Lögberg - 01.06.1922, Side 4
-is. 4
LÖGBEHG, FIMTU1>AGINN l.JÚNÍ 1922
yógberg Gefið út hvem Fimtudag af The Col- umbia Prets, Ltd.^Cor. William Ave. & Sherbrook Str.. Winnipeg, Man. Talsimart N-6327 og N-6328
Jón J. Bíldfell, Editor
Lítan&akrift til btaðsina: THE eOLUMBIIV PRESS, Ltd., Box 317!, Wtnnlpog, M&H- Utanáakrift ritatjórans: EOiTOR L0CBERC, Box 3172 Wlnnipeg, ^an.
The “Lögberg” le prlnted and publlshed by The Columbia Presa. Llmtted. in the Columbia Block, 853 to 857 Sherbrooke Street, Wlnnipeg, Manitoba
Aðal innstœða þjóðanna.
pegar um auðlegð eða eignir einstaklinga
og þjóðfélagsins er að ræða, telja menn fyrst
fram lönd og lausafé, verzlunarmagn, náttúru-
auð þjóða og peningaeign.
Að þannig sé framtalið, er mjög náttúrlegt,
því alt slíkt er mjög verðmætt og meira að segja
undirstöðuatriði efnalegrar afkomu þeirra.
-J7ó eru þessi auðœfi og ágæti þeirra háð
öðru, sem er meira áríðandi, og það er hugsunar-
háttur fólksins.
Vér sögðum, að upptaldar auðslindir væru
háðar hugsunarhætti fólksins. Vér meinum
ekki með því, að upptök þeirra og frumskilyrði
séu undir hugsunarhætti fólksins komnar, held-
ur notkun þeirra til þjóðfélagjþrifa, og áhrif
þeirra a lífsstefnur einstaklinga og þjóða.
Menn tala á þessum dögum um erfiða tíma,
um fjárþurð, um skert lánstraust, um skort á
gjaldmiðli. Ekki stafar sú þurð af því, að auð-
ur einstaklinga hafi minkað tilfinnanlega, né
heldur auðslindir þjóðanna þverrað.
pað er framleitt meira nú en áður var, nýj-
ar auðsuppsprettur hafa mennirnir ftmdið, sem
lofa miklu, og það er eins og hin ríka náttúra,sé
alt af að sýna mönnum lengra og lengra inn í
hið óþrjótanlega forðabúr sitt, dýpra og dýpra
ofan í námur gulls og gnægta.
Samt kvarta menn. Samt er þurð. Samt
eru kringumstæðurnar að gera lífsframfærsl-
una erfiða fyrir flesta og nálega óviðráðanlega
fyrir suma.
Hvernig stendur á þessu?
]7að stendur svo á því, að þessi auðæfi nátt-
úrunnar, verzlun mannanna og búfé, er ekki
hinn sanni auður þeirra, er ekki það, sem áhrifa-
mest er í lífi þeirra, er ekki aðal innstæða þeirra.
Hugsunarháttur þeirra er aðal innstæðan.
Undir hugsunarhætti einstaklinga og þjóða
er öll velferð þeirra komin, hann er sá megin-
grunnur, sem öll afkoma þeirra byggist á.
Menn tala nú um daufa tíma, jafnvel óvana-
lega erfiða tíma, og Iáta svo þar við staðar
numið. Menn reyna ekki alment talað, að gera
sér grein fyrir, af hverju erfiðleikamir í raun
og veru stafi.
Mundir þú ekki, lesari góður, reka upp stór
augu, ef þér værj sagt, að þú ættir þinn fulla
þátt í þessum erfiðleikum, að þú með hugsunar-
leysi þínu værir að bæta við erfiðleikana dag- •
lega? En það er nú einmitt það, sem að er, að
þú og flestir aðrir eru alt af að auka erfiðleik-
ana. Auka á þá af því, að þessi þýðingarmesta
innstæða mín og þín, hugsunarhátturinn og
dómgreindin, er gengin úr skorðum.
Annars vegar höfum vér náttúruauðlegð,
sem að minsta kosti er eins mikil og hún hefir
nokkurn tíma verið, og framleiðslu, sem er meiri
nú en hún er vön að vera í voru landi, — fram-
leiðslu, sem er meira en tvöföld við það, sem
þarf til þess að fúllnægja þörfum landsmanna
svo að vel sé.
