Lögberg - 08.12.1921, Side 6

Lögberg - 08.12.1921, Side 6
Bl«. § LÖGBEBG, FIMTUDAGINN 8. DESEMBER 1921 Stolna leyndarmálið. Eftir Charles Garvice. “Eg veit að það er erfitt,” svaraði hann. En fyrir yður vill hann gera hvað sem vera skal, ungfrú Graham.” Constance leit upp og á hann. Augu hans glóðu af aðdáun og ástríðu. “Eg skal segja föður mínum, að þér séuð hér, hr. Fenton,” sagði hún. Andlit hans fölnaði dálítið þegar hún stóð upp og gekk til dyranna. “Hr. Fenton er kominn, pabbi”, sagði hún. “Loksdns,” sagði hann. “Komið þér inn — komið þér með sýruna? Fáið mér hana.” Fenton gekk inn og lokaði dyrunum á eftir sér. “Hvar hafið þér verið allan þenna tíma. Ifaldið þér máske að þetta só-þvðingarlaust? Undir því er lífið komið. Sko hérna Fen- ton!” — Hann greip í handlegg unga mannsins og dró hann að rennibekknum, þar sem jaspís- steinn lá. Einhver vökvi hafði verið borinn á hann síðan Constance var síðast inni f her- berginu. Steinninn leit útcins og hann hefði verið sviðinn og var breyttur að útliti. Fenton leit á hanq, brosandi og efandi. “Sko hvað hann <er breyttur,” sagði gamli maðurinn. “Þreifið þér á honum, styðjið fingrinum fast á hann. Hann var jafn harður og mylnusteinn, og nú er hann — umbreyttur.” • Fenton ranrtsakaði steiniim, þar sem verð- miklu gimsteinar gljáðu eins >og eldneistar, ' yfti öxlum og slepti honum. “Eg er hræddur um hr. —” sagði hann. Gamli maðurinn greip fram í fyrir honum og sagði: “Þér álítið mig vera kákara, sem þjáist af ímynduniím!” “En góði læl^nir — —” “Neitið þessú ekki. Eg hefi lesið hugs- anir yðar í andlitinu. Constance heldur/líka að eg sé brjálaður, en ykkur skjátlar.” Hann þagnaði snöggvast og laut niður að deiglunni. “Eg hefi fylgt hinum ákveðnu lögum vís- indanna,” sagði hann. “Eg er enginn kákari. Það er efnafræðin, sem kennir mér að mýkja þenna harða stein, og þvinga hann til að af- henda auð sinn. “Þér efist um orð mín. Eg hefi skrifað hvernig eigi að fara að þessu, ef eitthvað skyldi vilja mér til. Takið þér við því, og gevmið það eins vei og það væri lykilinni að guilnámu.” P',enton rétti hendina eftir skrifuðu blöð- unum. Gamii maðurinn hwgsaði sig um, tók biöð- in aftur og sagði: “Nei, ekki strax; þér skul- uð fá þau þegar uppgötvunin er fullkomnuð. Nú megið þér fara; eg á annríkt.” Svo stakk hann blöðunum í barm sinn, og benti Fenton að fara. 2. Kapítuli. Fenton^ekk aftur inn í hliðarherbergið. Constanee var að skara í eldinn, sem átti að lifla alla nóttina. Hún leit ekki við. “Látið þér mig gera þetta, áður en eg fer,” sagði hann og tók viðarbútana frá henni. Hún sagði ekkert, en fjarlægðist hann dálítið. Þegar hann var búinn að bæta í e'ldinn, fór hann í kápu sína, snéri sér svo við og horfði á hana. “Góða nótt þá, ef þér viljið ekki lofa mér að vera iengur hérna, ungfrú Graham,” sagði hann. “Eg vildi nú helzt mega vera kyr, því það er sagt að þessir þorparar séu í nánd og —” “Nei, þökk fyrir,” svara.ði hún kuidalega. “Eg er ekki hrædd.” “Eg vúldi að eg gæti fengið yður til að fara með þesp fvlgdarliði, sem eg gat um áð- an,” sagði hann. “Faðirminn vill ekki samþykkja það,” svaraði hún róleg. “En það er engin ástæða 1il að þér séuð hér, hr. Fenton. “Haldið þér í raun og veru að eg vilji yf- irgefa yður og bregðast honum?” sagði hann lágt. “Við erum alvég óhult hérna,” svaraði hún, “og þurfum enga vernd. Heimili Daní- els er hér í nánd, og við eigum aulc þess ekk- ert, sem menn geta rænt frá okkur.” “Getið þér ekki hugsað yður