Lögberg - 02.03.1922, Blaðsíða 5
LÖGBERU, EIMTUDAGINN 2. MAEZ 1922.
Bla. 5
Hann hefir nú engan
verk í bakinu.
SYNGUR NÚ LOFGERÐ UM
DODD’S KIDNAY PILLS.
Saskatchewan maður, sem feng-
ið hefir heilsu og þyngst um
tuttugu pund, mælir með Dodd’s
Kidney PiIIs.
Wakaw, Sask., 27. febrúar. —
(Hraðfrétt) Simon Gaw'luk, vel-
þektur borgari hér, er ákveðinn
vinur Dodd’s Kidney Pills. Telur
þær óviðjafnanlegar.
“Eg er meira en þakklátur fyr-
ir að hafa notað Dodd’s Kidney
Pills,” segir Mr. Gawluk. “Eg
þjáðist af bakverk, en er nú af
völdum Dodd’s Kidney Pills al-
heill og tuttugu pundum þyngri.”
Að sjúkdómur Mr. Gawluks
stafaði frá nýrunum, sannast bezt
af lækning þeirri, er ihann 'hlaut
frá Dodd’s Pills. pær eru ekta
nýrna meðal og styrkja nýrun og
hreinsa blóðið. Hreint blóð þýð-
ir góða heilsu. Spyrjið nágranna
yðar hvort Dodd’s Kidney Pills
geri ekki skyldu sína.
pessi rödd hlýtur fyr eða síðar að
hljóma stöðugt í hvers manns
huga. Og “hann, herrann”, hjarta
guðs, kominn í iheiminn til að sá
kærleikanum í hjörtun, og taka
þaðan alla beiskju — hann legg-
ur fyrst og síðast alla áherzlu á
það, um fram alt, að elska guð
föðurinn um alla hluti fram. Og
engum er gefið meira tækifæri né
lengri frestur til að læra það, en
hinum gömlu, sem búnir eru að
sigla yfir hinn oft svo voðalega
ólgusjó mannlífsins, stöðugt elsk-
aður og varðveittur af guði, þrátt
fyrir alt og þrátt fyrir alt. prátt
fyrir alla vöntun á sannri elsku
á móti. — pessa sælu ættum við
allir og öll hér á Betel í meiri og
minni mæli að þekkja. Og svo
erum við svo oft mipt á þá sælu í
gegn um velvild fólksins, sem
það af kærleika sínum keppist við
að sýna þessu heimili og stofnun.
pað var á laugardaginn, þann
25. þ. m., afmælismánuðinn minn,
áður en eg fór upp í herbergið
mitt til að fá mér miðda^s-Iúr-
inn minn sæta, að mér var sagt,
að. nokkrar konur ætluðu að koma
hingað til að gefa okkur kaffi með
góðgæti kl. 3. pað þóttu mér góð-
ar fréttir, og þegar eg var að
ieggja aftur augun, datt mér í
hug, að það væri leiðinlegt að
geta ekki dreymt það, sem maður
vildi, því þá hefði eg getað verið
hjá konunum og drukkið kaffið
bæði^ í vöku og svefni. — En það
hefði nú verið of mikið af því góða.
Alt er bezt eins og það er. — pað
var engin tálvon, sem eg sofnaði
út frá. pegar eg vaknaði og kom
niður, voru konurnar komnar, all-
ar saman ungar konur og falleg-
ar- Eg gat ekki náð því hvað þær
sem félag kölluðu sig. Nafnið
var enskt og eg skildi ekki vel
hvað það ■ þýddi, — það var eitt-
hvert gleðskapar félag. En þær
voru elskulegar og prúðmann-
legar ‘í allri framkomu, og kaffið
með tilheyrandi ágætlega gott, og
þetta var nú alt í sannleika nóg.
