Lögberg - 12.01.1922, Blaðsíða 3

Lögberg - 12.01.1922, Blaðsíða 3
LÖGREÍiO, ÍIMTUDAGINN 12. JANúAR 1922 Sérstök deild í blaðinu 1 SÖLSKIN Fyrir börn og unglinga ■iHnniH == Or sögu Skota. Margrét frá Skotlmdi. Tímabil það, sem Malcolm Bigbead réð ríkj- um á Skotlandi, er að mörgu leyti eftirtektavert, því bann varð að ráða fram úr því, bvort Skot- land sky'ldi vera sjálfstætt konungsríki eða að það ætti að leggjast undir Englandskonung, og var þetta spursmál þeim mun alvarlegra fyrir Mal- colm fyrir þá sök, að bann var alinn upp við birð Edwards confessors og átti enska princessu fyrir konu. Níu árum eftir að Maloolm hafði rekið Mac- beth frá ríkjum, hófst tímabil það, sem í sögu Englendinga er kállað “Norman Conquest”, það er, að Norðmenn tóku að leggja England undir sig. Og til þess að komast hjá jámhendi sigur- vegaranna, þá flúði fjöldi af ensku fól'ki til Skot- lands, og á meðal þeirra ko'mu dag einn þeir, sem eftir lifðu af konungsfjölskyldunni ensku—prins að nafni Edgar Ethling og systur hans tvær, Kristín og Margrét. Þegar Malcolm mintist þess, hve ágætar við- tökur hann hefði fengið við ensku hirðina, þegar hann flúði undan föðurbana sínum barn að aldri, gat hann því ekki annað en tekið á móti þeim. Það leið heldur okki á löngu, að hinar kvenlegu dygðir, sem prýddu Margréti prinsessu fremur öðram konum, hefði mikil áhrif á Malcolm, enda var þess ekki langt að bíða, áður en hún var orðin konan hans. Þessi fræga drotning Skota, “hin heilaga Margrét” eins og hún var síðar kölluð, hefir ver- ið einstök í sinni röð, því sporin, sem hún skildi eftir i sandi támans, eru stærri og dýpri heldur en þau spor, sem konungurinn Malcolm skildi eftir, þrátt fyrir hið takmarkaða tækifæri, sem hún á þeim dögum hafði til þess að beita áhrifum sínum út á við, og þrátt fyrir sérstaka trygð og umönnun, sem hún sýndi manni sínum, sem, eins og síðar verður sýnt, beitti nálega öllum kröftum sínum til að berjast við Englendinga, hélt hún trygð við og bar dýpstu lotningu fyrir feðraárfi sínum og föðurlandi. Böm hennar báru öll ensk ntöfn. Það fanst hvorki Maloolm né Duncan á meðal sona hennar, heldur að .eins Edgars og Ed- wards. Hún lagði mikla stund á að koma enðkum siðum að við hirðina og inn í kirkjuna, fyrir þá skuld, að þeir voru prúðari en siðir Skotanna, og höfðu því betrandi ahrif. Alt gerði hún þetta til að bæta fyrir fólki, en þessar athafnir hennar miðuðu ekki eins ákveðið í vinsældaráttina fyrir hana sjálfa, að því er Skota snerti, sem voru mjög afbrýðigjarnir út af öllu því sem enskt var. En hún gat staðið sig við að láta slíkt eins og vind um eyru þjóta, því hinn hrausti og herskái inaður hennar unni henni hugástum. Á þeim dögum var lítið um skólagöngu og Malcolm konungur kunni ekki að lesa, en hann tók bækur þær, sem kona hans hafði lesið og kysti þær, að eins af því að hann vissi að hún hafði handleikið þær, svo unni hann henni heitt. Þess var getið hér að framan, að kona þessi hefði á síðari árum verið ikölluð hin heílaga Mar- grét, og er enginn efi á, að hin einlæga trú hennar og djúpa lotnifag fyrir kenningum kirkjunnar, hefir áunnið henni það nafn; á hverjum degi þvoði hún sjálf