu, þar sem mann- inum var skotið niður og ofan í ána Rhine. pað er eftirtekta- vert, að fórnardýr þessa nýja “Vehme” finnast dauðir og áverk- arnir sem á þeim sjást benda til sömu hegningarinnar og tíð var hjá hjnu fyrra “Vehme” og margt er ólíklegra en það að hin forna járnmær, hafi verið endurreist. pví lík þeirra sem tekir eru úr ánni Rín, bera ómótmælanlega merki faðmlaga járnmærinnar ægilegu. Hinn nýmyrti stjórnmálamaður Erzberger, var að vísu skotinn. En þeir sem eru mótsnúnir hermála- flokknum þýzka, eru sannfærðir um, að það morð hefir verið fram- ið af völdum alþjóðar morðfélags, sem hefir ákveðið að fjölda ann- ara, sem þeim er í nöp við, eða þeim finst vera í vegi fyrir sér. skuli ef unt, er fara sömu leiðina. Og sá sannleikur að þó $25,000 hafi verið setta^- til höfuðs morð- ingjanum og sporhundar settir á slóð hans, þá hefir ekkert orðið á- gengt, virðist styrkja þá' ihugmynd. Hver svo sem framdi það verk, þá hefjr hann ekki gjört það til fjár. pví ekkert verðmætt sem hann bar á sér var hreyft og de- mants hringur sem hann bar á fingri sér, en sem féll af honum þegar hann datt, lá við hlið hans á grasflötinni. Copenhagen Vér ábyrgj- umst það aðj vera algjörleg. hreint, og þaðl bezta tóbak i heimi. TPÍShÁCEN • snuff * Ljúffengt og endingar gott, af því það er búið til úr safa miklu en mildu tóbakslaufi MUNNTOBAK $5 Eldavélar? $5 AÐEINS $5.00 er öll sú upphæð, sem þér þurfið að borga niður til þess að fá eina af þessum traustbygðu eldavél- um heim til yðar. Skýringarnar hér fyrir neðan, gefa engan vegjnn fullkomna lýsingu á kostum þessarar eldavélar. Vér hikum ekki við að segja, að vafasamt sé hvort þér gætuð feng- ið JAFNGÓÐA ELDAVJEL, pÓTT PJER GREIDDUÐ fyrir hana 25% hærra verð út í hönd. Vér bjóðum yður að koma og skoða með eigin augum. petta er eitt hjnna mörgu kjör- kaupa, sem svo oft einkenna verzlun BANFIELD’S — afbragðs vörur með eindæma góðum kjörum. ELDAVJELIN THE ‘GOOD CHEER’ Fyrir hörð kol eða lin og brenni. pað er falleg eldavél úr stálj (Range); skrautfleg og vel gerð, á verði sem að sér dregur. Næg <suðu'hólf og stór bökunrofn, og vér ábyrgjumst að hún reynist vel. Ofninn er 18x20; sex suðu hólf. fágaður toppur og bakið steint. Verðið er . $82.25 ELDAVJELIN “THE BRIGHT” Lagleg lítil Steel Range seld á mjög sanngjörnu verði; hún brennir allslags kolum og við; fjögur 9-þuml. eldaholur, fág- aður toppur^ með nickel skrauti; ofninn er 16x19x10 þuml. rist in er tvöföld. Verð án yfirhólfs . $41.80 Verð með háu ihólfi .................. $49.50 “BRAZEN OAK” eldavél, dragristir í miðu, stórt öskuílát, mica í hurðinni, full stærð. Bolur lSVfc þuml breið og 37 þml. á hæð. Sérstakt verð.................. $17.95 Seller’s Kitchen Cabinets $5 niðurborgun Smíðuð i Canada og beztu eldhússkápar sem gerðir eru. Vér höfum þrjár tegundir að velja úr, sem hver um sig hefir ýms sérkennj, en smíðið á öllum jafngott—ekkert betra smíðað.