Lögberg - 01.06.1922, Blaðsíða 1

Lögberg - 01.06.1922, Blaðsíða 1
SPEIRS-PARNELL BAKINGCO. ábyrgjast yður fulla vigt, beztu vörur fyr- ir lœgsta vtrð sem verið getur. R E Y N IÐ Þ AÐ! TALSÍMI: N6617 - WINNIPEG Það er til myndeLsmiður í borginni W. W. ROBSON Athu-gið nýja staSinn. KENNEDY BLDG. 317 Portage Ave. Mót Eatons 34. ARGANGUR WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN I. JÚNÍ 1922 NUMER 22 Helztu Viðburðir Síðustu Viku Canada. priðjudaginn þann 23. maí, síð-' astliðinn, lagði Hon. W. S. Field- j ing, fjármálaráðgjafi sambands- stjórnarinnar, fram fjáukiga j frumvarp sitt, og flutti vío það j tækifæri langa og snjalla ræðu. 1 Svo að segja hver einasti þing- maður var í sæti sínu og fylgdi jþingheimur allur erindi ráðgjaf- ans með hinni mestu athygli. Mr. Fielding er ekkert barn í lögum, að því er viðkemur undirbúningi fjárlaga frumvarps og framsögu- siíkra mála á þingi. Hann gengdi eins og kunnugt er, fjármáiaráð- gjafa embætti í ráðuneyti Sir Wilfrid Laurier um fimtán ára skeið, eða frá 1896 til 1811 óg hefir um langan aldur verið tal- inn einn hinn allra vitrasti fjár- hagsfræðingur hinnar canadisku þjóðar. Mr. Fielding er nú kominn yfir sjötugt, en heldur sér enn framúrskarandi vel. Fram- söguræðu fjármálaráðgjafans var tekið með miklum fögnuði af stuðningsmönnum stjórnarinnar, sem og jþingmönnum bænda- flokksins, yfirieitt, þótt líklegt þyki, að ýmsum úr þeim flokkiy hafi tæpast þótt verndartolla- lækkunin ganga nógu langt. pað, sem einkennir fjárlaga frum-j varpið samt öllu öðru fremur, er; læ'kkun verndartollannay þyí íj raun og veru gengur hún eins og rauður þráður í gegnum allar upp- ástungurnar, eins og þær birtastj í frumvarpínu. Tollurinn á landbúnaðaráhöldum og flestum lífsnauðsynjum, er lækkaður til > muna, en á hinn bóginn hækkað- ur allmjög á munaðarvöru, svo sem dýrari Legunduin vindla og j vindlinga. ISöiuskatturtinn (Sales Tax), er hækkaður um fimtíu af; hundraði og hlýtur því að gefa! stjórninni feykilega mikinn tekju- auka. Af þessu má glögt sjá, að tollbyrðarnar, samkvæmt fyrir- mælum frumvarps þessa, aukast drjúgum á þeim, sem mest hafa gjaldþolið, en léttast að sama skapi af herðum þeirra, er miður mega sín efnalega. Hér fara á eftir helztu breyt- ingarnar frá núverandi fyrir- komulagi, sem fjárhagsfrumvarp- ið fer fram á: -Söluiskatturinn hækkaður um 50 af hundraði. Forgöngutoliurinn brezki hækkaður allmikið á mörgum vörutegundum.. Skattur á bankaávísunum (hceques), hækkaður upp í tvö cent á hverj- um fimtíu dölum. Skatti á tóbaki, vindlum og vindlingtim breytt þannig, að hann lækkar á hinum ódýr- ari tegundum, en eykst til muna á þeim verðmætari. Skattur á öli og bjór, 15 cent á gallónu hverja. Skattur á isímskeytum, hækkað- ur upp 5 cent. Skattur á gosdrykkjum, 10' cent á gaHónuna. Fimm af hundraði aukaskattur, legst á bifreiðar innan við $1,200, en tíu af hundraði á þær, er meira kosta. Skattur af brjóstsykri og öðr- um sætindum, skal nema fimm af hundraði. Tollur á eldspýtum í smáum kössum lækkaður til muna. , Innflutningstollur á landbönað- ar áhöldum, lækkaður um tvö og hálft til fimm af hundraði. Brezki forgöngutollurinn á sykri, hækkar nokkuð. Tollur á cocor. og súkkulade, lækkaður að mun Tollur á ullarfötum, lækk- aður um tvö og hálft af hundraði. Tollur á flibbum lækkaðrr um fimTr. rf hnndraði. ToIIur i /skóm og stígvélum, lækkaður um 2 og há’ft af hundraðí. Tolllækkun á gasolíu til notkun- ar á fiskiskipum, svo og