Lögberg - 12.01.1922, Blaðsíða 1

Lögberg - 12.01.1922, Blaðsíða 1
'MJ \ SPEIRS-PARNELL BAKINGCO. ábyrgjast yður fulla vigt, bcztu vörur fyr- ir lœgsta verð sem verið getur. R E YN IÐ Þ AÐ! TALSlMI: N6617 WINNIPEG ef ð. Það er til myndasmiður í borginni W. W. ROBSON 490 Main St. - Tals A7921 34. ARGANGUR WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 12. JANÚAR 1922 NUMER 2 MANITOBA-ÞINGIÐ VERÐUR SETT í DAG AF FYLKIS-STJORA Helztu Viðburðir Síðustu Viku Canada. A. B. McCoig, hinn nýkosni þing maður í Kent kjördæminu í Ont- ario, hefir verið skipaður senator. Kjöidæmi þetta, er því þing- mans laust, en afráðið mun vera, að 'hinn nýji verkamálaráðgjafi, Mackenzie - King stjórnarinnar, Hon. James Murdock, sæki þar um þingmensku. Quebec búar, höfðu boðið Mr. Murdock fleiri en eitt kjördæmi, en sjálfur vildi hann hvergi reyna fyrir sér, annars- staðar en í Ontario-fylki. í Kent eiga verkamenn, yfir miklu afli atkvæða að ráða, og fylgdu þeir Mr. McCoig, sem einn maður við síðustu kosningar. Má því telja nýja ráðgjafanum, sem sjálfur 'telst til hinna sameinuðu verka- mannafélaga, kosningu þar alveg vísa. Joseph John Routledge, sem <dæmdur var til dauða, af Hynd- man dómara, í Red Deer, Alberta, hinn 21 sept. s.l., fyrir að hafa myrt konu sína, og fjögur börn, hefir verið náðaður, — það er að segja dauðadóminum breytt í lífs- tíðarfangelsi. Breyting á dauða- dóm þessa manns, er komin fram •af því, að stjórninni í Ottawa, bárust í hendur vottorð frá viður- kendum sérfræðingum er bentu ótvírætt til, að maðurinn hefði verið og væri viti sínu fjær. F. J. Davie, búsettur í Winni- peg, var fyrir skömmu dæmdur í hálfs fjórða árs fangelsi, fyrir að vera kvæntur tveimur konum í senn. Blaðið Calgary Al'berta, sem verið hefir meira en lítið hlynt bændaflokknum í Alberta, og fylkisstjórninni nýjú, sem Hon. Greenfield veitir forystu, er farið að komast á þá skoðun, að hið nýja ráðaneyti, ætli ekki að verða hótinu betra en Stewart stjórnin, að því er viðkemur embætta og sýslana veitingum, með öðrum ■orðum, að flokks hagsmunir verði látnir sitja fyrir hagsmunum al- mennings, eins og því miður svo oft hafi viðgengist í liðinni tíð. í þessu sambandi minnist blaðið •á útnefningu Mr. S. S. Dunhams til réttarritara í Lethbridge dóm- þinghá og fullyrðir, að sökum þess hve maður þessi hafi unnið ikappsamlega fyrir ibændaflokk- inn í síðustu kosningum, hafi hann hlotið embættið. Af þessu «g ýmsu öðru, telur nefnt blað það sýnt, að Greenfield stjórnin ætli að gera sér gott af bitlinga- fyrirkomulaginu gamlla, þrátt fyrir öll hin fögru fyrirheit, sem gefin voru fyrir síðustu fylkis- kosningar í Alberta. Ráðgert er, að frjálslyndi flokk- urinn í Alberta fylki, kveðji til flokksþings við allra fyrstu hent- ugleika, til þess að velja sér leið- toga i stað Hon. Charles Stew- arts, sem tekist hefir á hendur ráðgjafastöðu í Mackenzie-King- stjórninni. Líklegt þykir, að Hon. J. R. Boyle muni takast á hend- ur forystuna. Nýlátin er í Cariboo, B. C., Mrs. Mary Ann Macaulay, 110 ára að aldri. Hún hélt óskertu andlegu atgerfi fram í það síðasta. Ment- unar allrar hafði hún farið á mis í æsku, var meðal annars hvorki læs né skrifandi, en til handanna var hún fram úr skarandi vel að sér og stundaði alls konar sauma svo að segja til hinztu