eina einustu ástæðu til jæss, að eg vil ekki fara héðan?” spurði hann. “Yður hlýtrnr þó að gruna hvernig ástatt er fvrir mér. Eg get ekki feng- ið mig til að fara héðan, af því — eg elska yður.” Constance fölnaði og hopaði á hæl. “Eg elska yður,” endurtók hann. “Augu mín hafa sagt vður það, sem þér hafið eflaust séð og skilið. “Forðist mig ekki, Constance. Eg bið yður að verða konan mín.” Tlann ætlaði að grípa hendi hennar, en hún dró sig í hlé. ‘ ‘ Eg vissi þetta ekki. Ef mig hefði grunað það — nei, segið þér ekki meira, en farið í burt.” “Er þetta svar yðar?” sagði hann lágt. “Þér neitið þá bónorði mínu?” Hún snéri sér frá honum, en hann tók séj- stöðu á miHi hennar og dyranna. “Bíðið þér augnablik,” sagði hann. “Vilj- ið þér ekki þiggja ást mína? Viljið þér ekki verða konan mín?” “Eg get ekki orðið kona vðar,” svaraði hún kuldalega. “Þér hafið nú heyrt það. Lofið mér að komast fram hjá yður.” “HinkriíKþér við,” svaraði hann. “Þér hafið ekki hugsað um þetta. Og þér eruð móðgaðar af því að eg kom svo óvænt með þessa bón. En, hugsið þér nú nákvæmar um þetta. Eg gat ökki beðið lengur með að segja yður frá ást minni.” “Þó að þér hefðuð beðið árum saman, þá hefði svar mitt orðið hið sama,” svaraði hún. “Hvers vegna hatið þér mig?” spurði hann. “Hvað hefi eg gert, sem gerir mig óhæfan til að tala um ást við yður?” “Eg hata yður alls ekki,” sagði hún. “þér hafið ekkert gert, sem vakið höfir slíka tilfinningu hjá mér. En eg vil aldrei verða kona yðar. Mér þætti vænt um að þér færuð nu. ' “Ekki strax,” svaraði hann. “Eg verð að gera enn þá eina tilraun til þess, að fá yður til að brevta áformi yðar. Eg veit að eg er yður ósamboðinn, en eg skal gera alt sem eg get, til að verða yður viðeigandi eiginmað- ur. Eg skal flytja yður héðan, og koma yður fyrir þar, sem yður er betra að vera. Eg skal ná mér í stöðu í föðurlandi okkar, sem er yður samboðnari en þessar óbygðir. “Verðið þéy mér samferða héðan í kvöld, ásamt föður yðar til — Englands. Þar á eg vini, sem hjálpa mér áfram. Hæffileika vant- ar mig ekki. Etf eg hefi 3rður til að vinna fvrir, þá skal eg sýna mönnum hvað eg get gert. ’ ’ “Gerið þér svo vel að tala dkki meira um þetta,” sagði hún. “Eg get aldrei — aldrei orðið ikona j'ðar.” “Er þetta jTðar síðasta orð?” spu^ði hann hás. ^ Iíún drap höfði þegjandi. “Jæja”, sagði hann, “en hlustið nú á mig: Ast, eins og mín, tekur ekki á móti neinni neit- un; en eg sleppi ekki voninni. . Öllu lífi mínu, öllum hæfileikum mínum, skal eg verja til að vinna yður og ást yðar.” “Lofið mér að komast burt,” sagði hún. “Þó mér hepnist ekki enn þá að kalla ,vður mína, þá skal það ske síðar,” sagði hann. “En eg getekki beðið.” Hann gekk til hliðar og hún gekk fram hjá honum, en hann rétti fram hendina og stöðv- aði bana. “Eitt orð enn þá” sagði hann. “Eyði- leggið ekki alla von mína. Eg elska yður þannig, sem eg held að enginn maður hafi elsk- að nokkra stúlku fyr. Eg held áfram að elska vður, á meðan þér sviftið mig ekki allri von. En — ef þér giftið yður —” hann krefti hnefana — “þá verður sá maður að gæta sín vel.” Constace snéri sér að honum og sagði: “Ástin niðurlægir sig ekki til að koma með heitingar, hr. Fénton.” Hann hrökk við, eins og hann hefði fengið snoppung. “Já, þetta. er heiting,” svaraði hann. “Þér hafið vakið alt það illa sem í mér býr. Gætið yðar!” En á næsta augnabliki lirevttist geðslag hans. Hann féll á kné fyrir framan hana og sagði: “Fvrirgefið þér mér, Constance. það er ástin