Lögberg - 12.01.1922, Blaðsíða 2

Lögberg - 12.01.1922, Blaðsíða 2
Me. 2 LÖGRERG, FIMTUDAGINN 12. JANÚAR 1922 Sveinki. (Niðurl.) Framfarafélagi'ð var nýstofnað. pað átti að laga alt, sem aflaga fór. Sumir sögðu >að hefði ekk- ert gert enn þá, en nú myndi það lagast, því nú væri kvenfólkið komið í það og búið að fá fullan rétt þar. pað hafði nú ekki geng- ið hljóðalaust. Fyrsta atlagan hjá konum var um það að komast í félagið. Hún hafði verið snörp; önnur var um það, að þær fengi málfrelsi á fundum. Hún var svo hörð, að við tárum lá. Hin þriðja var út af atkvæðisrétti kvenna innan félagsins; það reyndist sfl orrahríð, að skelfingar þóttu. Nú voru: “Gengnir allir tindar—og saddar" allar “þrár” í þessu inn- limunarmáli, og félagið komið á svo sterkar laggir að ekkert sýnd- ist geta grandað því. pað hafði fundi fjórum sinnum á ári og á einum slíkum fundi var það nú mætt snemma vetrar. Fundarstjóri setti fund og skor- aði svo á menn og konur að leggja vankvæði sín fram. Sjálfur kvaðst hann hafa eitt mál að flytja per- sónutega, en ætlaði fyrst að heyra það, sem aðrir hefðu. Nú varð þögn.. Að lokum stóð á fætur gamla konan, sem gestur var hjá foreldrum Bergljótar um vorið, og kvaðst hafa nokkuð um að tala, er hún teldi fundarmál. Hún var feimin og skjálfrödduð, en fund- i arstjóri bað hana vingjarnlega að leggja fram mál sitt. Hún færð- ist þá í aukana og sagði þeim frá Sveini litla og sjúkdómi hans; þar að auki væri hann nú kominn í rúmið enn á ný. Segði læknir, að nú þyrfti hann strax að komast á hæli fyrir börn með sjúkdóm eins og hans. Mætti þá svo vel fara, að honum batnaði, þó eigi hyrfi af honum þau líkamslíti, er veikindi hans hefðu orsakað. Svo vel vildi til, að Sveinn væri bráð- næmur og segðu þeir er vit hefðu á slíku, að vel mætti koma honum til manns, á bó'klega vísu, ef hann fengi nú nauðsynlega að- hlynningu sínum bæklaða líkama. — Nú væru líka blsesuð jólin að eins nokkrar vikur fram undan og mennirnir ættu að minnast þeirr- ar miskunnar, sem jólabarnið færði þeim, með því að miskunna þessum smælingja, er lægi hér nú sjúkur og munaðarlaus á meðal þeirra. Gamla konan settist niður að afloknu máli sínu eða öllu heldur —hné niður. Hún titraði og skalf eins og visið laufblað fyrir vindi. Aldrei hafði henni komið til hug- ar, að hún myndi voga sér að flytja aðra eins ræðu, í heyranda hljóði. En nú varð þögn svo djúp, að hún gat heyrt hjartað í sér berjast um. Fundarstjóri náði sér fyrstur. Hann stóð upp úr sæti sínu og 3kýrði fundinum frá þVí, að þessi kona hefði minst á þetta mál. Reyndar sagðist hann ekki vita, hvort hún hefði lagt þetta form- lega fyrir fundinn, en sjálfsagt mætti ræða það sem stæði. Epn varð þögn. pá stóð upp ung kona, sem átti mörg smábörn í kring um sig. Hún var öll í einu brosi, en ekki lagði neinn yl af því. Hún sagðist álíta, að þetta mál til'heyrði ekki þessum parti héraðsins, en hvort að ekki væri til framfarafélag í námunda við þenna dreng, sem gæti tekið málið að sér. Svo settist