stundar. Mrs. Macaulay var fædd að ®avona árið 1811, fjórum árum fyrir orustuna frægu við Water- f°°- Ung giftist hún Donald Macaulay, er starfaði 'í þjónustu Hudson’s Bay verzlunarfélagsins og eignuðust þau sex börn. Af peim eru nú fjögur á lífi. Mann sinn misti hún fyrir mörgum ár unl. Auk barna hennar fjögra lifa hana 18 barnaþörn og 24 barna, barnabörn. Hon. Charles Stewart, hinn nýji innanríkisráðgjafi Mackenzie King stjórnarinnar, og fyrrum stjórnarformaður í Alberta, er staddur 1 Edmonton um þessar mundir. Kiwanis félagið þar í borginni, hélt ráðgjafanum afar- fjölment fagnaðarsamsæti, þar sem margar heillaóskaræður voru fluttar. Sjálfur flutti Mr. Stewart ræðu í samkvæminu, þar sem hann lýsti yfir þvií afdráttarlaust, að hann hefði í hyggju að útvega sér þingsæti í Alberta, svo framar- lega að þess væri nokkur kostur. Kvað hann það gera mundi að- stöðu sína í stjórninni betri og geta orðið Vesturlandinu til marg- falt meiri hagsm-una. Hann tjáðist þeirrar skoðunar, að hin nýja sambandsstjórn mundi gera alt, sem í hennar valdi stæði til að flýta fyrir því, að Sléttufylkin fengju umráð yfir náttúruauð- æfum sínum, enda væri meira en mál til þess komið, að úr Jjeirri flækju yrði greitt. Einnig sagðist Mr. Stewart geta fullvissað íbúa Vesturlandsins um það, að ástand járnbrautarmálanna yrði tekið til rækilegrar íhugunar hið bráð- asta, og flutningsgjöld og far- þegar lækkpð að mun. Mr. Stewart kvað stjórnina vænta góðrar sam- vinhu frá hálfu bændaflokksins, enda gæti tæpast örðuvisi farið, þar sem stefnuskrá frjálslynda- flokksins, og bændaflokksins stefndu í öllum mleginatrium í sömu éttina. Mr. F. T. Congdon sá er sótti um þingmensku undir merkjum frjálslynda flokksins lí Yukon, en beið lægri hlut, er staddur í Ottawa um þessar mundir, til þess að skýra fyrir nýju stjórninni hin ýmsu umbótamál héraðs síns, sem krefjast stuðni'ngs af almanna fé; einkum taldi Mr. Congdon brýna þörf á auknum vegabótum. Hann lét og í ljós þá skoðun sína, ag silfur námurnar í kring um Mayo mundu ver þær auðugustu í heimi. Nýlátinn er :í Toronto, fyrrum borgarstjóri Jóseph Oliver, nær sjötugur að aldri. Aukakosning til fylkisþingsins í Ontario fer fram innan skamms í Kingston kjördæminu. ping- sæti þetta losnaði með þeim hætti, að Brig. Gen. A. E. Ross, sá er þingmensku gegndi fyrir kjör- dæmið, sagði af sér, til þess að sækja um kosningu til sambands- þings, undir merkjum afturhalds- flokksins. Sagt er að bændur og verkamenn ætli sér, að útnefna í sameiningu þingmansefni, jafn- framt því, sem sjálfsagt þykir að frjálslyndi flokkurinn, rnuni einnig fylkja sér utan um mann úr sínum hópi. Sir George Perley, sem verið hefir umboðsmaður Canada- stjórnar í Lundúnum undanfarin ár, hefir nú látið af því embætti, og leggur af stað til Canada hinn 21. þ.m.— pað verður því eitt af næstu verkum Mackenzie King ótjórnarinnar, að velja eftirmann Perley’s ií þessa þýðingamiklu stöðu. Á fundi, sem prestar mótmæl- enda kirknanna héldu í Montreal fyrir nokkru, var samþykt áskoran til Hon. W. L. Mackenzie King forsætisráðgjafa í Canada, um að stjórnin legði fram einhverja fjárupphæð, til líknar munaðar- lausum og hungruðum börnum á Rússlandi. Blaðið Edmonton Bulletin, sem Hon. Frank Oliver ræður, að mestu leyti ,kveðst þeirra skoð- anar, að frjálslyndir