á yður, sem gerir mig frávita.” Samtalið hindraðist af háu hrópi í hinu herberginu og dyrnar voru opnaðar. Gamli læknirinn stóð fjTrir innan þær með uppréttar hendur og æstan svip. “Oonstance, Ferifon,” kallaði hann, “'kom- ið þið strax.” Constanee hljóp til hans og grep um hand- legg bans. “Piabbi, pabbi! Hvað er riú?” spurði hún. Gamli maðurinn hélt hendinni hátt upp. Þau sáu' bæði, að hann hélt á jaspí'sstein- inum, en nú var hann ekki lengur steinn, heldur mjúk leðja. ✓ “Eg.hefi uppgötvað það! Eg hefi fund- ið það, sem eg vildi,” hrópaði hann. “Con- stance, barnið mitt, barnð mitt! Við erum rík núna. Mikill auður er í oikkar valdi. Sko þetta.” Hann rétti fram hendina og lét marga glitrandi krystalla og gimsteina detta á milli fingra sér. Fenton flýtti sér að tín*a þá upp. “Oimsteinar!” hrópaði hann. “Já, gimsteinar, ” endurtók gamli. maður- inn Mæjandi. “Þér hafið gert gys að mér, og þú lí'ka, Constance, en hvað segið þið nú? Við erum rík — ríkari en flestir aðrir. Við skulum fara til Englands. Þar skalt ]>ú fá alt, sem fæst fyrir peninga, og taka þá stöðu. sem þér ber. Það er enginn ríkari kvenmaður í i straflíu, en Constance Grahám, dóttir lækn- isins. Komdu og sjáðu.” Hann dró hana mieð sér inn í herbergið. “KomJu o g sjáðu,” endurtók hann. Ilann tók steinmola, helti á hann lög úr deigl- unni, stóð og athugaði hann nokkur augnablik, kreisti hann svo í hendi 'sinni, og árangurinn varð, tveir eða þrír glitrandi gimsteinar, sem losnuðu úr honum. “Það er þá satt!” sagði Fenton. “ LMknirinn hló, siyri hrósaiidi. ‘ ‘ Nú trúið þér því, þegar þéy sjgið það með eigir, augum. ^ Eg finn til svo- innilegrar ánægju 3 fir því, að geta veitt þér þenna auð. Con- stance. Eg hefi séð hve mikið þú hefir þjáðst af þessu einmanalega lífi og ömurlee/j tiiveru í þessari eyðimörk. En nú er tíminr, koirönn til ]>e^s, að geta veitt þér 'betri og fiðeigandi verustað heima á okkar kæra Englandi. Hann hné niður á bekk, sem þar var, og Constanoe sá að það var að líða 3-fir hann. “Brennivínið,” kallaði h%n. “Sækið 1 þér það fyrir mig. Nei — verið þér hjá hon- um á meðan eg sækj það.” Hún hljóp inn í næsta herbergið. Fenton tók utan um gamfla manninn og studdi hann. Meðan hann gerði þetta, hné höfuð lækn- isins aiftur á ba'k. Hann hafði mist meðvit- undina. Fenton hnepti vestinu hans opnu, og varð þá var við þéttskrifað skjal. Hann tók það og leit á það. það var leiðbeiningin um, hvernig ætti að ná gimsteinum úr japíssteinum. Hann stakk því í vasa sinn, og leit eftir hvort hann fyndi ekki fleiri skjöl. En þar voni engin fleiri. Constance kom nú þjótandi inn. “Verið þér ekki hræddar,” sagði Fenton. “Hann er í yfirliði.” Hann leit á hana með næstum því eins fölt andlit og gamli maðurinn. Constance flagþi handlegginn um herðar föður síns og helti fáeinum brennivíns dropum inn á milli vara hans. Hann raknaði við smátt og smátt. En nú var barið hart að ytri dyrunum. “Hver er úti?” hrópaði Fenton og greip um skammbyssuna, um leið og hann hraðaði sér til dyra. “Það er eg — Daníel.” Fenton tók slagbrandinn frá dyrunum. Inn kom miðaldra maður, sjáanlega heiðar- bún. Hann var eigandi næstu ábýlisjarðar- innar. “Hvað er nú á ferðum, Daníel?” spurði Fenton. “Getur ungfrú Graham heyrt til okkar?” spurði 'hann lágt og leit í kringum sig. “Nei, hvin er í hliðarherberginu hjá lækn- inum, hann er veikur.” “Ræningjarnir,” hvíslaði Daníel. “Þeir era skamt frá okkur. Einn af okkar mönnun’ komst eftir áformi þeirra. Þeir