hún brosandi niður aftur. Gamla konan reyndi að brölta á fætur aftur; ætlaði að segja þeim að hún væri annar næsti nágranni drengsins og meðlimur þessa fé- lags og þess vegna hefði hún flutt málið hér. En áður en hún var búin að koma sér fyrir, var bóndi nokkur staðinn upp. pað var fað- ir Bergljótar. Hann kvað það illa farið, að drengurinn væri veikur, en sagðist hyggja það rétt, að þetta tilheyrði ekki þessum hér- aðsfjórðungi; legði hann það til, að skipuð væri nefnd til að rann- saka þetta, og sjá svo til. En ann- að kvaðst hann hafa ætlað að bera upp til umræðu á þessum fundi, og það væri hvernig verðið á svín- unum hryndi niður. pað væri ekki álitlegt. Ofan á það bættist, að nú geysaði einhver svínasýki suður í löndum og vissast hún ■bærist á þeirra slóðir innan skamms. Hann kvað það ekki nema réttmætt, úr því menn væru nú búnir að koma sér upp þessu Framfarafélagi, að félagið tæki bæði*þessi mál að sér. Sæi um að verðið á svínunum hækkaði og líka að koma í veg fyrir sýkina. Nú losnaði um tunguhaftið, sem verið hafði á mönnum. Ræða bónd- ans var rómuð mjög á fundinum. pess utan höfðu allir einhver vankvæði fram að bera fyrir Framfarafélagið að greiða úr. V*/; < Vfy: rVf/J „VjPMj WJ. .'§K ' >9JJ '>$K nSti ,V$/ Gamla árið 1921 Nú endar með atvik A strengi hið stríða svo fellur og andinn við lífsins er hafsins þetta ár í dag fyrri tíða. hjartans stillir lag, sem hið blíða; alt í unaðshljóm fórnar tárum herra helgidóm, stýrir hárum. — Um höf og löndin húmar nótt, og hinstu tónar falla; sem bam að móður brjósti rótt sér boðar kvöldsins halla; en stjörnur heiðum himni frá ■á hjarnið geislum ljóma, og ótal raddir endurslá við aftansöngsins hljóma. ó, far vel, góða, gamla ár, með glaum og þögla harma, og gef oss þrótt við þraut og sár með þínum aftaníbjarma. Þín erfðaskrá, —eitt blað í bók—, er bundín föstum lögum, og geymd hjá þeim, er gaf og tók, með gjald af öllum dögum. M. Markússon. :rí\Y£\. :rá<Ýá<, .vív :ábv rTav í7av :?S\: :?á< ,ýáv ýav ýá\'ýá\':?á\-.:fa Beztu Tvíbökur Gengið frá þeim í Tunnum............... 50-60 pund Pappkössum - - - - 18-20 pund Smápökkum - 12 únzur Biðjið Kaupmanninn yðar um þær SKRIFIÐ EÐA SÍMRITIÐ Quality Cake Limited 666 Arlington St. - Winnipeg Einn kvartaði um verðlækkun á gripum; annar, sem ekki átti nema uxa, vildi fá félagið til að kom á þeim lögum, að enginn mætti brúka annað en uxa hvorki til vinnu né ferðalaga. Fundarstjóri var orðinn renn- sveittur að halda fundinum í dá- litlu horfi, setja nefndir og at- huga vandamálin. Að síðustu kvaddi hann sér hljóðs til þess að bera fram það, sem hann hafði meðferðis. Hann kvað má- ske heyrin kunnugt, að nú væri farið að kenna unglingum nýja leikfimi, þó ekki væri svo í þessu héraði. Bæri 'hún svo mjög af öllu því, er kent hefði verið þeirrar tegundar áður, að sjálf- sagt væri nú að mynda leikfimis- klúbb fyrir unglinga, í sambandi við þetta félag, og leggja félags- fé þessu til starfrækslu. Nú varð dúnalogn. pá tók til máls aftur sá, er