kjósendur í Grenville, Ont., breyttu fallega með því, að útnefna ekkert þing- mannaefni, til höfuðs Hon. Arthur Meighen, er þar sækir um þingmensku. Nefnt blað, telur frjálslyndu stjórnina i Ottawa í engri hættu, að því er þingfylgi áhrærir, og telur það mundi mæl- ast vel fyrir, að láta Mr. Meigh.en afskiftalausann við aukakosningu þá, sem í hönd fer. Blaðið viður- kennir fyllilega þingmensku hæfi- leika, Mr. Meighen’s, og telur fulla þörf á, sem flestum mönn- um á þing með æfingu að baki sér. Hver svo sem afstaða frjáls- lynda flokksins verður, til þessara aukakosningar, þá mun mega víst telja, að bændaflokkurinn, út- nefnir mann til þess, að sækja gegn Mr. Meighen. Ýms austan blöðin fluttu þær fregnir nýlega, að sumir leiðandi sambandsþingmenn frá Quebec, hefðu í hyggju, þegar á þing kæmi í vetur, að greiða veg, enskum orðum og titlum inn í Canada. — Hon. Ernest Lapointe, hinn nýji flota og fiskiveiða ráðgjafi sambandsstjórnarinnar, og þing- maður fyrir East Quebec kjör- dæmið, telur þetta kviksögur einar; kveðst sjálfur vera ein- dregið á móti titlaplástrum, og sama rnuni mega segja um frjáls- lynda flokkinn yfirleitt. peir Hon. Greenfield, yfirráð- gjafi í Allberta og Brownley dóms- málastjóri, ása.nt Hon. Dunning, sem fulltrúi stjórnarinnar í Sask- atchewan sátu fyrir skömmu fund með Norrisstjórninni í Manitoba til þes að ræða um, ýms velferðar- mál, sem viðkoma jafnt sléttu- fylkjunum öllum. Af opinberri yfirlýsingu, sem Hon. T. C. Norris gaf út, að loknum fundi, má sjá að eining hefir þar ríkt, að því er öll megin málin snertir, svo sem- um aukið samræmi í löggjöf fylkjanna, og eins um kröfur þeirra til þess að fá full umráð yfir náttúruauðæfum sínum. Talið er víst, að hin nýja, frjálslynda Ottawa stjórn, muni hrinda þessu margumrædda vel- ferðamáli sléttufylkjanna í fram- kvæmd, eins fljótt og frekast má verða. Samkvæmt skýrslu frá hag- stofu Canada stjórnar, er sýnir fólksfjölda í hinum ýmsu fylkjum má ráða, að við næsta kjördæma skipun landsins, muni Vestur- landinu bætast fimtán þingsæti, er þannig jafnist niður á fylkin; Manitoba, 2; Alberta, 4; Sask- atchewan 7 og British Columbia 2. an bankann þar í borginni, sem kunnugt er. Fyrverandi féhirðir bankans, Mr. F. C. Heaton, er einn þeirra, sem sakaður hefir verið um fjár- drátt. Við réttarhöldin, hefir hann lýst yfir því, að hann væri öldung- is saklaus af ákærum þessum, en viðurkendi jafnframt, að banka- stjórinn, Mr. H. K. Hagan, hefði látið breyta bókum bankans eftir vild, og þar með komið í veg fyrir að hið sama ást’and bankans, gæfi komið í ljós, jafnvel við samvizku- samlega yfirskoðun. Banki þessi stóð í nánu sambandi við, Non - Partisan klíkuna nafnkunnu, sem hrundið var af stóli í North Dakota, fyrir nokkru. George Wharton Pepper, lög- maður í Philadelphia, hefir verið skipaður Senator í stað, Bois Penrose, sem látinri er fyrir skömmu. Útnefning þessi, gildir aðeins fyrir þa ., sem eftir var af kjörtímabilinu, þegar Mr. Penrose féll frá. Bretland tók Dail að ræða og Eng- Bandaríkin. Dómsmálaráðgjafi Bandarík- janna Daugherty hefir fyrirsJcipað opinbera rannsókn, á verði ldfs- nauðsynja, svo sem matvælum, fatnaði, og eldsneyti, er hann telur óhæfilega hátt. Nýlátinn er að heimili sínu í Jacksonville, Florida, Col. Henry Wattersen, nafnfrægur