ætla fyr>t að ráðast á mitt hús og svo á læknisins. Við erum við ]>ví búnir að taJka á móti þeim, 0g eg •kom í því skyni að fá læknirinn og dóttir hans til þriss, að koma í mitt hús.” “Hvaða ræningjaflokkur er það, sem þér væntið í kvöld?” “Það er gamli flokkurinn, sem ungi Eng- lendingurinn stjórnar, og sem svo mikið er talað um.” “Englendingur? Vita menn hver hann er?” spurði Fenton. “Það veií enginn nafn l.ans, eða neitt um hann. Tíann er sagður að vera góður maður, 0g stjóma mönnum sínum eins vel og hann getur. Þér getið að minsta kosti verið óhult- ur um líf yðar, ef þér verðið ekki fyrri til að skjóta. Og hann vill qkki að snert sé við kvenmanni, hvað þá heldur annað verra. Menn segja að hann sé göfugmenni, og að hann hafi af löngun oftir æfintýrum, en ekki peningum, — Eg veit ekki hvers vegna fliann hefir sameinast ræningjaflokknum. En það er enginn tími til að masa. Þeir geta verið hér að stundu liðinni. Komið þér með læknirinn og dóttur hans til heimilis míns. — En hvað er þetta?” spurði hann og horfði undrandi á einn af gimsteinunum, sem hafði oltið að eld- stæðinu. Fenton tó'k hann upp og athugaði hann. “Það er eitthvað, sem ungfrú Graham á,” sagÖi hann rólegur og lagði hann á arinhvlluna, “líklega algeng peria.” “Pað lítur ixt eins og gimsteinn. En seg- ið þér nú lækninum erindi mitt. Hér er ekk- ert, sem þárf að frelsa. En eg er hræddur um að tilraunir læknisins séu árangurslausar,” sagði Daniíel. “Já, það er engum efa bundið,” svaraði Fenton og gekk inn í hitt berbergið. Læknirinn sat 0g starði á eldinn með und- arliegum svip á andliti sínu. Sigurhróss svipurinn var horfinn, en í lians stað var komin vonlaus deyfð. Hann virtist ekki vita að Constance var hjá flionum, 0g leit naumast upp þegar Fenton kom inn. “Erhann betri?” spurði Fenton. iConstance hristi höfuðið, án þess að líta af föður sínum. ‘ ‘ Eg Veit það ekki. Hann Ktur svo undar- lega út. Pabbi,” sagði hún. Hr. Fenton er hér. Vilt þú ekki tala við hann?” “Daníel er í hliðarherberginu, hr.,” sagði Fenton. Við verðum að fara heim til hans.” Constance snéri sér að honum. “Gerið þér 'hann ekki hræddan,” hvíslaði Fenton. “Ræningjarnir cru á íferðum, 0g Daníel kom til að taka okkur heim til sín.” Svo sagði hann hátt: “Þér verðið*að koma með mér núna strax, læknir — sökum sökum ungfrú Graham.” v Þeim til undranar stóð garrtfli maðurinn upp með hægð og svaraði: “Já, við skulum fara. Eg er orðinn Teiður á })essum/stað — þreyttur af vonbrigðunum. I kvöld hélt eg að eg hefði gert milkla uppgötvun, en mér skjátl- aðist á seinasta augnablikiuu, Fenton. Eg hefi nú slept allri von. Við skulum fara, eg er tilbúinn. Við skulum fara aftur til Eng- lands' Þar verður barnið mitt að minsta kosti samvistum við mentað fólk af fliennar stöðU.” 'Constance varð utan við sig aif undran, hún leit af gamla manninum á Fenton. “Hvrað getur verið að honum?” stamaði hún. “Hann talar eins og tilraunin hafi mis- hepnast.” “Misfliepnast,” endurtók faðir 'hennár og hló beiskjulega. Fenton fölnaði meðan iriargar hugsanir runnu gegn um huga hans. “Hann er ekki biíinn að jafna sig en>i þá,” sagði hann. “Eða hann hefir glapið okkur og sjálfum sér sýn.” “En — eg sá steinana með mínum eigin augum,” sagði hún. Fenton hristi höfuðið og sagði: “Við verðum undir eins að fara með hann héðan. Iljálpið þér honum í ýfirhöfnina. Eg skal sækja hattinn hans. Farið þér svo með hann og ungfrúna Daníel.” Constance leiddi gamla manninn út, en * h enton var kyr. Hann tók alla gimstéinana »!