— Svo eftir að hafa veitt kaffið
léku konurnar sjálfar þar á hljóð-
færi og sungu með mikið af ís-
lenzkum kvæðum og lögum, og
líklega enskum vísum einnig, því
fyrir víst einar þrjár af þeim voru
enskar. En það þótti mér verst,
að eg tapaði bæði af söngnum, og
af því að fá að kveðja þær pað
var alt Mr. J. J. Bildfell að kenna
frá mínu sjónarmiði, en honum
máske að þakka frá þeirra sjöt,
aimiði, að losast við þenna íeið-
ir.lega karl, mig. — Eg var nefni-
Jega kominn inn í öldungadeilá-
*na, og var þar að hlusta
ágætu grein eða fyrirlest
Mr. Bildfell, með fyrirsc
“í deiglunni.” Að henni
inni, eða lesinni, óskaði
eg væri orðinn “svo j
ensku”, að eg gæti snúi?
greininni, á enskt mál.
var að lesa fyrir okkur
þarna í öldungadeildinni
Hjálmar Hjálmarsson; koi
ac á heimilið í miðjum nc
í haust er leið, og hefir
lega verið kærkominn gesti
að öllum þeim, sem blin.
eða á einhvern ihátt bresti
hreysti til að lesa sjálfir
daga og kveld síðan hann’ I
hann einlægt fyrir alla 1]
a hann vilja hlusta, 0g e
árs gamall.
Viðvíkjandi heimsók
óatt mér í hug á meða
drekka hið ilmandi kaf
ar sérstakar náðarg
8áið gefið mannkyni:
þeirra, ekki sú sízta
deyfandi efni, er 1
voðalegu kvalir, þeí
sjúkdómar sæktu að.
andi við það datt mé
„ * /lð hefði verið láti
so ressa °k gleðja og
r - m er það’s
j«inu™r ''“»•<>? i
einung,s það, heldur
ri ÍTandÍ hin*a« mt
skara
. Æ/lnlega, þegar ein
íng kemur, en hverfur
og ofurlítill tómleiki ,
avo var það nú, þegar
var þögnuð og konuri
En það stóð ekki lengi, því fáum
mínútum rétt á eftir, komu hér
tveir menn. Annar þeirra var
Mr. Einar Einarsson, stórbóndi
frá Aðnum hér skamt frá, og Mr.
Guttormur Guttormsson, sklád,
frá íslendingafljóti. Mr. Gutt-
ormsson hafði aldrei komið hing-
að til Betel fyrri, og þóttist Mr.
Einarsson gera okkur hér stóran
greiða, eins og hann einnig gerði,
að koma með skáldið Ihingað. En
því miður var dvöl Mr. Guttorms-
sonar mjög lítil hér, þar sem
hann átti þó marga góða kunn-
ingja og að minsta kosti einn
góðan vin, þar sem eg var. En
C.P.R. er svo ergilega óbónþæg-
in. parna má ekki hinkra við
auganblik fram yfir. Hann er
hreint ekkert betri en Eaton. —
Mr. Einarsson kalla eg ekki stór-
bónda vegna þess eingöngu, að
hann er stórlega drengur góður,
heldur menira vegna þess, að all-
ur búskapur hans er myndarleg-
ur og í stórum stíl. Til dæmis
hefir hann ágæta ljósavél, sem
kostaði hann 1200 dali, og fram-
leiðir 36 rafljós, sem notuð eru
bæði innan um alt húsið og úti ú
fjósum og víðar. Húsið er stórt
og mjög vandað, og alt eftir
þessu.
Eg ætla þá ekki að segja meira
að sinni, “en kveð alla þá, sem
mér eru góðir, með kossi og
handabandi, en hina upp á
ensku.”
Gimli, 28. febrúar 1922.
J. Briem.
--------o--------
Or herbúðum
Sameinuðu Bændafélaganna.
U. F. M.
Bænda samtökin í Manitoba
eru að verða svo veigamikill þátt-
ur í framþróunarsögu fylki&búa,
að ranglátt væri að geta þeirra að
engu.
Við og við mun Iblað vort .flytja
fregnir af því helzta, sem innan
takmarka þess félagsskapar er að
gerast, einkum þó að því er við-
kemur hluttöku hinna ýmsu
bœndafélags deilda í samfélags-
lífi hvers héraðs um sig. Nú upp
á síðkastið, frekar en nokkru sinni
fyr, hafa deildirnar (Locals)
verið vel vakandi, og er svo að
sjá, sem hið harða árferði hafi á
engan hátt dregið úr álhuganum,
eins og þó víða vill ibrenna við,
heldur einnig það gagnstæða.
