Lögberg - 12.01.1922, Blaðsíða 5
LÖGBERG, PIMTUDAGINN
12. JANÚAR 1922
Bls. 5
Dodds rýmapillur eru bezta
nýrnameðaliC. Lækna og gigt,
bakverk, hjartabilun, þvagteppu
og önnur veikindi, sem starfa frá
nýrunum- — Dodd’s Kidney Pills
^osta 50c. askjan eða sex öskjur
fyrir $2.60, og fást hjá öllum lyf-
sölum eða frá The Dodd’s Medi-
cine Co., Ltd.. Toronto, Ont.
in. á öðrum stað er ofurlítil
smiðja, þar sem gera má við verk-
í®ri. — Tíðin hefir verið nokkuð
nmfhleypingasöm, sumar vikurn-
ar> síðan 'byrjað var á þessu verki,
en þó hefir verið unnið flest alla
dagana. — Reiturinn liggur af-
nragðs vel við sól, og þeir, sem
Kunnugir eru fiskþurkun, segja
að fiskur muni þorna þarna til
fiuna fyr en á reitunum við sjó-
inn. Má því gera ráð fyrir, að eft-
|rsókn verði eftir reitunum þarna
í holtinu.
--------o--------
Næturgali.
Manstu það, sem helzt má hugga
hjarta þreytt um nætur stund,
þegar dagsins mæðumugga
misþyrmt hefir værum blund?
Þegar enginn hreyfir hjali
huggunar né gleði til
þá nálgast bæinn næturgali,
sem nægan veitir þrótt og yl.
Við hvað linast veikra stingur,
v'ð hvað rumskast hreldra sál?
’Það er ljóðið, sem hann syngur
sólarroðið guðamál,
trygðaþnmginn ástarómur,
Sskulífsins harma fró,
gömlum þekkur dauðadómur.
övínað stríð og eilíf ró.
Það er bending guðs á götu,
gleðibjarmi sérhvers manns,
svo sjatni á heimsins fóisku fötu
iroðu kúfur óþokkans,
í*ar finst enginn hræsnis hreimur
®em hruflað getur nokkra sál,
þar finst enginn ilsku eimur,
egta fuglsins hreinleiks mál.
7E, komdu heim á hverri nóttu,
kotbæ engan.settu hjá,
hrygðar isinn bræddu og brjóttu,
svo brennheit verði hjartans þrá;
láttu gleymast brandinn beitta,
blóð, sem ýfir hjarta manns;
syngdu inn í sálu þreytta
svásar raddir kærleikans.
Jón Stefánsson.
MRS. ALEX JOHNSON
söngkonan alkunna, hefir með
höndum aðal hlutverkið í söng-
leiknum “Iolanthe”, sem sýndur
verður á Walker leikhúsinu mið-
vikudag, fimtudag föstudag, og
laugardag í þessari viku. Leikur
þessi er næsta tilkomumikill, text-
arnir samdir af W. S. Gilbert, en
músíkin eftir Arthur Sullivan.
Til leiksins er stofnað af félagi
hér í borginni, er nefnist Orpheus
Club. Sýndi félagið í fyrra sjón-
leikinn “Gondoliers”, eftir sömu
höfunda og söng Mrs. Johnson þar
einnig eitt af megin hlutverkun-
um. Allir, sem hlýddu á söng
Mrs. Johnson þá, voru sammála
um, að henni hefði tekist snildar-
lega. Enda er hún hvorttveggja í
senn, ágæt söngkona, gædd mikl-
um og góðum leikara hæfileikum.
Að henni takist vel í þessum leik,
þarf ekki að efa. Verkefni henn-
ar í þetta sinn er mun erfiðara en
það í fyrra, samt er fullvíst, að
hún er meira en maður fyrir því
og leysir það áreiðanlega af hendí
með sömu snildinni.
pað ætti ekki að þurfa að minna
Islendinga í Winnipeg á að heim-
eigenda!
SKIFTA
S A L A
25t!l 60%
Afsláttur á öllum vörum
Allir Alfatnaðir og Yfirhafnir
verða að seljast
Einnig Peysur og Nœrfatnaðir
Lyons Ltd.
HOUSE OF HART, SCHAFFNER og MARX
280 Portage Cor. Smith
F. H. CRUSE, Manager
Enok Arden
EFTIR TENNYSON
Jón Runólfsson þýddi.
Anna giftist Filip.