talað hafði um penings-sýkina, og kvaðst ófús að samþykkja fjárútlát til slíks hégóma, þar sem alment velferð- armál væri óútkljáð og óvíst nema félagið þyrfti fjárins við í þeim snúningum. Svö væri nú drengurinn. Skeð gæti hans ná- grannar legðu eftthvað tíl og væri þá ekkert á ihóti því að láta eitthvað dál'ítið, svo bezt væri að búa að sínu svona fyrst. Sá næsti sagði, að drengur sá ætti land sjálfur og væri nær að selja það o g koma í fé, en að liggja á bónbjörgum. — petta var rómað, og átti Framfarafé- lagið að finna kaupanda, ef til kæmi. Sumum fanst nú komið í hálf- gert ráðaleysi, en konan með smábörnin tók til máls. Kvað hún það illa gert, að andmæla Jeikfimis - klúbbnum. Karlmenn skyldu aldrei, hvað til sinnar vel- ferðar heyrði. Nú væri sú tíð, að fólk yrði að gera eitthvað fyrir börnin sín, svo þau yrðu ekki á eftir tímanum. pessi leikfimi væri heldur ekkert gamaldags fúsk, heldur allskonar nýmóðins hreyf- íngár, bæði með höndum og fót um. Hún kom vel og greinilega fyrir sig orði og hreif marga fundarmenn, einkum kvenfólkið. Samt voru nokkrar, er sögðu sér fyndist nær að láta peningana bjarga lífi Sveins litla, ef ‘hægt væri, en að kenna unglingum að sparka fyrir almenning. Tók þá enn ein til máls og kvað þetta illa athugað, og víst væri vert að taka eftir því, hve snild- arlega sú, er mælti með þessu, hefði talað. Nú væri það loks komið í ljós, að konur væru eng- ir andlegir eftirbátar karlmanna og skyldu nú konur gæta sín, að glundroðast ekki frá slíkri for- ystu. Út úr þessu varð meiri vaðall, en fundarstjóri sá þar sinn leik á borði og skipar mönnum nú að gera tillögu í klúbbsmálinu. pað gerði sú, er fyrst fylgdi því; hann studdi sjálfur, og af því fleira var af konum en körlum á fundinum, því þær voru þessu hlyntari en þeir, þá marðist mál- ið í gegn. Svo sagði fundarstjóri, að fundur yrði haldinn næsta vor og gætu þá nefndir lagt fram álit sitt í öllu nema klúbbs- málinu, það væri afgert, og fé- lagsstjórnin myndi hrinda því í framkvæmd um veturinn. Og svo var fundinum slitið. Svo leið að jólum og barst Sveini litla engin 'hjálp, framar venju. Hann hafði stundum fótavist á þeim tíma, en svo kólnaði rétt fyrir jólin, og þá fór hann í rúmið. Aðfangadagurinn var runninn upp. Renningur- inn fór hröðum skrefum um fannbarða sléttuna og blaðalausa björkina. Hann fylti brautir og barði á öllu, sem úti var og tróð snjónum í hvern krók og kima. Sveini var með léttara móti um morguninn. Hann reyndi a lesa, en stafimir runnu saman í heild og húsið hringsnerist. pá las hann úr frostrósum á gluggan- um, en þær bráðnuðu af hlýjunni frá ofninum. Hann gat þá séð út um gluggann, hvemig renning- urinn þyrlaði snjónum inn með trjánum umhverfis rjóðrið. Bjark- irnar, þó blaðlausar væru, tóku við mesta gustinum, svo að snjór- inn hlóðst um kofann hans, með mikið mýkri tökum en það, sem stóð á bersvæði. Svona leið dagurinn og Sveini var alt af hitna. Amma lét dvína í ofninum, en honum hitnaði samt. “Eg er þyrstur, amma!” Amma gaf honum að drekka, strauk andlit hans og hendur úr köldu vatni, eins og hún hafði gert svo oft um daginn. — “En hvað orðið er dimt, amma! Ferðu ekki að kveikja bráðum—á kert- um?” — “pað er nú lítið farið að bregða enn þá, Sveinn minn. Ertu nokkuð verri, blessaður drengurinn minn?” » “Já — nei — mér er ósköp heitt — pað er dimt, amma, ó- sköp dimt — áttu ekki kerti?”