öðrum vörum, er tii útgerðar skal nota. Brezki forgöngutollurinn á bómullargarni, bómuilardúkum, léreftum og bómullarfötum, lækk- aður um tvö og háift af hundr- aði. — Tollur á kvikmyndum frá Bret- landi, einnig iækkaður að raun. Tollur á öllum áhöldum, er nota þarf í sögunarmylnum, lækk- ar mikið. T n n fl u tn in gstol 1 u r á pllön'tu- sykri, verður 49 cent. Dælur, járnpípur og öll önnur áhöld, sem nota skal við námu- gröft, sæta talsverðri tolllækkun. Tollur lækkaður af öllum “plumbing” áhöldum. Tollur ■?. gli’.ggablæjum lækkar um 2 og hálft af hundraði, ef flutt eru inn frá Bretlandi. Innflutningur ýmsra fuglateg- unda er bannaður með öllu — Brezk blöð láta vel yfir toll- brevtingum Mr. Fieldings, en Bandaríkja blöðin taka í annan streng. pykjast sjá að með frumvarpinu sé verið að koma fram hefnd, gegn tollmúrnum, sem Fordney-McCumbcr frum- vnr'ið margumrædda, stofnaði til og senatið í Washington léði fyigi. Líklegt þykir að tiilögur Hon. Motherwell’s, í hveitiisölumálinu, nái fram að ganga. Hon. Charles Stewart innanrík- isráðgjafi, lýsti nýlega yfir því í þinginu, að 2352 heimkomnir her- menn, sem tekið hefðu ábúðar- jarðir samkvæmt fyrirmælum “Soldier Settlement” laganna, hefðu yfirgefið þær innan skamms tíma. George H. Palmer, sá er sæti átti á isíðast fylkisþingi, sem verkaflokksfulitrúi fyrir Daup- h.n kjördæmið, hefir verið út- nefndur á ný og nýtur stuðnings bænda og verkamanna í samein- ingu. Frank Curran frá Dominion City, hefir hlotið útnefningu af hálfu bændaflokksins til þess að sækja um kosningu til fylkis- þings, fyrir Emerson kjördæmið. Til'aga hefir kom;ð fram í Yu- kon þinginu, um að fjölga þing- mönnum um þrjá. Fyrir hönd frjálslynda flokks- ins, hefir verið útnefndur +il þingmensku fyrir Minnedosa kjördæmið, Mr. Arthur W. Shaw, keupmaður. Hon Grierson fyrrum ráðgjafi opinberra verkai, baðst undan útnefningu, Enda hefir hann, «em kunnugt er, verið mjög heilsuveill hin síðari ár og ekki getað setið á þingi nema með höppum og glömium. Hon. T. C. Norris flutti ræðu á útnefn- ingarfundi þessum og hlaut hinar beztu viðtökur. Bretland Fyrir nokkru síðari fór lafði Rhondda á Englandi fram á að konum af aðalsættum væri veitt fuil þingréttindi í efri málstofu, eða lávarðadeild brezka þingsins. Fyrst var þessu máli tekið vel, og sá lávarðarnir, og nefnd sú sem málið athugaði, enga ástæðu að tíginbornum konum á Englandi væri ekki veitt þetta leyfi úr því þær í öðrum pólitiskum málum væru orðnar jafningjar karlmann- anna. En áður en málið gekk til atkvæða í lávarðardeildinui, 'Stakk Birkenhead lávarður forseti lávarðadeildarinnar upp á að mál- inu væri vísað aftur til nefndar þ'eirrar, sem hafði það til athug- unar, en þegar málið var aftur lagt fyrir lávarða deildina, var það felt með 20 atkvæðum gegn fjórum. — Lloyd George kom heim frá Genúafundiuum á laugardags- morguninn var og var honum fagnað með óvanalega mikilli við- höfn. Frá 1. apríl 1921 og til 31. marz 1922, innheimtu Bretar 3,- 680,000 pund sterling í innflutn- ingstolli af innfluttum vörum frá pýzkalandi, og gengur sú upp- æhð öll í fjárhirslu Breta og part- ur hennar til þess að borga kostn- aðinn við setulið Breta á pýska- landi. — Allmikið er rætt um afnám að flutningsbanns á canadiskum gripum til Englands. Blöðin á Englandi hafa látið til sín heyra með, og mót málinu, og búist er við að það komi upp til endilegra úrslita í þinginu brezka eftir hvtíasunnuna. Aðal ástæða þeirra manna sem málinu