fætur sex þurfamanna og stóð níu munaðarlausum bömum fyrir beina. Á hverjum degi, er maður hennar var heima, fór hún á fund hans og bað hann að aðstoða sig við að útbýta ölmusu til þrjú hundruð fátæklinga á meðal þegna hans, og á þennan hátt varð tímabil það, sem hann réð ríkjum, eins annálað fyrir lknarstarfsemi eins og blóðsúthellingar. Enn fremur létu konungshjónin byggja mjög veglega kirkju í Dunfermline og gáfu verðmætar gjafir til klerka og kennimanna. Það var fjöldamargt að í skozku kirkjunni, sem hneyikslaði trúar tilfinning Margrétar, — á- hugaleysi, skortur á reglusemi og óhlýðni, og til- raunir hennar til þess að breyta þessu gjörði hana óvinsæla á meðal viss hluta fólksins, en hún lét það ekkert á sig fá, og þrátt fyrir þá mótstöðu boða til fjölmennra funda og stóð þar frammi fyrir óvinum sínum og krafðist þess, að þeir breyttu um til batnðar. Á meðan þessu fór fram á Skotlandi, var Vil- bjálmur sigurvegari að leggja undir sig England ^g ekki leið á löngu áður en Maloolm varð ljóst, ? haim mundi ekki gjöra sig ánægðan með land- svæði það, sem lá sunnan Tweed árinnar. Edgar magur Malcolms hafði reynt að leggja Yorkshire un ir sig en ekki tekist, en það var samt nóg til þoss að beina huga Vilhjálms sigurvegara norð- T1.r,^ °g nm sama leyti hugðist Malcolm s^ja leik a borðý fyrir sjálfan sig og um leið hjálpa Edgar með því að herja á Northunibria fylki. En a meðan IMalcoIm var í þeim leiðangri, tók einn af .lörlunum í hans eigin ríki, Copatric, frá North- iimbnu upp á því, að skerast úr leik og taka að ®rja á eitt af fylkjum eða ríkjum Maloolms— raimberland. Þegar Malcolm fréttir það, varð nl<aflega reiður og strengdi þess heit, að m s ybli eitt hús standa uppi á milli ánna yno og jweed. Þessa heitstrenging sína má neita að Maleolm framkvæmdi að fullu; jafnvel argre , hm ágæta drotníng hans, sýnist ekki a megnað að aftra honum frá að hefna sín lonn-^1 Þó geta nærri, hve þungt ía5# R-iá hve lítil áhrif eftir aít að fólksínl a trnarmeðvitund og siðgæði ;iruTn margendurtekur sagan s g a Skotlandi. Og þratt fyrir það þó Vilhjálmur ffri með her manns norður fyrir weed ana til þess að revna að jafna sakir við Malcolm, sem honum fanst mjög óþarfur, þá varð honum lítið ágengt, segir sagan. Það virðist, að hann hafi mætt Malcolm við Tay ána, og gekk Maloolm honum á hönd þar að nafninu til. En auðsjáanlega hefir það ekki verið nema að nafn- inu, því undir eins og Vilhjálmur þurfti að fara til Normandíu til þess að jafna þar sakir, þá tek- ur Malcolm aftur að herja á Northumbriu, þrátt fyrir það að sonur hans frá fyrra hjónabandi, sem Duncan hét, hafði verið tekinn til konungshirðar- innar á Englandi og var haldið þar í gisling og var hann því beint að stofna lífi drengsins í hættu með þessari aðferð. Það var sérstaklega erfitt fyrir ókunnuga að fara í hemaðar leiðangur gegn Skotum, því þeir voru vanir að faverfa allir saman eins og jörðin faefði svelgt þá lifandi, þegar óvinir þeirra komu. Þannig var það þegar Bobert sonur Vilhjálms sigurvegara kom með her norður fyrir Tweed ána, al'búinn til atlögu, þá sá hann ekki nokkurn lifandi mann, hvar acm hann fór, svo hann var nauðbeygður