Deildir þessar hafa víðast hvar á
yfirstandandi vetri, stofnað til
skemtisamkvæma, þar sem fræð-
andi erindi hafa verið flutt af
innanhéraðsmönnum, og eins á-
gætum ræðuskörungum frá Win-
nipeg og fleiri borgurum. Einn-
ig hafa fyrirtaks söngkraftar ver-
ið víða til staðar, er skemt hafa
bæði með einsöngum og fleir-
rödduðum söng. pessi samkvæmi
hafa víða verið taldir fegurstu sól-
skinsblettirnlr, sem skammdegfe-
skýin aldrei fengu hulið.
Á skemtimótum þessum hefir
stundum nokkuð verið rætt um
stjórnmálin, svo sem um breyt-
ingar á núverandi kosninga lög-
gjöf, og má það ráða af umræð-
um víðasthvar, að bændur yfir-
leitt sé hlyntir fyrirkomulagi
hlutfallskosninga og telji í því
fólgna æskilega rétttarbót frá
því sem nú er. Enn fremur hef-
ir það víða komið skýrt í Ijós,
svo sem i Marquette og Neepawa
héruðunum, að bændur telja sam-
•bandsstjórninni skylt, að leggja
álla rækt við þjóðeignabrautirnar,
Canadian National Railways.
Bændafélags deildirnar hafa
rú tekið upp þann góða sið, að
skiftast á mönnum, láta einn
þann færasta úr þessari deild-
inni heimsækja til fræðslu og
uppörfunar. Slík mannaskifti
hafa átt miklum vinsældum að
fagna í hvívetna.
Kosningar fóru fram í kvenfé-
lagsdeild U.F.M., að Grand Nar-
rows, í síðastliðnum desember-
mánuði, og var stjórnin endur-
kosin í einu hljóði. Deildin þar
k^ypti Boggy Creek skólahúsið
gamla, hefir endurbætt það að
mun og gert úr því hina ágætustu
samkvæmishöll. Ekki hefir “þarf-
asti þjónninn” verið hafður út
undan, því rúmgott og hlýtt hest-
hús hefir verið reist í námunda
við samkomustaðinn, og getur
ihestunum því liðið vel meðan eig-
endur þeirra eru að skemta sér
og ræða um landsins gagn og
nauðsynjar.
Nýlega hafa fundir verið
haldnir í deildum að Langruth,
Erickson, Millbrook, Norris-Lake
og Teulon, er allir hafa fjölsóttir
verið og fræðandi. Alstaðar hefir
verið ibrýnt fyrir áheyrendunum,
nauðsyn samvinnunnar í iðnaði og
annari framleiðslu.
Fyrir rúmu ári keypti U. F. M.,
rjómabú, er nú nefnist Tihe Man-
itoba Cooperative Creamery.
Árangur þess samvinnufyrirtækis
hefir þegar orðið meiri, en jafnvel
no'kkrum dreymdi um, og hefir þar
skýrt sannast, hve samstarfið getur
komið miklu til leiðar, ef einlægni
og áhugi fylgir..
Allvíða eru bændafélagsdeild-
irnar búnar að' koma á fót góðum
bókasöfnum, sem orðið hafa og
■ erða í framtíðinni fjölda fólks til
gagns og gleði.
--------o--------
Leynir.
Svo heitir nýfundinn hellir í
Gjábakkahrauni í pingvallasveit,
og skýrir hr. Matthías pórðar-
son fornmenjafræðingu rí Rvík
svo frá honum í Vísi 2. ágúst
siðastliðinn: •»
í Eimreiðinni var skýrt frá all-
miklum helli 1 fyrra, Gjábakka-
hélli, skamt fyrir austan Gjá-
bakka, og í Vísi var enn sagt frá
tveimur minni íhellum skamt þar
frá. í fyrrasumar fóru tveir ung-
ir menn úr Reykjavík að skoða
þessa hella, og kváðust þá hafa
fundið enn einn, nokkru austar en
hina, og kváðu vera allvíðan
helli. Fyrra sunnudag (24. júlí)
var eg á pingvöllum og gekk við
fjórða mann að leita hellis þessa.