Hins vegar er hugsunarhátturinn, sem tekur
á móti þessari framleiðslu og færir sér hana í
nyt. J?að er hann, sem brugðist hefir.
J?að var sú tíð, að karlar og konur gjörðu
sig ekki að eins ánægð með starfsafurðir sínar,
heldur töldu sjálfsagt og óhjákvæmilegt að
leggja einhvem svolítinn part þeirra fyrir ár-
lega til þess að hafá sér til stuðnings ef á þyrfti
að halda—unnu þá til að eignast.
Nú er sá hugsunarháttur breyftur. Nú
vinnur fólkið til þess að eyða. Löhgu áður en
ársarðurinn er kominn, eða áður en menn vita
hver hann er—eða hvort hann er nokkur, þá eru
karlar og konur búin að eyða honum öllum í hug-
anum og oft og einatt skulda upp á hann til þess
að borga fyrir hluti, sem hægt er að vera án og
enga verulega þýðingu hafa fyrir velfarnan
manna eða vellíðan.
Og það er einmitt þetta, sem að er. J?að er
einmitt þetta, sem mes tum erfiðleikum veldur
nú í heiminum víðast, að dómgreind manna og
hugsun í sambandi við notkun peninga og fjár-
muna, er gengin úr skorðum, — aðal innstæða
almennings, hugarstefnan, biluð, hefir látið und-
an lægri hvötum manna, þeim, að lifa og láta
eins og menn vilja, án tillits til afleiðinganna.
Ástandið í heiminum lagast aldrei, svo vel
sé, fyr en hugsunarhátturinn, aflið sem öllu
ræður, hefir náð jafnvæginu.
Að geyma æskuna.
J7að er einkenni margra, að gefa minni gæt-
ur að því, sem maður hefir, en að hinu, sem
maður hefir ekki.
Æskumaðurinn lítur fram á veginn, og sál
hans laugar sig í vonunum, sem framtíðin
geymir. Hann rennir augunum upp hlíðina og
upp á fjallið, og hugurinn ber hann hálfa leið
þangað, til að njóta útsýnisins þaðan. En hann
hugsar oft minna um það, sem hann á sjálf-
ur, um það, sem í hendi hans er og fegurst er
allra gjafa lífsins—æskuna. ♦
J>að er eðlileg framþróunar tilfinning hjá
hverjum einasta unglingi, að vilja þroskast, að
ná þroskatakmarki, og þá framþróun er hvorki
rétt að hindra, né heldur er hægt að hindra
hana. En unglingamir þurfa að gera sér grein
fyrir, í hverju hinn sanni þroski er fólginn, og
þeir þurfa að geyma aflvaka hans—en það er
æskufjör unga fólksins.
Hvað er það, sem gjörir æskutíðina, ung-
dómsárin, svo yndisleg?
pað er fyrst og fremst sakleysið. Æsku-
maðurinn er sáttur við alla og alt. Á sál hans er
enginn blettur, ekkert ör, ekkert ský, svo hann
getur notið fegurðarinnar, sem umkringir hann
hvar sem hann lítur, og gleðinnar, sem mætir
honum atstaðar.
J?að er vonin—vonin, sem gefur ímyndunar-
afli æskumannsins vængi, svo það getur flogið
mót sólu og sumri; og það er þráin—þráin, sem
lofar öllu fögru, sem þó er hulið blæju fram-
tíðarinnar.
Á meðan þessar þrjár dygðir lifa í sál æsku-
fólksins, á meðan þessar þrjár perlur: sakleysið,
vonin og þráin, blika á framtíðarhimni hans, er
æskunni borgið, og það þó hún komist upp á
sjónarhólinn sjálfan, þótt árin færist yfir og
jafnvel þó að bakið bogni og hárið á höfðinu
gráni.
pessi fjársjóður — æskan, þessi innstæða
æskunnar, sakleysið, vonin og þráin, er dýr-
mætasta eignin. J?etta er líf æskumannsins, líf
allra manna, það sama sem vorsólin er jurta-
gróðri náttúrunnar—lífgjafi alls þroska og feg-
urðar.