til þess að hverfa heim aftur án þess að draga sverð úr slíðrum; en honum þótti tryggi- legra að láta byggja kastala, sem síðan hefir ver- ið kallaður New Castle—nýi' kastali—, og var hann bygður við ána Tyne í þeim tilgangi að verj- ast árásum Skotanna. (Frámh.) Svanurinn friðaður. Margan mann hefir svanahljómurinn hrifið, og fegurð þessa yndislega fugls. Börnin fagna komu hans á vorin og gleðjast af söng hans á tjörnunum. Ferðamaðurinn verður hugfang- inn af “svanasöng á heiði”; hvílík hressing og huglyfting í þögninni og einverunni. Skáldin yrkja honum lofdrápur. Fléstum kemur saman um að tigni fuglinn hvíti veki ljúfan unað og gleði hvar sem hann kemur og lætur heyra svana- sönginn. 1 sumum sveitum hefir hann lengi átt frið- land; orpið í sama tjarnarhólanum ár eftir ár; lifað í friði með afkvæmi sín alt sumarið og kom- ið aftur næsta vor. Hann hefir sjálfur notið sveitarsælunnar í fullum mæli, og hann hefir aukið á sveitasælu mannanna. Þeir mundu sakna hans eins og góðs vinar ef hann kæmi ekki aftur. En svo eru aðrar sveitir, sem honum hefir aldrei verið vært í. Síst í sjávarsveitum og við kaupstaði. Hann verður að faafast við að vetr- inum við sjávarsíðuna, en reynir að halda sig svo f jarri mannabygðum sem hann getur. Hann þjáist ekki af kaupstaðarsótt eins og fjöldi manna. Einn tók sig ekki alls fyrir löngu út úr, kom sem gestur á Tjömina við Reykjavík. En bann var ekki lengi í þeirri Paradís. Hann lifði ekki daginn. Skyttan var hittin og riffillinn góður. Þessi tigni gestur borgarinnar var skotinn á löngu færi. Sú tegund rifla var lengi auglýst á eftir og það haft til meðmæla, að með einum af þeirri tegund hefði svanurinn verið skotinn í Reykja- víkur-tjörn. En nú eru allir svanir friðhelgir í öllum sveitum. Fuglafriðunarlög eru að vísu einatt brotin í öllum löndum. Það er því viðbúið að einhver falli fyrir freistingunni, og að einn og einn svanur falli fyrir skoti. Það er svo auðvélt reilkningsdæmi þetta — fyrir mann sem ekki kann að skammast sín fyrir að brjóta lög —: brotið kostar 2 kr. ef það kemst upp, en svanurinn er 5 króna virði. Það borgar sig að skjóta, minsta kosti hinn fyrsta. Samt sem áður er góður íengur í friðunarlögunum. Tamdir svanir er prýði margra borga í öðr- um löndum. Engin jafnmikil og jafnódýr prýði fyrir höfuðstað íslands er hugsanleg í bráðina eins og tamdir svanir á Tjörninni. Þegar brú er komin yfir Tjörnina og tamdir svanir eru þar á sveirni, mun margur ungur og gamall staðnæmast á brúnni og skemta sér við að horfa á þá og gefa famm. —Dýravinurinn. Vitur Asni. Margar sögur eru til um hunda, hesta og önn- ur dýr, sesrn hafa verið langt í burtu frá heimil— um sinum og skilin þar eftir, að þau hafa ratað 'heim til sín aftur. Þannig var það altítt, að mönnum voru lánaðir hestar langar bæjarleiðir, jafnvel í aðrar sveitir(>þar sem yfir fjallveg var að fara, og þegar komio var á áfangastað þurfti ekkert annað en taka beizlið fram af þeim og sleppa þeim lausum, þá fóru þeir sjálfir heim til sín. Þessi sága, sem hér fer á eftir, er af asna, sem enskur liðsforingi, er Dundas hér, átti. Hafði hann eignast asnann þegar falmn var í Gibraltar. Eftir noikkurn