Fundum við hann brátt og geng-
um í hann allir. Um 67 m. frá
opinu, sem er svipað og á Gjá-
báldcahelli, fundum við miða með
nöfnum piltanna tveggja. Leituð-
umst við nú við að komast lengra
lengra og fundum framhald hell-
isins hægra megin, fremur þröngt
op í miklu niðurfalli. Gátum við
komist inn fyrir þau þrengsli og
hélzt þó urðin nær óslitin, en héll-
irinn allhár og víður. Nokkru
innar komum við að svo miklu
niðurfalli, að nær fylti ihellinn og
varð ekki komist yfir það. Vinstra
megin yst fann eg þó enn smugu
eina litla og gátum við með naum-
indum komist þar inn um, eftir
að hafa rýmt nokkuð til. Enn
gengum við um stund og sóttist
janan seint, því urð var mikil á
botninum víast hvar og niðurföll
nokkur stór og mjög ógreitt um-
ferðar, en ljósáhald höfðum við
að eins eitt. Loks tók hellirinn
að lækka mjög undir loft og stóð
þar stoð ein á miðju gólfi, en litlu
innar var hellisbotninn. Létum
við þar eftir á vörðu lítilli, er við
hlóðum, miða með nöfnum okkar
og danska mynt slegna á þessu
ári. Á útleið athuguðum við ýmis-
legt betur og fann eg þá aflhelli á
vinstri hönd eða vesturúr, innar-
iega. Var hann víður mjög sum-
staðar, en fremur lágur, nokkurra
tuga metra langur á að gizka;
hann greindist í tvo eða þrjá
hella með víðurn, flötum hvelf-
ingum, óhrundum; var inan til
vel manngengur og hinn vistleg-
asti. Aðal íhellirinn var um 6 m.
að vídd og 3 að hæð þar sem hann
virtist óhruninn, en hvergi sáust
svo reglulegir og fallegir hellis-
veggir sem í hinum hellunum.
Sumstaðar varð vart við leir, er
komist hafði með vatni gegnum
hvelfinguna og virtist hellirinn
ekki vera djúpt í jörðu. Framar-
lega mjög var afar digur stoð í
miðjum hellinum og þó vítt
beggja vegna.
Á leiðinni inn hellinn létum við
rekjast band af hnykli og hnýtt-
um á merki inni við hellisbotn-
inn. Á útgöngunni undum við
bandið upp aftur og mældist það
sðar 233 m. 742 fet), en aðgæt-
andi er, að 'bandið var dregið upp
og ofan öll niðurföllin. Gjábakka-
hellir var um 70 m. lengri.
peir voru með mér Ólafur stú-
dent Ólafsson frá Geldingaholti,
og Eyfirðingar tveir, Tryggvi
Magnús og Finnur Sigmunds-
son.
Enn kunna að finnast hér fleiri
hellar á þessu svæði; ættu ungir
menn að fara til pingvalla og gera
sér það til gamans og fróðleiks að
rannsaka betur hraunið og leita
fleiri hella. — Nauðsynlegt er að
hafa gott ljósáhald, helzt reið-
hjólaljós.
--------o--------
ÓDÝR HERSKIP.
Nú þegar Englendingar og
Ameríkumenn eru að gera samn-
inga um það, að draga saman
flota sina, og leggja niður all-
mikið af skipum, gæti það verið
ómaksins vert, að láta athuga
vandlega, hvort ekki væru þar á
meðal skip, sem væru hentug til
landvarna hér. Má búast við
þvi, að ef svo væri, þá mætti fá
skip fyrir lítið eða alls ekki neitt,
því að öðrum kosti verða þau rif-
in eða eyðilögð á annan hátt, og
það ef til vill ný og ágæt her-
skip. Englendingar eru að ræða
um það, hvort ekki muni vera
hægt að nota þau til geymslu, eins
og gamla “barka”. peir vita
sem sagt ekkert hvað við þau á
að gera, en finst leitt að rífa þau.
Og líkt er vafalaust um Ameríku-
menn.