— Loksins laus við nýrna- sjúkdóminn. i 624 Champlain St., Montreal. 1 þrjú ár þjáðist eg stöðut af nýrna og lifrar sjúkdómi. Eg var alveg að missa heilsuna og engin meðul sýndust geta bjargað tók eg að nota Frit-a-tives og áhrifin voru óviðjafnanleg. Höf- uðverkurinn, stíflan, nýrna og lifr- arþrautirnar, hurfu á svipstundu. Allir sem þjáðst af slíkum sjúk- dómum ættu að nota “Fruit-a- tives.’ 50 cent hylkið, 6 fyrir $2,50 reynsluskerfur 25 cent. Fæst hjá öllum lyfsölum, eða burðargjalds- frítt frá Fruit-a-tives Limited, Ottawa. “Ónei, elskan mín, eg á nú engin kerti.” — “pað eru jóíin í kvöld, amma.” — “Já, elskan mín.” — ‘ pá fæddist Jesús?” — “Já.” — “Ertu viss um 'hann sé góður við alla?” — “Guð hjálpi þér, barn— já, það er eg viss um. Hann elskaði mannkynið, svo að hann kom til þess á jörðina, þó hann vissi, að mennirnir mundu hata hann, kvelja og deyða svo sárt tók á hann eymd þeirra, sem kvaldir eru. Hann dó, svo mann- kynið lifði og beiddi kvölurum sínum miskunnar á meðan þeir voru að lífláta hann. Finst þér það ekki mikill kærleikur?” “Jú, jú —'þú ert þá viss um hann elskar mig ” — “Já — það er eg viss um, Sveinn minp, vesl- ings krossberinn smái. — Manstu ekki, að þegar lærisveinar hans vildu ekki leyfa fólkinu að ónáða hann með því að færa börnin til hans, þá skipaði hann að leyfa þeim að koma til sín. Hann tók þap í faðm sinn og blessaði þau.” — “Jú—en það hafa nú líklega verið falleg börn, ekki með kryppu út úr bakinu og ónýt til alls.” puríður gamla átti erfitt með að láta Svein ekki verða þess varan, hve mjög henni gekk til hjarta tal hans. “Heyrðu, amma, getur hann alt?” — “Já, elskan mín. Hann getur alt. Hann sagði: “Mér er gefið alt vald á himni og jörðu. ” Hann talaði aldrei ósatt, um það vottar heilög ritning, og Gyðing- arnir, sem ofsóttu hann, hefðu fljótt notað það, ef þeir hefðu getað fundið það.” “Amma, mig laligár svo skelf- ing—'Skelfing að sjá hann pabba og hana mömmu. Ef eg bið hann um það, getur hann það?” — “Já hann getur það”. — “í kvöld, núna á’jólunum?”—“Hann gerir það, þegar Guði þóknast, Sveinn minn.” — “Já,—en mig langar skelfing að sjá þau— núna á jólunum — amma, biddu hann — það er svo dimt — mér er svo heitt”. — “Eg ætla að sækja þér að drekka, Sveinn minn.” Hún reikaði fram í eldhúsið og hné máttvana niður á stól. Árin og lífið höfðu barið á líkama hennar og sál, eins og öldur á sjávarströnd. Var drottinn enn þá að reyna, hvort í sál hennar gæti vaxið andlegur þróttur? pað var ómögulegt. Hún varð að hníga undir þessari voða- byrði. pessi bæklaði líkami og sjúka sál, er þráði ástvini sína yfir á landi