(Hartnær tólf ár eru liðin frá því er Enok lét 1 haf
með skipinu “Auðnan” og hefir aldrei spurst til hans.
Anna liflr viö skort. Filip aðstoðarv hana drengilega.
Hann biöur hennar sér fyrir konu. Anna lofast til aö
giftast honum eftir ársfrest, en þá voru liöin tiu ár frá
því er Bnok sigldi; hann er löngu álitinn aö vera týndur.
Anna biöur um frest á frest ofan: ber harm og þrá 1
hljóði—-----. “Er minn Enok týndur?“ spuröi hún 1
sálarangist sinni og sorg. Hana dreymir loks eina nótt
og ræöur hún drauminn þannig, aö hennar sárt þreyöi
Enok aé látinn.) pýðarinn.
■--------------“So these were wed.”
Svo giftust þau og klukknahljóðið klingdi
og kvað við glatt á heiðursdegi þeirra,
en glatt sló Önnu aldrei negg í barmi.
’Var æ sem heyrði ’ún fóttak sér við síðu,
hún vissi ekki hvað það var né hvaðan;
fanst einhver stöðugt að sér vera að hvísla,
hún vissi ekki hverju. Hjá því vildi ’ún
komast, að vera ein í húsum heima.
Um hug var henni út að ganga einni.
Hvað var það þá, sem olli því að oft
hún hugsi tók með hönd um klinkujámið,
s«n árætt vart hún gæti að ganga inn?
Grunaði Filip brátt hvað 'bar til þess:
slík hræðslugimi væri kunn um konur,
er fyrir þeim var ástatt eins og henni:
hún fór með barni; en er bamið sitt
|hún alið hafði, kom 'hin milda móðir
með nýju barni endurskírð, að skipa
öndvegi hjartans. Hennar góði Filip
varð nú i öllu hugkvæmst athvarf hennar,
og huliðsfylgjan hvarf með öllu brott.
Saga Enoks.
En hvar var Enok? Beggjaskauta byrjar
naut skipið “Auðnan” er það leysti’ úr höfn,
en sem hún kom i Spænska flóann fram
þá kembdi af úfnum álandssjóafjöllum,
lá við grandi þá; samt skreið hún skemdalaust
yfir um þvert og síblitt sumar jarðar.
Loks eftir volk og veltu í kringum Höfðann,
og svipleg brigði blíðra veðra og stríðra
skilaði ’ún sér með heilu og höldnu aftur
yfir um siiblítt sumar jarðar, kom þá
staðvindi himins blítt ^og beindi henni
i ástúð fram hjá gulllöndunum góðu,
unz austur þar hún lagðist hei'l x höfn.
Keypti þar Enok afar kynlegt margt,
er fágætt var á torgum þeirrar tiðar,
en bömum sínum logagyltan gamm.
Miður gekk heim. í fyrstu, dag frá degi,
um marga hafsins skíra sjóndeildi sást
stafnmyndin barmhvelfdj bærast vart, er
mænd’ún
út yfir gráðj er ýfðist fyrir brjósti;
svo gjörði logn, þá svæsna sviftivinda,
þráviðri hörð og hrakning langa vega.
Loks dreif þá fyrir afli ofsaveðurs
á niðamyrkri nóttu þar til skipið
við neyðarópið “boðar” braut í spón.
Týndust menn allir nema Enok þar,
og auk hans tveir, er helming nætur hengu
á brotnum rám og reiðaslitrum, unz þá
í dögun hrakti upp að ey, sem reis
í regin auðn úr reginsæ -— en frjó.
Ei skorti föng til viðurværis þar:
munntömust aldin, kókoshnot, og kjarnrót,
og auk þess fanst þar rádýr margt svo ramvilt,
að tamt það var, því hægur vandi að höndla
ef sannri mannúð sviðið hefði eigi,
að leggja hönd á líf svo varnar vana.
Þar uppi’á brún í gjá, sem gein mót hafi,
þeir gjörðu kofa, sem til hálfs var hellir,
og höfðu í þak hans pálmalim og lauf . . .
Svona bjóst fyrir þremenningur þessi
til setu þarna í Eden gnægta’og undi
við eilíft sumar illa sínum hlut.
Einn þeirra, er drengur hartnær var og hafði
kostast þá illu ófarnaðamótt,
veslaðist æ og háði stríð við hel
þrjú döpur ár. 'Þeir fengu fæti vart
frá honum vikið. Eftir andlát hans
fundu þeir tveir, sem eftir stóðu, stofn,;
tók félagi Enoks hugsanlaust að hola ’ann
með eldi að hætti Indíána, féll
sólbrandi lostinn. Las nú Enok einn
í beggja dauða bending drottins: “þrey.”