“Fylla” hefir reynst ágætt skip
til landhelgisvarna og hún er
“sloo” úr enska flotanum. Gæti
vel farið svo, að slíkt skip fengist
ókeypis eða því sem næst — með
rá og reiða.
Væri það ekki, eins Og áður er
sagt, ómaksins vert að láta at-
huga þetta? pað gæti aldrei
kostað mikið. M. —Vísir.
Freiherr von Jaden
og lsland.
Um tuttugu ár munu nú frá
því, er Dr. Hans Krticzka Freiherr
von Jaden kom síðast til íslands,
og fyrnist margt á skemri tíma,
— en þeir sem kyntust íhonum hér
heima, muna hann vel og eins
hefir hann haldið óslítandi trygð
við ísland öll þau ár og verið einn
bezti vinur erlendis. Nýskeð
hefir hann verið beðinn að flytja
fyrirlestra um ísland í háskóla
Vínarborgar og ætlaði hann að
verða við þeim tilmælum. Hann
er ef til vill sá útlendingur, sem
flesta fyrirlestra hefir haldið um
ísland og hafa þeir allir verið
fjölsóttir og mjög rómaðir. pað
eitt, að Vínarháskóli ihefir snúiðl
sér til hans til að fræðast ýtar-
lega um ísland, sýnir betur en
nokkuð annað í hve miklu áliti
hann er. Oft hafa honum bor-
ist foeið%ir úr fjarlægum stöðum
um að flytja erindi um ísland og
þó að þann hafi fúslega viljað
verða við þeim tilmælum, þá hef-
ir hann ekki æfinlega komið því
við vegna embættisanna.
Dr. von. Jaden hefir nú um 25
áraskeið verið dómari í lands-
dóminum f Vín, en isíðastliðinn
júlímánuð, á 25 ára dómara af-
mæli hans — var hann gerður að
yfirdómara. Kjör hans eru eins
og kjör annara em'bættismanna
Austurríkis og mundu þau þykja
flestum útkjálka-mentamönnum
hér harla óviðunandi.
Allir íslendingar, sem komið
Ihafa til Vínarlborgar síðastlíðinn
aldarfjórðung, hafa verið boðnir
og velkomnir á heimili hans og
konu han,S, frú Ástu Jaden, sem
mjög er í hávegum höfð og mikils-
metin þar í borginni "og betri en
nokkur útsendur sendiherra fyrir
ísland,” eins og merkur útlend-
ingur sagði nýskeð við íslending,
sem þar var á ferð. Gestrisni
og alúð þeirra hjóna er mjög við-
brugðið og heimili þeirra talandi
vottur um ísland, — íslenzkasta
heimili sem til er, að því leyti, að
hvervetna er þar skreytt íslenzk-
um munum, ábreiðum söðlum,
trafakeflum, kolum og fleira þess
háttar.
Pó að mjög hafi skift til hins
verra um fjárhag þeirra hjóna
vegna styrjaldarhörmunganna þá
eru þau glöð og halda rausn sinni.
Mjög er þeim kært að ræða um
Island og málefni þess og fylgja
öllu af áhuga, sem bér gerist. Dr.
Jaden les og skilur íslenzku full-
komlega, en talar hana eklci að
jafnaði. í bókasafni hans eru
margar ágætar íslenzkar bækur,
bæði gamlar og nýjar og siunar
mjög fágætar, en síðan 1914 hefir
hann enga íslenzka bók keypt,
vegna hins afaróhentuga gengis-
munar, og harmaði hann það mik-
ið.
Landi voru er það mikill sómi
og ómetanlegur hagur, er svo
mikilsmetinn maður sem Dr. Jad-
en gerist ótilkvaddur talsmaður
þess og vinnur því eins og hinn
þezti fulltrúi eða ræðismaður
Má ekki minna vera en þess sé
lofsamlega minst og væri vel, að
hann fengi einJhverntíma að verða
þess var að viðleitni hans væri
metin að makleikum hér á íslandi.
Víðförull. —Vísir.
--------o--------
“NÚ GET EG EKKI GEFIÐ
TIL BAKA.”