eilífðarinnar. pað var svo erfitt fyrir hana að skera úr. Hann gat hjarað lengi við þetta líf, eins og hann hafði hjar- að, og víst væri það ánægjulegt, ef honum gæti batnað og hann komist til manns. Orðið lærður maður. pað hafði margur mað- ur verið nýtur, þó hann yrði fyr- ir svona áföllum í æsku. En hvað það væri ánægjulegt — sonur drengsins hennar —■ En, hver var kominn? — Gestirnir voru ólafur gamli, nágranni puríðar, tvær mílur í burtu, og kona 'hans, sú er hafði borið upp mál Sveins á fundin- um góða, og hálffullorðinn pilt- ur, sonur þeirra. pau voru að vitja Sveins og færa puríði eitt- hvað smávegis fyrir jólin. par á meðal voru tvö kerti. Hrygðin vék frá huga hennar um stund- arsakir. Sveinn gat ekki sezt upp, en honum var hugarléttir í því að vita þennan stóa og hrausta fé- Iaga sinn sitja með hluttekning hjá rúmi sínu. — pað var athug- að um líðan Sveins. Jú, honum var óvenju þungt; en honum hafði oft liðið illa áður, og alt af komið til. Læknirinn var sóttur langt að, svo ekki mundi hægt að ná í hann fyr en á morgun. En Sveini var oftast léttara á biorgnana, og svæfi hann í nótt, þá myndi svo verða á morgun. Samt væri bezt, að Gummi færi eftir lækninum á morgun. Lík- lega yrði hann þá kominn heim. Auðvitað var læknirinn löngu bú- inn að segja hvað gera þyrfti fyrir Svein, en það var nú ekki hægt, eða til neins að tala um það. Bara láta hann sjá hann á morgun. — Hvaða óskapa söngur og 'hávaði er þetta úti — hverjir geta verið hér á ferð? — Feðgar óðu út. Fullur sleði af fólki. —“Hallow, Gvendur! pú hér — heyrðu, hvar er Skinny?” — “Sveinn litli er veikur í rúminu.” — pað hljóðnaði kætin. ólafur talaði fáein augnalblik við öku- manninn. Kófsvei.ttir hestarnir og héluþaktir sigu á stað með sleðann, það veinaði og marraði í fönninni og brakaði og hrykti í sleðanum eins og gömlu skipi á neyðarsiglingu. “Var þetta kirkjufólk?” spurði puríður gamla. “Ja, nei, nei — það er Fram- farafélagsfólkið að fara á leik- fimisskemtun í klúbb sínum í kvöld,” ansaði ólafur og leit til konu sinnar. Puríður gamla skildi ekki upp né niður í þessu. En Ólafur hélt áfram: “Ásmundur Arinbjörn segir mér, að nú séu þeir gjald- þrota, segir að það sé búið að éta og leika sér fyrir það sem inn var komið. Hann gekk í það, af því hann hélt sig fá eitthvað lag- fært af því, sem aflaga fer hjá bændum. Nú segist hann ekki verða með lengur. — Eg sagði þér þetta, Guðrún mín. Eg vissi alt- énd að svona myndi fara” og karl tók upp tófcaksplötu . og beit hraustlega í. “En hvernig stóð á, að fólkið fer hér um?” spurði puríður. “Brautir voru fullar, og það hélt sig stytta sér leið, en ætlaði varla að komast áfram fyrir skógi og ófærð.” pað var orðið nokkuð framorðið þegar gestirnir fóru. Sveini var auðsjáanlega að þyngja, og Gummi átti að koma með læknir- inn morguninn eftir. pað var löngu búið að kveikja á olíu- lampanum. — “Nú er hægt að kveikja á kertunum Sveinn minn.” — Sveinn vildi það, en hann þoldi ekki birtuna. — Amma hagræddi honum og svo