blaða- maður, þektur út um allan heim undir nafninu, “Marse Henry”. Hann var, þvínær áttatíu og tveggja ára að aldri. Á síðustu porláksmessu, leysti Harding forseti, jafnaðarmanna leiðtogann nafnkunnaEugene V. Debs, úr varðhaldi, ásamt tuttugu og þremum skoðanabræðrum hans. Fellibylur varð átta negrum, einum hvítum manni að bana, fyrir skömmu í Arkansas. — Webster Thayer dómari, hefir neitað um nýja rannsókn í morð- máli þeirra, Nicola Sacco, og Barlotomer Vanyetti, canmunist- anna, sem dæmdir voru nýlega til lífláts. Senator McCormick, forseti i þingnefndar þeirrar, sem verið hefir að rannsaka ástandið í Santo Domingo, og Haiti, skýrir opinberlega frá því, að góð regla megi heita á öllu í löndum þessum en þó sé nauðsynlegt að hafa Amerískan her þar fyrst um sinn. Stofnað er í New-York, póli- tískur verkamannaflokkur, sem það hefir á stefnuskrá sinni, að gerbreyta grundvallar lögum hins Ameríska lýðveldis, og stofna ríkjasamband, er stjórnað verði eingöngu af verkamanna - leiðtog- um þeim, er lengst vilja ganga í breytingaáttina. Fregnir frá Washington segja, að sökum hinnar miklu breyt- ingu, sem Soviet stjórnin á Rúss- iandi, sé þegar búin að gera á stjórnarfarinu, einkum að því er fjármálunum viðkemur, þar sem hún meðal annars, hefir undir- gengist að viðurkenna utanríkis- skuldir þjóðarinnar, er talið lík- legt að viðskiftasamband milli Bandaríkjanna og Rússlands, komist á S náinni framtíð. Réttarhöld standa yfir um þessar mundir í Fargo, N. Dak., í bandi við Scandinavian - Americ- Arthur Griffith, stjórnarform. Michael Collins, fjármálaráðh. George G. Duffy, utanríkisráðh. Eamon J. Duggan, innanríkisráðh. William T. Cosgrove, local gov. Bryan O’Higgins, tollmálaráðh. Richard Mulcahy, hermáiaráðh. Sagt er, að stjórnin á Englandi hafi þegar skipað nefnd manna undir forystu Winston Churchill lávarðar, til þess frá Englendinga hálfu að búa undir aðskilnað þann á málum íra og Englend- inga, sem ákveðinn er í friðar- samningunum. ata A Hvaðanœfa. Hinn 7 þ. m., lezt í Stockholmi Harold Hjörne, einn af nafn- kunnustu isagnariturum Svía, á hinum síðari áratugum. Verkfall stendur yfir í Trans- vaal af hálfu manna þeirra, er í gull og kolanámum vinna Orsökin talin að vera krafa námueigend- anna, um kauplækkun vinnulýðs síns. priðja þessa máaðar Ereann aftur til þess samninginn á milli íra lendinga og stóðu flokkarnir mjög svipað að vígi, og þeir gerðu þegar þinghlé var veitt fyrir' jólin. Báðar hliðar — það er, hlið sú sem andmælti samningunum og vildi fella þá, undir forystu lýð- veldis forsetans írska, De. Valera, og hin, sú, sem barðist fyrir því, að samningarnir yrðu samþyktir undir forystu !h'firra Griffiths og Colins, sottú &art og óvægið fram, og sóttu og vörðu málið, af allmikilli beiskju. pað sem á milli bar, var aðal- lega það, að de Valera, sagði að samningarnir fullnægðu ekki frelsis þrá Ira, þeir gætu því ekki orðið varanlegur grundvöll- ur til friðar, — írar vvildu ekkert — ættu ekki, að samþykkja neitt, sem ekki veitti þjóðinni fult sjálf- stæði. Bar fram breytingu við samn- ingana* sem fór fram á, að Irland gengi i samband við Breta sem sérstök og sjálfstæð, og óháð sambandsþjóð. Sjálfur sagðist hann aldrei ætla, og aldrei skyldi sverja Bretakonungi hollustueið', —vildi heldur láta lífið. Á laugardaginn