Er hægt að hugsa sér nokkum hlut, sem er
eins ömurlegur og sár og það, að sjá stúlku eða
pilt, sem glatað hefir æsku sinni á meðan hún eða
hann er enn á æskuskeiði, — ungt fólk, sem búið
er að lifa lífi sínu, tæma hvem bikar í botn áður
en það er búið að ná fullum þroska?
pessi hætta hefir sjálfsagt verið fyrir dyrum
liðinna ára og alda, og alt af hefir verið meira og
minna af æskufólki, sem brent hefir upp ljósmeti
lífs síns áður en æfisól þess var komin í hádegis-
stað, og setið svo í vonleysis vandræðum og
kyrkings kulda til enda æfi sinnar.
En vafamál er það, hvort æskufólkið hefir
nokkurn tíma farið eins illa með bemskuár sín
eins og einmitt nú, hvort nokkum tíma hefir lif-
að eins dauft á arineldi æskunnar, eins og ein-
mitt nú.
Er það ekki sannleikur, og hann sorglegur,
að stórmikill meiri hluti æskulýðsins á vorum
dögum er búinn að bergja bikar æskunnar í botn
áður en þroskaárunum er náð. Er það ekki
sannleikur, að flest ungt fólk er búið að njóta
skemtana þeirra, sem mannfélag vort hefir að
veita, og er orðið þreytt á þeim langt fyrir innan
tvítugsaldur, svo í þeim sökum hefir það ekki
til neins að hugsa, ekki eftir neinu að vona—
ekkert að þrá á þeirri tíð Hfsins, þegar það er
sem bezt móttækilegt til að njóta?
Að vísu getur æskan snúið sér að eLnhverju
öðru en skemtunum, og gerir það áreiðanlega,
þegar hún er orðin þreytt á þeim, því hún er ör
og bráðlát. En sá eltingaleikur er háskalegur, og
hún verður áreiðanlega vör við, að með því fyrir-
komulagi dofnar smátt og smátt á lampanum, unz
að síðustu ekkert er eftir nema brunnið skarið.
J7að er með æskuna eins og peningana, að
það er sama hvað mikið að þú átt af þeirri auð-
legð; þú missir hana út úr höndum þér og úr eigu
þinni, ef þú gætir hennar ekki, og það vel. En
sá er þó munurinn, að þótt þú tapir peningunum,
getur þú máske eignast þá aftur, en glataða æsku
aldrei. Hún er töpuð, horfin og týnd, og fæst
aldrei aftur.
Ungu fslendingar! munið um fram alt eftir,
að gæta vel æsku ykkar.
---------o--------
Don Sturzo.
Ef til vill einn af allra einkennilegustu nú-
lifandi stjórnmálamönnum Norðurálfunnar, er
Don Luigi Sturzo d’Altobrando, hinn ítalski,
senr er hvorttveggja í senn, prestur og svo
ka*nn stjórnmálapostuli að undrun sætir. Þó
kemur hann sama sem ekkert fram opinberlega,
heldur vinnur öll sín stórvirki að tjaldabaki.
Don 8turzo er fimtíu og eins árs að aldri, hý-
býlaprúður og hæverskur með afbrigðum. —
Ilárið er svart og hrokkið, nefið óvenju stórt
* og íbjúgt mjög, munnurinn víður, en varimar
\s*aman herptar. Þannig er honum lýst, þessum
prestvígða, ipólitiska fulltrúa kaþól^ku ikirkj-
unnar, sem hefir það fvrir aðalstarf, að stofna
til nvrra ráðunevta í ítalíu og hrinda öðrum
af stóli, ef svo býður við að horfa, án þess þó að
'sækjast eftir nokkurri opinberri virðingarstöðu
fyrir sjálfan sig. Svo hljóðlega hefir maður
þessi fikrað sig upp á við, að því er blaðinu
London Times segist frá, að Norðurálfublöðin
vissu tæpast af því, að hann væri til, fyr en
hann varsvo að segja orðinn einvaldur í stjórn-
málum hinnar ítölsku þjóðar. London Mail,
getur þess nýlega, sem dæmi upp á áhrif Don
Sturzo, að jafnskjótt sem Bonomi hafi brugð-
ist sú von, að fá stuðning hans, hafi hann hætt
við að stofna nýtt ráðuneyti. Alt fór á sömu
leið fyrir Giolitti, sem gert hefir hverja til-
raunina á fætur annari til þess að brjótast til
valda. Don Sturzo vildi ekkert hafa með
hann að gera, og þess vegna situr hann enn í
pólitiskri útlegð.