Eftir Monetalis, í Vísi).
petta er svarið í öllum búðum
um allan bæinn, þegar einhver
á að greiða gjald, er ekki stendur
á krónu. Enginn hefir smápen-
inga. Gull er löngu horfið, var
lítið notað og sjaldséð, þótt það
værþ aðalmyntin. Tvíkrönum og
krónum úr silfri tók mjög að
fækka á stríðsárunum, og á síð-
ustu árum hafa þær 'horfið. Tutt-
ugu-og-fimm-eyringar og tí-eyr-
ingar úr silfri fóru að verða
sjaldsénari og sjaldsénari. pá
komu nikkelpeningarnir í þeirra
stað. En nú eru allir þessir smá-
peningar ihorfnir burtu; já, meira
að segja eir-peningarnir og járn-
peningarnir, sem slegnir voru á
stríðsárunum, hafa sópast burtu
líka.
“Hvað er orðið af öllum þessum
peningum?” spyrja menn.
“pað eru einhverjir sem safna
þeim,” segja sumir.
Áður sögðu menn, að Islands-
banki safnaði silfrinu til að auka
málmforða sinn.
O-nei, menn safna þeim ekki.
Peningarnir fara þangað, sem
þeir eru hafðir í meiri metum;
þeir eru metnaðargjarnir. Ef
þeir eiga að fá að njóta fullrar
virðingar sinnar, verða þeir að
fara úr landi — og þeir eru nú
flestir farnir. Heiðarlegar silf-
urkrónur vissu það, að þær stóðu
í raun réttri hærra í tigninni, en
prentaðir pappírsmiðar, er hvergi
gátu sýnt sig nema heima fyrir,
já, og voru oftast þannig til reika,
að þeir gátu það jafnvel ekki
heldur. Svo yfirgáfu útlejidu
silfurpeningarnir alla ísl.banka-
seðlana og krónumiðana og fóru
út fyrir pollinn eins og hitt fína
fólkið; og svo skoppuðu allir aur-
arnir á eftir; þeir voru ekki allir
þar sem þeir voru séðir — á ís-
landi; þeir voru meiri fyrir sér.
Nú situm við eftir með alla
okkar seðla, sem kalla sig pen-
inganöfnum og lifa á gamalli
viðurkenningu, sem þeir fengu
þegar þeir voru fulltrúar fyrir
hreina, glóandi gullpeninga.
En þeir eru nú samt farnir að
lækka í tigninni; þeir finna það
ekki að eins þá er þeir bregða sér
út fyrir pollinn og hitta fyrir sér
nafna sína í kóngsins Kaup-
mannahöfn. peir finna það líka
heima, þegar þeir eru sendir í búð-
irnar, þeir fá ekki eins góð við-
skifti og áður. En þótt þeir séu
lítils virði, krónumiða-rgeyin, þá
eru þeir að nafninu til 100 aurar,
og af vana erum við að telja sumt
í aurum, og þá vantar aurana,
enginn getur “gefið til baka”!
pað verður að gefa út aura-
miða iíka. — En að brúka frí-
merkin? Hafið þið séð frönsku
auramiðana? pað eru frímerki,
sett innan í svo ágæt og falleg
gegnsæ hylki. Kaupmennirnir
gera það sjálfir, í stórum stíl, og
ríkið selur þeim frímerkin. En
kaupmennirnir eru fegnir að fá
þau, því að þeir auglýsa verzlun
sína á hylkjunum og þeir geta
S. Sigíússon að Lundar
SELUR NÚ
Titan Tractor og 3. botna P. og 0.
Plóga fyiir $839.50.
pessi kostaboð til viðskiftavina hans standa næstu
tvo mánuði. pessir Tractors eru af nýjustu
gerð, og sama er að segja um Plógana. peir sem
ætla að kaupa verkfæri í vor, ættu að skrifa hon-
um eða tala við hann bráðlega.
S. Siáfussoit, - I.imdar, Man.
’gefið til baka.”
Já, það getur verið ansi hentugt
þetta með frímerkin, en
betur kann eg við slegna mynt.
Hún dugir líka betur til allra
okkar “sæfara og barðræða.”