var, sagði de Valera af sér forsetastöðunni, og tilkynti, að ráðuneyti sitt gerði slíkt hið sama, ætlaðist víst til, að það mundi verða tekið til með- ferðar, og afgreitt áður en gengið yrði til atkvæða um samningana og að þetta tiltæki mundi 'hafa áhrif á þá atkvæðagreiðslu. En sýnt var fram á að afsögn de Valera og ráðuneytis hans gæti ekki haft forgangsrétt fyrir hinu málinu — kæmi því alls ekkert við, og leit þingforsetinn sjálfur svo á; var því gengið til atkvæða um samninginn, eins og sagt hefir verið, eftir miðjan dag á laugardaginn, og var hann samþyktur með sjö atkvæðum og er því nú orðinn löghelgaður. En þótt samningur þessi sé þannig orðinn að lögum, þá samt er ekki innbyrðisfriður fenginn, því alveg er víst, að eitthvert brot fylgir de Valera að málum og heldur ófriðnum og óánægj- unni í garð Englendinga gang- andi, en hvað stórt það er, leiðir tíminn í ljós, eða hve afkasta- mikill sá hluti íra verður í þá átt. Á mánudaginn var, var afsögn de Válera sem lýðveldisforseta og stjórnarformanns tekin til umræðu og var hún útkljáð á þann hátt, að upp á honum var stungið í þinginu til þess að halda áfram stjórnarformenskunni, sem meinti ekkert annað en uppreist á móti samþyktinni, sem gerð var á iþví sama þingi út af friðar- samningunum við England, ef sú uppástunga hefði verið sam- þykt. Stungið var líka upp á Arthur Griffith og hlaut 'hann 60 atkvæði en de Valera að eins 58 og féll þannig fyrir tveggja at- kvæða meirihluta, og e'r því ír- land nú sem stendur, án forseta. En bráðabirgða stjórn varkosin og eru i henni þessir: Um miðja næstu viku, hefst í borginni Cannes, fundur fjármála fræðinga frá flestum hinna stærri ríkja. Tilgangur fundarins, sem kvatt hefir verið til, af Briand forsætisráðgjafa Frakka, er sagður að vera sá, að reyna að koma á meiri jöfnuði i peninga- gengi, og endurvekja traust í viðskiftum, meðal hinna ýmsu þjóða. pjóðverjum, hefir verið boðið að senda fulltrúa á stefnu þessa. f f t f ❖ f ! Hið Gamla og Nýja ár. Eg vaki hér aleinn og alter hljótt Og örmum imig vefur hinn dimma nótt. Eg tel hverja mínútu að miðnæturstund Og mæni út í húm og festi ei blund. Eg bíð til að grafa hið gamla ár; Að grafa þess þrautir og sorga-tár; Að skrýða það kveðjunnar harma hjúp Og henda því öllu 1 gleymskunnar djúp. pað rétti mér stundum hin brosandi blóm, Er fblöktu um stund, en urðu svo hjóm; Og' stundum það jók mér þrek og þor Við þrautir að stríða; og ljóssins vor Úr skuggum þá reisti mér ljómandi lönd Og lýsti mér veginn með ástvina hönd. En svo eru skuggar, sem skrá þess leið, Og skyggja á sérhverja braut, sem var heið; Og þess vegna gref eg þig, gamla ár, Með gleði, og öll þín sorga -tár. Eg heilsa þér, drotning, hið ókomna ár, Með eldinn í barmi og gullhlað um brár. pú kemur að vekja hér dáðir og dug, Og dreifa hér svefni og kjarkleysi á bug. ó, leystu hvern fjötur, sem fátækur ber, Og frelsaðu sérhvern, sem hungursneyð sker. Hvert land á sitt auðvald og okrara sveit, Sem engin bæn hrífur, né tárin heit; Og þar er þitt verk, ó, vonanna tíð, Að vernda þau hugtök sem finnur blíð, Og vekja hér samvinnu og samúðarhug, En sérhverju steinhjarta víkja á bug. pó kuldi hér nísti og næðinga haust, pá nýtur sín ávalt hin vonglaða raust, Sem færir oss hugdirfð að hörfa ei frá pví hámarki, er ætlum