Lögberg - 12.01.1922, Blaðsíða 4

Lögberg - 12.01.1922, Blaðsíða 4
Bls. 4 LööBERGr, FIMTUDAGrlNN 12. JANÚAR 1922 ITcigberg Gefið út hvem Fimtudag af Tbe Col- umbia Press, Ltd.,tCor. William Ave. & Sherbrook Str.. Winnipeg, Man. Talsimari N-6327 «6 N-6328 Jón J. Bíldfell, Editor (Jtanáskríft til btaSsins: TffE COIUMBIA PRESS, Ltd., Box 3171, Winnipeg, ^arj. Utanáskríft rítstjórans: EDITOR LOCBERC, Box 3171 Winnipeg, Man. The “LOgberg" ls printed and published by The Columbla Press, Llmited, ln the Columbia Block, 853 to 867 Sherbrooke Street, Wlnnlpeg, Manitoba. Yfirlit ársins 1921. IV. FrakJcland. Ekkert land í lieimi átti nm eins sárt a5 binda eftir stríðið og Frakkland. Og ef til vill var engin þjóð í heimi eins fær um að stand- ast áverkana, éins og Frakkar. Þeir litu yfir stór svæði af landi sínu í rústum, 290,000 húsa sem voru skemd að meiru og minna leyti, og 300,000 gjöreyðilögð; 20,603 verkstæði, sem voni eyðilögð og með þeim 35 prct af sykur- framleiðlu landsmanna, 50 pret. af kolafram- leiðslu, 63 prct. af stál framleiðslu, 81 prct. af tóvinnu framleiðslu, 92 prct. af jám fram- leiðslu Fakka, og sýnin skar þá í hjartastað, því Frökkum er land sitt meira en málmar og 'kol, meira en engi og akrar, rneim en hús og hallir, meira en auður þess og afkoma. Það er partur af sjálfum þeim, eða, réttara sagt, þeir lera óaðskiljanlegur partur þess—samgrónir því svo innilega, að þir eru hryggir í sorg þess og mótgangi, en glaðir í velgengni þess. Engin þjóð í heimi hefði líkl'ega getað grætt landið, bygt brýr, bæi, jámbrautir, verk- stæði og atvinnuvegi landsins eins fljótt aftur og Frakkar, því fáar eða engin þjóð hefði lagt eins mikið á sig eins og þeir hafa gert. Við enda ársins 1918 voru allar þessar 20,603 verksmiðjur mannlausar og þögular; við lok ársins 1919 voru um 10 prct. af vinnu- krafti þeim, sem í verkstæðunum unnu, tekinn til starfa aftur. En við áramótin 1921 var um helmingur mannafla þess, er áður vann í verk- smiðjum, farinn að vinna, og af því geta menn ráðið hve þýðingarmikið þetta síðastliðna ár hefir verið Frökkum á því sviði. Frakkar hafa á þessu síðasta ári og árum þeim, sem liðin eru síðan stríðinu lauk, lyft stærra Grettistaki en þekst hefir áður í sögu mannanna. Fjámiál Frakka eru í slæmu ástandi eins og gefur að skilja með öllum þessum óskapa útgjöldum, sem þ.jóðin verður að mæta. Út- gjöld Frakka í næstkomandi tíu ár eru 8,000 milj. franka á ári til endurbóta á hersvæðinu, 2,000 milj. franka á ári í tíu ár vextir af lánum, sem þeir hafa nú tekið til endurreisnar, 4,000 milj. franka á ári til styrktar hermönnum eins lengi og þeir þurtfa þess með,- sem gjöri til sam- ans 14,000 miljónir franka. Við það bætast hin vanalegu útgjöld þjóðarinnar, og sýndu þau 2,000 miljón franka tekjuhalla á þessu síðast- liðna ári. Til þess að mæta öllum þessum óskaplegu útgjöldum, reiða Frakkar sig náttúrlega á skaðabótafé það, sem Þjóðverja hafa lofast til að borga þeim sem nemur 68,640 miljónum þýzkra marka. En borgun sú, sem Frakkar áttu að fá á þessu ári, nemur 26,000 miljónum marka, eða eftir núverandi gangveði 47,000 milj. franka. Þessi upphæð átti að greiðast í maí og nóvember. Maí borguninni var mætt, en þeirri í nóvember ekki. En þó þetta skaðabótafé