eru fylgjandi á þinginu fyrir að bera það ekki fram fyrri, er að þá bú- ast þeir við að bæði Lloyd George er verið hefir fjarverandi og Win- ston Ghurchill, sem ekki hefir getað sótt þingfundi upp á síð- kastið, sökum meiðsla, sem hann varð fyrir, verði báðir viðstaddir, en sagt er að þeir báðir sé þess fýsandi að aðflutningsbanninu sé lyft. Illa gengur írum að komast að sameiginlegri niðurstöðu í mál- um sínum. Sáttanefndinni hef- ir ekki tekist að finna neinn sam- eiginlegan grundvöll fýrir mál- stað beggja málsaðilja. 1 ræðu sem Arthur Griffith hélt í Dail Eireann á föstudaginn var, fór hann fram á að kosningar á ír- landi færu fram 16. júní og var mjög þungorður 1 garð lýðveldis- sinna. Á meðal annars sagði hann að það væri ekkert til í nú- tíðar menningarsögu mannanna er væri meiri ósvífni, en að lít- ill minni hluti stæði í veginum fyrir heilli þjóð, með að ráða framtíðarmálum sínum. “Mennirnir”, bætti hann við, “sem það gerðu eða reyndu að gera, væru fjandsamlegri í garð íra, heldur en Bretar, því þeir gerðu þetta undir þjóðernisgrímu. pað er kominn tími til að binda enda á slíkar deilur, — afstaða okkar væri blátt áfram fyrirlit- leg, ef við létum bugast fyrir slíku ofríki, sem er óendanlega miklu fyrirlitlegra en það sem við höfum átt að sæta af hendi Eng- lendinga. pað eru ekki fleiri en 2% af frurn,, sem stæðu eins og rænimgjar með marghleypu í hendinni og miða hénni á sam- borgara sína. peir vilja ekki lofa okkur að greiða atkvæði,” hrópaði Griffith ‘,og það verður erfiðleikum bundið fyrir þá að svifta okkur Lífinu Við höfum boðið mótstöðumönnum okkar 5 þingsæti fyrir hvert eitt sem þeir geta unnið við kosningar, við höf- um boðið þeim að halda þingsæt- um er þeir hafa nú. En þeim boðum okkar hefir verið mætt með sjálfbyrgingslegum hótunum um borgarstríð. Ef við verðum að ganga út í blóðugt, þá munum við ekki skorast undan því, og þeir sem úthella blóði íra í stað þess | að leyfa þeim að jafna sakir sínar •með atkvæðagreiðslu, verða merkt- ir brennimarki svívirðingarinnar, óendanlega miklu andstyggilegra en því, sem auðkendi Dermond Morraugh.” | Nýlega fór nokkur hópur manna frá Englandi til Brazilíu og er aðalerindi þeirra að kanna Aragu- j ayan ána og sum'ar af þeim ámj sem renna í hana. Eru þessir men'n sannfærðir um að í farveg-j um áa þessara sé um að ræða feykimiikinn auð í gulli og gim- steinum. Mælingamenn enskir sem á þeim stöðvum hafa verið, segjast ekki vera í minsta vafa um að isvo mi'kið gull sé í sand eyrunum meðfram ánini og í ár- botninum að það margborgi sig að vinna það. Einnig segjast þeir hafa fundið demjanta í sum- um af ánum, sero renna í Arag- íuaya ána. Meðfram ám þeslsum búa hinir svo nefndu Rauðu Indí- ánar, eru þeir frið'Samlegir og vingjarnlegir. Og enn fremur segir eínn þessi landmælingamað- ur, að hann vomist til að geta fundið kynþátt þann af Indíánum, sem sögur fara af að þar ibúi ein- hverstaðar og beri hálismen sem þeir búa til úr gullmolum, er þeir tíni upp eiinhverstaðar þar sem nóg er af þeim málmii. ins í þeim tilgangi, að láta rann- saka til 'hlítar kærur allar, er fram hafa komið um okurgróða í isambandi við hluttöku þjóðarinn- ar í heimsófriðnum mikla. Wm. Lemke, fyrrum dómsmála- stjóri Nonpartisian Legaue stjórn- arinnar í North Dakota, hefir verið tekinm fastur, kærður um fjárdrátt og falskar skýrslur til ríkisbankadeildarinnar. Einnig sakamál verið höfðað gegn Lars Christianson í Fargo, fyrir að hafa falsað árskýrslur