Ajndstæðingar Don Sturzo hafa kallað
hann samvizkulausan æsingamann, einskonar
“litla Lenine’'. En sannleikurinn er sá, að
slík ummæli hafa viö engin rök að styðjast.
London Times telur Don Sturzo vera sannan
byggingameistara, rökfastan, viljasterkan og
þolinn. Hann vaki yfir því dag og nótt, að
gera uppdrætti , að hinum pólitisku höllum sín-
um og láti sér ekki til hugar koma, að byrja á
smíðinni fyr en uppdrátturinn sé orðinn svo
fullkominn, að fara megi eftir hverri línu.
Don Sturzo er fæddur í Caltagirone, —
Kominn af æfintýra og aðalsmanna ætt. Prest-
ur átti 'hann að verSa, og varS það líka. Hlaut
vígslu að Catania, en dvaldi eftir þaS um hríS
í Róm, til frekari fullkomnunar á sviSi guð-
fræðinnar. Þrítugur að aldri, gerðist hann
sóiknarprestur í fæðingarbygð sinni og kvað
hafa leyst af hendi embættisstörf sín með frá-
bærri samvizkusemi. Fremur þótti hann ó-
mannblendinn framan af, og kaus helst að geta
verið 'sem allra mest út af fyrir sig. Seinni
árunum hefir þetta þó breyst, einkum eftir að
hann tók aS gefa sig við pólitíkinni. Hann er
íþróttanfaður mikill og hefir alla jafna hvatt
þjóð sína mjög til þess, að leggja rækt við
krafta og líkamlega hreysti. Hann segir aS
ofát sé ein af háskalegustu syndum nútímans;
sjálfur etur hann lítiS og nevtir sjaldan kjöts.
Á hverjum einasta morgni árið um kring, rís
hann úr rekkju klukkan fimm og flytur guðs-
þjónustu í lítilli kapellu, sem stendur í dæld
milli skógivaxinna hæða. — Það voru sam-
sveitungarnir, er fyrst uppgötvuðu stjórnmála-
manninn Don Sturzo, — framan af, höfðu þeir
aðeins þekt hann sem prest. Don Sturzo, er
meiri og gleggri fjárhagsfræðingur, en alment
gerist. Á því sviði má hiklaust telja hann
einn af allra fremstu leiðtogum þjóðarinnar.
“Afkoma þjóðarinnar, hvílir á ráðdeild ein-
staklinganna”, er hann vanur að segja. “Spar-
semin er eini heilbrigði grundvöllurinn undir
þjóðfélagsskipulaginu ’ ’.
Stjórnmálaflokk hefir Don Sturzo stofn-
að, er nefnist lýðflokkurinn. Ekkert tillit er
þar tekið til mismunandi stétta, en kaþólskir
verða þeir vitanlega allir að vfera, er þann
flokk fylla, því eins og áður hefir verið um
getið, er leiðtoginn prestvígður stjórnmála-
fulltrúi 'hinnar kaþólsku kirkju. í síðustu
kosningunum á Italíu, komust á annað hundr-
að skoðanabræður Don Sturzo að. Hann
kveðst á engan hátt geta séð, hvers vegna að
kristindómur og pólitík geti ekki átt samleið.
Þvert á móti sé það eindregin samfæring sín,
að alt IvSstiórnar fvrirkomulag eigi aðeins geti,
heldur beinlínis hljóti að grundvallast á megin-
atriðum fjallræðunnar.
Don Sturzo hefir hvað ofan í annað, getaS
tekist á hendur stjórnarforystu á ítalíu, en
slíkt hefir honum aldrei komið til hugar. Hon-
um er meinilla við veizluhöld og jafnvel af
beirri ásta*ðu einni, mundi hann Tindir engum
kringumstæðum hafa gengist inn á að mynda
stjóm. “'Sá Ijóður er á ráði flestra 'hátt-
standandi stjórnmálamanna”, sagði hann fyr-
ir nokkru við Taeta, yfiriáðgjafa, “að þeir eta
of mikið, drekka of mikið og nöldra of mikið
yfir hinu og þessu, sem í rauninni skiftir engu
máli. Don Sturzo er illa við bifreiðar, og
telur siðferðisástandinu að minsta koisti, enginn
hagur hafa af þeim stafað.