En ef okkar peningar verða eins
og nágrannanna og eins mikið
metnir og þeir,sópast þeir þá ekki
burt úr landinu líka, allir, allir,
hversu marga sem við sláum?
Jæja, ef það sannast, að við
getum ekki haldið uppi fullri virð-
ingu þeirra heima, þá sláum við
aðra nýja, sem við kyrsetjum
heima og skipum á bekk með
bankaseðlunum okkar og höfum
bara til að “gefa til baka“!
L J O Ð M Œ L I
1. Eg reið um fagra fjallaslóð
þars fjólan grær í lautum smáum,
en birkiskógar blómgva lóð
og blærinn leikur sér að stráum,
þar lækjarbeltin buna tær
um bratta hlíð í dalinn niður
og foss í þrengslum hamra blær
sem hrynji bára ströndu viður.
séra GUÐLAUG GUÐMUNDSSON,
prest á Stað í Steingrímsfirði.
11. pú vita skalt, að ein ei ert
í eyðilega fjallasalnum.
Eg fylgdi þér um fótmál hvert,
sem farið hefir þú i dalnum;
og hvert sinn, þegar sólin hlý
er Bigin niður að hafsins straumi,
í sélinu hérna’ eg hjá þér bý
og hjala’ við þig um ást í draumi.’1
2. par niðar elfa ofan dal
og óteljandi fossa myndar
en þeirra hljóð í hamra sal
þar háir endur-kveða tindar ,
þar synda lækjum endur á
með unga-fjöld á sumardögum
og lömb í flokkum leika smá
í laufa kvikum skógardrögum.
3. Eg bélt svo fram sem leiðin lá
um langa stund i dalinn væna
um flatar sléttur fram með á
unz fyrir.mér varð lækjarspræna
þar selrúst gömul sést vel enn
er svanbvít forðum bygði meyja
en bún var eins og aðrir menn
að ekki komst bún hjá að deyja.
4. En lautin sem hún sat oft í
um sumarkvöld í aftanblænum
þá gullinn roði reifði ský
og ró varð yfir hlíðum grænum
hún Iblikar enn af eyrarós
sem á í hennar skauti rætur,
þá kallar sumar sólarljós
frá svefni vetrar blóm á fætur.
5. En nú eru síðan ótal ár
að Áslaug sat í dalnum fríða
og gætti þar sins föðurs fjár
í frjóum brekkum grænna hlíða
hún annað sjaldan heyrði hljóð
en höfgan nið í fossi gráum
sem kveður jafnan ástar óð
um öldurnar á straumi bláum.
6. Henni fanst þó lífið leitt
sem lifði hún þar í fjallasalnum
því það var alt og ekki neitt
er auga mannlegt sá í dalnum
er festa mátti elsku á
í einverunni fljóðið bjarta
en þó var einhver ástarþrá
sem órótt gjörði meyjar hjarta.
7. Um morgun einn hún blundi brá
er bjarma sló á skjáinn þunna.
Og nætur-tár af blóma brá
hín ‘blíða þerrði morgunsunna.
pá lifna sýndist sérhver grein
við sólar yl og birtu ljósa,
en gr'átin settist Áslaug ein
á eyrina sína milli rósa.
8. Hún grét að vera ávalt ein,
sem útlæg fram á regin-fjöllum,
en í því bili sá hún svein,
hann sýndist fegri mönnum öllum,
er áður fyr í sveit hún sá,
hann silkiklæði rauðleit skreyttu,
með andlit bjart og augun blá,
sem ástar geislum frá sér þeyttu.
9. pars fagurlokkað fljóðið beið
hinn fríði sveininn staðar nemur,
og talar þítt á þessa leið:
“Eg þekkja vil hvað til þess kemu-
að þornar ekki dögg um dag
á dýrstri lilju meðal blóma,
og æskan syngur sorgarlag
um svikula ást og reynslu tóma.
10. Ef grætur þú, hin góða mær,
eg glaður lifa má ei heldur;
mín vonar-sól, sem skín isvo skær,
þú skilur ei hvað slíku veldur;
en álfasveins er 'hjartað hlýtt
og hreinni ást þar muntu reyna,
en finna máttu, fljóðið blítt,
í fölsku brjósti menskra sveina.