Scandin-j þeirra Nonpartisan-manna, um avian American bankans þar í það er málaferlum þessum lýkur. borginni. Ghristianson var einn af ráðsmönnum þessara peninga- stofnunar. Síðari fréttir geta þess, að búið sé að draga þrjá aðra starfsmenn bankans fyrir lög og dóm, þá N. G. Eggen, fyrrum varaforseta og féhirðþ P. R. Sher- man, fyrrum féhirði og John J. Hasting, er um eitt skeið gengdi varaforseta embætti við mefndan banka. Ekki þykir ólíklegt, að fleiri verði teknir fastir í sam- bandi við hneykslisráðsmensku HARALDS-HAUGUR. Á síðastliönu hausti flutti tímaritið “Iðunn" kvæði nieð þessari fyrirsögn. Var það í tveþnur útgáfum, frumkvæðið á landsmálinu norska eftir skáldið Ivar Aasen, og íslenzk þýðing þess, eftir Fr. Gunnarsson. Þótt allmargir hér vestra hafi séð kvæðið í Iðunni, birtum vér það hér í báðum útgáfunum, svo allur almenningur fái áð sjá hve líkt landsmálið norska er íslenzkunni. Það er naumast þörf á þýðingu, svo lik eru orðin flest, sém gefur að skilja, þar sem norskan og íslenzkan eru af sömu rót runnar. Frændur vorir i Noregi urðu fyrir svo sterkum áhrifum frá Dönum, meðan þeir voru í sambandinu við þá fyr áöldum, að danskan varð aðalmál þjóðarinnar, en fornmálið fagragleymdist því nær alveg. En á seinni hluta nítjándu aldarinnar vaknaði sterk hreyfing i Noregi að endurreisa hið forna mál og hafa ýms yngri skáldin tekið þar duglega í streng með sögugerð og Ijóðum sínum. Allmikið hefir orðið ágengt, þó langt virðist enn i land til þess að landsmálið íái efri bekk. Þar er mjög við raman reip að draga, og einn er sá hængurinn, að gerðist danskan útlæg úr landinu og nýnorskan ein réði þar ríkjum, mundu skáldverkhinna heimsfrægu norsku skálda, svo sem Ibsens, BjörnsonS, Jónasar Lie oi fl., verða sem útlendar bókmentir fyrir þjóð þeirra, og til ]æss mega margir ekki hugsa. En seinna koma sumir dagar, og ef til vill sétja menn jafnvel það ekki fyrir sig, þegar um jafn þjóðq;nislegt atriði er að tefla sem tungutakið forna. — Kvaéðisútgáf urnar birtast hér fyrir neðan hlið við hlið til fróðleiks og skemtunar: Útskrifast af báskóla Manitoba-fylkis Bandaríkin. i Neðri málstofan hefir saro- þykt $5,000,000 lán til stjórnar- innar í Liberiu og hefir Banda- ríkjastjórn fallist á að veita þessu nýja lýðveldi vernd. Senatið heffr fallist á uppá- stungu .senator La Folette, um að láta rannsaka hvort samsteypa sjö stærstu stáliðnaðarfélaganna' í Bandaríkjununi, sé lögum sam- kvæm eða ekki. Dr. Otto L. Wiedfeldt, sendi- i herra pýskaiands, er nýkominn j til Washington. Borgin Detroit ihefir 'keypt alt strætisbrautakerfið, og er það vafalaust hið stærsta þjóðeigna- kerfi slíkra tegundar, sem til er í heimi. Neðri málstofan hefir veitt $500,000 til dómsmálaráðuneytis- A landsmálinu norska: Her ser eg Haralds haug fyre augom; lenge var eg lysta á lydast til honom. Botna pá berget berrsynt mun han standa millom humj? og hamar pá Hauga-landet. . Visst er han vorten vonom mindre: Grunnen er graven, grassvorden riven; áker er uplagd úm allan' haugen; aksi glimh globjart pá glöymie gravi. Her hev< fagnafolk fare or 1 eimen; her hev qin gild gut gjenge tilkvíla. Harald Hárfagre höyrde du vel gjete; nog er i Norig namn haijis kunnigt. Ikkje traV han, tenkjer eg, tavla pá gravi, stein cllet stopel með storc ord skriven. Sjölv hey han sett seg synlege minne, dei som visst mun vara til verdi öydest. Ringt var det riket som ráda han skulde; storo var det stige dá styret han slepte. So