tíma var sjóliðsforingi þessi send-" ur til Malta, en þar þóttist hann þurfa á asnanum að halda. Svo hann var sendur með skipi, sem lster hét, áleiðis, en skip það hrepti vont veður og strandaði loks á sandgrynningum skamt frá de G-al höfðanum. Það var hvassveður og úfinn sjór, svo skipverjar voru hræddir um að skipið mundi Jiðast í sundur. Svo kafteinn skipsins af- réð að létta á því, með því að kasta nokkru af skipsfarminum fyrir borð, og það fyrsta, sem út var kastað, var asninn. Þegar hann kom í sjóinn þá sökk hann og skipverjar sáu ekkert meira af honum og töldu víst, að hann væri dauður, 'því veðrið var svo mikið, að bátur, sem settur var á flot og átti að reyna að ná til lands til að senda boð um favernig komið væri fyrir skipverjum, komst ekki tvær lengdir sínar frá skipinu, þegar öldurnar steyptust yfir hann og mennirnir fór- ust, eða með öðrum orðum,\það var- bráðófært veður. Enginn veit hvað á daga asnans hefir drifið, a meðan hann var að veltast í stórsjóunum og j berjast við óveðrið. Hann náði landi eftir harða sókn, en svo var hann þjakaður, að bann skjögr- aði þegar hann gekk upp flæðarmálið, komst upp á þurt land og hvíldi sig. En hann var meira en tvö hundruð mílur vegar í burtu frá heimahögun- um í landi, sem hann hafði aldrei séð áður né kom- ið í. Eftir að asninn hafði fylt sig vel og hvílt, leggur hann af stað heimleiðis eftir ókunnum veg- um, yfir fjöll og fyrnindi og eftir fáa daga stóð hann fyrir utan hliðið í Gibraltar einn morgun, þegar því var lokið upp, og undir eins og hliðið var opnað teknr hann á rás og heim að húði sínu, og stanzar ekki fyr en inn við stall. Hirðingar- maður furðaði sig mjög á þessu og hélt að asn- inn hefði orðið eftir af skipinu. En nokkru síð- ar konl skipið Ister til Gíbraltar og sögðu þá skipverjar frá öllum atvikum. Ykkur þykir máske undarlegt að asninn, sem bar nafnið “Valiant”, var ekki tekinn á leið sinni í gegn um héruðin á Spáni. En ástæðan fyrir því er annað hvort sú, að menn hafa ekki náð hon- um, eða, sem líklegra er, haft ýmugust á honum. Það var siður á Spáni, þegar óbótamönnum var opinberlega hegnt, að binda þá á asna og færa þá á þann hátt á refsingarstaðinn. Ásnar þeir, sem til þess voru notaðir, báru göt í eyrun- um, var í þau hnýtt snæri og fangarnir 'bundir með þeim. Yesalings Valiant hafði einu sinni verið notaður til þess starfa og bar hann þess merki á eyrunum. En spönsku bændurnir höfðu hinn mesta fordóm á þeim dýrum og létu sér ekki detta í hug að koma nálægt þeim. Viturleiki fílsins. Einu sinni var fíll í Neapel á Italíu, sem var svo tamur, að hann var látinn ganga laus á stræt- um borgarinnar. Þeir, sem voru að vinna í kon- ungsfaöllinni, notuðu hann oft til ýmsra vika. Einkum var hann hafður til að bera vatn í eir- katli miklum. Hann hafði veitt því eftirtekt, að farið var með bilaða katla til eirsmiðs til aðgerðar. Einn dag varð hann var við, að gat var komið á ketilinn hans, og fór hann með hann til eirsmiðsins. Smið- urinn gerði við ketilinn, en ekki betur en svo, að vatnið hripaði niður úr honum. Þá brá fíllinn sér að vatnsbólinu, fylti ketilinn og faélt faonum síðan yfir höfði smiðsins þangað til