— Skáparnir, er ko<sta $99.75, $94.00 og $82.50, fást með $5.00 nið- urborgun, og auk þess gefum vér meðan þessi sala stendur yf- ir með bverjum sikáp Sunlight Guaranteed pvottavindu, alger- lega ókeypis. Komið inn og látið oss sýna ýður þetta ágæti. The “Seller’s Mastercraft” $99.75—$5.00 niður og $2.50 á vjku The “Seller’s Special” $94.00—$5.00 niður og $2.00 á viku. The “Seller’s No. 35’ $82.50—$5.00 niður og $2.00 víkulega. ÓKEYPIS!—“Sunlight” Guaranteed Wringer alls ókeypis með hverjum skáp. Vinda .þessi hefir lukt hjól, duglegar rubber rúllur, ábyrgstar til eins árs. i/A.ðd/?í/e/d Frá Islandi. Gullpennasjóðurinn heitir sjóður sem 25 ára stúdentar 1921 hafa stofnað með 3600 kr. stofnfé. pegar sjóðurinn er orðinn svo stór, ax5 þrír fjórðu vaxtanna nemi 200 kr. og andvirði gullpenna á að veita úr honum verðlaun fyrir beztu ús'lenzka ritgerð um sjálf- valið efni, eða skáldsögu samda af nemanda í efsta bekk mentaskól- ana og sé ekki meira en 5000 orð i að lengd og send dómnefnd fyrir 1. apríl. En í dómnefndinni eru aðal-íslenzkukerinari menta- skólans, íslenzku prófessor bá- skólans og einhver gefendanna eða afkomenda <þeirra. Seinna má veita úr sjóðnum utanfarar- styrk, ekki meira en 2 þúsund kr. Stofnendurnir eru Guðm. Björms'son sýslumaður, Guðm. Finnbogason, pórður Pálsson, Jónas Kristjánsson, Magnús porsteinsson, Ingólfur Gíslason, A. Féldsed, Stefán Kristinson, Ediv Möller, Sv. Hal'lgrímsson, Jón- mundur Hallgrímsision, Steingr. Matthíasson, H. Kr. Júlíusson, porbjörn pórðarson, Árni por- valdsson. Fjárhagsnefnd bæjarstjórnar hefir lagt til að borgarstjóra sé hehnilað að taka, fyrir hönd bæj- arsjóðs, alt að 150,000 kr. lán til fiskireita gerðar og vegagerðar samkvæmt tillöguim atvinnuleysis- nefndar. porskafli heíir verið ágætur á Eyjafirði í isumar. Eru vélbát- ar búnir að fá nú frá 120—140 skpd. Er sæmilegur afli enn og búast menn við að hann haldist. Hallgerður langbrók, kona Gunnars á samkv. sögusögnum að vera jörðuð í Lauganesi. G. B. landlæknir kom nýlega í Lauga- nes, og eftir honum er það haft, sem hér segir: Hóll eða hæð á Lauganestúni hefir borið nafnið Hallgerðarleiði, eða eitthvað því svipað, og / porgrímur bóndi á Lauganesi hefir haft orð á því við Matth. þjóðmenjavörð, að þessi staður yrði rannsakaður, en drátt- nr hefir orðið á því. Fyrir nokkru tóku eig til synir porgríms og grófu í hæðina, þar sem vera átti leiði Hallgerðar. peir komu brátt niður á stein:hleð®lu og er hún í lögun eins og leiði, aflöng og súýr frá suðri tiil norðurs eins. og venja er um grafir kristinna manna. Nú vildu þeir ekki< raska leiðinu meir fyr en iþjóð~ : menjavörður væri kvaddur til, og ; við það situr enn. Sigurður Breiðfjörð segir í j kvæði um Hallgerði: í Lauganesi liggur hún nár„ landsins biskupssetri. Úr Skagafirði er skrifað 17. ág. ' Influensan er að þvælast hér í [ sýSlunni, bæði skæð og væg. Á sumuim heimilum hefir flest fólk legið í einu, t. d. á Svaðastöðum. Par var Rannveig, eitt hinna nafn- kunnu Svaðastaðasystkina sem á lífi er nú, 94 ára, ein á ferli við heyskapinn um hríð,- að sögn, og þóttu það tíðindi hér um slóðir. Sumstaðar hefir kvefpestin ekkl komið. Ein stúlka hefir dáið. Tíðin köld og ofsafengin á norðan til skamms tíma, en nú hefir brugð ið til hlýrri veðráttu. í dag eða nótt isean Ieið (6. sept.