Alt upp á gnípu fjallið skógi skrýtt
hann hefjast sá og rjóður þess og rinda
liðast um brattann eins og braut til himins,
■beinvaxinn kókos krónum fjaðra drúpa,
Skordýr og fugla líða hjá sem Ieiftur,
vafjurtir langar gullinbjöllum glitra
vefjast um stafna tigulegra trjáa
°g teygja álmur alt að ægi fram,
og miðrar jarðar dýrð og geislaglóð;
sem slíkt hann sá, en það, sem helzt ’ann hefði
óskað að sjá, hann aldrei litið fekk:
mannlegrar sálar vinlegt viðurlit,
né þreyða mannsrödd heyrt; en heyrði í stað
þess
flöktandi sæfugls-mergðar glamm og garg,
* lágarða báknin drynja dimt við rifið,
vindþytinn svífa í toppi risatrjáa,
er gróðurfrjóvum greinum skotið fá
imd sólarbáli í himinhvirfis firð;
ellegar gljúfra fossaföllin steypast
'þysmikil niður fjallsins hlíð í hafið
er ranglaði hann með sænum, eða hann sat
í bjargskor sinni, er gagnvart hafi gein,
með farþrá manns, er fley sitt brotið hefir
og bíður komu skips, en dag frá degi
sér enga sigling: að eins þau hin sömu
eldroðin skeyti upprennandi sólar ;
sundrast við bjargið, sindra um pálmaskóginn;
Mossandi sól um hafið alt til austurs;
blossandi sól um eyna, yfir honum;
blossandi sól um hafsins vötn til vesturs;
svo þrúðga nótt með himin stórra stjarna
og hafsins brimgný dimmri æ og —- aftur
eldroðin skeyti upprennandi sólar,
en enga sigling------------------
“Thus over Enoch’s early silvering head”.
Og yfir snemma silfrað höfuð hans
sóltið og regntíð ár frá ári liðu.
Hann hafði’ ekki’ örvænt afturkomu sinnar
til vifs og barna að helgum heimaarni,
er skyndilega illri einvist hans
var hrundið. Annað skip fþað skorti vatný
sem hrakist hafði eins og Auðnan forðum
afskeiðis fyrir stormum ýmis-áttar
og lagst í hlé við eyna vilt og velkt;
þvi stýrimaður skipsins skarpsýnn hafði
i dögun snemma séð í gegn um glufu
á þokuhjúp, sem orpinn var um eyna.
dynlausan foss af flugubjargi steypast.
Var hópur manns á land upp látinn fara,
og bjóst þá hver, sem búinn stóð, að finna
einhverja sytru lækjar, eða lindar
og glumdu svo, að ströndin öll tók undir.
Skreyddist þá o’núr skoru f jallsins uppi,
með hárið langt og hæruskeggi kafinn
einbúinn trauðla menskum likur manni,
af 'bruna sólar brúnn og skorpinskinna
og gervi búinn fáránelgra flíka,
tnuldrandi eitthvert óskiljanlegt þvaður
með óðafasi, eins og vitfirringur
og benti þeim, þeir vissu’ ei hvað hann vildi;
eins fyrir því á undan þeim hann fór
þangað, sem tærir fjallalækir féllu;
en eftir því sem lengur leið og heyrði ’ann
mennina hjala sín á milli saman,
hans lengi bundna tunga tók að losna,
unz skiljanlegan þeim sig gjört hann gat.
Þegar er fötin voru fylt þeir hurfu
af skynding fram til skips með hann, en sagan,
sem inti ’ann þeim með stirðum tungutökum
—þó trauðla virtist trúánleg í fyrstu,
varð sennilegri síðan og æ og vakti
samkend og undrun allra’, er hana heyrðu.
Létu þeir honum föt og far til reiðu,
en oft með þeim hann vann og varp þá af sér
einangurskapnum. Enginn þeirra var
kominn frá átarhögum hans, né vissi
nein deili á því, sem fýstist hann að frétta. . . .
Sú för var löng og sóttist seint, því skipið
var trauðla sjófært; sveif þá æ á undan
þeim lötu vindum óðfús hugur heim,
þar til eitt sinn, er tungl í skýjum skein,
sem elskhugi gegnum alt sitt blóð hann svalg
engdvöggvum höfgan ilm í morgungolu,
sem lagði af Englands bleikum bjargaströndum.