Náttúrudýrð Sikileyjar, hefir heillað Don
Sturzo. Fjöllin eru honum kunn. Hann er
ekki hræddur við brattann, og klífur oft þrí-
tugan hamarinn, til þess að ná í eitt fagurt
fjallablóm. t einverunni . þar, við náttúru-
brjóstin sjálf, gerir hann uppdrættina að sín-
um pólitískum höllum og frumhugsar og lærir
ræðurnar, sem hann kann að flytja í hinu og
þessu þorpinu, þegar komið er aftur til manna-
bygðar. E. P. J.
---------o--------
The Bedroom Bureau Chime.
Dimly burns the fitful gaslight
And the room is small and bleak,
While the frenzied winds of winter
Round the quaking building shriek.
Lonely am I, pensive, dreaming
Of the friends who once were mine,
As I look on pictured faces
On my bedroom bureau shrine.
Softer glows the fitful gaslight,
Gentler blows the biting storm,
And the room grows light and pleasant,
And my heart grows strangely warm;
For my thoughts are ’mong the garlands
That the hands of mem’ry twine—
Borne aloft by kindly glances
From my bedroom bureau shrine.
Waves of fancy surge and flutter
Forth and back they flow and ebb
Weaving jewelled scenes of beauty
Into memory’s mystic web.
Scenes of laughter—scenes of pathos,
Scenes of shadow and of shine
Float about with haloed glory
From my bedroom bureau shrine.
They are scattered here and yonder
Scattered are these friends of old.
Each the bureau of Self is sailing
Unto God’s eternal Fold.
But the subtile cords of friendship
With their mystic mesh entwine
Heart to heart, in strange communion
Round my bedroom bureau shrine.
Now my eyes are bright and glowing
And my heart is filled with joy;
For this mystic picture - magic
Could my weariness destroy.
And with tgnderness I whispær—
God protect these friends of mine—
Smile upon the pictured faces
On my bedroom Bureau shrine.
Christopher Johnston.
SPARIÐ ÁÐUR EN ÞÉR EYÐIÐ
Láttu Bankareikninginn vera þitt
fyrsta áhugamál.
pað mun meira en borga sig þegar
árin líða.
Sparisjóðsreikingar við hvert
einsata útibú
THE ROYAL BANK
OFGANADA
Borjraður höfuðstóll og viðlajrasj.... $40,000,000
Allar eignir ....................$483,000,000
p
Fjárkreppan heima.
Sparnaður — framleiðsla.
Eftir Gunnar Sigurðsson.
I.
ipað er að vonum mikið rætt,
bæði ujtan þings og innan, um
fjárþröng rí'kisins og ráðin til
þess að 'bæta úr henni og >á um
leið, á hvern 'hátt verði dregið
úr hinum miklu og margumtöluðu
útgjöldum ríkissjóðs.
pess er fyrst að gæta, þegar
um þessj mál er rætt, að hér er
um gamalit mein að ræða. Aðal-
aukning útgjalda ríkissjóðs varð
á veltiárunum, sérstaklega á ár-
unum 1916 til 1918. pingmenn,
eins og aðrir, urðu bjartsýnir
þegar allir framleiðendur græddu
og allar eignir stórhækkuðu í
verði. pað fór alveg eins um þing
og stjórn og þá einstaklinga og
félög, er nú í þessu fjárhruni
hafa tapað ógrynni fjár. Hvorir-
tveggja bygðu á því, að veltiárin
héldu áfram og að verðhrunið
mundi ©kki koma svona snögg-
lega.
Og þetta var ekki láandi.
'Enginn gat sagt fyrir um þetta,
enda 'hefði enginn á þeim árum
trúað spádómum ^járhrunsins.
prj'ú stóirveldi virtust mundu
toga í sama strenginn um það, að
halda verðlaginu uppi; verka-
menn annarsvegar, með 'því að
halda kaupinu sem hæstu, ríkis-
stjórnir og bankar á hinn bóg-
inn, er höfðu hag af því, vegna
skulda sinna bg viðskifta, að
verðlagið væri sem hæst.