> eru liðin rétt 25 ár síðan land- skjálftarnir miklu urðu hér á Suðurlandi og hrundu eða skemd- ust um 30 bæir og komst fjöldi fólks á vonarvöl. Voru þá und- ir 200 börn tekin til fósturs hing- að til Reykjavtíkur, um langan eða skamman tíma. Séra ólafur Ó- lafsson fríkirkjuprestur var þá í Arnarbæli og kann frá mörgu að segja um þessar hönmungar. am-Buk v'EL-pEKT SALUHJALPARHERS KONA SEGIR HVERNIG MÓÐIR OG SONUR FRELSAST FRA BLÓÐEITRAN. I Maður getur ekki farið of lofsamlegum orðum um Zam-Buk” ,agði Mrs. Jane E. Zealley, fyrrum Major í Sáluhjálparhern- im, en dóttir Pr. Beven frá St. David’s, South Wales. 1 samtali á heimili sinu, 3 Bush- Iness Ave., Toronto, fórust Mrs. IZealley þannig orS: Pyrir átta járum rispaBi Alfred sonur mlnn Isig á látúnshylki af skóreimar- jenda og fékk blóðeitrun. Eg jreyndi hin og þessd smyrsli árang- lurslaust þar til loks eg ákvað að Jreyna Zam-Buk, er svo mikið jhefir verið talað um. pér getið Ihugsað yður, hve fegin eg varð, ! er eftir fáeinar tilraunlr með j iam-Buk, að sárið tók þegar að I tróa. Aframhaldsnotkun grseddi j sárið að fullu og útrýmdi spill- ngunni. pá skildist mér hve [ niiklum þjáningum eg hefði get- , að leitt af drengnum, ef Zam- < Buk hefði verið við hendina I fyrstu. Pegar eg sjálf féll ofan á stál- slá og meiddi mig I hnénu. not- aði eg aftur Zam-Buk. Dóttir mín, sem var hjúkrunarkona, hélt að eg þyrfti að ganga undir uppskurð sökum hinnar miklu bólgu, kringum meiðslið. En eg hafði ekki gleymt Zam-Buk. Notkun þess nam bólguna fljðtt á hrott og lfpknaði hnéð á fðpm dögum. Síðan hefi eg ekki kent mér nokkurs meins.” — Berbal Zam-Buk er 50c. hylkið. Fœst i 'livm hi'iðum oa hid lyfsölum 4, FREE BOXES! _______ Send 1 cent. (for return postage). mention paper, and Zam-Buk Co.. Toronto, will forward Free Trial Sample. Unequalled for eczema.ring- worm, ulccrs, piles. etc. “The Reliable Home Furnisher” 492 MAIN ST. Phone N 6667 WINNIPEG HIÐ BEZTA MJÖL, SEM HÆGT ER AÐ KAUPA VIÐ NOKKRU VERÐI — MJÖL, SEM BÚIÐ ER TIL ÚR BEZTU TEGUND AF WESTERN CANADA NO. 1 HARD VOR HVEITI, ER ROBIN HOOD FLOUR UR pBSSU HVEITI fæst betra brauð, betri og fínni kökur, betri smákökur, biscuits, kleinur, en úr nokkru öðru hveiti í Canada. pað kostar ekkert meira en annað hveiti — í rauninni roinna* því þar er um engan úrgang að ræða. — Hver poki, sem þú kaupir, er ábyrgstur og vér gefum eftirfylgjandi ábyrgðarskírteini. með hverjum poka af Robin Hood hveiti, sem þér kaupið: “Robin Hood” er ábyrgst að veita meiri á- nægju en annað hveiti malað í Canada.. Kaupmaður yðar hefir umboð til að tskila aftur fullu andvirði ásamt 10% i viðbót, ef eftir tvær bökunar tilraunir þér eruð ekki alger- lega ánægð, og getið skilað til hans aftur því, sem af gengur. Rej nið það einu sinni og þér munuð ávalt nota það aftur. Robin Hood Mills Limited MOOSE JAW. CALGARY Alu m

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.