í framtíð að ná; Svo við stefnum í vindinn og hirðum ei hót, pó hríðar og andstreymi blási í mót; Og því vil eg fagna þér, unga ár, Með eldinn í barmi og gullhlað um brár. Bergþór Emil Johnson. x f x ❖ \ 'w* "y 5 f f ❖ f f f ❖ f f f ❖ f f Dr. Traugott von Jagow, fyrr- um lögreglustjóri í Berlín, hefir verið dæmdur til fimm ára fang- elsisvistar, fyrir a® hafa verið viðriðinn við Kapp stjórnarbylt- inguna í marzmánuði árið 1920. Tveir af helztu fylgismönnum Said Zagloul Pasha, foringja Nationalistanna á Egyptalandi, voru skotnir til bana í uppþoti, er út af því reis, að brezk stjórn- arvöld bönnuðu Zagloul frekari afskifti af stjórnmálum, og skipuðu honum að hypja sig á brott úr Cairo. Hinn 24 f. m., sendu Bretar tvö herskip til Egyptalands, til þess að bæla niður uppreistir og ofstopa lýðveldissinna. Tveir menn biðu bana og tuttugu særðust í uppþoti í borginni Cairo, sem átti sér stað milli jóla og ný- árs. Sovietstjórnin á Rússlandi, hefir gengið inná að fá líknar- nefnd Bandaríkjanna, sem umsjá hefir með líknarstarfseminni í Volga héruðunum, $ 10,000,000, gulls til umráða í sambandi við innkaup á vistum. Stjórnin í Peruvíu hefir boðist til að miðla málum milli Bolivíu og Chile út af Tacna og Arica héruðunum. i Franska stjórnin hefir í einu 1 hljóði, fallist á kröfu sendinefnd- arinnar frönsku á Washington fundinum um 90,000 smálestir af n eð a n s j áf ar b átum. Námsskeið Búnaðarfélags tslands. Búnaðarfélagið hélt námsskeið í Reykjavík um mánaðamótin nóv. og des. síðastl., segir Vísir, og voru þar um 20 nemendur víðs- vegar af landimu, og eiga þeir að annast eftirlit með fóðurbirgðafé- er ‘púfnabaninn’ hefði rifið sund- ur í sumar við Reykjavík. Talaði hann séstaklega um tilbúinn á- burð og notkun grasfræs. — Pétur Hjaltsted lýsti reynslu sinni í notkun síldar og fisk-úrgangs til áburðar. Hvatti hann til að ®á grasfræi og spara það ekki, ef ... , . . . , . það fengist gott. — Grímúlfur Ól- logum þeim, sem stofnuð hafa ver- , . , .. ,, ,__. , i afsson talaði um ræktun bæiar- , i landsins, hvatti til að nota þetta reglugerð, er Bunaðarfélagið hef- fJjótvirka verkfæri> “púfnaban. ir «amrð' Kennarar voru Sigurð- ann„ ^ að koma á f6t smábýlis. ur Sigurðsson ráounautur, Teodor , , , . , . , , . , ? -v. buskap i bæjarlandinu og grend- A Kiornorcmn vo Aiino ntnv* arr Arnbjarnarson ráðunautur pg Magnús Einarsson dýralæknir.. En fyrirlestra héldu þeir Sigurð- I inni. — Guðjón Guðlaugsson fann að því, að Jarðræktarfélagið hefði eigi reynt að koma á samvinnu um ur Sigurðsson forseU, Valtyr Stef- girðingar skurðagröft. Væri ansson, Einar Helgason, Ragnar. hvorutev ja mjög ábótavant. _ Asgeirsson og Jon porbergsson a Jón porláksson þakkaði formanni Bessastoðum. erindi og lagði til að félags- Nokkur bændanamsskeið ætlar stjórnin léti enta efta vélrita Bunaðarfélagið að halda í vetur. erindið Qg útbýta meðal félags. Hrð fyrsta var haldrð a Grjotar- manna Tajaði um þörfina & að eyn i Fljotshhð 9-14 desember, ka landið. _ Gísli Guðmund3. og kennarar þar: Valtyr Stefans-, gon benti ,á nýja og handhæga að. son, Ragnar Ásgeirsson, Jón por- bergsson og Koefod-Hansen. Ann- að námsskeið var við ölvesarár- brú 16.