sé allmikið og þó það borgist, sem engan veginn er víst, þá er ekki gott að sjá hvernig Frakkar ætla að fara að verjast fjármála vandræðum, þegar fram í sækir, með þau ægilegu útgjöld, sem þeir verða að mæta. Við þessa erfiðleika í fjármálum bætist ein- stæðingsskapur Frakka. Þjóðin má heita að hafa verið einangruð á árinu, og leynir það sér ekki í blöðum og ritum hennar, að hún hefir fundið til þess. Með Þýzkaland óvinveitt, Bandaríkin köld og afskiftalaus, England að færast fjær, eftir því sem fleiri mánuðir ársins liðu, finnur Frakkland sárt til einstæðings- skapar síns og því varla að furða sig á, þó þeir vilji fara hægt í að minka her sinn fyr en þeir na tryggu sambandi við' einhverja af stór- þjóðunum, sem þeir geta treyst. Stjórnarskifti urðu á Frakklandi á árinu. Forsætisáðherra Legues var gefið það að sök, að hann gengi of slælega til verks við skaða- bóta samningana við Þjóðverja. Eftir nokkr- ar tilraunir tókst Astride Briand að mynda ráðuneyti og hefir hann haldið embættinu alt til þessa. Fund mikinn héldu verkamenn á Frakk- landi 25. marz 1921, og leiddu þar saman hesta sína sósíalista og communista flokkamir anr«- ars vegar, en hinir íhaldssamari verkamenn hins vegar. Úrslitin urðu þau, að hinir fj-r- nefndu urðu í minnihluta. V. Þýzkaland. Þýzkaland var á meðal landa þeirra, sem slapp nálega alveg vdð skemdir á stríðsárunum, og þó þjóðin hafi orðið að líða mikið við stríð- ið, þá samt bjuggust menn við að hún mundi ná sér fljótt eftir það. En svo hefir þó ekki farið, því þó iðnaður innanlands hafi staðið að sumu leyti í blóma, sem er að þakka því, að Þjóðverjar geta framj§itt ódýrara eu aðrir, og. þar af leiðandi hafi vihna verið næg í landinu, þá er fjárhagur þjóðarinar í ægilegu ástandi. í ársbyrjun 1921 er skuld Þjóðverja talin vera 300000 miljónir marka, eða um 75,000 milj. doll, og er það um $1,104 á hvert manns- barn í landinu. Við þetta bættist hinn vana- legi stjómarkostnaður, sem síðastliðið ár nam 87,500 milj. marka, en þar í eru talin 26,000 miljón mörk sem þeir voru búnir að lofa að borga sambandsþjóðunum í skaðabætur 1. maí, en ekki 106,000 miljón mörk, sem þá voru ekki fallin í gjalddaga af skaðabótafénu. Svo alt það, sem Þjóðverjr skulda nú, má telja skuld- ina eins og hún var við áramótin, 300,000 milj. mörk. Skaðabótakröfu samherja, sem ekki var tekin með í útgjalda áætlun stjórnarinnar, 106,000 milj. mörk og tekjuhalli stjómarinnar, 38,000 milj. mörk—alls 444,000 milj. mörk, eða 111,000 miljónir dollara. Allmikið af þessum skuldum liggur í skulda- bréfum með ríkisábyrgð, sem stjóroin hefir selt heima fyrir; sú upphæð nemur meira en 240,000 milj .marka. En það er lfka skuld, sem þarf að borgast, ef þjóðin á ekki að verða gjaldþrota. Menn munu nú máske segja, að þjóðin geti íddrei borgað þetta. Það sagði Fehrenbach- stjórnin á Þýzklandi líka, þegar samherjar kröfðust skaðabótanna af Þjóðverjum í síðast- liðnum marzmánuði og Frakkar voru albúnir að fara með her inn í Þýzkaland. En Fehren- bachstjómin féll og önnur var mynduð undir forystu Josephs Wirth, og samþykti bæði sú stjórn og ríkisdagurinn skaðabótakröfuna. Tvent liggur auðsjáanlega fyrir Þjóðverj- um. Annað hvort að gefast upp og afhenda skuldheimtumönnum sínum eignir