faajtn var orð- inn faoldvotur. Smiðurinn lagaði þá það sem áfátt var og faélt svo ffllinn áfram vatnsburðinum. — Þákklátssemi filsins. Fíll nokkur í borg á Indlandi var vanur að fá faandfylli af kálmeti fajá kálsölukonu einni, í hvert skipti sem hann gekk yfir torgið. Einu sinni 'féll á hann æði svo mikið að hann sleit sig lausan og flýði þá alt fólk felmtrað af torginu. Kálsölukonan stökk líka undan, en í ofboði skildi hún eftir barn sitt kornungt, sem faún hafði hjá sér, Alt í einu bar fílinn þangað að, sem vel- gjörðakona hans var vön að sitja. en varla hafði faann séð bamungann fyr en æðið rann af honum og kom á hann mesta kyrð. Hann hóf vinalega upp barnið, sem titraði af hræðslunni, og setti það óskaddað niður á þak sölubúðar einnar, sem stóð þar rélt hjá.—Æskan. Hugboð dýranna. Dularfullur leyndardómur hlýtur að felast í liugviti dýranna. Hver getur ráðið þá gátu með vissu? — Snemma á sumrinu 1845 urðu menn þess varir, að mýs voru að flytja sig af Rangár- völlum og Landi norður yfir Þjórsá út í Gnúp- verjahrepp. Var sá flutningur með þeim hætti, að þær sneru upp kúaskánum, sem voru harðar, og brúkuðu þær fyrir ferjubáta til flutnings yfir ána, á svonefndu '‘Gaukshöfðavaði”, þar sem áin var straumlítil. Þetta sáu og sögðu sannorð- ir menn. — Sama sumar, þriðjudaginn annan í september að liðnum dagmálum, fóru qð heyrast brestir og dunur miklar, og um leið sló á loft upp bláleitum sorta, svo varla varð vinnubjart. En brátt urðu menn þess varir, að þessi undur höfðu upptök sín í Heklu, eldfjallinu mikla. Þetta var 18. gosi hennar, sem hcr ræðir um. En svo brá við, að lengi eftir þetta varð ekki vart við mýs á Rangárvöllum eða Landi. En næsta vetur eftir gosið varð ekkert varið fyrir músagangi fyrir norðan Þjórsá. —;Árið 1878, hinn 27. febrúar. kom , eldur upp í Krakatindi svo kölluðum. Hann er skamt. frá Heklu, og hefir að líkindum verið eitt- hvert samband þeirra á milli. Sá sem þetta skrif- ar man glögt eftir þessum gosum báðum, og var samtíða þeim mönnum, er sögðu frá flutningi músanna. — Einar Magnússon í Dýrav. Kvöldsýn. Friðarboginn brosir hýr, býður ‘ ‘ góðar nætur ’ ’. Iðar sogið, aldan flýr, eygló blóði græturl Himinfesting heiðis-blá hjúpar Ránarveldi. Það er sælt að sofna á svona fögru kveldi. (G. G. í Gt.—Hbl.) Skrítla. Professional Cards Þetta pláss í “Professional” dálk blaðsins ætti ekki að standa lengi autt. Festið það DR.B J.BRANDSON 701 Llndsay Buildlnc Phone A7067 Offlce tlmar: 2—3 HeimUl: 776 Viotor St. Phone: A 7122 Winnipeg, Man. Dr. O. BJORNSON 701 Lindsay Baildlng’ Offio® Phone: 7067 Offfice timar: 2—3 Heimili: 764 Vlotor St. Telephone: A 7bS6 Winnlpeg, Man. . DR. B. H. OLSON 701 Lindsay Bldg. . Office: A 7067. Vi&takt&mi: 11—12 og 4.—6.80 10 Thelma Apts., Horne Street. Phone: Slieb. 5830. WINNIPHO, 1€AN. Dr. J. 0. FOSS, íslenzkur læknir Cavalier, N.-Dak. Dr. J. Stefánsson « «•1 B»yd Bulldlifc COH. PCRT^CI ATE. & IDMOPTOP *T. Stuadar eingongu augn, eyiaa. nel •g kverka aiúbd&ma. — Er .8 kitte fréU. 10-12 i.h. eg 2- 5 e. h.