-24. desember. En eftir nýárið verða námsskedð í Eyja- firði, Skagafirði og Húnavatns- sýslu og fara þeir ráðunautarnir Valtýr og Teódór norður. Loks verður eitt námsskeið á Snæfells- ferð til að rannsaka bakteríulíf í jarðveginum og hvatti hann til að það yrði gert sem fyrst. Sú rann- sókn gæti gefið góðar bendingar um hvernig haga bæri ræktun- inni. Frú Annna pórarinsdóttir, kona nesi og fara þangað Sigurður ráðu-] Kristjáns Jónss0nar hæstaréttar Frá Islandi. Læknarnir Steingrímur Matth- íasson og Jónas Kristjánsson ætla að fara vestur um haf bráðlega og dvelja í New York í vetur. Undanfarna daga hafa þessir botnvörpungar selt afla sinn á Englandi: Vínland 749 sterlings pund, Geir 786, Kári 90C1, Walpole 630 og BelgauWi 1130 sterlings- pund. Sala þessi er heldur skárri en var um fyrri helgi, en þó langt frá því að vera viðunanleg. 100 þúsundum eru menn búnir að skrifa sig fyrir i bæjarláninu. Voru 500 þús. boðnar út, og þarf bærinn á öllu því fé að halda, og ættu því þeir, sem eiga handbært fé, að kaupa skuldabréf bæjarins. vextirnir eru hærri en annars- staðar. nautur og Ragnar Ásgeirsson. Snjóflóð á Augturlandi. Snjóflóðið, sem áður var sagt frá lí Vísi að fallið hefði í Brúna- vík eystra, hafði ekki fallið þ^r. “Austurland” segir svo frá: “í ofsaveðrinu á mánudaginn (31.okt.) vildi til það slys að mað- ur og 22 kindur fóru á sjó út í snjóflóði í Svínavík 'í Borgarfirði. Var svo mál með vexti, að bóndinn í Breiðuvík átti fé, er gekk úti i Svínavík þessari. Er veðrið versn- aði fór hann af stað með vinnu- pilti sínum, er Einar hét Einars- son að leita fjárins. Fundu þeir það í þröngum bás við sjóinn og hugðust að reka það upp kleif eina. En er féð var komið upp í kleifina, tók sig upp snjóflóð efstj í fjallinu, er tók Einar og 22 kind- ur út á sjó. Nokkru síðar rak lík Einars. — í Njarðvík í Borgp/- firði hljóp einnig snjóflóð, er braut nokkra símastaura. Var brim í Njairðvík svo mikið, að út tók tvo báta, er taldir voru á ör- uggum stað.” Jarðræktarfélag Reykjavíkur hélt fund sinn í gærkveldi, segir Vísir 30. nóv.. — Formaður, Einar Helgason talaði um jarðræktar- dómstjóra, andaðist kl. 8 í gær- kveldi (4. des.) 69 ára gömul. Hún hafði verið heiilsulítil undanfarna mánuði. Frú Anna sáluga var dóttir pórarins prófasts Böðvars- sonar í Görðum og systir Jóns fræðslumálastjóra. Hún var orð- lögð ágætiskona.—Vísir. (Eftir Degi 5. til 26. nóv.) Látin er á Vopnafirði 29. f. m. frú Vilhelmína Pálsdóttir, móðir Hallgr. Einarssonar myndaskiiðs hér í bænum. Jarðarförin fer fram á Akureyri. Skemdir urðu á vélbátum Höfð- hverfinga og Hríseyinga hér á höfninni síðastl. miðvikudag. Bát- arnir komu þann dag hingað inn eftir og hafði að minsta kosti einn þeirra meðferðis 20' skippund af saltfiski. Autt var við Odd- eyrartangann, en fiskieigendum þótti langt að aka fiskinum \ aðan á ákvörðunarstað og freistuðu að komast inn að Torfunefsbryggju, en Pollurinn var lagður nýrendum ís. Lögðu bátarnir á ísinn og brutu sér leið upp að bryggju. En svo fóru leikar, að göt skárust á tvo þeirra og sökk báturinn með fiskinum við Ibryggjuna. priðji báturinn skemdist til muna. Gunnlaugur Tr. Jónsson, fyrr- vinnu næsta vor, og lýsti skoðun j um ritstjóri Heimskringlu, er ráð- sinni á því hvernig heppilegast. inn ritstjóri “lslendings” á Akur- mundi að haga ræktun lands þess eyri frá næstu áramótum. >

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.