ríkisins og óðul feðra sinna, eða að vinna, spara og fram- leiða meira og betur en sú þjóð hefir nokkum tíma gjört áður, og erum vér ekki í neinum vafa um hvom kostinn þeir velja sér. Þýzkaland er auðugt land, og Þjóðverjar era duglegir og hagsýnir menn. Til dæmis gaf ekra af landi á þýzkalandi helmingi meira af sér af hveiti, rúgi, byggi og höfram heldur en í Bandaríkjunum og nærri þriðjungi meira heldur en hún gaf af sér í Frakklandi, í Austurríki og á Ungverjalandi; og ástæðan var, að Þjóðverjar vom lengra komnir áfram í landbúnaðarfræðinni, en aðrir. Og með nýj- um aðferðum við landbúað juku þeir rúgfram- leiðslu sína frá árinu 1880 úr 4,952,525 tonum, sem hún þá var, upp í 12,222,394 tonn árið 1913 án þess að bæta sem nokkru nam við af nýju landi. Nokkrar óeyrðir urðu á Þýzkalandi á ár- inu. Sósíalistar og Bolshevikimenn reyndu til þess að ná yfirtökum og setja upp commúnista- eða bolsheviki stjórn, en tókst það ekki, og virðast þeir nú vera farair mjög að dofna og missa von um, að þeir geti náð völdum þar í landi. Keisara sinnar gerðu og ákveðna tíl- raum til þess að stofn aftur keisarastjórn á Þýzkalandi, en urðu að sleppa þeirri hugmynd að minsta kosti fyrst um sinn, því stjórnin var ákveðin á móti og herlið hennar trútt. Telja má það með merkisviðburðum, að í Prússlandi, þar sem ríkiskirkja hefir verið í Janga tíð, var ríki og kirkja löglega aðskilin síð- astliðinn september, og tóku umboðsmenn safn- aðarlýðs prótestantisku kirkjunnar að sér.um- sjón á kirkjum og kirkjueignum. Friðarsamningurinn við Bandaríkin var formlega samþyktur í ríkisdeginum 30. sept- . ember síðastliðinn og greiddu flestir þingmenn atkvæði með samningnum. Þó voru nokkrir af allra svæsnustu sósíalistum, sem greiddu at- kvæði á móti. A meðal þeirra var Dr. Karl Helfferich, Count von Westrap og liðsforingi von Galhvitz gengu út áður en atkvæði fóra fram. VI. Rússland. Það er enginn hægðarleikur að gefa skýrt yfirlit yfir viðburði ársins nýliðna á Rúss- iandi, því Rússland hefir verið og er nú í raun og sannleika landið myrka. En svo mikið veit maður um það, sem þar hefir farið fram og er að fara fram, að mvndin verður alt annað en glæsileg. Það var við áramót 1820 og 1921, eða rétt fyrir þau, að Wrangel hershöfðingi gjörði til- raun með því liði, sem hann þá hafði, til þess að fella Soviet stjórnina og bæla niður rauðu hreyfinguna svonefndu, eða yfirgang- bolshe- vika á Rússlandi. En, eins og kunnugt er, mishepnaðist það, og með þeirri tilraun var mótspyrau gegn bolsheviki stjórainni og kenn- ingum þess flokks, lokið, það er að segja að því er Rússa sjálfa snertir. Ekki er þó svo að skilja, að Rússar alment séu búnir að sætta sig við það fyrirkomulag, heldur hefir nú, þeg- ar enginn hluti þjóðarinnar hefir þrek til þess að berjast með vopnum gegn þeim sem málun- um ráða, verið myndað svo öflugt spæjara fyr- irkomulag, að hvar í Rússlandi sm einhver dirfist að tala á móti stjórninni, eða eggja með- landa sína til mótþróa við kenningar hennar, þá er það bráðlega komið til eyma miðstjórn- arinnar í Moscow og maðurinn, eða mennirair boðaðir á fund yfirvaldanna. Svo gera þeir það aldrei aftur. Communista fyrirkoniujlagið á Rússlandi hefir kollvarpast á árinu. Astæðuraar fyrir Jiví eru þær