— Talsfmi: A 3521. Helmlli: 627 MicMillan Ave. Tals. P 2691 Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd Bntldlng Cor. Portage Ave. og Bdmonton Btundar sérstaklega berklasykl og aðra lungnasjðkdúma. Br aC flnna A skrlfstofunnl U. 11— 12 f.m. og kl. 2—4 c.na Skrlf- stofu tals. A 3621. Heimili 46 Alloway Ave. Talsiml: Sher- brook 3168 DR. K. J. AUSTMANN 810 Sterling Bank Bldg. Cor. Portage og Smith. Phone A 2737 Viðtalatími 4—6 og 7—9 e.h. Heimfli að 469 Simcoe St. Phone Sh. 2758 J. G. SNÆDAL, TANNLŒKNIR 614 Somerset Block Cor. Portege Avc. eg Donald Street Talxími:. A 8889 J. Johnson & Co. KlaeðskurðartnaSur fyrlr Konur og Karla Margra &ra reynsla 482)4 Main Street Rialto Block Tel. A 8484 WINNIPEG Thos. H. Johnson og Hjalmar A. Bergman fslenzldr logfra-Aingar Skrifstofa Room 811 McArthur Bulldlng, Portage Ave. P. O. Box 1056 Phones: A6849 og 6S40 Giftinga og n , Jarðarfara- blom með litlum fyrirvara Birch blómsali 616 Portage Ave. Tals. 720 ST JOHN 2 RING 3 Anna, ,við systur sína: “Heyrðu, Sigga, það er einhver ókunnugur kominn.” Sigga: “Svo! Af faverju veiztu það?” anna: “Eg heyrði að pafabi sagði: ‘elskan ntín’ við faana mömmu.”—Æskan. Síimi: A4153 ísl. Myndastofa WALTER’S PHOTO STUDIO Kristín Bjarnason eigandi Næst við Lyceum leikhúsið 290 Portage Ar? WiMÍpeu W. J. IJM)AI, & CO. W. J. Lindal. J. H. Undal B. StefAnsson. I,ögfrí*®inKar 1207 Union Trust Bldg. Winnipeg íi er einnig aS finna 6. eftirfylgj- andi tlmum og stöCum: I.undar — á hverjum miBvikudegi. Riverton—Fyrsta og þriCja þriCjudag hvers mánatSar Gii i.ll—Pyrsta og þriCja miC- vikudag hvers m&naCar Arni Anderson, ísl. lögmaðnr í félagi við E. P. Garland Skrifstofa: 801 Electric Rail- way Chamhers. Telephone A 2197 ARNI G. EGGERTSSON, LLJL íslenzknr lögfrædingnr. Hefir rétt trl að flytja mál b*6l i Manitoba og Saskatohewan. Skrifstofa: Wjmyard, SaaAL Phone: Garry 2614 JenkinsShoeCo. 639 Notre Dame Avenue Vér leggjum sérstaka áherzlu t eS selja meSöl eftir forskriftum liekna. Hin beztu lyf, sem hægt er aS 64, eru notuS etngöngu. þegar þér komiS meS forskriftina til vor, megiS þér vera viss um fá rétt þaS sem læknir- inn tekur ttl. OOIjOIíKUGH & co. Notre Dame Ave. og Sherbrooke 8C. Phones N 7669—7660 Giftingalyfisbréf seld A. S. Bardal 843 Sherbrooke St. Selur likkistur og annaat um útiarir. AUur útbúnaSur aá bezti. Enafretn- ur aelur hann alakonar minnisvarSa og legateina. Skrtfst. talsími N 6o08 Heimilis talsíml N 6607 Vér geymun: reiðhjél yfir vet- urinn og gerum þ&u eins og ný, ef þess er óskað. Allar tegund- ir af skautum búnar til aanu kvæmt pöntun. Áreiðanlegt veric. Lipur afgreiðsla. EMPIRE CYCLE, CO. 641Notre Dame Ave. JOSEPH TAVLOR LÖGTAKSMAÐUK Helmllts-Tala: St. John 184a Skrtfstofn-Tals.: Maln 7978 Tekur lögtakl bæSl húsalelguskuldls, veSskuldir, vlxlaskuldtr. Afgretölr aN sem atS iögum lýtur. Skrifptofa, 955 Ma«n ROBINSON’S BLOMA-DEILD Ný blóm koma inn daglega. GMt- ingar og hitóðiablóm sértaklega. Útfararblóm búin með stuttaM fyrirvara. Alls konar blóm og frr á visaum tírna. —Islemzka töluð i búðinni. Mrs. Rovarzos ráðskona. Sunnud. tals. A6286 I • J. J. Swanson & Co. Verzla meö ta.teignir. Sjá ur leigu & húaum. Annaat lán om elawáhyrgSír o. fl. 808 Parts Buildtng A 6849—4 «31«

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.