En jafnvel þessir sterku streng-
ir hrukku.
Verkfallið kom, og það kom
snögglega. Mögru kýrnar átu
upp þær feitu, og það í einu vet-
t fangi. pað fór um ríkið, eins og
félög og einstaklinga, er mikið
höfðu í veltunni: það komst
snögglega í fjárþröng.
.Sem betur er því ekki svo far-
ið um ríkið, eins og, því miður,
hefir hent fjölmarga einstalkinga
og félög, að tapið hefir ekki far-
ið fram úr eignum.
Jafnskjótt og fjárkreppas var
fyrirsjáanleg, varð það fyrsta
spurningin fyrir öllum hugsandi
mönnum, ihvað mætti til varnar
verða. Margir, og þar á meðal
“Tíminn”, vildu taka bráðabirgða-
lán, til þess að fleyta þjóðinni
fram hjá skeri því, er fyrir stafni
var, til þess að halda framleiðslu
landsmanna í horfinu.
Á pinginu í fyrra var eg einn
af þeim, er héldu því ákveðnast
fram, að taka þýrfti lán, til þess
að greiða þær skuldir ríkisins og
einstaklinganna, semj fallnar voru
í gjalddaga, og lagði sérstaka
áherslu á það, að lánið væri svo
hátt, að það gæti komið bönk-
unum á réttan kjöl og gert þá
starfhæfa, svo að framleiðslan
liði sem minst við hrunið.
Að lántakan væri sjlfsögð, er
nú alment viðurkent, enda þótt
ýmsir — og þar á meðal fyrver-
andi landsstjórn — teldu hana
varhugaverða og jafnvel óráðlega.
Lán það, er loks var tekið,
kom því miður alt of seint og var
þar að auki of lágt. Öll fram-
leiðsla stórlamaðist. Gengi ís-
lenskrar krónu féll hröðum skref-
um. Bankarnir tóku svo að segja
algerlega fyrir nýjar lánveiting-
ar. (Margir framleiðendur mistu
kjarkinn, lögðu árar í bát. pá
vantaði rekstursfé.
pað var bent á það, foæði af
mér og öðrum, að lán það, er taka
þyrfti, yrði að vera alt að 15
miljónum króna. petta hefir
reynst rétt.
Nú nema dægurskuldirnar svo-
nefndu — þær skuldir ríkisins
og einstaklinganna, sem brýn
nauðsyn er að greiða nú þegar
— 4 — 5 miljónum króna.
Vera má, að þeir, sem lántök-
unni réðu, hafi þá afsökun, að
þeir hafi ekki átt kost á hærra
láni. En hitt er alkunna, að
hættulegt er, ekki síður rí'ki en
einstaklingum, að taka lán, sem
ekki fullnægir tilganginum.
Jafnvel getur verið, að slík lán
Electro Gasoline
“Best liy Every Test”
pessi Gasolía endist yfir mestan mílufjölda og
fyrirbyggir ólag á mótornum.
Skjót Afgreiðsla hjá vorum Sjö
Service Stations:
Sérstök þægindi við fylling og hreinsun Transmissions
og Crank Case
No. 1. Corner Portage og Maryland.
N. 2. Main Street, gegnt Union Depot.
No. 3. McDermot og Rorie, Sts., gegnt Gr. Excbange.
No. 4. Portage Ave. og Kennedy St.
No. 5. Rupert og King, bak við McLaren Hotel.
No.6. Osborne og Stradbrooke St.
No. 7. Main Street North og Stella Ave.
Einnig til sölu hjá eftirgreindum Garages:
Willys-Overland, Cor. Portage og Marylana.
Cadillac Motor Sales, 310 Carlton.
Imperial Garage, Opp. Amphitheatre.
Prairie City Oil Co., Ltd.
Phone A 6341 601-6 Somerset Building
P
|1LSI
■■ Brick Tile og
■ ■ Lumber Co. Ltd.1
| Brick og Hollow Tile framleiðendur
Timbur og annað Byggipgarefni.
Afgreiðum pantanir utan af landi fljótt og vel.
»
BRICK MANTELS
200 Tribune Bldg. WINNIPEG Talsími A5893 j