var slcjett skifte i skipnaden inne, som i kolmyrke koven nár kola er tendra. Etter kom or ætti hans ervingar dyre, dei som verde váro verdi á styra; dugstore, dádstore, dygderike sellar; nog er i Norig nanm som klinga. Lidna ero Ianga ljosa tider; dá var dád og dygd með Dovra'lands gutom; stod; i blidom blome Bláberg-landet; heider og heppa var i Haralds rike. Lidna ero langa láka tider; Haralds-ætti öyddest, og ilt var skiftet; máttlaus, modlaus, minnelaus vart lyden, hædt og herja var Haralds rike. iEndá trur eg anden hans yver oss mun sviva, lydast um landet, leita etter storverk. 'Mykje mun han fegnast nár manndom hann finner, nár som lands lyden likjest forfedrom. Fram dá, frendar. i fredlege kappstigl rette det som rengt er, reise det som velt er; byggje og böte med bot som duger; gjere verk som vara til verdi öydest. Á íslenzku. Hér sé eg Haralds haug fyrir augum; langaði mig lengi að leiða’ hann sjónum. Búinn er á bergi bert fyrir sjónum stendur milli hnjúka’ og hamra á Hauga-landi. Víst er hann vorðinn vonum minni: Grafinn er grunnur, grassvörður rifinn, umsáinn akur á alla vegu; glitra glóhærð öxin á gröfum týndum. Hér hefir frægðarfólk farið úr heimi; hér er halur vænn tii hvíldar genginn. •Haralds hárfagra heyrðir þú víst getið; nafn hans um Noreg er næsta kunnugt. Varla hygg eg væri þörf vinum að reisa stein eða styttu með stóryrðum skráða. Sér reisti’ hann sjálfur sjáanlegt merki, það sem vel mun vara unz veröld eyðist. Ráðsnautt var ríkið, sem réð hann i fyrstu, stórum var það stærra, er stjórn hann slepti; svo var skift skipan sem skuggarnir þungir hefðu’ á brautu búist, þá bál eru tendruð. Eftir komu af ætt hans erfingjar dýrir, þeir sem verðir voru veröld að stýra; dugmiklir, dáðmiklir, dygðarikir halir ; nóg er um Noreg af nöfnum göfgum. Liðnar eru langar ljósar tíðir; ]>á var dáð og dygð með Dofrailands-sonum; stóð í blíðum blóma bláf jalla-landið; hamingja’ og heiður var í- Haralds ríki. Liðnar eru langar lakar tiðir; Haralds ættin herjuð og horfinn blómi; duglaus, dáðlaus, daufur hnípti lýður; hrjáð og herjað var Haralds ríki. Enn þá veit eg andinn hans yfir bygðum svífur, litast um í landi, leitar frægðarverka. Fagnar hann ef finnur í föðurlands-dölum firða. sem feðrum frægustum líkjast. Fram þá, 'frændur, ti'l friðsamrar iðju! réttið það sem rangt er, reisið það sem felt er; byggið og bætið með bótum heilum; fremjið verk sem vara unz veröld eyðist. Edward J. Thorláksson er fæddur í Langruth í Manitoba, þann 1. júlí 1899, sonur þeirra hjóna Magnúsar heit. Thorláks- sonar, er druknaði nálægt Edmon- ton fyrir nokkrum árum, og konu hans Moniku Suðfjörð, nú í Cald- er, Sask., — Edward innritaðist í Wesley 1912 og lauk undirbún- ingsprófi 1914. — Innritaðist í herinn 1915 (þá 16 ára gamáll) og I fór í gegnum þann hildarleik ó- j skaddaður, bæði á sál og líkama. Byrjaði svo aftur nám við Wesley og lauk þar fjögra ára námi á þremur árum og útskrifaðist í þýzkum og frönskum bókmentum með ágæti.s einkunn (A1). Hann hefir tekið mikinn þátt í íþróttum og kappræðum skólans og hefir hlotið silfurpeninga sem heiðurs- J laun fyrir mælskusamkepni. Síð-! asta ár var hann ritstjóri Wesley blaðsins og forseti islenzka stú- dentafélagsins. Jóhann Eðvald, sonur Sigurbjörns Sigurjónsson- ar og konu hans Hildar Sigtryggs- dóttir er fæddur í Winnipeg árið 1900 og hefir hlotið þar mentun, en uppeldi að nokkru leyti hjá Jóhanni Sigtryggssyni móður- bróður sínum í Argylebygð. Hann