Sikipverjar allir, æðri bæði og lægri,
intu þann morgun framlög fús af hendi
til glaðnings þessum munarlausa manni;
svo stýrðu þeir til lands og lentu honum
í sömu höfn, er lagði ’ann fyrrum frá.
Við engan mann þar mælti hann, en stefndi
heim—heim—hvert heim? Átti hann enn þar
heima ?
Bjart var þann aftan: svalt en sólskin glatt
unz upp frá gjögrum beggja hafna bólstruð
sjólæðan valt og grátt varð umhorfs alt;
vegarins huldist lengd og lega fjær,
rétt örmjótt svið varð séð til hvorrar handar—
hagkvisti visið holt og bleikir akrar.
Rauðbrýstingur á nær því nöktu tré
söng angurljóð, sem ekkert bergmál fann,
en dáið vægi dauðra laufa bar þau
í gegn um suddann eins og dauðadrífu.......
Og yrjan þéttist, svartar syrti að;
loks sá hann bregða Ijósi stóru fyrir
í úrgri móðu. Hann var komiriti heim.
(Eftir tilmælum þýðandaus endurprentumvér þennan kafla úr Enok Arden sökum misprent-
unar sem Varð á kvæðinu í jólablaðinu.—Ritst.]
sækja Walker þessa viku. pað er
ekki á hverjum degi, að íslenzkur
óperusöngvari kemur fram á
stærsta og fullkomnasta leikhúsi
borgarinnar.
--------o--------
Frá Islandi.
Sjö togarar hafa nú selt afla
sinn í Englandi, og hefir salan
gengið hörmulega hjá flestum,
svo að mikill skaði hefir orðið á
utgerðinni. Fer hér á eftir afli
togaranna og söluverðið: Leifur
hepni 1100 kassar, sala 906 ster-
lingspund, Apríl 1300 kassar á
856 sterlingspund, Gylfi 1000
kassar á 711 pund, Jón forseti
950 kassar á 700 pund. pau skip
sem hér fara á eftir, höfðu öll
jafnan afla, 900 kassa, og seldu
þannig: Skúli fógeti á 700 pund,
Ari á 636 pund og Maí á 658 pund.
Ymsir botnvörpungar eru nú á
leið til Englands.
Lausn frá embætti hefir Skúli
Árnason læknir í Skálholti fengið
frá 1. jan. n. k.
Reykhóla læknishérað er auglýst
til umsóknar. Frestur er til 15.
febr. næstkomandi.
Farmgjadsskrá Eimskipafélags-
ins er nýkomin út og gildir hún
frá 1. jan. 1922. Eftir henni hafa
farmgjöldin verið lækkuð að með-
altali um 35% frá 1. jan. þetta
ár. —- Farmgjald á kornvöru og
nauðsynjavörum heir lækkað um
45%, sykri 35 — 40%, sementi,
þakjárni og hessian 50 pro., stein
olíu 40 og öllum öðrum um 30.
Gunnar Egilson, erindreki
landsstjórnarinnar er nú fluttur
frá ítalíu og kominn til Barcelona
á Spáni. par verður hann þangað
til hann væntanlega kemur heim
í vor eða sumar, til þess að taka
við stjórn brunabótafélagsins.
Úr bréfi frá Akureyri. Almenn
ánægja hér nryðra með varúðar-
ráðstafanir istjórnarinnar gagn-
vart bolsevikuim í Reykjavík.
Menn vænta þess, að þeir menn
eem stóðu fyrir því að sýna lög-
reglunni mótþróa o g ofbeldi,
sleppi ekki við lögmæta hegn-
ingu.
Nýlega er látinn á heilsuhæli í
I Danmörku Haraldur Möller. Var
banamein hans lungnatæring, er
hann hafði þjáðst af lengi. Var á
Vífilsstöðum lengi í fyrra, en í
haust var hann fluttur til Dan-
merkur mjög veikur, til þess að
leita bata þar. Hann var starfs
maður Eimskipafélags íslands, og
vel látinn maður.—Lögr.
Að Tanlac sé dásamlegt meðal
handa börnum, sem heilsuveik eru
er sannað að fullu, með tilliti til
þessa þriggja barna, sem myndin
sýnir.