II.
1. 1 rósablöðum blómálfarnir smáu
búastað eiga hlýju sumri á.
peir gægðust fram, en hvað var sem þeir sáu,
er sólargeislinn varmur kysti þá?
peir sáu mey í faðmi sveinsins fríða,
og fuglinn litli söng á birkigrein.
pau sjá éi hvernig sælu tímar líða,
og svipill norn þau bak við stendur ein.
2. Og blómálfarnir höfuð létu bníga,
þá heyrðu að fuglinn söng um örlög grimm,
sem væri hinsta sumarsól að hníga
í sollnar öldur bak við skýin dimm.
En elskendurnir sáu ei veru svarta,
Er sat þeim nær og feiknstaf báðum reit.
pau hvíldu vært á beði rósra bjarta
og beggja hjörtu saman slóu heit.
3. Á meðan sumarsunna dalnum hlúði
og svanur lék á tjörn í klettaþröng,
þar lifði sveinninn sæll hjá ungri brúði,
í sjafnar draum, þeim tíðin fanstei löng.
En daginn stytti, sól að ægi svölum
settist snemma, dögg varð ihéla grá,
rósin féll á 'bleikum jarðar bölum
og iblómálfanna hópur leið í dá.
4. Nú kom haust—og harðir norðanvindar
hrista bliknuð lauf á skógargrein,
dísin hinnar litlu, bláu lindar
þá ljóð um vetrarkulda syngur ein.
Faðir þá með fák að heiman vendi,
fagurt til að sækja meyja val.
pá var hinnst að hryggu auga rendi
hárfríð drósin yfir sæludal.
III.
1. pað var á aftni einum,
er eigló fögur hneig
að sævi himin-hreinum
og Hjálmar sló á teig,
að fljóðið hans ið fríða,
sem fól í hjarta sár,
í hljóði sá til hlíða
og höfugt feldi tár.
2. Hundur gó, en halur
í hlaðið ríða vann,
frár, sem flýgi valur,
fákur á skeiði rann.
Sá var silki skrúða
seggur rauðum á.
Hann veik að blómi brúða,
er bliknaði sjón við þá.
3. Áslaug örmum vafði
hinn ástarblíða hal,
er sífelt syrgt hún hafði
frá siðsta fund í dal.
En nú að norna dómi
þau ná-dys vígði köld,
er síðsti sólarljómi
á sæinn skein það kvöld.
4. pví hvort í annars örmum
sinn anda mistu þar,
en burt frá hejmsins hörmum
þær helgu sálirnar
svifu um leiðir ljósar,
léttum vængjum á.
Ást við drengs og drósar
dauðinn brosti þá.
Poleticus 1913.
Alþýðan skal að eins fórn,
hún er og verður kálfur;
eg vil heimta heimastjórn,
en hafa völdin sjáflur.
Mig ef eigi seggir sjá,
sem eg allvel þekki,
það er segin saga þá:
eg sé þá heldur ekki.
A porraþræl.
Hríðar-orri mæðir mitt
minnisknarar svæði,
stríðinn porri syngur sitt
síðsta farar kvæði.
STÖKUR.
Leiðindi.
Vonar dapurt lýsa log,
þá leiðindin að sverfa,
þau eru líkt og leyftra-flog,
sem líða hjá og hverfa.
Jeg er stundum hetja hörð,
held ei neitt mig bugi,
hugurinn yfir haf og jörð
hefur sig á flugi.
pá hamförum andans í
út um líð eg geiminn,
augum smáum on'um ský
yfir lít jeg heiminn.
pegar loks jeg vakna við,
af værum skálda draumi,
hrekst jeg innan um hark og nið
iheimsins fyrir straumi.
Mörg er byrðin þrauta þung,
þó skal engu kviða,
vilji Guð mun öndin ung
endast til að stríða.
Vísa, sem ort var, þegar fjöld-
inn fékk atkvæðisrétt frá 25 ára
aldri:
Ráð eru köld og heimskan hylt,
húmi földuð gjöldin,
nú er öldin nógu vilt,
nú hefir fjöldinn völdin.