var meðal þeirra fyrstu, sem gengu á Jóns Bjarnasonar skól- ann og útskrifaðist þaðan vorið 1918. Á næsta hausti innritað- ist hann í Wesley Gollege, en vegna veikinda gat hann ekki byrjað nám sitt fyr en í janúar, en hlaut þó góða einkunn. Síð- an hefir (“Eddi” fundið sér leið að hjörtum allra stúdenta með starfi sánu, og með brosi, sem aldrei hverfur. Hann hefir tek- ið þátt í mörgu á skólaárum sínum. Hann lagði sérstaka stund á enska tungu og mannkynssögu. Fríða Salome Einarsson, Foreldrar Fníðu Einarsson eru jþau Árni Ein&rsson og kona hans Kistín, sem búa í Lundar- bygð. par fékk Fríða tilsögn í grade 9 og 10. Árið 1917-18 gekk hún á Jóns Bjarnasonar skóla og útskrifaðist þaðan að vori. Á næsta hausti innritaðist hún í Wesl Gollege, útskrifaðist í vor í ensku og mannkynssögu. Hún hefur átt við erfiðleika að búa og hefur mátt til að stunda mikið af námi sínu ein og utan skóla Hún hefur kent á barnaskóla fram að jólum síðustu þrjú árin, og hefir þannig mist helmingnn af kenslustundunum við háskól- an. En þetta stóð henni ekki í vegi og hefur hún altaf sioppið óhult í gegnum prófin. Fríða hefir verið dyggur meðlimur 'islenzka stú- dentafélagins. * Hún mun hafa kenslustörf í hyggju. John P, Helgason sá fyrst ljós dagsins í Norður Da- kota árið 1899, en skynsemi hans og dómgreind lýstu sér strax í barnæsku. — Hann fluttist til Canada og settist þar að. Hann er mjög fátalaður um sjálfan sig og er því lítið frá ungdómi hans að segja. Til Wesley kom hann fyrir fjórum eða fimm árum og hefir honum alt af tekist að ná sér í góða einkunn. Hann út- skrifaðist í vor með fyrstu ein- kunn í “History cg Political E- conomy”. “Helgi” vinnur sitt starf rólega og hæversklega og gerir sig ánægðan með lítinn heiður. En margt býr í honum og mun fram- tíðin sýna að .hann verður ekki neitt olnbogabarn hamingjunnar. Fleiri hjúkrunarkonur sem útskrifast. í vikunni sem leið, 25. f. m., útskrifuðust frá Svedish Hospital í Minneapolis, Minn., í hjúkrun- arfræði, þær Margrét Paulson, dóttir Wrlhelms H. Paulson' fyrrum þingmanns og fyrri konu hans Jónínu Nikulásdóttir, mjög vel gefin stúlka og hámentuð, og Guðrún Gunnlaugsdóttir Jó- hannssonar kaupm. hér í bæ og fyrri konu hans Guðnýar Stefáns- dóttur. Stundaði hún nám hér í Winnipeg við alþýðu, mið- og kennaraskóla og var barnakenn- ari í Manitoba í sex ár áður en hún fór suður til þess að nema hjúkrunarfræði. Guðrún mun hafa hugsað sér að fara heim til íslands ef tækifæri gefst til hjúkrunarstarfsemi þar heima að minsta kosti um tíma. Ennfremur útskrifuðust tvær ungar efnilegar íslenzkar stúlkur frá The Northwestern Hospital í Minneapolis, það eru systurnar Inga og pórun, dætur Jóns por- lákssonar í Winnipeg og^ fyrri konu hans Petrínu Sigurgeirsdótt- ir. pær ólust upp ihjá foreldr- um sínum hér í Winnipeg aðal- lega og nutu hér mentunar. pær systur eru ibáðar prýðis-myndar- legar og vel gefnar. Vér reyndum til þess að ná í mynd af þessum stúlkum í ein- kennisbúningi þeirra, en því mið- ur gat það ekki tekist. — Lándeild Winnipeg bæjar hefir þegar samþykt að lána $105,490 til ihúsabyggingar nú í vor, er sú upphæð lánuð á 160 hús, sem eru þegar í smíðum. En á fundi sem lánnefndin hélt nýlega, var á- kveðið að draga til baka loforð um lán, til þeirra manna, sem ekki byrjuðu tafarlaust á að byggja, sem nefndin komst að raun um, að væru nokkuð margir af þeim, sem þegar hefðu fengið lán I

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.