ætlaði hún að lesa fyrir hann um frið- inn, sem njönnunum var færður þessa nótt fyrir löngu síðan, og sem lýsti vegu þeirra og gladdi sorgmædd hjörtu þeirra öllu öðru fremur. En hún fékk ekkert svigrúmj til að lesa. Sveini þyngdi óðumj Hann engdist sundur og saman af kvölum. Um miðnætti seig j höfgi á hann, en hann ’hrökk upp eftir stundarkorn. — ‘Amma —j heldurðu eg komist á skólann aft- ur?” — “Eg veit nú ekki, Sveinn minn. Ef guði þóknast að láta þér batna til þessa lífs, þá kemstu það.” Svo fékk hann kvalakast á ný og seig svo 1 mók — “Amma, það er bjart, ósköp bjart.” — “Á eg að slökkva, Sveinn minn?” — “Nei, nei — Eg hefii aftur aug- un, þá sé eg bezt. Eg er þyrstur, j amma.” — “Hér er að drekka, Sveinki minn.” — En Sveinn gat i ekki drukkið. Amma lét upp íj hann með teskeið, lítið rann nið- ur; — svo mókti hann stundar-i korn enn á ný. — pað var yfir-j sjón, hugsaði puríður, að hún skyldi ekki þiggja boð Guðrúnar um að vera hjá henni í nótt, en j engum datt í hug, að drengurinn væri svona veikur. Enn þá fékk j Sveinn kvalakast. Hann fór að; gráta. pað hafði 'hann ekki gert| oft af líkamlegum sársauka. —i “Amma, því kvelst eg? — amma, amma!” — Hún strauk hendurl hans—angistin stóð uppmáluð á andiiti hennar. “pú kvelst ekki lengur, þegar þetta líður hjá, j Sveinki minn.” — Svo féll Sveinn í hálfgert dá. — “Amma—amma — ke-m-u-r — p-a-b-b-i — líka? j ö — eg— er — svo — glaður — Guð — blessi — pig — mamm-a — o g — 'hana — Berg-ljót-u — Eg — gat — aldr-ei — þakk-að— hen-ni — bara — gaf — henni — fá-ein — blóm. Guð — blesssi — læ^kn-ir-inn — og — h a n n G-u-mma. — Og — h-eyrð-u — a-mm-a — hann — má — ekki — ber-ja — dreng-in-a — mín veg-í na.” i Jóladagurann rann upp heiður i og hreinn. Renningurinn var far- inn í felur, en lognið hafð brett mjallhvíta fannblæju yfir láðið. Inn til þorpsins ók unglinspiltur inn í læknisleit handa Sveini litla. Heim eftir veginum úr skemtiferðinni áðurnefndu, þok- j uðust lúrnir hestar með fulla sleða af fqlki, södd'u í maga, i en tómri sál. Grátur óútsofinnaj barna rauf morgunkyrðina. pað tók langt yfir marrið í snjónum og brakið í sleðum, því mjöllin hafði dregið ^r þeim sársauka. — En í skogarrjóðrinu hans Sveins litla ríkti eindreginn friður. Kofinn afskekti berg- málaði enga umferð af alfara- j vegi, ómurinn barst ekki þangað. Inni sat hún amma og las um komu jólabarnsins í heiminn .ogj sæla friðarins fylti sál hennar. j HEIMSINS BEZTA MUNNTÓBAK COPENHAGEN Hefir góðan keim Munntóbak sem endist vel Hjá öllum tóbakssölum Og yfir rúm Sveins litla var dregin hvít blwja — þar hvíldi litli kroppurinn nár. --------o-------- Chang hinn kínverski umsjónarmaður í Manchuria. Um þessar mundir er Man- churiu stjórnað, að heita má af einum manni, sem sé Chang Tso-lin, er margir frægir menn, sem þangað hafa komið, Ifclja einn hinn allra oldugasta mann kínversku þjóðarinnar, svo sem Northcliffe lávarður, er á för sinni umhverfis 'hnöttinn, heim- sótti nýlega þennan einkennilega, hægláta stjórnmálaskörung, sem í sannleika sagt hefir Peking- stjórnina í vasa sinum. í nóvemberhefti tímaritsins At- lantic Monthly, ritar Mr. Walter B. Pittkin grein, sem hann kall- ar: “What Öelays Disarmament?’ og tilfærir þá jafnframt noldcrar ‘helstu ástæðurnar fyrir hinum sjaldgæfu, pólitisku sigurvinn- ingum Changs. Stjórnarsetur hans er í Muk- den, bæ, sem staðhátta vegna og legu, er einn sá þýðingarmesti í allri Asíu, að því leyti, sem verzlunarsamkepni Rússa, Kín- verja og Japana hefir þar nokk- urs kenar miðstöð. Á vegamót- um þessum, þar sem mætast við- skiftabrautir frá Síberiu til Kína, frá Kína til Japan og frá Japan til Mongólíu, situr Chang og skattheimtumenn hans og heimtir inn toll af allri viðskiftaveltunni, sem þarna fer fram, eiris háan og honum sjálfum sýnist. parna er enginn til að “prótestera” — mað>- urinn er nokkurs konar einvalds- höfðingi. Mr. Pitkin kveðst þess nokk- urn veginn fullvís, að fyrir Chang vaki stofnun nýs keisara- dæmis, þar sem Manchuriu og Mongóliu verði steypt saman í eina heild undir krúnu Jenghiz Kahn ættarinnar. Hver sá krýndi eigi að verða, þarf sjálfsagt erifc- um getum um að leiða. Útgjöld- in við alia þessa dýrð ætlar Chang að láta Japana bera. Hann veit að um að gera er, að koma sér vel við þá. Allar vörur, sem þeir vilja kaupa, ætlar hann auðvitað að selja þeim, án þess að gera sér nokkra minstu rellu út úr verðinu. pað sem “litli Hsu og Anfuit- arnir hans ætluðu sér að gera fyrir Kína, er Chang reiðubúinn að gera fyrir sjálfan sig og vini sína í Tokio. — Japanar veittu Hsu og félögum hans fulltingi og töpuðu. Nú ætla þeir sér að styðja Chang — og vinna. Eins og málunum nú er skipað, bend- ir margt til, að svo muni fara. prjú meginatriði, sannfæra mann betur um þetta, en nokkuð annað. í fyrsta lagi herkænska og herafl Changs; í öðru lagi um- ráð hans yfir stjórninni í Pek- ing, og síðast, en ekki sízt, við- skiftaþekking hans og verzlun við Japana. Pað mun ýmsum þykja undra- vert, að þessi hægláti einvalds- herra í Manchuriu, skuli hafa til taks nær sem vera vill 300,000 æfðra og vel útbúinna hermanna í sína eigin þjónustu, án þess að kosta þar til grænum túskild- ing, því auðvitað lætur hann hina svo kölluðu yfirstjórn í Peking borga brúsann. pað er því sýnt, að Chang hefir umráð yfir sterk- ari og betur útbúnum her, en nokkur annar maður kínverskur. Auðvitað liggur meginstyrkur Changs í hernum, en hinu má eigi gleyma, að samgöngutækin í Manchuriu, járnbrautir og aðrir vegir, eru þau fullkomnustu inn- an takmarka hins kinverska veld- is og án þeirra kæmi herafli, hversu vel æfður sem væri, að litlu haldi. pótt hallæri geysi víðsvegar um Kína, eru ávalt nægar vistir í Manchuriu og má það að miklu leyti þakka forsjálni Changs. Hann veit hvað það gildir, að koma sér vel við Jap- ana, enda getur hann fengið það- an ótakmarkaðar byrgðir af mat- vælum og hergögnum, nær sem vera vill. Margir hinna voldug- ustu Japana, sem í Kóreu búa, eru vinir Changs og þaðan getur hann því alt af vænst stuðnings í einu og öðru, ef á þarf að halda. Við öll þessi hlunnindi bætist svo það tvent, að Manchuria er að miklu leyti aðskilin hinum öðrum hlutum Kínaveldis, og þvi eigi umlukt af óvinvéittum fylkjum, eins og á sér stað svo víða annars staðar í Kína, en liggur á hinn bóginn svo nálægt hegagnabúrum og höfnum jap- anska keisaradæmisins.