sömu og fjölda margir menn sáu í byrjun og hafa bent á. Skortur á fram- leiðslu, uppskerubrestur á því, sem reynt var að framleiða í ýmsum plássum, svo efni þjóð- arinnar gengu til þurðar og fólkið hrundi niður í þúsunda tali í sumum héruðum, þar sem nú við áramótin menn hafa ekki við að grafa fólk- ið, sem daglega deyr. Þessar alvarlegu kringumstæður og svo hitt, hve Sovíetstjóminni gekk illa að ná verzl- unarsamböndum við aðrar þjóðir, mun hafa ráðið méstu um það1, að Lenine s'kifti um stefnu í stjómmálunum og lýsti yfir því í’ ágústmánuði síðastl. að eftir 12. þess mánaðar yrðu póstsendingar og bréf ekki flutt endur- gjaldslaust; þeir, sem ferðuðust með jámbraut- um yrðu að borga; að verkafólk — það er all- ir — yrðu að borga fyrir verkfæri sín, borga leigu fyrir hús þau, sem það byggi í, — í einu orði: borga fyrir öll þægindi, sem það þyrfti á halda og peninga kostaði að framleiða, eins og fólk gerir í öllum öðrum löndum. Einkaleyfi á iðnaðar fyrirtækjum hafa verið veitt útlend- um fjármálamönnum og stjómin á Rússlandi hefir samþykt að borga það sem Rússar skuld- uðu öðrum þjóðum fyrir árið 1914. 1 júlímánuði var Sovet stjóminni farið að ofbjóða svo ástandið heima fyrir, að hún kall- aði á þjóðirnar sér til hjálpar, kvað þá vera tíu miljónir manns innan Rússlands, sem ekkert lægi fyrir annað en að deyja úr hungri, og að kólera geysaði víða um héruð. Yel urðu þjóðiraar við þessari áskorun Rússa. 1 Evrópu lét Dr. Friðþjófur Nansen sig þetta mál einkum skifta, og Evrópuþjóð- iraar sendu skip og járabrautarlestir hlaðnar með klæðnað og mat. Bandaríkin sendu þegar skip hlaðið með nauðsynjar manna, hjúkrunar- konur og lækna, og nú rétt undir áramótin und- irskrifaði Harding forseti aukafjárlög sem veita $20,000,000 í peningum til þessa Ifknar- starfs. Friðarsamninga hafa Rússar gert á árinu við Tyrki, Persa, Afghanista, Bokkara, Kiva og Pólverja, og verzlunarsamninga tókst þeim að gera við Breta, þótt fátt sé um fína drætti í verzlunarlegu tilliti á milli þeirra þjóða, enn sem komið er og verður líklega, meðan Rússar standa ekki betur við loforð sín, en þeir hafa enn gert. Eitt atriði all-merkilegt kom fyrir í Rúss- landi á árinu 1921, og það var ósamlyndi á milli Lenine forsætisráðherra og Trotzky her- málaráðherra. Vildi Lenine skifta sér of mik- ið af hermálastefnu hins síðaraefnda og var komið að sögn í svo ilt á milli þeirra, að Lenine fanst hann vera í hættu staddur sökum ofríkis Trotzkys. Kemur þá fram á sjónarsviðið hinn virkilegi stjóraandi Rússlands. Það er stúlka ein, sem Olga Gorokoff heitir. Hún gengur undir ýmsum nöfnum, svo sem kven-Rasputin Rússa, Rússneska mærin frá Orleans, Napole- oniska konan eða ímynd Ivars illa. En hún er forkunnar fögur, svæsnasti Bolsheviki, og heldur Lenine svo í hendi sór, að án hennar sam- þykkis þorir hann ekki í eitt að ráðast. Þegar Olga vissi um sundurlyndi þeirra Lenines og Trotzky, kom hún dag einn á skrif- stofu hins síðaraefnda. Hann sat við skrif- borð sitt, leit upp og sagði: “Hvað er þér á höndum Olga? Eg hélt þú værir draugur. Hveraig gastu komist inn?” Olga stóð þegjandi dálitla stund og horfði á Trotzky með þessum dökku tindrandi augum sínum, sem harðsnúnustu hermenn hafa orðið að lúta. Svo dró hún marghleypu