Litla Rlanche Blair, frá
Providence, R. I., 13 ára gömul,
þyngdist 10 pund; Regina McCabe
sem er henni á hægri hlið, og á
heima í Scranton, Pa., þyngdist
15 pund, en Richard litli Leary,
frá Philadelphia, og var aðfram
kominn, er nú orðinn hraustur, og
sællegur. Skýrsla um þetta, frá
foreldum bamanna, fylgir hér á
eftir:
Mr. A. M. Blair, sem heima á að
20 Atwood Street, Providence,
R. I. sagði: “Við erum, svo ham-
ingjusöm yfir því, hve Tanlac
hefir hjálpað litlu stúlkunni okkar
að við fáum ekki nógsamlega
lofað það. Hún hafði fallið í vigt,
um því nær 20 pund, og var orðin
afar veikluleg. Við vorum orðin
fjarska hrædd um hana. En síðan
Tanlac kom til sögunnar, hefir
hún þyngst, um 10 pund á skömm-
um tíma.og hefir fengið sitt
hraustlega útlit aftur, og lítur út
eins og önnur stúlka.”
Mrs. Catherine McCabe, 414
Dickens Ave., Scranton, sagði:
“Eftir “flúna”, var Regina
mín litla, í svo aumu ásigkomu-
lagi, að ég var orðin sárhrædd um
hana. En þá kom Tanlac til sög'
unnar, og bjargaði henni að fullu
og öllu. Áður var telpan, svo að
segja alveg lystarlaus, og mér
var það hreinasta ráðgáta á hverju
hún lifði, en hún var orðin svo
hugdöpur og beygð, að hún hafði
jafnvel ekkert gaman að hinum
hinum fallegu leikföngum, semj
hún fékk í jólagjöf. S'íðan hún'
byrjaði að taka Tanlac hefir
hún þyngst um fimtán pund, og
er eins og annað barn, kát, j
hraust og sælleg. pað er alt!
saman Tanlac að þakka.”
Richard Leary, 2342 Pale-
thorpe St., Philadelphia, sagði:
‘Mér blandast ekki hugur um,
að það var Tanlac, er bjargaði
lífi drengsins míns. Síðast liðin
tvö ár, hefði mér ekki brugðið
vitund í brún, þótt eg hefði séð
hann detta niður dauðan, nær
sem vera vildi, svo var heilsa
hans ibágborin. Hann hafði
magaveiki á afar háu stigi, og
fylgdi stundum svo mikil upp-
þem’ba af gasi, að við lá köfnun.
En Tanlac gaf okkur harji aft-
ur, hra^ustan og heilbrigðaji og
fyrir það á það skilið ógleyman-
legt hrós.” —
Rað er annars í sannleika sagt
yfirnáttúrlegt, hve Tanlac er
gott fyrir börn, sem þjást af
magaveiki. pótt Tanlac hafi
þennan feikna lækningárkraft,
þá inniheldur það samt ekkert af
málmtegundum, sem eru 1 svó
mörgum öðrum meðölum og geta
verið skaðsamar. pað, að Tanlac
er eingöngu unnið úr rótum og
jurtum, sem hafa ómetanlegt
g^ldi til styrkingar heilsunni,
gerir það að verkum, að jafnvpl
allra veikbygðustu börn þola
það, hvað mikið sem af því er
rotað.
Tanlac er selt í flöskum og
fæst í Liggett’s Drug Store, Win-
nipeg. pað fæst einnig hjá lyf-
sölum út um land; hjá The Vopni
Sigurdson, Ltd, Riverton, Man.,
og The Lundar Trading Com-
pany, Lundar, Manitoba.
sem heimsækir íslenzkt heimili, hvar
sem það kann að vera, er Lögberg. —
Lögberg færir yður nýjustu fréttir
úr umheiminum, og Löberg færir yður
þær fréttir, sem mest er eftir þreyð,
—fréttir frá íslandi—og greinar úr
öllum áttum.
Lögberg er íslenzka blaðið,
en kostar ekki meira en þau blöð, sem
minni eru.—Lögberg kemur út 52
sinnum á ári fyrir að eins $2.00. —
Gerist kaupendur nú.
The Columbia Press, Ltd.
útgefendur "Lögbergs"
P.O. Box 3172 WINNIPEG Talsimi: N-6327
^mni
f ”More Bread and Betfer Bread
pegar þér einu sinni hafið brúk
að Purity Flour við bökunina
þá munuð þér
Aldrei Nota Annað Mjöl
PURuy FLOUP
98 Lbs.
Biðjið Matsalann yðar um
poka af hinu nýja “High
Patent” Purity Flour
PusuryVcouí*