------ Og hví ætti Chang, eftir alt saman, ekki að láta sig dreyma um nýtt keisaradæmi? Eins og annað og því líkt hafi ekki stundum orðið að veruleika, þar sem líkurnar sýndust jafnvel margfalt minni. Af blaðafregnum frá North- cliffe lávarði, sem nú er staddur í Kint, má fá eftirfylgjandi upp- lýsingar um þenna einvaldshöfð- ingja þeirra Manchuríumanna, sem sagður er meðal annars að hafa árstekjur, er nema muni hálfri miljón sterlings punda. — Northcliffe átti allítarlegt sam- tal við þetta 'kínverska ofurmenni og lýsir honum þannig: “Chang Tso-lin er smár vexti og vingjarnlegur i máli og fram- göngu. Búningur hans var lát- laus, en í fullu samræmi við þjóðsiði Kínverja. 1 höfuðbún- ingi Changs glitraði mikil og fögur perla. í umræðum okkar um afvopnunarmótið í Washing- ton, kom glögglega í ljós hin víðtæka þekking hans á heirns- pólitíkinni yfirleitt:”:— “Eg vænti þess af hinum Ame- rísku og brezku vinum vorum, að þeir taki málstað Kína í fullri al- vöru,” sagði Chang við mig. “óreiðan á ölíu í Kínaj er engan veginn ný. pjóðin þarf því sem næst að sökkva á kaf í vandræða- fenið, áður en von er um að hún rétti við. petta hefir alt af geng- ið þannig til. Fjrir tvö þúsund árum, var kínverska veldið í laiyjt um aumara ásigkomulagi, en það er nú, og náði það sér þó samt ótrúlega vel aftur. Kínverska þjóðin er gjörólík Japönum, — hún er ekki áhlaupaþjóð, en seigl- ast von úr viti. — f sambandi við fjármála glundroðann, sem þér mintust á, vil eg geta þess, að eg er nú einmitt að leitast fyrir um hæfari stjórnendur á því svæði, fyrir tvö næstkomandi ár, og grunar mig, að þá muni skjótt breytast til batnaðar og öðruvísi verða umhorfs í Kíria. — Auðs- uppsprettur landsins liggja víða enn ónotaðar, eða þá ekki nema að litlu leyti. Á öllu slíku verða næstu árin að ráða bót, og með það fyrir ‘hugskotssjónum lít eg björtum augum á framtíðina.” “Nú, þegar Norðurálfustríðið er um garð gengið, er eg ekki í minsta vafa um, að japanska þjóðin verði vingjarnlegri í garð Kínverja, en átt hefir sér stað að undanförnu.” /byrgst að lækna hesta af öllum Bot’s og ormum í einu vetfangi eða peningum skii'að aftur. Engar ill- ar eftirstöðvar af notkun þessa meðals. Smásöluverð hjá öllum umboðs- mönnum: — 12. Capsule kassi (4 skamt.) $2.00 24 Caps. kassi (8 skamtar) $4.00 Áhalda til að gefa inn með.... 75c. Ef enginn umboðsmaður er í bæ yðar, þá pantnð beint frá The WESTERN CHEMICAL CO., Limlted SELKIRK MANITOÐA Umboðsmenn í eftirfylgandi bæj- um: Selkink, Man.: The Drug Stores og Moody and Son. Að Gimli: J. Kronson. A ðLundar: Lundar Trading Co. t

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.