hægt og ró- lega upp úr vasa sínum og lagði hana á borðið fyrir framan Trotzky. “Félagi,” sagði húxi, “það var eins auð- velt fyrir mig að sjá fyrirætlanir þínar, eins og að komast héma inn í skrifstofuna. Þetta gef eg þér” — og hún benti á marghleypuna—, “það, eða að þú hegðir þér eins og maður.” Svo gekk hún út án þess að segja meira, hinkr- aði ofurlitla stund við skrifstofudyraar og hlustaði, síðan kinkaði hún kolli og fór. — Síð- an virðist alt hafa fallið í ljúfa löð með þess- um tveimur mönnum. Andíegt líf virðist alt vera í kalda koli á Rússlandi—brunnið út. Hatur og sálargöfgi fara sjaldnast saman. Vér sögðum: brunnið út. Vonandi er það ekki. Það sést bara ekki nú ;liggur falið undir kuldakolum mannlegs haturs og illvilja. En það á eftir að rísa upp —kannske á þessu ári—, rísa upp, þróttmeira og fegurra en það áður var, því jaðvegurinn er inú frjór, af þrautum og tárum þjóðarinnar. ---------------------o------ Bókafregn, Ágrip af íslenzkri málfræði eftir Halldór Briem (þriðja útgáfa, endurskoðuð). Reykja- vík, bókaverzlun Guðm. Gamalíelssonar, 1918' Þessi góðkunna málfræði, sem nýkomin er hér á bókamarkaðinn, er vel þekt í fyrri útgáfum heima og hefir öðlast þar meiri hylli en nokkur x önnur málfræðibók íslenzk við alþýðuhæfi. Hefir enda verið notuð mjög í gagnfræðadeild Mentaskólans og öðrum áþekkum skólum. Það sem hefir aflað henni vinsælda öðrum málfræðibókum fremur, má ef til vill þakka einkum þeirri einföldu en glöggu flokkaskipun nafnorða, sem hún setur fram, og hvergi ann- arsstaðar er að finna. Þá e»r hún og mjög margbreytileg að efni eftir stærð. Þessi þriðja útgáfa tekur hinum eldri fram að ýmsu leyti. Meðal annars er hún aukin að nýjum verkefn- um, sem bæta hana mjög. Hún ætti að vera kærkomin hér vestan hafs öllum þeim, sem unna íslenzku máli. Til leiðbeiningar þeim, sem kynnu að vilja nota málfræðibók þessa við íslenzku, vildi eg mega benda á, að heppilegra er að venda fall- röðun allri eftir hérlendri venju þannig: nefnifall (nom.) eignarfall (gen.) þágufall (dat.) þolfall (acc.) Þetta er að því leyti til auðvelt, að þegar nefni- fallið er fráskilið hinni íslenzku röð, má lesa hin föllin í beinni röð neðan frá og upp á við. Eg leyfi mér að mæla eindregið með bók þessari. Hún fæst til kaups hjá Finni bóksala Johnson, 698 Sargent Ave., Winnipeg, og kost- ar 55 cent. S. Vigfússon. Kennið börnunum að spara Hefirðu peningana, sem til þess þarf ? Byrjaðu að spara, meðan þau eru ung — láttu þau byrja lífið í þeirri vissu, að þú standir þeim að baki. Sparisjóðsreikningar eru sérkenni THE ROYAL BANK ______________QF OANADA Borsraður höfuðstóll o« viðlagasj.. $40,000.000 Allar eigmr ...............$500,000,000 Samtalnafnkunnra upp- fyndingamanna. pegar nafnkunnir uppfynúinga- menn ’hittast á efnafrseðisstofu og fara að tala um afreksverk sín og það, sem þeir vonast eftir að geta komið í framkvæmd, þá er gaman að sitja úti í horni og hlusta á, eins og Arthur Bening- ton gjörði hér um daginn, er sam- an bar fundum Edisons og Edou- ard Belinds, franska hugvits- mannsins, sem fundið hefir upp aðferðina til þess að senda myndir og eigin handar skrift manna með talsímum og þráðlausum skeyt- um. Menn þessir hittust á efna- fræðisstofu Edisons í