/• .. 1 • timbur, fjalviður af öllum Nyjar vorubirgðir tegundum, geirettur og aU- korvar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar. Komið og sjáið vörur vorar. Vér erum ætíð glaðir að sýna þó ekkert sé keypt. The Empire Sash & Door Co. - Limited- HENRY AVE. EAST - WINNIPBG af borðinu og staikk }>eim í vasa sinn. Slökti svo eldinn og fleygði framefnunum út um glugg ann og eyðilagði öll merki um stai'f læknisins. En á því sama augnabliki flieyrði hann fótatak hesta. Hann kallaði og sagði: ‘ ‘ Dyrnar! ’ ’ Daníel þáut til dyranna, en það var of seint, fáum augnablikum síðar var herbergið fult af mönnum. Daníel og Fenton genigu strax fram fyrir læknirinn 0g Constance, og tóku upp skamm- byssur sínar. Einn ræninginn gekk út úr hópnum. Constance sá strax, að framkoma hans var öðruvísi en hinna. “Eg bið afsökunar,” sagði hann með ment- aðs manns hreimfögru rödd. “Eg hafði enga hugmynd um að vrið værum að troða okk- ur inn til hefðarstúlku. Segið mér, er hér nokkur maður, 'sem heitir Daníel?” “Eg er Daníel,” svaraði bóndinn. Ræninginn snéri sér að lionum og sagði: ‘ ‘ Það er gott. Við vorum heima lijá yður eft- ir heyi, og fengum það. En kona 3rðar varð lirædd og hélt að við hef ðum gert 3rður eitthvað ilt. Farið þér heim og lmggið hana í tilliti til þessa.” ‘ ‘ Elf e’kkert er að konu minni, þá vil eg ekki 3’firgefa þessa stúlku,” svaraði Daníel. “Þessi stúlka hefir enga ástæðu til að liríéðast. Þér ætfluðuð að fara út ungfrú?” “Þessi stúlka og faðir hennar ætluðu að fara til Melbourne með fylgiliðinu,” sagði Fenton. Ræninginn vrarð alvarlegur. “Eg er liræddur um að við höfum ollað henni óþœginda,” sagði hann . “Við mættum fylgiliðinu á leiðinni. Það er nú á leiðinni ti! Wiölls — gangandi. Við liöfum hesta 0g vagn úti. Fað re^oidi að stöðva okkur, hefði það ekki gert það, þá hefðum við ekki. skift ckkur af því. En því var ekkert ilt gert, það misti að eins hestana sína, og sá skaði ætti að gera það h^nggnara —það er alt.” Nú varð augnabliks iþögn, svo snéri hann sér að Constance: “Var það 3rður sérlega áríðandi að fara í kvöld, ungfrú?” Constance svaraði ekki, en læknirinn svar- aði fvrirhana: “.Tá, já! Tæyfið okkur að fara.” “Þið skuluð 'fá það,” svaraði ræninginn. Án þésá að ge'fa skammbyssunum nokkurn gaum, sem Daníel 0g Fenton héldu á, talaði hann fáein orð til mannanna, sein stóðu næst- ir honum. iSvo sagði 'hann: “Vagninn og hestarnir staiida yður til afnota lir. Það er það minsta, er við getum gért, sem endurbót fyrir óþægind- in sem við höfum ollað yður, og fyrir okkar ókurteisa troðning inn á heimili yðar.” Fenton og Daníel töluðu ,saman fáein augnablik, svo sagði Fenton við Constance í lágum róm: “Farið og takið með 3rður þá muni, sem þér þurfið. Þeir munu ekki gera yður neirt ilt. Ejg hefi heyrt talað um for- ingja þeirra, og eg veit að hanri er sá maður, sem má treysta. ’ ’ Phone A-6275 K O L Drumheller Lethbridge Saunders Creek American Hard Vér beiðumst aðeins að þér reynið oss með eina pöntun og erum vér þá vissir um framHald á verzlun yðar. JAMES REID Phone A-6275 301 Enderton Bldg. Aðal augnamið vort, fyrst og síðaist og alt af er ánægðir skiftavinir. Phone A-6275 KOL! KOL! vér seljum allar tegundir af KOLUM Hörðum og linum. Beztu tegund af DRUMHELLER KOLUM ’ sem þekkjast á markaðinum. Pantanir afgreiddar fljótt Thos. Jackson & Sons Skrifstofa 370 Colony St. - Símar: B 62-63 1795

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.