Westur- Orange, New Jersey. Belin sagði að áminst uppfunding hefði tekið sig 26 ára harða vinnu. Hann byrjaði á því að reyna að finna upp fjarsýni, — það er, að sjá það sem var langt í burtu, eins og t. d. mann, sem stendur við annan enda á talsíma og er að tala við mann. “parflaust! Einskis vert,” heyrðist Edison tauta. “En,” greip sá franski fram í, “Mér tókst að senda kertaljós með síma 500 metra vegar og það sást glögt á tjaldi við hinn end- ann. pað gaf mér hugmyndina um, að hægt væri að senda mynd- ir af fólki, landabréfum og hand- skrift manna með síma.” “En því?” “Vegna þess, að það var afar- mikil eftirspurn eftir slíkum tækj- um. Liðsforingjarnir í stríðinu vildu fyrir hvern mun geta komið boðum til undirmanna sinna og skýrslum til yfirboðara fljótar en þeir gátu gert það með tal- þráðum og þráðlausum skeytum, og án þess að eins margir vissu um innihald skeytisins. pannig stóð á því, að eg fór að hugsa upp útbúnað, sem girðir alveg fyrir að nokkur geti heyrt eða vitað um skeríi. sem með honum eru send nema sá, sem sendir og sá sem á móti tekur, — það er, án þess að nokkur milliliður sé á milli þess, sem á móti tekur og þess sem sendir, og að ómögulegt sé fyrir aðra að má skeytinu, þegar það er sent þráðlaust.” "Maður, sem getur fundið upp það, sem þú hefir gert, á rétt á að fá heilmikið af peningum fyrir slíkt. pú getur ekki búist við að græða mikið á svona löguðum uppfyndingum, en þú ættir að gjöra það, þú átt það skilið, þú átt rétt á því,” svaraði Völundur Bandaríkja|þjóðarinnar, og furð- aði hinn sig stórum á svarinu. M. Belin maldaði í móinn og sagðist ekki þurfa á miklum pen- ingum að halda; hvað ætti hann svo sem að gjöra við peninga, þó hann ætti þá? “Koma þér upp efnafræðis- verksmiðju, þar sem þú gætir veitt þér alt sem þú vildir, og gæt- ir ráðið hina bezt þektu sérfræð- inga þér til hjálpar þegar þér gott þætti,” svaraði Edison. “Efna- fræðis verksmiðju, þar sem þú værir frjáls að þroska hugmyndir þínar, gjöra tilraunir að koma hugsjónum þínum í framkvæmd, að þroska hverja uppfyndingar- hugmynd, sem í hug þinn kæmi, án þess að þurfa að hugsa nokk- urn hlut um kostnaðinn.” Frakkinn ypti öxlum, og fór að sýna fram á, hve þarflegar uppfyndingar hans væru í sam- bandi við verzlun, verkahring sendiherra þjóðanna o. s. frv. Hann sagði, að The Paris Bourse hefði tekið sem góða og gilda vöru verðbréf frá Spáni, sem send hefðu verið til Parífcar með síma — það er myndin af bréfun- um sjálfum — og keypt þau og selt. Aðal atriðið fyrir Edison í sam- bandi við þessar uppfyndingar var, hve óhult ske}dið var frá því að komast á vald annara en hlut- aðeigenda. En samt sat hann við sinn keip og spurði: “Hví kem- urðu ekki niður úr skýjunum og finnur upp eitthvað sem fólkið í heiminum þarf að 'halda á, eitt- hvað, sem gefur þér miljónir í aðra hönd?” “Eg hefi eina uppfyndingu tilibúna nú í sambandi við hreyfi- myndir, sem eg ætla að auglýsa á árinu 1922.” “Nú ertu að komast ofan á jafnsléttu—koma ofan til fólks- ins,” hrópaði Edison. “Hvað er um hana?” “pað er aðferð til þess að taka myndir undir kringumstæðum, þar sem alt af er bjart, og aldrei ber á skugga, og flýtir slöct mjög fyrir.” Eftir að þeir höfðu talað sam- an um sérstök atriði í sambandi við hreyfimyndir og að eine þeir, er þeim hnútum eru kunnugir, skildu til hlítar, sagði Edison: “Eg skal segja þér, hvað þú ættir að gjöra. pú verður að finna upp “filma” með fínni áferð en þeim, sem vér nú þekkjum hafa.” “pað mundi mér þykja vænt um,” sagði Belin, “en það er ekki til einn einasti verkfræðingur í þeirri grein í Evrópu, sem ekki hefir verið að reyna það í síðast- liðin 20 ár, en engum tekist.” “Eg’ veit það,” mælti Edison, “en það sannar ekki að það sé ekki hægt ..... það er ekkert til, sem er ómögulegt, við þekkjum bara ekki aðferðina.” pegar uppfundftingamenn þessir höfðu talað um sérkennileg at- riði í sambandi við hreyfimyndir, fóru þeir að draga myndir af “fimla” með ritblýi á blað. Sú, sem Edison dró, var af þremur stærðum, Við þá stærstu mark- aði hann 1,000, þá næstu 250 og iþá þriðju og minstu 60. “pessi,” segir hann og benti á þá stænstu, kostar $100.00, sú næsta $25.00 og sú mista $6.00, og þetta flytur hreyfimyndirnar inn á hvert einasta heimili í víðri veröld, inn í hvert einasta smá- skólahús og inn 'í fundarsal hverrar einustu kirkju.” “pað er einmitt það sem eg vonast eftir að gjöra,” sagði Belin. “Ágætt,” hrópaði Edison. Gjörðu það, og þú hefir alt það fé, sem þú þarft á að halda og þú átt skilið í höndum þér, og þú getur láitið byggja þessa tíu sinn- um stærri og vandaðri verkfræð- is verksmiðju, og þú gjörir það! Maður með þitt höfuðlag, hann getur fundið alt upp.” Franski uppfyndingamaður- inn spurði Edison hvað hahn héldi um loftskipa ferðirnar yfir Atlanzhafið, hvort hann héldi að fremur yrðu notuð loftskip eða flugvélar, og svaraði Edison strax “The Helicopter” (viss tegund af flugvélum, sem þó hef- ir reynst illa enn sem komið er). “Vér eigum langt í land enn þá áður en Helicopter vélin er orð- in svo fullkomin, að hægt verði að fjúga í henni yfir Atlanzhaf- ið,’ sagði Belin. “Satt er það að vísu,’ svaraði Edison, “en grundvöllurinn, sem þar er bygt á, er heilbrigður og það er trúa mín, að einhver verði til þess á næstu 10 til 25 árum, að finna rétta veginn.” —Current Opinion. —--------o--------- Fiskireitagerðin. Um hana segir Vísir frá 26. nóv- ember þetta að segja: Fyrir tæpum sex vikum var byrjað á fiskireitagerð í holtinu suðvestan við vatnsgeyminn, og vinna þar daglega 60 til 70 menn, og er Vanentínus Eyjólfsson verk- stjóri. Holtið er mjög stórgrýtt á þessu svæði, en engar klappir. Hefir grjótið verið fleygað sundur og talsvert stór reitur verið lagður með klofnu grjóti. Er hann vel og vandlega gerður. Auk þess hefir mjög mikið grjót verið tekið upp, og stór reitur verið sléttaður, sem ekki er enn farið að leggja grjóti. pegar grjótið 'hefir verið [klofið, er það flutt að hleðslu- mönnunum, annað hvort á hand- börum eða vagni, sem rennur á teinum. Má færa teinana til eftir því sem bezt hentar. — Á einum stað í holtinu er verið að mylja grjót, sem nota á í ofaní burð í akveg þann, sem lagður verður frð reitunum niður holtið hjá Há- teigi og Sunnuhvoli. Vinna 'byrjar þarna klukkan hálf-átta á morgnana, og er lokið kl. hálf-fimm. Bráðabirgðaskúr hefir verið reistur þarna í holtinu og þar inni eru borð og bekkir, svo að sitja má þar að máltíð eða dreldca kaffi, en eldfæri eru eng-

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.